Tíminn - 01.10.1940, Síða 2
370
93. blað
TÍHlK\]y, frrigjwdagmn 1. okt. 1940
fpmmn
Þrið$udaginn 1. oUt.
S j álfstæðisflokk-
urinn og „svarti
dauðinn**
Á árunum 1935—1938 var
blöðum Sjálfstæðisflokksins
tíðrætt um áfengissölu ríkls-
ins, enda þótt margir áhrifa-
menn flokksins og öll blöð hans
hefðu forustuna í afnámi bann-
laganna á sínum tíma. Án
þeirrar forustu hefðu bannlög-
in aldrei verið afnumin og á-
fengisflóðinu aldrei verið veitt
inn í landið. En Sjálfstæðis-
flokkurinn hélt, að þjóðin væri
fljót að gleyma. Hann hóf ill-
kvitnislega gagnrýni á Fram-
sóknarflokkinn og einkum fjár-
málaráðherra hans, * Eystein
Jónsson, út af þessu afkvæmi
sínu — áfengissölunni. Fjárlög-
um á hverju ári átti„svartidauð-
inn“ að fleyta fram. Hann væri
„flotholt“ stj órnarinnar, er í-
haldsblöðin nefndu „svarta-
dauðastjórn.“ 23. feb. 1936 segir
Mbl.: „Brennivínssalan hefir
tekizt þannig, að eigi hefir þetta
ár orðið tekjuhalli á ríkis-
rekstrinum. Þessu hefir hin
rauða landsstjóm áorkað með
tvöföldum sköttum og aukinni
sölu á „svartadauða“. Og 5.
apríl sama ár: „Þeir (þ.e. stjórn-
in) setja á stofn hina svívirði-
legustu bruggunarstarfsemi og
selja landsfólkinu ólyfjan, sem
nefnd er réttilega „svartidauði".
Þrátt fyrir þessi miklu
gífuryrði varð þess ekki vart, að
Sjálfstæðisflokkúrinn fráfæld-
ist áfengið á nokkurn hátt.
Skemmtisamkomur flokksins
hér í Reykjavik báru því bezt
vitni. Enda gerði Framsóknar-
flokkurinn ekkert annað í á-
fengismálunum en að fram-
fylgja sigri Sjálfstæðisflokksins
í atkvæðagreiðslunni um bann-
lögin. Það kom líka í ljós, eftir
að þjóðstjórnin var mynduð, að
gagnrýnin kom af öðrum hvöt-
um en áhuga flokksins fyrir út-
rýmingu áfengis.
Fjármálaráðherra Sjálf-
stæðisflokksins tók við stjórn á
hinni „svívirðilegu bruggunar-
starfsemi,“ er byrlaði þjóðinni
banvænt eitur! Auk þess að
vera fulltrúi þess flokks, er
harðlega var búinn að átelja
áfengissöluna, var hann hátt-
settur embættismaður í stór-
stúkunni og í fyrra vor ætlaði
nokkur hluti gó&templara að
gera hann að stórtemplar á ís-
landi. Nú hefir hann og Sjálf-
stæðisflokkurinn haft tækifærið
í hálft annað ár.
En hvaða breyting verður?
Aðeins sú, að brennivínssalan
hefir aldrei gefið ríkissjóði stór-
felldari tekjur. Þó hafa kröf-
urnar um lokun áfengisverzlun-
arinnar aldrei verið jafn al-
mennar né augljósari þörf á
mikilli takmörkun áfengis eins
og þetta ár.
Samt er ekkert aðhafzt. Rík-
issjóður græðir á hinni „sví-
Virðilegu bruggunarstarfsemi"
meir en nokkru sinni fyrr, eins
og bezt kemur fram í ummæl-
um fjármálaráðherra við Morg-
unblaðið 25. ágúst s. 1. um fjár-
hagsafkomu ríkissjóðs.
En þar segir: „Ég býst við, að
heildarútkoman sé nokkuð svip-
uð nú og í fyrra. Að vísu eru
skattar og tollar talsvert
minni. En á móti kemur svo það,
að tekjur af einkasölum ríkis-
ins, aðallega áfengisverzluninni
og tóbakseinkasöiunni, eru
drjúgum meiri en í fyrra og
vegur það nokkuð upp á móti
rýrnun toIlteknanna.“
Þetta eru athyglisverðar upp-
lýsingar, er sýna skýrt, að Sjálf-
stæðisflokknum hefir tekizt að
auka „bruggunarstarfsemina“
svo rækilega, að gróðinn af á-
fengi og tóbaki verður „drjúg-
um meiri“ en áöur og bætir
þannig upp það, sem skortir á
aðrar tekjur vegna styrjaldar-
ástandsins. Svo langt hefir „sví-
virðingin“ aldrei gengið áður.
En nú minnist Morgunblaðið
ekkert á „svartadauðastjórn"
eða annað þess háttar.
Mega þetta teljast kaldhæðn-
islegar staðreyndir fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn, sem mikla at-
hygli mun vekja. Þjóðin er ekki
A forlagi Stalíns
Alþjóðleg og óþjóðleg áróðursstarísemi
V.
Það er talið, að franska þjóð-
in verði nú á degi hverjum að
greiða Þjóðverjum í kostnað við
að hersetja landið 50 milj.
króna, auk alls annars, sem
sigurvegarinn tekur í landinu
sér til framdráttar.. Enginn efi
er á, að franska þjóðin mun nú
þegar vera farin að skilja, að
það voru dýrir peningar, sem
Rússar lögðu í blaðið „Mann-
kynið“, sem eyðilagði mót-
stöðuafl Frakka, sundraði
þjóðinni, þannig að tveir flokk-
ar í landinu leituðu trausts og
halds hjá erlendum óvinum
móti sínum eigin löndum.
Kommúnistaflokkurinn í
Frakklandi var gerður fyrir
rússneska peninga. Síðan skap-
jafn gleymin og Sjálfstæðisfl.
heldur og sízt í þessu máli.
Framkoma Sjálfstæðisflokksins
í áfengismálunum er með end-
emum flónskuleg.Hann heimtar
frjálsa sölu áfengra drykkja í
landinu og sigrar. Síðan hund-
skammar hann Framsóknar-
flokkinn með strákslegu orð-
bragði fyrir það, að framfylgja
þessum sigri Sjálfstæðismanna
og leitar samúðar þjóðarinnar í
viðkvæmu máli með hræsnis-
skrifum sínum. Nokkru síðar
tekur annar fulltrúi flokksins
í þjóðstjórninni við áfengissöl-
unni og tekst að gera hana
meiri féþúúfu en dæmi eru tl
áður. Öllu betur gat flolckurinn
e,kki hengt sig í sinni eigin
snöru. Framkoma Sjálfstæðis-
flokksins í þessu máli er mjög
glöggt dæmi um málfærslu
hans yfirleitt seinustu árin.
Loforðin eða gagnrýnin hafa
aldrei verið annað en ábyrgðar-
laust glamur, sem átti að hæna
hugsunarlítið fólk í flokkinn.
Undanfarið hefir nokkuð ver-
ið rætt um skömmtun áfengis.
Á engan hátt hafa þær tillögur
komið frá Sjálfstæðisflokknum
frekar en annað, er dregið gæti
úr áfengissölunni. Slík ráðstöf-
un er hér óreynd, en vænta má
að nokkur bót geti að henni
orðið, ef vel er á þeim málum
haldið. í því sambandi þyrfti
að takmarka áfengisbækur
mjög, svo að margir aðilar verði
ekki þátttakendur í áfengis-
sölu, er aldrei áður hafa látið
sér það til hugar koma. Ættu
t. d. námsmenn, kvenfólk,
þurfamenn o. fl. alls engar á-
fengisbækur að fá. Með því
mætti vænta nokkurra bóta,
þótt engan veginn sé þar með
náð æskilegu takmarki. C.
aði franski kommúnisminn
franskan nazisma. Þessir tveir
flokkar hötuðu hvor annan
meira en erlenda óvini Frakk-
lands. Nú í vor opnuðu þeir hlið
landsins fyrir innrásarher
Þjóðverja. Það er þessum tveim
alþjóðlegu og óþjóðlegu flokk-
um að kenna, að vald Frakk-
lands hrundi eins og spilaborg á
fáum dögum. Þannig fer hverri
þjóð, sem lætur viðgangast að
í landinu séu flokkar undir er-
lendum yfirráðum og erlendri
stjórn.
VI.
Valdamenn Rússlands hafa
lotið svo lágt, að koma sér upp
flokki í minnsta ríki heimsins,
það er að segja hér á íslandi.
Byltingamenn Rússa stefndu að
því, að koma á heimsbyltingu.
í því skyni lögðu þeir þegar frá
byrjun rússnesku ráðstjórnar-
ríkjanna fram stórfé til flokks-
myndunar í öðrum löndum.
Þannig var verkamannaflokk-
urinn norski um nokkurra ára
skeið algerlega undirlægja
valdhafa í Rússlandi. Frá
Moskva kom fyrirskipun um allt
starf í Noregi. Stalin tók sér
jafn mikið vald yfir sál og sann-
færingu verkamanna í Noregi
eins og páfinn hafði yfir ka-
þólskum söfnuðunum í mesta
andlega ófrelsi á miðöldunum.
Að lokum kom þar, að norskir
socialistar þoldu ekki þennan
andlega þrældóm. Þeir töldu
sig svikna af stefnu Rússa. Þeir
vildu fylgja verkamannastefnu,
en þeir vildu fyrst og fremst
vera frjálsir menn í frjálsu
landi. Af þessum ástæðum gekk
norski verkamannaflokkurinn
úr öllu sambandi»við Rússa og
stendur nú í órjúfanlegri fylk-
ingu með borgaralegum flokk-
um Noregs um að endurheimta
ættjörð sína sem. frjálst land.
Hér á íslandi fór þróunin á
annan- veg. Hér stóð Jón Bald-
vinsson og með honum mikill
fjöldi góðra íslendinga í verka-
mannastétt móti fagurgala og
byltingarbarátvtu kommúnista,
og hin eiginlega verkamanna-
hreyfing va.rð hér algerlega ís-
lenzk og þjóðleg. En utan úr
þessari hreyfingu slitnuðu
nokkrar útjaðratægjur. Það
voru þeir Einar Olgeirsson,
Brynjólfur Bjarnason, Kristinn
Andrésson, Jón Rafnsson, Þór-
oddur á Siglufirði, og nokkrir
fleiri samskonar menn. Síðan
um 1930 hafa þessir menn
haldið uppi flokksstarfsemi á
algerlega kommúnistiiskum
Magnns Torfason:
hTrtikí
Eftir að laxalögunum 1887, ’
eftir mikla mæðu, var breytt
með lögum um lax- og silungs-
veiði 1932, var gerð hver sam-
þykktin á fætur annarri um
fiskirækt og veiði, þar á meðal
einna fyrst stofnað fiskirækt-
arfélag Árnesinga. Sá félags-
skapur, sem náði til Hvítár og
Ölfusár, varð þó ekki að veru-
legu liði, því þess var engin von-
in, að almenningur legði á sig
erfiði og álögur til þess að auka
hlut þeirra, er við neðra hluta
árinnar juku veiðibrellur sínar,
og gengu svo nærri laxinum,
að veiði þvarr ár frá ári. Því
várð mönnum brátt ljóst, að
eigi varð komizt hjá að stofna
til veiðifélags til þess að hafa
hömlur á véiðinni og lagði það
sig þá sjálft, að kostnaðurinn
við fiskirækt, klak og ófriðun
sels, yrði greiddur af félagsveið-
inni. Varð því að ráði, að
gamla félagið, sem náði yfir
sama svæði og veiðifélagið, var
sameinað því og var það sam-
þykkt í einu hljóffi, enda aldrei
heyrst, að nokkur rödd hafi am-
ast við því. Hins vegar voru
deildar skoðanir um stofnun
veiðifélagsins, sem líklegt var,
þar sem veiðihagur manna
stangaðist mjög svo á, en þó
varð stórmikill meirihluti með
stofnun þess. Undir þetta ok
vildi sá veiðieigandinn, sem
hafði mest og bezt veiðiskilyrð-
' in við ósa árinnar, eigi ganga,
| fann smátt og stórt, ætt og ó-
' ætt, liggur mér við að segja,
samþykktinni til foráttu og
skoraði á atyinnumálaráðu-
neytið að neita að staðfesta
hana. Eftir að leitað hafði ver-
ið umsagnar allrar sérkunnáttu
á því sviði og annara, sem þar
að stóðu, var samþykktin þó
staðfest breytingalaust. En sá
mikli mann lét ekki þar við
sitja, heldur höfðaði mál til ó-
nýtingar samþykktinni. Vék
hinn reglulegi dómari, er nokk-
ur afskipti hafði haft af stofn-
un þessa fiskiræktar- og veiði-
félags Árnesinga, sæti í málinu,
og var skipaður setudómari í þyí
úr Reykjavík, bláókunnugur
veiðimálum, að jþví er virðist.
Það, sem aðallega var haft- á
oddi og hér kemur til greina,
var það, að einum læk og 4 ár-
nefnum í Ölvesi neðan Arnar-
bælis, var haldið utan við sam-
þykktina. Féllst bæði setudóm-
arinn og hæstiréttur á, að þetta
yæfi svo mikil missmíði á sam-
þykktinni, að hún væri óalandi
og óferjandi og því bæri að
uppræta þetta illgresi með rót-
um.
Eftir að hafa athugað máls-
skjölin og leitað upplýsinga
kunnugra manna, virðist mér
þessi niðurstaða það fráleit, að
ekki sé rétt að láta hana liggja
í þagnargildi, jafnvel þótt dóm-
grundvelli og undir belnu á-
hrifavaldi rússneskra leiðtoga.
Fyrstu árin, sem þessi flokkur
starfaði, fór hann ekki dult með
stefnu sína. Takmarkið var, að
koma hér á sameignarríki með
ofbeldi og byltingu. Leiðtogarn-
ir töluðu glögglega um, að blóð
ætti að fljóta. Þeir töluðu af-
dráttarlaust um að eyðileggja
þyrfti hið íslenzka mannfélag,
m. a. með því að sjúga atvinnu-
fyrirtækin svo að þau yrðu
éinskis megnug. í langri rit-
deilu, sem Einar Olgeirsson átti
við mig um þessar mundir fór
hann hinum hraklegustu orð-
um um Kaupfélag .Eyfirðinga
og taldi hinar stórvægilegu end-
urbætur, sem það hefir gert í
héraðinu, vera hundsbætur
einar, og aðeins til tafar bylt-
ingunni, sem átti að færa þjóð-
inn allskonar tímanleg gæði
með einu blóðugu átaki.
VII.
Nú liðu nokkur missiri þann-
ig, að Einari Olgeirssyni varð
sama og ekkert ágengt. Þeir
gáfu út blað og tímarjt um
byltinguna og hin dýrðlegu
framtíðarlönd. En þessi mál-
gögn voru lítið lesin og almennt
fyrirlitin af fólki í lýðræöis-
flokkunum. Það leit út fyrir, að
kommúnistarnir íslenzku myndu
daga uppi eins og nátttröll, sem
sól skín á.
Þá kemst Hitler til valda í
Þýzkalandi veturinn 1933, og
slær kommúnismann niður með
vægðarlausri hörku og setur það
sem meginatriði í alheimspóli-
tík Þjóðverja, að þurrka „bol-
shevismann“ út með samskon-
ar hörku eins og bolshevikar
beittu við þá, sem þeir höfðu
vald yfir. Stalin sá þá, að til-
gangslaust var að efla flokka
í öllum löndum með þeim yfir-
lýsta tilgangi að brjóta þjóðfé-
lögin niður með blóði og járni.
Stalin sá, að hin opinbera
heimsbyltingarstarfsemi ein-
angraði Rússland gersamlega.
Hitler var yfir honum í verki
með brugðum brandi.
í austri voru Japanir engu
friðvænlegri. Og bak við þessi
tvö fasistisku stórveldi voru öll
lýðræðislöndin, sem lögðu hat-
ur á Rússa fyrir undirróður í
frjálsum löndum og peninga-
gjafir í því skyni að ná yfirráö-
um um skoðun þegna í öðrum
löndum.
Stalin gaf þá út nýja skipan
til bolshevika utan Rússlands.
Þeir áttu að hætta að tala um
blóð og byltingu opinberlega. í
stað þess.áttu þeir aö bjóða öll-
um þjóðlegum flokkum sam-
fylkingu — móti Hitler! Stalin
skipaði sínu liði; að halda fast
við stefnuna, en á laun. Frá
Rússlandi skyldu koma pening-
ar í allskonar undirróður í
frjálsum löndum, en allt með
urinn hafi alls engin sýnileg á-
hrif haft á veiðimálin, sem
hann átti að hnekkja.
Ég sný mér þá fyrst að for-
sendum héraðsdómsins, enda
koma þær víðar við og eru að
öllu ákveðnari en hádómsins.
Eins og vikið er að, nær fé-
lagið bæði til fiskiræktar og
veiðiskapar, en þar um gilda
reglúr, sem alls ekki fara sam-
an og verður því &ð athuga á-
kvæðin um hvorn félagsskapinn
út af fyrir sig, en hér skal þó
strax tekið fram, að fiskihverfi
nær yfir veiðivötn (straum-
vötn eða stöðuvötn), sem sami
fiskistofn byggir eða fer um
fram og aftur.
Um fyrri félagsskapinn segir
héraðsdómurinn orðrétt: „Eftir
39. gr. virðist fiskiræktarfélög
eiga að taka yfir heilt fiski-
hverfi“. Sú grein hljóðar svo:
„Heimilt er mönnum þeim, er
veiðirétt hfaa í sama fiski-
hveríi, að gjöra með sér félags-
skap um fiskirækt ....“. Eins
og hver maður getur séð, er
ekkert í þessari grein, er skipar
fyrir um, að skylt sé að láta
félagið ná yfir allt fiskihverfið.
Greinin segir ekki annað en að
ekki sé vert að láta félag ná
til tveggja eða fleiri fiskihverfa
og geta verið til þess góðar og
fildar ástæður að því er lax-
fræðingar telja. Hádómurinn
gengur alveg fram hjá þessari
tilvitnun héraðsdómsins og tel
ég því þennan hyrningarstein
dómsniðurstöðunnar fallinn
sínum herra. En hér koma fleiri
kurl til grafar, því að eftir 40.
gr. skal kveðja til fundar alla
leynd. Kommúnistar utan Rúss-
lands áttu að lýsa yfir, að þeir
elskuðu ættlönd sín, þjóðsöng-
inn, fánann, þjóðskipulagið,
efnamennina, kratana og jafn-
vel sjálf kaupfélögin. í stað
þess að kommúnistum var áð-
ur skipað að undirbúa opinbera
blóðuga byltingu, og að sá fræ-
kornum haturs og óvildar hvar
sem tækifæri biðist, þá áttu þeir
nú að breiða gæru lambsins yfir
eyru úlfsins, boða frið og
bræðralag ofan á, en vinna því
öfluglegar að því að sundra og
eyðileggja hvert þjóðfélag eftir
því sem áhrif flokksins náðu til.
Einar OlgeiTsson og félagar
hans hlýddu tafarlaust hinni
nýju skipan, eins og öðrum fyr-
irmælum frá Moskva. Þeir sneru
ást sinni fyrst og fremst að Al-
þýðuflokknum, og buðu honum
fullkomna vináttu og bræðralag.
Héðinn Valdimarsson og fleiri
grunnfærnir leiðtogar flokksins
ginu við flugunni. Eftir nokkra
mánuði hafði verið gengið frá
Jóni Baldvinssyni, hinum vitra
og sanntrúaða foringja í gröf-
inni. Héðinn Valdimarsson var
orðinn að undri og stóð einn
síns liðs og útskúfaður allstað-
ar, en verkamannahreyfingin í
landinu öll í molum. Tuttugu
ára starf Jóns Baldvinssonar og
margra annarra þjóðhollra og
drengilegra verkamannasinna
sýndist vera rústir einar. Kom-
únistar gátu hrósað happi.
Flærð þeirra og fagurgali hafði
áorkað miklu meiru heldur en
reiddur hnefi þeirra.
Stalin átti nú á íslandi lítinn
en vel skipulagðan flokk sann-
arlegra trúbræðra. Þeim hafði
tekizt með hinni nýju starfs-
aðferö að sundra verkamanna-
hreyfingu, sem vildi vinna á ís-
lenzkum grundvelli og virða lög
og rétt. Þetta var ekki nóg. Það
þurfti líka að blinda, ginna og
villa verulegan hluta af því
fólki, sem stóð í Framsóknar-
og Sjálfstæðisflokknum.
Til að sundra þessum flokk-
um og uppleysa sjálfstæða
þjóðernistilfinningu var Krist-
inn Andrésson settur. Hann
hafði numið íslenzk fræði-hjá
Sigurði Nordal og Alexander Jó-
hannessyni, en verið að mestu
leyti starfslaus maður eftir það,
ef frá eru teknir nokkrir mán-
uðir, þegar hann kenndi við
Hvítárbakkaskólann hjá Lúðvíg
Guðmundssyni, og las mikið af
útlendum byltingarritlingum
með þeim nemendum, sem vildu
sinna þessháttar námi. Kristni
tókst að gróðursetja kommún-
isma í Borgarfirði svo örugg-
lega, að nokkur upplausn hefir
haldizt þar við af völdum hans
fram til þessa dags. Kristinn
valdi sér þá baráttulínu að
stofna einskonar bókfræðifélag.
Skyldu fyrstu kaupendur fá
nokkrar bækur árlega fyrir 10
eigendur jarða, þar sem veiði
hefir verið stunduff ,,í því fiski-
hverfi“ (= innan sama fiski-
hverfis). Hér er höggvin væn
sneið af fiskihverfinu, því að
stunda eitthvað þýðir að fást
viö það að staðaldri. Og þessi
takmörkun er einmitt í fullu
samræmi við allan tilgang lag-
anna, sem er sá að varna því
að þessi þekkilegi og skemmti-
legi bj argræöisvegur landbún-
aðarins gangi til þurðar.
Spursmálið, sem' allt veltur á,
er þá þetta, hvort silungs- eða
laxveiði hafi verið sturiduð í
Ölfussprænunum. Fyrir því lágu
engar sannanir. Þvert á móti
er það sannað í málinu með
tvennum skýrslum jarðamats-
nefndar að engin veiðihlunn-
indi fylgdu einni einustu af
þeim 40 jörðum, er þarna áttu
hlut að. Og eftir hverju áttu
stofnendurnir að fara en opin-
berum skýrslum?Þar við bætt.ist
svo annars vegar, að Árni Jóns-
son í Alviðru í Ölvesi, sem var
þaulkunnugur veiði í ám þess-
um allt frá barnsaldri, aðal-
stofnandi hins fyrra fiskirækt-
arfélags og - einn þeirra, er
mesta forgöngu höfðu um
stofnun síðari samþykktarinn-
ar, taldi þar enga teljandi veiði
verið hafa en hins vegar hefir
enginn veiðieigandi í Ölves-
króknum ymprað á því að fá
inngöngu í félagið. Af því verð-
ur þá að álykta, að engum
þeirra, er hér átti hlut að máli
hafi verið gerður óréttur. Hins
vegar gat það ekki skaðað
þá sem voru í veiðifélaginu, að
þessu vatnahverfi yrði haldið
króna ársgjald. Á yfirborðinu
sýndist allt vera heilt. Kristinn
Andrésson fékk ýmsa borgara-
lega rithöfunda og skáld til að
hjálpa sér við fyrirtækið. Hann
hefir gefið út nokkrar hlut-
lausar bækur, en innan um var
smeygt látlausum byltingará-
róðri. Félag Kristins gaf út ár-
bók, sem hét Rauðir pennar,
sem glögglega sýndi tilganginn.
Efni þess var gegnsýrt af auð-
mjúkri aðdáun fyrir sovét-
skipulaginu og byltingaráróðri
Rússa. Gott dæmi um aðferð
Kristins er bókmenntayfirlit
hans, sem ég hefi áður gagn-
rýnt í þessu blaði. Kemst hann
þar að þeirri niðurstöðu, að
fram að 1917 hefðu eiginlega
engar bókmenntir verið til í
menntalöndum heimsins. Öll
sönn og fullkomin gjöf í þeim
efnum kom með ríki Lenins.
Ritgerð þessi var að málfari og
setningarskipun eins og væri
höfundurinn viðvaningur, og
ekki sendibréfsfær á íslenzku.
Kristinn Andrésson gekk
fremur vel með þennan undir-
róður sinn. Fáir urðu til að
vara við hættunni. Marg-
ir bókhneigðir menn létu flek-
ast til að greiða fyrir þessu fyr-
irtæki í góðri trú. Þá grunaði
ekki, að þeir væru að vinna að
því að grundvalla á íslandi það,
sem kalla mátti forlag Stalins,
og að öll völd og áhrif í þessu
forlagi voru hjá þeim, sem réðu
yfir hreyfingu kpmmúnista í
Rússlandi.
„Mál og mennnig", sem að
réttu nafni var „forlag Stalins“,
gekk til muna betur en hin
fyrri opinbera flokksútgáfa ís-
lenzku kommúnistanna. Það
tókst að gera það að einskonar
skyldukvöð á flokksmenn bol-
shevikka að vera fastir áskrif-
endur. Síðan bættist við slæð-
ingur af fólki víða um land,
sem var óvant að fá ódýrar
bækur. Ýmsir sáu að vísu í
gegn um vefinn, en töldu sig
færa um að notfæra sér
ætið á önglinum, en gleypa ekki
öngulinn sjálfan. Tilgangur
Kristins Andréssonar og hús-
bænda hans utanlands er að
koma önglinum vel fyrir um leið
og hrekklaust fólk leitar eftir
agninu. Hér má segja, að sé
ójafn leikur. Annars vegar fá-
tækt, hrekklaust íslenzkt fólk,
sem telur sér ofvaxið ag kaupa
bækur á opnum markaði og
þykir sumt girnilegt, sem aug-
lýst er að komi út á forlagi
Stalins, Og bak við Kristinn
Andrésson og félaga hans sýn-
ast standa gjafmildir útlendir
menn.
VIII.
Það er kunnugt, að útbreiðslu-
stjórn bolsévika eyðir stór-
miklu fé í undirróður erlendis.
Eyðsla þeirra, til að sundra
(Framh. á 4. síðu)
utan við félagsskapinn, þvi
fiskifræðingar telja silung í
laxám fremur til óþurftar en
hitt, og var þeim því enginn
hagur í að það yrði friðað.
Þá skal því ekki stungið und-
ir stól, að samkvæmt hag-
skýrslum hefir veiðst silungur
á tveim af þessum fjörutíu
jörðum eitt ár í senn á tíu ára
bili og nokkur vottorð komið
fram um, að einstakir menn
hafi veitt silung í Ölvesspræn-
unum og jafnvel örfáa laxa. En
það er engin sönnun fram kom-
in fyrir því, að veiðin hafi farið
fram á löglegum veiðitíma og
mér persónulega kunnugt um,
að laxarnir, sem vottað er um,
voru veiddir eftir veiðitíma. Og
fer það að líkum því það er al-
kunna, að fiskur gengur í læki
þegaT flug verða í þeim á
haustin, jafnvel ördeyðuám,sem
kallaðar eru. En ekki getur mér
hvarflað í hug, að dómurinn
byggi niðurstöðu sína á ólög-
legri veiði.
Er þá komið að stofnun veiði-
félagsins og telur dómurinn, að
samkvæmt 57 gr. 2 tölulið hafi
það líka átt að ná yfir heilt
fiskihverfi. Sú grein hljóðar
svo:
1. Félagssvæði veiðifélags
getur verið:
a) heilt fiskihverfi,
b) einstakt vatn í fiskihverfi,
c) hluti af vatni, þar sem sér-
staklega hagar til um
veiðiskap eða vatnskosti.
2. Ef um hluta straumvatns
er að ræða verður félagssvæði
ætíð að ná svo langt upp með