Tíminn - 05.10.1940, Side 1

Tíminn - 05.10.1940, Side 1
( RITSTJÓRAR: < GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ( ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ( } FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: ; JÓNAS JÓNSSON. ! ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. 24. árg. Reykjavík, laugardagtim 5. ekt. 1940 95. blafl Rekstraríyrírkomulag útgerðarínnar Sjómenn þurfa að skapa sér réttlát laun fyrir vínnu sína T OöARi : 6A íri'AL. H 'AiE TAMLUTUR : 23 5 0 kR. \síMlx * :rilr\v...r^....... H'AS Et*hi.utor:1i« kr. Kornyrkjan í sumar Bygg og hafrar hafa proskasl sæmilega HVAÐ DVELUR HITLER? Hann getur ekki hætt vlð innrás í England Tíðindamaður Tímans hefir átt tal við ýmsa hina helztu kornræktarmenn hér á landi og viðað að blaðinu upplýsingum um kornvöxtinn á þessu kalda og víða hrakviðrasama sumri. Klemens Kr. Krstjánsson á Sámsstöðum skýrði svo frá, að bygg og hafrar myndi ná full- um þroska, en hveiti og rúgur hafa ekki náð að dafna. Alls sáði hann korni í 8 y2 hektara lands. Byggið var orðið þroskað nokkru fyrir mánaðamótin, en hafrarn- ir voru síðsprottnari, enda not- ast þeim betur haustveðráttan en öðrum korntegundum. Þola þeir tveggja stiga frost, án þess að þá saki hið minnsta. Klemens gerir ráð fyrir að fá 5—6 tunnur korns af hverri dagsláttu, en að meðaltali hefir hann fengið 7 korntunnur af dagsláttu síðan hann hóf kornræktina á Sáms- stöðum. Mest hefir uppskeran, orðið 11 tunnur af dagsláttu. Þegar til þess er litið, að þetta sumar var eitt hið kaldasta það af er þessari öld, má telja kornsprettuna dágóða. í ágúst- mánuði í sumar var meðalhiti á Sámsstöðum 9,8 stig, en síð- astliðin tiu sumur hefir meðal- hiti ágústmánaðar verið þar 11 stig. Við hina köldu tíð bættist svo það, að oftast var mjög sól- arlítið. Það er ljóst, mælti Klemens, að í sumar hefir kornræktin hér á Sámsstöðum heppnazt til muna betur en kartöflurækt. Hér var sáð 36 tunnum af kar- töflum, en uppskeran hefir orð- ið 100 tunnur með öllu smælki og myri. Var þó sáð í ágætt land og svo um garðlöndin hirt, sem bezt gat orðið, enda hefir miklu lakar tekizt um kartöflurækt- ina á ýmsum öðrum stöðum. í samanburði við þetta hefir kornyrkjan gengið vel. Frá Birtingaholti í Árnes- sýslu, austan úr Mýrdal og víð- ar þaðan sem kornyrkja var rekin á Suðurlandi í sumar og fregnir hafa borizt um upp- skeruhorfur, er svipað er að frétta. Bygg og hafrar hafa náð eða munu ná viðunandi þroska, en korntekjan mim minni heldur en í fyrra, svo sem að líkum lætur. Að Hvanneyri hafa bæði bygg og hafrar náð fullum þroska. Var allt korn þar af kyngóðum, heimaræktuðum stofni. Nokkur ódrýgindi urðu á korninu sök- um norðanroks í fyrri hluta septembermánaðar. Á Hólum í Hjaltadal var einnig nokkur kornrækt i ár, SÆHRIMNIR Vei-íatur: TR 8«. SM‘AL. LT 13000 MAL o’o tumhur. eins og að undanförnU. Urðu akrarnir þar síðsprottnir, en þó fæst talsvert af þroskuðu byggi. Kartöflur náðu þar útsæðis- stærð í sumar. Ólafur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Ræktunarfélags Norðurlands, hefir í símtali tjáð fréttaritara blaðsins, að í ræktunarstöð sinni hafi bygg náð þroska. Einnig fékkst nokk- uð af þroskuðum höfrum, þótt síðþroskaðri séu. í Klauf, kornræktarstöð Kaupfélags Eyfirðinga, mun kornræktin hafa gengið mjög svipað; þó mun sprettan hafa verið tregari þar. Allmargir ey- firzkir bændur efndu til dá- lítilla sáðreita og smáakra í vor. Hefir ræktunin að vonum geng- ið misjafnlega. Þeir, sem sáðu nægilega snemma í góða og vel unirbúna jörð, fengu nokkuð af sæmilega þroskuðu komi, en hjá sumum varð lítil sem eng- in uppskera. Bæjarstjórn Reykjavikur hefir á þrem fundum rætt um nýja lántöku handa Reykjavíkurbæ. Er þó þessu máli ekki enn til lykta ráðið. Tillögur, sem forráðamenn bæjarins hafa borið fram um þessa lántöku, er þeir vilja leita fyrir sér um, er þess efnis, að bærinn bjóði út skuldabréf til sölu innan lands. Á heildarupphæðin að vera 3 milljónir króna. Þriðjungur lánsupphæðarinnar sé til þriggja ára og með 5 af hundraði í ársvexti, en tv«er milljónir til 15 ára og raunveru- legir ársvextir nemi 5,5 af hundraði eða þar um bil. Fé þetta á að nota til að greiða lausaskuldir bæjarsjóðs- ins, sem aukizt hafa ákaflega ört hin síðustu ár og nema nú orðið mörgum milljónum króna. Lausaskuldir bæjar- sjóðs við Landsbankann munu hafa numið svipaðri upphæð um síðastliðin áramót og nú er ráðgert að taka að láni. r r t Bjarni Jónsson frá Galtafelli og kona hans, Sesselja Guðmundsdóttir, áttu fyrir skömmu 30 ára hjúskapar- afmæli. Nokkru síðar, hinn 3. október- mánaðar, átti Bjami sextugsafmæli. í tilefni af þessum afmælum og til minningar um tvær látnar dætur, Svövu og Kristjönu Áslaugu, gáfu þau hjónin Vísindafélagi íslands 10 þús- und krónur. Fé þessu á að verja til rannsókna á lækningamætti íslenzkra heilsulinda. Síðar munu þau hjónin, ásamt stjóm Vísindafélagsins, sem í Athyglisverðar tölnr frá síldveiðmmm í sumar: Aflahæsta skip- ið, Tryggvl gamli, eign lilutafélagsins Allian- ce, aflaði 27.443 mál og tn., en hásetahlutur varð 2350 kr. Vélbát- iiriiui Sæhrlmnir, eign Samvinnufélags Dýr- firðinga, aflaði 13000 mál og tn., en háseta- hlutur varð 3773 kr. Þetta sumar hefir fyrir sjávarútveginn orðið eitt hið fengsælasta, sem menn muna. Síldveiðarnar gengu með afbrigðum vel. Fylgdist að mikill afli, gott veiði- veður og hátt verð. Nokkuð eru þó hlutir manna misjafnir og fara þeir ekki ein- att eftir aflamagninu, heldur rekstrarfyrirkomulagi útgerð- arinnar. Kemur þar glöggt í ljós, að sjómönnum er það mik- ils virði, að sjávarútveginum sé fundið heppilegt rekstrarfyrir- komulag, er tryggi þeim réttlát starfslaun. Fram til þessa hefir útgerð hinna stærri skipa hér á landi að mestu verið rekin af einstök- um mönnum eða hlutafélögum. Bæjarútgerð hefir verið rekin af einum kaupstað, en sá rekst- ur hefir ekki verið frábrugðinn einstaklingsrekstri að öðru leyti en þvi, að bæjarfélagið ber á- byrgð á fyrirtækinu. Áður fyrr var sjávarútvegur- inn rekinn með hlutaskipta- fyrirkomulagi og á smærri skipum og bátum helzt sú (Framh. á 4. síðu) eru dr. Einar Ólafur Sveinsson, dr. Þorkell Jóhannesson og Ásmundur Guðmundsson prófessor, semja starfs- skrá, er fara skal eftir um meðferð fjárins. I I f Síðastliðinn þriðjudag, litlu eftir há- degi, bar það til, að sprengikúla frá fallbyssustöðvum útlenda setuliðsins á Kjalamesi kom nlður á túninu á Þaravöllum í Innri-Akraneshreppi. Var fólk að taka upp kartöflur í garði skammt þaðan, er sprengikúlan sundr- aðist, og flugu brot úr henni yfir höfð- um þess. Munaði minnstu, að sprengi- kúlan hæfði sjálfan bæinn, þar sem annað heimilisfólk en það, er að kart- öfluupptekningunni vann, var inni. Hreppstjóranum var tilkynntur at- burður þessi og hefir hann rannsakað hvað gerðist. Hefir sprengikúlan myndað djúpan gíg og stóran um- feðmis í túninu á Þaravöllum og má sjá, hvemig kúlubrotin hafa tætt upp jörðina, er þau hafa þeytzt langar leiðir frá staðnum, þar sem kúlan sprakk. Má telja mildi mestu, að þetta ávarkámisskot frá fallbyssustöðvun- um á Kjalamesi hafði ekki i för með sér hræðilegt slys. Ríkisstjóminni hefir verið send skýrsla um atburð þenna, ásamt kröfum um bætur fyrir unnið tjón og ti-yggingu þess að slík spellvirki hendi ekki framar. r t t Vegna mikillar húsnæðiseklu í Reykjavík og ef til vlll víðar, hafa verið Flestir hafa lesið um þann at- burð í Noregskonungasögunum, þegar hið fræga máltæki varð til: Hvað dvelur Orminn langa? Nú seinustu vikurnar hafa svo að segja allir íbúar jarðar haft aðra svipaða spurningu á vör- unum: Hvað dvelur Hitler? Það er liðinn langur tími síð- an að Þjóðverjar byrjuðu að ógna Bretum með innrás. Þess- ar ógnanir hafa verið endur- teknar stöðugt síðan. í byrjun septembermánaðar lýsti Hitler sjálfur ýfir: Við munum koma. í sumar létu brezku blöðin svo ummælt, að mesta innrás- arhættan á þessu ári væri liðin hjá 21. sept. Eftir þann tíma færi veðráttan að ókyrrast og ófært gæti orðið yfir Ermarsund svo dögum skipti á smáskipum og fljótabátum, sem yrðu ein þýðingarmestu flutningatæki Þjóðverja. Þetta kom líka fram í ræðu, sem Churchill flutti 11. september. Hann lýsti þá hinum mikla viðbúnaði Þjóð- verja í Ermarsundshöfnunum og sagði, að næsta vika myndi verða örlagarík í sögu Breta- veldis. En sú vika leið og 21. septem- ber kom, án þess að til stórtíð- inda drægi. Hvað dvaldi Hitler? Milne lávarður, sem er einn hinn þekktasti hershöfðingi Breta, en gegnir nú ekki hern- aðarstörfum, sökum 'aldurs, hefir nýlega ritað grein um þessi mál. Honum segist í stuttu máli á þessa leið: Fyrsta fyrirætlun Hitlers var sú, að eyðileggja alla flugvelli i Suður-Englandi. Enski flug- herinn hefði þá ekki komið að verulegum notum í orustum þar, því að orustuflugvélar geta ekki flogið nema skamman tíma í einu. Hinar miklu loft- árásir Þjóðverja í ágústmán- uði höfðu þetta takmark. En þær náðu ekki tilgangi sínum, nema að sáralitlu leyti. Næsta fyrirætlun Hitlers, þegar þessi hafði misheppn- ast, var sú, að brjóta niður kjark Lundúnabúa. Hugarvíl og eymd höfuðborgarbúa átti að opna innrásarhernum leiðina. gefin út bráðabirgðalög um húsnæði. Stafar þessi ekla á húsnæði af því, að brezka setuliðið þrengir mjög að bæj- arbúum og hefir tekið mikinn fjölda húsa og íbúða til afnota fyrir sig. Líka kemur til greina, að á síðasta ári, eftir að verðlag fór hækkandi á byggingar- efni, hefir lítið verið reist af nýjum húsum, og áreiðanlega ekki svo mikið, að komið hafi til jafns við fólksfjölg- unina. í hinum nýju húsnæðislögum er svo kveðið á, að íbúðarherbergi megi ekki taka til annarrar notkunar en íbúðar, húsaleigunefnd sé heimilt að taka í sínar hendur til ráðstöfunar auðar íbúðir og loks er bann lagt við því, að rifa íbúðarhús. Talsverð brögð eru að því, að fólk sé húsnæðislaust enn, þótt liðin sé nær heil vika af októbermánuði, og erfitt að fá nokkra kytru. Einkum mun talsvert af skóla- fólki, sem kemur utan af landi til vetr- ardvalar, vanta herbergi. Borið mun hafa við, að fjölskyldufólk hafi til- neyðzt að taka sér húsnæði í tveim húsum. r t t Úthlutun áfengisbóka hófst í fyrra- dag hér í Reykjavík. Má það ein- kennileg tilviljun heita, að þær eru afhentar í Bindindishöllinni, en þar hefir sakadómari aðsetur sitt. Hinn fyrsta dag, sem afhending áfengisbók- anna fór fram, munu um 109 manns hafa keypt sér áfengisbækur. í þeim hópi voru tvær konur. í gær munu (Framh. á 4. siðu) Loftárásirnar í september höfðu þennan tilgang. En því fer fjarri, að þetta hafi heppnast. Kjarkur Lundúnabúa hefir aldrei verið meiri en nú. Að vísu hafa orðið talsverðar skemmdir á húsum og mannvirkjum og nokkrir menn farizt. En það tjón er ekki mikið, þegar miðað er við stærð borgarinnar og fjölda ibúanna. Dómur Milne er því sá, að fyrstu tvær tilraunir Hitlers hafi misheppnast. í bæði skipt- in er það brezki flugherinn, sem hefir stöðvað sókn hans. Bratt ofursti, sem ritar grein- ar í sænska blaðið „Dagens Ny- heter“, um hernaðarmál, segir að ekki sé rétt að álykta svo, að Þjóðverjar geti enn ekki reynt að gera innrás í England í haust, þótt veður séu farin að spillast. Hauststormarnir séu að vísu hættulegir, en dimmviðrin geti kannske bætt þá upp og jafnvel meira en það. Þvi hefir stundum verið spáð, að Þjóðverjar myndu hefja innrásina í England um líkt leyti og ítalir reyndu að ráðast inn í Egiptaland. Flest virðist nú benda til, að aðalárás ítala sé í þann veginn að hefjast. Annars eru tilgátur hemað- arfræðinganna, sem um þessi mál rita, mjög á reiki. En flest- ir eru þeir þó sammála um það, að Hitler myndi vera búinn að hefja innrásina, ef hann hefði fulltreyst herstyrk og undir- búning Þjóðverja. Þýzka her- stjórnin hafi í upphafi reiknað hernaðarstyrk Breta minni en reynslan hefir sýnt henni að hann væri og þess vegna hafi hún hvað eftir annað dregið innrásina á langinn til að full- komna undirbúninginn. Það verði þó að telja stórt vafamál, hvort þessi dráttur sé til bóta fyrir Þjóðverja, því þótt þeir geti aukið innrásarstyrk sinn, þá vaxi líka viðbúnaður Breta hröðum skrefum. Nokkuð hefir verið rætt um það, hvort Hitler muni ekki hætta alveg við innrásina og reyni að sigra Breta með öðru móti. Þessi tilgáta þykir þó yf- irleitt ekki líkleg. Þótt Bretar töpuðu Egiptalandi myndi það að vísu vera mikill hnekkir fyr- ir þá, en langt frá því, að vera endanlegur ósigur. Það virðist líka vonlítið, að Þjóðverjar geti sigrað Bretland með hafnbanni eða loftárásum. Reynslan virð- ist vera búin að leiða það í ljós. Einn hernaðarfræðingurinn hefir ákveðið spáð því, að úrslit styrjaldarinnar myndu gerast í Bretlandi eða Þýzkalandi, ann- aðhvort sem stórorusta eða uppreisn. Margt sýnist styðja það, að þessi tilgáta sé ekki ólíkleg. En höfuðástæðan fyrir því, að Hitler getur ekki hætt við inn- rásina er sú, að hann hefir æst hugi þýzku þjóðarinnar gegn Bretum og hann hefir lofað henni að sigra þá í þeirra eigin (Framh. á 4. siðu) Aðrar fréttir. Hitler og Mussolini hittust í gær í Brennerskarði. Þýzk blöð segja, að þetta hafi verið venju- legur viðræðufundur til að tryggja samvinnu ítala og Þjóðverja. Ensk blöð segja, að einræðisherrarnir hafi komið saman til að eggja hvern ann- an. Hitler hafi eggjað Mussolini til að ráðast á Egiptaland og Mussolini hafi kvatt Hitler til að gera alvöru úr fyrirætlun sinni um innrás í Bretland. Árangur fundarins varð lítill, segja ensku blöðin. Bandaríkjastjóm hefir sent 125 herskip til æfinga í Norður- Atlantshafi. Floti Bandaríkj- anna hefir aldrei haft þar verulegar æfingar áður. A víðavangi UM TVENNT AÐ VELJA. Blöð Sjálfstæðismanna halda áfram að gera kröfur um auk- inn innflutning, þar sem tals- verðar gj aldeyrisinneignir hafi safnazt erlendis seinustu mán- uðina. Hitt gleyma blöðin að minnast á, að það er ein- göngu innflutningshöftunum að þakka, að þessar gjaldeyris- tekjur eru ekki farnar í súginn. Hefðu ekki verið innflutnings- höft undanfarin ár, myndu hafa safnazt miklar verzlunar- skuldir og þær hefðu nú etið upp þann gjaldeyri, sem safn- azt hefir, og meira til. Nú er spurningin: Vilja menn láta lennan gjaldeyrir, sem safnast hefir seinustu mánuðina, vegna hyggilegra ráðstafana á undan- förnum árum, verða þjóðinni gagnlausa af þeirri ástæðú, að ekkert verði gert til að tryggja rétta notkun hans? í seinustu heimsstyrjöld gat þjóðin safnað miklum auði, en hún varð þó fátækari eftir styrjöldina, vegna þess að hún kunni ekki með hann að fara. Ráðin til þess, að láta ekki sama henda okkur nú, er að greiða skuld- irnar við útlönd og að safna gjaldeyrisvarasjóði. Eigum við að hefjast handa um þessar framkvæmdir eða að vera and- varalausir eins og 1914—18? Um þetta tvennt á þjóðin nú að velja. SKATTFRELSIÐ. Skattfrelsi stríðsgróðamann- anna og andvaraleysi ríkis- stjórnarinnar í þeim efnum er sennilega mesta áhyggju- og óá nægjuefni alþýðu manna um þessar mundir. Áreiðanlega á nú ekki önnur krafa sterkara fylgi hjá þjóðinni en sú krafa Tímans, að sett verði bráða- birgðalög um afnám undanþág- unnar. í þeim lögum gæti ver- ið eðlilegt, að taka eitthvert sér- tillit til fyrirtækja, sem eru að greiða skuldir sínar. En það á- stand, sem nú er í þessum efn- um, er óþolandi. Sumir segja, að það sé nægilegt að setja lög um afnám undanþágunnar á næsta þingi, því að skattar og útsvör næsta árs leggist á tekj- ur þessa árs. Til munu þó vera lögfræðingar, sem draga þetta í efa, þar sem viðhorf er talsvert annað í þessum efnum, sökum undanþágulaganna. Hafi ríkis- stjórnin ætlað sér að gera ein- hverjar leiðréttingar á þessum málum á næsta þingi, ætti hún þvi aðeins að draga þær breyt- ingar þangað til, að t. d. lægi fyrir yfirlýsing hæstaréttar um að hann líti svo á, að lagasetn- ing um afnám undanþágunnar hefði þau áhrif, að hægt væri að leggja útsvör og skatta á tekjur þessa árs. Annars verð- ur ríkisstjórnin að leysa málið strax með bráðabirgðalögum. MORGUNBL., MÖLLER OG SKATTARNIR. Morgunblaðið er stöðugt að fárast yfir því, að ekki sé hafin nein athugun á skattamálun- um. Blaðið lætur eins og það muni Framsóknarmönnum að kenna. Það er eins og Mbl. hafi enn ekki gert sér ljóst, að Jakob Möller er fjármálaráðherra og að þessi mál heyra undir ráðu- neyti hans. Það er því mest undir honum komið, hvort nokkur athugun verður gerð á þessum málum eða ekki. Ann- ars er rétt að taka það enn fram, er sagt var í seinasta blaði: Útsvörin í Reykjavík em helmingur allra útsvara og skatta í landinu eða sex miljónir af tólf miljónum króna. Þau eiga að verulegu leyti rætur sínar að rekja til óstjórnarinn- ar í fátækramálum bæjarins. Endurbótin á skattamálum Reykjavíkur er því fyrst og fremst bundnar við endurbæt- ur á fátækramálunum. Og þar (Framh. af 1. síðu) A. KZROSSGÖTUM Ný lántaka handa Reykjavík. — Gjafasjóður. — Óvarkárni setuliðsins. — Húsnæðisekla í Reykjavík. — Áfengisbækurnar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.