Tíminn - 05.10.1940, Síða 4

Tíminn - 05.10.1940, Síða 4
380 TfcMlM, lawgardaginn 5. okt. 1940 95. blað Tilkynning. Að öðru leyti en um getur í auglýsingu á öðrum stað í blaðinu, er öll starfsemi firma vors óbreytt frá því sem áður var. Tryggingarskrlfstofa Carl D. Tuíínius & Co. h.f. tJR BÆNUM Fundur í F. U. F. verður haldinn í næstu viku. Nánar auglýst í þriðjudagsblaðinu. Framsóknarskemmtun, hin fyrsta á haustinu, var haldin í Oddfellowhúsinu á fimmtudagskvöldið. Skemmtunin hófst með Framsóknar- vist. Að loknmn stuttum ræðum var dansað til klukkan 2. Áttræffisafmæli á í dag frú Kristín Ólafsdóttir í Nesi við Seltjöm. Hún er fædd í Nesi og hefir þar alið allan sinn aldur. Eftir lát manns síns, Guðmundar Einars- sonar útvegsbónda, sem drukknaði ár- ið 1906, hefir Kristín búið sem ekkja í Nesi um 34 ára skeið, og setið hið forna höfuðból með sæmd og prýði. — Frú Kristín hefir verið sæmd riddara- krossi Fálkaorðunnar. Leikfélag Reykjavíkur sýnir skopleikinn „Stundum og stundum ekki“ annað kvöld, og hefst sala aðgöngumiða í dag kl. 4. Á mið- vikudag í næstu viku verður frumsýn- ing á sjónleiknum „Loginn helgi“ eftir W. Sommerset Maugham. Húsaleigunefnd biður húsnæðislausar fjölskyldur og einstaklinga að gefa sig fram á bæjar- þingstofunni í hegningarhúsinu kl. 5 —7 í dag. Sömuleiðis eru þeir húsráð- endur, sem hafa í sinni umsjá lausar íbúðir eða herbergi, áminntir um að láta nefndina vita. S. í. B. S. Samband íslenzkra berklasjúklinga, efnir til skemmtana í báðum kvik- myndahúsum bæjarins á morgun. — Hefst skemmtunin í Nýja Bíó kl. 2, en í Gamla Bíó kl. 3. Skemmtiatriði eru auglýst í blöðum bæjarins. Kl. 4 mun lúðrasveitin Svanur leika á Aust- urvelli. Merki dagsins og blaðið Berkla- vörn verður selt á götunum. Á víðavangi. (Framh. á 4. síðu) gildir ekki annað úrræði en það ráð Björns Ólafssonar, að fá „nýjar aðferðir, nýjar hug- myndir og nýja menn til að leysa vandamál Reykjavíkur." EITT YFIR ALLA! Árni frá Múla heldur áfram því rausi sínu, að með verð- hækkun landbúnaðarafurð- anna hafi verið brotin sú regla þjóðstjórnarinnar, að láta eitt yfir alla ganga. Kjarni í þessu máli er sá, að með þessari full- yrðingu er Árni að reyna að draga athygli hinna óbreyttu liðsmanna Sjálfstæðisflokksins hér í bænum frá því, að ekki er hægt að vinna meira í bága við þessa reglu en forráðamenn Sjálfstæðisflokksins gerðu, þeg- ar þeir hótuðu að ganga úr þjóðstjórninni, ef stríðsgróðinn væri ekki látinn skattfrjáls. Á krossgötum. (Framh. af 1. síðu) hafa verið afhentar 220 bækur, þar af 6 handa konum. Líklegt er, að þegar frá líður verði þeir mun færri, sem áfengisbókanna æskja dag hvern, enda bezt farið, að þeir verði sem allra fæstir. Það eru vonir manna, að margar konur og æskumenn telji það ekki ómaksins vert að há sér í áfengis- bók. Það væri æskilegur árangur af skömmtunarfyrirkomulaginu. Svið, Lifur og hjörtu, Kálfakjöt, Svínakótelettur, Buff, Gullace, DUkakjöt. K j ötbiiðiruar. VEGGFÓÐUR, Veggrfóðurslím Málningarvörur allar tegundir. Gardinustengur 2 tegundir. Gardínugormar. Verzlunín BRYNJA Sími 4160 og 4128. SYNGJUM OKKUR SAMAN! Munum að hafa Vasasöngbók- ina alltaf með okkur á allar samkomur og samsæti. Hvað dvelur Hitler? (Framh. af 1. síðu) landi. Hann hefir gefið hernum loforð um að vinna glæsilegasta sigurinn í allri styrj aldarsög- unni. Þjóðin og herinn bíða eft- ir því, að Hitler efni loforðið. Óánægjan mun fljótlega gera vart við sig og það í stórum stíl, ef ekkert verulegt verður að- hafst, en hafnbann Breta held- ur áfram að valda margvísleg- um skorti hjá þýzku þjóðinni og brezkum sprengjum rignir yfir þýzkar borgir á hverri nóttu. Bretar geta því verið nokk- urnveginn vissir um, að Hitler muni koma. Hann mun kann- ske láta bíða eftir sér nokkuð enn. En hann kemur. Hitt veit enginn enn, hvort hamingjan verður honum þá jafn hliðholl og hún hefir verið til þessa eða hvort hans bíða þá svipuð ör- lög og Ormsins langa forðum. KAUPI GULL hæsta verði. Sigurþór, Hafnarstræti 4, Rvík. Rekstrarfyrirkomu- lag útgerðarinnar. (Framh. af 1. síðu) venja víða enn. Með togaraút- gerðinni fóru skipverjar að fá fast kaup, án tillits til afkomu útgerðarinnar. Myndazt hafa félög sjómanna og útgerðarmanna, er háð hafa hina grimmustu baráttu um kaupgjald og ráðningarkjör. Hefir stundum komið til stöðv- unar á útgerðinni um langan eða skamman tíma. Og þess eru dæmi, að deilurnar hafa gengið svo langt, að Alþingi hefir þurft að setja lög um gerðardóm, svo að þjóðarvoða yrði afstýrt. Framsóknarflokkurinn hefir hvað eftir annað vakið athygli á því, að heppilegast myndi að færa rekstur útgerðarinnar á grundvöll samvinnustefnunnar. Með því móti fengizt rétt- lát skipting verðmætanna hjá öllum þeim, sem að atvinnu- veginum starfa. Tekið yrði fyr- ir hættulegar deilur og fyrir- byggt, að glæfralegt brask verði með fjármuni þjóðarinnar. Á þingi 1934 og á öllum þingum síðan hafa nokkrir þingmenn Framsóknarflokks- ins flutt frumvarp til laga um útgerðarsamvinnufélög. Jafn- framt fluttu þeir frumvarp til laga um aukin fjárframlög til fiskiveiðasjóðs og heimild til hans um að lána hlutfallslega meira út á skip útgerðarsam- vinnufélaga en annarra fyrir- tækja, með því að lán til þeirra væru áhættuminni, þar sem á skipum slíkra félaga væri stór- um minni sjóveðshætta en á öðrum skipum. Á síðasta þingi var frum- varpið samþykkt, að vísu nokk- uð breytt og hét þá frumvarp til laga um hlutarútgerðarfélög. Hefir áður verið um það skrif- að í Tímann. Með þeim er lagð- ur grundvöllur t'il að reisa á fé- lagsleg samtök um fiskveiðar og aðra starfsemi í sambandi við útgerðina. Nokkur sam- vinnufélög um útgerð voru áð- ur stofnuð. Þannig hófu nokkr- ir Dýrfirðingar samvinnuútgerð í fyrra undir forustu eins af duglegustu kaupfélagsstjórum landsins, Eiríks Þorsteinssonar á Þingeyri. Keyptu þeir vélbátinn Sæ- hrímni frá Siglufirði, sem er 79 smálestir á nálega 100 þús. krónur. Allir eru skipverj arnir eigendur bátsins og er Valdimar Þjóðleikhúsið. (Framh. af 3. síðu.) margt síður gagnlegt með fljótfengnar tekjur, heldur en að verja þeim til að fullgera fegurstu byggingu landsins, til að hafa af henni miklar tekjur og bæta úr margháttuðum þörf- um. Frh. Kristinsson frá Núpi, formaður hans. í sumar aflaði Sæhrímnir 13000 smál. og tn. og varð hásetahlutur 3773 kr.. 39% af aflanum er skipt í 16 hluti. Þá er lagt ríflega í varasjóði og skipið borgað að miklu leyti. Aftur á móti var aflahæsta skip síldveiðiflotans í sumar togarinn Tryggvi gamli, eign Alliance félagsins, og fékk 27,- 443 smálestir og tn. en háseta- hlutur er aðeins 2350 kr. eða % minni en á samvinnubátnum, er hefir meir en helmingi minni afla. Þetta eru athyglisverðar niðurstöður fyrir þá, sem sjáv- arútveginn stunda. Togarinn er eign hlutafélags, er greiðir sjómönnum að mestu ákveðið kaup og hvernig, sem allt gengur, er útilokað, að sjó- mennirnir eignist skipið nokk- urntíma, eða verði annað en þjónar félagsins. Sjómennirn- ir á samvinnubátnum Sæ- hrímni eru eftir stuttan tíma orðnir sjálfir skipseigendur, auk þess að bera hlutfallslega margfalt meira úr býtum. Það eru ólík hlutskipti og því verður ekki trúað, að sjómenn yfirleitt telji þann kost beztan, að vera alla æfi þjónar ein- staklinga eða hlutafélaga. Hitt mun sönnu nær, að þeir kjósi að vera sjálfstæðir framleið- endur og hljóta sannvirði fram- leiðslu sinnar. Með því eina móti skapast heilbrigt rekstrar- fyrirkomulag sjávarútvegsins. Réttlát arðskipting, starfsfrið- ur og áhættuminni rekstur. Og þegar þess er gætt, að safna í sjóði, þegar vel árar, eins og hjá samvinnufélögunum,ættu vondu árin ekki að verða jafn tilfinn- anleg. Fæstir einstaklingar eða hlutafélög hafa skilið það og hafa töp bankanna vegna út- gerðarinnar orðið mikil. Má minna á hrun íslandsbanka og yfirvofandi gjaldþrot Kveld- úlfs og Alliance hin síðustu ár, er stríðsatburðirnir munu nú vera að leysa fjötrana af. Ræð- ur þar hending en ekki nein forsjá. Arðurinn af striti sjó- manna á góðu árunum, fór til „villu“-bygginga fárra manna, aukinna lífsþæginda þeirra og i framkvæmdir óskyldar sjávar- útveginum. 42 Róbert C. Oliver: Æfintýri blaöamannsins 43 GAMLA BtÓ—~ NINOTCHKA Amerísk úrvals skemmti- mynd, tekin af Metro Goldwyn MayeT undir stjórn kvikmyndasnillngs- ins Ernst Lubitsch. Aðalhlutverkin leika: GRETA GARBO MELVYN DOUGLAS. Sýnd klukkan 7 og 9. mýja Bló Eldnr í Rauðuskógum. SSpennandi amerísk kvik- ! mynd, gerð eftir hinni víð- I frægu skáldsögu eftir Jack . London (Romance of the j Redwoods). j Aðalhlutverkin leika: JEAN PARKER og CHARLES BICKFORD. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. Börn fá ekki affgang. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR »Stundum og stundum ekki« Sýning aiinuó kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frú klukkan 4 til 7 í dag. Knattspyrnnröll slétta flöt, 200 metra á hvern veg, vantar brezka setuliðið í Reykjavík sem næst bænum. Aðeins vetrarmánuðina. Tilboð með leiguskilmálum, stað og stærð vallarins sendist: Staff Capt. „A“ British Force H. Q. ÞAKKARÁVARP. - Hjartans þafckir til frœnda og vina, sem heiðruðu mig og glöddu á áttrœðisafmœli mínu með skeytum og gjöfum. KJARTAN ÞORKELSSON, Hagaseli. Tilkynnmg írá Húsaleigunefnd Húsnæffislausar fjölskyldur og einstaklingar eru beffnir aff gefa sig fram í bæjarþingstofunni í Hegn- ingarhúsinu í dag (laugardag frá kl. 5—7 síffdegis. Fjölskyldufeffur eru beffnir aff upplýsa hve margt fólk þeir hafa í heimili, hve mikils húsnæðis þeir þarfnast og hve háa Ieigu þeir hafa borgaff. Þá er skoraff á húseigendur og umráffamenn húsa, er hafa lausar íbúffir og einstök herbergi, aff gefa sig fram á sama staff og tíma. Reykjavík, 4. október 1940. Húsaleigunefnd. Tilkynnin Það tilkynnist hér með, að Carl D. Tulinius & Co. h/f., hættir störfum þeim, sem félagið hefir haft með var sá fyrsti, sem nefndi þetta fyrir- brigði sínu rétta nafni: Hvít þrælasala — og hann spáði því, að hér .fengi lög- reglan erfitt hlutverk að vinna — erf- iðara en hún hefði nokkru sinni kom- izt í kynni við áður. En nú missti Bob Hollman um stund áhugann fyrir þessu — atburðurinn við dánarbeð Spencer skipaútgerðarmanns myndi verða aðalatriðið í fregnmið- anum frá „Sjörnunni" á morgun — í dag var það flugslysið. Bob Hollman stökk í flýti upp í litla, rauða bílinn sinn, án þess að kveðja ungfrú Spencer — sem hafði stanzað nokkur augnablik hjá lækninum, setti bílinn af stað og hvarf. Hálftíma seinna var hann farinn að hamast að * skrifa á ritvélina sína, og þegar hann við og við sló öskuna úr pípunni sinni og tróð tóbaki í hana á ný, brosti hann ánægjulega. Þegar hann var búinn með greinina og las hana yfir í síðasta sinn, mjög ánægður, varð hann hugsi. Skyndilega sá hann fyrir sér grát- andi stúlkuandlit, fölt en ákveðið og biðjandi, tvö hlý, brún augu, fljótandi í tárum — stúlkuna, sem hann hafði heyrt gráta yfir hinum deyjandi manni á sjúkrahúsinu. Vinnan hafði gert Bob Hollman harðan og tilfinningalausan, hann var ágætt sýnishorn af glæpafréttaritara og sjaldan kvaldist hann af efasemd- um. Hann bölvaði kröftuglega þegar hann skyndilega varð þess vís, að hann kenndi í brjósti um þessa vesalings stúlku. Og átti hann svo að fara að dreifa hennar helgustu tilfinningum út til fréttagráðugra blaðalesenda borgar- inar. Hann barði úr pípunni sinni og byrjaði að tölusetja blöðin og útbúa eftirtektarverðar fyrirsagnir. Hann stanzaði og krossbölvaði. Nei, þetta gat hann ekki látið frá sér fara. Hvernig átti hann að fá frið fyrir sam- vizku sinni — hvers vgena gat hann ekki slitið þessi útgrátnu augu úr huga sér? — Bob Hollman barði krepptum hnef- anum í höfuðið á sér — og svo fór hann að hugsa um hvað hún mundi heita. Og svo kom það fyrir, sem aldrei hafði áður skeð síðan hann fór að vinna við „Stjörnuna". Reiður og skömmustulegur ýtti hann ritvélinni frá sér og reif handritið í ó- tal tætlur. Bob Hollman gat ekki látið þetta „á þrykk út ganga“. Hann skammaðist sín eins og skóladrengur, og hann vissi, að hann myndi aldrei Ættu lánsstofnanir að hafa fengið reynslu fyrir þeirri ó- hæfu, að lána þannig veltufé þjóðarinnar til örfárra einstakl- inga, er gera sér ekkert far um að tryggja sig fyrir vondu ár- unum. Er nú tækifæri að skapa tímamót í þeim efnum og beina lánsfénu inn á aðrar brautir. Hjálpa sjómönnum af stað með samvinnuútgerð vélbáta, er geri þá frjálsa í starfi sínu og gefi þeim réttlát starfslaun. Reynslan bendir hvarvetna á, að vélbátarnir séu heppilegustu veiðiskipin, en togararnir verði aðallega notaðir til flutninga milli landa. Samvinnufélag Dýrfirðinga hefir gefið mikilvægt fordæmi, er verðskuldar athygli allra þeirra, sem sjávarútveginn stunda. Koma yfirburðir sam- vinnunnar þar áþreifanlega í ljós. Sex ára barátta Framsóknar- flokksins fyrir lögunum um hlutarútgerðarlög, skapa tví- mælalaust grundvöll til víðtæk- ari framkvæmda einstakling- anna í útvegsmálunum. höndum fyrir líftryggingardeild Sjóvátryggingarfélags íslands h/f., frá deginum í dag að telja. Reykjavík, 1. október 1940. Sjóváfryggingarfélag Islands h.f. Carl D. Tulínius & Co. h.f. ATAOJAA. Nokkra unga menn vantar til tollskoðunar við toll- stjóraembættið. — Þeir, sem vildu koma til greina sem væntanlegir starfsmenn til þeirra starfa, sendi eigin- handar umsóknir til tollstjóraskrifstofunnar í Hafnar- stræti 5 í síðasta lagi þriðjudaginn 15. þ. m. Umsókn- unum skulu fylgja fæðingarvottorð, heilbrigðisvottorð, ljósmynd og meðmæli. Aðeins þeir, sem eru yngri en 25 ára og hafa fulln- aðarpróf frá verzlunarskóla eða hafa fengið aðra jafn- góða menntun, koma til greina. Daníel Ágústínusson. TolLstjóriim í Reykjavík, 3. október 1940.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.