Tíminn - 10.10.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.10.1940, Blaðsíða 1
< RITSTJÓRAR: l GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ' < ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ) < / J FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: ( JÓNAS JÓNSSON. \ í ÚTGEFANDI: ) FRAMSÓKNARFLOKKURINN. \ 24. árg. Reykjavlk, fimmtudagmn 10. okt. 1940 97. blað Lántaka Reykjavíkurbæjar Bæjarfulltrúí Framsóknarflokksíns fékk því til leíðar komíð, að stærra láníð verð- ur affallalaust Þríveldasamningurinn heiir ekki náð tilgangi sínum Bandaríkin hafa aldrei verid ákvednari að vinna gegn yiirgangi og áróðri einræðisríkj- anna í Austur-Asíu og Suður-Ameríku fi. IJ. F. boðar til 8 funda í Ár- nes- og Rangárvalla- sýslum sunnudaginn 20. þ. m. Samband ungra Framsóknar- manna gengst fyrir fundahöld- um víða um Suðurland og við Faxaflóa tvær síðustu helgarn- ar í októbermánuði. Er fyrir- hugað, að 2—3 ungir Framsókn- armenn mæti á vegum sam- bandsins á hverjum fundi. Fundirnir á Suðurlandsundir- lendinu verða sunnudaginn 20. október. Eru þeir undirbúnir af félögum ungra Framsóknar- manna í sveitunum austan- fjalls. Verða þeir alls 8, í Hveragerði, Skeggjastöðum í Flóa, Minni-Borg í Grímsnesi, Vatnsleysu í Biskupstungum, Brautarholti á Skeiðum, Mar- teinstungu í Holtum, samkomu- húsinu í Fljótshlíð og á Sauð- húsvelli undir Eyjafjöllum. Hefjast þeir allir samtímis, klukkan 3. Um 20 sendimenn S. U. F eiga að flytja ræður á fundum þessum. Að afstöðnum ræðuhöldum verður á sumum stöðum efnt til gleðskapar með dansi og söng. Um helgina 27. október verð- ur svo efnt til samskonar fund- arhalda á Suðurnesjum og í Borgarfjarðarhéraði, bæði ofan Skarðsheiðar og sunnan, senni- lega á álíka mörgum stöðum og fyrri helgina, Á fundi þessa eru allir fylgis- menn Framsóknarflokksins boðnir og velkomnir, jafnt aldr- aðir sem ungir, konur og karlar, og er þess að vænta, að þeir verði fjölsóttir, ef veður haml- ar ekki. Þetta er í fyrsta skipti, sem S. U. F. gengst fyrir stórfelldum fundum meðal almennings. Undanfarin ár hefir það þó efnt til eða átt hlut að all- mörgum fundum víðsvegar um Suðurland og í Borgarfjarðar- héraði. Jökulmælíngfar í Leirufirði Skriðjöklar úr Drangajökli hafa gengið fram á undanförn- um árum, þótt jöklar hafi yfir- leitt verið í rénun annars stað- ar á landinu, að því er Jón Ey- þórsson hefir skýrt Tímanum frá. í fyrra gekk jökullinn í Leirufirði fram um 540 metra. Hinn 19. sept. siðastl. skrifar Hallgrímur Jónsson bóndi að Dynjanda í Jökulfjörðum á þessa leið, en hann hefir á hendi jökulmælingar í Leirufirði: „Ég fór i gær fram að jöklin- um til að athuga hans athafnir. En veiztu hvað? Nú var hann búinn að gleypa frá mér járn- stöngina með öllu, og guð veit hvenær hann skilar mér henni aftur. Jökullinn heldur á að síga fram. Hann hefir færzt niður um 150 metra, síðan ég mældi í fyrra. Ég held, að hann hafi alveg haldið kyrru fyrir í vetur og allt fram í byrjaðan ágúst. Síðan háfa heyrzt frá honum feikna dynkir, enda er nú ís- brúnin hærri en nokkru sinni fyrr og úr henni klofna feikna stór björg og hendast áfram með miklum gauragangi. Ann- ars sígur jökullinn niður með mestu hægð og hirðir ekki um þótt eitthvað standi fyrir. Þeir eru ekki smásmíði sumir stein- (Framh. á 4. siðu) Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir nú samþykkt að taka tvö skuldabréfalán, annað að . upphæð ein milljón króna með 5% ársvöxtum, affallalaust og endurgreið- ist það á þremur árum, hitt að upphæð tvær milljónir króna með 5 Vz % raunveru- legum vöxtum og endur- greiðist það með jöfnum af- borgunum á 15 árum. Meirihluti bæjarstjórnarinnar hreyfði þessu máli fyrst á lokuð- um fundi fyrir nokkrum vikum og kvaðst þá gera það sam- kvæmt ábendingu Landsbank- ans. Hefði bankinn ráðlagt bæn- um að taka ca. þriggja milljóna króna lán, sem endurgreiddist á 2—3 árum, til þess að greiða með lausaskuldir bæjarins, aðal- lega lausaskuldir við Lands- bankann. Bæjarráð taldi sig þó vilja gera tilraun með, að bjóða eitthvað af láninu út til lengri tíma. Fulltrúi .Framsóknarflokksins, Sigurður Jónasson, kvað það óhyggilegt að bjóða út mikíð af láninu til svo stutts tíma. Taldi hann rétt, að bærinn tæki allt að 5—6 milj. kr. lán með lágum vöxtum til nokkuð langs tíma til þess að greiða að fullu allar lausaskuldir bæjarins og fyrir- tækja hans. Málinu var þá fre'stað, en á næsta fundi var samþykkt eftir fyrstu umræðu málsins, að taka einnar milj. kr. lán með 5% vöxtum til þriggja ára og tveggja milj. kr. lán með 5y2% raunverulegum vöxtum til 15 ára. Á bæjarstjórnarfundi 3. þ. m. var málið til annarar umræðu. Af hálfu forráðamannanna hafði þá verið gerð sú breyt- Eins og frá var skýrt í Timanum fyrir nokkru, er mjög lítið um rjúpur í ár, líkt og að undanförnu. Hin síðustu ár hefir verið heimilt að skjóta rjúpur um hálfs þriðja mánaðar skeið, frá miðjum októbermánuði til áramóta, en aðra tíma árs eru þær alfriðaðar. Ný- lega hefir ríkisstjórnin auglýst, að í ár skuli rjúpur einnig friðaðar þessa seinustu mánuði ársins. Er því allt rjúpnadráp bannað í haust. Að þessu ráði er horfið vegna þess, hve rjúpum hefir mjög fækkað síðasta áratug. Að undanfömu hafa tvær getgátur verið uppi um það, hvers vegna rjúpunum hafi fækkað svo mjög. Hafa sumir kennt um hóflausu drápi, en aðrir staðhæft, að rjúpan fljúgi milli landa og hafi flutt sig til Grænlands í stór- hópum vegna milds tíðarfars undan- farin ár. Með þessari ákvörðun hefir sú skoðun orðið ofan á, að drápi sé um að kenna, hve rjúpum hefir farið fækkandi hér á landi hinn síðasta ára- tug. i r r Samkvæmt yfirliti í síðasta hefti Ægis, hefir hraðfrysting flatfiskjar aukizt stórlega á þessu ári. Veldur því að nokkru fjölgun hraðfrystihúsa. Fiskimálanefnd tjáir, að fyrstu átta mánuði ársins hafi verið hraðfryst 2063 smálestir flatfiskjar. í fyrra voru aðeins frystar 1360 smálestir af slíkum fiski fyrstu átta mánuði ársins. ing á stærra láninu, að bæjar- ráð skyldi hafa ótakmarkað umboð til að taka það með „ca. 5%% vöxtum“. Sigurður Jónasson mótmælti að þannig yrði gengið frá mál- inu af hálfu bæjarstjórnar- innar, því að ca. gæfi allt of vítt svigrúm. Jakob Möller svar- aði þessum mótmælum hans með þeim upplýsingum, sem virtust m. a. koma ýmsum bæjarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins mjög á óvart, að það væri tilætlunin að taka lánið með 51/2% vöxtum og 2% afföll- um. Sigurður Jónasson mótmælti því harðlega, að hinum vænt- anlegu kaupendum sölubréf- anna væri með þessum afföll- um raunverulega gefnar 40 þús. kr. Spurðist hann jafn- framt fyrir um, hver væri á- ætlaður kostnaður við sölu bréf- anna. Kom þá í ljós, að bæjar- ráðið hafði hugsað sér að greiða allt að 2% í sölulaun af bréf- unum, auk affallanna. Taldi S. J. þetta algerlega. óþarft, — fyrst og fremst ætti ekki að þurfa að greiða nein sölulaun, þar sem sennilegast væri að skuldheimtumenn bæjarins, m. a. Landsbankinn, myndu aðal- lega kaupa bréfin, og auk þess væri ekki meiri vinna en það við sölu bréfanna, að skrifstof- ur bæjarins gætu vel annast það. Eftir þessar umræður taldi meiri hluti bæjarstjórnarinnar sér ekki fært að afgreiða málið endanlega og var því 2. umræðu frestað þangað til á auka- fundi 8. þ. m. Kom þá í Ijós, að bæjarráð hafði ekki séð sér annað fært en að fella orðið ca. úr lántökuheimildinni og var hún samþykkt þannig. Til- lögur frá S. J., sem orðuðu ýms (Framh. á 4. slðu) Mæðiveikinefnd greip sem kunnugt er til þess ráðs í haust að fyrirskipa niðurskurð alls sauðfjár á bæjum þeim í Hólahreppi, Viðvíkursveit og Óslands- hlíð, þar sem gamaveiki hefði orðið vart í sauðfé. Er nú senn lokið við að slátra því fé, sem til kaupstaðar verður rekið af þessum bæjum, en enn er eftir að lóga því, er lagt verður til heimilisnota. Alls er það um 2000 full- orðins fjár, sem fargað verður vegna ákvörðunarinnar um niðurskurðinn. í staðinn hafa kaup verið fest á 1850 lömbum úr Eyjafirði, Fnjóskadal, Höfðahverfi og af Svalbarðsströnd. Lömb þessi voru flutt á bifreiðum vestur í Öxnadal og rekin þaðan yfir Öxnadalsheiði. Em þau nú geymd í stórum girðingum í grennd við Mikla- bæ í Skagafirði. Þegar lokið er slátr- un heimafjárins, verða þau rekin til hinna væntanlegu heimkynna sinna og að sjálfsögðu tekin i hús, er þangað kemur. Tímanum var skýrt svo frá 1 gær, að þrátt fyrir flutning og langan rekstur og aðra hrakninga, er hin að- keyptu lömb hefðu óhjákvæmilega orð- ið fyrir, hefði ekkert lamb drepizt úr bráðapest eða öðrum kvillum, enda öll bólusett. r r r Ingólfur Davíðsson maglster hefir tjáð Tímanum eftirfarandi um athug- anir þær, sem gerðar voru í sumar í tilraunareitum atvinnudeildar háskól- ans: — Uppskeru er nýlega lokið i Síðan þríveldasamningurinn milli Japans, Þýzkalands og Ítalíu var undirritaður hafa málefni Austur-Asíu komizt mjög á dagskrá og þeir spá- dómar komizt á kreik, að þaðan megi vænta örlagaTíkra tiðinda á næstunni. Það þykir fullvíst, að aðal- tilgangur þríveldasamningsins hafi verið sá, að ógna Banda- ríkjunum. Hann hafi átt að sýna þeim, að öll hjálp við Breta, hvort heldur væri í Ev- rópu eða Asíu, myndi ekki að- eins kosta þá fjandskap eins eða tveggja þessara stórvelda, heldur sameinaðan fjandskap þeirra allra. Það er nú augljóst orðið, að samningurinn hefir haft öf- ug áhrif við þennan fyrir- hugaða tilgang. Samningur- inn hefir aðeins orðið til þess, að Bandaríkjamenn hafa gert sér það ljósara en áður, hvers þeir eiga von, ef Bretar tapa styrjöldinni og þeir standa vinalausir eftir, með landvinn- ingasjúk herveldi beggja megin við sig. Þau svör, sem Bandaríkin hafa veitt, eru rnjög greinileg. Kröfur blaðanna um aukna hjálp við Bretaveldi hafa aldrei verið kröftugri. Mörg blöðin krefjast þess, að allur útflutn- ingur til Japans verði bannað- ur, en frá. Bandaríkjunum og brezka heimsveldinu fá Japanir meira en 50% af öllum inn- flutningi sínum. Greinilegasta aðvörunin til Japans er þó sú, að Bandaríkjastjórn hefir kvatt heim frá Japan og nálægum löndum alla ameríska þegna, sem ekki gegna þar áríðandi störfum. Sá samningsaðilinn, sem áreiðanlega hefir orðið fyrir mestum vonbrigðum af þessum árangri þríveldasamningsins, er Japan. í skjóli þess, að Banda- ríkin myndu ekki veita Bretum garði atvinnudeildar háskólans. Var spretta nær helmingi minni en í fyrra, enda var þá óvenjulegt góðæri Nú var sumarið svalt og rakt með næturfrost- um síðari hluta ágústmánaðar. Góð kartöfluafbrigði gáfu sem svarar 200 tunnur af hektara, en þau lökustu að- eins 100 tunnur af hektara Sýnir þetta glöggt muninn á uppskerumagni af- brigðanna. Er þetta sumar góð þol- raun fyrlr þau. Bezt uxu Áskartöflur, Akurblessun, Alpha og Ben Lamand. Einnig gáfu Gullauga, Stóri-Skoti, Rogalandsrauður, Eyvindur og fleiri tegundir þolanlega upskeru. Munu þær hæfa betur norðurhluta landsins en hinar fyrrnefndu, sem eru seinvaxnari. Rauðu, íslenzku kartöflumar voru mjög smávaxnar nú eins og oftar og gáfu litla uppskeru. Virðist ekki ástæða til að halda £ þær. Sunnan lands eiga mygluhraustari afbrigði að leysa þær af hólmi, ásamt Gullauga, sem er þétt og mjölvismikil kartafla eins og þær, en gefur meiri uppskeru og er stór- vaxnari. r r r Af rófnaafbrigðum uxu haustnæpur (Petrowsky og Maalselunæpa) bezt, mun betur en gulrófur. Haustnæpur eru bragðbetri en venjulegar sumar- næpur, seinvaxnari og geymast betur. Eiga þær skilið að þeim sé gaumur gefinn. Hör óx mun verr en í fyrra, en er samt nothæfur. Haustspínat (eða (Framh. á 4. siðu) verulega hjálp í Austurálfu, hafa þeir ekki talið sig þurfa að taka eins mikið tillit til þeirraog ella. Síðastliðið sumar varð það samkomulag milli Breta og Jap- ana, að Bretar lokuðu Burma- brautinni fyrir vopnaflutninga til Kínverja í næstu þrjá mán- uði. Átti á þessum tíma að reyna að ná samkomulagi um ágreiningsmálin, en Japanir hafa síðan ekki viljað sinna þessum samningaumleitunum. Hafa þeir vafalaust talið, að Bretar þyrðu ekki að leýfa vopnaflutninga um brautina aftur, þar sem þeir hefðu ekki einir bolmagn móti Japönum. Nú hefir Churchill forsætisráð- herra tilkynnt, að vopnaflutn- ingur um brautina muni byrja aftur, þegar þriggja mánaða fresturinn er liðinn eða 17. þ. m. Er talið víst, að Bretar geri þetta í samráði við Bandaríkin og muni tilætlun þeirra að greiða fyrir vopnakaupum Kín- verja. Kínverjar hafa undan- farið ekki getað fengið vopn, nema frá Rússum, því að allar aðrar samgönguleiðir eru þeim lokaðar. Japönsk blöð hafa haft í hót- unum við Breta seinustu dag- ana, ef þeir leyfðu Kínverjum vopnaflutninga um Burma- brautina. Þykir því trúlegt, að draga muni til stórtíðinda í þessum málum á næstunni, því að vegna vaxandi óánægju í japanska hernum yfir því, hversu seint gangi í Kínastyrj- öldinni, muni stjórnin og hers- höfðingjarnir fremur grípa til örþrifaráða en að bíða veru- legan álitshnekki. Afstaða Bandaríkjanna til þríveldasáttmálans markast ekki eingöngu af því, sem er að gerast í Austur-Asíu. Það veldur Bandaríkj amönnum verulegum áhuggjum, að í Suður-Ameríku er mikið af Þjóðverjum, ítölum og Japönum, sem fylgja heima- þjóðunum að málum. Má telja víst, að þríveldasamning- urinn muni skapa aukna sam- vinnu þessara þjóðarbrota í Suður-Ameríku og getur sú samvinna orðið mjög skaðleg fyrir Bandaríkin. Má geta þess í þessu sambandi, að för spánska ráðherrans Suners til Berlinar og Rómar vakti mikla athygli í Bandaríkjunum. Aðalástæðan til þess var ekki sú, að Bandaríkj amenn óttuðust að Spánn myndi gerast styrjaldar- aðili, heldur myndu Þjóðverjar (Framh. á 4. síðu) Aðrar fréttir. í ræðu, sem Churchill for- sætisráðherra flutti i enska þinginu á þriðjudaginn, upp- lýsti hann, að frá styrjaldar- byrjun til 5. þ. m. hefðu 8500 manns farizt og 13000 særst af völdum loftárása Þjóðverja á Bretland. Tjónið í London af völdum loftárásanna svaraði til þess, að með sama áframhaldi þyrftu Þjóðverjar 10 ár til að leggja helming borgarinnar í rústir. Churchill upplýsti í sömu ræðu, að Þjóðverjar hefðu dreg- ið saman skipakost, sem gæti flutt 500 þús. hermenn til Eng- lands á einni nóttu. Hann var- aði við þeirri skoðun, að Þjóð- verjar væru hættir við innrás- ina, heldur mætti búast við henni á hverri stundu. Hann sagði, að í heimavarnarliðinu væru nú 1.7 millj. manns, en fasti herinn er þar ekki með- talinn. (Frartih. á 4. siðuj w A víðavangi ER ÞETTA „BÆND AVINÁTTAN" ? Bóndi, sem kom nýlega á ritstj ómarskrifstof u Tímans, spurði á þessa leið: Hvernig er öessu annars varið með afstöðu íhaldsblaðanna til dýrtíðarinn- ar? Þau munu ekki hafa minnst á hana einu orði fyrr en verðið hækkaði á vörum bænda. Þó mætti ritstjórum blaðanna og öllum öðrum vera ljóst, að sú hækkun er ekki nema litill hluti dýrtíðarinnar. Hvers vegna þögðu blöðin meðan erlenda varan var að hækka og kaupmenn fengu auknar tekj- ur af álagningunni, þar sem hún reiknaðist af hærra verði en áður? Hvers vegna þögðu blöðin meðan flutningsgjöld- in voru að hækka og sjó- menn fengu stórauknar tekj- ur og Eimskipafélag íslands fékk aðstöðu til að raka saman of fjár? Þetta hvorttveggja á þó vissulega sinn stóra þátt í dýrtíðinni. Hvers vegna nefna íhaldsblöðin yfirleitt ekki dýr- tíðina, nema í sambandi við verðlagið á afurðum bænda? Birtist hún þannig í verki bændavináttan og bændaum- hyggjan, sem Jón á Akri og aðr- ir sveitariddarar íhaldsins hafa svo mjög á orði? HALDIÐ DÝRTÍÐINNI í SKEFJUM Á KOSTNAÐ BÆNDANNA! Annar bóndi sagði við Tím- ann: Ég sé það, að ihaldsblöðin skrifa mikið um það þessa dag- ana, að halda eigi dýrtíðinni í skefjum. En ég sé þau ekki minnast á aðra tillögu til úr- lausnar á þvi máli en að lækka verðið á afurðum bændanna. Þetta virðist mér fullkomlega lýsa þeim hugsunarhætti, að bændur eigi að vera einskonar þrælar launastéttarinnar. Þeir eiga að strita og erfiða til þess eins að launafólkið í bæjunum geti fengið ódýrt kjöt og ódýra. mjólk. Það á hins vegar ekkert að hugsa um það, hvað bænd- urnir bera úr býtum. Eftir þessu burfum við bændur að muna, þegar stjórnmálamennirnir koma á biðilsbuxum til okkar næsta vor. ER ÞETTA LEIÐIN TIL AÐ STÖÐVA FÓLKSFLÓTTANN ? Þriðji bóndinn sagði: í vetur birtust öðru hvorú hugleið- ingar um það í ísafold, að ekki þyrfti aðeins að stöðva fólksflóttann úr sveitunum, heldur þyrfti einnig að flytja fólk úr kaupstöðunum í sveit- irnar í stórum stíl. Satt að segja finnst mér Sjálfstæðis- flokkurinn hafa nokkuð kyn- legar hugmyndir um það, hvernig koma eigi þessu til leiðar. Hann berst nú harðlega gegn því, að bændur fái verð- hækkun á afurðum sínum, sem er miklu minni en sú kaup- hækkun, sem framleiðendur við sjávarsíðuna hafa fengið. Bændur eiga m. ö. 0. að njóta miklu minni réttar en aðrir framleiðendur. Heldur Sjálf- stæðisflokkurinn, að það hvetji fólk til að vera í sveitinni — hvað þá heldur að það hvetji fólk til að flytja úr bæjunum í sveitina, — ef bændur eru settir skör neðar en aðrir framleið- endur? FUNDIR Á NORÐURLANDI Framsóknarmenn boffa til flokksfunda á Sauffárkróki föstudaginn 18. október og Blönduósi 19. október. Fund- irnlr hefjast klukkan 4 síff- degis. Á fundunum mæta Hermann Jónasson forsætisráffherra og þingmenn Skagfirðinga. Á KHOSSGÖTUM Rjúpur alfriðaðar. — Hraðfrysting flatfiskjar. — Niðurskurðurinn í Skaga- firði. — Kartöflutilraunir atvinnúdeildarinnar. — Aðrar tilraunir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.