Tíminn - 10.10.1940, Qupperneq 3

Tíminn - 10.10.1940, Qupperneq 3
97. blað TÍMIM, fimmtadaglim 10. okt. 1940 387 Athugfasemd í gærkvöldi flutti erindi í út- varpið Einar Magnússon menntaskólakennari. Af því að mér geðjaðist ekki þetta erindi, hvorki að efni né þeim anda, sem það var flutt í, eða a. m. k. kafli úr því, þá vil ég gjöra þá athugasemd, að útvarpsráð hleypi ekki að út- varpinu Pétri eða Páli, með er- indi óskrifuð, en svo virtist mér hljóta að vera í þetta sinn. Það varð ekki annað heyrt en mað- urinn kæmi að senditækinu útblásinn frá matborði sínu yfir hinni ógurlegu dýrtíð, sem hann og aðrir góðir og saklausir borg- arar yrðu að sæta vegna taum- lausrar ágirndar bænda og ann- ara framleiðenda, svo og græn- metiskaupmannanna, sem hann kallaði braskara, sem ekki ættu að ganga lausir. „Væru teknir úr umferð“ í öðrum löndum, o. s. frv. Á bændastéttina réðist hann einkennilega dónalega, kallaði þá ölmusu- eða sníkjulýð, sem alltaf væru að heimta styrki — milj ónastyrki með meiru. Ég man ekki orðin, en þau vóru á þessa leið, sízt minna sagt. Kjötverðið þótti honum alveg óhæfilega hátt, og bændur eða fulltrúar þeirra bæði ágjarnir og óhyggnir, því að þetta myndi hefna sín, o. s. frv. Þó það sé alltaf leiðinlegt að hlýða á svona raus, sem er í mesta máta óviðeigandi í út- varpserindi sem þessu, þá hefði ég nú látið það sem vind um eyrun þjóta, ef það hefði flutt einhver Einar Magnússon verkamaður, verzlunarmaður eða iðnaðarmaður, því þá mátti kalla þeirra orða þaðan von. En frá kennara menntaskólans vil ég ekki eiga þeirra von, eða annarra slíkra. Ég fer ekki að ræða hér um löggjöf, hvorki landbúnaðarins, verzlunarstéttarinnar eða launalögin, þau eru yfirleitt gjörð að beztu manna yfirsýn, og því jafn fávíslegt að úthúða bændum fyrir að taka þá styrki, sem lög heimila þeim, eins og hinum, sem tekur öll sin laun frá ríkinu. Þar eru báðir í sín- um fulla rétti. En sé þar um misrétti að ræða, þá eru sum- arþættir útvarpsins áreiðanlega ekki vettvangur til að berjast um þau mál. Er ég hafði hlítt á þetta er- indi, sem var þrungið æsingu og ósanngirni á kafla, þá hugsaði ég til nemenda menntaskólans, ef þeir fá slíkar og þvílíkar ræður í kennslustundunum, eða kennslan er í svipuðum anda og þarna kom fram. Það mótar ekki góða menn og batnandi, sem þó á að vera aðalatriði skólans, allra skóla, og það því fremur, sem skólinn er stðerri og nemendur meira til hans valdir. kunnugt er. Þar voru m. a. skógræktarmálin rædd. Og til- laga var samþykkt þar ein- róma þess efnis, að ágóði af happdrætti ríkisins yrði látinn renna til skógræktar um nokk- urt bil eftir að tíma háskólans er lokið. Mér finnst, að það sé mjög maklegt viðfangsefni fyr- ir happdrættið, sem þar er bent á. Hér er um að ræða fjár- freka framkvæmd, sem er jafn- framt mikið framtíðarmál og mun hafa þýðingu fyrir íbúa landsins meðan byggð helzt, ef allt fer með felldu. Ég hugsa mér, að framkvæmd þessara mála yrði hagað þann- ig, að mest af vinnu við skóg- ræktina kæmi ekki til endur- gjalds. Fé það, sem happ- drættið skilaði til þessa, færi til þess að greiða girðingarefni, kostnað við það að fá friðuð svæði til starfseminnar eftir því, sem þess þyrfti við, og kaup nokkurra eftirlitsmanna og stjórnenda. Ég geri ráð fyrir, að skógræktin hefði dálítið af föstu starfsmannaliði á þess- um tíma. Land til skógræktar- innar þyrfti e. t. v. sumstaðar að kaupa eða greiða eitthvað fyrir afnotamissi þeirra, sem með það ættu. Slíkt ætti þó ekki að verða almennt. En með þessu skapast mikil skilyrði fyrir ýmiskonar þegnskapar- vinnu og þegnskylduvinnu. Skógræktarfélög þau, sem til eru, fengju þarna að sjálfsögðu fjárstyrk til þeirrar starfsemi, sem þau bera fyrir brjósti. Molar um bíndíndis> mál Allt er það myndarlegt hjá Ameríkumönnum. Nýlega hafa gæzlumenn laganna í Banda- ríkjunum haft hendur í hári manna, er samtök höfðu um á- fengisleynisölu. Höfðu þessir fé- lagar séð fimm ríkjum fyrir á- fengi, hvorki meira eða minna, og nam það einni miljón doll- ara á mánuði. 122 menn eru á- kærðir í sambandi við þetta fyrirtæki. Andbanningar spáðu því, að öll leynisala mundi hverfa, ef bannlögin væru af- numin. Auðvitað hafa þeir reynzt falsspámenn, og niður- staðan hefir orðið hið gagn- stæða. Einhver var að fræða mig á því fyrir nokkru, að í Þýzka- landi sæust menn aldrei drukknir. Því eru þá þýzkir her- menn skotnir fyrir ölvun? Þeir ættu þó manna bezt að vita, hvað í húfi er og búa við hinn fullkomnasta aga. Nú segja síð- ustu fréttir, að síðastliðið ár hafi öldrykkja aukizt um 10,5% í Þýzkalandi, en áfengisdrykkja um 22,1%. Kemur þar glöggt í ljós, eins og áður og alstaðar, að engin fræðsla og enginn uppeldislegur kraftur eða agi megnar til lengdar að halda niðri þessu illa, sem stöðugt er endurlífgað af undramætti pen- ingavaldsins og hagnaðarvon þeirra, er áfengi selja. — Hve lengi ætla menn að loka aug- unum fyrir þessum staðreynd- um. Nóttina eftir að áfengissöl- unni var lokað hér í Reykjavík, í sambandi við áfengisskömmt- unina, var lögreglan aldrei ónáðuð. Hvergi þurfti hennar með í sambandi við drykkju- skap og hvergi var beðið um að stoð hennar. Þetta var nýung. Hvað á sú menning skilið, sem veit þetta af reynslu, en heldur þó áfram að stofna til slysa, heimilisvandræða, glæpa,mann- skem*mda, ófriðar og allskonar vandræða með áfengissölu? Er nokkuð það til, sem réttlætt getur slík viðskipti, nema ó- menning og getuleysi manna við það, að ráða málum sínum (Frámh. á 4. síðu) Við bændur höfðum borið traust til menntaskólans og kennara hans, og óskum að líta upp til þeirra sem slíkra. En við getum það ekki, ef þeir gefa okkur j afn götustrákslega steina fyrir brauð, eins og við fengum í þessum sumarþætti kennarans. 1. október 1940. Dagur Brynjólfsson, bóndi í Flóanum: Sömuleiðis ungmennafélög og annar félagsskapur, sem þess- um málum sinnir. Mest mun þó sennilega bera á þessari starf- semi í grennd við stærstu kaupstaðina og þorpin. Ég hugsa mér, að hvert þorp vilji eignast sinn skóg. Það verði hvarvetna metnaðarmál þeirra. Þessir skógar yrðu skemmti- staðir þeirra og í framtíðinni arðberandi eign, en jafnframt yrðu þeir uppeldisstofnun fyrir hið unga fólk, sem upp vex í þorpunum. Yfirleitt hagar svo til um atvinnuhætti manna hér á landi, að lát er á annríki þeirra, sem í þorpum búa á sumum árs- tíðum, t. d. vor og haust. Fjöldi fólks, sem vinnur í verksmiðj- um, verzlunum og skrifstofum og þess háttar störf, hefir ríf- legar tómstundir um helgar og á kvöldum og í sumarleyfum sínum. Þetta fólk myndi inna af höndum mikla vinnu við skóg- ræktina af frjálsum þegnskap og lögboðinni þegnskyldu. Það missti einskis í við þetta, en fengi þarna tækifæri til að starfa saman að góðu máli og njóta frjálslegrar útiveru við að auka yndisleika og verðmæti heimastöðva sinna. Ég ímynda mér, að svo mikill og almennur áhugi sé nú fyrir skógræktarmálum, að það yrði blátt áfram keppni um að bjóða fram vinnu til að nota sér þessi fjárframlög til efniskaupa í girðingu og til að launa for- stöðumenn starfsins. Og mér Eltirtaldar vörur höfum vlð venjulega til sölu: Frosið kindakjöt af dilkum — sauðum — ám. i\vtí «g frosið nautakjöt, Svínakjöt, Úrvals saltkjöt, Ágætt hangikjöt, Smjör, Ostar, Smjörlíki, Mör, Tólg, Svið, Lifur, Egg, Harðfisk, Fjallagrös. Samband ísl. samvmnuiélaga. Þrjár nýjar bæknr koma út í dag: 1. LJÓÐABÓK EFTIR HÖLLU Á LAUGABÓLI. HaUa er þekkt um land allt af ljóðum sínum. Pyrrl bókin er löngu uppseld. Þetta eru ný kvœði og standa fyrri ljóðabókinni sízt að baki. 2. NÝTT HEFTI AF ÍSLENZKUM FRÆÐUM: Guðmundar saga dýra, eftir Magnús Jónsson prófessor. Bókamönnum skal á það bent, að upplag af þessu ritsafni, sem gefið er út að tilhlutun Háskólans, undir ritstjóm Sig. Nordals prófessors, er svo litið, að þeir sem œtla sér að eignast það, ættu að kaupa það strax. Sum af fyrri heftunum eru þegar uppseld. Safnaðaríundír. í liinum nýju söfnuðum, sem eiga að taka til starfa iiuian þess svæðis, sem fram að þessu liefir verið Reykjavíkur prestakall, verða sem hér segir: Fyrir Laugarnes sókn í skólahúsinu í Laugarnesskólahverfi sunnudaginn 20. þ. m. kl. 3 síðdegis. Fyrir Hallgríms sókn í Barnaskóla Austurbæjar sunnudag- inn 20. þ. m. kl. 8y2 síðdegis. Fyrir Nes sókn í Háskólanum (gengið inn um dyr á suð- vestur horni) mánudaginn 21. þ. m. kl. 8l/2 síðdegis. Fundarefni þessara funda verður: kosning sóknarnefnda og safnaðarfulltrúa. Nákvæm takmörk sóknanna verða birt bráðlega. Prófasturinn í Kjalarnes prófastsdæmi. Reykjavík, 5. október 1940. FRIÐRIK HALLGRfMSSON. Lögtak. Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að uiiclaiigcngiium úrskurði verða lögtök látiu fram fara á kostnað gjaldenda en ábyrgð rík- issjóðs fyrir ógreiddum tekju- og cignar- skatti, fasteignaskatti, lestagjöldum, hunda- skatti, lífeyrissjóðsgjöldum og námsbóka- gjöldum, sem féllu í gjalddaga á maimtals- 3. ENSKUNÁMSBÓK FYRIR BYRJENDUR, eftir frú Önnu Bjarnadóttur. — Anna hefir, eins og kunnugt er, kennt ensku undanfarin 17 ár við Mennta- skólann, útvarpið, gagnfræðaskóla og héraðsskóla. Á þessari reynslu sinni meðal annars, byggir hún bókina. Sjálf er hún gagnmenntuð kona, sem iokið hefir enskunámi við enskan háskóla, en auk þess voru prófarkir bók- arinnar lesnar af þeim Snæbirni Jónssyni, löggiltum skjalaþýðara, og Mr. Anthony Crane, enskum menntamanni, sem dvelur nú hér á landi. BÓKAVERZLUN ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU. þiugi 1940, gjöldum til kirkju, sóknar og há- »kóla, sem féllu í gjalddaga 31. desember 1939, kirkjugarðsgjöldum, sem féllu í gjald- daga 15. júlí 1940, svo og vitagjöldum fyrir árið 1940, að átta dögum liðiiiiin frá birtingu þessarar auglýsingar. The World’s News Seen Through The Christian Science Monitor An International Daily Neu/sþaþer is Truthful—Constructive—Unbiased—Free from Sensational- ism — Editorials Are Timely and Instructive and Its Daily Features, Together with the Weekly Magazine Section, Make the Monitor an Ideal Newspaper for the Home. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Price #12.00 Yearly, or ?1.00 a Month. Saturday Issue, including Magazine Section, j!2.60 a Year. Introductory Offer, 6 Issues 25 Cents. Name-------------------------------------------- Address------------------------------------------ SAMPLE COPY ON REQUEST Lögmaðurinn í Reykjavik, 8. október 1940. RJÖRN ÞÓRÐARSON. Revkjavík - Ákurevri Hraðierðir alla daga. Bífreiðastöð Akoreyrar. Bifreiðastöð Steindórs. Auglýsið í Tímanum! skilst líka, að þetta myndi verða til þess, að auðvelda fram- kvæmd þegnskylduvinnunnar í byrjun, og það er líka þýðing- armikið mál 1 sjálfu sér. Ég held líka, að einmitt þessi starf- semi sé líkleg til þess, að auka skilning manna á þegnskyldu- hugsjóninni og afla henni fylgis. Ég á erfitt með að hugsa mér, að nokkur beiti sér gegn því, að ungir menn vinni nokk- ur dagsverk ókeypis til þess, að fegra og auðga land sitt og skapa framtíðar lífsskilyrði, þar sem nú er tóm. Allra sízt er von á andstöðu, þegar þess er gætt, að skipulegt samstarf um skógrækt hlýtur að vera hjart- ans mál allra ungra manna, sem þekkja köllun sína og skilja samtíðina. Mér finnst gott til þess að hugsa, að happdrættið geti á þennan hátt gert virkan þann áhuga, sem nú er fyrir skóg- rækt á íslandi. Þetta verður þá byrjun þess mikla landnáms, sem er fyrir höndum. Óræktuð, víðáttumikil heiðalönd og mýraflæmi, sem nú eru bit- hagar misjafnra stóðhrossa, munu breytast í skógarbelti og akurlönd. Blásnir melar og gróðurlausir sandar, sem nú eru engum til gagns, munu líka verða samskonar nytjalönd. Á þessum auðnum og þessu fá- skrúðuga landi munu skapast lífsskilyrði fyrir þúsundir ham- ingjusamra, starfandi manna. Framh. Hreinar léreftstnsknr kaupir Prentsmiðjan Edda Lindargötu 1 D. SYNGJUM OKKUR SAMAN! Munum að hafa Vasasöngbók- ina alltaf með okkur á allar samkomur og samsæti. 11 iinid að tilkynna afgreiðslunni flutn- inga, til þess aff komizt verffi hjá vanskilum á blaffnu. Útbreiðið Tímann! Afgreiðsla TÍMAIVS 52 Robert C. Oliver: — í guðs bænum, varið yður, sagði lögregluþjónninn í lágum hljóðum. — í guðs bænum flýtið yður! — hvísl- aði Bob. Þeir hlupu upp tröppurnar og inn í herbergið þar sem brotin húsgögn og útspörkuð teppi höfðu sína sögu að segja. Bob kveikti Ijós 1 herbergjunum. Engin manneskja var sjáanleg. Hann varð óttasleginn — kverkarnar urðu þurrar------hvar var Lucy? Hvað höfðu þeir gjört af henni? Hvert höfðu þjófarnir farið? Flúnir! Bob hljóp gegnum herbergin. Hann hugsaði aðeins um Lucy — öll varfærni var gleymd. — Þeir eru flúnir, sagði lögreglu- þjónninn rólega. Eruð þér vissir um að þeir bundu stúlkuna. Bob hljóp út í garðinn. Brátt fann hann fótspor í blautu grasinu, þeim fylgdi hann. Skyndilega heyrði hann vélarhljóð úti á veginum og þá kom honum bíll- inn sinn í hug. Hann teygði úr sér, til þess að sjá yfir runnana. Bíllinn fór framhjá með miklum hraða og ljóslaus---------ham- ingjan sanna-------það var hans bíll. Bob formælti gleymskunni í sjálfum sér — því þegar hann og lögregluþjónninn Æfintýri blaðamannsins 49 innihald þessarar skúffu, sem þjófarn- ir vildu ná í. Bob hleypur inn í herbergið. Það hlýtur að vera eitthvað mjög þýðingarmikið! Það hlaut að vera eitthvað sérstak- lega verðmætt í þessari skúffu, af því að það var svo mikilvægt fyrir hinn dána að segja Lucy frá því--------og í kvöld er framið innbrot til þess að ná því. Samstundis sér hann að það liggur skrín í skúffunni. Svart skrín, og ekkert annað. Það hlaut að vera svarta skrínið, sem minnst hafði verið á. Hann hraðar sér og nær í það. -----Við bindum hana, og á morg- un má hver sem vill finna hana, heyrir hann sagt í hinni stofunni. Bob Hollman er, þrátt fyrir reiði sína og ákafa, mjög slóttugur og hygginn maður, að hann veit, að það þýðir ekkert fyrir hann að fara að fást við tvo vopnaða innbrotsþj ófa. En hann varð að hjálpa henni. — Lögreglan! Hann heyrði fótatak í hinu her- berginu. Þeir voru að koma! Höfðu þeir orðið hans varir? Hvenær sem var gat hann átt von á sting í bakið — byssu-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.