Tíminn - 10.10.1940, Side 4

Tíminn - 10.10.1940, Side 4
388 TÍMITCN, ffimmtwiagiim 10. okt. 1940 97. blað Ylír landamærin 1. Nú verður félagsmálaráðherra að fella einn liinn vandasamasta úrskurð í meðgjafarmálum, í sambandi við Amór Sigurjónsson. Hann er nú í vinnu hjá Héðni Valdemarssyni og Vilmundi Jónssyni. Vandinn er að úrskurða, hversu skipta skuli kostnaði milli þeirra. Bezta fyrirmyndin er talin þar sem hrepp er skipt í tvennt, og fastar reglur settar um útlát til þarfanna. 2. Kommúnistar sýna innræti sitt með því að ráðast með mikilli grimmd á ríkisstjórnina fyrir að vilja greiða skuldir í Englandi og taka til þess inn- lent lán. Kommúnistar vilja heldur, að ísland sé í skuld erlendis, jafnvel við Lundúnabankana, fremur en við borg- ara landsins sjálfs. Ekki vantar þjóð- ræknina og sjálfstæðistilfinnunguna. x+y. Þríveldasamnmgurínn (Framh. af 1. siðu) og ítalir fá Spánverja til að nota sér hlutleysisaðstöðu sína til að standa fyrir áróðri öxul- ríkjanna í Suður-Ameríku og fá Spánverja þar í lið með þeim. Bandaríkjamenn fylgjast vel með öllu því, sem nú gerist í Suður-Ameríku, og gera sitt ítr- asta til að vlnna á móti áróðri öxulríkjanna og Japans. Þeim mun það jafnframt ljóst, að til þess að halda fylgi Suður-Am- eríku-ríkjanna er áróðurinn einn ekki nægur, heldur þurfa Bandaríkin einnig að sýna styrk sinn og hæfni til forystu, jafnt á sviði stjórnmála, viðskipta- mála og hermála. Sú vitund er óðum að vaxa hjá Bandaríkja- mönnum, að þeim beri nú heimssögulegt hlutverk og framtíð vestrænnar menningar velti nú einkum á dug og ein- beitni þeirra. Lántaka R.víkurbæjar (Framh.,af 1. síðu) atriði _ lántökuheimildarinnar miklu skýrar og ákváðu að eng- in sölulaun skyldu greidd, voru felldar með 10:2 atkv. í sambandi við sölulaunin upplýsti borgarritari, að Lands- bankinn hefði fyrir sitt leyti lofað að taka ekki nema 14% í sölulaun af þeim bréfum, sem hann seldi. Mun verða fylgst með því, hvernig þessum þætti lántökunnar verður að öðru leyti komið fyrir. Aðrar fréttir. (Framh. af 1. siðu) Á fundi íhaldsflokksins í gær- kvöldi var Churchill einróma kosinn formaður hans í stað Nevilie Chamberlain, sem sagði af sér formennskunni, þegar hann lét af ráðherradómi. Charles Portal hefir verið skipaður yfirmaður brezka flughersins í stað Cyrill Newall. Portal hefir verið yfirmaður sprengjuflugvéladeildanna sið- an í marzmánuði og þykir þessi tilnefning benda til þess, að sókn Breta verði hert. Ekkert lát verður á loftárás- um Breta og Þjóðverja og er tJR BÆNUM F. U. F. heldur fund annað kvöld, föstudag- inn 11. okt. í Samvinnuskólanum, kl. 8.30 e. h. Þórarinn Þórarinsson hefur umræður um ný viðhorf i stjómmál- unum. — Daniel Ágústínusson erind- reki Framsóknarflokksins segir fréttir af flokksstarfseminni út um landið. — Fjölmennið á fyrsta fund haustsins. Mætið stundvíslega. — Leikfélag Reykjavikur hafði í gær frumsýningu á nýjum leik, Loganum helga, eftir enska skáld- ið W. Somerset Maugham. Leikur þessi er mjög alvarlegs efnis og heggur að ýmsu leyti nærri ríkjandi siðferðishug- | myndum. Leikendur voru Amdis Björnsdóttir, Þóra Borg, Alda Möller, Brynjólfur Jóhannessson, Valur Gísla- son, Gestur Pálsson og Indriði Waage, sem var leikstjóri. Leikhúsgestir fylgdu leiknum með sívaxandi athygli til síð- asta atriðis. Bjarni Benediktsson hefir fyrst um sinn tekið við borgar- stjórastörfum í stað Péturs Halldórs- sonar, sem ekki treystist til að gegna embættinu um skeið vegna heilsubil- unar. Barnaverndarnefnd og bamaverndarráð hafa skorað á lögreglustjóra bæjarins að sjá um, að ákvæðum lögreglusamþykktarinnar um útivist barna á kvöldin sé dyggilega framfylgt. „Revýan“ ■ Forðum í Flosaporti, verður leikin í Iðnó annað kvöld. Er hún aukin og endurbætt frá því, sem var í fyrra, og færð til samræmis við „það ástand, sem nú ríkir“. Leikarar verða þeir sömu og áður. Nýja Bíó sýnir nú ameríska stórmynd, sem er í röð beztu mynda, er gerðar hafa verið á siðari árum. Myndin gerist í Ind- landi og er fylgt efni frægrar skáld- sögu eftir Louis Bromfield, „The Rain Came“. Leiðrétting. I grein Þ. Þ. sýslumanns um Jón Þórðarson kaupfélagsstjóra og konu hans, urðu tvær prentvillur. Stefán frá Hvítadal var brœðrungur Jóns (ekki bróðursonur) og kvæðið eftir Stefán, sem getið var um, heitir Jól (ekki Jón). Á krossgötum. (Framh. af 1. siðu) silfurbeðja) hefir verið reynt undan- farin ár og gefist vel. Blöðin má nota í spínats stað síðari hluta sumars og blaðstilkarnir eru einnig góðir til mat- ar. — DVOL kemur út fjórum sinnum á ári. Hvert hefti að minnsta kosti 80 lesmálssíður. Árgangur kostar 6 krónur. Dvöl hefir ekkert hækkað í verði, þrátt fyrir hækkað pappírsverð, aukinn prentkostnað og hækkað póstgjald. Frá upphafi hafa yfir 40 sögur eftir íslenzka höfunda og 230 þýddar sögur birzt í Dvöl. Þýddu sögurnar eru eftir 147 höf- unda af 20—30 þjóðernum, þar á meðal mörg frægustu skáld heimsins. í þeim hópi má telja Norðmennina Kielland, Lie, Bojer og Hamsun, Svíana Axel Munthe, Selmu Lagerlöf og Per Lager- quist, Danina Pontoppidan, Johs. V. Jensen og Andersen-Nexö, Finnana Sillanpaá og Pekkanen, Færeyinginn Heðin Brú, Þjóð- verjana Feuchtwanger, Sudermann og Hans Fallada, Austur- ríkismanninn Zweig, Frakkana Zola, Maupassant, Daudet og Barbusse, Rússana Tsjechov, Tolstoy, Dostoj evskij, Pusjkin og Maxim Gorki, Pólverjann Sienkiewicz, ítalana Pirandello og D’Annunzio, Englendingana Hardy, Galsworthy, Wells, Huxley og Somerset Maugham, Bandaríkjamennina Poe, Jack London, Mark Twain, O. Henry, Pearl S. Buck og svertingjann Langston Hughes, Indverjann Tagore, Ástralíumanninn Collins, Sýrlend- inginn Kahlil Gibran og Japanann Mori Ogwaí. GERIZT ÁSKRIFENDUR AÐ DVÖL. Áritun: DVÖL, pósthólf 1044, Reykjavík Röksemdir Árna Psilssonar. (Framh. af 2. síðu) , málstaðnum, að Árni frá Múla skuli gerast helzti formælandi fyrir hinum mótsagnarkenndu skrifum Sjálfstæðisflokksins um „svarta dauðann“. En hann mætti gjarnan rifja betur upp söguna um „svartadauðann" áður en hann skrifar næstu greinina um þessi mál. þeim haldið áfram með sama hætti og áður. Árásir Þjóðverja beinast aðallega gegn London, en árásir Breta gegn Berlín og hafnarborgum við Ermarsund og Norðursjó. Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Reykhús. — Frystihús. JViðursuðuverksmiðjja. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur. • ÚTBREIÐIÐ TÍMANNf 50 Róbert C. Oliver: Æfintýri blaðamannsins J ökulmælingar (Framh. af 1. síðu) arnir, sem hann veltir á undan sér. kúlu — eða heyra þytinn af einhverj- um hlut hjá eyranu á sér------. Hann vissi, að hann gat ekkert vopn- laus — en það voru möguleikar á því að hann gæti bjargað bæði sér, Lucy og skríninu, ef hann næði í hjálp.... Hann skotraði augunum til gluggans -----þessi leið var ef til vill fær. Hann hljóp að glugga, sem var í skugganum, opnaði hann hljóðlaust, stökk upp í gluggakistuna og út, með skrínið í hendinni. Hann kom niður í mjúkt blómabeð, og af mesta snarræði lokaði hann glugganum eftir sér; svo hljóp hann eins og óður maður út að veginum. Þegar hann var að gæta að bílnum sínum kom hann auga á annan, sem stóð i skugga af háum runna til hliðar við veginn. Honum kom strax í hug, að þetta væri bíll glæpamannanna. Hann ákvað að láta skeika að sköpuðu með það, tók upp hnífinn sinn og skar sundur eina leiðsluna, sem lá upp í skiptiborð- ið. Ef þrjótarnir þyrftu að flýja, urðu þeir þó að gera það á tveim jafnfljót- um. Síðan hljóp hann að sínum eigin bíl. Vélin fór strax í gang og hann ók af stað í áttina til borgarinnar, eins og elding. Þegar hann kom auga á lögregluþjón ók hann til hans og stöðvaði bilinn. — Komið samstundis með mér, hróp- aði hann. Það hefir verið brotizt inn í hús hérna rétt hjá. Við verðum að standa þá að verki. Lögregluþjónninn kom í hægðum sínum, kveljandi rólegur. — Ég er ekki að hugsa um að stela yður, herra lögregluþjónn, kallaði Bob og sagði til nafns síns. Flýtið yður, maður! .... Lögregluþjónninn skildi loksins, að hér var römm alvara á ferðum og steig upp í bílinn til hans. Bob ók eins og vitlaus maður til baka, og skýrði frá því á leiðinni, sem hann hafði séð. Bob Hollman var nógu hygginn til þess að nefna ekki eitt, og það var skrínið, sem hafði legið í brotnu skúff- unni, en nú var í vörzlum hans og lá í netinu, Tétt fyrir augunum á lögreglu- þjóninum, sem hafði tekið upp skamm- byssuna og sat með fingurinn tilbúinn á gikknum. Skömmu seinna voru þeir komnir til Bentley Road. Bob ákvað að aka ekki alveg að húsinu. Þeir stöðvuðu bílinn á hliðargötu skammt frá þjófabílnum, sem enn var á sínum stað. Bob og lög- regluþjónninn hlupu saman frá bakhlið hússins að aðaldyrunum. Allt var dauðaþögult og hvergi ljós. Ég átti nýlega tal við fjör- gamlan mann, Hjálmar Jónsson á ísafirði, sem er hér fæddur og uppalinn. Hann fullyrðir, að það muni hafa verið býli á Öldu- gili. Faðir hans, sem einnig var fæddur hér og uppalinn, sagði hann, að árið 1840 hefði hlaupið svo mikið vatn í árn- ar, að fara mátti á bát fram undir Öldugil og þá hafi áin rifið svo mikið til þarna, að á einum stað á eyrinni hafi komið í ljós viður, sem benti eindregið til, að þar hefðu bæjarhús stað- ið“. Samkvæmt rannsóknum Þor- valdar Thoroddsen gekk jökull- inn í Leirufirði svo mikið fram um 1840, að hann náði allt nið- ut undir Öldugil, en það er um 3 km. frá núverandi jökulsporði. Rmdindismál. (Framh. af 3. síðu.) skynsamlega og heppilega? Þarf nokkurn að furða, þótt stríð eigi sér stað í svo flónskum heimi? Pétur Sigurðsson. “GAMLA BÍÓ”-0-” Fíngralangur (DANGEROUS FINGERS) Ensk sakamálakvikmynd, tekin af Pathé Pictures. Aðalhlutv. leika: JAMES STEPHEN SON, BETTY LYNNE, LESKE STANDISH. TALMYNDAFRÉTTIR Börn fá ekki aðgang. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. nýja Bíó — Þegarregníðkom Amerísk stórmynd, gerð eftir hinni heimsfrægu samnefndu skáldsögu eftir Louis Bromfield. Aðalhlutv. leika: MYRNA LOY, TYRONE POWER, GEORGE BRENT. ! Sýnd kZ. 7 og 9. j LEIKFELAG REYKJAVIKUR „Logiini lielgi“ sjónleikur í þrem þáttum, eftir W. SOMERSET MAEGHAM. Frumsýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. — Böm fá ekki aðgang. Tilkynniiig: Srá 1 o S t v a r n a r nelnd. Skriístoía loftvarnarnefndar er flutt í Slökkvistöðína, Tjarnargötu 12. Skrifstofan er opín hvern virkan dag kl. 2--4 síðdegís. Sími 1100. L0FTVARNARNEFN3. Ný framleiðsla. Höfuin fyrirl i andi fína alullar karlmanns- sukka. scm unnir cru í mjög fullkomnum sjálf* virkum véluin. Eiiuiig nokkru grófari teg- und s. s. golfsokka og sporísokka. Frágangur allur er mjög vandaður. Hælar og tær úr f jórfiættu bandi. Sokkarnir eru með margvíslegum, smekkleg- um lituin. Sokkarnir fást í heildsölu hjá Sambandi ísl. samvinnuSélaga Sími 1080.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.