Tíminn - 12.10.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.10.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJ ÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu I D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Undargötu 1 D. Siml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Slmar 3948 og 3720. 24. árg. Reykjavík, laugardaglim 12. okt. 1940 98. blað Frá íiskiræktarmálunum Frásögn Olafs Sígurðssonar ráðunauís Ólafur Sigurðsson fiski- ræktarráðunautur er gest- komandi í bænum um þess- ar mundir. Hefir hann ferð- azt víða um land í sumar og unnið að fiskiræktarmál- unum. Meðal annars hefir hann ferðazt mikið um Dali og Strandir og Vestur- Skaftafellssýslu og farið kring um land og haft tal af þeim mönnum, sem búa í nágrenni við hafnirnar og aðstöðu hafa til fiskiræktar. Tíðindamaður Tímans hitti Ólaf að máli og leitaði frétta af ferðum hans og störfum og því, er við hefir borið á sviði fiski- ræktarinnar seinustu misseri. — Eitt af því, sem telja má til tíðinda, sagði Ólafur, er end- urreisn veiðifélagsins við Ölfusá og hliðarár hennar, er dæmt var ólöglegt í sinni fyrri mynd af hæstarétti. Sinnir veiðifélag þetta jafnframt fiskirækt og rekur tvær klakstöðvar, aðra í Alviðru í Ölfusi, en hina í Hvammi í Hrunamannahreppi. Var klakstöðinni í Hvammi komið upp í fyrra haust. Er hún næststærsta klakstöð á landi héT, og þar með á öllum Norðurlöndum, rúmar um tvær miljónir seiða. Hún var sem næst full af seiðum í vor er leið. Bændur, sem veiði eiga í Laxá i Þingeyjarsýslu, eru einn- ig komnir vel á veg með að stofna fiskiræktarfélag sín á meðal. Var þess brýn þörf, því að ánni liggur við auðn að laxi, svo mjög er gengið á stofninn. Laxveiði hefir yfirleitt verið í tæpu meðallagi í sumar, nema í Ölfusá' og vötnum þeim, sem í hana falla; þar veiddist vel. Með auknum skilningi fólks á því, hvað sé skaðlegt og hvað hyggilegt í aðbúðinni að fiski- stofninum í ám landsins, má vænta vaxandi fiskigengdar. í Undhbúa Þjóðverjar árás á Island? Frásögn Halvd. Kohts utanríkismálarádh. í ameríska blaðinu „New York Times“ birtist í gær viðtal við Halvdan Koht utanrikisráð- herra Norðmanna. í viðtalinu segir hann m. a., að Þjóðverjar dragi nú saman mikið lið í Norður-Noregi. Á- stæðan til þess sé annaðhvort sú, að þeir tortryggi Rússa, er löngum hafa haft • ágirnd á Norður-Noregi, ellegar þeir sé að undirbúa árás á ísland. Styður það síðarnefndu grun- semdina, að Þjóðverjar hafa dregið að sér mikinn skipakost þarna norður frá. Koht skýrði frá því, að Þjóð- verjar hefðu nú lítið lið í Suður- Noregi, en þar hefðu þeir haft mikið lið í sumar, og héldu þá flestir, að nota ætti það til árás- ar á England. Virðist hafa verið hætt við þá fyrirætlun. Mikið af þessu liði hefir nú verið flutt til Norður-Noregs. í amerískum blöðum er oft að því vikið, að Þjóðverjar hafi mjög augastað á íslandi, því að það myndi bæði gera þeim auð veldara að ráðast á England og siglingar Breta vestur um haf, ef þeir gætu haft bækistöðvar þar. Mörg amerísku blöðin telja það vafalaust, sökum framan- greindra ástæðna, að Þjóðverjar hefðu reynt að hertaka ísland í vor, ef Bretar hefðu ekki orðið fyrri til. þau tíu ár, sem ég hefi sinnt málefnum fiskiræktarinnar, hefi ég ef til vill lagt mest.á mig til þess, að sýna fólki fram á, hve óhyggilegt sé að halda áfram að urga upp seinustu bröndurnar í vatnsföllum, sem liggur við ördeyðu. Ef bjarga á fiskistofninum í þeim ám, sem mjög eru illa farnar, verður að alfriða þær, meðan hann er að rétta' ofurlítið við. Eitt af því, sem ég mun leggja mikla áherzlu á hin næstu ár, er að fá ýmsar smá- ár friðaðar, svo að bleikjustofn- inn geti aukizt og eflzt. Með laxárnar, sem leigðar voru Englendingum til stanga- veiði, hafa þau tíðindi gerzt í sumar, að vegna stríðsins hefir leigusamningum um margar þeirra verið riftað. Þær ár hefir verið leitazt við að fá leigðar innlendum mönnum, til að þeim yrði forðað frá netalögnum. Leiguna eftir sumar ánna hafa þó Englendingar haldið áfram að greiða, og eru þær nú alfrið- aðar að kalla. AÐALFUNDUR STJÓRNAR S.U.F. Aðalfundur stjórnar Sam- bands ungra Framsóknarmanna hefst hér i bænum næstkom- andi sunnudag. í aðalstjórn S. U. F. eiga fimm menn sæti, en á aðal- fundinum eiga sæti, auk þeirra, 23 fulltrúar einstakra héraða og kaupstaða. Aðalfundur stjórnar S. U. F. var í fyrra haldinn á Akureyri og vakti þá mikla athygli. Á þessum fundi verða rædd ýms landsmál, auk sérmála fé- laga ungra Framsóknarmanna og S. U. F. Sumir fulltrúarnir, sem sækja fundinn utan af landi, munu mæta á fundum þeim, sem S. U. F. boðar til í Árnes- og Rangárvallasýslum sunnudag- inn 20. þ. m. og skýrt var frá í seinasta blaði. Frá Norðurlöndum Aukin harðstjórn í Noregi Sænskl yfirhersliöfð- mglim sætir Iiurðri gagnrýni Frá Noregi berast stöðugt tíð- indi um. vaxandi mótstöðu al- mennings gegn ofbeldisstjóm nazista. Quisling virðist nú vera orö- inn áhrifamesti maður landsins. Þjóðverjar hafa þó ekki viljað gera hann að forsætisráðherra, sökum óvinsælda hans. Hefir því rússneska fyrirkomlagið verið tekið til fyrirmyndar. Stalin er foringi kommúnista- flokksins, en gegnir engu stjórnarembætti. Quisling gegn- ir heldur ekki neinu stjórnar- embætti, en .er foringi nazista- flokksins, sem er eini flokkur- inn, sem fær að starfa í landinu. Quisling er nú að reyna að koma á einskonar ríkisþingi, sem verður aðeins skipað naz- istum eða þeim, sem eru naz- istaflokknum hliðhollir. Það á að verða eitt fyrsta verk þessa þings, að samþykkja nýjan fána fyrir Noreg. Hvort þetta þing verður spegilmynd af vilja þjóð- arinnar má bezt marka af því, að í seinustu kosningum fengu nazistar alls um 20 þús. atkv. af á aðra miljón greiddra at- kvæða. Er það líka enn mjög tvísýnt, hvort Quisling tekst að koma slíku þingi á laggirnar, sökum fylgisleysis, og benda ýmsar fregnir frá Noregi í þá átt, að hann neyðist til að fresta þessum tilraunum sínum. Mótþróann gegn stjórn naz- ista má glöggt marka af því, að stöðugt er verið að banna fleiri blöð og handtaka fleiri og fleiri blaðamenn, ásamt ýmsum áhrifamönnum gömlu flokk- anna. Á mörgum stöðum á landinu er búið að koma upp sérstökum f angabúðum fyrir pólitíska fanga likt og gert var í Þýzkalandi eftir nazista- byltinguna. Meðal menntamanná eiga nazistar yfirleitt ekkert fylgi og hefir það m. a. orðið til þess, að (Framh. d 4. siðu) Kröíur Þjóðverja til Frakka Samanbnrðiir á kröfum Þjóðverja nú og kröf- um Frakka eftir seiimstu helmsstyrjöld Þjóðverjar ætla að láta her- teknu löndin greiða sjálf kostn- aðinn, sem hlýzt af dvöl þýzka setuliðsins þar. í „The Times“ 19. f. m. birtist grein um þessa kröfu Þjóðverja á hendur Frökkum. Fer hún hér á eftir í lauslegri þýðingu: Það er nú mögulegt að gera athyglisverðan og fróðlegan samanburð á þeim fjárhagslegu kröfum, sem Þjóðverjar gera nú á hendur Frökkum, og skaða- bótakröfum Fi'akka á hendur Þjóðverjum eftir seinustu heimsstyrjöld. Þjóðverjar krefjast nú að Frakkar greiði þeim 20 milj. marka á dag á meðan styrjöldin stendur yfir. Þetta eru ekki hinir endanlegu friðarskilmál- ar þeirra, heldur er þetta kostn- aðurinn við dvöl þýzka setu- liðsins í hinum hernumda hluta Frakklands, en Þjóðverjar telja Frökkum skylt að greiða hann. í þessari upphæð eru ekki fólgnar þær fjárhagslegu kröf- ur, sem ítalir munu gera. Sam- tals nema þessar greiðslur, sem Þjóðverjar ætla að láta Frakka inna af höndum meðan styrj- öldin varir, 7.300 milj. marka á ári. í sambandi yið þetta má minna á það, að i Versalasam- þykktinni 1921 voru skaðabóta- greiðslur Þj óðverj a ákveðnar 2.000 milj. marka fyrsta árið, en áttu að smáhækka og vera orðnar 6000 milljónir marka á ári eftir 11 ár. Þetta hámark hinna árlegu skaðabóta- greiðsla, sem Þjóðverjum bar að inna af hendi samkvæmt þessari samþykkt, var því 1.300 milj. marka lægra en það, sem Hitler heimtar nú af Frökkum. En í Dawes-samþykktinni 1924 voru skaðabótagreiðslurnar lækkaðar í 1.000 milj. marka á ári, en áttu að hækka næstu fjögur árin í 2.500 milj. marka og höfðu þá náð hámarki sínu. Þjóðverjar hafa þráfaldlega brennimerkt skaðabótakröfurn- A. KROSSGÖTTJM Uppsögn kaupsamninga. — Félagsskapur til styrktar lömuöu fólki. — Kvillar í garðjurtum. — Heyskapur í s andgræðslugirðingunum. — Eins og nýlega var skýrt frá hér í Tímanum ganga lagaákvæðin um dýr- tíðaruppbót verkafólks í verkalýðsfé- lögunum úr gildi um næstu áramót, en sé kaupsamningum ekki sagt upp tveimur mánuðum fyrir þann tíma, gilda þessi ákvæði hinsvegar áfram sem kaupsamningur með þriggja mán- aða uppsagnarfresti. Verkalýðsfélögin eru nú óðum að taka þessi mál til at- hugunar og má telja víst, að það verði niðurstaðan hjá þeim flestum eða öll- um, að óska nýrra samninga. Félag verksmiðjufólks í Reykjavík, Iðja, hef- ir þegar sagt upp sínum samningi, en Sjómannafélag Reykjavíkur hefir ákveðið að láta atkvæðagreiðslu fara fram um uppsögnina, og er talið víst, að hún verði samþykkt. — Þing Al- þýðusambands íslands kemur saman um mánaðamótin og verða þessi mál vafalaust tekin til nánari athugunar þar. Á þessi þingi Alþýðusambandsins mun eiga að gera það að ópólitísku og óháðu verkalýðssambandi og er ekki ólíklegt, ef samkomulag næst á þeim grundvelli, að það gæti samið fyrir hönd allra félaganna, sem segja upp samningum, en Atvinnurekendafélag- ið semdi þá fyrir atvinnurekendur. Með þessu móti myndi samningarnir vafa- laust ganga fyrr og greiðlegar. Hér í bænum er nú uppi hreyfing um að stofna félagsskap til hjálpar lömuðu fólki, sem á við mikla erfið- leika að stríða og lítinn kost verkefni og viðfangsefna við sitt hæfi, er orðið geti til afþreyingar og ef til vill ein- hverrar framfærslu. Hafa tólf merkir borgarar sent frá sér ávarp og heitið á almenning að bregðast vel við þess- um félagsskap og stuðla að því, að hann nái tilgangi sínum. Lömunar- sjúklingar munu nú vera nær 600 á öllu landinu. r r r Ingólfur Davíðsson magister hefir látið svo ummælt: — Myglu varð allvíða vart í sumar; en hún gerði lítið tjón, því að kuldamir háðu myglusveppunum eins og öðrum gróðri. Svo er víða farið að úða kartöflugrösin til varnar og vaxtaröryggis. Aftur á mótl bar tals- vert á stöngulveiki, einkum sunnan lands og mest í Eyvindi (Kerrs Pink). Það er erfitt að útrýma stöngulveiki alveg, en á hinn bóginn er hirðuleysi um að kenna ef hún nær verulegum tökum. Kálmaðkur var skæður eins og að undánförnu. En reynslan hefir sýnt, að vel má verja kálið fyrir honum með súblimati, carbókrimpblöndu eða tjörupappaplötum. Rófunum er erfið- ara að bjarga. Það er of dýrt að verja þær. Gulrætur eiga að geta komið í stað rófnanna á sýktu svæðunum, að minnsta kosti sunnan lands, og þar sem jarðhiti er. Kálmaðkurinn lætur gulrætur í friði. Banna þarf innflutn- ing gulróta, vegna hættu á því, að gulrótaflugan berist til landsins. — r r r Gunnarsholtsgirðingamar í Rangár- vallasýslu ná nú yfir lönd sjö jarða, Gunnarsholts, Brekkna, Reyðarvatns, Dagverðarness, Steinkross og Bolholts að mestu og Víkingslækjarlandið gamla, sem nú er talið til Þingskála og Kaldbaks. Gunnarsholt lagðist í eyði árið 1925 og var töðufallið þá 40—50 hestburðir hin síðustu ár, en útheysafli 200—300 hestburðir. í sumar var aflað 3400 hestburða af heyi í sandgræðslu- girðingunum, þar af 1900 í landi því, er fylgir býlunum Gunnarsholti, Hró- arslæk og Reyðarvatni, en 1500 í landi því, sem enn er í umsjá sandgræðsl- unnar. Sóttu tólf innansveitarbændur þangað slægjur, auk fólks úr Hafnar- firði. Á býlum þeim, sem eiga land innan sandgræðslugirðinganna, hefir sauðfé verið gert útlægt. Vegna hörguls á heimafengnu eldsneyti selja margir bændur hey til að geta keypt kol til éldsneytis. Líkar heyið vel og er vel kúgæft. í sandgræðslugirðingunum í Landsveit var einnig mikill heyskapur. í Stóru-Valla- og Klofagirðingum heyj- uðust 1300 hestburðir. Fjórtán menn sóttu þangað heyskap. Hefir þessi hey- skapur mikla þýðingu fyrir þá, sem hans njóta, þar sem á þessum slóðum er kindinni víða ekki ætlað meira fóður en einn baggi. í mörgum öðmm sand- græðslugirðingum í sýslunni hefir mik- ið verlð slegið. Er þó á ári hverju mikið af slægjum, sem eru ekki notaðar, í sandgræðslugirðingunum. Slægnagjald hefir verið 50 aurar á hvem hestburð. Petain marskálkur. ar eins og rán, en hver er það, sem nú er raunverulega staðinn að ráni? Það má heldur ekki gleyma því, að heildarupphæðin, sem Þjóðverjar greiddu, var 17.000 milj. mörk, en þeim tókst að fá 27.000 milj. marka að láni hjá Bandamönnum. Mismunurinn, 10.000 milj. marka, hefir ekki verið greiddur. Samanburðurinn verður enn gleggri með því að bera saman greiðslugetuna, sem byggist á útflutningi, íbúafjölda og fram- leiðslunni yfirleitt. Árið 1913 nam útflutningur Þjóðverja 10.000 milj. marka, en 1938 nam útflutningur Frakka 1.530 milj. marka. Árið Í918 var íbúatala Þýzkalands 58 milj., en 1939 var íbúatala Frakklands 42 milj. Gera má ráð fyrir að hinn óhertekni hluti Frakklands muni verða látin annast þessar greiðslur, en hann hefir ekki nema litið brot af framleiðslu- getu hins fyrra Frakklands. Hagskýrslur sýna, að skatt- tekjur af hinum óhertekna hluta Frakklands voru minni en 20% af heildar skatttekjum Frakklands 1934. Það má því reikna með, að landssvæði með einum þrítugasta af greiðslu- getu Þýzkalands 1913 muni verða gert skylt að greiða þrisvar sinnum meira en há mark þeirra ársgreiðslna (sem voru þó raunverulega . ekki greiddar), er gert var ráð fyrir í Dawes-áætluninni. Aðrar fréttir. Hin ákveffna framkoma Bret- lands og Bandaríkj anna í mál- efnum Austur-Asíu hefir orðið þess valdandi, að Japanir hafa talið hyggilegast að láta und- an síga í bili. Japönsku blöðin gera lítið veður úr opnun Burmabrautarinnar fyrir vopnaflutninga. Segja þau, að Japanir geti nú eyðilagt hana innan kínversku landamæranna með flugárásum frá Indó-Kína, en Frakkar hafa afhent þeim nokkra flugvelli þar. Það er sýnilegt, að Japanir óttast, að Bandarikin banni útflutning til þeirra. Japanski utanríkisráð- herrann hefir hvatt ameríska sendiherrann á fund sinn til að skýra honum frá, að þrívelda- samningnum sé ekki beint gegn hagsmunum Bandaríkjanna. Stjórn Banðaríkjanna hefir kvatt allt varalið Kyrrahafs- flotans til vopna og er hann nú fullskipaður. Öllum hernað- arviðbúnaði á Kyrrahafsströnd- inni er nú hraðað sem mest má og í sumum fylkjum þar er ver- ið að koma á fót heimavarnar- liði eftir brezkri fyrirmynd. í Washington hafa undanfarið verið miklar viðræður stjórn- málamanna um utanríkismál. Sendifulltrúar Bandaríkjanna í Berlín og Róm hafa verið kvaddir heim og verða ekki (Framh. d 4. siðu) A víðavangi TUNGUR TVÆR. Hér í blaðinu hefir íðulega verið sýnt fram á þá kynlegu starfshætti Sjálfstæðisflokks- flokksins að hafa tvær eða fleiri stefnur í sama málinu til þess að geta smjaðrað fyrir öllum. Þetta kemur t. d. mjög greini- lega fram í deilum þeim, sem nú hafa átt sér stað um hækk- un kjötverðsins. Áður en kjöt- verðlagsnefnd ákvað haust- verðið, bárust henni áskoranir frá jþremur þingmönnum Sjálf- stæffisfiokksins um að hafa kjötverffiff hærra en þaff var á- kveffiff. Þessir þingmenn voru Jón Pálmason, Pétur Ottesen og Þorsteinn Þorsteinsson. Ef að vanda lætur munu nú þessir fulltrúar íhaldsins í sveitakjör- dæmum áfellast Framsóknar- flokkinn harðlega fyrir að hafa ekki beitt sér fyrir meiri hækk- un kjötverðsins á sama tíma og Reykj avíkurblöð flokksins hafa ekki nógu sterk orð í fór- um sínum til að lýsa því níð- ingslega okri, sem neytendur bæjanna séu beittir með hækk- un kjötverðsins. Það má mikið vera, ef íhaldinu verður ekki hált á því, þegar það birtist jafn augljóslega, að það hefir ‘ tungur tvær og talar sitt með hvorri. MILLILIÐIRNIR OG DÝRTÍÐIN. Árni frá Múla hefir látizt vera mjög fjandsamlegur mikilli dýr- tíð, þegar hann hefir verið að tala um verðlagið á landbúnað- arafurðunum. Flestum hefir fundizt þetta nokkuð kynlegt, því að milliliðirnir eiga sinn drjúga þátt í dýrtíðinni og allir vita, að Árni er þeirra þj ónustuvilj ugur skósveinn til hvers,_ sem vera skal. Þessi láta- læti Árna afhjúpast líka í Vísi síðastliðinn fimmtudag. Þá ræðst hann með miklum móði á Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis. Og fyrir hvað? Fyrir það að hafa með haustmarkaði sínum lækkað milliliðakostnað- inn á innlendum vörum og fyrir það að hafa haft forgöngu í verðlækkun á kornvörum og sykri um seinustu mánaðamót. Þetta er hið raunverulega til- efni árásarinnar, þótt Ámi reyni að fimbulfamba um ým- islegt annað, sem hann álítur að geti orðið félaginu til tjóns. Bæði þessi verk félagsins draga vitanlega talsverðan spón úr aski kaupmannanna, en þau minnka dýrtíðina. Þetta lýsir vel hinni raunverulegu stefnu Árna frá Múla og skoðana- bræðra hans. Hún er í stuttu máli þessi: Það má ekki minnka dýrtíðina, ef það skerðir hlut milliliðanna og til þess að óá- nægjan yfir okri þeirra verði ekki mjög mikil, verður að vera lágt verð á landbúnaðarvör- um. Það á að halda dýrtíðinni í skefjum á kostnað bændanna en ekki milliliðanna. SKIPULAG FARÞEGAFLUTN - INGA MEÐ BIFREIÐUM. Hér í blaðinu hefir oft verið sýnt fram á með skýrum dæm- um, að skipulag fólksflutninga með bifreiðum hefir víða verið brotið niður eftir kröfum Stein- dórs Einarssonar, og í skjóli at- vinnumálaráðherra.Ólafs Thors. Eftir ýmsum leiðum ganga tveir bílar á sama tíma, þegar einn nægir, og fara þannig mikil verðmæti forgörðum. Maður austan úr sveitum skrifar blað- inu nýlega um þetta á þessa leið: „Ég fór frá Selfossi til Reykjavíkur 27. september s. 1. með Páli Guðjónssyni á Stokks- eyri. Með bifreiðinni voru 14 farþegar. Ýmist á undan eða eftir Páli var Steindórsbíll með þrjá farþega. Hvorttveggja voru þetta 22 manna bifreiðar. Við vorum undrandi yfir þessu skipulagsleysi. Hlutföllin flesta (Fravih. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.