Tíminn - 12.10.1940, Side 3
98. blað
TÍMEVN. langardaginm 12. okt. 1940
391
ÍÞRÓTTIR
Sumlmót.
Sundmeistaramót íslands var
háð í sundhöllinni 7. og 9. októ-
bermánaðar. 7. október urðu
úrslit sem hér segir:
í 100 metra sundi karla,
frjálsar aðferðir, urðu úrslitin
þau, að fyrstur varð Logi Ein-
arsson (Æ) 1:06.5, Stefán Jóns-
son (Á) 1:07.9, Rafn Sigurjóns-
son (KR) 1:10.5, Guðmundur
Guðjónsson (Á) 1:10.7.
í 100 metra baksundi karla
urðu úrslitin:
Hermann Guðjónsson (Á) 1:
31.0, Pétur Jónsson (KR) 1:31.6,
Guðmundur Þórarinsson (Á)
1:33.0.
í 100 metra sundi drengja,
frjálsri aðferð, urðu úrslitin:
Lárus Þórarinsson (Á) 1:10.5,
Sigurgeir Guðjónsson (KR)
1:10.6, Benny Magnússon (KR)
1:25.5.
í 200 metra bringusundi
kvenna setti Þorbjörg Guðjóns-
dóttir (Æ) nýtt met, 3 mín. 26.4
sek.
í 200 metra bringusundi fóru
leikar svo:
Sigurður Jónsson (KR) 3:2.0,
Magnús Kristjánsson (Á) 3:9.5,
Sigurjón Guðjónsson (Á) 3:9.6.
í boðsundi, 4X50 metrar, vann
Ægir á 1 mín. 57.9 sek., A-sveit
Ármanns 2:1.6 mín. Jafnar urðu
B-sveit Ármanns og K-R á
2:5.9 mín.
Hinn síðarí dag hófst sund-
keppnin á 400 metra bringu-
sundi karla. Sigurvegari var
Sigurður Jónsson (KR) á 6 mín.
30.9 sek., en annar Sigurjón
Guðjónsson (Á) á 6 mín. 38 sek.
í 400 metra sundi karla, frjáls
aðferð, sigraði Logi Einarsson
(Æ) á 5 mín. 53.5 sek., annar
var Guðbrandur Þorkelsson (K
R) á 6 mín. 9.8 sek. og þriðji
Lárus Þórarinsson (Á) á 6 mín.
18.4 sek.
í 100 metra bringusundi
drengja innan 16 ára aldurs
varð hlutskarpastur Einar Da-
víðsson (Á) á 1 min. 35.1 sek.,
annar Jóhann Gíslason (KR)
á 1 mín. 38.2 sek. og þriðji
Gunnar Ingvarsson (KR) 1 mín.
42.1 sek.
í 3X100 metra boðsundi sigr-
aði sveit manna úr Ægi á 3 mín.
50.8 sek., næst var A-sveit K.R.
á 4 mín. 3.4 sek. og þriðja A-
sveit Ármanns á 4 mín. 5.9 sek.
Loks gerðu þær Þorbjörg
Guðjónsdóttir (Æ) og Stein-
unn Jóhannesdóttir (Þór) til-
raun til að setja met í 100 metra
bringusundi. Var íslandsmetið
1 mín. 37.5 sek., og tókst báðum
stúlkunum að ná mun betri
tíma. Var Þorbjörg 1 mín. 33.8
sek. og Steinunn 1 mín. 35.3 sek.
að vekja frekari athygli á
tveímur góðum tillögum, sem
fram hafa komið. Mér finnst að
þessi mál séu sérstaklega heppi-
leg viðfangsefni fyrir happ-
drættið. Hvorttveggja eru þetta
framtíðarmál, sem styðja þjóð-
arheill og almanna hag, án þess
að draga fram einkahagsmuni
nokkurra.
Sennilega myndi það fé, sem
frá happdrættinu kæmi til
skógræktar, að verulegum
hluta verða notað af kaupstöð-
unum. Það færi til að bæta
uppeldisskilyrði unglinganna
þar og auðga bæjarfélögin.
Hitt, sem til heimavistarskóla í
^sveitum gengi, yrði hins vegar
eingöngu til þess að bæta upp-
eldisskilyrði þar. Hvorttveggja
miðar til þjóðarþrifa og er
fyrst og fremst allra gagn.
Það er því ástæðulaust að met-
ast um það, hver hafi mest
gagn af þessu. Aðalatriðið er
það, að allir mega vel við una,
— allir, sem unna íslenzkTi
þjóð og íslenzkri menningu.
Ef til vill er það þó ágætast
við þessar tillögur, að með
framkvæmd þeirra yrði mikill
kraftur leystur úr læðingi. Sú
forysta, sem skapaðist í þessum
efnum, og þau fjárframlög, sem
hér er rætt um, myndu glæða
margvíslega þá starfsemi, sem
innt er af höndum vegna þess-
ara hugsjóna. Hér yrði örvandi
hönd rétt á móts við þúsundir
umbótamanna og þeir myndu
taka glaðir og starfsfúsir á
móti. Þannig myndi þetta fé
bera margfalda ávexti.
Halldór Kristjánsson.
A N N A L L
Dánardægnr.
Einar Jónsson frá Brimnesi
er borinn til moldar í dag. Allir
Skagf'irðingar þekktu Einar í
Brimnesi. Þar bjó hann allan
sinn búskap, og við þann bæ var
hann jafnan kenndur, eftir að
hann brá búi.
Einar var fæddur 29. júlí 1865,
að Tungu í Fljótum. í Fljótum
ólst hann upp, og naut lítillar
tilsagnar í æsku, eins og þá var
títt með börn í sveit. Ungur
fluttist hann sem vinnumaður
í Brimnes, og þar giftist hann
eftirlifandi ekkju sinni, Mar-
gréti Símonardóttur, og reistu
þau þar bú.
Rausn og myndarskapur
Brimnesheimilisins var héraðs-
þekkt. Þar var hver hlutur á
sínum stað. Frábær reglusemi
og hirðusemi setti svip sinn á
heimilið strax og gesturinn reið
í hlaðið. Og þegar húsbóndinn
hafði boðið hann velkominn og
fylgt honum í bæinn, þá bar allt
ihnanhúss vott um sömu reglu-
semina og myndarskapinn. Það
var auðséð, að þar voru maður
og kona samhent í því að gera
garðinn frægan. Heimilið var
stórt og mannmargt. Hjúin þau
sömu árum saman, og sýndi það
bæði hve mikils þau virtu hús-
bændurna og hve vel húsbænd-
unum var það lagið, að stjórna
svo að á heimilinu væri einn
vilji, eitt áhugamál, það að
vinna að sóma og velferð heim-
ilisins.
Einar var mikið riðinn við
sveita- og sýslumál. í sýslu-
nefnd sat hann lengi, og í
hreppsnefnd var hann mörg ár.
Hreppstjóri var hann fjölda
ára. Einar var viljasterkur og
þrautseigur við þau mál er hann
tók að sér, og því notaðist vel
að kröftum hans bæði í sveit-
ar- og sýslumálum. Vinfastur
og trygglyndur var Einar, svo
þar bar hann af. Samvizkusem-
in var frábær, enda var Einar
trúmaður.
Nú er hann horfinn venju-
legum sjónum vorum. En minn-
ingin um hann lifir meðal okk-
ar, sem eftir erum, og sem bráð-
um eigum sjálfir að hafa vista-
skipti og fá að starfa með hon-
um á öðrum sviðum að okkar á-
hugamálum.
Páll Zóphóníasson.
Nauðsynlegar aðgerðir
(Framh. af 2. síSuJ 6
ættum við á nokkum hátt að
ráða fram úr þvl vandamáli
sambýlinga okkar, sem skapast
af því, sem í öndverðu var sagt,
að það væri ekki gott að mað-
urinn sé einn. Þetta er tvímæla-
laust þeirra eigið vandamál, sem
við getum aldrei, beint eða ó-
beint, gengizt undir að leysa.
Þetta ber hverjum heilskyggn-
um íslendingi að halda fast við,
unz fullur skilningur er feng-
inn, hvernig sem vesalingar
okkar kunna að láta sér í því
tilefni, hvort heldur af ótömd-
um fýsnum eða ábatavon lægstu
tegundar.
* * *
Við erum meira en 30 sinnum
minni en smáþjóðin, sem við
vorum í sambandi við til 10.
apríl í vor. Það er þá líka ó-
hugsandi, að hvor aðilinn sem
er, við og setuliðið, þurfi nokk-
urn tíma að berjast sem heild
fyrir líkamlegu lífi sínu í sam-
búðinni. En auk þess, sem
við íslendingar verðum að
berjast fyrir þjóðernislegri heil-
brigði, þurfum við báðir, hvor á
sinn hátt, að berjast fyrir orð-
stír okkar, sem góðir drengir
hafa jafnan dýrar metið en lífið
sjálft. Og það er kannske ekki
fráleitt, að Bretum hljóti að
vera því dýrmætara að ekki
falli á orðstír þeirra í sambúð-
inni við okkur í þessum efnum,
sem við erum minni hinum öðr-
um, sem smæstir eru. Við viljum
líka treysta þeim til að skilja
það, að fegursta umgerðin, sem
þeir geta fengið umþann orðstír,
sem þeir leifa hér eftir burtför
sína, eru íslenzk góðra drengja
hjörtu, og að sú umgerð verður
aldrei sniðin eða rist með er-
lendum sverðum, heldur með
stöðugri nærgætni í sambúð, sem
þrátt fyrir alla velvild er svo
viðkvæm, að þeim hlýtur að
vera það ljóst, að jafnvel í aug-
i: Enda þétl
menn greini á um gildi og tilverurétt einstakra greina
i \ hins lnnlenda iðnaðar, hljóta allir að vera á einu máli
1 * um að sú iðjustarfsemi, sem notar innlend hráefni til
i, framleiðslu sinnar, sé ÞJÓÐÞRIFA FYRIRTÆKI.
' I Verksmíðjur vorar á Akureyri
|| Gefjun og Iðaim,
eru elnna stærsta skrefið, sem stigið heflr verið I þá
i > átt, að gera framleiðsluvörur landsmanna nothæfar
1 ’ fyrir almenning.
|| G e f j u n
o vinnur úr ull fjölmargar tegundir af bandi og dúkum
’ ’ til fata á karla, konur og börn og starfrækir sauma-
(, stofu á Akureyri og í Reykjavík.
o Iðunn
1 ’ er skinnaverksmiðja. Hún framleiðir úr húðum, skinn-
(, um og gærum margskonar leðurvörur, s. s. leður til
' > skógerðar, fataskinn, hanskaskinn, töskuskinn, loð-
\ | sútaðar gærur o. m. fl.
Starfrækir fjölbreytta skógerð og hanskagerð.
|| í Reykjavík haSa verksmíðjurn-
|; ar verzlun og saumastofu við
Aðalstræti.
Samband ísl. samvínnufélaga.
Allir þeir,
sem annazt hafa innhelmtn fyrlr Tímaiin á
yfirstandandi ári, eru vinsamlega Iieönir að
senda skilagreinar svo fIjótt sem unnt er og
í síðasta lagi um nýár.
INNHEIMTA TÍIHMS.
Skapar sveítafólkið
dýrtíðína
(Framh. af 2.slOuj
stofum í haust sem leið. Leng-
ur mátti ekki bíða með þá
kauphækkun í dýrtíðinni.
Það er að visu rétt, að rit-
stjórn Mbl. hefir af og til ritað
mjög skynsamlega almennar
hugleiðingar í blað sitt, um að
dýrtíðin mætti ekki hækka. En
þegar hinar stóru kröfur hafa
verið gerðar, eins og hin óvenju-
lega kauphækkun á skipastól
landsins, þá hefir Mbl. þagað,
og þannig veitt hækkuninni
hinn mesta stuðning. Allt öðru-
vísi var tekið á þessum málum
í Englandi. Þar fá sjómenn ekki
hærra kaup en aðrir lands-
menn. Þar er sagt, að þjóðin sé
öll í hættu, og eiginn eigi að
græða á stríðinu.
En degi áður en Mbl. birti þá
grein, sem fyrr er vitnað til,
segir í ritstjórnargrein:
„Á næstu áramótum hlýtur
leysi um, að unt sé að hafa
hemil á dýrtíðinni. Eftir mið-
vikudagslestur blaðsins á allt
kaup að hækka um 100%. Blað-
ið segir, að þetta ástand eigi
að hefjast um áramótin. Það
vill hafa þá framsýni, að láta
nefnd starfa hvíldarlaust fram
að þeim tíma, til að reikna út
svo að segja daglega hvað mikið
dýrtíðaruppbótin á að hækka
hjá fólki, sem tekur kaup í
peningum.
Mbl. ætti að endurskoða mið-
vikudagsboðskap sinn, áður en
lengra er farið. J. J.
Ungan, einhleypan mann í
góðri stöðu, vantar 1 herbergi
eða tvö samliggjandi, nú þegar.
Þarf að hafa aðgang að síma.
Tilboð sendist afgr. blaðsins
merkt „L 1940.“
56
Revkjavík - Ákurevri
Hraðferðir alla daga.
Bifreiðastöð Akureyrar.
Bifreiðastöð Steindórs.
# Ú T B R E I Ð I Ð TÍMANN #
Röbert C. Otiver:
Æfintýri blaSamannsinS
Bá
allt kaupgjald að hækka í réttu
hlutfalli við dýrtíðina, og þann-
ig áfram, að kaupgjaldið fylgi
jafnan dýrtíðinni. Úr því sem
komið er, er ekki til neins að
spoma við þessu.“
Síðan heldur blaðið áfram:
„Auðvitað verður ekki hjá þvf
komizt, að kaupgjaldið fylgi
dýrtíðinni fastara eftir frá ára-
mótum.“
Ritstjórn Mbl. hefir ekki séð
neina verulega hættu af dýr-
tíðinni, fyr en mjólk og kjöt
hækkuðu í verði. Allar hinar
aðrar hækkanir hafa að því er
virðist farið fram hjá blaðinu,
og ekki vakið hjá þvi neinn ugg.
En þegar aðal söluvörur bænda
hækka bæði utanlands og inn-
an, þ^ æsir þessi einfalda stað-
reynd Vísi og eigendur hans
gersamlega, og skapaT hjá for-
ráðamönnum Mbl. algert von-
um þeirra manna, sem bezt vilja
skilja og afsaka, þolir hún ekki
annað eins áfall aftur og þá
óheimlegu árás, sem nýlega var
framin á tvær vamarlausar
konur á Akureyri.
Sigfús Halldórs frá Höfnum.
fólkinu þarna í sjúkrahúsinu fannst
það ósköp eðlilegt af ungum manni,
sem hafði bjargað ungri stúlku svo að
segja úr dauðans greipum.
Þegar hún opnaði augum, var hann
það fyrsta, sem hún sá — og við það
að sjá andlit hans, sem hún hafði séð
nokkrum sinnum fyrr — í bílnum, á
flugaferð frá slysstaðnum við Croydon
til sjúkrahússins, varð hún enn ruglaðri
og örvæntingarfyllri.
Læknirinn hafði gætur á henni, en
áleit ástandið ekki alvarlegt, sem betur
fór.
Þegar hún endurtók óttaslegin spurn-
ingu sína um það, hvað hefði skeð —
benti læknirinn henni til gestsins, sem
sat hjá rúmi hennar. Bob gaf henni
þær upplýsingar, sem hann gat. Ósjálf-
rátt hafði Lucy fengið mikið traust á
þessum unga manni, og hann svaraði
líka spurningum hennar af mikilli al-
úð og einlægni.
Ef til vill hefði hún verið fámálli og
dulari við hann, ef hún hefði vitað, að
Bob Hollman hafði í samtölum sínum
við lögregluna og John Taylor frá
Scotland Yard, vandlega gætt þess að
skýra aðeins frá því, sem hann taldi
að allir mættu vita af þvi, er skeð
hafði í sambandi við innbrotið. En
hann hafði ekki minnst á skrínið,
fóru út úr bílnum hafði hann gleymt að
taka straumlykilinn úr — — og nú
óku fantarnir burt i hans eigin bíl.
Hann var viti sínu fjær af vonzku —
— þessir tveir glæpamenn óku burt með
Lucy í hans eigin bíl.
Hann snéri sér við, og hljóþ heim að
húsinu til þess að hringja á lögreglu-
stöðina — allt vald í heiminum, aílar
mótorhjóladeildir skyldu af stað — ail-
ar lögreglustöðvar skyldu vinna að
leitinni, allir sofandi lögregluþjónar í
Englandi skyldu vakna--------
Hann datt um eitthvað, sem lá á
jörðinni hjá einu trénu. Hann rak upp
skelfingaróp og reis á fætur og starði á
líkama Lucy, sem lá hreyfingarlaus
með handleggina teygða frá sér og
andlitið grafið niður í gulnuð, visin
laufin.
Hann kallaði til lögregluþjónsins og
skipaði honum að hringja til lögreglu-
stöðvarinnar, meðan hann fór að
stumra yfir hinni meðvitundarlausu
stúlku.
Lögregluþjónninn sá strax að síminn
var ónýtur. — Þrjótarnir hafa klippt
þráðinn sundur áður en þeir fóru.
Þeir voru sloppnir. Nokkrar mínútur
var nægur tími fyrir þá til undankomu
— í hraðskreiðum bíl — og sjálfir höfðu
þeir engin tæki til þess að elta þá.