Tíminn - 12.10.1940, Side 4

Tíminn - 12.10.1940, Side 4
392 TfMITCN, langardaginn 12» okt. 1940 98. blað Faðir minn Rósinkrans A. Rósinkransson andaðist að heimili sonar síns í Stykkishólmi, aðfaranótt 11. þ. m. F. h. mína og annara aðstandenda. GUÐLAUGUR RÓSINKRANZ. Kvenlögregluþ j ónar Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar- innar verða tveir kvenmenn ráðnir í lögreglnliðið í Reykjavík. Umsóknir ásamt meðmælum og öðrum upplýs- ingum skulu sendar lögreglustjóran- uin í Reykjavík fyrir 1. nóv. n. k. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 11. október 1940. AGIVAR KOFOED-llANSEN. The World’s News Seen Through the Christian Science Monitor An International Daily Newsþaþer is Truthful—Constructive—Unbiased—Free from Sensational- ism — Editorials Are Timely and Instructive and Its Daily Features, Together with the Weekly Magazine Section, Make the Monitor an Ideal Newspaper for the Home. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Price $12.00 Yearly, or $1.00 a Month. Saturday Issue, including Magazine Section, $2.60 a Year. Introductory Offer, 6 Issues 25 Cents. Address- SAMPLE COPY ON REQUEST tlR BÆNUM Æskulýðsfundur í Gamla Bíó. Helztu seskulýðsfélögin í Reykjavík boða til almenns æskulýðsfundar f Gamla Bíó á morgun. Hefst fundur þessi kl. 2,30. Pélög þau, sem að fund- inum standa, eru Glimufélagið Ár- mann, Farfugladeild Reykjavíkur, Knattspymufélagið Pram, Félag ungra Framsóknarmanna, Heimdallur, í- þróttafélag kvenna, íþróttafélag Reykjavikur, Félag ungra jafnaðar- manna, Kvenskátafélag Reykjavíkur, Knattspyrnufélag Reykjavíkur, Skáta- félag Reykjavíkur, Knattspyrnufélagið Valur og Ungmennafélagið Velvakandi. Fundurinn hefst með því, að leikin verða íslenzk þjóðlög, en síðan flytja ræður Guðjón Baldvinsson, Þórunn Magnúsdóttir, Jóhann Hafstein, Jón Emil Guðjónsson og Erlendur Péturs- son. Að loknum ræðum verða ályktan- ir bomar fram til afgreiðslu. Með fundi þessum á að marka sameiginlega af- stöðu æskulýðsins í Reykjavík til hins útlenda herliðs hér. Samsæti. Stefán Jóh. Stefánsson utanríkis- málaráðherra hélt Vilhjálmi Þór og frú samsæti í gærkveldi í viðurkenningar- skyni fyrir störf hans sem fyrsta ræð- ismanns íslands I Bandaríkjunum. Esja. Samkvæmt tilkynningu frá utanrík- ismálaráðuneytinu er Esja nú komin frá Petsamo til enski-ar eftirlitshafnar. Óvíst er hversu lengi hún verður þar. Afmæli. Jóhanna Sigríður Guðmimdsdóttir, Traðarkotssundi 3, veröúr 70 ára á sunnudaginn. Jóhanna hefir verið dugnaðarkona hin mesta, lífsglöð og bjartsýn, þótt efnin hafi aldrei verið mikil, og notið vinsælda allra, sem henni hafa kynnst. Munu henni áreið- anlega berast margar hugheilar árn- aðaróskir á afmælisdag.nn. Þ. Kvenlögregluþjónar. Ríkisstjómin hefir ákveðið og lög- reglustjórinn í Reykjavík auglýst, að taka skuli tvo kvenlögregluþjóna í lög- reglulið Reykjavikur. Séra Ragnar Benediktsson messar í fríkirkjunni á morgun kl. 5. Sakadómarinn í Reykjavík hefir óskað þess getið, að upplýszt hafi við réttarrannsókn út af nauðgun, sem talið var að brezkur hermaður hefði ætlað að fremja á stúlku einni á gatnamótum Njarðar- götu og Hringbrautar aðfaranótt 19. sept., að um slíkt eða tilraun til slíks hafi ekki verið að ræða. Leikfélag' Reykjavíkur sýnir leikritið Loginn helgi, eftir W. Somerset Maugham annað kvöld. — Frumsýning var síðastliðinn miðviku- dag fyrir fullu húsi, og fékk leikurinn hinar beztu viðtökur. Leiðrétting. í grein G. J., Nýbreytni í verzlunar- háttum, í síðasta þriðjudagsblaði, féllu niður í prentun nokkur orð úr setn- ingu. Málsgreinin leiðrétt er þannig: Og gefur þar að líta helztu afurðir inn- lendar til sjávar og sveita, þær sem bezt eru fallnar til vetrargeymslu, svo sem saltfisk allskonar, harðfisk, garðmeti, kjöt og slátur. Hreinar léreftstnsknr kaupir Prentsmiðjan Edda Lindargötu 1 D. SYNGJUM OKKUR SAMAN! Munum að hafa Vasasöngbók- ina alltaf með okkur á allar- Aukin harðstjórn (Framh. af 1. siöu) stúdentafélagið í Oslo hefir ver- ið bannað og eignir þess gerðar upptækar, enda þótt svo sé fyr- irmælt í lögum félagsins, að eignir þess skuli renna tihhá- skólans, ef það hættir störfum. Nokkuð er farið að bera á Gyðingaofsóknum na2;ista og hafa þeir fest upp viðvörunar- spjöld á sumar verzlanir Gyð- inga. Árangurinn hefir orðið öfugur, því að þessar verzlanir hafa síðan fengið stórum auk- in viðskipti. Hefir almenningur þannig mótmælt ofsóknum nazista á greinilegan hátt. Hins- vegar hafa verzlanir og aðrar stofnanir, sem nazistar ráða yfir, orðið fyrir margvíslegum óþægindum. Viðskipti við þær hafa minnkað, rúður verið brotnar, skrifaðar á þær skammir um nazista o. s. frv. Nazistar hafa gert upptækar eignir allra helztu stjórnmála- manna Noregs eins og t. d. allra ráðherra í Nygaardsvoldsstjórn- inni, Hambros stórþingsforseta og Mowinckels formanns vinstri flokksins. Þá er stjórn nazista byrjuð á því, að „hreinsa til“ meðal em- bættismannanna. Þeir, sem ekki játa fyllstu undirgefni, eru ýmist sviftir embætti eða gettir í lægri embætti. í Svíþjóð hefir það vakið mikla gremju, að Thörnell, yf- irhershöfðingi sænska hersi'ns, irhershöfðingi sænska hersins hefir þegið heiðursmerki frá þýzku stjórninni. Göteborgs Sjöfarts- och Handelstidning hefir verið bannað um stundar- sakir fyrir skrif sín um þetta mál. Annað Gautaborgarblað kemst svo að orði um þennan atburð: Hvað eigum við að hugsa um þann yfirhershöfð- ingja, sem þiggur heiðursmerki frá þjóð, sem hefir ráðizt með her inn í Noreg og Danmörku? Bræðrabönd okkar og þessara landa eru svo sterk, að það, sem gert er á hlut þeirra, er einnig gert á hlut okkar. Aðrar frétÉir. (Framh. af 1. síðu) sendir þangað aftur. Er þetta talið svar við þriveldasamn- ingnum. Bandaríkin hafa eng- an sendiherra haft í Berlín síð- an haustið 1938, er hann var kvaddur heim til að mótmæla Gyðingaofsóknunum, og engan sendiherra í Róm frá þeim tíma, er ítalir fóru í styrjöldina. Sjálfstæðisdagur kínverska lýðveldisins var haldinn hátíð- legur síðastliðinn fimmtudag. Chiang Kai Shek flutti ræðu, þar sem hann lýsti yfir áfram- haldandi baráttu Kínverja, unz Japanir væru flæmdir úr landi. Roosevelt forseti sendi Chiang Kai Shek heillaóskaskeyti í til- efni af sj álfstæðisafmælinu og árnaði kínverska lýðveldinu allra heilla. — í Kína og Ind- landi hefir opnum Burmabraut- sæti Chamberlains i brezku stríðsstjórninni. Jafnframt hafa Bevin verkamálaráðherra og Kingsley Wood fjármálaráð- herra fengið sæti í stríðsstjórn- inni. Er hún nú skipuð fimm íhaldsmönnum (Churchill, Hali- fax, Beaverbrook, Anderson, Wood) og þremur jafnaðar- mönnum, (Attlee, Greenwood, Bevin). John Anderson hefir tekið við starfi Chamberlains sem formaður leyndarráðs kon- ungs, og hefir Herbert Morrison verið tilnefndur innanríkis- og öryggismálaráðherra i stað Andersons. Samhliða Chamber- lain hverfur Caldecote lávarð- ur (hét áður Thomas Inskip) af sviði stjórnmálanna og verður Cranborne lávarður samveldis- ráðherra í stað hans. Caldecote verður hæstaréttardómari. Cranborne var aðstoðarutan- ríkismálaráöherra i tíð Edens og var harður andstæðingur Cham- berlainsstefnunnar í utanríkis- málum. Fleiri þýðingarminni breytingar hafa orðið á stjórn- inni. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir i LANDSSMIÐJUNNI. Á víSEavangi. (Framh. af 1. síðu) dagana kváðu vera svipuð þessu. Páll hefir ekið þessa leið um langan tíma og hlotið vinsældir okkar, sem þurfum að ferðast þarna á milli. Síðari ár annað- ist hann leiðina einn og fannst okkur það hin mesta hagsýni, því að flesta dagana voru far- þegarnir aðeins í einn bíl, en annar bill við hendina, ef með þurfti. En mér er sagt, að þetta hafi breytzt með ráðherradómi Ólafs Thors. Eruip. við þess vegna að velta því fyrir okkur, hvort þetta sé ein af sparnað- araðferðum Ólafs Thors, eða undanlátssemi við yfirgangs- saman flokksbróður. En fólkið, sem ferðast, hefir þarna fellt sinn dóm og mun áreiðanlega halda áfram að gera það.“ ALÞÝÐUBLAÐIÐ OG TEKJUR SJÓMANNA. Alþýðublaðið fékk nýlega geð- vonzkukast, þegar á það var bent með glöggum rökum, hve hagur þeirra sjómanna, sem störfuðu við samvinnuútgerð eða höfðu hlutaskiptafyrir- komulag, varð langbeztur á síld- veiðunum í sumar. Alþýðublaðið virðist ekki sjá önnur framtíð- arúrræði fyrir sjómenn en vera þjónar atvinnurekenda og þurfa að standa í stöðugum kaup- samningum og verkfallsbaáttu. En þrátt fyrir þær fortölur eru meiri líkur til þess, að sjómenn kjósi að fá allt, sem þeir afla, heldur en að gjalda fáum at- vinnurekendum hluta af því, hvort sem þeir heita Sjálf- stæðis- eða Alþýðuflokksmenn. Þeir vilja heldur vera sjálfstæð- ir framleiðendur en þjónar. Eymd Alþýðufl. er líka bezta sönnun þess, að verkfallsstefn- an er ekki eilíft úrræði. En þar sem blaðið telur sig vera mál- svara „sjávarbúa“, verður það ekki skilið á annan hátt, en átt sé við þær lífverur, sem í sjón- um búa, t. d. þorska, hákarla, grásleppna o. s. frv. Væntan- lega eiga þessir „sjávarbúar" ekkert skylt við Alþýðuflokkinn, svo að hann af þeim ástæðum þurfi að gerast málsvari þeirra. Mnnið að tilkynna afgreiðslunni flutn- inga, til þess að komizt verði hjá vanskilum á blaðnu. Afgreiðsla TÍMATVS Auglýsið í Tímaunm! samkomur og samsæti. arinnar vakið úiikla ánægju. John Anderson hefir tekið 54 Robert C. Oliver: Æfintýri blaðamannsins 55 Nú kom Bob, og bar Lucy í fanginu. Hún var algjörlega máttlaus í faðmi hans. Andlitið var náfölt — en hvað hún er þó fögur — hugsaði hann mitt í óttanum og reiðinni, sem sauð í hon- um. — Ég legg hana á legubekkinn inni í stofunni, sagði hann við lögxeglu- þjóninn. Hún er svæfð með klóro- formi eða einhverju þessháttar! Hlaup- ið eftir lækni! Þér getið fundið hann í vasabókinni yðar! Sá okkar, sem nær fyrr í síma, hringir til Scotland Yard! Bob náfölnaði og beit á vörina. Skrínið! Það lá í netinu í bílnum hans, rétt fyrir augunum á föntunum. Líkurnar voru litlar til þess, að þeir sæju það ekki — — tæplega einn á móti þúsund. Bob lagði stúlkuna varlega í legu- bekkinn. Svo hljóp hann af stað, eftir að hafa litið enn einu sinni á fölt og hreyfingarlaust andlit hennar. Lög- regluþjónninn kom á eftir honum eins og hlýðið barn. Tæplega tíu mínútum seinna var bæði læknir og menn frá Scotland Yard komnir á staðinn. Læknirinn fór strax að athuga Lucy. Bob náði í bil og aðrir fóru af stað í ýmsar áttir að leita að hinum litla rauða bíl Bob Hollman’s. Skömmu seinna, þegar Bob var sjálf- ur kominn aftur úr leiðangri sínum, fékk hann að vita, að Lucy hefði smátt og smátt fengið meðvitund og verið flutt í sjúkrabíl í sjúkrahús. Svo kom fregn um það, að bíll Bob væri fundinn í skurði nokkrar mílur frá London. Bob fékk samstundis annan bíl og ók þangað. Það fyrsta, sem hann gáði að, var skrínið. En það var, eins og hann hafði búizt við, allt á bak og burt. Bob Hollman hafði tapað þessum leik. Skrínið var áreiðanlega í höndum þjófanna — sem „urðu að ná í það hvað sem það kostaði." Mundi Lucy nokkurn- tíma fá það aftur------? Líkurnar voru ákaflega litlar — — og Bob Hollman bölvaði hátt og í hljóði yfir. því, að hann skyldi hafa verið svo ógætinn að skilja það eftir í bílnum. Það var vegna Lucy------en þó einn- ig af öðrum ástæðum, sem enginn ann- ar en hann hafði hugmynd um. Hann grunaði nefnilega, að skrínið hefði inni að halda miklu þýðingarmeiri hluti en jafnvel Lucy vissi um. VI. Þegar Lucy vaknaði til fullrar með- vitundar í sjúkrahúsinu, sat Bob Holl- man við hliðina á rúminu hennar. Með sjálfum sér fannst honum hann hafa fullan rétt til þess --og starfs- ■*°*GAMLA BÍÓ~* IRENE Amerísk söngva- og gam- anmynd, gerð eftir sam- nefndum söngleik eftir Tierney & McCarthy. Aðalhlutv. leika: ANNA NEOGLE. RAY MILLAND, ROLAND YOUNG, Og BILLIE BURKE. Sýnd kl. 7 og 9. NÝJA BtÓ°— Þegarregníðkom Amerísk stórmynd, gerð eftir hinni heimsfrægu samnefndu skáldsögu eftir Louis Bromfield. Aðalhlutv. leika: MYRNA LOY, TYRONE POWER, GEORGE BRENT. Sýnd kZ. 7 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR ,,Lojíiini helgi“ sjónleikur í þrem þáttum, eftir W. SOMERSET MAUGHAM. Sýning í kvöld kl. 8. Affgöngumiffar seldir eftir klukkan 1. — Börn fá ekki affgang. Tilkynning til bifreiðaeigenda. Samkvæmt 3. gr. reglugerffar frá 24. júní 1937 um gerff og notkun bifreiffa,. er hérmeff lagt fyrir alla bif- reiffaeigendur í Rykjavík, sem enn hafa ekki sett lög- boffin umdæmistölumerki á bifreiðar sínar, aff gera þaff strax. Umdæmistölumerkin eru afhent hjá bifreiffa- eftirliti ríkisins. Brot gegn þessu varða sektum frá 10—500 krónum. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 10. október 1940. AGIVAR KOFOED-HANSEIV. Útsölur vefnaðarvöruverzlana Aff gefnu tilefni er athygli vakin á auglýsingu frá atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu frá 20. desember 1933 um útsölur verzlana. Samkvæmt auglýsingunni er affeins heimilt aff halda út- sölu (skyndisölu) á vefnaffarvöru og öffrum þeim vörum, er vefn- affarvöruverzlanir hafa á boffstólum, á tímabilinu frá 10. janúar til 10. marz og frá 20. júlí til 5. september ár hvert. Útsölu má verzlun halda annaðhvort tvisvar á ári og standi hún þá yfir í mesta lagi einn mánuff í einu, effa einu sinni á ári og standi þá eigi lengur en tvo mánuffi. Brot gegn þessu varffa sektum, allt aff 1000 krónum. Lögreglustjórinn í Reykjavík 11. október 1940. AGIVAR KOFOED-HANSEIV. Húðir og skinn. Ef bændur nota ekkl til eigin þarfa allar ETÚÐIR og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biffja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum f vcrff. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur N AUTGRIPAHÚÐIR, HROSSIIÚÐIR, KÁLFSKINN, LAMBSKINN og SELSKINN tU útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt aff salta, en gera verffur þaff strax aff lokinni slátrun. Fláningu verffur aff vanda sem bezt og þvo óhreinindi og bióff af skinnunum, bæffi úr holdrosa og hári, áður en saltað er, Góff og hreinleg meffferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. — TU brúðargjafa 1. flokks handslípaður KRISTALL og ekta KUNST-KERAMIK K. Einarsson & Björnsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.