Tíminn - 17.10.1940, Síða 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLX GUÐMXINDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
Slml 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA hJ.
Símar 3948 og 3720.
24. árg.
Reykjavík, fimmtudagiim 17. okt. 1940
100. blað
§(erk þjóðerDiiTakn-
ing i Danmörku
Danir haía aldrei verið samhentari og á-
hugasamari um sjálfstæðísmál sín en nú
Viðtal við Klemens Tryggvason hagEræðing
— Það, sem er frásagnar-
verðast frá Danmörku, er
tvímælalaust hin sterka og
almenna þjóðernisvakning,
sem hefir risið síðan Þjóð-
verjar hertóku landið. Danir
hafa sennilega aldrei verið
samhentari en nú og það,
sem sameinar þá, er áhug-
inn fyrir sjálfstæði þjóðar-
innar í framtíðinni.
Þannig fórust Klemensi
Tryggvasyni orð í viðtali, sem
tíðindamaður Tímans átti við
hann í gær. Klemens var einn
af farþegunum með Esju frá
Petsamo, en þangað kom hann
frá Kaupmannahöfn. Hann hef-
ir stundað hagfræðinám við
háskólann þar undanfarin ár
og lauk þaðan burtfararprófi í
vor með einhverri beztu eink-
un, sem veitt hefir verið þar 1
þessari fræðigrein. Má í þessu
sambandi geta þess, að Klem-
ens hefir hlotið hæstu einkun-
ina, sem gefin hefir verið við
stúdentspróf í menntaskólan-
um í Reykjavík allan þann
tíma, sem gamli einkunnastig-
inn var notaður. Klemens er
sonur Tryggva heit. Þórhalls-
sonar forsætisráðherra.
— Þessarar sterku þjóðernis-
vakningar, hélt Klemens áfram,
verður vart á margan hátt. Dan-
ir þreytast aldrei á því, hvort
heldur er í viðræðum, á fund-
PETSAMOF0R
ESJU
Esja kom hingað úr Petsamo-
för sinni síðastliðinn þriðjudag
eins og skýrt var frá í seinasta
blaði. Með henni komu 258 ís-
lendingar frá Norðurlöndum,
216 frá Danmörku, 33 frá Svi-
þjóð, 8 frá Noregi og 1 frá Finn-
landi. Skipshöfnin á Esju eru 33
menn og voru því alls 291 ís-
lendingur með Esju frá Petsa-
mo. Er þetta því langfjölmenn-
asta og lengsta hópferðin, sem
hefir verið farin af íslending-
um frá útlöndum til íslands.
Frá Kaupmannahöfn til Petsa-
mo eru um 2500 km. og leið sú,
er Esja fór frá Petsamo til
Reykjavíkur, um 2200 sjómílur.
Esja lagði af stað í Petsamo-
ferðina 20. sept. síðastliðinn.
Þann 23. sept. var skipið statt
220 sjómílur norðvestur af Nor-
egi, út af Vestfjorden. Urðu þá
þýzkar flugvélar skipsins varar
og skipuðu því að fara til Þránd-
heims. Var því hlýtt og stefn-
unni snúið til lands. Var komið
til Þrándheims að kvöldi þess
23. sept. Þar var Esja kyrrsett í
fjóra daga. Gáfu yfirvöldin þar
þá skýringu á þessu, að þeim
hefði ekkert verið tilkynnt um
för Esju. í Þrándheimi sáu skip-
verjar ýms merki eftir loftá-
rásir Breta. Frá Þrándheimi var
farið 28. sept. og komið til Pet-
samo 2. okt. Frá Petsamo var
lagt af stað 5. okt. Var fyrst
siglt í vestur á 71. breiddar-
gráðu, þangað til að eigi var
eftir nema ein dagleið til Jan
Mayen. Þá var tekin stefna suð-
ur til Shetlandseyja og farið
vestan við eyjarnar. Var haldið
til Kirkwall, en Bretar höfðu
sett það skilyrði, að skipið kæmi
til rannsóknar í þrezka eftir-
litshöfn. Er til kom var hætt
(Framh. á 4. síðu)
um eða í blöðum, að lýsa yfir
sjálfstæðisvilja þjóðarinnar og
að minna á það loforð Þjóð-
verja, er þeir hertóku landið,
að þeir myndu virða frelsí
dönsku þjóðarinnar og tryggja
sjálfstæði hennar í framtíðinni.
Það færist stöðugt í vöxt, að
menn beri lítinn danskan fána
í barminum og sá siður verður
alltaf almennari að fólk safn-
izt saman undir beru lofti og
syngi danska söngva. Þannig
mætti lengi telja.
Kristján konungur hefir allt-
af verið vinsæll, e'n þó aldrei
sem nú. Hafa vinsældir hans
stóraukizt undanfarið og kom
það t. d. fram á sjötugsaf-
mæli hans 26. f. m. Konung-
ur var þá hylltur af miklum
mannfjölda og segja mátti, að
öll þjóðin kepptist við að sýna
honum merki um hollustu sína
og virðingu. Síðan Þjóðverjar
hertóku landið, hefir konung-
ur notað öll tækifæri til að
hvetja þjóðina til að gæta vel
þjóðernisins. í augum þjóðar-
innar er konungurinn einskon-
ar merkisberi þeirrar einingar,
sem ríkjandi er um þjóðernis-
og sjálfstæðismálin, og þess
vegna fylkir hún sér um hann.
Eins og gefur að skilja skap-
aði hernámið í fyrstu mikinn
óhug hjá þjóðinni. Danir hafa
verið sjálfstæð þjóð frá því að
sögur hófust og haldið uppi
hervörnum til tryggingar frelsi
sínu. Tilhugsunin um yfirráð
annarrar þjóðar var mönnum
því meira en ógeðþekk. í fyrstu
voru líka nokkuð skiptar skoð-
anir um það, hvort ekki hefði
verið betra að halda uppi öfl-
ugri mótspyrnu, því að það
hefði veitt þjóðinni meiri sið-
ferðilegan styrk, en nú orðið
virðast allir komnir á þá skoð-
Klemenz Tryggvason.
un, að ekki hafi verið hægt
að gera annað en það, sem gert
var. í stað óhugarins, sem áður
ríkti, er nú kominn ákveðinn
vilji um að halda svo á málun-
um að Danmörk verði óháð ríki
aftur.
— Hvaða áhrif hefir hernám-
ið haft á stjórnmálabaráttuna?
— Flokkaskiptingin er enn sú
sama og áður var, en fjórir að-
alflokkarnir hafa orðið mjög
nána samvinnu. Eru það jafn-
aðarmannaflokkurinn, radikali
flokkurinn, vinstri flokkurinn
og íhaldsflokkurinn. Þeir eiga
allir fulltrúa í ríkisstjórninni
og auk þess hefir verið myndað
sérstakt ráð, sem er skipað
jafnmörgum fulltrúum frá
hverjum þeirra og tekur það öll
helztu málin til meðferðar.
Hefir þetta ráð verið skipað til
að gera samstarfið enn nánara
en stj órnarsamvinnan hef ði
gert. Æskulýðssamtök þessara
flokka hafa myndað svipað
ráð.
Strax eftir hernámið sneri
Stauning sér til tveggja forvíg-
ismanna ihaldsfl., Christmas
Möller og Hasle, og tveggja for-
ingja vinstri flokksins, Krag og
Hauch, og óskað eftir að þeir
yrðu eftirlitsráðherrar, þ. e. a. s.
þeir fengu ekki sérstök ráðu-
neyti til umráða, en hver þeirra
fengi tvö ráðuneyti til eftirlits.
Þannig áttu stjórnarandstæð-
ingar að fá aðstöðu til að fylgj-
(Framh. á 4. síðu)
Víðbúnaður Bandaríkjanna
Svör Bandaríkjamanna víð hóíuninni,
sem iólst í þríveldasamníngnnm
Stjórn Bandaríkjanna hrað-
ar nú vígbúnaðinum af meira
kappi en nokkuru sinni fyr.
Jafnframt vinnur hún ötullega
að því, að tryggja Bandaríkjun-
um fylgi hinna amerísku þjóð-
anna. Tilkynnt hefir verið, aö
bráðlega verði gerður sams-
konar landvarnasamningur
milli Bandaríkjanna og Mexi-
ko og nýlega hefir verið gerður
milli Bandaríkjanna og Kan-
ada. Þá er sagt, að langt sé á
veg komið samningum við
stjórnir Brazilíu og Chile, um
að Bandaríkin fái að hafa flota-
hafnir og flugvelli í þessum
löndum.
Stjórn Bandaríkjanna hefir á
margan hátt sýnt vináttu við
stjórn Chiang Kai Sheks sein-
ustu vikurnar. Nýlega hefir
Metal Reserve Company, sem er
á vegum stjórnarinnar, fest
kaup í Kína á vissri málmteg-
und, sem notuð er til hernaðar-
þarfa, fyrir 30 millj. dollara, og
Export Bank, sem einnig er op-
inber stofnun, hefir nýlega veitt
Kinverjum 25 millj. dollara lán.
Er jafnframt talið líklegt, að
þessi banki muni veita Kín-
verjum annað lán á næstunni.
Olíubirgðir, sem Bandaríkin
eiga í Shanghai, verða fluttar
þaðan og fá Kínverjar talsvert
af þeim. Mikið af amerískum
vörum, sem eiga að fara til
Kína, hafa safnazt fyrir undan-
farið í hafnarborg Burmabraut-
arinnar, er verður opnuð aftur
fyrir vopnaflutninga næstkom-
andi föstudag. Mun þetta að-
allega vera hernaðarvörur.
Hin hvassyrta og djarfa ræða,
sem Roosevelt forseti flutti síð-
astliðinn sunnudag, er talin
fúlka vel almenningsálitið í
Bandaríkjunum, enda- er víst,
að forsetinn myndi ekki rétt
fyrir kosningarnar fara að rísa
öndverður gegn því.
Það er víst, að þríveldasamn-
ingurinn hefir meira en nokk-
uð annað orðið til þess að vekja
Bandaríkj amenn til aukins
framtaks og umhugsunar í
A. KROSSGÖTUM
Slátrunin. — Bifreiðasamgöngurnar. — Úr Önundarfirði. — Útgerðin á Flat-
eyri. — Saltfiskverkun og síldarvinnsla. — Sundlaugin á áFlateyri.
Aðalsláturtíðin er nú hjá liðin. Hér í
Reykjavík lauk henni i byrjun þessarar
viku og verður hér eftir slátrað aðeins
fáu einu. Svo er og annars staðar á
landinu, og sums staðar er slátruninni
alveg lokið. Munu skýrslur um slátur-
fjártölu og meðalþunga verða fyrir
hendi áður en langt um líður.
t t t
Bifreiðasamgöngur milli Akureyrar
og Reykjavíkur eru enn sem um há-
sumar væri. Hafa þær enn sem komið
er, ekkert truflast í haust. Enginn telj-
andi snjór er á fjallvegunum nyrðra,
hvorki í Vatnsskarði né Öxnadalsheiði.
Hinsvegar hafa bifreiðaferðir á ýmsum
öðrum leiðum lúndrazt, meðal ann-
ars Breiðadalsheiði, milli Önundar-
fjarðar og ísafjarðardjúps. Bifreiða-
samgöngur við Austurland frá Akureyri
á Hérað en hættar fyrir alllöngu.
t t t
Fréttaritari Tímans í Önundarfirði
skrifar: — Vorið siðastliðna var sæmi-
legt. Grasspi-etta því í meðallagi, en
stirðar sjógæftir. Hey verkuðust vel í
júlímánuði, en í ágúst rigndi alla daga
nema tvo. Bændur verkuðu þvi mjög í
súrhey og er frá þriðjungur til helm-
ingur heyja vothey. Hefir votheysgerð
gefizt hér ágætlega. enda orðin yfir
tuttugu ára hér, en fer þó stöðugt vax-
andi. — Stormasamt var ehmig til
hafsins og því sjógæftir strjálar. Stirð
tíð var einnig 1 september og allt til
þessa. Orkar það mjög á afkomu og
atvinnu. — Spretta garðávaxta var lé-
leg og mun uppskera tæpast hálf á við
í fyrra. — Slátrun hófst hér tíu dögum
fyrr en venjulega. Meðalþungi dilka er
aðeins neðan við meðallag. — Unnið
var í sumar að lagningu bílvegar yfir
Botnsheiði milli Súgandafjarðar og í
veginn milli ísafjarðar og Önundar-
fjarðar, en vinnan var erfið sökum ill-
viðra og snjóa, sem snemma komu í
fjöll, og varð ekki lokið. Bílvegurinn
milli ísafjarðar og Önundarfjarðar
lokaðist vegna snjóa 7. þ. m.
t t t
Flateyrarhreppur hefir látið vinna
að gatnagerð í þorpinu í sumar, einnig
að endurbótum á vatnsleiðslu þorpsins.
— Tveir bátar hafa stundað dragnóta-
veiðar héðan í sumar og aflað vel.
Kolaveiði í net hefir verið nokkur hér
í firðinum og er töluvert stunduð um-
hverfis fjörðinn, bæði á árabátum og
hreyfilbátum. Sex vélbátar, 6—12 smá-
lestir, hafa stundað línuveiðar héðan
í sumar, en gæftir hafa verið mjög
strjálar og afli tregur, þá sjaldan hefir
gefið. Þó hefir hið geysiháa verð gefið
300—600 króna hásetahlut á mánuði í
sumar. Tveir bátar hafa verið keyptir
inn i þorpið, 10 og 15 smálesta, og einn
seldur í sumar. Fjöldi opinna hreyfil-
báta hefir róið í sumar, en aflað litið.
Nokkrir þeirra voru af Suðurlandi; eru
þeir nú famir heim. — Hraðfrystihús
Flateyrar hefir keypt allan fisk af þeim
bátum, sem héðan hafa róið og róa.
Hafa frystiafköst þess verið aukin
mjög í ár, svo að það getur fryst 12—
15 smálestir á sólarhring. Geymslu-
klefar þess taka nú allt að 200 smá-
lestir. Milli 30—40 kvenmenn og 8—10
karlmenn hafa þar vinnu, þegar róið
er. —
r t r
Saltfiskverkun heflr sama og engin
verið hér í sumar, þar sem allur fiskur
hefir verið frystur, en undanfarið hefir
það verið ein aðalatvinnugreinin hér,
og sú, sem þorpið er af hálfu byggt
upp af, en að hálfu styðst það við
síldarverksmiðjuna á Sólbakka. Ákveð-
ið hafði verið að verksmiðjan starfaði
ekki í sumar, en hin gífurlega síld-
veiði heimtaði starfrækslu allra þeirra
verksmiðja, sem lágu að veiðisvæðinu,
og jafnvel þeirra, sem fjarri því voru.
Áður hafa að mestu togarar og stærri
skip lagt upp afla í þessa verksmiðju,
vegna þess, að langt hefir þótt að
fara fyrir smærri skip. Nú vom það
nær eingöngu vélbátar, sem lögðu
hér upp og eru þeir með aflahæstu
skipum í sínum flokki, svo sem Hug-
irnir frá ísafirði, Þorsteinn frá Rvík
o. fl. Vinnsla gekk vel í verksmiðjunni,
voru lögð hér á land um 45 þús. mál
síldar. Bræðslutími var rúmur mán-
uður og varð verksmiðjan að hætta
móttöku vegna skorts á geymslurúmi
fyrir lýsi, en lýsismagn varð um 1045
smál. Vinnulaun verkamanna námu
nær 50 þús. kr.
r t t
íþróttafélagið Grettir á Flateyrl hefir
(Framh. á 4. slðu)
þessum málum. Þegar samning-
urinn er athugaður í heild
kemur líka skýrt í ljós, að hon-
um er fyrst og fremst beint
gegn Bandaríkjunum. Til fróð-
leiks fyrir íslenzka lesendur
þykir rétt að birta hér þennan
áhrifaríka samning 1 heilu lagi.
Hann er svohljóðandi:
Stjórnir Þýzkalands, Ítalíu og
Japan hafa gert með sér svo-
hljóðandi samþykkt:
1. Japan viðurkennir og virðir
forystu Þýzkalands og Ítalíu í
sköpun nýs skipulags i Evrópu.
2. Þýzkaland og Ítalía viður-
kenna og virða forystu Japans
í sköpun nýs skipulags í Aust-
ur-Asíu.
3. Þýzkaland, Ítalía og Japan
samþykkja að hafa samvinnu í
viðleitni þeirra til að ná fram-
angreindum markmiðum. Þau
lofa jafnframt að hjálpa hvert
öðru með öllum pólitískum,
fjárhagslegum og hernaðarleg-
um ráðum, ef ráðist skyldi vera
á einn af hinum þremur samn-
ingsaðilum af ríki, sem er ekki
þátttakandi í Evrópustyrjöld-
inni eða styrjöldinni milli Kína
og Japan.
4. Til þess að tryggja fram-
kvæmd þessa samnings skulu
nefndir sérfræðinga, skipaðar
af stjórnum Þýzkalands, Ítalíu
og Japans, koma saman þegar
í stað.
5. Þýzkaland, Ítalía og Japan
lýsa yfir því, að framangreind
ákvæði samningsins breyta í
engu hinu stjórnmálalega á-
standi, sem nú er ríkjandi milli
sérhvers af hinum þremur
samningsaðilum og Sovét-Rúss-
lands.
6. Þessi samningur skal koma
til framkvæmda strax og hann
hefir verið undirritaður og skal
vera í gildi í 10 ár frá þeim degi,
er hann gekk í gildi. Samnings-
umleitanir um endurnýjun
samningsins skulu hafnar hve-
nær, sem einhver samningsað-
ila kann að óska þess.
í ræðu, sem Ribbentrop flutti
eftir undirritun samningsins,
er fór fram í Berlín 27. f. m.,
komst hann svo að orði:
— Samningurinn, sem hér
hefir verið undirritaður, þýðir
hernaðarlegt bandalag milli
þriggja mestu stórvelda heims-
ins. Þetta bandalag þjónar mál-
stað nýs skipulags í Evrópu og
Stóru-Asiu. Megintilgangur þess
er þó sá, að koma á friði í heim-
inum eins skjótt og auðið er.
Þess vegna verður hvert ríki,
sem kemur til móts við þetta
bandalag og vill hjálpa því til
að koma á friði, boðið hjartan-
lega velkomið til samstarfs um
hina pólitísku og fjárhagslegu
endurskipulagningu heimsins.
Hvert það ríki, sem torveldar
lokaþáttinn í lausn málanna í
Evrópu og Austur-Asíu, með því
að ráðast á einhvern af samn-
ingsaðilunum, mun mæta sam-
einuðum styrkleika þriggja
stórvelda, sem hafa samtals 250
millj. íbúa. Þess vegna mun
þessi samningur á allan hátt
hjálpa til að komaafturáfriði..—
Það sést eins greinilega og
verða má á 3. gr. samningsins,
sem er þungamiðja hans, og
sömuleiðis á framangreindum
ummælum Ribbentrops, að
samningnum er fyrst og fremst
beint gegn Bandaríkjunum. Til-
gangur hans er að halda þeim
í skefjum. Ætlun einræðisherr-
(Framh. á 4. síðu)
Vðrar fréttlr.
Enska beitiskipið Ajax sökkti
síðastliðna viku þremur ítölsk-
um tundurspillum á Miðjarðar-
hafi. Gerðist þetta í tveim or-
ustum. í fyrra sinnið mætti
A víðavangi
BRETAVINNAN.
Undanfarna mánuði hafa
hundruð manna unnið hjá
brezka setuliðinu. Öllum er
ljóst, að hefði þessi atvinna ekki
fengizt, hefði orðið hér stór-
kostlegt atvinnuleysi. Þó hefir
þetta ár verið eitthvert mesta
gróðaár sjávarútvegsins, sem
er undirstaða atvinnulífsins í
bænum. Þessi staðreynd hlýtur
að vekja menn til alvarlegrar
umhugsunar um framtíðina.
Hvernig fer þegar „hið óvenju-
lega ástand“ hættir að veita
okkur atvinnu og búast má við
erfiðu árferði hjá sjávarútveg-
inum? Þá blasir ekkert annað
en skortur og neyð framundan.
Þrátt fyrir þetta viðhorf virðist
alger svefn ríkja hjá forráða-
mönnum bæjarins og þeim ekki
detta í hug neinar ráðstafanir
til að mæta þeim erfiðleikum,
sem eru í vændum. Þeir sjá ekki
önnur úrræði en fátækrafram-
færið og atvinnuleysisstyrkinn.
Menn geta skapað sér bezta
hugmynd um stjórn bæjarins
með þvi að reyna að gera sér
ljóst, hvernig ástandið væri nú,
ef Bretavinnan væri ekki fyrir
hendi.
ÚTSVÖRIN í REYKJAVÍK.
Blöð íhaldsins halda áfram að
tala um skattana. Þau sleppa
þó jafnan að geta þess, að út-
svörin í Reykjavík eru helm-
ingur allra skatta og útsvara,
sem greidd eru í landinu. Það
eru þau, sem hvila þyngst á
skattþegnunum. Hver sá, sem
nokkuð þekkir til málanna, veit
að meirihlutinn af útsvörum fer
til að standast straum af fá-
tækraframfærslunni. Stjórn
Reykj avíkurbæj ar hefir haldið
þannig á fátækramálunum, að
þau krefjast nýrrar, stórfelldrar
útsvarshækkunar á ári hverju.
Meðan þannig er ástatt í fá-
tækramálunum verða útsvörin
hvorki lækkuð eða þeim ráð-
stafað á þann hátt, að þau verði
til eflingar framleiðslunni og
skapi þannig auknar tekjur.
Endurbætur á skattamálunum,
sem að einhverju gagni koma,
byggjast þvi fyrst og fremst á
endurbótum á fátækramálum
Reykjavíkur. En þar ríkir full-
komin deyfð og fullkomið úr-
ræðaleysi. Allar umbótatillögur,
sem fram koma, eru hundsaðar
af bæjarstjórnarmeirahlutan-
um. Meðan óstjórn íhaldsins í
þessum málum veldur þannig
hinum stórfelldu skattabyrðum,
ættu blöð ihaldsins að sjá sóma
sinn í því, að vera ekki að minn-
ast á þær. Þau ættu heldur að
beita kröftum sínum til þess
að bæta úr þeirri spillingu, sem
er orsök háu útsvaranna í
Reykjavík.
Gort lávarður
f Reykjavík
Gort lávarður, sem var yfir-
maður brezka hersins í Frakk-
landi, kom hingað til Reykja-
víkur síðastliðinn þriðjudag.
Gort er nú yfirumsjónarmað-
ur með þjálfun enska hersins og
mun hann vera hér í eftirlits-
för.
Gort hefir gegnt öllum helztu
virðingarstöðum í enska hern-
um. Hann er annálaður fyrir
hreysti og hugrekki og hefir
fengið öll hélztu heiðursmerki,
sem veitt er í brezka hernum
fyrir djarfa framgöngu. Hann
er 53 ára gamall.
Ajax þremur tundurspillum og
sökkti tveimur þeirra, en sá
þriðji komst undan nokkuð
skemmdur.
Kínverjar segjast undanfarið
hafa haldið uppi sókn á ýmsum
stöðum og valdið Japönum
verulegu tjóni.