Tíminn - 17.10.1940, Síða 3

Tíminn - 17.10.1940, Síða 3
100. blað TÍIU1TV7V. fimmtudagiim 17. okt, 1940 399 A N N Á L L Afmæli. Páll Hermann Jónsson hrepp- stjóri að Stóruvöllum í Bárðar- dal varð áttræður þann 13.. október síðastliðinn. Ef rakinn skal í fáum orðum æfiferill áttræðs manns, þá verður frásögnin aðeins stuttir þættir af einstökum atriðum og hending ein ræður, hvort það tekst að gefa rétta hugmynd um eiginleika mannsins, áhuga- mál hans og afköst. Það er svo oft, sem smávægileg aukaat- riði orsaka afdrifarík aðalatriði — og hvor eru þá þýðingar- meiri? PálÞH. Jónsson er fæddur að Stóruvöllum og hefir alið þar mest allan sinn aldur. Æsku- heimili hans var eitt af hinum myndarlegu íslenzku heimilum, þar sem saman ófust allir þætt- ir hins mannlega lífs, gaman og alvara í leikjum og listum, námi og vinnu. Heimilið var fjölmennt og fjörugt. Foreldrar Páls stjórn- uðu því af skörungsskap og skilningi á þörfum fólksins. Af reglusemi og stjórnsemi deildu þau tímanum milli daglegra heimilisstarfa og daglegra heimiiisskemmtana. Einkan- lega var öll hljómlist höfð þar í miklum metum, enda eru þaðan komnir kunnir menn í þeirri grein; má þar til nefna Sigur- geir Jónsson söngkennara á Ak- ureyri, bróður Páls. Á unga aldri og enn í dag var og er Páll H. Jónsson eftirtak- anlega glæsilegur maður. Hann er meðalmaður á vöxt, kvikur í heryfingum en þó ekki fasmik- 111. Andlitið fremur stórskorið en frítt skapað. Hárið var dökkt og augun glampa af lífstrú og góðri greirid. Hann hafði og eftirminnilega hljómfagra bassarödd. Allri persónu hans fylgir lífsglaður þróttur, sem er eldnæmur að kveikja í hverjum, sem með honum er. Andi samvinnu og góðs fé- lagslífs mótaði hugsunarhátt Páls strax í uppvexti hans. Á æskuskeiði og fram eftir árum, var hann hrókur alls fagnaðar í skemmtanalífi sveitar sinnar. Hann skilur manna bezt, hvaða þýðingu það hefir fyrir and- lega heilbrigði manna, að líta við og við upp úr annríki og alvöru hversdagslífsins, koma saman, kynnast hverir öðrum og gleðjast og þroskast sameig- inlega af því, sem góð skemmt- anastarfsemi hefir að bjóða. Páll hefir frá því fyrsta verið mjög framsækinn maður. Eftir að Framsóknarflokkurinn var stofnaður hefir hann verið þar ákveðinn flokksmaður, enda gekkst hann fyrir Framsóknar- félagsstofnun í sinni sveit. Hinar miklu breytingar í búnaðarháttum síðari tíma hafa ekki farið fram hjá búrekstri Páls H. Jónssonar; til þess var hann alltof glöggskyggn og skjótur til framkvæmda. Stóruvellir liggja sérstaklega vel við hverskonar vélaiðju. Út frá stóru, vel hirtu og afgirtu túni breiða sig viðáttumíklar valllendisgrundir. Þar hefir, með aðstoð heyvinnuvéla, rætzt fyrir Páli hinn eilífi draumur mannsins um meiri afköst fyrir minna erfiði. Steinöldin í endurbyggingu íslenzku sveitabæjanna kom einna fyrst í ljós á Stó'ruvöllum. Laust fyrir aldamótin síðustu byggði Páll íbúðarhús úr höggn- um steini ásamt bræðrum sín- um og mági. Síðan hefir hann reist fjós, hesthús og hlöður úr steini. Öll hans útihús eru vel frá gengin, og um íbúðarhúsið og peningshúsín glóa hvítkolin og veita ljós og yl. Eins og ýmsir aðrir þingeysk- ir bændur, hefix Páll lagt mikla stund á sauðfjárrækt og náð þar góðum árangri. Eins og eðlilegt er hafa Páli H. Jónssyni verið falin flest þau opinber trúnaðarstörf er for- ustumenn hverrar sveitar verða að gegna. Hann hefir átt sæti í hreppsnefnd, sóknarnefnd, ver- ið formaður fóðurbirgðafélags, með mörgu fleiru. Árið 1907 var Bárðdælahreppi skipt út úr Ljósavatnshreppi; var Páll þá valinn hreppstjóri Bárðdælahrepps og er hann það enn í dag. Á síðustu árum hefir Páll lagt öll opinber störf nema hreppstjórastörfin í hendur yngri mönnum. Það er hans lífsskoðun, að hver maður eigi að fá að reyna krafta sína, þeg- ar þeir eru rnestir. 28 ára gam- all kvæntist Páll Sigríði Jóns- dóttur frá Baldursheimi. Þau hjónin hafa eignazt 5 börn. Tvö þeirra eru búsett á Stóru- völlum og eitt á nýbýli af jörð- inni. Þeir, sem komizt hafa í kynni við heimili Páls og Sigríðar, þekkja um leið hina úrræða- (Framh. á 4. síðu) veiði Norðmanna í landnætur og ágætri þorskveiði á heima- miðum á öndverðri vélbátaöld- inni. Þessar stoðir brustu um og eftir 1915. Þá fer vélbátaútgerð- inni að hnigna og mun hún öðru hvoru hafa verið rekin með tapi síðan. Talið er að bankatöp vegna atvinnuveg- anna á Eskifirði nemi nú hátt á þriðju miljón króna. Síðan 1934 hefir ríkissjóður orðið að leggja kauptúninu liðlega 100 þús. krónur samtals, auk lög- boðinna styrkja, og er þá yfir- standandi ár ekki meðtalið. Af veiðiflota Eskfirðinga eru nú eftir 9 bátar, þar af einn 48 smálestir að stærð, en hinir 7— 18 smálestir. Afkoma og ástæð- ur þessara báta munu vera erf- iðar. Flestir þeirra hafa sótt á Suðurlandsvertíð á vetrum, en stundað síldveiðar með nót eða netum á sumrum. Um róðra á heimamið er tæpast að ræða, eins og fiskgengd er nú háttað við Austfirði, nema fyrrihluta sumars og fram á haustið, og er þó langsótt. Nú mun í athugun að breyta leigufrystihúsi, sem er í kauptúninu, í hraðfrystihús. Ef af því verður, er það líkleg trygging fyrir útveginn og mun einnig skapa nokkra heima- vinnu. Hér verður ekki um það dæmt, hvort hraðfrystihús á Eskifirði er líklegt til að verða langlíft i landinu. Þess er fyr getið, að ræktun- araðstaða er frámunalega erfið á Eskifirði. Um það bil helm- ingur fjölskyldanna í kauptún- inu hafa grasrækt og búskap í þeim löndum, sem fyr er greint. Ræktað land er Eskfirðingar hafa yfir að ráða, er sennilega nálægt 30 ha., þar af nálega % á Hólmum. Árið 1938 var uppskera og bú- fénaður á Eskifirði: Taða 1300 hestburðir, úthey 387 hestb. (í hreppnum), kartöflur 523 tunn- ur. Kýr 75, hestaT 3, sauðfé 643, hænsni 735. Tölur þessar sýna átakanlega, hve mjög brestur á að ræktað land fullnægi fóðurþörfinni. Búskapur Eskfirðinga er því með afbrigðum dýr og tekjurýr, eins og allar aðstæður eru. Áður er þess getið, að bú- skapur Eskfirðinga á Hólmum sé mjög vafasamt úrræði vegna fjarlægðarinnar, sem meöal annars torveldar notkun hús- dýraáburðarins á Hólmalandi, að ógleymdum flutningskostn- aði og öðrum vegalengdarörðug- leikum. Helzta lausnin á rækt- unarmálum Eskfirðinga virðist vera sú, að þeir fái til afnota jarðir þær, er fyrir fjarðar- botninum liggja. Er það land að vísu allt of lítið. Annars er bezt að horfast í augu við þá staðreynd, að Eskifjörður á sér afarhrjóstrugt og illræktanlegt nágrenni. Við þá vöntun bætist erfið útgerðaraðstaða og skort- ur á sæmilegu bæjarstæði, svo sem fyr er greint. Naumast þarf að taka það fram, að stórfelldur skortur er á atvinnutækjum á Eskifirði, enda er þar árlega mikið at- kemur út fjórum sinnum á ári. Hvert hefti að minnsta kosti 80 lesmálssíður. Árgangur kostar 6 krónur. Dvöl hefir ekkert hækkað í verði, þrátt fyrir hækkað pappírsverð, aukinn prentkostnað og hækkað póstgjald. Frá upp.hafi hafa yfir 40 sögur eftir íslenzka höfunda og 230 þýddar sögur birzt í Dvöl. Þýddu sögumar eru eftir 147 höf- unda af 20—30 þjóðernum, þar á meðal mörg frægustu skáld heimsins. í þeim hópi má telja Norðmennina Kielland, Lie, Bojer og Hamsun, Svíana Axel Munthe, Selmu Lagerlöf og Per Lager- quist, Danina Pontoppidan, Johs. V. Jensen og Andersen-Nexö, Finnana Sillanpáá og Pekkanen, Færeyinginn Heðin Brú, Þjóð- verjana Feuchtwanger, Sudermann og Hans Fallada, Austur- ríkismanninn Zweig, Frakkana Zola, Maupassant, Daudet og Barbusse, Rússana Tsjechov, Tolstoy, Dostoj evskij, Pusjkin og Maxim Gorki, Pólverjann Sienkiewicz, ítalana Pirandello og D’Annunzio, Englendingana Hardy, Galsworthy, Wells, Huxley og Somerset Maugham, Bandarikjamennina Poe, Jack London, Mark Twain, O. Henry, Pearl S. Buck og svertingjann Langston Hughes, Indverjann Tagore, Ástralíumanninn Collins, Sýrlend- inginn Kahlil Gibran og Japanann Mori Ogwai. GERIZT ÁSKRIFENDUR AÐ DVÖL. Áritun: DVÖL, pósthólf 1044, Reykjavík D¥ÖL Happdrætti Háskóla íslands, Tilkynning Vinninga þeirra, sem féllu árið 1939, á neðantalin númer, hefir ekki verið vitjað: 1. flokkur. 15276, C 18100. 2. — C 3411, A 4352. 3. — D 9455, B 13295, B 15548, D 22789. 4. — D 2520, B 8881, A 9840, AD 11563, C 12713, CD 14937, A 16705, A 18007, C 19665, C 23215, C 23386, B 24838. 5. — C 2304, B 3173, B 6147, B 7334, C 7751, C 11798, A 12874,, D 16509, B 18053, 20423, C 23464, A 24803. 6. — AB 1144, D 1986, C 2206, A 7266, D 13941, A 17143, A 19038, C 22156, C 23108. 7. — D 1986, B 6900, D 7906, 10479, D 13940, A 14912, C 18145, D 22789, B 24287. 8. — B 2414, A 3565, A 4650, AB 4959, A 5738, B 9119, C 13008, A 14210, C 14434, B 15901, C 17094, C 17143, C 18145, C 19707, AB 22967. 9. — A 1279, A 2528, D 2551, D 7143, C 8383, D 9976, A 11841, C 13911, C 17980, C 22920, C 23497. 10. — AB 670, A 1279, B 1651, C 2144, A 2274, B 2339, AC 2346, A 3463, C 3687, A 3815, C 4464, B 4784, C 4952, 5419, A 5586, B 5653, A 5710, B 5814, A 5867, A 5877, A 6086, C 6607, B 6840, C 7229, A 7492, B 7660, B 7804, AB 8122, D 8152, A 8172, A 8968, B 9148, A 9283, A 9377, AC 9592, 10143, B 11162, B 11210, B 11426, D 11657, C 12030, B 12271, CD 12329, CD 12335, A 12455, A 13001, B 13235, AB 13466, D 13933, B 13958, C 14674, B 14770, 15110, 15404, AB 15727, B 16015, B 16125, A 16603, C 17913, BC 18139, C 18161, D 18454, A 18778, D 19003, C 19315, C 19388, B 19544, AD 19782, B 19866, B 20694, B 21346, D 21582, A 21585, A 21793, B 22011, C 22156, B 22571, B 22609, B 22651, C 22775, C 23103, A 23105, B 23924, B 23946, A 24454, A 24601, B 24611, A 24787. Samkvæmt 18. gr. reglugerðar Happdrættisins verða þeir vinn- ingar eign Happdrættisins, sem ekki er vitjað innan 6 mánaða frá drætti. Happdrættið vill þó að þessu sinni greiða vinninga þá, sem að ofan getur til 1. des. 1940. Eftir þann tíma verða vinningarnir ekki greiddir. Vinningsmiðar séu með áritun umboðsmanns, eins og venja er til. Reykjavík, 27. sept. 1940. Happdrætti Háskóla fslands. Perla MEST OG BEZT fyrir krónuna með því að nota þvotta- duftið Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur NAUTGRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN, LAMBSKINN og SELSKINN til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi <og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður <en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. — Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. vinnuleysi og þar af leiðandi hátt styrkþegaframfæri. Sam- kvæmt yfirliti, sem ég hefi gert með kunnugum mönnum á Eskifirði, mun mega gera ráð fyrir, að atvinnutæki þau og at- vinnuúrræði, sem þar eru nú til staðar, séu um það bil næg fyrir um 400 manns. Þessi hlutföll breytast kauptúninu í óhag, ef veiðiflotinn minnkar frá því sem nú er. Niðurstaðan verður sú, að skapa þarf ný atvinnu- skilyrði í kauptúninu fyrir um 300 manns, eða að öðrum kosti gera þessum hóp mögulegt að flytja til annarra staða til þess að byrja þar nýtt líf. Væri um nægilegt ræktunar- land að ræða á Eskifirði, mundi ég telja forsvaranlegt að veita ennþá nokkru fjármagni í aukna útgerð þar. En þar sem því er ekki til að dreifa og út- gerðaraðstaðan er slík, sem lýst hefir verið, verður að telja aukna útgerð í kauptúninu mjög vafasamt úrræði. Reynsla þjóöfélagsins af útgerðarþorp- unum, sem ekki styðjast við nægan landbúnað, er sannar- lega orðin svo dýr, að ekki er þörf viö að bæta. Ég tel því réttast að hætta sig við þá beizku staðreynd, að á Eskifirði sé um 300 manns ofaukið, sem þurfi að hjálpa til þess að byrja nýtt líf á nýjum stöðum. En um framkvæmd þess máls verður ekki fjölyrt hér. Framh. IJtbreiðið Tíimum! Dekkbátur ca. 5 tonn, með eða án veiðar- færa í góðu standi, til sölu fyrir lágt verð, ef samið er strax. EINAR FARESTVEIT, Hvammstanga. Sími 6. Revkjavík - Akurevri HraðSerdir alla daga. Bifreiðastöð Akureyrar. Biireiðastöð Steixidórs. 64 Robert C. Oliver: Lucy hafði lokið því, sem hún vildi segja. Þjónninn kom inn. — Það er sími til ungfrú Lucy, sagði hann og um leið leit hann eldfljótt á Bob, meðan hann hélt opinni hurð- inni fyrir Lucy, sem strax stóð á fætur og gekk út í anddyrið þar, sem síminn stóð. Bob Hollman fékk það strax á til- finninguna, að þjónninn hefði átt eitt- hvert annað erindi inn, enda leizt hon- um ekki á manninn. Skömmu seinna kom Lucy til baka með þreytulegum svip. Hún sagði Bob ekki frá því, að enginn hafði svgrað í símann, þegar hún tók heyrnartólið. Henni kom ekki í hug að gruna þjón- inn um græzku. Hann hafði enga á- stæðu til þess að vera að narra hana. Hún settist við teborðið og Bob hóf máls á ný. — Sendendur bréfsins virðast hafa haft eitthvert tak á Sir Reginald. Þér segið, að lögfræðingur yðar hafi spurt yður um hvort þér vissuð nokkuð um þessar peningagreiðslur. Þessar nauðungargreiðslur hljóta að hafa var- að lengi — fleiri þúsund pund á hverju ári. Þér reiðist mér ekki, þótt ég spyrjl. yður hvort þér hafið nokkurn sérstak- an grun um þetta? — Nei, sagði Lucy, og leit niður í. Æfintí/ri blaðamannsins 61 litla rauða bíl, því sjaldan hafði henni liðið betur en í framsætinu — við hlið- ina á Bob. Þau skildu bílinn eftir á sama stað og Bob hafði skilið við hann í fyrsta ■skipti, sem hann kom til Bently Road 18. Þau hröðuðu sér inn í húsið. Bob Holman var forvitinn. Þau settu sig við borð í herbergi Lucy og hún pantaði te handa þeim. Síðan stöð hún á fætur, opnaði skúffu í skrifborðinu og tók þar upp bréf með frönskum frímerkjum. Hún settist og lagði hendina ofan á hönd Bob, leit framan í hann alvar- legum, brúnum augum og spurði í lág- um hljóðum. — Bob — segið mér eitt — þetta er sennilega mjög þýðingar- mikið fyrir mig — ef til vill — en ég veit það ekki vel------en ég — — en ég er hrædd-------. Það hefir svo margt einkennilegt fyrir mig borið þessar síð- ustu vikur------og ég hefi ekki getað snúið riiér til neins. Ég veit ekki hvort ég get treyst lögfræðingum föður míns. Það veit enginn um það, sem ég hefi hérna í hendinni-------og ég þarfnast ráðlegginga. Segið mér Bob — get ég treyst yður------? — Já, sagði hann fullur samúðar og greip hönd hennar. Þér vitið að þér getið gert það.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.