Tíminn - 02.11.1940, Side 1

Tíminn - 02.11.1940, Side 1
RITSTJÓRAR: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 24. árg. Itrykjnvík. laugardaginn 2. nóv. 1940 107. blaO Á Fljótsdalshéraöi er starfandi hrossarœktarfélag, sem tekið hefir þá tíma- bœru stefnu, að rœkta tvö hrossakyn, reiðhesta og vinnuhesta. í haust festi Gunnair Bjarnason hrossarœktarráðunautur kaup á kynbótahesti, sem von er til að góðir vinnuhestar fáist undan, og sendi hann Héraðsbúum hestinn með Esju í síðastliðinni viku. Hestur þessi er brúnn að lit, þrevetur, 54% þumlungur að hœð. Hann er borgfirzkur að œtt, frá Þórmundi Vigfússyni bónda í Bœ í Andakíl, og undan kynbótahesti, er lengi var notaður í Borgar- firði, Varmalœkjar-Rauð. Undan þeim hesti hefir komið margt vœnna og góðra gripa, meðal annars verðlaunahesturinn Geysir, er Hestamannafélagið Fákur i Reykjavik átti. í vor keýpti Benedikt Gíslason bóndi í Hofteigi á Jökuldal rauðan kynbótahest af reiðliestakyni vestan úr Eyjafirði, undan Snœldu Siguröar frá Brún og Eld frá Grímstungu i Vatnsdal. Þenna hest hefir hrossarœktarfélag þeirra Héraðsbúa fengið leigðan til að ala undan reiöhesta. — Myndin hér að ofan er af borgfirzka kynbótahestinum, sem sendur var austur með Esju á dögunum. Fundurínn um mjólkurmálið Samkomulag varð um tillögur, sem verða * \ lagðar iyrír iulltrúaráð mjólkurbúanna Fundinum um mjólkurmálið, sem hófst síðastliðinn miðviku- dag, og skýrt var frá i síð- asta blaði, var haldið áfram í fyrradag kl. 6 siðdegis, og skil- aði nefndin, er kosin var dag- inn áður, áliti. Til skýringar skal þess getið, að mjólkurlögin voru sett árið 1934, en endurskoðuð og þeim breytt 1937. Lögin voru endur- skoðuð á ný af nefnd, er land- búnaðarráðuneytið skipaði síð- astliðinn vetur. Formaður í nefnd þessari var Páll Zophóní- asson alþingismaður, og með- nefndarmenn hans þeir Magn- ús bóndi Þorláksson á Blika- stöðum, Stefán bóndi Jónsson á Eyvindarstöðum, Jón bóndi Hannesson í Deildartungu og Sigurgrímur Jónsson, bóndi í Holti. Nefnd þessi hefir samið mjög ítarlega skýrslu um þróun mjólkurmálsins siðan skipulag- ið hófst. Var áliti nefndarinnar skilað á síðastliðnum vetri til forsætisráðherra, en ekki hefir unnizt tími til að ræða það fyrr en nú á þessum fundi. Páll Zophóníasson alþingis- maður hafði framsögu í málinu i fundarbyrjun, og lagði þar fram af hálfu nefndarinnar mjög merkilegar upplýsingar. Höfðu verið gerð mörg línurit til glöggvunar. Kemur það meðal annars í ljós, sem raunar var vitað áður, að síðan 1933 hefir innvegin mjólk til mjólkurbú- anna aukizt úr 5.631.972 lítrum árlega upp í 15.712.860 lítra á ári. Með því að tekizt hefir síðan 1933, að lækka dreifingarkostn- að mjólkurinnar úr meira en 16 aurum á lítra að meðaltali í 0.962 aura á lítra, hefir þrátt fyrir hið geysilega aukna mjólk- urmagn, lánast að hækka mjólkurverð til bænda almennt, og það þótt mjólkin væri um skeið lækkuð um 2 aura á lítra til neytenda. Þessi árangur hef- ir náðst, þrátt fyrir að einungis um y3 þessa mikla mjólkur- magns hefir verið seldur með neyzlumjólkurverði, en um % hlutar mjólkurinnar lengst af farið í vinnslu. Eitt af mörgu merkilegu, sem fram kom í skýrslu nefndarinn- ar, var það, að „Kjalarnessvæð- ið“, sem svo er nefnt, leggur ekki til yfir haustmánuðina og fram eftir vetri nema um y3 af þeirri neyzlumjólk, sem Reyk- víkingar þarfnast. Hitt er flutt ofan úr Borgarfirði eða af Suð- urlandsundirlendinu. Mjólkur- búin fyrir austan hafa orðið að greiða 4 aurum hærra fyrir lítra þá mánuði, til að fullnægja eftirspurninni, og Borgarnes- búið 3 aurum hærra fyrir lítra. Þetta hefir þó ekki dugað til, því að skyr og rjóma hefir orðið að flytja alla leið frá Akureyri til Reykjavíkur. Hins vegar er Hraðfrystihúsið á Sauðárkróki Frásögn Síguröar Þórö arsonar kaupSélagsstj. Sigurður Þórðarson kaupfé- lagsstjóri á Sauðárkróki hefir í viðtali við tíðindamann Tím- ans skýrt svo frá hinu nýja hraðfrystihúsi, sem kaupfélagið lét reisa í kauptúninu: — Að áliðnum síðasta vetri var tekið að vinna að undirbún- ingi þess, að komið yrði upp hraðfrystihúsi á Sauðárkróki. Var hraðfrystihúsið fullgert og tók til starfa í maímánuði seint, en síðar var það aukið að tækjum. Nú er hægt að frysta þar 5—6 smálestir fiskjar á sól- arhring. í haust hefir verið komið upp góðri fiskgeymslu. Megintilgangur kaupfélagsins með frystihússframkvæmdum þessum var sá, að örva atvinnu- lífið á Sauðárkróki. Útgerð hafði mjög dregizt þar saman og skipakostur ekki annar en fáeinir hreyfilbátar. Síðan farið var að vinna þar að hafnargerð hefir sjór lítið verið stundaður. Var því þörf einhverra athafna til að ýta undir fiskisóknina. Sú hefir líka raunin á orðið, að sjósókn hefir aukizt við frysti- húsbygginguna og hafa tveir þiljubátar verið keyptir og gerð- ir út. á veiðar frá Sauðárkróki. Rekstur frystihússins gengur ágætlega og hefir alls verið var- ið 150 þúsundum króna til fisk- kaupa og vinnulauna við hag- nýtingu fiskjarins. Hömluðu þó ógæftir sjósókn síðara hluta sumars. En í vor barst mikið á land af fiski. Var sumt af því koli, sem veiddur var í net rétt framundan kauptúninu. Var sú veiði ábatasöm, því að netin eru ódýr og allur tilkostnaður lítill. langmestur hluti af þeirri mjólk, sem vor- og sumarmán uðina kemur til mjólkurstöðv- arinnar í Reykjavik, af „Kjal arnessvæðinu“. Hefir þetta svæði eitt gert meira en að full- nægj a ef tirspurninni eftir neyzlumjólk þá mánuði, og orð ið að setja sumt af henni í vinnslu. (Framh. á 4. síðu) Forystumaður grísku pjóðarinnar I viðburðum seinustu daga hefir borið mest á einum manni, MetaxasforsætisráðherraGrikk- lands. Það var á hans valdi að ákveða, hvort Grikkir skyldu ganga mótstöðulaust undir kúg- unarmen öxulríkjanna eða verja frelsi sitt og sjálfstæði að hætti hinna bezfcu Forn- Grikkja. Metaxas valdi síðari kostinn. Metaxas er 71 árs að aldri. Hann er kominn af þekktum ættum. Hann gekk ungur í herinn. Hann vann sér gott orð í grísk-tyrkneska stríðinu rétt fyrir aldamótin og hlaut þá meðal annars sæti í herforingja- ráðinu í Þessalíu. Nokkru síðar gegndi hann störfum í prúss- neska hernum og hefir síðan verið talinn mikill aðdáandi þýzka hersins. Árið 1910 varð hann ráðgjafi Venizelos, hins fræga stjórnmálamanns, í öllu, sem laut að hernaðarmálum. Árið 1915 skildu leiðir hans og Venezelos,sem var ákafur fylgis- maður Bandamanna og vildi að Grikkir segðu Þjóðverjum strið & hendur. Metaxas og meirihluti herf oringj anna fylgdu Kon- stantin konungi, sem var hlynt- ur Þýzkalandi. þar kom að lok- um að Venizelos bar hærri hlut í þessum deilum, konungurinn var rekinn frá völdum og helztu konungssinnarnir, þar á meðal Metaxas, flýðu land. Dvaldi Metaxas i Ítalíu 1917—20. Hann varð aftur landflótta 1923, sök- um andstööu við lýðveldissinna. Næsta ár kom hann til Grikk- lands aftur og árið 1926 gerð- ist hann foringi lítils þingflokks. Á næstu árum kom hann lítið við sögu. Hann var einn þeirra, sem átti frumkvæði þess haust- ið 1935, að konungdæmið var endurreist. Hlaut hann sæti í stjórn þeirri, sem var mynduð litlu síðar, og varð forsætisráð- herra hennar snemma á árinu 1936. Síðan heimsstyrj öldinni lauk höfðu verið miklar stjómmála- erjur i Grikklandi, stjórnbylt- ingar, sem hershöfðingjar stóðu fyrir, voru algengar og raunar A KROSSGÖTTTM Loftbelgir sjást víða á svifi. — Af Austurlandi. — Kýrdauði í Skagafirði. Heybruni. — Hrossasala. — Undanfarin dœgur heflr á allmörgum stöðum á landinu orðið vart við loft- belgi, er svifið hafa í lofti. Munu þetta vera loftvarnabelgir, er slitnað hafa upp og rekið brott fyrir vindinum, frá ýmsum stöðum, einkum enskum stór- borgum, þar sem þeim hefir verið kom- ið fyrir til varnar. Flestir belgjanna. virðast hafa rekið frá norðri til suðurs. Alls hafa sézt sex slíkir belgir hér hina síðustu vlku, en getur þó hafa orðið vart fleiri belgja, þótt ekki séu fréttir af fengnar Á fjórum stöðum hafa belg- irnir valdið skemmdum á símalínum, í Gufudalssveit, á Snæfellsnesi, Laxár- dalsheiði og í Kollafirði á Ströndum. Tekizt hefir að ná þremur belgjum, en hinir hafa borizt til hafs. Belgir þessir eru fylltir léttu og eldfimu gasi, og þarf því varlega með eld að fara í grennd við þá. Belgjanna hefir orðið vart á þessum stöðum: Á miðvikudag- inn í þessari viku sást loftbelgur við ísafjarðardjúp, og olli hann símsliti í Gufudal á leið sinni suður um. Dag- inn eftir sást loftbelgur frá Amgerðar- eyri; barst hann suður yfir og sást síðar suður á Snæfellsnesi og sleit þar sima. Á föstudagsmorgun sást loftbelg- ur yfir Guðlaugsvík. Barst hann til suðurs og sleit síma á Laxárdalsheiði um hádegi í gær. Litlu síðar sást hann frá bæjum í Dölum. Að Sauðafelli tókst að ná í víra.er við hann héngu og draga hann til jarðar og rista gat á hann. Á Tjörn á Vatnsnesi sást loftbelgur litlu fyrir hádegi í gær. Barst hann inn með ströndinni. Þegar kom inn hjá Bjargshóli i Miðfirði, tókst liðssafnaði manna að festa loftbelginn og var síðan skotið á hann og gasloftinu, er hélt honum á svifi, þannig hleypt úr honum. í fyrradag seig belgur til jarð- ar á Langanesi. Loks hefir orðið vart við loftbelg í Kollafirði á Ströndum. Sá loftbelgur olli þar símsliti, en fór yfir, án þess að unnt væri að ná hon- um. r r r Edvald Malmqulst, ráðunautur Bún- aðarsambands Austurlands, skrifar eftirfarandi tíðindi af Austurlandi: — Uppskera úr görðum var afar slæm og svo léleg var sprettan á sumum bæjum í Jökulsárhlíð, að það var ekki talið svara kostnaði, að taka upp úr görðunum. Lítið bar á sýki I garðjurt- um, en þó varð vart við stöngulsýki, einkum í „Eyvindi‘1, á Fáskrúðsfirði og fjörðunum þar fyrir sunnan. Myglu varð aðeins vart á einum stað, svo vitað sé; það var í Búðakauptúni. Um tuttugu frostnætur komu frá miðjum ágústmánuði til septemberloka, og að- faranótt 26. ágústmánaðar var svo mikið frost, að kartöflugras féll víðast á Upphéraði. Þrátt fyrir kuldann í sumar, hefir bygg náð fullum þroska, þar sem því var snemma sáð. Að Brekku í Mjóafirði var til dæmis sáð í 1045 fermetra stóran byggakur, og virðist fást af honum fullþroskað korn. Jarðabætur hafa verið í minnsta lagi á þessu ári, helzt þaksléttur og stækk- un garða. — Mótaka hefir víða verið allmikil í sumar. Eskifjarðarkaupstaður lét t. a. m. afla 160 smálesta af mó á Völlum á Fljótsdalshéraði, og hefir verið talað um, að hver smálest yrði seld á 75 krónur. — Nær 26 þúsund fjár hefir verið slátrað hjá Kaupfélagi Hér- aðsbúa á Reyðarfirði í haust. Eru sum- ir bændur fjármargir á Héraði, og lagði sá, er flestu fargaði, Metúsalem Kér- úlf bóndi á Hrafnkelsstöðum, inn 333 lömb. Vænstir reyndust dilkar Þorv. B. Hjarðar, bónda I Hjarðarhaga á Jök- uldal, með 19 kg. fall að jafnaði. Hjá Bjarna Þorgrímssyni bónda í Vetur- húsum á Jökuldalsheiði, höfðu dilk- arnir 18,9 kg. meðalfall, en 17,7 kg. hjá Jakob Snædal bónda á Eiríksstöðum á Jökul<jal. r r r Tíðindamaður hefir átt tal við Stefán Stefánsson frá Brenniborg og hefir hann tjáð blaðinu eftirfarandi: — í siðastliðinni viku drápust þrjár kýr, að Ánastöðum í Lýtingsstaðahreppi með þeim hætti, að þær ruddust inn um baggagat á hlöðu og duttu ofan í djúpa geil, sem grafin var í heyið vegna hita, Fjórða kýrin, sem lá ofan á hinum, og var aðframkomin, hjarnaði við. Einnig drápust tvær kýr seint á slætti í sum- ar, að Reykjaborg í Lýtingsstaðahreppi af grútaráti. Komust þær i grútar- tunnu, sem stóð úti, illa varin. r r t í síðastliðinni viku brunnu 100 hest- (Framh. á 4. síðu) Metaxas. hafði aldrei ríkt neitt þingræði í landinu. Áhrif kommúnista fóru vaxandi og verkfallsóeirð- ir gerðu meira og meira vart við sig. Metaxas ákvað því til að koma á friði í landinu, að af- nema þingræðið og taka sér ein- ræðisvald. Hefir hann verið ein- ræðisherra Grikklands síðan í ágústmánuði 1936. Margir töldu, þegar Metaxas kom til valda, að hann myndi snúast á sveif með Þjöðverjum,a sökum afstöðu sinnar fyrr á ár- um. Sú.Jiefir þó ekki orðið raun- in ,enda mun hann hafa gert sér ljóst, að núverandi valdhaf- ar Þjóðverja meta lítið sjálf- stæði smáþjóðanna. Metaxas hefir látið hervarn- ir landsins sig miklu skipta og hefir verið komið upp tvöfaldri varnarlínu meðfram landamær- um Albaníu.Heitir hún Metaxas- línan. Metaxas átti ekki miklu fylgi að fagna á fyrsta stjórnarári sínu, en vinsældir hans hafa farið vaxandi, enda hefir stjórn hans verið farsæl á margan hátt. Hann nýtur viðurkenningar fyrir óvenjulegan dugnað og virðist enn halda fullum starfs- kröftum, þótt hann sé kominn á áttræðisaldur. Vðrar fréttir. ítölum hefir enn litið orðið ágengt í sókn sinni inn í Grikk- land. Einkum gengur sókn þeirra ti'egt á norðurvigstöðv- unum, þar sem þeir leitast við að ná til Phlorina. Leggja þeir þó kapp á þá sókn. Á vestur- vígstöðvunum er talið, að ítalski herinn sé kominn um 15 kíló- metra inn í Grikkland. Harðar loftárásir hafa verið gerðar á ýmsar grískar borgir og hern- aðastaði, en þó hefir Aþenu- borg verið hlíft. Herstyrkur Grikkja er mun minni en ítala, og sérstaklega eru ítalir betur vopnum búnir og hafa meira á að skipa af flugliði og vélaher- sveitum. En ítalir telja sér taf- sama framsóknina vegna þess, að þeir þurfi að gera við brýr og vegi, sem Grikkir eyðileggi á undanhaldinu. Grikkir segja hins vegar vörn sína fara fram samkvæmt því er ákveð- ið haf i verið, og benda á, hversu lítt ítalska hernum hafi miðað í sókn sinni, þótt fimm dagar séu liðnir síðan þeir réð ust inn í Grikkland. Þýzkir flugmenn telja sig hafa sökkt 14 skipum í Ermar- sundi í gær, þar á meðal ensku beitiskipi, er fylgdi skipalest um þessum til trausts og halds. í brezkum fregnum er drepið á þessar árásir á skipin, en lítið úr þeim gert. Bretar gerðu fyrstu loftárás sína á Neapel-borg í Ítalíu í gær. Vörpuðu þeir sprengjum á olíubirgðastöðvar. Brezkir flugmenn gerðu einnig árásir á stöðvar ítala í Afríku, Libyu og Abessiníu og Eritreu. í þessum árásum láta Bretar uppi, að þeir hafi misst tvær flugvélar. A víðavangi SKÓGRÆKTARMÁLIN. Síðustu ár hafa augu manna verið að opnast æ betur og bet- ur fyrir því, hvílíkt nauðsynja- mál skógræktin er. Víða hafa áhugasamir menn tekið sam- an um það höndum, að vinna þessu máli gagn, í mörgum hér- uðum hafa risið upp félög, sem hafa það takmark, að friða skógarleifar og græða nýja skóga, þegar fram líða stundir, og nokkrir einstaklingar hafa gefið fjárfúlgur til skógræktar í byggðarlögum, sem þeim eru hjartfólgin. Fleiri dæmi mætti nefna, sem sýna þá vakningu, sem orðin er eða er að verða í þessú efni. Allir eru horfnir til fordæmingar á slíkum háska- verkum sem aleyðingu skóganna hvort heldur gert er með skefja- lausri beit eða höggi. Enda hafði nógu langt verið gengið á þeirri braut. Hún er sönn lýsing Step- hans G. Stephanssonar, er hann segir: „í þúsund ár hrísið og heyið, úr haganum reiddu menn inn, og naktar og nær- skafnar flegið gat næstsetu- maður en hinn.“ í dag eru Ár- nesingar að leggja nokkurn skerf til skógræktarmálanna. Síðustu mánuði hefir verið þar uppi hreyfing um að stofna slíkt félag, til þess að stuðla að framkvæmdum í skógræktar- málum Árnesinga og munu drögin að þessari félagsstofnun hafa verið á Laugarvatni í sumar, er aðalfundur Skógrækt- arfélags íslands var haldinn þar. Vonandi sýna Árnesingar áhuga í þessum málum, stofna fjölmennt félag, sem innir stór- virki af höndum til viðhalds og eflingar skógargróðri í sýslunni. VERNDUN GAMALLA SVEITABÆJA. Samband austfirzkra kvenna samþykkti á aðalfundi sínum í Neskaupstað í fyrra, að eiga hlut að því að viðhaldið yrði einum bæ í fornum stíl á Aust- urlandi. Þótti fundarkonum bærinn að Burstarfelli í Vopna- firði álitlegastur til þessa, ekki sízt þar eð Burstarfell er eitt elzta óðal á landi hér, þar sem sama ættin í beinan legg hefir búið þar í 408 ár. Ritstjóri Hlín- ar, Halldóra Bjarnadóttir, víkur að þessum málum í stuttri grein í riti sínu. Birtist þar í bréfkafli frá Metúsalem Met- úsalemssyni bónda á Burstar- felli um Burstarfellsbæinn. Seg- ir þar svo: — Mér kemur það (Framli. á 4. síðu) Þegar Bragí fórst Ljósari fregnir eru nú komn- ar af hinu hörmulega slysi, er togarinn Bragi fórst utan við Fleetwood. Slysið bar að klukkan 6 um morguninn. Lá Bragi úti fyrir og beið flóðs til að komast í höfn. Sigldi þá flutningaskipið Duke of York á Braga stjórnborös- megin og hvolfdi honum. Einnig eru þær fréttir komn- ar, að Stefán Einarsson kyndari hafi bjargazt, en Guðmundur Einarsson, 1. vélstjóri, farizt. Samkvæmt hinum fyrstu fregn- um var talið, að hann hefði komizt af. Guðmundur var maður nær fertugu, kvæntur og átti þrjú börn. Þeir þrír skipverjar, sem kom- ust lífs af, koma heim með Haukanesi, sem sennilega hefir látið úr höfn í Englandi í dag. Maður drukknar Guðlaugur Ásgeirsson, mat- sveinn á togaranum Maí, féll í höfnina í Fleetwood og drukkn- aði, er skipið var þar síðast í höfn. Gúðlaugur lætur eftir sig konu og fjögur börn, öll ung.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.