Tíminn - 02.11.1940, Síða 2

Tíminn - 02.11.1940, Síða 2
426 TÍMIM, laiigardagiim 2. iiov. 1940 107. blað Sjávarátvegurínn Skuldasöfnunin þarf að faverfa úr sögunní 'gtininn Laugardaginn 2. nóv. Lántökur og skulda- greíðslur Lausaskuldir Reykjavíkur- bæjar hafa aukizt mjög á síð- ustu árum^aðallega við Lands- bankann. Ákvað bæjarstjórnin fyrir nokkru síðan að taka lán til greiðslu á þessum lausaskuld- um, á þann hátt, að bjóða bæj- arskuldabréf til sölu. Var láns- upphæðin ákveðin samtals 3 miljónir króna, og seldust skuldabréf fyrir þeirri upphæð á skömmum tíma. Þetta láns- útboð Reykjavíkurbæjar og greiðsla á bankaskuldunum er tvímælalaust heppileg ráðstöf- un. Aðeins þurfa forráðamenn bæjarins að reyna að koma í veg fyrir að lausaskuldir safnist á ný. Vafalaust hafa ýmsir þeir, sem keyptu skuldabréf bæjar- ins, gert það í þeirri trú, að reynt yrði að sporna við áfram- haldandi skuldasöfnun bæjar- félagsins. Búast má við því, að trú peningamanna á gjaldþoli bæjarins kynni að veikjast nokkuð, ef forráðamenn hans þyrftu innan skamms að guða á sama gluggann í annað sinn, til þess að geta borgað nýjar skuldir. Það er því ákaflega mikilvægt, að bæjarstjórninni takist að láta tekjur bæjarins hrökkva fyrir útgjöldunum, svo að komið verði í veg fyrir að nýjar skuldir safnist á komandi árum. Margir bæjarbúar hafa nú meiri atvinnu og hærri tekj- ur en undanfarin ár, og gerir það bænum auðveldara að jafna niður útsvörum á næsta ári, til að fullnægja tekjuþörfinni. Þá er áreiðanlega hægt að koma við meiri hagsýni í framfærslu- málum og sparnaði á fleiri svið- um. Nauðsynlegt er að herða á innheimtu útsvaranna og ann- ara bæjargjalda, og yfirleitt að gera allar skynsamlegar ráð- stafanir til þess að rekstur bæj- arins verði tekjuhallalaus í framtíðinni. Á sama hátt og Reykjavíkur- bær hefir tekið skuldabréfalán til þess að lækka bæjarskuld- irnar, virðist skynsamleg ráð- stöfun að bjóða út stórt innan- ríkislán, í þvi skyni að lækka skuldir ríkisins erlendis. Munu ráðherrar Framsóknarflokksins hafa borið fram tillögur í rík- isstjórninni um slíka lántöku. Að vísu, hefi ríkissjóður ekki safnað eyðsluskuldum á undan- förnum árum, eins og Reykja- víkurbær, en þrátt fyrir það er sjálfsagt að nota tækifærið til þess að lækka gömul ríkislán í Englandi, að svo miklu leyti, sem mögulegt er. Yfirleitt hafa menn nú meiri peninga handa á milli en áður, og er lítill vafi á því, að auðvelt myndi að selja ríkisskuldabréf hér innan lands fyrir stórar fjárhæðir. Á síðustu árum fyrir striðið lögðu einstakir menn fram mikið fé til húsabygginga í Reykjavik. Ef til vill eru ein- hverjir möguleikar til innflutn- ings á byggingarefni nú, þar sem gj aldeyrisástandið hef ir batnað í bili. Ekki er þó líklegt, að margir telji hyggilegt að festa fé sitt í húsabyggingum meðan ófriðurinn stendur. Hús- in myndu verða miklu dýrari en á venjulegum tímum, og vafa- laust verður reynt að halda húsaleigunni í skefjum fyrst um sinn. Er því hæpinn gróðavegur að leggja fé í byggingar nú, og sama máli gegnir um aðrar framkvæmdir, sem kosta að- flutt efni. Þegar verðfallið kemur, verður erfitt að standa undir stofnkostnaði þeirra fyr- irtækja, sem reist hafa verið í mestu dýrtíðinni. Fyrir þá pen- inga, sem menn spara nú og leggja á vöxtu, getur orðið mögulegt að fá margfalt meiri verðmæti eftir nokkur ár, held- ur en meðan ófriðurinn stendur. Það er því rík ástæða fyrir þá, sem myndu hafa lagt sparifé í húsabyggingar eða aðrar hlið- stæðar framkvæmdir á venju- legum tímum, að verja því nú til kaupa á ríkisskuldabréfum, I. Annar höfuðatvinnuvgur þjóðarinnar, sjávarútvegurinn, hefir átt við mikla erfiðleika að stríða síöastliðinn áratug. Að nokkru leyti áttu þrengingar út- vegsins rætur sinar að rekja til fjármálaráðstafana, sem gerðar voru fyrir 15 árum. Árið 1925 var íslenzka krónan hækkuð stórkostlega í verði. Sú ráð- stöfun var af mörgum talin varhugaverð, og sérstaklega var Framsóknarflokkurinn, undir forustu Tryggva Þórhallssonar, þáverandi ritstjóra Tímans, mjög ákveðinn á móti gengis- hækkuninni. Var á það bent af Framsóknarmönnum og fleir- um, að gengisbreytingin myndi hafa í för með sér stórfellt tap fyrir útvegsmenn og aðra fram- leiðendur. Rættist sú spá full- komlega síðar. Aðvaranir Framsóknarmanna í gengismálinu voru ekki tekn- ar til greina af þeim mönnum, sem þá fóru með fjármála- stjórnina í landinu. Næstu ár- in á eftir gekk þó útgerðin yfir- leitt þolanlega, en árið 1930 hófust vandræðin fyrir alvöru. Þá varð stórkostlegt verðfall á sjávarafurðum, en framleiðslu- kostnaðurinn lækkaði ekki. Ó- lagið á fisksölunni, áður en samtök voru hafin um þá verzl- un, varð líka til mikils tjóns fyrir útveginn. Síðar kom hrun saltfiskmarkaðanna, og þorsk- aflini} brást tilfinnanlega, mörg ár í röð. Vegna gengishækkun- arinnar 1925 var sjávarútvegur- inn ílla unöir það búinn að mæta þessum stóru áföllum. II. Afleiðingin af töpum sjávar- útvegsins varð geysimikil skuldasöfnun einstakra útvegs- manna og útgerðarfélaga hjá bönkunum. Óhjákvæmilegt varð að gera opinberar ráðstafanir til aðstoðar þessum atvinnuvegi. Með lögum, er sett voru á Al- þingi 1935, var stofnaður skulda- skilasjóður vélbátaeigenda. Sjóðurinn veitti eigendum vél- báta aðstoð til að ná samning- um um eftirgjafir skulda og hagkvæmum breytingum á láns- ef þau verða boðin til sölu. Með því tryggja þeir sér arð af fé sínu, án nokkurrar áhættu, um leið og þeir stuðla að því að lækka skuldir þjóðarinnar við önnur lönd. Sk. G. NIÐURLAG. ÞÓRSHÖFN (íbúar 288). Þórshöfn er í Sauðaness- hreppi og stendur á norðan- verðu Langanesi innarlega við Þistilfjörðinn, sem tilheyra mun Norðurlandi frekar en Aust- fjörðum. Þorpið er byggt í landi jarðarinnar Syðra-Lón, sem er einkaeign og sjálfstæð bújörð. Eigendur jarðarinnar hafa enn sem komið er látið þorpsbúum í té land til ræktunar eftir þörf- um. Syðra-Lón er mikil jörð, sem hefir yfir að ráða um 400 ha. af afbragðsgóðu ræktunar- landi, auk ýmsra hlunninda. Innan við kauptúnið eru ágæt- ar jarðir með miklum ræktun- armöguleikum. Utan við Syðra- Lón tekur við prestssetrið Sauðanes, ein af stærstu jörð- um landsins, sem hefir a. m. k. 1500 ha. ræktanlegt land, auk æðarvarps, reka, mikillar beit- ar og annara gæða. Þannig er í norðaustur frá þorpinu, mjög heilleg og álitleg landsspilda, nálega 2000 ha. að stærð. Land þetta eru hálfdeigjur og mýrar- flóar, hæfilega hallandi til framræslu. Ofan við landið eru allvíðáttumikil heiðalönd, sem eru góð til beitar. Þorpið er að mestu með dreif- býlissniði. Við höfnina er þó kjörum. Síðar var eigendum línuveiðagufuskipa einnig veitt- ur aðgangur að sjóðnum. Af öðrum ráðstöfunum til stuðnings útgerðinni má nefna stofnun fiskimálanefndar, með lögum frá Alþingi 1934. Auk margs annars hóf nefndin til- raunir með hraðfrystingu á fiski, veitti aðstoð við að koma upp hraðfrystihúsum og hefir haft forgöngu um útflutning á frystum fiski, sem hefir orðið til stórkostlegra hagsbóta fyrir sjávarútveginn. Á Alþingi 1938 voru samþykkt lög um skattgreiðslur útgerðar- fyrirtækja, sem veittu þeim mikilsverð hlunnindi. Þá var ennfremur, eftir tillögu Fram- sóknarflokjisins, kosin fimm manná milliþinganefnd til að rannsaka hag og rekstur tog- araútgerðarinnar og gera til- lögur um það mál. Var tillagan flutt vegna ítrekaðra óska um aðstoð í erfiðleikum sjávarút- vegsins, sem útgerðarmenn höfðu borið fram við ríkisstjórn og Alþingi. Milliþinganefndin kynnti sér rekstur togaranna árin 1933— 1937. Samkvæmt þeim reikn- ingum, sem nefndinni bárust, höfðu flestir togararnir verið reknir með tapi, sem samtals skipti miljónum á þessu tíma- bili. Efnahagur útgerðarfyrir- tækjanna var einnig mjög bág- borinn, og meiri hluti þeirra átti ekki fyrir skuldum í árslok 1937. Nefndarmennirnir vom sam- mála um nauðsyn þess, að gerðar yrðu ráðstafanir til við- reisnar útgerðinni. Strax í byrj- un þingsins 1939 hófust sam- komulagstilraunir milli þing- flokkanna um það mál, og nið- urstaðan af þeim varð gengis- breytingin, sem samþykkt var á Alþingi snemma í aprílmánuði 1939. Saga þess máls verður ekki rakin hér, en eins og öllum mun kunnugt, var gengisbreytingin gerð til að bæta aðstöðu og af- komumöguleika sjávarútvegsins. III. Eitt af því sem mesta þýðingu hefir fyrir rekstur útgerðar- innar, eru þær stórstígu fram- farir í síldariðnaði og síldarsölu sem orðið hafa á undanförnum árum. Fyrsta síldarverksmiðja ríkisins tók til starfa árið 1930, sama árið, sem verðfallið á saltfiskinum hófst. Svo sem kunnugt er, beitti Framsóknar- flokkurinn sér fyrir stofnun verksmiðjanna, og var Magnús heitinn Kristjánsson ráðherra forgöngumaður málsins. Síðar byggðin allþétt. Þorpið er ó- skipulagt og félagsleg þægndi eru þar lítil eða engin. Sam- eiginleg vatnsveita er nú ráð- gerð, sem áætlað er að kosti 25 þúsund krónur. Þá er talið, að nokkur virkjunarskilyrði muni vera í Fossá, sem fellur ofan af hálendinu innanvert við þorpið, en líklega er þó hagnýt orka hennar frekar lítil. Talsverður mór er í Syðra- Lóns-mýrum, allgóður, enda talsvert notaður til eldsneytis. Mikinn þara rekur oftlega á fjörurnar. Byggingarefni er er einnig nærtækt. Þórshöfn er enn ekki komin í samband við bílvegakerfið, en þáð er ráðgert með vegarlagn- ingu um Axarfjarðarheiði, en sá vegur er aðeins kominn að Sval- barði. Höfnin í þorpinu er góð, enda búið að verja til bryggjugerðar og sjóvarnargarðs um 100 þús- und krónum. Enn er þó eftir að dýpka höfnina á vissum stöð- um, svo stör skip geti lagst við hafnarbryggjuna. Ríkissjóður hefir lagt fram % kostnaðar við hafnargerðina, en hreppurinn hinn hlutann, og standa hafn- argjöld í þorpinu straum af þeirri upphæð. Þorpsbúar hafa sjósókn og landbúnað að atvinnu. Einnig átti Framsóknarflokkurinn frumkvæði að því, að ríkið keypti síldarverksmiðjuna á Raufarhöfn. Þrátt fyrir gjald- eyriserfiðleika hafa ríkisverk- smiðjurnar verið stækkaðar á undanförnum árum, og afköst þeirra hafa margfaldazt síðan 1930, en auk þess hafa einstök útgerðarfélög reist stórar síld- arverksmiðjur á þessum árum. Með lögunum um síldarút- •egsnefnd árið 1934, var komið nýrri skipan á útflutning og sölu saltaðrar síldar. Hefir út- flutningur saltsíldar aukizt verulega síðan, bæði að magni og verðmæti, þar til á yfirstand- andi ári, þegar helztu markaðs- löndin eru lokuð af völdum stríðsins. Síldarútvegurinn hefir verið mjög þýðingarmikill fyrír þjóð- arbúskapinn síðustu árin, þegar þorskaflinn brást og fiskmark- aðir lokuðust. Er síldarútgerð nú miklu áhættuminni og heilla- drýgri atvinnuvegur en áður. Er það árangur þeirrar aukn- ingar á síldarverksmiðjunum, sem orðið hefir á undanförnum árum, og þess nýja fyrirkomu- lags á síldarsölunni, sem upp hefir verið tekið. IV. Styrjöldin hófst nokkrum mánuðum eftir að löggjafar- valdið hafði veitt sjávarútveg- inum mikilsverða aðstoð með breytingu á verðgildi pening- anna. Hafði ófriðurinn strax í byrjun mikil áhrif á rekstur út- gerðarinnar. ísfisksala til Þýzkalands stöðvaðist, og síðar tapaðist einnig saltfiskmarkað- urinn á Ítalíu. Aftur á móti hækkaði verð á ísfiski í Bret- landi. Flestir togararnir og mörg önnur íslenzk skip hafa haldið uppi fiskflutningum til Bretlands síðan í stríðsbyrjun. Siglingarnar hafa gengið svo giftusamlega, iað ennþá hefir ekkert íslenzkt skip orðið fyrir tjóni af vígvélum ófriðarþjóð- anna. Er hagnaður þeirra af ís- fisksölunni mikill, þrátt fyrir aukinn útgerðarkostnað. Mörg skip höfðu einnig ríflegan gróða af síldveiðum í sumar. Eru því mikil og góð umskipti orðin á fjárhagsástæðum útgerðar- manna. Er talið að flest togara- félögin hafi þegar greitt þær skuldir, sem á þeim hvíldu, og mörg þeirra safnað álitlegum fjárhæðum í varasjóði. Þegar ástæður útgerðarinnar eru athugaðar, er þess að gæta, að endurnýjun skipastólsins er aðkallandi viðfangsefni. Meðal- aldur togaranna mun vera um 20 ár. Viðhald þeirra er dýrt, og reynsla undanfarinna ára sýn- ir, að erfitt er að láta rekstur- inn bera sig. Margir vélbátar hafa verið smíðaðir hér á landi síðustu árin, en þó þarf að (Framh. á 3. síðu) er þar nokkur daglaunavinna við hraðfrystihús Kaupfélags Langnesinga, sauðfjárslátrun á haustin, flutninga, afgreiðslu skipa o. fl. Afköst hraðfrysti- hússins eru lítil, eða 4—5 smál. fiskflaka á sólarhring. Fiskibátar í þorpinu eru 16, þar af 12 hreyfilvélabátar. Hin- ir eru nokkru stærri, eða 6—8 smálestir. Bátarnir eru yfirleitt sameign sjómannanna, og vegn- ar frekar vel fjárhagslega. Flestir bátanna stunda þorsk- veiðar með línu eða handfæri, en nokkrir stærri bátanna eru nú byrjaðir á dragnótaveiðum, með góðum árangri, enda eru dragnótamið talin góð í Þistil- firði. Líkur eru og til að veiða megi þar kola í net, þótt lítið hafi það verið reynt ennþá. Venjulegur veiðitími Þórs- hafnarbáta er frá því á vorin og framundir áramót. Oft er þar einnig sæmilegur vetrarafli. Fiskurinn gengur alloft inn í fjör^inn; annars er sótt út í fjarðarmynnið. Aflinn er salt- aður, hraðfrystur, eða seldur í ís til útflutnings. Auk heimabáta stunda nokkrir aðkomubátar venjulega róðra frá Þórshöfn. í þorpinu eru sæmileg lifrar- bræðslutæki. Allur fiskiúrgang- ur er hirtur til áburðar, og er það mjög til fyrirmyndar. Hreppsnefndin gerir sjómönn- um og öðrum þeim, er fiskinn eiga, að skyldu að láta úrgang- inn í þar til gerða kassa á að- gerðarstaðnum, ef þeir ekki nota hann sjálfir. Þar er úr- gangurinn hirtur af manni, sem Heppileg Fyrir skömmu benti ég á það hér í blaðinu, hve hættulegt væri fyrir skáld og listamenn, að vera óþjóðlegir í félagsmál- um þjóðar sinnar. Jafnvel mikl- ir listamenn væru látnir sæta þeirri ábyrgð, sem almennings- álitið getur komið fram, fyrir að styðja ekki heilbrigðar lífs- bjargarkröfur samborgara sinna. í þessu sambandi benti ég á þá staðreynd, að Grímur Thomsen, sem var mikið skáld og þjóðrækinn í ljóðagerð sinni, hefði ekki hlotið fulla viður- kenningu í þessum efnum fyrr en nokkuð var liðið frá andláti hans og fennt yfir, að hann hafði þrásinnis staðið í lands- málabaráttunni með útlenda valdinu og verið hinn erfiðasti í samskiptum við Jón Sigurðs- son. Ég benti ennfremur á ljóð- línur Matthíasar um tregðu Gríms að sýna sorgarmerki við útför Jóns Sigurðssonar. Rök mín, um að Grímur var ekki metinn sem skáld, meðan ■hann lifði, svo sem tilefni voru til, og að þjóðlegir menn höfðu mikla ömun á fylgispekt hans við málstað dönsku stjórnar- innar, eru alkunn og alviður- kennd. Ég benti hins vegar á þessa staðreynd í aðvörunar- skyni, þar sem nokkrir rithöf- undar samtíðarinnar, sem að vísu eru minni fyrir sér en Grímur Thomsen, eru að ein- angra sig frá þjóðinni, og verða nokkurskonar útlendingar 1 landinu með því að meta of lít- ils réttmætan málstað sinnar þjóðar. Tíminn birti nýverið sköru- lega áréttingu á þessari skoðun minni, eftir Magnús Torfason. Nefnir höf. allmörg dæmi, sem sýna átakanlega, hversu rétt- mætt það var af þjóðræknum íslendingum, að lítilsvirða póli- tískar skoðanir Gríms Thomsen. M. T. segir, að Grímur Thom- sen hafi mætt í einkennisbún- ingi við jarðarför Árna Helga- sonar. Nú er vitanlegt, að hartn hafði mestu mætur á Árna, og að hann vill sýna þessum dána lærimeistara sérstaka virðingu með því að koma í mesta til- haldsskrúða að jarðarförinni. En við jarðarför Jóns Sigurðs- sonar var Grímur í gráum frakka, hvorki hefðarbúningi né dökkum klæðum. Þjóðin vissi ástæðuna. Hún var skiljan- leg í sambandi við pólitískan vanmátt og þroskaleysi skálds- ins. Sú skýring, að G. Th. hafi ekki átt dökkan klæðnað, er fjarstæða, ef fátækt átti að vera orsökin. Skáldið var á myndar- legum eftirlaunum frá Dönum og hafði nóg ráð til að fata sig. M. T. bendir skarplega á, hversu mikið bar á milli hinna til þess er ráðinn, og fluttur í hestkerru út á ræktunarlöndin. Maðurinn fær visst gjald fyrir hvert vagnhlass, frá þeim er úr- gangsins njóta, mismunandi mikið eftir fjarlægðum, og er það kaup hans. Nú er eftir- spurn um úrganginn til áburð- ar orðin meiri heldur en hægt er að fullnægja. Þetta fyrir- komulag virðist vera mjög ein- falt og ódýrt í framkvæmd. Vil ég hér með vekja á því athygli, sem fyrirmynd handa þeim mörgu þorpum og kauptúnum, sem láta þessi geysilegu verð- mæti renna úr greipum sér ár eftir ár, til stórtjóns og van- sæmdar. Ræktað land í þorpinu má á- ætla liðlega 30 ha. Þorpsbúum mun standa til boða, að fá til viðbótar allt að 100 ha. af góðu ræktunarlandi. Liðlega 40 fjöl- skyldur af um 5t), sem í þorpinu búa, hafa búskap og ræktun. Hinar hafa aðeins garðræktar- land. Hreppurinn hefir engin afskipti haft af ræktunarmál- unum. Guðmundur Vilhjálms- son, oddviti og eigandi meira- hluta Syðra-Lóns, hefir mótað og skipulagt ræktun þorpsbúa, og tekizt það giftusamlega að mörgu leyti. Ræktunin virðist vera með því bezta sem gerist, enda er öll nýting áburðarefna í þorpinu tiltölulega góð. Árið 1939 var uppskera og bú- fénaður: Taða um 1600 hestburðir, út- hey 300 hestburðir, kartöflur 200 tunnur, kýr 50, sauðfé 150, hestar 18, hænsni 200. Refarækt árctting þjóðræknu umbótamanna og G. Th. um íslenzk þjóðmál. Á stúdentafundi í Uppsölum lýsir G. Th. yfir, að hann vilji láta landið standa í stað, þar með vitanlega halda áfram að vera einskonar hrepp í Danmörku, í vonlausu neyðarástandi um stjórnarhætti og frelsi. Höf. bætir síðan við skýrslu um að ástæðan til þess, að G. Th. fylgdi Estrupsliðum í því að neita að brúa stórfljótin á Suð- urlandi, hafi verið ást hans á Sunnlendingum. Hann hafi viljað vernda þá fyrir spilling- unni frá Reykjavík. Nú er það meir en vafasamt, hvort spilling þarf brýr til að komast leiðar sinnar. í öðru lagi vafasamt, hvort Reykjavík var háskalegt spillingarbæli. í þriðja lagi er fullvíst, að fólkið á Suðurlandi var algerlega andstætt þessari skoðun. Það leit á þessar brúar- gerðir sem glæsilegustu fram- kvæmd samtíðarinnar. Fögn- uðurinn yfir Ölfusárbrúnni lyfti Sunnlendingum eins og minn- ing um nýunnið þrekvirki. Það var fullkomlega afsakanlegt, þó að sveitafólkið á Suðurlandi hefði litið álit á bóndanum á Bessastöðum fyrir að ganga í lið með Estrupsstjórninni til að hindra framkvæmd veigamestu umbótamála. Af þingræðum og bréfum Jóns Sigurðssonar má sjá, að hann á- leit G. Th. einhvern harðsnún- asta andstæðing sinn í frelsis- og viðreisnarmálum sínum. M. T. rökstyður þetta með því að segja, að G. Th. hafi þrem sinn- um verið stuðningsmaður mál- efna J. S! En var það nóg! Myndi landið hafa fengið stjórnbót 1874, 1903 og 1918, ef Jón Sigurðsson og samherjar hans hefðu í landsmálum fylgt G. Th.? Myndi Jón Sigurðsson hafa lyft landi og þjóð, svo sem raun bar vitni um, ef prestar og bændur landsins hefðu að- eins þrem sinnum veitt honum brautargengi? Einmitt þessi skýring á pólitískri framkomu G. Th., að hann var afarsjaldan með J. S. og afaroft á móti hon- um, gerir eðlilega framkomu skáldsins við jarðarförina 1880. Þegar Árni Helgason deyr, sýnir hann sorg sína eins og siðvenj- ur landsins bjóða. Árni Helga- son var maður, sem skáldinu hafði þótt mikið til koma. Jón Sigurðsson var maður, sem skáldið var mjög mótfallið. Milli þeirra var regindjúp. Ann- ar var mikill frelsis- og fram- faramaður. Hinn mikill aftur- halds- og kyrrstöðumaður. Grímur Thomsen sýndi hug sinn í Uppsölum, þegar hann vildi „frysta“ vanmátt, ófrelsi (Framh. á 3. síðu) er og lítilsháttar, en hefir gefizt illa. Á Þórshöfn eru næg atvinnu- tæki og atvinna sem stendur. Hreppurinn hefir ávallt komizt vel af og ástæður hans mega teljast frekar góðar. Fáir staðir á landi hér sam- eina jafn marga, mikla og glæsilega kosti til lands og sjávar, eins og Þórshöfn og nágrenni hennar. Landið býður fram ræktunarmöguleika, svo skiptir hundruðum og jafnvel þúsundum hektara. Jafnframt þessu er til staðar nothæft elds- neyti, þari til beitar og áburð- ur og mörg fleiri gæði. Þorpið liggur vel við samgöngum, bæði á sjó og landi, og hefir auk þess í grennd við sig hin ágæt- ustu fiskimið, þar sem afla má mikinn hluta árs fjölbreyttra fiskitegunda, svo sem þorsks, ýsu, flatfiskjar, síldar og hrogn- kelsa. Öll rök hníga þess vegna að því, að á Þórshöfn geti þús- undir manna lifað menningar- lífi, ef gæðin til lands og sjávar eru skynsamlega hagnýtt. Þegar að því kemur, að ríkið fer að framkvæma stórfellt landnám í sveit eða við sjó, tel ég víst, að Þórshöfn og ná- gjrenni hennar verði þar ofar- lega á blaði. Þá mun rísa upp á Þórshöfn fagurt og farsælt sjáv- arþorp með dreifbýlissniði, þar sem íbúarnir hafa lífsuppeldi sitt bæði af landi og sjó. En hvenær byrjar sá draum- ur að rætast? Verður enn um skeið haldið áfram á þeirri braut, að leggja Jens Hólmgeírsson: Frá Austf jöcOimi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.