Tíminn - 05.11.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.11.1940, Blaðsíða 3
108. Mað TtMEYiy, lirigjadagiim 5. nóv. 1940 431 A N N Á L L Dánardægnr. Gísli Nikulásson, fyrrum bóndi að Gerðum í Landeyjum í Rangárþingi, lézt að heimili sínu 7. septembermánaðar. Gísli í Gerðum, eins og hann var oftast kallaður, var fæddur að Sleif í Landeyjum, 23. sept. 1832, og var því nærri 88 ára, er hann lézt. Hann fluttist að Gerðum á 1. ári og ólst þar upp hjá barnlausum hjónum, Guðna Einarssyni og Guðrúnu Gísla- dóttur. Foreldrar Gísla heitins höfáu fyrir stórum barnahópi að sjá, en bjuggu á mjög lítilli jörð, svo að Gerðahjónin tóku yngsta drenginn sér til ánægju, og varð Gísli þeirra traustasta stoð á elliárum þeirra. — Gísli heitinn var af góðu og traustu bergi brotinn, þótt ættir hans verði ekki raktar hér. Hann var prúður í allri framkomu, friður að vallarsýn og svo tryggur og vinfastur, að ekki varð um þokað. Hann var innilegur heim að sækja og fljótur til að rétta hjálpandi hönd bæði mönnum og málleysingjum. Það var ætt- arhneigð, sem hér brauzt fram í fari hans, eins og hjá bræðrum hans, Jóni á Álfhólum og Eiríki á Skeggjastöðum, sem voru öðr- um færari að hjálpa við erfiðar fæðingar málleysingjanna, sem lágu þjakaðit, þar til hin ólærða hönd kom þeim til bjargar. Og heyrt hefi ég, að systur þeirra bræðra hafi ekki verið eftirbát- ar í þessum efnum, enda var Þorbjörg móðir þessara systkina rómuð farsæl ljósmóðir á sín- um tíma. Kona Gísla í Gerðum var Þór- unn Pálsdóttir frá Eystra-Fífl- holti (f. 1850, d. 1925). Hún vaT prúð og vel gefin kona, bók- hneigð og svo minnug, að af bar. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, og eru tveir synir þeirra á lífi: Guðni bóndi á Krossi í Landeyjum og Geir bóndi í Gerðum. Þau bjuggu um hálfrar aldar skeið að Gerðum við fremur góð efni. — Gísli vaT hestamaður, eins og það var orðað, átti oft eftirsótta gæð- inga og jafnvel marga í senn — en hér sannast hið fornkveðna, að sérhver fellur á sinni list um síðir, því að hann varð fyrir því sorglega áfalli að detta af hest- baki nú fyrir 8 árum. Sú bylta dæmdi hann í rúmið, það sem efti'r var æfinnar. Samt fýlgd- ist hann vel með því, sem gerð- ist, bæði nær og fjær, einnig las hann sér til hressingar og sneiddi þá ekki hjá því, sem er kristilegt og göfgandi, t. d. hélt hann þeim gamla og góða sið að lesa húslestur fram á síðasta misserið, sem hann lifði. Við, sem kynntumst Gísla í Gerðum, þökkum samveru- stundirnar á liðinni braut. X. sveinn og gjafvaxta mær hafa strengt fögur heit, og dásamað ást Signýjar, er fylgja vildi elsk- huga sínum í dauöann, og hrif- izUaf hetjunni, sem sleit öll bönd en lét hárlokkinn Signýjar fjötra sig. Það er trú mín, að æfintýri þannig framsett, séu hin áhrifamesta prédikun til æskumanna, og ef til vill sú eina prédikun, sem nær meira en eyrum þeirra, og nær að þroska skapgerð þeirra og beztu eðlis- þætti. Afburðamaður líkur sr. Magn- úsi Helgasyni, sprettur ekki upp úr óyrktum jarðvegi. Frá ætt sinni og umhverfi hefir hann erft sína höfuðkosti, enda eru bræður hans og margir frændur viðurkenndir mannkostamenn, en það sem ég dáist mest að, er hve vel honum tókst að þroska þessa góðu ættareiginleika. Hann naut aðeins sömu menntunar og almennt gerðist um æskumenn þeirra tíma, sem menntaveginn gengu, og hans fyrstu störf voru unnin á fremur afskekktum stöðum, fjarri þeim menningar- straumum, sem menntamenn telja sér nauðsynlega til þroska, en þá þegar, á fyrstu prestsskap- arárum hans, fór orð af honum sem afburða fræðara og mann- kostamanni. Sóknarfólk elskaöi hann og virti, og víðfrægði hróður hans, en sjálfur lifði hann þá eins og alla tíð óbrotnu lífi, og gekk að allri erfiðisvinnu, eins og bænd- HEIMILIÐ Frídagnr liiísmæðra. Húsmæðurnar eiga jafnast fáar tómstundir og þá mun þeim ekki síður þöTf góðrar hvíldar en öðrum stéttum þjóð- félagsins. Störfum þeirra er þannig háttað, að þær verða að vinna alla daga, jafnt sunnu- daga sem virka daga. ÞæT þurfa að annast börn og heimili alla daga. Þó þær elski börnin sín, geta þau þó orðið þreytandi, ef aldrei er hægt að sleppa frá þeim, og hvíla sig nokkra daga. Frægur sænskur prófessor, Bertil Ohilius, sagði eitt sinn á opinberum fundi í Oslo: Frí- tími hvers einstaklings meðal þjóðarinnar, er stórmál vorra tíma. Hugmyndin er, að allir geti fengið frí, en sem komið er, er það ekki nema þriðjung- ur þjóðarinnar, sem getur orð- ið þess aðnjótandi. Það er nefni- lega enginn frítími til fyrir hús- mæöurnar okkar, sem hafa þó meiri þörf fyrir hálfsmánaðar hvíld, en nokkur önnur stétt. Menn segja, að ekkert sé hægt að gera fyrir þær í þessu efni. Hver tekur við störfum þeirra? Hver getur raunverulega komið í staðinn fyrir sérhverja hús- móður? Þessi spurning flýgur gegn um hugann, og ekkert gerist til bjargar í þessu máli. Þá kom prófessorinn með frumvarp sitt um þegnskyldu- vinnu ungra kvenna. Hann á- leit, að ungar stúlkur skyldu starfa einhvern tíma í þjónustu hins opinbera. Helmingi þess tíma væri varið til náms, en hálfum tímanum yrði varið til þess að vinna á heimilum, sem þyrftu hvíldar vegna sjúkdóms eða þreytu. Væri húsmæðrum þjóðarinnar á þennan hátt gert kleyft að öðlast hálfsmánaðar frí árlega, taldi hann stóran sigur unninn í þjóðlífinu: Þetta frumvarp prófessorsins væri rétt að taka til athugunar innan kvenfélaganna og ræða þar. Mörg kvenfélög hafa stofn- að til skemmtiferða fyrir hús- mæður. Nokkur kaupfélög hafa lánað félagskonum sínum ó- keypis bifreiðar til skemmti- ferða. Nokkrir af skólunum hafa stofnað til hvíldarviku fyrir konur. En skilningur þessa máls er allt of lítill hjá al- menningi, aðeins örfáar konur hafa getað orðið þessara frídaga aðnj ótandi, oftsinnis vegna þess, að enginn getur tekið við störfum þeirra. Hvíldarvika hverrar húsmóð- ur einu sinni á ári, er það minnsta, sem hún þarfnast til þess að vera aflgjafi og vöTður þess gróandi lífs, sem vex upp á hverju góðu heimili. J. S. L. urnir, sem hann kenndi, og þegar Jón Þórarinsson sækir hann heim, austur að Torfastöð- um, til að fala hann sem kenn- ara að Flensborgarskólanum, þá er hann að ljúka við að ganga frá heyjum sínum og frá því verki gekk, hann heim, til að hefja tal um þau störf, er síðar urðu hans merkustu lífsstörf, og lengst munu halda minningu hans á lofti. Enginn núlifandi maður hefir gefið eins glögga og merkilega lýsingu af fyrirmyndarheimili í sveit, eins og þau gerðust bezt á liðinni öld, og sr. Magnús gefur í minningargreinum sínum um heimilið í Birtingaholti. Og ekki er það neinn vafi, að þau bernskuáhrif verða honum far- sælasta veganestið. Er það at- hyglisvert, að þessi mikli per- sónuleiki er upprunninn við slíka heimilishætti. Lýsing hans af æskuheimilinu ætti helzt að vera í hvers manns eigu, ef ske kynni að ábyrgð þeirra, er heimili stofna og stjórna, ykist við lest- ur þeirrar lýsingar, en það mun nú mjög skorta í grundvöll ís- lenzkrar menningar, að heimil- unum takist að rækja nógu vel sitt stóra hlutverk eða hafi þau tök á æskulýðnum, sem æskilegt væri. Eftir að sr. Magnús lét af störfum við Kennaraskólann, hafði ég lítil kynni af honum. Ég hitti hann þó nokkrum sinn- um og naut þess að ræða við Athugasemd í 106. tölublaði Tímans er grein undir fyrirsögninni „Grímur á gráa frakkanum", undirrituð M. T. Þessi grein endar á þennan hátt: „Hitt skyldi hver maður var- ast að draga þá niður í rennu- steinssaurinn eins og Danir sína víðfrægustu menn.“ Þessi orð standa sem almenn álykturí, án nokkurrar undan- tekningar, alveg eins og þetta, að draga víðfrægustu menn sína niður, væri almennt fyrir- brigði meðal Dana. Að þetta sé svo, er mér alger- lega ókunnugt um, og ég finn það þess vegna óumflýjanlega skyldu mína sem sendiherra Dana hér á landi, að láta þessa rakjalausu staðhæfingu M. T. ekki standa alveg ómótmælta. Ég vona að blaðið geri mér þann greiða að ljá mér rúm fyrir þessa athugasemd. Með sérstakri virðingu, Fr. de Fontenay Samvinna í verzlun og atvinnurekstri (Framh. af 2. síðu) vinnuútgerð, þarf ekki meira áræði og manndóm heldur en fram kom hjá fyrstu stofnend- um kaupfélaganna í landinu. Engum samvinnumanni kem- ur í hug, að samvinnuútgerð, þó að hafin yrði, myndi útrýma einstaklingsrekstri þegar í stað. Einstakir útgerðarmenn myndu halda áfram að starfa, við hlið félagsútgerðar, eins og kaup- menn við hliðina á kaupfélög- unum. Og meðan til eru sjó- menn og verkamenn, sem vilja vera annarra hjú, eða ekki hafa, af einhverjum orsökum. ástæður til að taka atvinnu- reksturinn í eigin hendur, þá eiga einstakir atvinnurekend- ur tilverurétt — alveg á sama hátt og kaupmennirnir eiga til- verurétt á meðan einhverjiT vilja við þá skipta. VIII. Árangur aL. verzlunarsam- vinnunni í landinu er mikill og glæsilegur. Af þeirri byrjun, sem bændurnir á Norðurlandi hófu fyrir 60 árum, er Tisið stærsta og öflugasta verzlunar- fyrirtækið í landinu. Máttur samvinnunnaT getur unnið stórvirki á fleiri sviðum. í stað fylkinga vinnuveitenda og verkamanna, sem oft deila um skiptingu brauðsins, eiga að koma samvinnufélög starfandi manna, sem vinna í frjálsum fé- lagsskap að framleiðslustörf- um og skipta arðinum eftir reglum, sem þeir sjálfir setja, án íhlutunar annara manna. Reynslan hefir sýnt, að vegur samvinnunnar liggur til far- sældar fyrir land og þjóð. Sk. G. hann og minnast liðinna tíma. Hann lifði þá kyrrlátu lífi, eins og ætíð áður. Hvarf austur að Birtingaholti með hækkandi sól og vori, en sneri jafnan heim aftur til Reykjavíkur að liðnu sumri. „Mér finnst ég alltaf verða fleygur á vorin,“ sagði sr. Magnús einhvern tíma við mig, og andlit hans ljómaði af til- hlökkun, er hann, hugsaði til þess að fá ennþá einu sinni að líta sínar kæru æskustöðvar. — Nú er hann fleygur orðinn, og hefir svifið til sóllanda fegri. — Það er ekki mitt að dæma um þau svið lífsins, er hann nú hefir heimsótt, en öruggari eilífðarvon og fegurri trúarskoðanir hef ég ekki heyrt fluttar en þær, er sr. Magnús flutti í fræðslu sinni og framkomu, og ekki skil ég þá til- veruna, ef lífsstörf sr. Magnúsar hafa ekki verið í samræmi við kröfur þær, er gerðar eru hand- an við fortjaldið mikla, er skilur þetta og annað líf. Ég ætla ekki í þessum línum að rekja ætt hans eða æfistörf, það er alþjóð kunnugt og af mörgum prýðilega rakið og skýrt, en ég vil enda þessar línur með þeim orðum Björnsons, er mér þykja fegurst: „Þar sem góðir menn ganga, eru guðs vegir.“ — Þau eiga við lífsstörf sr. Magn- úsar Helgasonar fremur en nokkurs annars manns, sem ég hefi þekkt eða kynnzt. Stykkishólmi, 31. október 1940. Stefán Jónsson. Bréfkaflí úr Þíng- eyjarsýslu Almenn og venju fremur þung gremja ríkir meðal bænda hér í Þingeyj arsýslu, út af útvarps- erindi Einars Magnússonar — sumarþáttum — er hann flutti í haust. — Okkur finnst Einar þessi, ófyrirsynju, hafa Táðizt á garðinn þar sem hann er lægst- ur, — lægstur, vegna þess, að það kemur mjög sjaldan f yrir, að bændur landsins hlutist til um háttsemi annara stétta eða flokka í landinu. Ég gæti nú líka trúað því, að Einar þessi vissi nauða lítið um kjör þau, sem bændur almennt hafa við að búa, eða hversu ástæður þeirra eru. HefiT hann t. d. nokkra hugmynd um það, hvort kjötverðið til bænda nú í ár, er of hátt, eða of lágt, eða hversu hátt það ætti að vera, svo að bændur slyppu skaðlausir, þeg- ar tekið er tillit til framleiðslu- kostnaðar og afurðaverðs um margra ára bil?Eða heldur Einar, að bændur tapi aldrei á fram- leiðslu sinni, og að það séu að- eins útgerðarmenn við sjóinn, sem hafi þá sögu að segja? Eða ætlast hann til að bændur búi við sífelld töp? Mega þeir ekki einu sinni njóta verðhækkunar góðu áranna til að vinna upp töp hörðu áranna? Einar þessi minnist á styrki, sem bændum sé veittir. Hann minnist á kreppulánin og upp- gjafir skulda o. fl. og loks talar hann svo um bændurna sem „ölmusumenn" o. s. frv. Satt er það, að bændum hafa verið veittir styrkir og þeir fengu, á sínum tíma, nokkra uppgjöf skulda, um leið og kreppuuppgjörið fór fram. En þessara fríðinda nutu þeir sam- kvæmt landslögum, sem álitin voru að beztu mann yfirsýn, nauðsynleg vegna þjóðarheild- arinnar. Það er eins og allar væntanlegar hörmungar dýr- tíðarinnar í landinu stafi frá kjötverðinu. Fyrst og síðast er það kjötverðið til bændanna, sem um er kvartað. — Einu sinni minnir mig þó að talað væri um óhæfilega háa álagning á vefnaðarvörur hjá kaupmönn- um og heildsölum. Ef til vill hefir sú álagning ekki verið hærri en það, að hún hafi að- eins getað heitið spor í áttina til dýrtíðar. En hvað sagði Ein- ar Magnússon þá? Hann þagði. Minnast má þess,. úr því til- efni er gefið, að fleiri en bænd- ur hafa fengið styrki og upp- gjafir skulda. — Stórútgerðin var undanþegin skattgreiðslu til ríkissjóðs vegna skuldaástands og annarra vandræða. Er það ekki styrkur? Og hvað er að segja um allt atvinnubótaféð, sem veitt er til verkamanna í kaupstöðum og kauptúnum landsins og skiptir hundruðum þúsunda. Er það ekki styrkur? Meira að segja dýrtíðaruppbótin til embættismanna, sem þeim (Framh. á 4. siðu) Ný framleíðsla. Höfnm fyrirliggjandi fína alullar karlmaims- sokka, scm uimlr eru í mjög fullkomnum sjálf- virkum vélum. Einnig nokkrn grófari teg- und s. s. golfsokka og sportsokka. Frágangur allur cr mjög vandaöur. Hælar og tær úr fjórjiættu bandi. Sokkarnir eru með margvíslegum, smekkleg- um litum. Sokkarnir fást í heildsölu hjá Sambandi isL samvinnufélaga Sími 1080. Muníð hína ágætu Sjafnar blautsápu í t/2 kg. pökkum. n / g «%* riMie Sapuverksmið)an Sjotn Heildsölubirgöir hjá: SAMBANDI ÍSL. SAMVFVXUFÉLAGA. ÚTBREIDIÐ TÍMANN 96 Róbert C. Oliver: Æfintýri blaðamannsins 93 og verða að spara við sig vín og sígar- ettur. — r— Hvernig er það, þurfið þér ekki að fá nýjan bíl. — Við reyndum litla Morrisbílinn yðar svolítið í gær. — Satt að segja eru nýju gerðirnar bæði fallegri og fljótari. Hafið þér aldrei staðiö við sýningargluggana og dáðst að þeim, eða bölvað gamla bílnum yðar í sand og ösku, þegar nýju bílarnir hafa verið að renna fram úr yðar á veginum. Eins og þér sjáið--------ég hefi einnig áhuga fyrir einkalífi manna — hefir mér dottið í hug, að við myndum gera reglulegt góðvei’k, ef við hjálpuðum yð- ur til þess að hafa góðar tekjur. Ég á við mikla peninga, sem fullnægja og hæfa manni eins og yður---------- — Efnið í þessari löngu ræðu vlrðist þá vera það, að þér bjóðið mér að vera þátttakandi í fyrirtækinu. — Alveg rétt. — Þið getið, með öðrum orðum, ekki bjargað ykkur lengur einir. — Þið er- uð farnir að finna hitann undir iljun- um á ykkur, þykist ég vita. Og það mun fyrst og fremst vera að þakka uppljóstr- unum mínum. Röddin hló kuldahlátur. — Yður vantar ekki sjálfsálitið. Sjálfsálit er líka eiginleiki, sem koma mun í góðar þarf- ir fyrir mann í því hlutverki, er við ætlum yður. En annars farið þér villur stöðugt í andlit hans. Það tók nokkurn tíma að venja sig við þetta sterka ljós eftir myrkrið. Hann gekk nú í kring í klefanum, til þess að láta ljósið skína á veggina. Hvergi voru dyr eða op. Hon- um var hreinasta ráðgáta hvernig þeir höfðu komið honum þarna inn. Þetta var allt svo óviðfelldið og draugalegt. — Bob Hollman! — Röddin kom of- an úr loftinu. Há og skipandi. En eig- andi hennar var ósýnilegur. — Hver er það, sem ég hefi þann vafa- sama heiður að tala við? — spurði Bob háðslega. Röddin hló. — Scotland Yard myndi vilja gefa mikið fyrir að vita það. — Það er ekkert svar við minni spurningu. — Hér er það ég, sem spyr, en þér, sem svarið, Bob Hollman. — Já, ef ég vil svara. — Það munuð þér fá að læra. Bob sveið í augun undan ljósinu. Það kom einhversstaðar utan úr myrkrinu — eins og röddin. Hvert sem hann snéri sér, skein ljósið á hann. — Látið mig þá heyra, sagði Bob, kurteislega. — Hvaðan hafið þér fengið vitneskju um hvítu þrælasöluna, sem, eftir látun- um í Scotland Yard, blöðunum og ýms-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.