Tíminn - 05.11.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.11.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARPLOKKURINN. RITSTJ ÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 24. árg. Reykjavík, þriðjudaglnn 5. nóv. 1940 108. blað Þýzk fliigvél flýg- ur yfir Reykjavíb Magnús Helgason Einn þekktasti og vinsælasti uppeldisfrömuður, sem ísland hefir átt, séra Magnús Helga- son, andaðist hér í bænum 21. f. m. Séra Magnús var fæddur 12. nóv. 1857 að Birtingaholti í Ár- nessýslu og var kominn af góð- um og gildum bændaættum. Hann lauk stúdentsprófi 1877 og burtfararprófi frá presta- skólanum 1881. Tvö næstu ár fékkst hann við kennslustörf, en gerðist 1883 prestur að Breiðabólsstað á Skógarströnd, en fluttist þaðan til Torfastaða í Biskupstungum 1885 og gegndi þar prestskap næstu 19 ár. Haustið 1904 gerðist hann kenn- ari við Flensborgarskóla og gegndi því starfi til 1908, er hann var ráðinn forstöðumaður Kennaraskólans, sem tók til starfa þá um haustið. Skóla- stjóri Kennaraskólans var hann í 21 ár, en þá lét hann af störf- um, sökum aldurs. Auk óvenjulegra kennslu- hæfileika var séra Magnús frá- bær rithöfundur. Eru til eftir hann þrjár bækur: Uppeldis- mál, Kvöldræður í Kennara- skólanum og Skólaræður. grein um séra Magnús, þegar hann var áttræður, eftir Jónas Jónsson og kom hún síðar í Merkir samtíðarmenn. í blaðinu í dag birtist grein um séra Magnús eftir einn af nemendum hans, Stefán Jónsson skóla- stjóra í Stykkishólmi. Starisemi Framsókn arflokksíns í Vestur- Skaítafellssýslu Erindreki Framsóknarflokks- ins, Daniel Ágústínusson, hefir undanfarið ferðast. um Vestur- Skaftafellssýslu, haldið fundi með Framsóknarmönnum og stofnað fimm flokksfélög. í Dyrhólahreppi þann 26. okt. Stjórn þess skipa: Þorsteinn Jónsson, Sólheimum, Einar Eyj- ólfsson, Vatnsskarðshólum og Stígur Guðmundsson, Steig. í Hvammshreppi 27. okt. Stjórn skipa: Sveinn Einarsson, Reyni, formaður, Aðalsteinn Jónsson, Skagnesi, ritari og Einar Erlendsson, Vík, gjald- keri. í Kitkjubæjar- og Hörgs- landshreppi var stofnað sam- eiginlegt félag 30. okt. Stjórn skipa: Þórarinn . Helgason, Þykkvabæ, Guðlaugur Ólafsson, Blómsturvöllum og Siggeir Lár- ursson, Kirkjubæjarklaustri. í Meðallandi 1. nóv. Stjórn skipa: Sigurjón Pálsson, Sönd- um, formaður, Runólfur Bjarna- son, Bakkakoti, ritari og Magnús Sigurðsson, Lágukotey, gjaldkeri. Þann 2. nóv. var undirbúin (Framh. á 4. síöu) Um níuleytið á sunnu- dagsmorguninn vöknuðu Reykvíkingar við óvænta skothríð. Heyrðust þungir dynkir hér og þar um bæ- inn og í grennd við hann. Skothríð' þessi stóð aðeins örstutta stund, tvær mín- útur eða svo. Vissi fólk ekki hvaðan á sig stóð veðrið og hugðu flestir að um loft- varnaæfingu væri að ræða, en nokkur ótti greip suma sem snöggvast. Flugvél sú, sem verið var að skjóta á, var þýzk sprengj uflug- vél. Kom hún úr austurátt og flaug mjög lágt yfir Sandskeið- inu. Gátu menn, er þar voru á ferð, gerla séð gerð og einkenni flugvélarinnar. Var það Hein- kel-flugvél 111. Flaug hún á- fram leiðar sinnar yfir rafstöð- ina við Elliðaárnar, hækkaði þar flugið, fór yfir bæinn sunn- anverðan og út Skerjafjörð, stefndi út Faxaflóa og hvarf sýnum hátt á lofti í vesturátt. Fyrr um morguninn varð flug- vélar vart í Vestmannaeyjum og hefir það sjálfsagt verið hin sama. Kom hún úr austurátt. Svo virðist, sem hin þýzka flugvél færi næsta kunnuglega, og flaug til dæmis yfir hinar þýðingarmestu stöðvar útlenda setuliðsins hér. Fjölda margir sáu viðureign loftvarnastöðvanna hér við hina ókunnu flugvél. Mátti líta skeyti þau, er að henni var beint, springa í loftinu umhverfis hana. En ekkert þeirra kom svo nærri skotmarkinu, að flugvélina sak- aði. Reykjarslæður svifu í lofti eftir skothríðina. Nokkru eftir að þýzka flugvél- in var horfin til hafs, komu fá- einar enskar flugvélar á vett- vang, sjálfsagt í því skyni að svipast um eftir hinum óvænta gesti. En það var um seinan, þvi að hann var þá floginn leiðar sinnar. (Framh. á 4. síöu) Nókn öxnlrikjanna i austnrátt Athyglisverð ummæli Churchills 1915 Franklin Delano Roosevelt, sem veröur fyrsti forseti Bandaríkj- anna, ef hann ncer kosningu nú, er vinnur sígur í þremur forsetakosn- ingum. . Wendell Lewis Willkie, veröur fyrsti forseti Bandaríkjanna, ef hann lilfjtur kosningu, er ekki hefir gegnt neinni pólitískri trúnaðarstöðu áður en liann varð forseti. Forsetakosníogarn- ar í Bandaríkjunum í dag í dag fara fram forsetakosn- ingar í Bandaríkjunum. Fram- bjóðendur eru alls sjö, en að- eins tveir þeirra, Roosevelt for- seti, sem er frambjóðandi demo- krata, og Wendell Willkie, sem er frambjóðandi republikana, hafa líkur tíl að verða kosnir. (Framh. á 4. síðu) Sókn ítala í Grikklandi hefir ennþá ekki borið annan árang- ur en þann, að sýna þá fyrir-' ætlun öxulríkjanna að reyna að brjóta sér leið um Balkanskaga og Litlu-Asíu til hinna þýðing- armiklu olíulinda í Iran og Irak. Ef til vill er það Ííka ætlun þeirra, að reyna að komast þessa leiðina að Suezskurðinum og eyðileggja þannig til fulln- ustu öll yfirráð Breta við Mið- j arðarhaf. Það er nokkurnveginn öruggt, að öxulríkin myndu ekki ráðast í þetta erfiða fyrirtæki, ef Þjóðverjar treystu sér til að vinna skjótan sigur yfir Bret- um með * innrás á Bretlands- eyjar. Þá væri þessi sókn óþörf. Mjög er um það rætt, hvort það myndi hafa úrslitaþýðingu í styrjöldinni, ef þessar fyrir- ætlanir öxulríkjanna gengu að óskum. í seinustu styrjöld áttu Þjóðverjar þess kost, að koma slíku áformi í framkvæmd, því að Tyrkir voru þá bandamenn þeirra. Falkenhayn, sem um nokkurt skeið var yfirhershöfð- ingi Þjóðverja, hafnaði þessu úrræði með þeirri forsendu, að það kæmi ekki að öðrum not- um í sjálfri styrjöldinni en að hnekkja áliti Breta við Miðjarð- arhaf og í Asíu. Falkenhayn taldi, að styrjöldin yrði ekki út- kljáð annars staðar en á vest- urvígstöðvunum og þess vegna beindi hann meginliði Þjóðverja þangað. Þeir eru margir, sem telja þessa skoðun Falkenhayn enn i fullu gildi. Þeir segja, að þótt Þj óðver j ar næðu Miðj arðar- hafslöndunum öllum, auk Iran og Irak, á vald sitt, gætu þeir ekki fyrstu árin hagnýtt sér auðæfi þeirra að neinu verulegu leyti, sökum slæmra flutninga- skilyrða. í ræðu, sem Churchill forsæt- isráðherra flutti í ágústmánuði síðastliðnum, vék hann að þessu og fórust honum m. a. orð á þessa leið: — Þótt hinar brynklæddu A. KROSSGÖTIJM Báts saknað. - samgöngur. Móvinnsla í Skagafirði. — Slátrun á Sauðárkróki. — Flug- - Loftbelgir valda skemmdum. — Frá starfi Sumargjafar. Slysavarnafélag íslands hefir lýst eftir vélbát, Hegra úr Hrísey, er fór frá Sauðárkróki síðastliðinn þriðjudag á leið til Reykjavíkur. Hefir ekkert til báts þessa frétzt, síðan hann lét úr höfn á Sauðárkróki. Bátverjar munu hálft í hvoru hafa haft í huga, að reyna að fiska í Húnaflóa á leið sinni vestur um. Undanfarin dægur hefir verið símasambandslaust við norðan- verðar Strandir, en veður vont á þeim slóðum. Er það von manna, að báturinn hafi leitað afdreps á einhverri víkinni þar nyrðra, og liggi þar þangað til óveðrinu slotar. Ólafur Sigurðsson bóndi á Hellulandi í Skagafirði hefir tjáð Tímanum eftir- farandi: — Hlutafélag til móvinnslu var stofnað á Sauðárkróki síðastliðið vor. Pesti félag þetta kaup á danskri móeltivél til móiðjunnar. Mótakan hófst litlu fyi-ir Jónsmessu og var unn- ið að móöflun fram í miðjan ágúst- mánuð. Að jafnaði vom ellefu menn við þessa vinnu. Alls voru teknar upp 1515 smálestir af blautum mó. Sam- svarar það 400 smálestum af þurrum mó. Vinnulaun námu um 10 þúsund krónum, og um 1000 krónur voru goldn- ar fyrir hreykingu, er mórinn var að þorna. Nú um mánaðamótin var búið að þurrka 300 smálestir af mónum til fullnustu, en vegna látlausra rigninga var hitt ekki fullþurrt enn. Þegar er búið að selja á annað hundrað smá- lestir mós og er söluverðið 38 krónur fyrir hverja smálest á þurrkvelli, sem er rétt við kauptúnið. Mórinn þykir reynast vel til miðstöðvarhitunar með kolum. Hjá bændum í héraðinu hefir illa gengið að þurrka eldsneyti í sumar vegna mikillar og stöðugrar úrkomu lengst af. En upp á síðkastið hefir ver- ið þurrviðrasamt, og hefir að því verið mikil bót. / 1 t Tíðindamaður Tímans hefir átt tal við Sigurð Þórðarson kaupfélagsstjóra á Sauðárkróki. Skýrði Sigurður svo frá, að i haust hafi verið slátrað fleira fé hjá kaupfélaginu heldur en nokkru sinni hefir áður verið. Alls var 23 þús. fjár slátrað, en áður hefir aldrei verið slátrað fleira en 16 þús. Stafar þetta að nokkru leyti af því, að menn auka óvenjulega mikið viðskipti sín við fé- lagið. Einnig var óvanalega mikið um tvílembdar ær í Skagafirði í ár og loks var um 1000 fullorðins fjár af garnaveikisvæðinu slátrað á Sauðár- króki. Mæðiveiki er í fé í vesturhérað- inu, en ekki munu bændur þó farga heilbrigðum kindum af ótta við sýkina. I t t Plugfélag íslands mun halda uppi flugsamgöngum í vetur. Mun það hafa tvær flugvélar til þessara nota, Haf- örninn, er Örn Johnson mun stjórna, og Örn, landflugvélina, er Sigurður Jónsson stjómar. Að undanfömu hefir nokkmm flugsamgöngum verið haldið uppi og meðal annars verið flogið all- mörgum sinnum til Austurlandsins og í nokkur skipti norður í land. t t r Enn hefir orðið vart loftbelgja á sveimi hér á landi. í fyrradag slitnuðu hjá Grenjaðarstað raftaugar frá afl- stöðinni við Laxá í Þingeyjarsýslu, og skemmdir urðu á nokkrum stöðum í héraðinu, meðal annars í grennd við Grenjaðarstað, á Tunguheiði og í Reykjadal. Sama dag sást úr Vest- mannaeyjum til ferða loftbelgs. Kom hann úr landátt og barst á haf út. 1 t 1 Nýtt dagheimili barna tekur til starfa á vegum Bamavinafélagsins Sumargjöf næstu daga. Það mun hafa aðsetur sitt á Amtmannsstíg 1. Dag- heimili þetta er sem næst fullskipað. Jafnframt verður þar hafður svokall- aður barnagarður um miðjan daginn, klukkan 1—3,30. Er það einskonar leik- skóli fyrir 4—5 ára gömul börn. Er slíkt skólastarf mjög tíðkanlegt erlendis og þykir einkar þroskandi. Þar eru börnin látin byggja úr kubbum, teikna, hnoða leir og látin hafa undir höndum þroskandi leikföng, syngja og sagðar sögur. Forstöðukona mun verða Þór- hildur Ólafsdóttir. í fyrravetur var og starfrækt dagheimili hér í bænum. Vistarheimili fyrir böm rekur Sumar- gjöf i Vesturborg í vetur, eins og var í fyrra. t t t hjarðir nazista stæðu við Svartahaf eða Kaspíahaf, og jafnvel þótt Hitler væri kom- inn að hliðum Indlands, myndi það ekki veita honum neinn á- vinning, ef þýzki hergagnaiðn- aðuxinn, sem hin mikla vígvél Þýzkalands byggist á, væri meira og minna í rústum á sama tíma. — Churchill hafði áður í ræðu sinni fært rök að því, að hafn- bannið ylli verulegum skorti á ýmsum hráefnum, sem Þjóð- verjar þyrftu til hernaðarins, og að árásir brezka flughersins á hergagnaverksmiðjur í Þýzka- landi hefðu valdið verulegu tjóni, og myndi þó margfalt meiri árangur nást í þessum efnum síðar meir. Það er í sambandi við ríkj- andi styrjaldarhorfur fróð- legt að rifja upp ræðu, sem Churchill flutti í enska þing- inu 1915, er hann lagði niður ráðherrastörf, sökum ágreinings í stjórninni. Þýzki herinn hafði til þess tíma átt stöðugum sigr- um að fagna, en Bandamenn beðið hvern ósigurinn öðrum meiri, því að menn voru þá ekki farnir að meta þýðingu Marne- orustunnar í september 1914, en ýmsir vilja nú líkja undanhaldi Breta frá Flandern við hana. Churchill fórust m. a. orð á þessa leið: „Það er engin ástæða til að láta hugfallast vegna þess, hvernig styrjöldin hefir gengið til þessa. Við eigum í höggi við mikla erfiðleika og þeir geta orðið ennþá meiri áður en at- buröirnir snúast okkur í vil, en ég efast ekki um, að þeir muni gera það, ef við verðum nógu þrautseigir. Fyrr meir höfðu einstakir stóratburðir oftast meiri áhrif á úrslit styrjaldanna en ákveðin markmið. í þessari styrjöld hafa markmiðin miklu meiri þýðingu en atburðirnir. Við getum únnið styrjöldina, án þessa að vinna nokkra stórfellda sigra. Hinn endanlegi sigur get- ur fallið okkur í hlut, þótt við eigum enn eftir að horfa upp á marga hörmulega og uggvekj- andí átburði. Til þess að vinna styrjöldina er ekki nauðsynlegt að rjúfa hina þýzku víglinu og hrekja andstæðingana burtu af því landi, sem þeir hafa lagt undir sig. Þótt hinar þýzku víg- línur séu langt utan við landa- mæri Þýzkalands, þótt hinn þýzki fáni blakti yfir sigruðum höfuðborgum og undirokuðum löndum, og þótt sigursældin virðist fylgja vopnum andstæð- inganna á vígvellinum, getur hæglega svo farið, að Þýzkaland bíði stærri ósigur á öðru eða þriðja ári styrjaldarinnar en þótt her Bandamanna hefði haldið innreið sína í Berlín á fyrsta styrjaldarárinu. Það er vissulega ekki hug hreystandi fyrir okkur, að sjá (Framh. á 4. síöu) Aðrar fréttir. Grikk'landsstyrjöldin hefir nú staðið í rúma viku. Grikkir telja sig enn hafa hrundið sókn ítala á allri víglínunni, en jafnframt hafi þeim tekizt að brjótast inn i Albaníu á tveimur stöðum og hafi þeir valdið ítöl- um verulegu tjóni á þeim slóð um. Talið er að ítalir undirbúi stóraukna sókn og hafi þeir undanfarið flutt aukinn liðs afla og hergögn til Albaníu. ítalir hafa gert loftárásir á ýmS' ar grískar borgir, aðallega Sal oniki. Sagt er að synir Musso linis og Ciano greifi hafi tekið þátt í sumum loftárásunum. í London hefir verið staðfest að brezkur landher sé kominn til Kreta, sem er talin einn (Framh. á 4. siöu) A víðavangi ÖL HANDA BREZKA SETULIÐINU. Ríkisstjórnin hefir nýlega gef- ið út bráðabirgðalög, sem heim- ila framleiðslu á sterkara öli en áður hefir verið búið til hér á landi. Framleiðsla þessa öls er því skilyrði bundin, að það verði aðeins til sölu fyrir setuliðið. Framleiðslan mun verða í hönd- um íslenzkra fyrirtækja. Undan- farið hefir verið flutt inn tals- vert mikið af sterku öli handa setuliðinu og hefir enginn tollur verið greiddur af því, frekar en öðrum vörum, sem setuliðið not- ar beint til sinna þarfa. Var um það tvennt að ræða, að láta þennan innflutning haldast á- fram eða að leyfa hér fram- leiðslu á ölinu og tryggja þannig af því gjöld til ríkissjóðs. Síðari leiðin var valin, enda virðist hún ólíkt hyggilegri, þar sem ríkið hefði annars orðið af miklum tekjum, án þess þó að það hefði haft nokkur áhrif önnur. Með lessari ráðstöfun hefir ríkis- stjórnin enga afstöðu tekið til less deilumáls, hvort leyfa skuli framleiðslu á sterku öli handa landsmönnum sjálfum. Bindind- ismenn telja það yfirleitt óhyggi- legt og færa mörg rök því til sönnunar. Afgreiðsla ríkis- stjórnarinnar á máli þessu mun miðast við, að það verði tekið til nánari athugunar á þingi í vetur. K AUPS AMNIN G ARNIR. Öll helztu verkalýðsfélög landsins eru nú búin að segja upp samningum við atvinnurek- endur frá næstu áramótum að telja. í tilefni af því hefir Vinnuveitendafélag íslands snúið sér til Alþýðusambands íslands með þá málaleitun, að reynt yrði að gera einn alls- herj arsamning, sem gilti fyrir öll verkalýðsfélög og atvinnu- rekendur. Stjórn Alþýðusam- bandsins hefir svarað á þá leið, að þing þess komi saman inn- an skamms og muni þessi mál iar tekin til nánari athugunar. Það liggur í augum uppi, að það væri æskilegast að hægt yrði að gera slíkan samning, í stað þess að hvert félag fari að semja sérstaklega. Þetta fyrirkomulag hefir yfirleitt verið tekið upp, þar sem verkalýðsfélögin hafa náð verulegum áhrifum og þroska, eins og t. d. á Norður- löndum. ÓLÖGLEG TÓBAKSVERZLUN. Talsverð brögð munu vera að því, að setuliðsmennirnir selji íslendingum vindlinga, og er það aðallega sök hinna síðar- nefndu. Telja kaupmenn, að innlend tóbaksverzlun hafi (Framh. á 4. síðu) F. U. F. í Ausfur- Húnavafnssýslu Síðastliðinn laugardag var stofnað á Blönduósi Félag ungra Framsóknarmanna í Austur- Húnavatnssýslu. Voru stofnend- ur rúmlega tuttugu. í stjórn félagsins voru kosnir: Grímur Gíslason, Saurbæ (for- maður), Þórður Þorsteinsson, Grund (ritari) Jón Tryggvason, Finnstungu (gj aldkeri), Þor- móður Pálsson, Blönduósi og Björn Eysteinsson, Guðrúnar- stöðum. Endurskoðendur voru kosnir Jónas Tryggvason, Finnstungu og Pétur Pétursson, Bollastöðum. Meðal ungra Framsóknar- manna í Austur-Húnavatns- sýslu er ríkjandi mikill áhugi. Það dró úr þátttöku á stofn- fundinum, að veður var mjög ó- hagstætt. Formaður S. U. F. mætti á fundinum. Samþykkt var að fé- lagið skyldi sækja um inngöngu í S. U. F.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.