Tíminn - 12.11.1940, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.11.1940, Blaðsíða 2
442 TÍMIIM, þriðjiidagiim 12. itóv. 1940 111. blað “gímtnn Þriðjjudaginn 12. nóv. Farmgjöldín og Eímskípafélagið í grein um farmgjöldin og verðlagseftirlitið, sem birt var hér í blaðinu 5. þ. m„ var skýrt frá því, að Ólafur Thors at- vinnumálaráðherra hefði kom- ið í veg fyrir að sett yrðu bráða- birgðalög um eftirlit með farm- gjöldum og heimild til að á- kveða hámark þeirra. Var þetta talið undrunarefni, þar sem flokkur atvinnumálaráðherrans hefir talið sig vilja vinna á móti dýrtíðinni, en vitað er, að farm- gjöld af vörum eru nú mjög há og miklu stærri hluti af vöru- verðinu en áður. Eftir að þessi grein kom í Tímanum, hafa birzt greinar i blöðum Sjálfstæðisflokksins um Eimskipafélag íslands og starfsemi þess. í grein í Morgunblaðinu 9. þ. m. er skýrt frá því, að sézt hafi í blöðum fullyrðingar um, að farmgjöld- in væru allt of há, Eimskipafé- laginu jafnvel brugðið um okur á farmgjöldum, o. s. frv. Ekki pr þess getið, hvaða blöð hafi haldið slíku fram, en allir, sem hafa lesið áðurnefnda grein í Tímahum 5. nóv., vita, að þar voru engar fullyrðingar um of há farmgjöld, Eimskipafélagið ekki sakað um okur, og yfir- leitt ekkert tilefni gefið til þess að um málið væri ritað í þeim tón, sem fram kemur hjá Morg- unblaðinu. Aðeins var því hald- ið fram, að eigi væri síður á- stæða til að fylgjast með á- kvörðunum um farmgjöld held- ur en álagningu verzlananna. En eru farmgjöldin hæfilega há? Það er aðalatriði málsins, sem æskilegt væri að fá upp- lýst. Árið 1939 var rekstrar- hagnaður félagsins um það bil 1 milj. 42 þús. kr„ eftir að búið var að greiða arð til hluthafa og laun stjórnar og endurskoð- enda. Af þessum hagnaði var 676 þús. kr. varið til lækkunar á bókfærðu verði eigna félags- ins, en afgangurinn lagður í sjóði. Þessi rekstrarhagnaður félagsins 1939, var rúmlega helmingi meiri en árið áður. Virðist það benda til þess, að tekjurnalr hafi hækkáð hlut- fallslega meira en gjöldin, eftir að styrjöldin hófst. Eimskipafélag íslands er hlutafélag. Ríkissjóður á um það bil 6% af hlutafénu, en að öðru leyti er það eign einstakra manna og félaga, að visu nokk- uð margra. Á síðustu árum hef- ir félágið greitt 4% i arð af hlutafénu, og má því segja, að arðgreiðslum hafi verið í hóf stillt. En félagið hefir safn- að allmiklum fjármunum, sem vitanlega eru eign hluthafanna en ekki annarra landsmanna. Um síðustu áramót voru öll skip félagsins, 6 að tölu, bókfærð fyrir aðeins 420 þús. kr. Hús- eign félagsins við Pósthússtræti í Reykjavík, með eignarlóð, er bókfærð á 300 þús. kr„ en fast- eignamat eignarinnar er kr. 396,700.00. En þrátt fyrir þetta lága mat á skipum og fasteign félagsins, eru eignir þess um- fram skuldir í árslok 1939, sam- kvæmt efnahagsreikningnum rúmlega 1 miijón og 300 þúsund krónur, auk eftirlaunasjóðsins. Ekki er rétt að ætlast til þess, að Eimskipafélagið eyði eignum sínum í hallarekstur. Það er æskilegt, að félagið hafi ávallt nokkurn tekjuafgang, til af- skrifta á eignum og sjóða- aukningar. En þar sem bókfært verð á eignum félagsíns er nú mjög lágt, er ekki nauðsynlegt að verja stórum fjárhæðum á næstu árum til afskrifta. Hitt getur verið álitamál, hvað hæfi- legt sé að félagið auki miklu við sjóðaeignir sínar ár hvert, en allir sjóðirnir nú svara til þess, að til þeirra hefðu verið greidd- ar 80 þús. krónur á ári til jafn- aðar, síðan félagið var stofnað. Vegna þeirrar röskunar á við- skiptum, sem styrjöldin veldur, getur verið erfiðara en áður að ákveða flutningsgjöldin hæfi- lega há fyrirfram. En þegar tekjuafgangur Eimskipafélags- ins er meiri en þörf krefur, til afskrifta og hæfilegrar sjóða- Hvort er betra og arðvæn- legra að vera bóndi í sveit eða verkamaður í kaupstað? Eftír Stefán Jónsson í janúar s. 1. skrifaði ég smá- grein í Tímann um dýrtíðina í Reykjavík. Ég sundurliðaði vísi- töluútreikning hagstofunnar og sýndi fram á, hver framfærslu- kostnaður 5 manna fjölskyldu í Reykjavík væri, samkvæmt á- ætlun hagstofunnar, sem ég jafnframt benti á að væri i sumum atriðum nokkuð lág, og það svo, að tæpast gæti rétt talizt. Grein þessi var ekki merkileg né mikið til hennar vandað, en þó varð ég þess var, að skýrslurnar, sem í henni voru, vöktu nokkra athygli, og það ekki síður fyrir það, að sjálfur hagstofustjórinn taldi sig til neyddan að gera nokkrar at- hugasemdir við meðferð mína á þeim, þar sem hann kvartaði yfir, að ég hefði tekið áætlun hagstofunnar of bókstaflega. Hvort menn hafa tekið eftir því, að skömmu síðar breytti aukningar, gæti það úthlutað ágóða til viðskiptamanna sinna í árslok, í réttu hlutfalli við viðskipti þeirra. Þó að Eim- skipafélagið sé hlutafélag, mætti það vel taka samvinnufélögin til fyrirmyndar í þessu efni. Þegar Samband ísl. samvinnu- félaga hefir meiri rekstrarhagn- að en talið er nauðsynlegt til afskrifta og sjóðaaukningar, út- hlutar það arði til sambands- deildanna, eftir viðskiptamagni þeirra. Á sama hátt skipta ein- stök kaupfélög hluta af árleg- um tekjuafgángi sínum milli félagsmannanna. Eimskipafélagið var stofnað tii þess að annast flutninga fyr- ir landsmenn á sem hagkvæm- astan hátt. Til þess hefir það hlotið ríkisstyrk og skattfrelsi. Þetta á að vera höfuðmarkmið félagsins, en ekki auðsöfnun umfram það, sem nauðsynlegt er til að tryggja áframhaldandi rekstur og eðlilega þróun. Fé- lagið þarf að hafa hæfilega fjárhæð ár hvert til verðlækk- unar» á eignum og sjóðaaukn- ingar, en að öðru leyti ætti að skipta tekjuafganginum milli viðskiptamanna félagsins, eft- ir viðskiptum þeirra á liðnu ári. Sú ráðstöfun væri í fullu sam- ræmi við þann höfuðtilgang fé- lagsins, að tryggja landsmönn- um nauðsynlega flutninga á sem hagkvæmastan og ódýrast- an hátt. Sk. G. hagstofan vísitöluútreikningi sínum í sumum atriðum eftir ábendingu minni, veit ég ekki, en hitt veit ég, að tilgangur minn með þessari smágrein var annar en sá, að fá úreltan vísi- tölureikning leiðréttan. Til- gangur minn var sá, að fá menn til umhugsunar um, að ekki væri allt gull sem glóir, þegar menn sæju háar kaupgjaldstöl- ur í fjarska, hitt skipti meira máii, hvað fengizt fyrir hinar mörgu krónur. Ég beindi þessu til hinna mörgu, sem ávallt eru í undirbúningi með að yfirgefa sveitirnar og flytja á mplina, þangað, sem margir þeir, sem fyrir eru og á undan eru farn- ir, sitja innifrosnir í dýrtíð- inni og efnalega ósjálfbjarga. Ég get ekki stillt mig um að geta þess, að skömmu eftir að grein þessi birtist, komu til mín tveir bændur og þökkuðu mér fyrir greinina. Átti ég við þá nokkrar viðræður um þetta efni og fórust þeim orð á þessa leið: Fyrsta skilyrðið til þess að menn endurskoði fyrirætlanir sínar áður en þeir yfirgefa sveit- ina, er að þeir viti, hvað bíður þeirra á mölinni. Þess vegna þarf að segja fólkinu þann sann- leika oftar en gert er, og það alveg sérstaklega í því formi, að tölur hins útreiknaða dæmis séu látnar tala, því að við telj,- um, að mönnum út um sveitir landsins sé það alls ^kki fylli- lega ljóst, að verkamaðurinn með háa kaupið í Reykjavík fái ekki nema brýnustu lífsnauð- synjar fyrir sig og sína fyrir sína vinnu, þótt hann hafi stöð- uga atvinnu, hvað þá, ef hún er stopul. Það þýðir ekkert að segja unga fólkinu með lítt skýrðum orðum, að gera þetta eða hitt. Það leitar gæðanna þangað, sem það hyggur að þau sé að finna; ekkert tal um þessa hluti — burtflutninginn úr sveitunum — hefit því minnstu þýðingu, nema að hægt sé að sanna, að það sé arðvænlegra og betra að vera kyr í sveitinni og búa sig þar undir að stofna heimili. Þannig fórust þessum bændum orð. Undanfarna daga og vikur hefir mjög mikið verið rætt og ritað um verð landbúnaðarvör- unnar á innlendum markaði, bæði kjöts og mjólkur, einkum þó kjötsins, og hafa bæjarblöð- in deilt fast á kjötverðlags- nefndina í því sambandi. Hafa þau talað um svik við neytend- ur og ofbeldisverk af hálfu þessara nefnda o. s. frv. Þessu hefir, sérstaklega að því er kjöt- ið snertir, verið svarað hér í blaðinu með mjög sterkum rök- um. Það hefir verið sýnt fram á, að kjötverðið hafi verið full lágt móti kaupgjaldi, áður en að núverandi verðbólga hófst og með tiliiti til þess, að vöruverð færi nú ört stígandi, hefði engin sanngirni verið í þvi, að byggja ákvörðun um kjötverðið (verð- lagsuppbótina til bænda) fyrir heilt ár í einu á sama grund- velli og verðlagsuppbót til ann- arra stétta væri ákveðin, aðeins fyrir þrjá mánuði í einu. Bændurnir yrðu að verja þeim krónum, sem þeir fengju fyrir kjötið nú í haust, til þess að kaupa nauðsynjar fyrir sig og sína í heilt ár, eða til næsta hausts, en enginn vissi nú, hvaða breytingar kynnu að verða á verðlagi almennt eða kaupgjaldi á þessu tímabili. Þetta virtust svo sterk rök, að mátt hefði ætla, ef blaða- mennskan væri af einhverri skynsemi rekin af andstæðing- unum, að allar frekari umræð- ur um kjötverðið hefðu þegar í stað fallið niður, en því fór nú fjarri, eins og kunnugt er orðið. Þótt deilurnar um þetta mál hafi ekki verið æskilegar, finnst mér þær að ýmsu leyti lærdóms- ríkar, og gefa tilefni til frekari umræðna um málið eða önnur mál því skyld, á breiðari grund- velli. Það mui\ nú ekki óvanalegt, þegar deilt er af kappi um jafn viðkvæm mál og tildæmis af- urðasölulögin eru, að eitthvað slæðist með af iítt rökstuddum fullyrðingum, enda mun slíkt hafa átt sér stað í þessurn deil- um. Ég minnist sérstaklega eins atriðis, sem mér líkaði miður, og er tilgangur þessarar grein- ar einmitt sá, að koma af 'stað rökræðum um það atriði. Því er sem sagt slegið föstu, eins og raunar oft áður, að bændur beri minna úr býtum við búskapinn en lægst launuðu verkamenn á mölinni, ef þeir hafi stöðuga at- vinnu. Þetta er harður dómur um landbúnaðinn og stórhættu- legur honum sjálfum. Það eru ekki bjartar vonir um að slíkur atvinnuvegur dragi að sér fólk- ið, ef að þannig er enn ástatt eftir baráttu undangenginna ára fyrir bættum kjörum bónd- ans. Frá mínu sjónarmiði, er slík skoðun sem þessi svo hættu- leg landbúnaðinum, að ekki megi leyfa sér að boða hana sem trúaratriði, nema að áður sé sannað með rökum, að hún sé rétt. En það er einmitt það, sem hefir verið gert á undanförn- um árum, ýniist beint eða óbeint. Langsamlega flest skrif blaðanna á s. 1. árum um flótt- ann úr sveitunum hafa verið óbein afsökun fyrir flóttann, en ekki rök fyrir réttmætu aftur- hvarfi. Ég minnist tæplega að ég hafi séð gerða minnstu til- raun til að sanna, að það væri betra og arðvænlegra að búa í sveitinni en á mölinni. Raunar er ekki við slíku að búast, ef allar óhlutidrægar röksemdir þar að lútandi hníga í öfuga átt, en því vil ég ekki trúa að órannsökuðu máli, og er sú tor- tryggni mín byggð á þeim kynnum, sem ég hefi af land- búnaði annarsvegar og aðstöðu verkamannsins á mölinni hins- vegar. Ég hefi aldrei verið þeirrar skoðunar, að aðstaða verka- mannsins á mölinni væri öf- undsverð, og heldur ekki að- staða bóndans né neins annars, sem vinnur af dugnaði og sam- vizkusemi fyrir sínu daglega brauði, en ef gera á samanburð á kjörum einstakra stétta í þjóðfélaginu, þá finnst mér æskilegra, ef hægt væri, að gera samanburð á bóndanum annars- vegarogembættismanninum eða hinum betur setta launamanni á mölinni hinsvegar, en bónd- anum og lægst launaða verka- manninum. Mér finnst, að bónd- inn eiga rétt á slíkum saman- burði, þegar um er að ræða hvað borið sé úr býtum fyrir daglegt strit, enda þótt ég geri tæpast ráð fyrir, að hinn dag- legi vinnustundafj öldi sé hinn sami hjá báðum. Einn launamaður hér í bæ hefir gert eða látið gera sund- urliðaða áætlun um, hvernig tekjur sínar skiptist fyrir hin- um daglegu þörfum sínum og síns heimilis, og hefir hann lát- ið mér þessa áætlun í té. Mað- ur þessi hefir 4 í heimili, það er konu, eitt gamalmenni, eitt barn á skólaaldri og svo auðvit- að sjálfan sig. Mánaðarlaun hans 'eru nú kr. 533,00, að með- talinni um 19% verðlagsuppbót, sem þýðir 6.400 króna árslaun með sömu verðlagsuppbót og greidd er 3 síðustu mánuði þessa árs. Til þess að auðveldara sé að gera sér grein fyrir, hvort launauppbót sú, sem nú er greidd, raunverulega auki eða minnki kaupgetuna, hefi ég gert samskonar áætlun fyrir ár- ið 1938, með því að umreikna verð hinna sömu nauðsynja með því veröi, sem á þeim var í október það ár. Áætlunin með þessum saman- burðartölúm lítur þannig út: Innlendar vörur til matar: 1938 1940 .1. Dilka- og nautakjöt 278,78 464,64 Steingrínmr Sleinpórsson: Ankið landnám NIÐURLAG í grein minni í síðasta tölubl. Tímans nefndi ég framtiðar- verkefni við landnám í sveitum. Benti ég þar á, að aukið fé þyrfti til ræktunar í sambandi við jarðræktarlögin og meiri framlög til endurbygginga sveitabýla. Ég færði’þar rök að því, að réttmætt væri að kalla þessar framkvæmdir landnám, þótt þær væru gerðar á býlum, sem búið hefði verið á um fleiri aldir. Ég sýndi fram á það, að fjölmörg af sveitabýlum okkar væru svo skammt á veg komin, hvort sem ræktun þeirra eða byggingarframkvæmdir eru at- hugaðar að ofraun væri fátæk- um mönnum, eins og megin- þorri íslenzkra bænda er, að reisa býli sín við,nema að vaxta- laust fé sé lagt til þeirra. Þess vegna ber í fyrstu röð að leggja megináherzlu á það, að veita fé til hinna brýnustu umbóta gömlu býlanna. Þ^ð eru fyrstu skrefin í landnámsstarfi okkar. En fleira þarf að gera heldur en það eitt, að endurbæta gömlu býlin. Ýms þau býli, sem nú eru í byggð, munu leggjast í eyði og eiga að fara í eyði. Allmörg sveitabýli okkar eru svo land- kosta'rýr og svo afskekkt,eða eru í hættu vegnía einhverskonar eyðingarafla náttúrunnar, að beinlínis er rangt að halda þar við byggð. Verði þess vegna ekkert gert til þess að fjölga býlum, hlýtur byggðin a* drag- ast enn meir saman, en orðið er. Því fólki hlýtur þá að fækka, |sem í sveitum býr og landbún- ■ að stundar. Þess vegna verða landnámsframkvæmdir okkar að beinast að fleiru, en endur- bótum á gömlu býlunum. Við verðum að stofna til nýbýla á algerlega óræktuðu landi. Síð- ustu árin hafa verið gerðar dá- litlar tilraunir með stofnun ný- býla hér á landi. En bæði er það, að einungis rúm 4 ár eru síðan nýbýlalögin öðluðust gildi, svo og hitt, að litlu fé hefir verið til þeirra varið. Það er þess vegna ekki hægt að búast við miklum árangri enn. Nú skal farið nokkrum orðum um framtíðarverkefni á þessu sviði. Ég vil nefna nýbýlin þriðja atriðið í landnámi sveit- anna. Með nýbýlalögunum frá 1936 var lagður grundvöllur að skipulegum framkvæmdum á því sviði. Síðan hafa verið stofn- uð um 250 nýbýli. Flest'á þann hátt, að eldri jörðum hefir ver- ið skipt, eða gömul eyðibýli hafa verið byggð upp að nýju. All- mörg býlí hafa einnig verið reist að öllu leyti á óræktuðu landi, Fjárframlög Alþingis til hvers býlis eru skömmtuð svo knappt í nýbýlalögunum, að flestum er ofraun að reisa nýbýli að öllu leyti frá grunni fyrir það fé. Hinsvegar hefir mörgum vel farnast, sem fengið hafa hluta af jörð, þar sem fylgt hefir eitt- hvað af túni og stundum jafn- vel eitthvað af húsum. Flestir nýbýlingar hafa sýnt mikinn dugnað og þrautseigju í starfi sínu. Aðeins örfáir, 4 eða 5, hafa gefizt upp frá hálfnuðu verki. Hefði ekki verið farið af stað með nýbýlamálið árið 1936, myndu um 1200 manns, sem nú dvelja á þessum býlum, hafa yfirgefið sveitirnar og horfið í atvinnuleysið og vandræðin við sjóinn. Ég er þess því fullviss, að rétt var stefnt með nýbýla- löggjöfina og sjálfsagt er að halda áfram á svipaðri braut, með þeim breytingum, sem, reynslan sýnir að nauðsynlegt er að gera. Við eigum því að fjölga býlum við jarðaskiptingu á svipaðan hátt og gert hefir verið. Það verður að ýmsu leyti ódýrasta leiðin og sú eðlileg- asta til býlafjölgunar. Árlegt framlag úr ríkissjóði til nýbýla hefir verið 155 þús. kr. Þetta er ekki stór upphæð, þegar vinna á að jafn fjárfreku starfi og landnámsstarfið er. Fjárfram- lög ríkisins til þessarar starf- semi verður því að auka all- verulega. Tel ég að ekki megi setja markið lægra en að 250 þús. kr. fengjust til þess að stofna einstök nýbýli við jarða- skiptingu árlega. Þá er og nauðsynlegt að breyta nýbýlalögunum þannig, að veita megi nokkru hærri styrk til hvers býlis, en nú er leyfilegt. Samkvæmt nýbýlalög- unum er hámarkið nú 7000 kr. til hvers býlis, helmingur lán og helmingur styrkur. Ég tel, að nýbýlastjórnin þurfi að hafa heimild til að mega veita allt að 10 þúsund kr. til hvers býlis. Þar sem byggt er á óræktuðu landi eingöngu nægir sú upp- hæð þó ekki, þótt miðað sé við verðlag fyrir styrjöldina. Mörg nýbýli berjast nú í bökkum vegna þess, að of lítið hefir ver- ið lagt til þeirra. Dálítið fram- lag til viðbótar mundi í mörgum tilfellum nægja til þess, að tryggja afkomu þeirra. Láti lög- gjafarvaldið það líðast, að ábú- endur nýbýla verði að gefast upp vegna þess að ríkið leggur ekki fram nauðsynlegt stofnfé, þá er það sú fjármálaspeki sem ræður, er sparar eyrinn en kast- ar krónunni burtu. Hið háa verðlag á byggingar- efni hefir hg.ft í för með sér, að fátt nýrra býla eru stofnuð nú meðan styrjöldin geysar. En flest þeirra nýbýla, sem stofn- uð hafa verið siðan nýbýlalög- in öðluðust gildi, eru að meira eða minna leyti ófullgerð enn, eins og eðlilegt er. Það verður þess vegna að veita fé til þeirra áfram, svo að Ijúka megi nauð- synlegustu framkvæmdum þar. En þá er og óumflýjanlegt að veita megi þeim hærri styrk, en nú er heimilt, lögum samkvæmt. Þá skal komið að fjórða á- fanganum í landnámsmálum okkar. Það er sú leið, að ríkið taki stór samfelld landsvæði, sem liggja vel við markaði og samgöngum, og hefji þar þurrk- I 2. Mjólk, 2 1. á dag 306,60 432,00 3. Kartöflur og annar garðmatur 94,40 236,64 4. Ostar og egg 94,56 136,44 5. Smjör og önnur feiti 182,66 309,60 6. Slátur 73,08 97,44 7. Skyr og rjómi um 90,00 120,00 8. Fiskur, ýms. teg. 163,73 320,16 Erlendar vörur til matar: 1938 1940 1. Brauð og kornv. 201,24 319,44 2. Sykur 51,05 104,40 3. Kaffi og kaffibætir * 57,27 69,00 4. Ýmsar Vörur (ger, krydd o. fl.) 24,00 36,00 Aðrar nauðsynjar: 1938 1940 1. Kol og rafm. til hita og suðu 265.68 528,00 2. Rafmagn eða olía til ljósa 63,00 72,00 3. Þvottaefni og önnur hreinlætisvara 61,50 123,00 4. Fatnaður, áætl. samkv. hagtíð. 612,80 833,60 5. Húsaleiga (2 til 3 herb.) 1560,00 1560,00 Heildarkostnaður: 1938 1940 Innl. vörur alls 1283,81 2116,92 Erl. vörur alls 333,56 528,84 Aðrar nauðsynj, 2562,98 3116,60 Skattar: Útsvar, skattur, líf- eyrissj.gj., sjúkra- saml.gjöld o. fl. 520,00 638,00 Alls krónur 4700,35 6400,36 Eins og áætlunin sýnir, vantar nokkuð á, að launin, eins og þau eru nú, hrökkvi fyrir æski- legum þörfum, en nógu eru töl- urnar samt háar, eða það ætla ég að sumum muni þykja. Hér er t. d. ekki talið útvarp, blöð, tímarit, nauðsynleg búsáhöld o. fl. Ef til vill má spara til þess að reyna að veita sér eitthvað af þgssu, en um afgang ætla ég að ekki geti verið að ræða. Ef þessi maður væri bóndi, hvernig ætti þá að reikna tekj- ur hans og hvernig ætti að skipta þeim fyrir hinar ýmsu þarfir, ef tölurnar ættu að vera samanburðarhæfar? Auðvitað yrði að reikna allar afurðir bús- ins, sem notaðar eru til heim- ilisþarfa, með Reykjavíkurverði, en allar hinar, sem seldar eru með því verði, sem raunveru- lega fæst fyrir þær. Húsnæði og eldsneyti er einfaldast að reikna með sama verði hjá báð- um, ef hvorutveggja fullnægir samskonar þörfum. Ef ég á að gera tilraun með samanburð á tekjum launamanns og bónda, þá kemur mér í hug bóndi, er ég þekki, sem býr á sæmilega húsaðri en fremur lítilli jörð, býr einyrkjabúskap með konu (Framh. á 3. síSu) un, vegagerð og annan undir- búning að stofnun byggða- hverfa í sveitum. Nokkur undir- búningur er þegar hafinn að þessu verki. Fyrir fáum árum var vissum hluta atvinnubóta- fjárins varið til þess að ræsa fram 100 ha. stórt svæði í Fló- anum. Land þetta er nú orðið fullþurrt og bíður eftir því að hafist verði handa um ræktun. Nú er ríkið að kaupa nokkrar jarðir í Ölfusi í þeim tilgangi, að þar verði hafist handa í stórum stíl um framræslu og annan undirbúning til býla- stofnunar. Þriggja manna nefnd hefir haft undirbúning þessa máls með höndum. Eiga þar sæti, þeir Ingimar Jónsson skólastjóri og Valtýr Stefánsson ásamt þeim er þetta ritar. Svo að verulegur árangur náist, þarf að verja miklu fé til þessara framkvæmda. Nú mun senni- lega innan skamms verða byrj að á landþurrkun í Ölfusi. En fleiri svæði víða um landið verður að taka til ræktunar á sama hátt og hér er fyrirhugað. Við eigum óhemju mikiö af mýrum, sem eru ágæta vel fallnar til rækt- unar. Þær verða ekki þurrkað- ar svo nokkurt lag verði á, öðru vísi en stór svæði séu ræst í einu, eftir ákveðnu fyrirfrám lögðu „plani“. Ríkið verður þess vegna að hafa framkvæmd- ir með höndpm um framræSlu landsins og vegalagningair um löndin. Á hvern hátt bygging- um verðu'r komið þarna upp síðar, hvprt r|kið reisir þær Qg leigir 'þýliri síðar út fullgerð, eða þeir, sem ábúð eiga aþ fú,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.