Tíminn - 19.11.1940, Qupperneq 1

Tíminn - 19.11.1940, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. \ FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu I D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. M. árg. Reykjavík, þrlðjudagmn 19. nóv. 1940 114. blað Njötta flokksþing: Framióknarmanna Vígsla Matthíasar- kírkju á Akureyrí Vígsla iVfátthíasar kirkjunnar á Akureyri fór fram á sunnu- daginn méð mikilli viðhöfn. Sigurgeir Sigurðsson biskup framkvæmdi vígsluna. Ellefu prestar voru viðstaddir, en alls var nær 1500 manns í kirkjunni, er vígsluathöfnin fór fram. Athöfnin hófst í gömlu kirkj- unni. Var beðin þar bæn. Síðan gengu biskup og prestar skrúð- göngu með munina úr gömlu kirkj unni í Matthíasarkirkj - una. Var hún orðin full af fólki. Tók biskup þar við kirkjumun- unum fyrir altarinu. Sjálf vígsluathöfnin hófst með því, að séra Sigurður Stef- ánsson á Möðruvöllum flutti bæn í kórdyrum, en kantötu- kór Akureyrar söng ákall, eftir Björgvin Guðmundsson, stjórn- anda kórsins. Síðan hófst vígslusöngur og tónuðu þeir til skiptis biskup og séra Friðrik Rafnar vígslubiskup. Voru sálmar síðan sungnir, áður en biskup flutti vígsluræðu. Að lokinni ræðu biskups var sung- inn sálmur, en prestar, þeir séra Stefán Kristinsson á Völl- um, séra Theódór Jónsson á Bægisá, séra Óskar Þorláksson í Siglufirði og séra Benjamin Kristjánsson á Laugalandi, lásu ritningargreinar milli versa. Þá lýsti biskup yfir helgi hins nýja guðshúss og vígði kirkjuna í nafni heilagrar þrenningar, og afhenti hana presti og söfnuði. Lásu biskup og , vígslubiskup (Framh. á 4. síðu) B æ n d anámskeið í vetur Innan skamms munu hefjast bændanámskeið í Skagafjarð- arsýslu og Ey j af j arð arsýslu. Verða sennilega haldin fjögur námskeið í hvorri sýslunni, og munu þau standa í 2—4 daga hvert. Af hálfu Búnaðarfélags ís- lands munu mæta á námskeið- unum ráðunautarnir Gunnar Bjarnason, Páll Zophóníasson, Pálmi Einarsson og Ragnar Ás- geirsson. Fara þeir einhvern næstu daga héðan úr bænum og munu námskeiðin hefjast strax og þeir eru komnir norður. Síðara hluta vetrar munu verða haldin bændanámskeið í Þingeyjarsýslum. Slysfarir Tvö slys hafa orðið hér í bænum síðustu daga. Á laugardaginn beið slökkvi- liðsmaður, Halldór Árnason á Sjafnárgötu 9, bana við slökkvi- starf í setuliðsskála í grennd við Stúdentagarðinn. Gerðist slysið með þeim hætti, að þrír menn, Halldór og Karl Ó. Bjarnason brunaliðsmaður og einn útlendingur, fóru inn í skálann, sem kviknað hafði í, og urðu fyrir rafmagnsstraumi. Voru mennirnir bornir út með- vitundarlausir og tókst að lifga tvo þeirra, en með Halldóri fannst ekki lífsmark. Fyrir nokkrum dögum varð Bjarni Guðnason trésmiður undir peningaskáp, er hann var að færa til í Útvegsbankanum. Illaut hann af mikil meiðsli og lázt hann af afleiðingum slyss- ins í Landsspítalanum í fyrri- nótt. -- Tilkyiming frá mióstjórninni - Samkvæmt lögum um skipulag Framsóknarflokksins, hefir miðstjórn flokksins á fundi þ. 16. nóvember ákveðið að kveðja saman flokksþing 1 Reykjavík miðvikudaginn 12. febrúar næstkomandi. Sæti og atkvæðisrétt á flokksþinginu eiga samkvæmt flokkslögum kjörnir fulltrúar flokksfélaganna, alþingis- menn flokksins og miðstjórnarmenn. Flokksfélög í héruðum hafa rétt til að senda jafn marga fulltrúa á flokksþingið og hreppar eru á félagssvæðinu. Flokksfélag í kaupstað jafn marga og alls eiga sæti í bæjarstjórn kaupstaðarins, þó með nánar ákveðnum tak- mörkunum um félagafjölda. Félög ungra Framsóknarmanna hafa rétt til þess að senda fulltrúa á flokksþingið, svo sem greint er í 8. gr. og 10. gr. flokkslaganna. Miðstjórnin hefir falið sérstakri nefnd að annast allan nánari undirbúning flokksþingsins. í nefndinni eru: Guðbrandur Magnússon forstjóri, formaður, Páll Zóp- hóníasson alþm., Vigfús Guðmundsson gestgjafi, Magn- ús Björnsson ríkisbókari, Jón Emil Guðjónsson kennari, Runólfur Sigurðsson skrifstofustjóri, Magnús Stefánsson dyravörður, Guðm. Kr. Guðmundsson skrifstofustjóri og Halldór Sigfússon skattstjóri. Erindreki flokksins, Daníel Ágústínusson, mun vinna með nefndinni og gefa mönnum upplýsingar um flokks- þingið. Tilkynningar um þátttöku í flokksþinginu séu komnar til skrifstofu Framsóknai’flokksins, Lindargötu 1 D, eigi síðar en 1. febrúar næstkomandi, en helzt fyrir 20. janúar. F. h. miðstjórnar Framsóknarflokksins. JÓNÁS JÓNSSON EYSTEINN JÓNSSON form. ritari. Hvernig ætla Þjóðverjar að skípuleggja Evrópu? Þjóðverjar halda fram þvi, að þeir heyi styrjöldina til að koma á nýju skipulagi í Evrópu. Þeir segja, að Bretar séu hinn íhalds- sami aðili í styrjöldinni, því að þeir berjist fyrir að halda öllu í sömu skorðum og áður. Þeir vilji engar breytingar á landa- mærum eða á fyrirkomulagi fjármála og viðskiptamála í heiminum. í þessum áróðri Þjóðverja er þeirri nýju Evrópu, sem þeir segjast ætla að skapa, lýst eins og nokkurskonar Paradís. í þýzku útvarpi til Ameríku var því nýlega lýst, að ekki myndu þekkjast neinar viðskiptaþving- anir eins og tollar í hinni nýju Evrópu. Atvinnuleysi myndi einnig verða óþekkt fyrirbrigði. Ensku blöðin, einkum The Times, hafa reynt að kryfja þennan áróður til mergjar. Þau hafa að talsverðu leyti sótt rök- semdir sínar til þýzkra blaða og valdbeitingar Þjóðverja í þeim löndum, sem þeir hafa lagt undir sig. Hvert myndi verða grund- vallaratriði þess nýja skipulags í Evrópu, sem Þjóðverjar segj- ast ætla að koma í framkvæmd? The Times svarar þessu fyrir nokkru með þvi að vitna í eft- irfarandi ummæli: „Vér Þjóðverjar erum fæddir til að stjórna Evópu og munum hegða okkur samkvæmt því.“ Deutsche Algemeine Zeitung, 7. okt. s. 1. „Óæðri þjóðflokkar þarfnast ekki eins góðrar fæðu, fatnað- ar eða menningar." Dr. Ley, leiðtogi þýzku vinnufylkingar- innar. „Hið fjárhagslega skipulag í Evrópu verður að hafa það markmið, að Þýzkaland geti haft sem mest efnahagslegt ör- yggi og að þýzka þjóðin njóti sem beztra lífskjara." Dr. Funk, fjármálaráðherra Þýzkalands. Reynslan hefir þegar sýnt, seg- A. KROSSGÖTIJM Frá Raufarhöfn. — Raufarhafnarveguriim nýi. — Veðurfar og uppskera við Reyðarfjörð. — Úr Öræfum. Hólmsteinn Helgason á Raufarhöfn er gestkomandi í Reykjavík. Hann hef- ir skýrt Tímanum svo frá: — Fram undir lok ágústmánaðar var tíðin mjög' hagstæð á Norðausturlandi. Grasvöxtur í bezta meðallagi og spratt snemma. Haustveðráttan var mjög slæm, stöð- ugar rigningar og súld, að undan- teknum nokkrum dögum, rúmri viku, um veturnæturnar. Útheyskapur varð því endasleppur og hey hrakin, og upp- skera úr görðum mjög rýr. Síldveiðin, var, sem kunnugt er, mjög mikil, og var, eins og oft áður, hvað mest síldar- magn við Norðausturland. Á Raufar- höfn var í sumar, í byrjun síldveiðitím- ans, tekin til notkunar ný síldar- bræðsluverksmiðja, sem byrjað var að byggja vorið 1939. Verksmiðja þessi vinnur úr um 5000 málum síldar á sól- arhring. Er hún allmikið mannvirki með tilheyrandi geymsluþróm og lönd- unarbryggju með sjálfvirkum löndun- artækjum. Atvinna var mjög mikil á Raufarhöfn þetta ár, því að byrjað var að vinna að smíði verksmiðjunnar snemma í marzmánuði síðastliðnum og því stöðug atvinna frá þeim tíma og fram yfir miðjan september. Má því telja þetta ár hið langbezta atvinnuár í þorpinu. Fjöldi aðkomumanna sótti þangað atvinnu um langan og skamm- an tíma. Mannmargt var því jafnan í þorpinu um síldveiðitímann, þvi að einnig var oft margt sjómanna í landi. Höfnin á Raufarhöfn er, sem kunnugt er, frá hendi náttúrunnar að mestu lokuð fyrir hafáttiimi, en fremur grunn og því ekki fær stórum skipum, en ágæt smáskipahöfn. Síðastliðið sumar voru flutt þangað dýpkunartæki Reykja- víkurhafnar og unnið með þeim að dýpkun þar um tveggja mánaða tíma. Árangur af því varð þó minni en búizt hafði verið við, en samt nokkur. Geng- ið hefir nú verið frá dýpkunartækjun- um í vetrarlagi á Raufarhöfn, en graf- skóflur og fleira flutt til Reykjavíkur, og verða þær endurbættar i vetur, til vinnu á komandi sumri. t t t Undanfarin fimm ár hefir verið unn- ið að því, að koma Raufarhöfn í sam- band við akvegakerfi landsins. Hefir verið unnið við veginn vor og haust, en í þetta sinn var unnið í allt sumar og haust, og hefir nú markinu verið náð, að nafni til. Verður því á komandi sumri fært bifreiðum til Raufarhafnar. En bæði þessi vegur, og þó einkum Sléttuvegur frá Leirhöfn að Blikalóni, þarf enn mikilla endurbóta við til að vera góður yfirferðar í votviðratíð. Fjárveiting Alþingis til Raufarhafnar- vegar hrökk hvergi nærri til að ljúka vegargerðlnni á þessu ári. Náðist því samkomulag við vegamálastjómina um að taka mætti innanhéraðslán til verksins, og verður það endurgreitt á næstu árum. Gekk sú lántaka greið- lega. — Verkstjórn við lagningu Rauf- arhafnarvegar hefir að mestu annast Jón Þ. Jónsson bóndi á Ásmundar- stöðum. r t r Ásmundur Helgason bóndi á Bjargi við Reyðarfjörð skrifar Tímanum: — Veturinn gekk i garð með auðri jörð á hæstu tinda. Nýliðið sumar var und- arlegt sambland af ýmsum veðrabrigð- um. Samkv. dagbók, er ég hefi haldið, er þetta þriðja kaldasta sumar austan lands, sem komið hefir síðan ég tók að skrá athuganir mínar. Hin voru árin 1908 og 1887, en þá lá hafís við Aust- firði, kom í 12. viku, en fór í 19. viku. í hverjum mánuði í sumar snjóaði í fjöll, og frá Jónsmessu til ágústloka voru fáir þeir dagar, að ekki kæmi regnskúr. En stórrigningar voru aðeins einu sinni. Þrátt fyrir kalda tíð, var grasvöxtur á flestum stöðum ágætur. Átti hin sólríka og indæla tíð, sem var hér síðari hluta maímánaðar og fram til Jónsmessu, óefað mestan þátt í því. Þótt svona væri skúrasamt í sumar, hraktist hvorki hey né eldiviður til skemmda. Telja menn, að heyin séu ágætlega verkuð og með meira móti að vöxtum. Garðávextir spruttu yfirleitt frámmialega illa, en þó eru til þeir garðar, sem gáfu betri arð í ár heldur en í hinu góða sumri í fyrra. Bezt reyndust garðar, þar sem moldin var blandin smásteinum eða sandborin. — Sláturfé reyndist illa til frálags í haust og álíta sumir að jafnhliða köldu sumri eigi sök hin illkynjaða lungnaveiki, er var í sauðfénaði víða hér um slóðir í fyrravetur og gerði talsverðan usla. Tíðindamaður Tímans átti í gær símtal við Sigurð Arason á Fagurhóls- mýri í Öræfum. Hefir ágæt hausttíð verið þar eystra. Jörð er auð og sauð- fé gengur úti. Verður það ekki tekið í hús fyrr en snjór legst á jörð. Lítils- háttar föl hefir komið í byggð þar eystra einu sinni i haust, en lá aðeins fáa daga. \ ir The Times, hvernig Þjóðverj- ar munu koma þessu í fram- kvæmd. í byrjun september var t. d. sagt frá þvi í þýzkum blöð- um, að Þjóðverjum hefði verið mögulegt að auka kaffiskammt- inn vegna þess, að þeir hefðu tekið svo miklar kaffibirgðir í hafnarborgum herteknu land- anna. Einn fylkisstjóri Þjóð- verja í Póllandi hefir nýlega lýst yfir því, að þaðan hafi verið flutt út margfalt meira af matvælum á þessu ári en nokkru sinni fyrr, og hafi allur sá útflutningur far- ið til Þýzkalands. Áreiðanlegar upplýsingar eru fyrir hendi um mikla flutninga frá herteknu löndunum til Þýzkalands á hverskonar vörubirgðum. Þýzka- land tekur líka eins mikið af afurðum þeirra og þau geta frekast misst. Þannig mun vera haft strangt yfirlit með fisk- neyzlunni í Noregi til þess að hægt sé að flytja sem mest af fiski til Þýzkalands. Þá hafa þýzku blöðin nýlega sagt frá því, að mikið af lifandi búpen- ingi hafi verið flutt frá Dan- mörku og Hollandi til Póllands, en þangað hafa verið fluttir um 100 þús. Þjóðverjar frá Bessara- bíu, auk fjölmargra Þjóðverja frá baltisku löndunum og Tyrol, og þarf þýzka stjórnin að út- vega þessum mönnum bústofn. The Times bendir ennfremur á aðra athyglisverða þróun í þessum efnum. Það er vaxandi innflutningur á verkafólki frá herteknu löndunum til Þýzka- lands. Samkvæmt frásögu Ber- lingske Tidende 4. okt. síðastl. voru þá um ein miljón her- fanga og 1.1 milj. aðkominna verkamanna við ýmisleg störf i Þýzkalandi. Flestir herfangarn ir voru pólskir eða franskir og •meðal verkamannanna voru Pólverjar‘1 yfirgnæfandi meira- hluta. Þeir munu vera nálægt einni milj. í Politiken 24. sept segir, að þá .séu 15 þús. danskir verkamenn starfandi í Þýzka landi en 10 þús. verkamenn muni bráðlega fara til Þýzka lands til viðbótar. í Sydsvenska dagbladet 3. okt. var sagt, að 50 þús. hollenzkir verkamenn væru þá starfandi í Þýzkalandi. í Der Neue Tag i Prag var ný lega skýrt frá því, að 35 þús. belgiskir verkamenn væru komnir til Þýzkalands. Frá Lux- emburg hafa farið 25 þús. verkamenn til Þýzkalands. Sam- kvæmt svissneskum blöðum hafa verið opnaðar í Paris ráðn- ingarskrifstofur ' fyrir franska verkamenn, sem vilja fara til Þýzkalands. Það eru næstum eingöngu iðn- aðarverkamenn, sem Þjóðverjar sækjast eftir að fá frá hertekn- um löndum. Markmið Þjóðverja er auðsjáanlega það, að reyna að draga sem mest úr iðnaði í herteknu löndunum, en auka hann sem mest hjá sér. Hinar undirokuðu lönd eiga að vera á- kjósanlegir markaðir fyrir hinn þýzka iðnvarning. Þessi fáu dæmi veita að dómi The Tímes nokkra hugmynd um, hvernig nýskipulagning Ev rópu verður, ef Þjóðverjar fá að ráða. Aðrar fréttir. Suner utanríkisráðherra Spán- ar og Ciano utanríkisráðherra Ítalíu, eru nú báðir í Þýzka^ landi. Ræddi Suner tvær klst. við Hitler í gær. Ciano ræddi síðan við Hitler, og að því loknu ræddi Hitler við þá báða sam- eiginlega. Talið er að för Suner sé í sambandi við tilraunir öx- ulríkjanna til að fá Spán til þátttöku í styrjöldinni, en Ci- ano greifi eigi einkum þau er- indi við Hitler, að hann hjálpi A viðavangi ÓÞOLANDI MEÐFERÐ SJÓÐÞURÐARMÁLA. Það var uppvíst í supjar, að formaður og ráðsmaður verka- mannafélagsins Dagsbrún í Reykjavík hefðu dregið sér fé úr sjóði félagsins með sviksam- legum hætti. Voru þeir settir í gæzluvarðhald meðan yfir- heyrslur stóðu yfir og vitanlega sviptir öllum trúnaðarstörfum hjá félaginu. Samkvæmt frá- sögn eins blaðs hér í bænum gerist það svo næst í máli þessu, að annar ritstjóri kommúnista- blaðsins, sem mun vera kunn- ingi annars sökudólgsins, kom á fund félagsstj’órnarinnar og lofaði því, að hið stolna fé yrði endurborgað, ef sakir yrðu látn- ar falla niður. Mun stjórn fé- lagsins hafa haft um það góð orð, en þó hafa talið sig þurfa að leggja það fyrir félagsfund. Málið hefir enn ekki verið af- greitt á slíkum fundi, en lausn þess þykir þó afráðin, þar sem forvígismenn Sjálfstæðisflokks- ins, Alþýðuflokksins og kom- múnista munu því fylgjandi, að láta sakir falla niður, ef féð verður greitt. Þykjast þeir hafa ýms fordæmi úr opinberu lífi til fyrirmyndar. Er hér vissu- lega um að ræða mjög alvarlegt öfugstreymi í íslenzku réttarfari því að það virðist liggja i aug- um uppi, að sjóðþurðir hljóti að færast í vöxt, ef stöðugt er stefnt að því að gera þá reglu almennari, að refsa ekki fyr- ir slík brot, ef hið stolna fé er endurgreitt. Menn verða þá kærulausari um, að draga sér fé með slíkum hætti, þar sem þeir þykjast geta treyst því, að vandamenn og vinir muni hjálpa sér til að endurgreiða féð, þegar uppvíst verður um þjófnaðinn. Það er áreiðanlega betra fyrir opinbert velsæmi og ráðvendni i þessum efnum, að láta hlutaðeigandi stofnanir eða félög verða fyrir einhverju tjóni, en að sökudólgunum sé ekki hegnt. Það er spilling, sem ekki á að þolast, að menn geti keypt sig undan refsivendi lag- anna. Framangreind meðferð á sjóðþurðarmálum verður því að hverfa úr sögunni. Löggjafinn og framkvæmdarvaldið verða að gera f ullnægj andi ráðstaf anir því til tryggingar. MBL. OG KOMMÚNISTAR. Mbl. er í nokkrum erfiðleik- um með að skýra, hver sé hin rétta aðstaða til kommúnista. Jafnframt þvi, sem blaðið for- dæmir kommúnista harðlega, játar það með þögninni, að flokkur þess hefir árum sam- an haft samstjórn á Norð- firði um málefni bæjarins með byltingarflokknum. Það játar ennfremur með þögn- inni, að í Hafnarfirði voru Sjálfstæðismenn svo missii\um skipti í samfylkingu með kom- múnistum og ráku þá úr félagi verkamanna alla helztu liðs- menn jafnaðarmanna. Á sama hátt játar blaðið með þögn, að hér í Reykjavík ráku kommún- istar og Sj álfstæðismenn sam- eiginlega alla helztu menn Al- þýðuflokksins úr Dagsbrún. Auk þess var um stund svo náin samvinna milli Sjálfstæðis- manna og kommúnista, að fyr- irsjáanlegt var, að öll þróun stefndi að því, að almenn fram- leiðslustöðvun gerðist við sjáv- arsíðuna. í Hafnarfirði mátti heita, að þessir flokkar kæmu til leiðar almennu uppreistar- ástandi. Ofan á þetta bætist svo það, sem Sjálfstæðismenn geta ekkert gert að, fremur en aðrir flokkar, að kommúnistar greiða þrásinnis atkvæði með málum þeirra. Þess eðlis var kosning Sigurðar Jónassonar í niður- jöfnunarnefnd. Itölum til að láta Fralcka frarn- selja ítölum Nizza, Korsiku og (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.