Tíminn - 23.11.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
í FORMADÚk BLAÐSTJÓRNAR:
| JÓNAS JÓNSSON.
J ÚTGEFANDI:
} FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
. EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA hi.
Símar 3948 og 3720.
24. árg.
Reykjavík, laugardagiim 23. nóv. 1940
116. blað
Rannsóknir i þágu bufjar-
ræktariunar
Vísíndasjóður
Athyglisverð tillaga
um ráðstöfun öl-
tollsins
Tilraunaráð búf j árræktar-
innar hefir borið fram athyglis-
verða tillögu um öflun fjár til
búfjárræktarrannsókna og ann-
arrar vísindastarfsemi, sem rík-
ið annast. Segir svo um þessa
tillögu í greinargerð tilrauna-
ráðsins:
„Féð er afl þeirra hluta er
gera skal, og fyrsta skilyrðið til
þess að mögulegt sé að leysa
þau verkefni, sem hér kalla að
og krefjast úrlausnar, er það,
að fé fáist til framkvæmdanna.
Tilraunaráði búfjárræktar er
kunnu'gt um, að á næsta ári
muni ríkissjóði áskotnast all-
mikil upphæð, eða 300.000—
500.000 kr., sem ekki var gert
ráð fyrir, er fjárlög fyrir 1941
voru samin og samþykkt, og því
ekki ætlað til ákveðinna fram-
kvæmda. Hér er átt við toll af
sterku öli, sem nú er farið að
framleiða samkvæmt bráða-
birgðalögum. Víða annars-
staðar, t. d. i Danmörku, er
tekjum, sem fást á svipaðan
hátt, varið til eflingar visinda
og mennin'garmála. Hér á landi
eru allar vísindarannsóknir enn
í bernsku, okkur til ómetanlegs
tjóns, bæði menningarlega og
fjárhagslega. Það er því enn
meiri þörf fyrir það hér en
annars staðar, að verja slíku fé
til vísindarannsókna, og reyna
með þVÍ að hefja atvinnuveg-
ina til meira gengis og skapa
þeim traustan starfsgrundvöll.
Við viljum því leggja til að öl-
tollinum verði öllum varið til
vísindarannsókna i þarfir at-
vinnuveganna, og er þá þar í
falið rannsóknir, er leitt gætu
til bættra lifnaðarháttu. Yrði
síðar hætt að framleiða sterkt
öl í larídinu, þarf Alþingí á
annan hátt að afla sjóðnum
tekna með lögum.
Við teljum, að nauðsyn beri til
þess, að sömu menn skipti fénu
um margra ára skeið, milli
hinna einstöku deilda er hér
koma til greina, eins og deilda
Atvinnudeildar Háskólans, til-
Taunastöðva, bændaskóla og
einstakra manna, er kynnu að
verða falið að hafa sérstakar
rannsóknir og tilraunir með
höndum.“
Tilraunaráðið bendir síðan á,
hvernig það telur, að nefnd sú,
sem ætti að úthluta fénu, yrði
bezt skipuð. Ætlast það til, að
þar verði m. a. fulltrúi frá rík-
isstjórrtt tilraunaráðum, fiski-
deild, iðnaðardeild og fleiri að-
ilum.
Tillögur tilraunarátísins
Tilraunaráð búfjárrækt-
arinnar hefir komið saman
til fundar og gert tillög-
ur um rannsóknarverkefni
þau, er það telur að búfjár-
ræktinni sé brýnust nauð-
syn á að innt verði af hönd-
um næstu ár.
í tilraunaráði þessu eiga sæti
Páll Zóphóníasson ráðunautur,
Halldór Pálsson ráðunautur,
Níels Dungal prófessor, Pétur
Gunnarsson búfræðikandidat
og Björn Símonarson kennari.
Héfir tíðindamáður Tímans
fengið þessa frásögn af störfum
búfjárræktarráðsins og tillögum
hjá formanni þess, Páli Zóphón-
íassyni:
— Tilraunaráðið leggur til, að
rannsóknir í þágu búfjárrækt-
arinnar í landinu verði bæði
framkvæmdar við búnaðarskól-
ana og búnaðardeild atvinnu-
deildar háskólans. Af verkefn-
um þeim, sem búnaðardeildin
leysi af hendi, leggur það til að
haldið verði áfram rannsókn
búfjársjúkdóma, svo sem garna-
veiki, mæðiveiki, lambaláts,
kýlapestar, lungnapestar,
lungnaorma, bráðdauða í kúm,
bráðapestar í sauðfé, lamba-
blóðsóttar og ýmissa sjúkdóma
í refum, og hafin rannsókn á
fjárkláða, Hvanneyrarveiki,
riðu, haustblindu í sauðfé,
bandormum í hundum og sauð-
fé og fjöruskjögri í unglömbum.
Ennfremur hafi búnaðardeildin
með höndum vítamínrannsókn-
ir, framleiði bóluefni og „ser-
um“ til varnar bráðapest,
lungnapest og lambablóðsótt og
framleiði og seljí önnur reynd
varnarlyf gegn búfjársjúkdóm-
um eða til lækninga á þeim.
í öðru lagi hafi búnaðardeild-
in með höndum margskonar
fóðurtilraunir, er leiði í ljós
áhTif fóðurgjafar á vænleika
dilka, frjósemi sauðfjár, kjöt-
gæði og bráðþroska, þroska kúa
og hesta og notagildi ýmissa
Fundahöld í Rang-
árvallasýslu
Framsóknarfélögin í Rangár-
vallasýslu halda aðalfund sinrí
í samkomuhúsinu í Fljótshlíð 1.
desember næstkomandi. Fund-
urinn hefst kl. 3 e. h.
Á fundinum mætir Eysteinn
Jónsson viðskiptamálaráðherra,
ásamt fleiri flokksmönnum úr
Reykjavlk, og fiytur ráðherrann
framsöguræðu á fundinum.
Á eftir fundinum verður
skemmtisamkoma með ræðu-
höldum, söng og dansi.
Félag ungra Framsóknar-
manna vestan Rangár heldur
fund í Þykkvabæ að kvöldi laug-
ardagsins 30. þ. m. og verður
skemmtun á eftir.
í kvöld heldur Félag ungra
Framspknarmanna undir Eyja-
fjöllum fund. og skemmtun á
eftir.
fóðurtegunda handa hestum og
fé með beit. Ennfremur verði
gerðar meltanleikarannsóknir á
fóðri, rannsakað hvort ekki
muni vanta ýms efni í fóður bú-
fjárins, svo að það skili minni
afurðum en ella, og leitt í ljós
hvernig bezt verði hagnýtt inn-
lent fóður handa nytlágum kúm.
Jafnfranit vill tilraunaráð láta
hefja kynbótatilraunir með all-
ar helztu tegundir búfjár, sauð-
fjár, nautgripa og hesta, og
reyna að samein'a verðmætustu
eiginleikana og verði reynt að
nota frjódælingu til að út-
breiða beztu kynin. Loks verði
einnig gerðar tilraunir um hey-
verkunaraðferðir. •
Tilraunaráðið telur, að starfs-
skilyrði búnaðardeildarinnar
séu nú með þeim hætti, að fæst-
um þessara verkefna sé hægt
að sinna. Leggur það til, að rík-
ið eignizt tvær jarðir í grennd
við Reykjavík, sem það léti bún-
aðardeildinni í té. Verði á ann-
arri jörðinni komið upp til-
raunabúi og þar gerðar ýmsar
vísindalegar tilraunir um fóðr-
un búpenings og kynbætur. En
á hinni verði einkum fjallað
um búfjársjúkdómana, aldar
upp skepnur til „serum“-fram-
leiðslu o. s. frv.
Bendir tilraunaráðið á hvaða
þýðingu þær rannsóknir hafa
haft, sem þegar hafa verið gerð-
ar. á búfjársjúkdómum. Til
dæmis má geta þess, að þótt
iðraormar í sauðfé hafi ekki
verið rannsakaðir til neinnar
hlítar, þá sé þó fundið við þeim
lyf, sem tryggt hafi betri þrif
fénaðarins og minni fóður-
eyðslu. Óefað á þetta lyf tals-
verðan þátt í því, að dilkar þeir,
sem slátrað er í landinu gefa
af sér 700 smálestir meira af
kjöti, heldur en fékkst áður en
farið var að nota ormalyf.
Til að bera uppi þann kostn-
að, sem af þessu hlýzt, leggur
tilraunaráðið til, að stofnaður
verði vísindasjóður, er í renni
(Framh. á 4. síðu)
»Ef við aðeins værum lausír
við hvern einasta Þjóðverja«
Hlutskípti Danmerkur í hinni »nýju
Evrópu« Þjóðverja *
Eitt fyrsta verk Þjóðverja
eftir hernám Danmerkur var að
setja dönsku blöðin undir
strangt eftirlit, Þau geta því
ekki sagt annað en það sem
Þjóðverjum er þóknanlegt.
Til þess að halda almenningi
vakandi og láta hann hafa
sannar fregnir af því, sem raun-
verulega er að gerast, hefir ver-
ið tekinn upp sá siður, að dreifa
út vélrituðum smámiðum með
slíkum upplýsingum og áskor-
unum til fólks um að fylkja sér
fast um sjálfstæði og þjóðar-
heiður Danmerkur. Miðum
þessum er laumað í hendur fólks
í strætisvögnum, á götum úti o.
s. frv. og-lendi þeir í réttum
höndum, halda þeir göngu sinni
áfram. Þjóðverjum er vitanlega
orðið kunnugt um þessa starf-
semi og munu hafa fullan hug
á, að uppræta hana. Mun þeim,
sem verða uppvísir að dreifingu
slíkra miða, reynast þýðingar-
laust að biðja um grið.
Tíminn hefir átt þess kost, að
sjá einn slíkan miða. Var hon-
um laumáð i lófa manns í stræt-
isvagni í Kaupmannahöfn. Hef-
ir Tíminn fengið hann til birt-
ingar, þar sem mörgum mun
þykja fróðlegt að kynnast efni
hans. Byrjar hann á vísum
i þeim, sem fara hér á eftir bæði
á frummálinu og í lauslegri þýð-
ingu:
Dejlige Danmark
með skovklædte Kyster,
blot vi var fri for hver
eneste Tysker,
borte er Tryghed, og borte er Ro,
borte er Freden
hvor Tyskerne bo.
Dejlige Danmark
med Köer og Grise,
alt hvad du har,
kan Tyskerne spise,
nu skal de höste,
i hvad vi maatte saa,
A. KII?,OSSa-ÖTTT3VÆ
Haustmarkaður KRON. — Refasýningar. — Merking refa. — Nýjar vélar hjá
Grænmetisverzluninni. — Aðsókn að Sundhöllinni.
Tíminn hefir aflað sér upplýsinga um
haustmarkað Kron á síðastl. hausti, en
það má óhikað telja hann mjög merki-
lega nýbreytni í verzlunarmálunum.
Haustmarkaðurinn var opnaður 28.
september. Þar voru aðeins seldar inn-
lendar vörur svo sem hrossakjöt, síld,
saltfiskur, riklingur, kál o. fl. Sérstak-
ur maður var ráðinn til að salta hrossa-
kjötið. Hafði hann fengizt við söltun
hrossakjöts mörg undanfarin haust.
Þegar markaðurinn hófst var lagður
þar fram smápési, þar sem skráðar
voru leiðbeiningar um matreiðslu síld-
ar og hrossakjöts, og fengu viðskipta-
mennirnir pésa þennan ókeypis. Fyrstu
daga markaðarins virtust bæjarbúar
ekki geta metið hrossakjötið rétt, enda
hefir neyzla þess verið sáralítil hér
undanfarið, Sunnudaginn 6. október
var því öllum bæjarbúum gefinn kost-
ur á að bragða á ýmsum réttum, sem
búnir voru til úr hrossakjöti, og komu
þá um þrjú þúsvmd manns. Þetta hafði
þau áhrif, að viðskiptin meira en tvö-
földuðust. Þegar markaðurinn hætti
laugardaginn 9. nóv. hafði verið selt
fyrir rúmlega 100 þús. kr., þar af nam
hrossakjötssalan % hlutum. Voru alls
seld um 600 hross. Tilgangur markað-
arins var sá, að útvega neytendum
vörur með sem minnstum milliliða-
kostnaði. Náðist ágætur árangur í
þeim efnum, eins og sjá má líka á
samanburði á verðlagi á markaðinum
og annars staðar í bænum. Vegna þess,
hve salan varð mikil, varð þó ekki halli
á markaðinum. Má óhætt fullyrða, að
KRON hafi með haustmarkaðinum
unnið merkilegt starf, bæðl fyrir neyt-
endur og bændur. Neytendum voru út-
vegaðar ódýrari vörur en annars staðar
voru fáanlegar og bændum var útveg-
aður markaður fyrir vöru, sem áður var
lítt seljanleg.
f t t
í haust verður I minna lagi um refa-
sýningar. Verður þó til þeirra efnt á
nokkrum stöðum, og þrjár sýningar eru
þegar afstaðnar. Var hin fyrsta haldin
í Stykkishólml laugardaginn 16. nóv-
embermánaðar. Alls voru þar sýnd 69
dýr. Fengu 40 þeirra fyrstu verðlaun,
18 önnur og 9 þrlðju verðlaun, en 2
hlutu enga viðurkenningu. í Borgar-
nesi var refasýning 19. nóv. Voru sýnd
þar um 50 dýr, en ekki hefir Timlnn
enn haft af þvi fregnir, hvemig verð-
laun féllu. Á Lundi í Axarfirði var sýn-
ing þann 21. mánaðarins. Þrjár eða
fjórar refasýningar verða haldnar inn-
an skamms. Á morgun verður sýning
hér f Reykjavík og fer hún fram í húsa-
kynnum Sláturfélags Suðurlands. Hinn
1. desember verður sýning við Ölfus-
árbrú óg 4. desember á Hvammstanga.
Vera má, að Strandamenn haldi þá
litlu siðar refasýningu á Hólmavik, en
þó mun þvi ekki til lykta ráðið enn. Á
öllum sýningum mun H. J. Hólmjám
loðdýraræktarráðunautur dæma um
dýrin, nema í Axarfirði.
t t t
Elns og venja er tll fer merklng refa
fram í haust. Er þegar búið að merkja
refina allvíða, þótt Loðdýrafélaginu
hafi enn litið borizt af skýrslum. Á
Austurlandi hafa dýr ekki verlð merkt
enn sem komið er. Til þess að koma
betra skipulagi á félagsskap loðdýra-
eigenda og létta kostnað við refamerk-
ingamar var fyrirhugað að stofna fé-
lagsdeildir um land allt, þar sem loð-
dýrarækt er stunduð á annað borð.
Áttu deildir þessar að sjá um refa-
merkingarnar i samráði við félags-
stjóm. Þessum deildarstofnunum hefir
ekki enn verið komið á nærri því al-
staðar, en þó hefir því verið komið svo
fyrir I ár, að héraðsmenn amiast merk-
ingamar. Er það mun kostnaðarminna
heldur en að senda sérstaka merkinga-
menn langleiðis, jafnvel landshoma á
milli.
r r t
Grænmetisverzlun ríkisins hefír ný-
lega fengið frá Ameríku tvær vélar til
hreinsunar og stærðarflokkunar á kart-
öflum. Sú vélin, sem annast hreinsun-
ina, hefir þegar verið tekin til notkunar
og gefst vel. Kartöflunum er mokað upp
í annan enda vélarlnnar, en í þeim
hluta hennar em allmörg gúmmfkefli
með gámðu yfirborði. Þegar vélin er
i notkun, snúast kefli þessi og núa alla
mold og óhrelnindi af kartöflunum.
Kartöflurnar færast smám saman fram
eftir vélinni, unz þær falla i poka, sem
festir em við hinn enda vélarinnar.
til Gengæld gav de os
Mundkurv paa.
Dejlige Danmark
nu svinder den Sommer,
hvordan skal det gaa
i den Vinter, der kommer,
Danmark du havde kun
Fred i dit Sind.
Freden gik ud,
da Tysken gik ind.
Yndislega Danmörk með skógi
þaktar strendur! Ef við aðeins
værum lausir við hvern einasta
Þjóðverja. Þar sem Þjóðverjar
eru, er úti um öryggi, úti um
náðir, úti um friðinn.
Yndislega Danmörk með kýr
og grísi! Allt, sem þú átt, geta
Þjóðverjar lagt sér til munns.
Nú munu þeir uppskera það,
sem við höfum orðið að sá. Þeir
múlbinda okkur í staðinn.
Yndislega Danmörk! Nú hall-
ar sumri. Hvað mun gerast á
þeim vetri, er í hönd fer? Dan-
mörk! í hug þér ríkti friðurinn
einn. Friðnum lauk, þegar
Þjóðverjar komu.
Eftir vísunum kemur stutt
klausa, sem hljóðar þannig 1
lauslegri þýðingu:
Scavenius utanríkismála-
ráðherra hefir eftir viðræðurn-
ar í Berlín lagt til að þingið
samþykkti þá skilmála, sem
greindir eru hér á eftir. Fyrir
atbeina konungs og ríkisstjórn-
ar hefir þessi tillaga aldrei
komið til umræðu í þinginu.
Almenningi þarf að verða
þetta kunnugt til þess að
geta dæmt réttilega hinn
danska utanríkismálaráðherra,
en til þess að það geti orðið
þarf þetta að ganga í
afriti frá manni til manns, og
er hér með hvatt til þess, að það
sé gert.
1. Samræming dansks og
þýzks atvinnu- og viðskiptalífs
(Dansk-Tysk Erhvervsfælles-
skap).
2. Dansk-þýzkt tollbandalag.
Þýzk tollaákvæði. Þýzkaland
innheimtir tollana, sem síöan
skiptast eftir íbúafjölda.
3. Myntbandalag. Ríkismark-
ið verður gjaldmiðill Danmerk-
ur.
4. Þýzkir ríkisborgarar fá
sama rétt og danskir ríkisborg-
arar í Danmörku.
5. í Danmörku verður sett
stjórnarskrá, sem byggist á
samstarfi atvinnustéttanna
undir forystu ríkisins (korp-
orativ Forfatning).
6. Þýzkaland annast fyrir
Danmörku alla samninga, sem
eru stjórnmálalegs- eða við-
skiptalegs eðlis, (sendiherrar og
ræðismenn).
7. Danmörk ^egir upp öllum
verzlunarsamningum sínum.
8. Samningur þessi er óupp-
segjanlegur af Dana hálfu. —
Meira segir ekki á miða þess
um.
Margt bendir til þess, að hér
muni vera rétt frá skýrt. Hið
nýja skipulag, sem Þjóðverjar
telja sig vilja grundvalla í Ev-
rópu, mun einmitt vera fólgið í
því, að Þjóðverjar fái slík völd
yfir smáþjóðunum og þeir
myndu fá yfir Dönum, ef að
þessum skilmálum væri gengið.
Aðrar fréttir.
Koritza, aðalbækistöð ítala á
norðurvigstöðvunum og stærsta
borg Albaníu, féll í hendur
Grikkjum 1 gær eftir harða bar-
daga. Hefir þessi sigur skapað
Á Þessari lelð þeirra gefst kostur á að mikinn fögnuð í Grikklandi. ít-
(Framh. á 4. stílu) ' (Framh. á 4. siðu)
Á viðavangi
FJÁRSÖFNUN FYRIR HÚS-
MÆÐRASKÓLA f REYKJAVÍK.
í tilefni af þvi, að hin veg-
lega Matthíasarkirkj a á Akur-
eyri er að verulegu leyti byggð
fyrrí samskotafé, spurði Akur-
eyringur einn þekktan mann
hér í bænum, hvort ekki væri
hægt að reisa eitthvert stór-
hýsi hér með svipuðum hætti.
Reykvíkingurinn varð fyrst
þögull en svaraði siðan: Hér
getur næstum hver einstakur
byggt hús fyrir 100 þúsund kr.,
en við getum ekki í sameiningu
byggt hús fyrir svo mikla upp-
hæð. — Þessi ummæli eru býsna
harður dómur um samvinnu-
hæfni og fórnfýsi Reykvíkinga,
en því miður að miklu leyti
réttur. Hér vantar margar hin-
ar nauðsynlegustu sameiginleg-
ar byggingar eins og t. d. gagn-
fræðaskólahús, iðnskólahús,
húsmæðraskólahús svo aðeins
séu nefnd nokkur dæmi við-
komandi fræðslumálunum. Á
næstunni mun fást veigamikil
sönnun fyrir því, hvort. Reyk-
víkingar telja það ekki sóma
sinn að breyta um stefnu í
þessujn málum. Ýmsar máls-
metandi konur í bænum munu
hafa hug á því, að koma hér
upp góðum húsmæðraskóla, en
stærsta átakið, sem þær geta
gert í þessum efnum, er vitan-
lega það, að safna fé til fram-
kvæmda eins og kynsystur
þeirra annarsstaðar á landinu
hafa gert. Þegar þær hafa þann-
ig undirbúið málið ætti ekki
að þurfa að efast um stuðning
bæjarins og ríkieins. Þess ber
fastlega að vænta, að umræddri
málaleitun þessara áhuga-
kvenna verði svo vel tekið, að
Reykvíkingar þurfi ekki að
liggja undir því ámæli, að þeir
sýni minni áhuga og fórnfýsi
en aðrir landsmenn í þessum
efnum.
ÉITT OG SAMA TÓBAKIÐ.
Kommúnistar hafa verið að
halda þing hér í bænum. í ræðu,
sem Brynjólfur Bjamason hefir
haldið þar og birt er í komm-
únistablaðinu, kemur greinilega
fram að hann telur það eitt
stærsta átakið í áróðursstarfi
kommúríista að ginna ýmsa
menn til samstarfs við sig um
bókaútgáfu, sem að sumu leyti
gefi út góðar bækur og að
sumu leyti kommúnistisk áróð-
u'rsrit. Þannig geti hinn kom-
múnistiski áróður náð mestri
útbreiðslu. Brynjólfur telur þvi
Þjóðviljann, Rétt, Mál og Menn-
ingu, Arf íslendinga, Ríki og
bylting, sögu Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna og rit Gunnars
Benediktssonar eitt og sama
tóbakið. Honum farast orð á
þessa leið: „Á menningarsvið-
inu höfum við þó nokkru áork-
að síðan flokkurinn var stofn-
aður. Þar er nátúrlega stærsta
afrekið útgáfa Þjóðviljans og
blaða okkar, sem hefur kostað
svo mikið átak, að það hefur
oft tekið upp alla okkar krafta,
fjárhagslega og andlega. Rétt-
ur er nú að byrja að koma*út
aftur reglulega, og vona ég að
geti orðið áframhald á því, og
að með nýja fyrirkomulaginu
höfum við frekar sniðið okkur
stakk eftir vexti. Eitt hið allra
veigamesta á þessu sviði er
báttur sósíalistanna í starfi
Máls og menningar og útgáfu
Arfs íslendinga, — þýðingu
beirra árangra, er þar hafa
náðst, má bezt marka af
afstöðu Jónasar Jónssonar. —
Við höfum getað komið út „Ríki
og bylting“ Lenins í íslenzkri
þýðingu, gallinn er bara sá,
hvað sú sígilda bók er lítið not-
uð af félögunum, þar verður að
verða breyting á. Nú vonum við
að geta komið út „Sögu Komm-
únistaflokks Sovétríkjanna“, og
verður bráðum byrjað að safna
áskrifendum, þá verðum við að
duga vel.“ —