Tíminn - 23.11.1940, Page 4

Tíminn - 23.11.1940, Page 4
164 TfMPnV, langardagiim 23. móv. 1940 116. blað tR BÆIVUM Akureyrarför forsætisráðherra. Forsætisráðherra flaug til Akureyrar síðastliðinn sunnudag til að vera við- staddur vlgslu Matthíasarkirkju, sem fór fram síðar um daginn. Var lagt af stað héðan i slæmu veðurútliti, en ferð- in gekk samt að óskum. Um kvöldið sat forsætisráðherra samsæti, sem haldið var í tilefni af kirkjuvigslunni og flutti hann þar ræðu. Forsætisráðherra dvaldi tvo næstu dagana á Akureyri og heimsóttí hann m. a. menntaskólann, en þar hefir hann verið nemandi. Auk þess fiutti hann erindi á fundi fram- sóknarfélaganna og setti þjóðmálanám- skeið, sem þau halda. Á miðvlkudaginn fór hann með annari flugvélinni áleiðis tii Reykjavíkur. Var veðurútlit þá ískyggilegt, enda lenti flugvélin í kaf- aldi og varð að lenda á Borðeyri. Kom forsætisráðherra hingað til bæjarins með flugvélinni næsta dag. Skagfirðingafélagið í Reykjavík hélt nýlega aðalfund sinn í Odd- fellowhöllinni. Á fundinum skýrði for- maður frá starfsemi félagsins á hinu liðna starfsári. Hafði félagið stutt tvö þýðingarmikil menningarmál heima i héraðinu, hina myndarlegu sundlaugar- byggingu í Varmahlíð og skógrækt i Skagafirði. Á fundinum fóru fram stjórnarkosningar. í stjóm voru kosn- ir: Páll Briem bankamaður, Ólafur Jó- hannesson lögfræðlngur og dr. Broddi Jóhannesson. Fyrir voru í stjóminni Magnús Jónsson prófessor og Pétur Jónsson bókari. Stjómin hefir skipt verkum þannig, að Magnús Jónsson er formaður, Pétur Jónsson gjaldkeri og Ólafur Jóhannesson ritari. Félagið mun í vetur, eins og að undanförnu, halda uppi kynningarstarfsemi meðal Skag- firðinga, sem dvelja hér í bænum. Ráð- gert er að skemmtifundur verði hald- inn í byrjun næsta mánaðar. Aðrar fréttir. (Framh. af 1. síöu) alska herstjórnin viðurkennir ósigurinn og segir að tveimur herfylkjum (30—40 þús. her- mönnum) hafi verið skipað að hörfa frá Koritza til nýrra varnarstöðva. Jafnframt hóta ítalir ógurlegri hefnd.en Grikkir sækja fram undir kjörorðinu: Við fleygjum þeim í sjóinn. Grikkir hafa einnig sótt fram á suðurvígstöðvunum og eru þar komnir 1 Albaníu. Er nú hvar- vetna barizt á albanskri grund. Öldur Leikfélag Reykjavíkur sýndi í gærkvöldi leikritið Öldur eftir séra Jakob Jónsson. Er það í fyrsta sinn, sem það er leikið hér á landi. í Canada hefir það verið leikið og fengið þar ágæt- ar viðtökur. Ef dæma má af viðtökunum í gærkvöldi, þá verða þær einn- ig góðar hér. Að leikslokum ætl- aði lófatakinu seint að linna, og var höfundurinn kallaður fram hvað eftir annað og hyllt- ur með blómagjöfum og al- mennum fögnuði leikhúsgesta. Um leikritið og meðferð leik- endanna á hinum ýmsu hlut- verkum mun verða skrifað nán- ar í Tímann seinna. En óhætt er að fullyrða, að leikhússgestir urðu ekki fyrir vonbrigðum. En einna bezt þóttu mér Gunn- þórunn og Brynjólfur leika. Gunnþórunn skildi auðsjáan- lega vel hlutverk sitt og klæddi það lífi og sál, þótt hún hefði mátt kunna nokkru betur text- ann í byrjuninni. Og Brynjólf- ur lék af sinni alkunnu snilld, en hefði þó þurft að ráða öllu betur við æskufjör sitt undir kufli hins aldna sjómanns, Ég erviss um að fólk skemmtir sér vel við að horfa á „Öldur“ og má þá ekki sízt ráða sjómönn- unum til þess að fara í leikhús- ið, þegar þær eru sýndar. Gam- an og alvara hversdagslífsins eru ofin saman í viðfelldinn bún ing og göfgandi undirstraumur eykur á gildi leiksins. Og þó að það sé skemmtilegt að sjá góða leiki erlendra höfunda, þá er þó eins og eitthvað sé við- kvæmara og nálægara okkur ís- lendingum sjálfum, þegar efnið er tekið mitt á meðal vor. Og fögnuðurinn verður jafn- vel ennþá einlægari fyrir það, að „öldurnar" hafa nú borið höfundinn aftur heim að ætt- jarðarströnd, eftir margra ára starf meðal frænda vorra í Vesturheimi. V. G. Anthony Eden, Leopold Am- ery og fleiri brezkir ráðherrar hafa flutt ræður seinustu dag- ana, þar sem þeir hafa látið svo mmælt, að það sé engan veg- ínn útilokað, að Þjóðverjar reyni að gera innrás í Bretland í skammdeginu. Þjóðverjar hafi stöðugt mikinn herafla í inn- rásarbækistöðvunum svoköll- uðu og draga þangað aukinn skipakost. Amerísk blöð segja, að það sé ekki ólíklegt, að Þjóð- verjar reyni að gera innrásina í vetur og liggi til þess þrjár á- stæður: Andúðin í hernumdu löndunum magnist stöðugt og muni halda áfram að aukast meðan Bretar séu ósigraðir, þýzka þjóðin sjálf sé farin að ókyrrast og loks óttist foringjar Þýzkalands, að ef styrjöldin dragist til vorsins, muni Banda- ríkin skerast í leikinn. stjórnarinnar við þeim orðrómi, að Japanir séu að hugsa um að bjóða hagfelldari friðarskilmála en þeir hafa boðið áður. Antonescu forsætisráðherra Rúmena er nú staddur í Berlín og hefir hann látið Rúmena gerast aðila að þriveldasamn- ingnum, líkt og Ungverjar hafa áður gera. Forsætisráðherrum Slóvakíu og Búlgaríu hefir ver- ið boðið til Berlínar og munu Þjóðverjar ætla sér að fá þessi ríki til að gerast einnig aðilar að þríveldasamningnum. Þessi undirskrift smáríkjanna á þrí- veldasamningnum þýðir raun- ar ekki annað en að þau viður- kenni ákvæði samningsins um að forysta Evrópumálanna sé í höndum Þjóðverja og ítala. Ratmsóknir í þágu búfjárræktarinnar (Framh. af 1. síöu) nokkuð af tekjum þeim, sem ríkissjóðl áskotnast nú með tolli af sterkú öli, sem nýlega er byrjað að framleiða. Jarðnæði það, þar sem lagt er til að gerðar verði kynbóta- og fóðrunartilraunir, þarf að vera stórt með fjölbreyttu beitilandi og góðum ræktunarskilyrðum.og mætti því jafnframt gera þar ýmsar j arðræktartilraunir, sem ekki varða búfjárræktarráðið. Tilraunir þær, sem ráðið legg- ur til að gerðar verði við bún- aðarskólana, lúti að fóðrun og kynbótum sauðfjár og naut- gripa. Á Hólum í Hjaltadal verða í vetur 200 lömb. Leggur tilraunaráðið til að þar verði gerðar samanbuTðartilaunir með gimbrar, sem ekki eru látnar fá, og gimbrar, sem fá, og at- hugað, hvort ekki sé hægt að ná upp þeim afturkipp, sem er afleiðing þess að þær ganga með lamb. Jafnframt séu gerðar til- raunir um misjafna fóðrun þeirra og gjöf sérstakra fóður- efna, svo sem síldarmjöls, og reynt að fá lömbin til að safna vöðvum og þyngjast, jafnframt því sem þau stækka, svo að úr því fáist skorið, hvort þau á þann hátt verði það bráðþrosk- aðri og 'afurðameiri ær, að slíkt fóður borgi sig. Á Hvanneyri verði gerðar fóðurtilraunir með mjólkurbýr, sem skeri úr því, hvort það borgi sig að gefa þeim'fóður- bæti eftir burðinn, ef þær mjólka meira en þær fá efni til í heygjöfinni. Einnig verði þar gerðar tilraunir um kyn- blöndun skozks holdafjár og ís- lenzks fjár til þess að komast að raun um, hvort kynblend- ingar reynast ónæmari fyrir mæðiveiki en alíslenzkt fé og vita, hversu afurðagóðar kind- ur kynblendingarnir verða. Loks verði þar gerðar tilraunir um að dæla sæði úr nautum í kýr og hrútum í ær. Slíkur sæðisflutn- ingur getur haft hina mestu þýðingu fyrir búfjárkynbætur í landinu, en lítil sem engin reynd fengin um það hér á landi; hvernig slík frjóvgunar- aðferð kann að takast. Á krossgötum. (Framh. af 1. slöu) taka burtu særðar og skemmdar kart- öflur. Kartöflumar eru orðnar hreinar og fallegar, þegar þær koma úr vélinni. Til þess að vinna við vélina, þarf 3—4 menn og má þá hreinsa um 30 poka á klst. Flokkunarvélin hefir enn ekki verið tekin til notkunar, en ætlast er til að hún taki við kartöflunum, þegar hreinsun þeirra er lokið. Báðar vélamar eru knúðar af rafmagni. f t t Fyrstu p mánuði þessa árs hafa alls komið 172.946 baðgestir í sundhöllina Kínverska stjórnin hefir lýst yfir því, að hún muni ekki semja frið við Japani fyr en allir japanskir hermenn séu farnir úr Kina. Er þetta svar Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. eða sem svarar 657 á dag. Á sama tíma í fyrra komu 148.426 baðgestir í sund- höllina. Hefir aðsókn að sundhöllinni því aukizt mikið og stafar það senni- lega mest af veru setuliðsins hér. 126 Robert C. Oliver: * Lucy fannst hún undarlega niður- dregin — en þó örugg. Hún vonaði, að hann mundi nú segja henni eitthvað, þegar þau voru orðin ein. Hún hafði það einhvernveginn á tilfinningunni, að nú væri hún á leiðinni að finna sporið, sem leiða myndi allan sannleikann í ljós. En Bob þagði. Hann þorði ekki að tala. Jafnvel göturnar gátu haft eyru. Að lokum stöðu þau fyrir framan húsið með auglýsingaspjaldinu, sem bauð alla velkomna. — Hér er það, sagði Bob. Við skulum koma inn, og ef við syngjum sálmana, fáum við te á eftir. Hann ýtti henni gætilega á undan sér inn um dyrnar og eftir augnablik sátu þau aftarlega í salnum, sem var, eins og daginn áð- ur, fullur af syngjandi fólki, með hjá- róma röddum. í ræðustólnum stóð trúboðinn og horfði rannsakandi yfir bekkjaraðim- ar. Lucy fannst augu hans horfa dá- lítið lengur á hana en aðra — ef til vill var það ímyndun. Meðan næsti .sálmur var sunginn, fór trúboðinn niður úr stólnum og gekk um meðal fólksins. Þegar hann kom þangað, sem Bob og Lucy sátu, hætti hann að syngja. — Ég mætti ef til vill biðja ung- frúna að hjálpa okkur ofurlítið frammi Æfintýri blaöamannsins 127 i eldhúsinu? spurði hann brosandi. Lucy leit á Bob, sem flýtti sér að kinka kolli. Lucy stóð upp og gekk fram í eldhúsið. Trúboðinn hélt áfram að syngja fullum hálsi og organleikarinn tróð orgelið af öllum kröftum. Bob horfði hryggum augum á eftir Lucy þangað tíl hún hvarf inn um eld- húsdyrnar. Þá beit hann á jaxlinn og grúfði sig" niður í sálmabókina. Hann hafði unnið sitt verk. Hann gaf trú- boðanum hornauga, en hann hélt áfram eins og þetta kæmi honum ekkert við. Þegar Lucy kom inn i þetta litla eld- hús, sem veitt hafði svo mörgum glöt- uðum einstaklingum saðning í te og brauði, stóð þar aðeins feit og gild kona og var að bisa við heljarmikinn ketil. — Ó, ungfrú — það var fallega gert af yður að koma og hjálpa mér, sagði hún. Hér er meira en nóg að gera fyrir eina manneskju — ég held að Mary, sem er vön að hjálpa mér hér, hafi orð- ið veik, — viljið þér ná i tepokann. Hann er þarna inni í skápnum. Lucy lagði töskuna sína, hattinn og hanzkana frá sér og gekk að skáp- hurðinni, en um leið og hún opnaði hann, féll eitthvað, sem líktist hettu, yfir höfuðið á henni og hún var gripin Kantaður saumur 1”, IV2”, 2”, 21/2”, 3”, 4” Pappasaumur galvaniseraður og ógal vaniser að ur. Hóifjaðrir. Hveriisgptu 52. Sími 5345. Hrelnar léreftstnsknr kaupir Prentsmlðjan Edda Lindargötu 1 D. Bráðabirgðalög vegna ölæðis (Framh. af 3. síðu) þeir standi í þeim efnum á glötunarbarminum. Og það er því miður óhætt að fullyrða, að íslendingar eru tiltölulega við- námsveikari í baráttunni við á- fengið. Þetta böl nær til allra stétta, og allra flokka í mann- félaginu, að eins misjafnlega mikið, en þó svo, að enginn mannhópur á íslandi getur bar- ið sér á brjóst með sjálfsgleði Fariseans og fullyrt, að hans stétt sé laus við böl áfengis- nautnarinnar. Af öllum stórum stéttum mun mega fullyrða, að bændafólkið misnotar áfengi tiltölulega minnst. Þó hefir það komið fyrir 1 tveim myndarleg- um og vel menntum héruðum, að hætt hefir verið störfum í skilaréttum að hausti til, og vinnu frestað um einn dag vegna almenns drykkjuskapar. Auk þess hefir brugg verið stundað á allmörgum stöðum í sveit* í bæjunum er drykkju- skapur til muna almennari. Margt kvenfólk í bæjunum, sem lítið sinnir alvarlegri vinnu, hefir borðvín í óhófi og gerist drykkfellt. Á almennum hátíðis- degi í Reykjavik fóru um 4000 manns um eina helgi til Þing- valla. Talið er að helmingur þess gestahóps hafi verið stór- lega ölvaður og mörg hundruð urðu ósjálfbjarga, mest undir beru lofti. í nánd við suma af helztu, kaupstöðum landsins má á sumrin um helgar sjá ung- ar stúlkur í skógarferðum tekn- ar eins og dauða hluti og kast- að upp í bifreiðar og ekið í því- líku ástandi heim í foreldrahús- in. í veizlulífi íslendinga, þar sem vín er haft um hönd, kem- ur ekki ósjaldan fyrir að þriðji hver maður er ölvaður til lýta og leiðinda. Jafnhliða því að máttleysið vex, byrjar grobbið. Drukkinn íslendingur raupar mest af kröftum sínum. Aðrir reyna að hrækja á þá, sem næstir eru og á það að vera einskonar hreystimerki. Að því leyti, sem drukknir íslendingar missa ekki málið, nota þeir það til að bera fram sem þyngstar ásakanir og sárar móðganir. Þannig mun hafa verið fram- koma hins ölóða stórkaupmanns í töðugjaldaveizlu golfleikar- anna. Það mega teljast tíðindi, og er vissulega eftirtektarvert, að ríkisstjórnin hefir orðið að gefa út bráðabigðalög sökum ölæðis og skemmdarframkomu eins is- lenzks, dauðadrukkins manns. Framferði hans þennan dag og á þessum stað var að vísu óhaf- andi, en ekki verra en gerizt hjá leiknautum og jafningjum hans svo að segja hvem dag. íslendingar verða sér oft til stórfelldrar minnkunar erlendis fyrir ölæði. Hver slik synd er >o~,-,-~-GAMLA BÍÓ°— Verið þér sælír, herra Chíps Heimsfræg Metro Gold- wyn Mayer stórmynd, gerð eftir skáldsögu James Hil- ton. Aðalhlutv. leika: ROBERT DONAT og GREER GARSON. Sýnd klukkan 7 og 9. -o—“NÝJA BÍÓ Gæfastjarnan (MY LUCKY STAR.) Amerísk skemmtimynd, fyndin og fjörúg frá byrj- un til enda. Aðalhlutverkið leikur skautadrottningin heims- fræga SONJA HENIE og kvennagullið RICHARD GREEN. Aukamynd: Fiskveiðar á ófriðartímum Sýnd kl. 7 og 9. Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur verður hald- inn í Kauppingssalnum nk. föstudag 29. nóv. kl. 8,30 e. h. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Fegurð lífsins lieitir næsta bók, sem kcmur út af ritgerða- safni Jónasar Jónssonar, Komandi ár. Áskrif- endur fá hana á kr. 5.00 ób. og kr. 7.50 í bandi. Bókin er 354 bls. og er hér því um sérstaklega ódýr bókakaup að ræða. t þessu hefti eru eftirtaldar greinar: Ein- ar Benediktsson, Einar 'Tfónsson myndhöggv- ari, Guðmuudur Friðjónsson, Indriði Þorkels- son frá Fjalli, Saga Þjóðleikhússins, Indriði Einarsson, Gunnar Gunnarsson, Jóhannes Kjarval, Bíkarður Jónsson, Svartar fjaðrir, Landakotskirkja, Borgin við lindina, Stofnnn Jóns Sigurðssonar, Ásgrímur Jónsson, Guðjón Samúelsson, Vilhjálmur Stefánsson, Þjóðsöng- ur íslenzkra byggða, Mattliías Jochumsson. Gerist áskrifendur sem fyrst, þvl gera má ráð fyrir mikilli sölu og upplagið er takmark- að. Allir þeir, sem hafa fengið áskriftalista, eru beðnir að hraða áskrifendasöfnun og senda listana sem fyrst til bókaútgáfunnar. Bókaútgáfa S. 1). F. pósthólf 1044 Reykjavík The World’s News Seen Through The Christian Science Monitor An lnternational Daily Newsþaþer it Truthful—Constructíve—Unbiased—Free from Sensatíonal- ism — Editorials Are Timely and Instructíve and Ita Daily Features, Together with the Weekly Magazine Section, Make the Monitor an Ideal Newspapcr for the Home. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Price J 12.00 Yearly, or £1.00 a Month. Saturday Issue, including Magazine Section, £2.60 a Year. Introductory Offer, 6 Issues 2? Cents. Name------------------------------------------— Addrest SAMPLB COPY ON REQUEST raunverulega rituð á synda- reikning þjóðarinnar allrar, þó að hver einstakur þegn verði ekki var við það í bili. Hér stóð íslenzkur drykkjumaður and- spænis erlendri þjóð, og sam- eiginlegu virðingartákni henn- ar. Þessvegna varð áreksturinn svo áberandi og eftirminnileg- ur. Þegar hinum unga, illa mennta Reykvíking eru boðnir tveir kostir: Margra ára útlegð, eða að biðja tvær þjóðir opin- berlega afsökunar, þá kemur í ljós, hve lágt drykkjumanns- framkoman er metin á mæli- kvarða þjóða, sem hafa gamla menningu og lengi hafa notið frelsis. Mér sýnist einsætt, að ís- lenzka þjóðin eigi að láta þetta sérstaka atvik verða til þess, að drykkjuhneigð, drykkjuskapur og drykkjuafglöp þjóðarinnar verði tekin til opinberrar og al- mennrar meðferðar. íslenzka þjóðin er í hættu í sambandi við áfengisnautn. En þó er ekki þörf að örvænta. Ekkert er gleðilegra tákn í þessu máli heldur en samtök æskunnar i mörgum af helztu skólum lands- ins. Einmitt þessa dagana halda bindindisfélög skólanna árs- fund sinn hér í Reykjavik. Sú starfsemi á skilið eindreginn stuðning hinna eldri manna. Ég mun að öllu forfallalausu, inn- an skamms, benda hér í blaðinu á nokkrar úriausnir í áfengis- málinu, sem mér þykja líklegar til árangurs. J. J.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.