Tíminn - 26.11.1940, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.11.1940, Blaðsíða 2
166 TÍM1IV3V, þrigjndagÍMii 26. név. 1940 117. blað FJármálin og Sjáli' stæðisf lokkuri n n Arskaup og vetrartaxti ‘©ímirm I»riðjudaginn 26. nóv. 1. desember í Morgunblaðinu 21. þ. m. gat að líta frásögn um væntanleg hátíðahöld stúdenta 1. desem- ber næstkomandi. Er þar frá því skýrt, að stúdentar ætli að halda hátíð þann dag, með líku sniði og undanfarin ár. Efna þeir til skrúðgöngu frá Háskól- anum að Alþingishúsinu, en þar ætlar atvinnumálaráðherrann, Ólafur Thors, að flytja ræðu, af svölum hússins. Síðan er boðuð skemmtun í hátíðasal Háskól- ans, en þegar kvölda tekur verð- ur samkoma að Hótel Borg. Verða þar etnar krásir, drykkja þreytt og dans stiginn. Þessi dagur, 1. desember, hef- ir verið haldinn hátíðlegur síð- an 1918, í minningu þess að sáttmálinn milli íslendinga og Dana öðlaðist þá gildi. Með þeim sáttmála náði íslenzka þjóðin einum áfanga á leið sinni til sjálfstæðis. Meðan dvalið er á þeim áfangastað, er ástæða til að halda 1. desember hátíðleg- an, en ekki lengur. Þátttakan í hátíðahöldum 1. desember hefir aldrei verið al- menn. Veldur þar mestu, að þá er skammdegi, og dagurinn þvi óheppilegur til samkomuhalds utan kaupstaða og kauptúna. Þegar af þeirri ástæðu getur 1. desember ekki orðið þjóðhátíð- ardagur á komandi árum. Samningurinn, sem gerður var við Dani 1918, átti að gilda í 25 ár. En þegar rúmlega 20 ár voru liðin af samningstímanum, hljóp snurða á þráðinn. Vegna óviðráðanlegra atvika gátu Danir ekki haldið áfram að fara með utanríkismálin fyrir ís- lendinga, eins og ákveðið var í samningnum, og eigi gat kon- ungur heldú;r farið með það vald, sem stjórnarskráin veitir honum. Með samþykktum á Al- þingi 10. apríl 1940, tóku ís- lendingar þessi mál í sínar hendur. Skoðanir manna virðast skiptar um það, hvort sam- bandslagasamningurinn sé enn í gildi eða ekki. T. d. um þann skoðanamun, sem vart hefir orðið í málinu, má benda á, að í Morgunblaðinu 12. þ. m. er skýrt frá samþykkt, sem nýlega var gerð á sambandsþingi ungra Sjálfstæðismanna, um að sam- bandslagasamningnum við Dani skuli sagt upp formlega á næsta Alþingi. En í ritstjórnar- grein í sama blaði 17. nóv. er því haldið fram, að sambands- lögin séu ekki lengur til, þar sem sá grundvöllur, sem þau byggðust á, sé úr sögunni, og því sé óþarft að ræða um form- lega uppsögn þeirra. Það er ekki vitað, hvort félag stúdenta, sem efnir til hátíða- haldanna, telur sambandslögin enn í fullu gildi. Vel má vera, að stúdentarnir hafi ekki gert sér fulla grein fyrir málinu, en noti tækifærið til þess að skemmta sér þennan dag eins og áður. Er að sjálfsögðu ekk- ert athugavert við það, þó þeir stofni til skemmtanahalds, og vel geta þeir haldið þeim sið, ef þeim svo sýnist, að koma saman til gleðimóta 1. des.-ár hvert, án þess að slíkt standi í nokkru sambandi við sjálfstæði iandsins. Enginn ágreiningur var um þær ákvarðanir, er teknar voru á Alþingi 10. apríl síðastl., varð- andi meðferð utanríkismála og konungsvalds. Allir viðstaddir þingmenn voru þar á einu máli. Svo þarf að verða um fram- haldið, sé þess nokkur kostur. Flokkana greinir á um leiðir í mörgum innanlandsmálum, og um þau hljóta að myndast deilur. Við því er ekkert að segja. En í öllum stjórnarfars- legum skiptum við aðrar þjóðir ætti andinn frá 10. apríl að verða ríkjandi. Væntanlega hefir ríkisstjórn- in þegar undirbúið tillögur í sjálfstæðismálinu. Það var ein af þeim skyldum, sem hún átti að gegna. Eins og ríkisstjórnin er nú skipuð, hefir hún bezta aðstöðu til forgöngu í málinu og henni er skylt að undirbúa næsta skrefið. Sk. G. í síðasta blaði Timans voru nokkur sýnishorn af blaða- skrifum Sjálfstæðismanna um fjármálastjórn Framsóknar- flokksins, áður en þjóðstjórnin var mynduð og næstu mánuði eftir að hún settist að völdum. Blöð Sjálfstæðismanna birtu harðorðar ásakanir um óhæfi- legar álögur, eyðslu og sukk, í stjórnartíð Framsóknarflokks- ins. Var því hiklaust haldið fram, að með myndun þjóð- stjórnarinnar hefði Sjálfstæð- isflokkurinn verið fenginn til að bjarga þjóðinni úr fjárhagserf- iðleikunum. Jafnframt var, af hálfu Sjálfstæðisflokksins, boð- uð ný fjármálastefna, þar sem sparnaður og ráðdeild átti að koma í stað óhófseyðslu og fyr- irhyggjuleysis á liðnum árum. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1940, á framhaldsþinginu haustið 1939, fékk Sjálfstæðis- flokkurinn tækifæri til að sýna hina nýju fjármálastefnu, þar sem flokkurinn hafði þá fyrir rúmlega hálfu ári fengið fjár- málastjórnina í sínar hendur. Blöð flokksins og forráðamenn hans höfðu oft lýst því yfir, að hægt væri að lækka ríkisút- gjöldin um stórar fjárhæðir, með því að skera niður óþarfa eyðslu. Munu margir fylgis- menn Sjálfstæðisflokksins hafa gert sér vonir um, að þá myndi eitthvað af sparnaðaráformum flokksins komast í framkvæmd, svo að útgjöldin á fjárlögunum yrðu til muna lægri en áður. Niðurstaðan í þessu máli varð hinsvegar sú, að í stað lækkun- ar, hækkuðu rekstrarútgjöld fjárlaganna í meðferð þingsins um nál. 1 milj. og 100 þús. kr., og útborganir samkvæmt sjóðs- yfirliti urðu um það bil 1 milj. og 600 þús. kr. hærri en ráð- gert hafði verið í fjárlagafrum- varpinu, sem Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra Framsóknar- flokksins, lagði fyrir þingið í upphafi þess. Og þingið af- greiddi hærri fjárlög en nokkru sinni áður. Þegar kunnugt varð um þessa útkomu, reyndu blöð Sjálfstæð- ismanna að bjarga sér með því að fullyrða, að útgjöld fjárlag- anna hefðu orðið miklu hærri, ef andstæðingar þeirra hefðu mátt ráða, og jafnframt reyndu þau að telja lesendum sínum trú um, að stefnubreyting í fjármálum væri sjáanleg í sambandi við afgreiðslu fjár- laganna. Hér í blaðinu var þessu mót- mælt með því að benda á þá staðreynd, að Sjálfstæðisflokk- I. Fyrir 12 árum var byrjað að undirbúa mikla breytingu á hegningarframkvæmdum hér á landi. Fram að þeim tíma mátti kalla, að ekki væri til nema eitt hegningarhús á landinu. Það varð jafnframt að vera gæzlu- varðhaldsstofnun fyrir Reykja- vík. Hinn vaxandi bær hefði þurft vegna sinna þarfa að hafa stærri stofnun, vegna almennr- ar löggæzlu í bænum. Hegningarhúsið í Reykjavík var orðið mikið of lítið til að fullnægja þörfum Reykjavíkur og landsins alls. Það var auk þess mjög vanrækt. Klefarnir voru daunillir og heilsuspillandi. Menn, sem höfðu fengið dóm, gátu ekki fengið að framfylgja ákvæðum laganna. Menn urðu að bíða missirum og jafnvel ár- um saman eftir að fá að taka út þá hegningu, sem dómstól- arnir höfðu ákveðið, og þegar kom í dyflissuna mátti kalla fullvíst, að heilsan væri í veði, ef um langa hegningarvist var að ræða. Alþingi réðist þá í að kaupa jörðina Litlahraun, rétt hjá Eyrarbakka, með mjög stórri, hálfgerðri byggingu. Sú bygging átti að verða sjúkrahús. Það var búið að leggja 120 þús. kr. í þetta hús en það var aðeins orðið fokhelt. Það var sýnilegt, urinn flutti engar sparnaðar- tillögur, sem Framsóknarmenn beittu sér á móti, og ekki þurfti hann heldur að stöðva neinar kröfur frá þeim, um aukin fjár- framlög, því að slíkar kröfur voru ekki fram bornar. Er því ekkert til stuðnings þeirri full- yrðingu Sjálfstæðismanna, að fjárlögin hefðu orðið hærri, ef Framsóknarflokkurinn hefði haft fjármálastjórnina. Sennilega hafa margir ó- breyttir liðsmenn Sjálfstæðis- flokksins, sem lögðu trúnað á sparnaðarhjal hans, crðið fyr- ir vonbrigðum í sambandi við afgreiðslu fjárlaganna fyrir ár- ið 1940. Ef til vill hafa þó ein- hverjir þeirra talið, að eigi væri fullreynt fyrr en fjármálaráð- herra flokksins hefði gefist tæki- færi til að leggja fram fjár- lagafrumvarp, sem hann hefði sjálfur samið. Sú stund rann upp skömmu eftir þingbyrjun, í febrúar 1940. Þá lagði Jakob Möller fjármálaráðherra fyrir þingið frumvarp til fjárlaga fyr- ir árið 1941, og voru þá liðin 13 ár frá því að ráðherra frá Sjálf- stæðisflokknum hafði undirbúið fjárlög fyrir Alþingi. Þess er áður getið, að Morg- unblaðið hefir haldið því fram, að stefnubreyting hafi orðið í fjármálum síðan Sjálfstæðis- flokkurinn tók við stjórn þeirra. Til þess að gera það ljóst, í hverju breytingin sé fólgin, verður hér gerður samanburð- ur á fjárlagafrumvarpi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem lagt var fyrir síðasta þing, við það frumvarp, sem ráðherra Fram- sóknarflokksins lagði fyrir þing- ið árið áður. Á fjárlagafrumvarpi Jakobs Möller voru tekjur ríkisins á- ætlaðar rúml. 60 þús. kr. hærri, en á frumvarpiEysteinsJónsson- ar árið áður. Jakob Möller hafði þó áætlað tekjur af tollum og sköttum nokkru lægri, en í stað þess að á frumvarpi Eysteins Jónssonar var lagt til, að 450 þús. kr. af útflutningsgjaldinu yrðu greiddar til fiskimálasjóðs, lagði J. M. til, að allt útflutn- ingsgjaldið skyldi renna í rík- issjóðinn. Að öðru leyti voru engar verulegar breytingar á tekjuáætluninni, og gert ráð fyrir óbreyttum tekjustofnum. Þá eru útgjöldin. í frumvarpi Jakobs Möller voru nýir út- gjaldiliðir og ýmsir eldri gjaldaliðir hækkaðir. Stærsti nýi gjaldaliðurinn var dýrtíðar- uppbót til embættis- og starfs- manna ríkisins, 500 þús. kr.. Þá voru vextir af ríkislánum að þetta sjúkrahús yrði ekki fullgert í tíð þálifandi manna. Þá keypti ríkið þetta mikla, hálfgerða hús og breytti því í nútíma vinnufangelsi. Þar getur farið vel um allt að 40 menn. II. Sá forstjóri, sem fyrst stýrði vinnuhælinu, var fjölgáfaður og marghliða maður. Sigurður Heiðdal hafði verið bóndi, út- gerðarmaður, kennari, rithöf- undur, oddviti sveitarmál- efna að minnsta kosti í einu kauptúni. Sigurður Heiðdal tók við hælinu meðan það var hálf smíðað og stýrði því í 10 ár. Á þeim tíma var að mestu lok- ið við endurbyggingu hússins, komið upp verkstæði og pen- ingshúsum, býlið stækkað með því að leggja undir hælið hálft prestsetrið Stórahraun. Hælið var fullt af föngum, einkum á vetrum. Öllum sýslumönnum og ríkisstjórnum hætti til að láta undan beiðnum dómfelldra manna og leyfa þeim að taka út hegningu að vetri til. Það var óheppilegt fyrir rekstur hælis- ins, því að erfitt var að láta fangana vinna verulega gagn- leg störf að vetri til, nema þá, sem sinntu gripahirðingu heima fyrir. Sigurður Heiðdal lét fangana vinna í þágu almennings á 255 þús. kr. hærri en áður, vegna gengisbreytingarinnar. Hækkun á kostnaði við sjúkra- hús 230 þús. kr. og kostnaði við stjórnarráðið, hagstofuna og meðferð utanrikismála, alls um 185 þús. kr. Auk þess var kostn- aður við skömmtunarskrifstof- una og fleiri nefndir, 115 þús kr. Hækkað framlag til vega- mála um 95 þús. kr., til kennslu- mála um 90 þús. kr. og ýmsir aðrir smærri liðir hækkaðir um samtals um 150 þús. krónur. Alls voru þessar útgjaldahækk- anir rúml. 1 milj. og 600 þús. krónur. Til að vega á móti þessum gjaldahækkunum lækkaði Jak- ob Möller nokkra gjaldaliði, frá því sem verið hafði í frumvarpi Eysteins Jónssonar árið áður. Mest var lækkunin á jarðrækt- arstyrknum, 380 þús. kr. Þá var lækkað framlag til bygginga í sveitum um 175 þús. kr„ til strandferða um 130 þús. kr„ til verkamannabústaða um 130 þús. kr„ til nýbýla og sam- vinnubyggða um 105 þús. kr„ til landhelgisgæzlu um 100 þús. kr., til Eimskipafélagsins um 80 þús. kr„ til verkfærakaupa- sjóðs um 35 þús. kr. til ráðstaf- ana vegna sauðfjárveiki um 30 þús. kr„ til fiskveiðasjóðs um 30 þús. kr„ og til landmælinga um 30 þús. krónur. Felld voru niður framlög til fyrirhleðslu í Rangárvallasýslu, 50 þús kr„ til undirbúnings Faxaflóafriðunar 40 þús. kr. og til frystihúsa 35 þús. kr. Nokkrir smærri liðir voru niður felldir eða lækkað- ir um samtals 80—90 þús. kr. Alls nam þessi niðurskurður nokkuð yfir 1. milj. og 400 þús. krónur, eða um 190 þús. kr. lægri upphæð en hækkunartil- lögurnar. Voru því rekstrarút- gjöld á frumvarpi Jakobs Möll- ers um 190 þús. kr. hærri en á frumvarpi Eysteins Jónssonar árið áður. Hér var á ferð hæsta fjár- lagafrumvarp, sem lagt hefir verið fyrir þingið, og fjárlögin urðu þau hæstu, sem afgreidd hafa verið. En nú brá svo við, að Sjálf- stæðismenn skrifuðu ekkert í blöðin um nýtt „met“ fjár- málaráðherrans. Hér hefir verið gerð nokkur grein fyrir „björgunarstarfi“ Sjálfstæðisflokksins á fjár- málasviðinu. Ekki er ólíklegt, að ýmsum fylgismönnum hans þyki útkoman í ósamræmi við stóru orðin, og hafi það orðið þeim vonbrigði. Framsóknar- mönnum kom það ekki á óvart, þó að lítið yrði úr sparnaðar- framkvæmdunum. Þeim var kunnugt af reynslunni, að erf- itt er að lækka útgjöld ríkisins um stórar fjárhæðir. En Fram- sóknarmönnum er ljóst, enn sem fyrr, að útgjöldunum þarf margan hátt. Þeir unnu mikið að voldugu holræsi gegnum malarkambinn á Eyrarbakka og var það verk áætlað á 25 þús. krónur.Þeir lögðu akveg af þjóð- veginum heim að Reykjahæli, bygðu mikið af veginum heim að Laugarvatni, byrjuðu á fyr- irhleðslu Markarfljóts ofan við Dímon, lögðu fyrstu bæjarleið- ina af Suðurlandsbraut í Ölfusi og margt fleira af sama tagi. Þetta voru gagnleg verk fyrir þjóðfélagið, en gáfu ekki beina peninga í aðra hönd. Hælið varð dýrara í rekstri með þvi að hafa fangana þannig í „útgerð“ við gagnlega vinnu, heldur en að hafa þá iðjulausa heima á hælinu. Sigurður Heiðdal grundvall- aði hælið eins og það er nú. En er á leið mætti hann nokkurri mótstöðu hjá þingi og stjórn, Mönnum fannst, að skáldið í honum bæri ofurliði bóndann, sem gætir líka að smámunum í stóru heimili. Það varð að sam- komulagi milli Sigurðar Heið- dal og ríkisstjórnarinnar, að hann breytti um störf og nýr maður kæmi að Litlahrauni. III. Hinn nýi forstjóri var innbor- inn Reykvíkingur, sem hafði gerzt sveitabóndi og unnið sér þar mikið álit. Hann hét Teitur Eyjólfsson og var dóttursonur Þorláks bónda í Fífuhvammi, sem var lengi alþingismaður Árnesinga á baráttutíma Bene- dikts Sveinssonar. Meðan Teit- ur Eyjólfsson var i barnaskólan- um í .Reykjavík veittu kennarar Um næstu áramót falla úr gildi samningar þeir um kaup- gjald, sem farið hefir verið eftir undanfarið og lögfestir voru um stundarsakir á Alþingi 1939. Það liggur því fyrir nú á næstunni að semja um þessi mál, og er það mikið verk og vandasamt, eigi sízt vegna þess, hversu óvíst er um ástand alls atvinnu- rekstrar og verðlag nauðsynja. Er þess þó að vænta, að verka- mönnum og atvinnurekendum takist að leysa þetta mál án þess að til stöðvunar þurfi að koma í atvinnurekstri eða á- framhaldandi afskipti af hálfu löggj af arvaldsins. Vel mætti það verða til gagns fyrir alla þá, sem um þessi vandamál eiga að fjalla, að vakið væri máls á nýjum sjón- armiðum eða aðferðum, sem eigi hafa verið notaðar við gerð slikra samninga. Tilgangur þessa greinarkorns er að benda á tvö atriði, sem að hyggju þess, er þetta ritar, gætu komið til athugunar í því sambandi. Það er alkunna, þótt eigi sé því ávallt gefinn gaumur sem skyldi, að framleiðsla og vinnu- skilyrði eru yfirleitt með nokk- uð öðrum hætti hér en víðast annars staðar. í flestum löndum er það svo, að atvinnurekstur- inn er að langmestu leyti stund- aður nokkurnveginn jafnt allt árið. Sá atvinnuvegur, sem víð- ast hvar þarf á langmestu vinnuafli að halda, iðnaðurinn, er að verulegu leyti stundaður í húsum inni. Við námugröft er unnið undir yfirborði jarðar, og koma því áhrif veðurfars á hann ekki .til greina nema að nokkru leyti. Um flesta aðra vinnu má það og segja, að mjög að stilla í hóf, og þeir eru ávallt reiðubúnir til að fylgja skyn- samlegum tillögum um niður- færslu á ríkisútgjöldunum. En þó að lítið yrði úr sparn- aðinum, hefir eitt áunnist. Það hefir komið í ljós, að ræður og blaðaskrif Sjálfstæðismanna á undanförnum árum, um að auð- velt væri að lækka útgjöld rík- isins um stóra upphæð, jafnvel nokkrar miljónír, með því að skera niður óþarfa „eyðslu og sukk“, hafa verið blekkingar. Þetta hefir sannast með úr- ræðaleysi þeirra sjálfra, eftir að þeir fengu stjórn fjármál- anna og tækifæri til að sýna sparnaðinn í verki. Eftir að hafa gengið undir það próf, ætti Sjálfstæðisflokknum að verða erfiðara en áður að skapa sér fylgi'með fullyrðingum um að hann væri öðrum hæfari til forystu í fjármálum þjóðar- innar. Sk. G. hans því sérstaka eftirtekt, hve greindur hann var, og bæði kjarkmikill og hugkvæmur. Skömmu áður en heimsstyi-j- öldin byrjaði' 1914, var Teitur Eyjólfsson orðinn vinnupiltur i Laugardal, þá rúmlega fermd- ur. Honum þótti gott að vera í sveitinni, og tók upp sið vinnu- manna frá fyrri tímum, sparaði kaup sitt, eignaðist kindur og var fyr en varði orðinn vel bú- fær. Hann keypti þá fallega en vanhirta jörð, EyVindartungu, sem er næsti bær við Laugar- vatn. Honum búnaðist þar á- gætlega vel. Hann kvæntist at- orkusamri konu úr sveitinni. Þau unnu með svipuðum hætti og íslenzku landnemarnir vest- an hafs. Eftir nokkur ár höfðu þau komið upp myndar- legu búi, byggt vandað stein- hús á jörðinni, sléttað túnið og fært það út og reist rafstöð fyrir heimilið. Teitur annaðist auk þess klakstöð fyrir Laug- dælinga og var oddviti sveitar- innar flest þau ár, sem hann bjó í Eyvindartungu. Börnin voru mörg, en hraust og elju- söm. Öll fjölskyldan vann með stakri atorku að þessu myndar- lega landnámi. Þegar Hermann Jónasson þurfti að fá nýjan forstjóra að Litlahrauni, vildi hann fá í það starf hagsýnan og duglegan bónda, sem hefði sýnt trú sína í verki. Teitur Eyjólfsson varð fyrir valinu. Hann var harð- skeyttur kaupstaðardrengur, sem hafði komið allslaus í sveit- ina og sýnt í verki, að hann kunni að nema land. víða er veðurfar þannig, að lít- il sem engin hindrun er á því að hægt sé að hafa fulla vinnu jafnt vetur sem sumar. Við þetta ástand eru þeir vinnusamning- ingar miðaðir, sem gerðir eru víðsvegar um heim. Og í þessu eins og mörgu öðru, höfum við íslendingar farið að dæmi ann- arra þjóða, þótt aðstaðan sé önnur. Hér á landi fer því enn fjarri, að iðnaður eins mikill hlutfalls- lega og víðast annars staðar .Og tiltölulega stór hluti íslenzks iðnaðar, þ. e. byggingariðnað- urinn, verður ekki unnin í hús- um inni a. m. k. ekki nema að nokkru leyti. Um alla aðra lík- amlega vinnu hér á landi má það segja, að hún er mjög kom- in undir veðurfari landsins. En íslenzkt veðurfar er, eins og kunnugt er, með þeim hætti, að verðmæti vinnunnar hlýtur að fara mjög eftir árstíðum. í sveitum landsins hafa þessi á- hrif árstíðanna á verðgildi vinnunnar lengi verið tekin til greina og eru enn. Kaupamað- urinn um sláttinn fékk hærra kaup en vetrarmaðurinn, því að af starfi hans var meiri árang- ur. Svo er þetta enn. Það er enn sem komið er engin leið fyrir íslenzku þjóðina að gera sér sama verð úr vinnu sinni vetur og sumar. Þó getur vetrarvinn- an verið mikils virði. Og það er ákaflega tilfinnanlegt fyrir þjóðlífið í heild, ef stór hópur manna lætur veturinn lítt eða ónotaðan, eða getur ekki notað hann. En þannig hefir þetta verið. í öllum stærri bæjum landsins og víða í þorpum verð- ur meira og minna atvinnuleysi undir eins og veturinn gengur í -garð. Þetta vetraratvinnuleysi er tilfinnanlegt, fyrst og fremst fyrir þá, sem við það búa og einnig fyrir hið opinbera. En á því er ekki hægt að ráða bót nema atvinnurekstur íslendinga breytist stórlega — eða breyt- ing verði gerð á kaupgjalds- fyrirkomulagi til samræmis við náttúruskilyrði landsins. Breyting á kaupgjaldsfyrir- komulaginu ætti að verða á þann hátt, að ákveða mismun- andi almennt kaupgjald eftir árstíðum. Semja ætti um a. m. k. tvo mismunandi kauptaxta, sumartaxta og vetrartaxta, og ætti munur þeirra að vera all- mikill. Á sumrum yrði öll vinna unnin fyrir sumartaxtann, en á veturna ætti að vinna fyrir vetrartaxtann alla þá vinnu, sem ekki er hægt að fá sama á- rangur eftir vetur og sumar. Undir vetrartaxtann féllu t. d. IV. Teitur Eyjólfsson hefir nú stýrt Litla-Hrauni í hálft ann- að ár. Hann hefir fylgt sömu meginreglu eins og við búskap- inn á Eyvindartungu. Hann tók við nokkru búi, en hann hefir stækkað það mikið. Takmark hans er að framleiða á Litla- Hrauni með vinnu fanganna eins mikið og unnt er af því, sem þarf til heimilisins. Sigurður Heiðdal hafði hafið mikla kar- töfluyrkju í sandinum fram við sjóinn og notað þang og þara til áburðar. í fyrrasumar var kar- töfluuppskeran um 300 tunnur, en allmikið minni í ár eins og annars staðar. Bústofnínn á Litla-Hrauni er allmyndarlegur. Þar eru 15 kýr mjólkandi, 37 geldneyti og kálf- ar, 50 hestar, þar af Í0 dráttar- hestar, en engin kind. Jörðin er vel löguð til að ala þar upp geldneyti og hesta. Þar sem eru um 30—40 fullhraustir menn við vinnu undir beru lofti mest- an hluta ársins, þarf mikið til bús að leggja. Teitur Eyjólfsson vill stækka búið með vinnu fanganna, svo að hann hafi meir en nóg til ársins af garð- mat, mjólk, feitmeti og kjöti. í vor tók hann mó vegna hælisins svo mikið, að mun minna þarf af kolum, heldur en vant er. Heyfengur á Litla-Hrauni var í sumar sem leið nálega 3000 hestar, en helming þess varð að sækja í lönd annarra manna. Á þeim vettvangi telur Teitur Eyjólfsson mikla þörf að bæta hag hælisins. Eins og fyr er frá sagt hefir (Framh. á 3. síðuj JÚNAS JÓNSSON: Vinnuhælið á Litlahrauní

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.