Tíminn - 28.11.1940, Page 4

Tíminn - 28.11.1940, Page 4
172 TlMITCN, íimintiulagiim 28. nóv - 1940 118. blað tÍR BÆIVUM Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur aðalfund sinn í Kaupþings- salnum annað kvöld. Hefst hann kl. 8 Vá. Áríðandi að félagsmenn sæki fund- inn og mæti stundvíslega. Leikfélag Reykjavíkur sýnir leikritið Öldur eftir séra Jakob Jónsson í kvöld og hefst sala aðgöngu- miða kl. 1 í dag. Loftvamaræfing verður hér í bænum kl. 11 f. h. á laugardaginn. Sjá nánara um þetta í auglýsingu frá loftvamanefnd annars staðar í blaðinu. Háskólafyrirlestur. Dr. phil. Þorkell Jóhannesson heldur fyrirlestur um jámgerö á íslandi i kvöld kl. 8,15 í háskólanum, 1. kennslu- stofu. Öllum heimill aðgangur. í næsta tölublaði kemur grein eftir Jakob Kristinsson fræðslumálastjóra um leikritið Öldur. Örðugleikar Boris (Framh. af 1. síðu) ust. En það verður áreiðanlega miklum erfiðleikum bundið fyrir hann, að sigla á milli skers og báru, því að auk vinarorða eða hótana erlendra valdhafa, sem mælt eru í eryu hans, reyna þeir að vinna búlgörsku þjóðina til fylgis við skoðanir sínar. Bo'ris konungur mun því full- komlega þurfa að beita allri sinni lægni og festu í náinni íramtíð. Stjórnmálanámskeið (Framh. af 2. síðu) Laugum, Þing.; Kristján Sæ- valdsson, Sigluvík, Svalbarðs- strönd; Björgvin Færseth, Siglu- firði; Jakob Þorsteinsson, Akur- eyri; Valdimar Halldórsson, Ak.; Soffía Halldórsdóttir, Ak.; Þór- halla Þorsteinsdóttir, Ak.; Erl- ingur Davíðsson, Ak.; Hjörtur Gíslason, Ak.; Rögnvaldur Rögnvaldsson, Ak. Aðrar fréttlr. (Framh. af 1. síðu) ítalir reyna eftir megni að beita flugher sínum, en það hefir gert aðstöðu þeirra stór- um verri, að þeir hafa misst tvo af fimm flugvöllum sínum í Albaníu, hjá Koritza og Po- gradec. — Talið er að Musso- lini hafi sent Badoglio hershöfð- ingja.frægasta hershöfðingja ítala og sigurvegara í Abess- iniustríðinu, og Stotace, einn helzta foringja fasista, til Al- baníu og eiga þeir að hjálpa til að endurskipuleggja herinn. — Grikkir telja, að þeir hafi fellt að mestu tvö ítölsk herfylki (um 30 þús. manns) og sundrað 5 herfylkjum (um 70 þús. manns) svo að erfitt sé að koma skipulagi á þau aftur. Milli 8— 10 þús. ítalskra hermanna hafa verið teknir til fanga. — Grikk- ir segja, að hjálp Breta, eink- um flughersins, sé mjög mikils- verð. Hafa brezkar flugsveitir iðnlega tvístrað herflutningum ítala. Hersveitir frá Ástraliu og Nýja Sjálandi eru komnar til Grikklands. AðalSundur Sölu- sambandsics (Framh. af 1. síðu) ar, enda leggi S. í. F. fullnaðar- tillögur um verðjöfnunarkerfi fyrir fundinn.“ Var tillaga þessi samþykkt með miklum meirihluta at- kvæða. Eftir að þeim fundi lauk varð samkomulag um að leggja á- greininginn um verðjöfnunina í gerð allra dómenda hæstarétt- ar. Kváðu þeir upp úrskurð í málinu 27. júní s. 1. Var hann á þá leið, að stjórn S. í. F. væri heimilt að verðjafna milli fisk- tegunda, ef hún ráðstafaði einni fisktegund- á hagkvæmasta markaðinn, til þess að tryggja sem bezt not markaðanna, þar sem þá bæri að bæta þeim fisk- eigendum, sem ekki hefðu feng- ið að njóta markaðsins hlut- íallslega, það tjón, sem þeir hefðu af því hlotið. Á nýafstöðnum aðalfundi flutti Jón Árnason fram- kvæmdastjóri svohljóðandi tii- lögu um málið: „Aðalfundur Sölusambands ís- lenzkra fiskframleiðenda lítur svo á, að samkvæmt gerðardómi hæstaréttardómaranna, dags. 27. júní þ. á., sé ekki heimild til verðjöfnunar milli labrador- fiskjar og pressufiskjar annars vegar og stórfiskjar hins vegar, framleiddan árið 1939, þar sem ekki er sannað, að eigendur stórfiskjar hafi beðið nokkurt tjón vegna aðgerða Sölusam- bandsstjórnar til að vernda Ítalíumarkaðinn fyrir smáfisk. Fundurinn samþykkir því að greiða fullt söluverð að frá- dregnum venjulegum kostnaði og sjóðagjöldum fyrir labrador- fisk og þveginn og pressaðan fisk framleiddan árið 1939.“ í umræðum um málið, hélt Jón Árnason því fram, að skil- yrði þau, er gerðardómurirtn setur fyrir heimild til verðjöfn- unar, sé ekki fyrir hendi í þessu tilfelli, þar sem stjórn S. í. F. hafi engar óvanalegar ráðstaf- anir gert til verndar Ítalíu- markaðs, og sýndi hann fram á, að hlutfallið var svipað milli þess fiskmagns, sem selt var til Ítalíu og annarra landa það ár og árin 1936, 1937 og 1938. Taldi hann stjórninni því ekki heim- ilt að framkvæma verðjöfnun- ina, enda ákveðið af síðasta að- alfundi að málið skyldi tekið til endanlegrar afgreiðslu nú, sbr. þá tillögu framkvæmdástj., sem birt er hér að framan. Máli þessu lauk á fundinum Kostnaöur við barna - fræðsluna (Framh. a) 1. siðuj hækkunin eftir að fræðslulögin frá 1936 koma til sögunnar. Fjöldi skólaskyldra barna hefir verið á þessu tímabili sem hér segir: 1930— 1931 .............. 10.456 1931— 1932 .............. 10.977 1932— 1933 .............. 11.044 1933— 1934 .............. 11.875 1934— 1935 .............. 12.493 1935— 1936 .............. 12.703 1936— 1937 .............. 14.904 1937— 1938 .............. 15.377 1938— 1939 .............. 15.688 Langflest þessara barna hafa stundað nám í heimangöngu- skólum í bæjum, kauptúnum eða sveitum. Fer hér á eftir yf- irlit um fjölda barna í heima- vistarskólum, farskólum og loks barna, sem ekki hafa notið neinnar tilsagnai- í skólum: Leikfélag Itcykjavíknr •• Oldur Sjónleikur í 3 þáttum, eftir séra Jakob Jónsson frá Hrauni. Sýning í kvöld kl. 8,30 Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1/ í dag. Heimav,- Far- Utan skólar skólar skóla 1930- -31 194 2657 976 1931- -32 184 2837 982 1932- -33 212 2689 836 1933- -34 280 2879 938 1934- -35 361 2610 1178 1935- -36 389 2499 1141 1936- -37 430 2372 1734 1937- -38 480 2340 1547 1938- -39 455 2345 1415 Skólaárið 1938- -39 störfuðu alls 470 kennarar við barna- ■ .1 ii IJPT M.b. Olaf hleður á morgun til Flateyrar, S.uðureyrar og ísafjarðar. Flutningi óskast skilað sem fyrst. Á krossgötum. (Framh. af 1. síðu) árið 1938. Annars er berkladauðinn meiri þau árín, er farsóttir ganga. — Berklasjúklingum fer einnig fækkandi, og á sama hátt sýna berklaprófin, að berklasmitun rénar ört í landinu. Má af því ráða, að færri smitandi berkla- sjúklingar séu utan sjúkrahúsa og hæla en áður hefir tíðkazt. ÍTtbreiðið Tímann! fræðsluna, en 373 skólaárið 1930—31. Skólaárið 1938—39 störfuðu 306 kennarar við heimavistarskóla, 136 við far- heimavistarskól, 136 við far- kennslu og 10 við aukakennslu. með því, að tillögu Jóns Árna- sonar var vísað frá með dag- skrártillögu frá Sveini Bene- diktssyni og Finnboga Guð- mundssyni, er var samþykkt með 106i/2 atkv. gegn 3014. í sambandi við reikningana gerði einn fundarmanna, Finn- bogi Guðmundsson útgerðar- maður, athugasemd við launa- greiðslur til Árna frá Múla. Eft- ir upplýsingum, sem gefnar hefðu verið um það mál í fyrra, kvaðst hann hafa búizt við að sölusambandið væri hætt að greiða þeim manni laun.' Fundurinn gerði þær breyt- ingar á lögum S.Í.F., að heimilt er að hafa aðeins einn fram- kvæmdastjóra, og jafnframt heimilt að fækka stjórnamefnd- armönnum, ef ráðherra ekki notar rétt sinn til að skipa menn í stjórnina. Jón Árnason framkvstj. bar fram tillögu um að heimila stjórn sölusambahdsins að selja niðursuðuverksmiðju þess, ef hægt væri að ná hagfelldri sölu og tryggt væri, að verksmiðjan yrði rekin áfram. Tillagan var felld. Fundurinn kaus sömu menn og áður í stjórn og til endur- skoðunarstarfa, en ekki er vitað hvort atvinnumálaráðherra not- ar rétt sinn til að skipa tvo menn í stjórn sölusambandsins. ■GAMLA BÍÓ" Vesturför Hardy- fjölskyldunnar Out West with the Hardys. Ný Metro-gamanmynd af ævintýrum HARDY-fjöl- skyldunnar. Aðalhlutverk- in leika: MICKEY ROONEY, LEWS STONE, VIRGINIA VEIDLER o.fl. Sýnd í kvöld kl. 7 off 9. ■NÝJA BÍÓ Skytidipabbi UNEXPECTED FATHER. Amerisk skemmtimynd frá Universal Film. Aðalhlut- verkin leika: Shirley Ross, Dennis O’Keefe, skopleikarinn Micha Auer og undra- barnið BABY SANDY, sem er ný eftirlætis- stjarna amerísku kvik- myndahúsgestanna. Sýnd klukkan 7 og 9. ÞAKKARAVARP. Mínar alúðarfyllstu þakkir til allra þeirra kvenna í Ása- og Holtahreppi, sem glöddu mig með vinsemd sinni og gjöfum í haust, þá er ég lét af starfi mínu. ÞÓRUNN ÞÓRÐARDÓTTIR, ljósmóðir. 134 Robert C. Oliver: Æfintýri blaðamannsins 135 eiga eitthvað við dyrnar eða veggina með yðar fallegu, litlu höndum.vil ég þegar láta yður vita, að það fer illa með hendurnar og er tilgangslaust. Engin lifandi sál getur heyrt til yðar hér. Þér skuluð ekki vera hræddar um að vera hér lengi. Þér farið bráðum í ferðalag og lifið fleiri og fjörugr’i æfin- týri en þér getið séð á nokkurri kvik- mynd. Góða nótt, systir. Lucy var orðin ein. Án þess að vita það, var hún nú í sama klefanum og Bob hafði verið 1 skömmu áður. Hún settist á rúmið og fór að hugsa um sinn hag, sem ekki var sem glæsi- legastur. Ásetningur hennar hafði vissulega verið góður. En í stað þess að lyfta hulunni frá leyndardómnum,’ hafði hún sjálf orðið eitt fórnardýr- anna. Hún var fangi í þessum klefa. Dyr og veggir voru traustir. Uppi í einu horn- inu var loftauga — eina sambandið við umheiminn — en hvað stoðaði það. Þetta auga notaði Cabera fyrir hið ó- þægilega ljós sitt. Lucy fann, að hún var ein og hjálp- arvana. Hún lagði sig afturábak í rúmið og lokaði augunum. Nú er líklegast rétti tíminn til þess að lýsa ofurlítið nákvæmlegar hinni smánarlegu verzlun, sem Lucy vildi fá vissar upplýsingar um. Það er til tvennskonar þrælasala af þessari tegund. Önnur aðallega rekin í austanverðri Evrópu, þar sem sam- vizkulausir foreldrar selja umboðs- mönnum þrælasalanna dætur sínar. Hin er hin eiginlega þrælasala, þar sem þrælasalarnir tæla ungar stúlkur með loforðum um góðar stöður erlendis, og gyllingum um æfintýrarík ferðalög í auði og allsnægtum. í Marseille, í nánd við gömlu höfnina, er gistihús með ölknæpu, sem heitir „Bar Maurice“. Það er hið opinbera nafn. En annað og þekktara nafn á því er „Þrælakauphöllin“. Þar hafa margir svívirðilegir verzlunarsamningar verið gerðir og þrátt fyrir allar tilraunir til þess að stöðva þessa verzlun, var hún lengi í fullum blóma. Loks varð staðurinn of þekktur — réttara ságt frægur — og það varð erf- iðara að ráðgera um þrælaveiðar, verðlag eða söluferðir til útlanda, en áður. En þegar verzlunin var í mestum blóma, kom þarna maður, sem tók vel eftir öllu. Hann sá sér hér slag á borði. Hann vissi hvenær sá rétti tími var til að hefjast handa og hvenær bezt var að draga sig í hlé. Óþekktur af öll- Ræktunarmál kaup- túnanna (Framh. af 3. síðu) asta kauptún á landinu, enda hafa allar fjölskyldur þar, meiri og minni ítök í búskap. Þetta líí hefir vafalaust átt nokkurn þátt í að setja svipmót sitt á Eyrbekkinga og gera þá að kjaTkmiklum, duglegum og bar- áttufúsum mönnum. Sem dæmi um dugnað Eyr- bekkinga og þá gj örbreytingu, sem orðið hefir á atvinnulífinu í kauptúninu má nefna, að garðlönd eru þar nú yfir 100 dagsláttur að stærð eða um það bil ein dagslátta að meðaltali á hverja fjölskyldu, sem í kaup- túninu býr. Árið 1939 mun upp skeran hafa numið nálægt 5000 tunnum af kartöflum, auk gul- rófna og kálmetis. Sem áburð í garða sína nota Eyrbekkingar því nær eingöngu þara úr fjör- unni. Svo eru þeir athafnasam- ir í áburðaraðdráttum sínum, að þeir jafnvel fara á fætur á nóttum, þegar svo er háttað vindi og sjávarföllum, að vænta má þarareks, og mun eigi dæmalaust, að smádeilur hafi út af spunnizt. Frá þessu er sagt hér Eyrbekkingúm til verðugs lofs, svo og til uppörfunar og eftirbreytni þeim fjölmörgu kauptúnabúum annars staðar á landinu, sem ár eftir ár horfa á þarabunkana og annað sjávar- fang rotna í fjörumálinu, og hafast ekki að. Mættu þeir vel fara að dæmi Eyrbekkinga um hagnýtingu þessai’a verðmæta, sér og sínum til blessunar. Ef ekki hefði verið horfið að því ráði á Eyrarbakka, að snúa sér að moldinni, þegar aðrar at- vinnustoðir brustu, er ekkert sennilegra en að þar væri nú auðn, eymd og fátækt. Þegar vandræði ber að hönd- um, ér það háttur skynsamra manna, að nema staðar, athuga vandlega viðhorfin og leita svo þeirra úrræða, er bezt blasa við. Eftir þessum einföldu og eðli- legu reglum, hafa flest vanda- mál fengið einhverja lausn, ef ekki hefir brostið karlmennsku til framkvæmda. Okkar þjóðfélag hefir hent það ólán, að um það bil helm- ingur þjóðarinnar hefir reist sér heimili við lífsaðstöðu, sem að jafnaði hefir í för með sér all- verulegt atvinnuleysi á ári hverju, og þær afleiðingar, að öryggi og afkomu þessa fólks er teflt í fullkominn voða, hvað lítið sem út af ber. Ástæðan fyrir þessari . óheillavænlegu þróun er aðallega sú, að ætlazt hefir verið til, að þetta fólk gæti haft allt lifsuppeldi sitt úr öðru aðalnægtabúri landsins — fiskimiðunum. Reynslan hefir sýnt, að hér hefir verið reikn- að rangt. Þótt sjórinn sé gjöf- ull, þá er hann einn sér, ekki fullnægjandi atvinnugrundvöll- ur. Það sannár og um það vitn- ar sívaxandi atvinnuleysi og styrkþegaframfæri í - kaupstöð- um og kauptúnum landsins. Þjóðfélagið verður að læra af þessari dýrkeyptu reynslu. Nýr kapituli þarf að hefjast í þró unar- og atvinnusögu kaupstaða og kauptúna á landinu. Yfir- skrift þess kapitula á að vera: Enginn fjölskyldumaður, sem Framsóknarfélag Reykjavíkur AÐALFUNDUR félagsins verður haldinn í Kaupþingssalnum annað kvöld (föstu- daginn 29. nóv.) klukkan 8,30. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Skúli Guðmundsson hefur framsögu um mikilsvert mál. Fjölsækið fundinn. STJÓRNIN. vörur höfum við venjulega til sölu: Frosið kindakjöt af dilkum — sauðum — ám. Nýtt og frosið nautakjöt, Svínakjöt, tírvals saltkjöt, Ágætt liangikjöt, Smjör, Ostar, Smjörlíki, Mör, Tólg, Svið, Lifur, llarðfisk, Fjallagrös. Samband ísl. samvínnufélaga. Tilkynning: Þar sem stórum viðtækjasendingum, frá Philipps og Marconi- phone-verksmiðjunum í Englandi, hefir seinkað, viljum vér tjá hinum mörgu viðskiptavinum, sem bíða eftir viðtælkjum, að tækjasendingar þessar geta eigi komið til Reykjavíkur fyr en um miðjan desembermánuð. VIÐTÆKJAVERZLUN RÍKISINS. býr við ótrygga atvinnu, má vera án aðstöðu til ræktunar, þar sem nokkur tök eru til þess. Hæfileg ræktunarlóð fyrir hverja slíka fjölskyldu, þarf að verða jafn viðurkennd lífsnauð- syn, eins og húsnæði, neyzlu- vatn, ljós og eldsneyti. Það er siðferðileg, náttúrleg og menn- ingarleg skylda þjóðfélagsins, að auðvelda þeim hlutá af þegn- um sínum, sem hafa óvissasta atvinnuaðstöðu, aðgang að því nægtabúri lífsins — moldinni — sem fremur öllu öðru megnar að bæta úr atvinnuleysinu. Það má ekki lengur eiga sér stað, að kauptún geti þotið upp eins og gorkúlur á haugi — liggur mér við að segja — fyrir einhverja augnabliks útþenslu í atvinnu- lífinu, á stöðum, sem eru svo snauðir af frumstæðustu lífs- möguleikum, að varla er þar nothæfur staður fyrir manna- híbýlin að standa á. Hér eftir verður að gæta þess sem grund- vallaratriðis, við tilveru nýrra og vaxandi kauptúna, að völ sé á nægu landi til Tæktunar. Jafnframt verður, eftir því sem unnt kann að reynast,aðtaka til gagngerðrar endurskoðunar ræktunaraðstöðu þeirra kaup- Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) stjórnarinnar, því að hann hafi verið orðinn úrræðalaus í vandamálum þjóðarinnar. Hann hafi þess vegna orðið að kalla á Sjálfstæðisflokkinn, til að fá hjá honum ,,úrræði“ í atvinnu- málum og fjármálum, en þar hafi allt verið að komast í kalda kol. Væri það ekki réttara fyrir íhaldsblöðin að benda á hin nýju „úrræði“ Ólafs Thors í at- vinnumálum og hin nýju „úr- ræði“ Jakobs Möllérs í fjármál- unum, frekar en að varpa fram órökstuddri fullyrðingu um að „úrræði“ liafi verið sótt til Sjálfstæðisflokksins? Eða er það svo, að erfitt sé að benda á þessi „úrræði“, því að Ólafi og Möller hafi þótt hyggilegast að feta sem vandlegast i spor fyr- irTennara sinna, þótt þeir hafi talað á aðra leið meðan þeir voru í ábyrgðarlausri og ofstæk- isfullri stjórnarandstöðu? túna, sem þegar eru mynduð, og bæta eftir mætti úr ágöllum þeirrar óheillaþróunar, sem þar hefir átt sér stað í atvinnu- og skipulagsmálum á undan- förnum árum. Framh.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.