Tíminn - 07.12.1940, Síða 4

Tíminn - 07.12.1940, Síða 4
1S8 TÍMWN, langardaglim 7. des, 1940 132, hlað Einbeitni Svíssleudínga (Framh. af 1. síðu) en stöðugt grunnt á því góðá milli þeirra og Þjóðverja. Sviss- lendingar voru jafnan óhlýðnir Habsborgarættinni, greiddu ekki skatta o. s. frv. Um 1500 hugðist keisarinn að neyða þá til hlýðni, en her hans beið hvern ósigurinn öðrum meiri og hann neyddist til að semja frið. Svisslendingar hættu öllum skattgreiðslum og fengu í raun og veru fullt sjálfstæði, þótt þeir gengju ekki formlega úr þýzka ríkinu fyrr en eftir west- falska friðinn 1648. Á þessum öldum bættust stöð- ugt fleiri og fleiri kantónur í svissneska ríkjasambandið. Franska stjórnarbyltngin hafði mikil áhrif í Sviss. Frjáls- lyndu flokkarnir ukust að fylgi á 18. öldinni og eftir að bylt- ingarmenn höfðu sigrað í Frakklandi, veittu þeir skoðana- bræðrum sínum í Sviss hjálp með vopnavaldi. Notuðu þeir yf- irráð sín til að gera Sviss að lýðveldi eftir franskri fyrir- mynd. Afskipti frönsku bylt- ingarmannanna af málum Svisslendinga höfðu þær afleið- ingar, að árið 1799 var Sviss vígvöllur franskra, austurrískra og rússneskra herja. Hið sviss- neska lýðveldi varð ekki lang- líft, því að andstæðingar þess komust til valda um líkt leyti og Napoleon varð æðsti maður Frakklands. Alla stjórnartíð Napoleons var Sviss raunveru- lega undir yfirráðum Frakka, en losnaði strax undan þeim, þegar henni lauk. Síðan hefir Sviss alltaf verið sjálfstætt og hlutleysi þess ekki skert af neinum. Núverandi stjórnskipulag Sviss er að talsverðu leyti sniðið eftir stj órnarháttum Bandaríkj a Norður-Ameríku. Landið skipt- ist í 22 fylki (kantónur), sem hafa allvíðtæka sjálfstjórn, en lúta þó einni yfirstjórn. Þingið er í tveimur deildum, í efri mál- stofunni eru tveir fulltrúar fyrir hverja kantónu, í neðri mál- stofunni einn fulltrúi fyrir hverja 20 þús. íbúa. í kosning- um til neðri málstofunnar skiptist landið í 49 kjördæmi. Kosið er til þriggja ára og hafa allir kosningarrétt, sem eru 20 ára eða eldri. Þingið kemur saman til fundar tvisvar á ári. Þingdeildirnar kjósa i samein- ingu ríkisstjórnina (þjóðveldið), sem er skipuð sjö mönnum. Hver ráðherra er kosinn sérstaklega og er einn þeirra jafnframt for- seti ríkisins. Ríkisstj'órnin er kosin til þriggja ára, forsetinn þó aðeins til eins árs. Ráðherr- arnir mega ekki eiga sæti á þinginu. Æðsti dómstóllinn er kosinn af þingdeildum til sex ára og skipa hann 26 menn. Breytingar á stjórnarskránni má ekki samþykkja, nema þær séu staðfestar af þjóðarat- kvæðagreiðslu. Síðan 1874 hef- ir sú regla gilt, að 8 kantónur eða 30 þús. kjósendur geti kraf- izt þjóðaratkvæðis (referen- tÍR BÆIVUW Framsóknarfélögin í Reykjayik halda fund um ájálfðtseð- ismálið í KaUpþingssalnum nsestkom- andi fimmtudagskvöld. Pramsögumað- ur verður Jónas Jónsson, formaður Framsóknarflokksins. i Tónlistarfélagið mun á morgun flytja hið frœga ora- torium Hándels, „Messías" Hefir verk þetta verið æft af kappi síðusth mán- uðina, og munu um 100 söngvarar og hljóðfæraleikarar taka þátt í þessum miklu hljómleikum, sem fara fram í Fríkirkjunni og hefjast kl. 4. Bazar heldur Nemendasamband Kvenna- skólans í Kvennaskólanum á morgun kl. 3 e. h. Leiðrétting. Fallið hefir úr í grein V. G. á 2. síðu neðst á 4. dálki. Málsgreinin átti að vera þannig: Og meðan þjóðfélagið er þannig, að einkaeign er svo miklu ráðandi eins og nú er, þá er áríðandi að sem flestir þegnar þess séu vel sjálfbjarga efnalega. Skólapíltur hverfur (Framh. af 1. síðu) ók á eftir Einari, en varð hans hvergi var. Sást það seinast til ferða hans, að hann var kominn út hjá Eyvindartungu. Þegar Einar kom ekki fram, á mánudaginn, var hafin leit að ho'num. Hefir hans verið leitað frá Laugarvatni alla daga síðan, en árangurslaust. í gær leituðu um 100 manns. Einar var 24 ára gamall, ró- lyndur piltur og var í miklum metum hjá kennurum sínum. Bjarni skólastjóri gat þess, að hann vissi að minnsta kosti hver annar manna þeirra var, er kom með áfengi í skólann á umrædda samkomu. Nýir sigrar Grikkja (Framh. af 1. síðu) Ýmsir telja, að Badoglio hafi sagt af sér, sökum misklíðar við Mussolini. Badaglio hefir alltaf verið talinn andvígur þátttöku ítala í styrjöldinni. Eins þykir sennilegt, að hann og herstjórn- in hafi verið á móti Grikk- landsstyrjöldinni, sökum ónógs undirbúnings. Bagoglio er langfrægasti og vinsælasti hershöfðingi ítala. Hann er mjög vinsæll meðal hersins og aðalsins og mikill vinur konungsfjölskyldunnar. Stjórn Þjóðverja (Framh. af 3. síðu) kveðnasti þjóðernissinni. Hér verður flokkurinn að sanna hæfileika sína til þess að tryggja um aldur og æfi þýzk yfirráð yfir þessu landi, sem sigrað var af hinum þýzka her. Fljótið Vistula er héðan í frá þýzkt fljót.“ dum) um einstök lög eða meira- háttar fjárveitingar. Hafa síð- an farið fram margar þjóðarat- kvæðagreiðslur og hafa þær venjulega sýnt, að þjóðin er í- haldssamari heldur en þingið. Flestir embættismenn í Sviss, dómarar, kennarar, prestar o.fl., eru kosnir í almennum kosning- um til sex ára. Hverju reiddist Ární frá Múla? Ég varð mjög undrandi, er ég sá að Árni frá Múla fann ástæðu til þess að skrifa leiðara Vísis þann 29/11. um mig, í sam- bandi við þátttöku mína í fund- um S.Í.F. Við lestur greinarinnar munu ókunnugir komast að þeirri nið- urstöðu, að ég hafi lent í hörð- um deilum við „kallana“, eins og hann telur einhvern sveit- unga minn nefna áhrifamestu menn fundarins, og hafi ég ver- ið mjög dónalegur í umræðum, ....kastað hnútum til hægri og vinstri, rausað þindarlaust og orðið til athlægis . ...“ eins og Árni orðar það í Vísi. Það er engu líkara en hann Árni frá Múla hafi orðið verst úti, enda mesti „kallinn", en næst á eft- ir honum koma svo atvinnu- málaráðherra, Ólafur Thors, Magnús Sigurðsson, bankastjóri, og Jón Árnason foxstjóri. Ég skal játa, að ég hefi stund- um verið á öndverðri skoðun við fymefnda 3 merkismenn um málefni S.Í.F., en ég veit þó ekki til að þeir hafi kvartað undan framkomu minni á fundum Sölusambandsins, og ég býst við, aö þeir hafi ekki beð- ið Árna frá Múla að gera það fyrir sig. En við Árna frá Múla hefi ég aldrei rætt um málefni S.Í.F., þar sem hann hefir þar engin áhugamál, önnur en þau, að hirða laun sín hjá félaginu. Árni frá Múla hefir haft há laun hjá Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda, frá því að fé- lagið var stofnað, án þess þó að leggja fram vinnu, svo nokkru nemi, í þágu félagsins. Enda hafa fiskframlpiðendur almennt verið mjög óánægðir með að hafa Árna á launum hjá sér, ekki sízt eftir að hann tók af- stöðu gegn einu helzta áhuga- máli þeirra, gengisbreytingunni, á Alþingi 1939. Skömmu eftlr að við Ólafur Jónsson í Sandgerði vorum kosnir í stjórn S. í. F. 1939, komum við að máli við fram- kvæmdarstjóra félagsins um það, hvort ekki myndi rétt, að S.Í.F. hætti að greiða Árna frá Múla laun, vegna hinnar miklu óánægju, sem það vekti meðal félagsmanna. Þeir upplýstu þá, að Árni væri þá þegar hættur að vinna hjá félaginu,' og myndi ekki verða greidd laun fram- vegis. Við tókum þetta trúan- legt og gerðum ekki frekari at- hugasemdir um þetta efni. En nú þegar reikningar fé- lagsins fyrir reikningsárið 1. júlí 1939 til 30. júní 1940, voru lagðir fram kom í ljós, að Árna frá Múla höfðu enn vérið greidd laun fyrir það reikningsár. Þetta gerði ég því athugasemd við á síðasta aðalfundi S.Í.F., þar sem mér fannst einkenni- legt, að Árni fengi greiddar kr. 7200,00 í árslaun, án þess að stjórn S.Í.F. hefði hugmynd um að hann væri starfsmaður fé- lagsins, hvað þá heldur að hún hefði samþykkt hann sem 150 Robert C. Oliver: — Ég er nú ekki farinn að finna það svo mikið enn þá, svaraði Bob. — Nú — svaraði Mody og litaðist um í herberginu. — Eitthvað er þetta þó annað en gamla íbúðin þín. — Hvernig veizt þú það, spurði Bob brosandi. Þú hefir þó ekki komið þang- að. — Ekki það? Mörgum sinnum, svar- aði Mody. Við gerðum allt, s&m við gátum til þess að kynnast sem bezt þínum högum. Við vorum þar jafnvel einu sinni meðan þú svafst. — Hvert í þó--------byrjaði Bob. — Ja-á, — nú ert þú kominn á rétta hillu. Er nokkuð annars í fréttum? — Ég fékk mér morgungöngu í morg- un, og mætti manni, sem ég vil helzt ekki tala við. — Hver er það? — John Taylor frá Yard. Mody reis upp. — John Taylor! Töl- uðuð þið saman? — Nei. —Það var gott. John Taylor hefir ver- ið falið að koma upp um okkur — ha — ha — koma upp um. Þeir mega víst búa sig undir að afhjúpa minnisvarða á gröfinni hans áður en langt líður. Mody varð hugsi. — Þetta er ekki gott, Hollman. Ég heíd að við verðum að láta þig ferðast Æfintýri blaðamannsins 151 fyrr en við gerðum ráð fyrir. — Hvert, Mody? — Til eins útibúsins, hugsa ég, — en það er hlutur, sem ég ákveð ekki. — Gerir Cabera það? — Ekki heldur — það er aðeins einn sem ákveður — eigum við að fá okkur eitt glas. — Ég hefi nú víst heldur -lítið að bjóða gestum, sagði Bob, en Mody benti á eldhúsdyrnar. — Frammi í skápnum, sonur — þar er allt sem þig vantar. Við sjáum fyrir öllu þegar við byggjum hús. En annars hefi ég ekki tíma núna. Ég kom til þess að segja þér, að mæta hjá fornsölunni — sama stað og þú tókst á móti litla bögglinum fyrsta kvöldið —. Þú kemur stundvíslega kl. tíu. Ég sæki þig þang- að í bíl. Bob samsinnti. XII. Bob kom stundvíslega að fornsölunni. Hann þurfti ekki lengi að bíða. Mody ók bíl fast að honum og sagði honum að koma upp í. Móti venju sinni var Mody nú mjög fámáll. Hann ók í marga staði og Bob varð alltaf meira og meira hissa. Fyrst fóru þeir til ljósmyndara, sem tók Lelkfélag Reykj avíknr Oldur eftir séra Jakob Jónsson frá Hrauni. Sýning annað kvöld kl. 8,30 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 i dag. . . . . án Sjafnar kerta. Sjafnar kerti eru nú löngu orðin landskunn fyrir gæði sín, enda búin til úr beztu efnum með fullkomnustu nýtízku tækjum. Fást hjá kaupfélögum og kaupmönnum. Helldsölubirgðir. Samband ísl. samvínnufélaga. starfsmann með þessum laun- um. Ég býst við, að þeir, sem lesið hafa þessar línur sjái nú, að „skít-kast“-leiðari Árna frá 29. nóv. er fram kominn af öðrum ástæðum en hann vill vera láta. Ég hefi ekki óskað eftir blaða- skrifum um það, sem gerizt á fundum S.Í.F., eða innan stjórn- ar þess, en þar sem Árni frá Múla fann ástæðu til þess að hefja blaðaskrif á þenna hátt, varð ég tilneyddur til að gefa þessa skýringu. Keflavík 30. nóv. 1940. Finnbogi Guðmundssson Vetrarvertí ^in (Framh. af 1. síðu) ufsa. Kom hann allur í hlut hásetanna, er við veiðar þessar fengust. Seldu þeir ufsann góðu verði og báru því sæmilegan hlut úr býtum. Um þessar mundir eru 6—7 Akranesbátar, þeir stærri, við veiðar vestur á Breiðafirði. Er afli þar að vísu tregur, en þó örari en á heimamiðum. Losa þeir afla sinn ýmist þar vestra, eða þeir koma heim með hann, einkum ef línuveiðarinn Ólafur Bjarnason, sem nú er í förum milli landa með nýjan fisk, er þar að kaupa fisk. Stundum hefir Ólafur Bjarnason einnig farið vestur og tekið fiskinn úr bátum þar. Margir ala þá von í brjósti, að vertíðin í vetur verði mun aflasælli en síðastliðið ár. Er mikill hugur i mönnum í at- vinnumálum. Þó verða senni- lega heldur færri bátar gerðir út frá Akranesi í vetur en áður, og er orsökin sú, að gamlir bát- ar hafa verið seldir, bæði í ár og í fyrra. Allmiklar olíubirgðir, alls um 320 smálestir, eru nú til á Akranesi. Ume það hefir verið rætt, að einn eða tveir bátar verði smíð- aðir á Akranesi innan skamms, en því er ekki enn til lykta ráð- ið, hvort úr framkvæmdum verður. Aðrar fréttir. (Framh. af 1. siðu) viðskipti Breta og Tyrkja stöð- ugt verið að aukast, en við- skipti Tyrkja og Þjóðverja að minnka. GAMLA BÍÓ<H— K ap p aksturs- hetjan (Bum’em up O’Connor). Afar spennandi og skemmtileg amerísk kvik- mynd. Aðalhlutv. leika: DENNIS O’KEEFE, CECILIA PARKER Og NAT PENDLETON. Aukamynd með GÖG ogGOKKE Sýnd kl. 7 og 9. —-NÝJA BÍÓ Uppreisn j í ríkisfangelsinu j (SAN QUINTIN) Óvenju spennandi saka- j ! málamynd, er sýnir við- j ! burði, er urðu valdandi að j uppreisn meðal fanga í ! Ieinu stærsta betrunarhúsi | Bandaríkjanna. Aðalhlutv. leika: PAT. O’BRIEN, ANN SHERIDAN og HUMPHREY BOGART. 1 Aukamynd: MÁTTUR BRETAVELDIS \ Ensk kvikmynd. — Börn fá j ekki aðg. Sýning kl. 7 og 9. I Framsóknarfélögín í Reykjavík lialda sameiginlegan fund í Kaupþingssalnum fimmtudaginn 12. þessa mánaðar. Umrœðuefni: SJÁLFSTÆÐI ÍSLATSDS. Frummælandi: JÓNAS JÓNSSON. Síðan almennar umræður um málið. Framsóknarmenn! Fjölmennið! STJÓRMR FÉLAGAMA. Það er eindregið og alvarlega skorað á alla þá, er hafa í fórum sínum borðbúnað, mataráhöld allskonar, einnig kaffiáhöld, bakka og teskeiðar tilheyrandi Hótel Borg, að tilkynna það í síma 4168 eða á skrifstofu hótelsins, og munu þá munirnir sóttir samstundis. HÚSFREYJAN. Happdrætti llsiskólu íslandN í 10. ílokki eru 2000 vinn- ingar, samtals 44S900 kr. Ðregið verður 10. desember Samkvæmt heimild í reglugerð happ drættisins verða allir vinningarnir dregnir á einum degi. LlF OG DAUÐl. Prófessor Sig. Nordal flutti á síðasta vetri í Ríkisútvarpið sex erindi, sem vöktu almenna athygli um land allt. Mörgum munu þessi erindi enn í fersku minni, en flestum mun finnast, að þeir þurfi að kynnast þeim nánar, því að margt fer fram hjá mönn- um, þegar hlustað er. í Nú eru erindi þessi komin út. Aftan við þau hefi'r höfundur- inn bætt eftirmála, sem er 74 blaðsíður, og mun hann ekki vekja minni athygli en erindin í fyrra. Kaupið þessa bók, hún veitir yður umhugsunarefni, sem hver maðuí hefir gott af að hugleiða. Bókaverzlun ísafoldar. Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í vcrð. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur NAUTGRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN, LAMBSKINN og SELSKINN til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA- IIÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. —

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.