Tíminn - 14.12.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.12.1940, Blaðsíða 3
125. blað TtMlM, laagardaglmi 14. des. 1940 199 B Æ K U R Hundrað beztu Ijóð á íslenzka tungu. Jakob Jóh. Smári valdi. Út- gef. H.f. Leiftur. 214 • bls. Verð kr. 14.00. bundin. Fyrir sextán árum kom út bók, sem á þeim árum þótti góð- ur gestur, enda náði hún vin- sældum og seldist upp á skömm- um tíma. Bar hún nafnið: Hundrað beztu ljóð á íslenzka tungu, og skýrir heitið efni bókarinnar. Nú er komin út 2. útg. af henni, að vísu nokkuð frábrugðin hinni fynú að því leyti, að nokkrum fornkvæðum, sem voru í fyrri útgáfunni er sleppt hér, en kvæðum yngri skálda bætt inn í staðinn. Kvæðunum er skipt í flokka eftir efni þeirra. Eru flokkarn- ir þessir: Ástaljóð, trúarljóð, líf og lífsviðhorf, náttúran, land og þjóð og minningaljóð. Kvæðin eru eftir 36 skáld, eldri og yngri. Hversu til hefir tekizt um val kvæðanna skal ekki mikið rætt hér. Um það eru alltaf skiptar skoðanir. Einum finnst þetta en öðrum hitt. Margir myndu þó búast við, að 'finna í þessu safni í hafísnum, og Við Valagilsá eftir Hannes Hafstein og Fáka og Pundið eftir Einar Bene- diktsson svo eitthvað sé nefnt. Ekkert þessara kvæða er í bók- inni. Vafalaust hefðu birzt þar fleiri kvæði eftir þann síðar- nefnda, ef leyfi hefði fengizt til þess. Það er erfitt verk og umdeil- anlegt að velja 2—6 kvæði úr ljóðasöfnum eftir skáld eins og Einar Be.nediktsson, Matthías, Jónas Hallgrímsson, Hannes Hafstein, Bólu-Hjálmar og Bjarna Thorarensen. En þegar litið er yfir bókina verður maður að viðurkenna, að valið hefir tekizt furðu vel, en þó betur hjá eldri skáldunum en þeim yngri. Finnast mér varla nógu vel valin kvæði eftir Dav- íð Stefánsson og Jón Magnús- son. Jakob Jóh. Smári hefir safnað ljóðunum og er hans nafn góð trygging fyrir því, að yfirleitt sé smekklega valið. Ytri frágangur bókarinnar er allur hinn prýðilegasti. Prentun góð og bandið vandað skinn- band. Bóki ner mjög eiguleg. E.B. Lewis Broad: Winston Churchill. Víkingsútgáf- an. Reykjavík 1940. Bls. 164. Verð kr. 9.00 ób. í bók þessari er rakinn æfi- III. Meðan flestar Evrópuþjóðir byggðu fagrar kirkjur og gerðu heilagar myndir, var listiðkun íslendinga að miklu leyti tak- mörkuð við ljóðagerð og sagna. Nú hefir þjóðin eignazt merki- lega byrjun að íslenzkri húsa- gerðarlist, höggmyndagerð og málverka. Margir kaflar í „Fegurð lífs- ins“ eru helgaðir þessum og fleiri nýjum listagreinum. Inn í þá er ofið margþæftu efni um æfi listamannanna, sögu einstakva bygginga, og þau andlegu við- fangsefni, sem þar á að rækja. Fyrst kemur grein um Einar Jónsson myndhöggvara. Þjóðin hefir gefið honum viðurnefnið llstamaður á sama hátt og hún gaf Jóni Sigurðssyni sæmdar- heitið forseti, segir greinarhöf- undur. Á Skólavörðuhæð hefir verið byggt mikið hús yfir listaverk Einars. Þar er tækifæri til að sjá hið mikla myndasafn hans. Lestur þessarar greinar mun verða mörgum ný hVatning til að heimsækja þetta musteri listar- innar. Þannig eru túlkuð í henni mörg fegurstu ljóðin, sem af fs- lendingi hafa enn verið ort í stein. Þá skal nefna grein um Ríkarð Jónsson og forsögu hans í list- iðnaði og andlitsmyndamótun. Ein ritgerðin er sérstæð að því leyti, að hún er ekki um íslenzka list, heldur norska. Sú grein er nefnd „Borgin við lindina“. Segir þar frá Gustav Vigeland, ágæt- um norskum myndhöggvara, og hinum listrænu afreksverkum hans. Tveir fulltrúar málaralistar- innar fá rúm I bókinni. Ásgrím- ur er brautryðjandi þessarar ferill núverandi forsætisráð- herra Bretlands, Winston Chur- chill. Fýsir vafalaust marga að kynnast þessum nafntogaða leiðtoga brezku þjóðarinnar. Útgefendurnir munu því hafa gert sér góðar vonir um sölu bókarinnar og hefir það senni- lega vakað meira fyrir þeim en að gefa út góða bók. Eru það engin illmæli um þessa bók, þótt hún sé talin léleg. Hún er ber- sýnilega skrifuð í áróðúrsskyni og ætluð almenningi, sem er vanur lestri lélegra dagblaða og skáldrita og vill því hafa allar frásagnir æsandi og reyfara- kenndar. Afleiðingin er vitan- lega sú, að bókin er léttvæg dægurfluga, en hefir ekkert varanlegt gildi. Þýðingin er frekar stirð. Þýð- andinn lætur ekki nafn síns getið. Finnst honum bókin svo léleg, að hann vilji ekki vera við hana kenndur, eða telur hann sig ekki hafa vandað þýðinguna eins vel og skyldi? Það ætti að vera fastur siður, að þýðendur létu nafn síns getið. Frágangur bókarinnar er óvandaður og því í litlu sam- ræmi við verð hennar. Þ. Þ. listagreinar, en Kjarval sér- stæðasti listamaðurinn. Það hlýtur að vekja sérstaka athygli, þegar þessar greinar eru lesnar, hversu höfundurinn virð- ist jafnvígur á að gagnrýna mis- munandi listagreinar. Hér er bent á í stuttu máli nokkur helztu einkennin á mál- verkum Kjarvals og Ásgríms með álíka leikni og fram kemur í mörgum kvæðaskýringum bók- arinnar. Að sjálfsögðu geta verið skipt- ar skoðanir um einstök atriði þessara skýringa, en jafnframt munu flestir viðurkenna að þær séu yfirleitt sérstaklega snjallar og glöggar. Byggingarmálum íslands var lengi svo háttað, að hver kyn- slóð varð að reisa nálega allt að nýju, vegna þess að haldlaust byggingarefni var notað. Um leið og þjóðin lærði að byggja úr varanlegu efni, þurfti hún að eignast nýjan stíl í húsa- gerð, sem hæfði hinu nýja efni, en væri þó þjóðlegur og í sam- ræmi við náttúru landsins og yfirbragð. Jónas Jónsson ritar langt mál um, hvernig þetta hefir tekizt, og brautryðjandastarf Guðjóns Samúelssonar á þeim vettvangi. Hann skrifar um Indriða Ein- arsson og baráttu hans fyrir efl- ingu leiklistarinnar, um þjóð- leikhúsið, Landakotskirkjuna og loks um hina nýju háskólabygg- ingu. Heitir sú grein: Stofnun Jóns Sigurðssonar. Þjóðskóli — launamannaskóli. Þessi grein er þríþætt að efni. Hún fjallar um sögu háskólabyggingarinnar, húsgerðarlist og uppeldisstarfið, sem á að vinna í þessu mikla musteri. Það getur orkað tvímælis, hvort rétt var að skrifa um allt þetta efni í sömu greininni, sér- staklega í slíku ritsafni sem þessu. Hins vegar má benda á, að háskólamálið er stórmál, sem öll þjóðin á að fylgjast með og fá vitneskju um. Hún hefir lagt á sig byrðar til að reisa háskóla sínum mikla og glæsilega byggingu. Og hún á ekki aðeins að láta sig miklu skipta hinn ytri svip þessarar byggingar, heldur einnig það uppeldisstarf, sem þar er unnið. Ég tel þess vegna, að rétt hafi verið að taka þessa grein í rit- safnið, þótt hún sé að sumu leyti sérstæð að efni. IV. Jónas Jónsson kallar ritsafn sitt „Komandi ár“. Samband ungra Framsóknarmanna hefir nú gefið út af því þrjú bindi. Hvert þeirra um sig er nýjung í íslenzkum bókmenntum. í fyrsta bindinu eru söguleg- ar greinar um merka menn, sem verið hafa höfundinum kunnir. Er það rnikil heimild um ís- lenzka samtíðarsögu. Þetta bindi er að mjög miklu leyti helgað stjórnmálamönnum, sem ýmist hafa verið leikbræður eða keppinautar skáldsins. „Fegurð lífsins" er á hliðstæðan hátt helgað listamönnunum og af- rekum þeirra. í „Vordögum" eru greinar frá þeim árum, þegar stjórnmála- baráttan í landinu var að fær- ast á nýjan vettvang. Þær eru Útsöluverð í smásölu á eftírtöldum teg. af víndlíngum, víndlum og reyktébaki má ekkí vera hærra en hér segír: Vinellingar. British American Tobacco Co., Ltd., London. Capstan N/C med. Players N/C med. Players N/C med. May Blossom Arabesque, Ronde Arabeque, De Luxe í 10 stk.pk. kr. 1.15 - 20-------------2.20 - 10-------------1.15 - 20-------------1.90 - 20-------------1.90 - 20-----------2.00 Thomas Bear & Sons, Ltd., London. Elephant í 10 stk.pk. kr. 0.85 Westminster Tobacco Co., Ltd., London. Commander Turkish A.A, cork Turkish A.A. cork Turkish A.A. cork í 20 stk.pk. kr. 1.70 - 50 — ks. — 4.25 - 10 — pk. — 0.95 - 20------------1.90 - 50 — ks. — 4.75 Godfrey Phillipps, Ltd., London. De Reszke, Virginia ' í 20 stk.pk. kr. 1.80 — tyrkneskar - 20---------1.90 — tyrkneskar - 50 — ks.— 4.75 Carreras, Ltd., London. Craven A ■ í 10 stk.pk. kr. 1.10 Teofani & Co., Ltd., London. Fine Fine Yenídejh Oval Crown de Luxe Crown de Luxe Crown de Luxe Ritz Gold tipped Monde Elegantes í 20 stk.pk. kr. 1.90 - 50 — ks.— 4.75 - 50----------4.50 - 10 — pk. — 1.10 - 20---------2.20 -100 — ks,—11.00 - 25 — pk. — 1.80 - 50 — ks.— 3.60 - 25 — pk. — 2.25 Nicolas Soussa Fréres, Cairo. Soussa í 20 stk.pk. kr. 1.90 Soussa - 50 — ks.— 4.75 Melachrino & Co., Ltd., London. Melachrino nr. 25 í 20 stk.pk. kr. 1.90 Melachrino nr. 25 - 50 — ks.— 4.75 R. J. Reynolds Tobacco Co., U. S. A. Camel i 100 stk. pk. kr. 1.80 Papastratos, Piraeus. Hellas í 100 stk.ks. kr.10.00 Hellas - 50-------- 5.00 Hellas - 20 — pk. — 2.00 United Kingdom Tobacco Co., Ltd., London. Greys Virginia í 20 stk.pk. kr. 1.70 Vindlar. British American Tobacco Co., Ltd., London. Golofina Perfectos í 25 stk.ks. kr. 34.80 — Londres - 50 ------ 54.00 — Royal Cheroots - 50 ------- 54.00 Havana vindlar. Henry Clay & Bock & Co., Ltd. La Corona: Corona í 25 stk.ks. kr. 60.00 Half-a-corona - 20 -------- 32.40 Rotschilds Elegantes Espanola Bouquets de Salon Golondrinas Bock: í 25 stk.kS. kr. 46.80 - 25 --------- 32.40 - 25 --------- 26.10 - 25 --------- 26.40 — After Supper SMÁVINDLAR: Marcella Whiffs Marcella Whiffs Marcella Whiffs - 10 — pk. 5.30 - 50 - 25 - 10 ks. — 18.60 -------9.30 pk. — 3.75 Philip Morris & Co., Ltd., London. Derby í 10 stk.pk. kr. 1.10 Derby - 25----------2.75 Derby -100 — ks. —-11.00 Turkish nr. 10 - 20 — pk. — 2.00 J. Freeman & Son, Ltd., London. Kings Six í 50 stk.ks. kr. 38.40 Aranda Petit Corona - 50 ------ 29.40 Manikin Majors - 50 ------- 27.60 Manikin Majors - 5 — pk. — 2.76 Aranda Coronita - 50 — ks.— 23.70 Cremavana No. 1 - 25---------16.80 Falstaff Panatellas - 100 ------ 38.40 Falstaff Panatellas - 4 — pk. — 1.55 Manikins (smáv.) - 50 — ks.— 15.00 Manikins (smáv.) - 10 — pk.— 3.00 Manikins (smáv.) - 5----------1.50 R. & J. Hill, Ltd., London. Dainty Diners (smáv.) í 50 stk.ks.kr. 14.40 Major Generals — -50-------18.00 Henry Clay: Regentes í 2Srstk.ks. kr. 33.60 Jockey Club - 25 ---- 30.00 Golondrinas - 25 ----- 27.00 Bouquets de Salon - 25 -----26.40 Reyktóbak. British American Tobacco Co., Ltd., London. Justmans Shag Justmans Shag Moss Rose Three Bells Mixture Three Bells N/C Richmond N/C Richmond N/C Richmond Mixture Richmond Mixture Viking N/C St. Bruno Flake St. Bruno Flake Glasgow Mixture Glasgow Mixture Waverley Mixture Waverley Mixture Traveller Brand Capstan Mixt. med. Capstan Mixt. med. Capstan Mixt. mild Old English C/C í i/2 lbs.ds. kr. 7.80 - 50 gr. pk. — 1.70 - ya lbs.pk. — 1.90 - y4 — ds.— 4.15 - y*------------4.15 - V*------------4.15 - Va------------2.25 - V4------------4.75 - Va------------2.45 - Va------------2.45 - 1/4---------5.10 _i/8--------- 2.65 -1/4------------5.40 - Va------------2.80 -1/4------------5.40 - Va------------2.80 - 1/4-----------6.00 - V\------------5.70 - Va------------2.90 - y4------------6.00 - 1/4-----------7.20 Garrick Mixture med. - V4-------7.20 Capstan N/C med. - Vi-----------6.25 Capstan N/C med. Capstan N/C mild Capstan N/C mild Three Nuns Sweet Chestnut - Va------------3.20 - y4------------6.70 - x/a-----------3.40 -1/4-----------8.05 - 50 gr.-------3.00 Utan Rsykjavíkur oj Hafaaríjarðar mi vcrðið vera 3°/0 hacrra vegaa ílutningskostnaðár Tóbakséinkasala ríkisins Lindargötu 1 D — Reykjavík Símar: 1620, 1621, 1622, 1623, 1624, 1625 ekki einungis merkileg heimild um uppruna og fyrstu stefnu- mál Framsóknarflokksins, held- ur skýra þær einnig, hvernig ný flokkaskipting hlaut að mynd- ast, eins og líka síðar hefir orð- ið í aðalatriðum. Allar þessar bækur veita mik- inn og margvíslegan fróðleik, ekki sízt unga fólkinu. Hitt er þó ekki minna um vert, hversu þær eru skrifaðar á látlausu, en þó fögru máli. Má segja, að það geti verið unga fólkinu einskon- ar móðurmálskennsla að lesa þær. Jónas Jónsson hefir lengi ver- ið ötull stuðningsmaður * ís- lenzkra iista. — í „Fegurð lífs- ins“ segir hann frá baráttu og sigrum nokkurra afreksmanna í listrænum efnum. Með þeirri bók hefir höfundurinn gert meira en nokkur annar til að túlka fyrir þjóðinni fagrar list- ir og skáldskap. J. E. G. JÓLABÓKIN HANDA UNGUM STÚLKUM: TVÍBURASYSTURNAR. ísak Jóns- son kennari þýddi. Bókin er þýdd úr sænsku. Þegar hún kom fyrst út, vakti hún svo mikla athygli, að hún var talin bezta bókin handa ungum stúlk- um, sem út kom á þvi ári. Jeanne Osterdahl skrifar um hana: „Litlu smábæj arstúlkurnar tvær, sem með snarræði og dugnaði bjarga sér úr öllum kröggum, sem að þeim steðja í höfuðstaðnum, ljóma af heilbrigði og lífsgleði." Gurli Linder segir: „Djarfar og snarráðar, glaðar og kvikar, gæddar meðfæddum yndisþokka og aðlaðandi framkomu, eru þessar stúlkur ljóm- andi fyrirmynd ungra nútíðar- stúlkna" ÞeLta er JÓLABÓKIN handa ungum stúlkum. Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.