Tíminn - 14.12.1940, Qupperneq 4

Tíminn - 14.12.1940, Qupperneq 4
200 TlMlM, laiigardaginn 14. des. 1940 Yfiír landamærín 1. Merkileg samkeppni virðist vera innan Kommúnistanokksins um að bregðast hugsjónum. Ritstjórarnir Ein- ar Olgeirsson og Sigíús Sigurhjartarson standa þar, svo sem vera ber, í fremstu röð. Einar þóttist hafa það fyrir stærstu hugsjón lífsins, að berjast móti stríði og nazisma. Nú knéfellur hann af að- dáun yfir árás Rússa á Finna og fyrir bandamönnum Stalíns í Þýzkalandi. Sigfús þóttist vera einlægur bindindis- maður, en nú er hann tekinn að afsaka drykkjuskap ungmenna. Fróðlegt að vita, hvort ritstjórar Þjóðviljans eiga eftir nokkra hugsjón til að bregðast. 2. Ungur kommúnisti í Strandasýslu heldur því fram með mikilli beiskju, að jafnaldrar hans sem vinna launuð störf í Reykjavík hafi selt sál og sann- færlng. Af allri greinargerð mannsins er auðséð, að honum hykir sér óvirð- ing ger með því að enginn hafi boðizt til að kaupa hann. Loksins hitti hann þó erindreka Stalins. Þeir fá ríkulega skammtaða aura frá Rússlandi. Þar ætti að geta tekizt verzlun, og væri jafnræði um manndóm beggja. x+y. „Þúsund ára gömul vlnátta“ (Framh. af 1. aiOu) jörð, sem ég vil bera fram fyrir yður, herra forsætisráðherra og ráðhei*rar, ósk, sgm öll norska þjóðin tekur einnig undir, er þessi: Heill og hamingja til tíl handa íslandi." Af hálfu ráðherranna svaraði forsætisráðherra, Hermann Jórmsson, ræðu sendiherra og mælti á þessa leið: „Herra sendiherra! Mér er það mikil ánægja. af hálfu Táðu- neytis íslands, handhafa kon- ungsvalds, að taka á móti yður sem sérlegum sendiherra og ráðherra með umboði Hans Há- tignar Noregskonungs, á íslandi, og þakka um leið kveðju kon- ungs og norsku stjórnarinnar. Ég get fullvissað yður um, að íslenzku þjóðinni er það kært, að Noregur hefir nú sent hing- að sérstakan sendiherra, því að vinátta íslendinga til hinnar norsku þjóðar er sterk og byggð á náinni frændsemi og sameig- inlegum arfi menningar og sögu. Ég get mæta vel áréttað þau orð yðar, herra sendiherra, að aldrei finnur maður betur til þessa skyldleika og þess, hve mikið þjóðirnar eiga sameigin- legt, en einmitt þegar erfiðlega gengur og timarnir eru hættu- legir og örlagaríkir. Er mér ánægja að geta skýrt yöur frá því við þetta tækifæri, að ríkisstjórn íslands hefir á- kveðið, að sendimaður hennar í London verði skipaður sendi- fulltrúi íslands hjá norsku rík- isstjórninni þar, til þess einnig á þann hátt að skapa ný skilyrði fyrir samvinnu að hugsjón þjóða okkar. Um leið og ég aftur býð yður velkominn, get ég fullvissað yð- ur um, að þér munuð mæta hjá hinni íslenzku þjóð fullri vin- áttu og skilningi, og í nafni hinnar íslenzku þjóðar og ráðu- neytis íslands, óska ég Noregi heilla og blessunar.“ Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, var Esmarch áður sendihena Norðmanna í Kaupmannahöfn, en hefir auk þess gegnt mörgum trúnaðar- störfum í utanríkisþjónustu Norðmanna. Orðsendíng Srá sókn- arneSnd Laugarness- prestakalls Sóknarnefndin vill beina at- hygli sókngrmanna að þvi, að enda þótt aðeins sé um einn umsækjanda að ræða, fela pTestskosningalögin það í sér, að mjög er nauðsynlegt, að sem allra flestir neyti kosningar- réttar síns og sýni vilja sinn, því að markmiðið er, að prestskosn- ingin verði lögmæt. Þessi orð- sending nær til allra atkvæðis- bærra safnaðarmeðlima þjóð- kirkjunnar, sem búa austan Rauðarárstígs og Reykj anes- bTautar, en þar eru skilin milli sóknanna. Við væntum þess fastlega, að kjósendur sýni áhuga og kosn- ingin verði prestakallinu til sóma. Anglýsið í Tímanum! tlit BÆXUM F. U. F. í Reykjavík heldur kaffikvöld I Oddfellowhúsinu uppi á þriðjudagskvöldið. Upphaflega var ráð fyrir gert, að þetta kaffikvöld yrði á föstudagskvöldið í þessari viku, en sú breyting varð á, að því var frestað til þriðjudagskvölds. Ýms skemmtiatriði verða. Prestskosningarnar í Reykjavík fara fram á morgun í þeim þrem prestaköUum, þar sem kjósa skal presta. Kjörfundirnir hefjast kl. 10 árdegis. í Nesprestakalli verður kos- ið í háskólanum, kjallara, gengið inn um norðurdyr, og í Mýrarhúsaskóla. Þeir, sem búa á Seltjarnamesi og við Kaplaskjólsveg, eiga.að sækja kjörfund í Mýrarhúsaskóla. í Hallgrímspresta- kall verður kosið í Austurbæjarskólan- um. í Laugarnesprestakalli verður kos- ið í barnaskóla Laugarneshverfisins. Kjósendur í Hallgrímsprestakalli mega kjósa tvo, en þó er atkvæðaseðill ekki ógildur, þótt aðeins sé kosinn einn. í hinum prestaköllunum á aðeins að kjósa einn prest. Kosningin er fram- kvæmd með þeim hætti, að kjósandi dregur kross fyrir framan nafn þess prests, er hann vill kjósa. •Bæjarráðið hefir ákveðið að krefjast þess, að setuliðið greiði 40 þús. krónur á ári fyrir notkun vatns úr vatnsveitu Feykj avíkurbæj ar. Leikfélag Reykjaviltur sýnir leikritið Öldur eftir séra Jakob Jónsson í síðasta sinn annað kvöld, og hefst sala aðgöngumiða í dag. Á víðavangi. (Framli. af 1. siSu) þeir lánað fé í taprekstur frá bönkum meðan til næst. Þegar bankarnir eru að kom- ast á höfuðið' tekur ríkið lán handa þeim eflendis, meðan þjóðin hefir nokkurt traust. Þetta er gamalkunna leiðin. Framsóknarmenn mæla ekki með henni. Aðrar fréttir. (Framh. af 1. síðu) Frægasti stjórnmálamaður Jap- ana, Saionij prins, er látinn fyrir skömmu. Hann var 91 árs. Hann tók ekki beinan þátt í stjórnmálum seinustu árin, en réði jafnan miklu á bak við tjöldin. Jugoslavia og Ungverjaland hafa gert með sér samning „um ævarandi vináttu og samvinnu." Sænsk blöð segja að nýlega hafi verið gerð tilraun til að ráða Quisling af dögum, er hann var á ferð í Fredriksstad. Var várpað að honum sprengjum. Slapp hann ómeiddur, en fylgd- arlið hans særðist. Brezki flugherinn hefir eyði- lagt járnbrautina til Addis A- beba, sem er heízta samgöngu- leið ítala í Abessiníu. Japanir hafa viðurkennt kín- verska leppstjórn í þeim hluta Kína, sem þeir hafa á valdi sínu. Heitir sá Vang Ching Weis, sem veitir henni forstöðu. Það vekur athygli, að Þjóðverjar viður- kenna enn stjórn Chiang Kai Shek. Á krossgötnm. (Framh. af 1. síðu) Togarínn Hafsteinn bjargaði í síðast- liðinni viku ensku vöruflutningaskipi við Skotlandsstrendur. Urðu skipverjar á Hafstein þess varir, er þeir voru á leið til Englands raeð fiskfarm. Rak það þá stjómlaust fyrir stormi og straumi. Veittu íslendingamir hlnni ensku áhöfn og skipi hennar aðstoð þá, er þurfti til að komast heilu og höldnu í höín. Til auglýsenda! Tíáiinn ei goflnn út í flelri eintökum en nokk- urt annað blað á Islandl. Gildi almennra auglýs- inga er 1 hlutfalli við þann fjölda manna er les þær. Timinn er ömggasta boðleiðin til flestra neyt- endanna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vör- ur sinar sem flestum auglýsa þær þessvegna 1 Timanum ■-------------------------■ Hreinar léreftstuskur kaupír Prentsmiðjan Edda Llndargötu 1D. 125. blað Þjóðmálanámskeið (Framh. af 1. siðu) ArnþóT Þorsteinsson, sölu- stjóri: Iðnaðarmál. Hólmgeir Þorsteinsson, bóndi á Hrafnagili: Landbúnaðarmál. Snorri Sigfússon, skólastjóri: Menntamál. Einar Árnason, alþingismað- ur á Eyrarlandi: Störf og skipu- lag Alþingis. - Jónas Kristjánsson, mjólkur- bússtjóri: Áburðarþörf land- búnaðarins. Páll Zóphóníasson, alþingis- maður: Afurðasölulögin. Jafnan fóru fTam umræður að erindunum loknum. Þrjú kvöid voru erindi flutt í verzlunarmannahúsinu fyrir flokksmenn almennt.Fluttu þau dT. Kristinn Guðmundsson, Þorsteinn M. Jónsson og Daníel Ágústínusson. í sambandi við námskeiðið var haldinn útbreiðslufundur í bæjarþingsalnum sunnudaginn 24. nóvember. Margir nemend- anna á þjóömálanámskeiðinu fluttu ræðúr á þeim fundi, auk þeirra Hauks Snorrasonar og Daníels Ágústínussonar. Hjört- ur Gíslason, varaformaður F. U. F. á Akureyri, setti þenna fund. Hinn 25. nóvember var hald- in skemmtun í Skjaldborg fyrir námskeiðsfólkið og allmarga gesti þess. Var þar Framsókn- arvist, söngur og dans til skemmtunar. Átta piltar, sem á námskeið- inu voru, stofnuðu tvöfaldan kvartett. Nemendur skoðuðu meðal annars allar verksmiðjur S. í. S. og K. E. A. á Akureyri og kvikmyndir kaupfélagsins voru þeim sýndar. . Framsóknarfélag Akureyrar, eða einstakir menn úr því, sáu flestum námskeiðsmönnum fyr- ir húsnæði og fæði á Akureyri. Undirbúning námskeiðsins önn- uðust Guðmundur Guðlaúgsson, formaður Framsóknarfélags Ak- ureyrar, og Haukur Snorrason, ritari þess. Hefir félagið unnið þýðingarmikið starf í þágu Framsóknarstefnunnar á Norð- urlandi með námskeiði þessu. Námskeiðinu lauk með skemmtun, er Framsóknarfé- lag Akureyrar hélt laugardags- kvöldið 30. nóvember. Þár fluttu 11 námskeiðsmenn stuttar ræð- ur, og einn þeirra, Þórir Val- geirsson frá Auðbrekku í Hörg- árdal, flutti frumsamið kvæði. Hinn tvöfaldi kvartett nám- skeiðsmanna söng nokkur lög, meðal annars söng ungra Fram- sóknarmanna. Ennfremur fluttu Daníel Ágústínusson og Guð-; mundur Guðlaugsson ræður. Húsfyllir var á skemmtun þess- ari og fór hún að öllu mjög vel fram. Þess unga fólks, sem nám- skeiðið sótti, bíður mikið og veglegt starf heima í héruðun- um. Þar er hvarvetna þörf djarfmannlegrar baráttu fyrir málstað Framsóknarflokksins. Erindreki flokksins sinnir nú fundahöldum meðal flokksfé- laganna í Eyjafjaðarsýslu. Mun hann ferðast um Norðurland fram eftir þessum mánuði. ALLIR ÞEIR, sem annast hafa innheimtu fyr- ir Tímann, eru beðnir að gera skil sem fyrst, vegna áramóta- uppgjörs blaðsins. Ennþá er tækifæri að ná í örfá eintök af þessu stærsta og lang- merkasta smásagnasafni, sem til er á íslenzku. Bókamenn og lestrarfélög, Notið síðasta tækifærið og eígnizt alla Dvöl frábyrjun. DVÖL. pósthólf 1044, Reykjavík. IJtbrelðið Tímauii! Lelkf élag Reykjavlknr Öldiir eftir séra Jakob Jónssou frá Hrauni. Sýníng annað kvöld kl. 8,30 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. Jólamarkað- ur í KRON Bðkunarvörur Hveiti í smápokum Hveiti 1. fl. 0.60 kg. Möndlur Kokosmjöl Strausykur Skrautsykur Sýrop Marsipanmassi Yfirtrekks- súkkulaði Lyftidiift Eggjagult Hjartarsalt Flórsykur Sultiir Svínafeiti Kúmen Kardemommur IVegull Múskat Jurtafeiti Dropar Kakaó o. m. fleira Jólavörur Jólakerti Antikkerti Vindlar Súkkulaði Konfekt i öskju og lausri vikt. Sælgæti Spil öl Gosdrykkir . Epli, Sveskjur og jólatré koma 5% í pöntun tekjuafgangur eftir árið upfelaqió •““"“GAMLA BÍÓ ° Hver er faðírínn? (BACHELOR MOTHER) Fjörug og skemmtileg amerísk kvikmynd frá Radio Pietures. Aðalhlutv. leika: GINGER ROGERS og DAVID NIVEN. Sýnd kl. 7 og 9. —NÝJA BÍÓ Sakleysmginn úr sveitmni. (THE KID FROM KOKOMO). Hressilega frjörug amerísk skemmtimynd frá Warner Bros. Aðalhlutv. leika: WAYNE MORRIS, JANE WYMAN, PAT O’BRIEN, JOAN BLONDELL og gamla konan MAY ROBSON. Sýnd kl. 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. Viffskipttivinttm ntínunt unt aUt land óska éfi ifleðiSei/ru jjóla. Otto H. Amar útvarpsvirkjameistari, Reykjavík Tilkrnning frá ríkisstjórninni. Þar til öðruvísi verður ákveðið munu hin brezku varðskip, sem hafa eftirlit með siglingum við Reykja- vík, halda sig kringum 0,7 sjómilur í 300° stefnu frá Engeyjarvita. Reykjavík, 13. desember 1940. Beztu matarkaupin x til jólanna gera þeir sem verzla við búðlr vorar. Matardeildin Hafnarstræti 5. — Sfmi 1211. Matarbúðin Laugavegi 42. — Sími 3812. Kjötbúð Austurbæjar Njálsgötu 87. — Sími 1947. Kjötbúðin Skólavörðustíg 22. — Sími 4685. Kjötbúð Sólvalla Sólvallagötu 9. — Sími 4879. Pantið sem fyrst, því að af sumum tegundunum eru birgðir takmarkaðar. Slúturfélag Suðurlands. Muníð hína ágætu Sjafnar blautsápu I 1/2 kg. pökkum. Sápuverksmiðjan Sjöfn. Heildsölubirgðir hjá: SAMBANDl fSL. SAMYINNIJFÉLAGA.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.