Tíminn - 17.12.1940, Qupperneq 2

Tíminn - 17.12.1940, Qupperneq 2
TÖIIW. þriðjjttdagmn 17. des. 1940 203 ‘gímtrot Þriðjudaginn 17, des. Framtíðarverkefni 126. blað Jákvæð eru ljóðin en nei- kvætt hið óbundna mál Svar til tveggja bænda i. Tveir ungir bændur, Guð- mundur Ingi Kristjánsson að Kirkjubóli og Skúli Guðjónsson að Ljótunnarstöðum, hafa fyrir skömmu gert að umtalsefni í blaðagreinum grein, er ég skrif- aði í Tímann 12. f. m. og nefndi: „Hvort er arðvænlegra og betra að vera bóndi í sveit eða verka- maöur í kaupstað?" Eins og vænta mátti eru um- mæli þessara bænda um nefnda grein, eða efni hennar, mjög ólík. Annar, Guðmundur Ingi, hugsar málið og gerir efnislegar athugasemdiT, sem flestar eru þess verðar, að að þeim sé hug- að. Hinn, Skúli Guðjónsson, kemst í vont skap eða hefir verið það, er hann las greinina, hefir allt á hornum sér, áttar sig ekki á meginatriðum til þess að geta skrifað efnislega um málið, en finnur að lokum hugarfró í því að skrifa eitthvað og endar á því að skrifa skamm- ir um Jónas Jónsson og eins- konar ágrip af æfisögu minni, en eins og gefur að skilja, þá er sannleikurinn kryddaður hjá manni í slíku hugarástandi. Ég verð nú að biðja minn gamla skólabróður, Skúla, af- sökunar á þvi, að ég met Guð- mund Inga að meira og mun því fyrst svara hans athugasemd- um, að því leyti, sem ástæða er til, enda tel ég skrif Skúla tæp- ast svaraverð og meðal annars af því, að hann skrifað í blað, sem aðeins sárafáar sálir lesa. Rétt kann þó að vera, að „hundsa“ Skúla ekki með öllu, en sjálfsagt er að eyða sem minnstum pappír í sambandi við hann, á meðan hann skrifar í þeim „dúr“, er hann nú gerir. II. Guðmundur Ingi bendir á, að ég geri ráð fyrir í áætlun minni, að konurnar í sveitinni baki brauðin sjálfar, en kaupstaða- konurnar ekki. Þetta er að vísu rétt, en ástæðan fyrir þessu er sú, að ég gerði smá tilfærslu milli einstakra liða, til þess að þurfa ekki að hafa áætlunina svo ömurlega í garð bóndans, að heimili hans væru aðeins á- ætlaðír 2 lítrar af mjólk á dag, og hafði ég þá í huga þessi orð Guðmundar Inga: „Hin íslenzka framtíð enn er sótt í auðlegð hins hvíta drykks“. En annars að efnalegum og menningarleg- um framförum. Sk. G. er þetta atriði í áætluninni, með brauðin, sem engu raskar, þótt leiðrétt væri, eins og líka G. í. viöurkennir, enda er ég honum fyllilega sammála um það, að kaupstaðakonurnar ættu alveg eins að geta bakað sín brauð sjálfar, sem og þær margar hverjar munu líka gera. G. I. telur, að ég telji húsa- leiguna bæði til tekna og gjalda hjá bóndanum, en aðeins til gjalda hjá launamanninum og að þetta rugli samanburðar- hæfi talnanna. Þetta er algjör misskilningur. Ég tel húsaleig- una á sama hátt hjá báðum, án tillits til þess, hvort hún kost- ar annan meira eða minna, en geri þá auðvitað ráð fyrir, að húsnæðið sé svipað að stærð og gæðum. Beri að líta svo á, að húsaleigan sé talin til tekna, þá er hún innifalin í þeirri heild- arupphæð, sem báðir bera úr býtum fyrir vinnu sína, en með gjöldum er hún talin i gjaldaá- ætluninni hjá báðum á sama hátt. Hvaða aðferð önnur, sem notuð væri, myndi gera tölurn- ar óhæfar til samanburðar. Þetta veit ég, að G. I. sér við nánari athugun. G. I. bendir á, að nokkuð myndi áætlunin breytast, ef bóndinn tæki engan mó en keypti í þess stað hin dýru kol. Þetta er alveg rétt, en hins veg- ar er alls ekki hægt að gera ráð fyrir slíku, ef miðað er við, að hver bjargi sér eins og bezt gegnir, og er því slíkt sem þetta tæpast viðeigandi, að því er snertir íslenzka bændur og í al- gjöru ósamræmi við það, sem G. I. hefir áður sagt í ljóðum sínum um sjálfbjaTgarviðleitni bænda. Hitt er annað mál, að þeim, sem við sjóinn búa, ber að notfæra sér móinn á sama hátt og bændur, ef þeir hafa svipaða möguleika til þess. En sannleikurinn er sá, að slíkir möguleikar eru óvíða fyrir hendi í kaupstöðum og alls ekki að því er snertir Reykjavík. Það er að vísu rétt hjá G. I., að aðstaða bænda til mótöku, er misjöfn, en víðast mun þó vera um ein- hverja möguleika að ræða. G. I. minnist á mismunandi erfiði og mismunandi vinnu- stundafjölda í sveit og við sjó. Á þetta minntist ég lítið eða ekki í fyrri grein minni og mun held- ur ekki gera hér, en vil þó að- eins geta þess, að mér er illa við alla „aktaskrift" við vinnu og tel stuttan vinnutima lítils- viTði hjá hinu, að hafa nóga vinnu og sæmilega afkomu. Á mismunandi vinnugleði eftir störfum minnist G. I. ekki nú, en það hefir hann áður gert í áhrifaríkum ljóðum og lagt á- herzlu á, að hún (vinnugleðin) létti störfin. Þótt G. I. minnist ekki á vinnustundafjölda sjó- manna, sem oft er 16 klukku- stundir á sólarhring, og fleiri manna við sjávarsíðuna, sem vinna alllangan vinnudag, þá veit ég, að honum er þetta vel ljóst og myndi að sjálfsögðu taka allt slíkt með, ef hann ræddi eða skrifaði um mál þetta almennt, eins og líka mönn- um ber að geia, ef þeir ræða málin af velvilja og skilningi. Eitt er það í athugasemdum G. I. þessu viðvíkjandi, sem ég vil taka undir með honum, því að um það er ég honum full- komlega sammála, en það er sú aðstaða einyrkjakonunnar, sem hann minnist á. Ég býst við, að þetta sé mál, sem of oft gleym- ist, en ég er samt svo bjartsýnn að vona, að staða bóndakon- unnar þurfi ekki um ófyrirsjá- anlega framtið að vera ein hin erfiðasta í okkar þjóðfélagi, enda er óhætt að fullyrða, að mikið hefir áunnizt í þessum efnum með bættum húsakynn- um o. fl. þægindum nú á hin- um síðari árum, og má mikið vera, ef G. I. hefir ekki að þessu vikið í kvæðum sínum. En þótt ég sé G. I. sammála um þetta atriði, þá má ekki gleyma þeim kaupstaðakonum, sem ganga á fiskreitina og gegna öðrum á- líka erfiðum störfum, og ekki heldur sjómannskonunni, sem gengur mörg erfið spoT, er hún fylgir manni sínum á leið til sjávar, þegar hann leggur út á hið viðsjála haf til að gegna erfiðum og hættulegum störf- um — og þó eTu þessir menn' (sjómennirnir) launamenn. Við skulum ekki heldur halda, að kaupstaðakonurnar almennt, sem ekki mega augum renna af börnum sínum, af ótta við að þau verði undir vélknúnum far- artækjum við húsdyrnar, lifi áhyggjulausu lífi. Slíkt væri misskilningur. Við skulum reyna að mæla þetta allt á vog skynseminnar, en ekki deila einhliða. „Einhliða málflutn- ingur getur verið bein ósann- índí“. G. I. vitnar í búreikninga og segir meðalkaup bænda sam- kvæmt þeim áTið 1938 26 aura á vinnustund. Hann telur að sjálfsögðu, að þetta myndu launamönnum þykja rýrar tekjur. Ég hefi ekki átt þess kost að sjá þessa reikninga, en samkvæmt fengnum upplýsing- um munu ýmsar nauðsynjar, eins og fæði, húsnæði o. fl„ vera frádregnar áður en þessi niður- staða er fengin, og virðist því niðurstaða teknanna geta verið talsvert villandi í sambandi við þann samanburð, er hér um ræðir. Það er heldur ekki sama með h.vað stórum einingum tekjurnar «ru mældar. Séu hliðstæðar samanburðartölur fundnar með mismunandi verð- lagi, veTður samanburðurinn rangur. Þetta væri gott fyrir G. I. o. fl. að athuga í þessu sam- bandi, og eins hitt, hvort þessar 26 aura tekjur séu i samræmi við afkomu landbúnaðarins al- mennt á þessu ári. Sem betur fer vona ég, samkvæmt þeim upplýsingum, er ég hefi frá bændum, að þessar 26 aura tekjur standist ekki reynslunn- ar próf. Annars er vert að hyggja að því, hversu orðið tekjur er óákveðið hugtak, ef ekki fylgja neinar skýringar um það, með hvað stórum einingum er reiknað. Ég hefi til dæmis heyrt því haldið fram, að verð- lagsuppbót á laun og tilsvarandi verðhækkun á vöru framleið- andans væru auknar tekjur. Á sama hátt mætti tala um aukn- ar tekjur, ef krónan væri felld í verði um helming og allar nauð- synjar hækkuðu tilsvarandi, svo að kaupa yrði sömu vinnu og sömu vöru með helmingi fleiri — en bara helmingi minni — krónum en áður. þannig má láta raunverulegt verðgildi pening- anna blinda sig í sambandi við notkun talna. Svo er bara tal- að um tekjur, rétt eins og að þær séu alltaf mældar á sama hátt. G. I. telur, að það myndi á- hrifaTíkast til að hindra „flótt- ann úr sveitunum" að þeir, sem um þessi mál skrifa, flyttu sjálf- ir í sveitina og reistu bú. Eg get verið honum sammála um þetta, enda munu dæmi þess, að þetta hafi verið gert, þótt ef til víll séu þau tilfelli enn of fá, en ég vil þó gera við þetta dálitla athugasemd. Ef þessi tillaga, sem að vísu eins og áður er sagt, ekki er frumleg, er gerð af heilum hug fyrir málefninu, þá er hún góð, en ef hún er gerð til að slá um- ræðum um málið á frest, þá er hún neikvæð. Það tekur vitan- lega nokkurn tíma, þótt ekki sé annað í vegi, fyrir þessa af- skiptasömu menn að reisa ný- býli í sveit, og ef enginn má skrifa um þetta alvörumál fyrr en hann er seztur að búi sínu, þá hljóta umræður um málið að verða að bíða nokkurn tíma. Það mætti líka benda á í sam- bandi við þetta, að ýmsir af þessum sítalandi „vandræða- mönnum“ gegna stöTfum, sem einhver verður að gegna, og ég er ekki alveg viss um að G. í. líti svo á í alvöru, að þau störf væru bezt komín L höndum þeirra manna eingöngu, sem ekkert þekkja sveitalífið og aldrei myndu láta sér koma í hug að ræða mál eins og t. d. „flóttann úr sveitinni“ og önn- ur slík þýðingarmikil mál. Sú lausn á þessu máli, sem ráða má af tillögu G. I., að fólkið flytti fyrst úr sveitinni í kaupstaðinn og svo aftur í sveit- ina, yrði íslenzkum landbúnaðí dýrkeypt. Þetta þýddi það, að unga fólkið í sveitinni seldi skepnur sínar og aðrar eignir, eyddi andvirðinu í kaupstaðn- um og leitaði svo allslaust á náðir moldaiinnar aftur. Þetta myndu fáir, sem landbúnaði unna, telja æskilega lausn. Þótt ekki sé fleira nefnt af einstökum atriðum úr grein G. I., þá verður því ekki neitað, að í gegnum hana er allt annaT áhrifaþráður en kemur fram í hinum prýðilegu ljóðum G.I. um ísl. sveitalíf: Samanber til dæm- is: „það er heyskapur auSur og’ yndi á íslenzkum sveitabæ" og fleira mætti nefna. G. í. segir raunar, að bóndi, sem hafi búið sæmilega í haginn, sé „viss með að standast samanburðinn við launamanninn í káupstaðnum“, en hann vill þó öllu fremur miða við bóndann, sem enn hefir enga súrheysgryfju, þótt styrk- ur til byggingar þeirra hafi numið sem svarar öllu erlendu efni nú hin síðari ár. Áður hef- ir hann komizt þannig að orði: „Votheyið fjörefnin verndar í sér, veturinn allan er rautt okk- ar smér. Geymdur er gróand- ans kraftur“. Og enn fremur segir hann: „Ráðið er einfalt, til reynslunnar sótt: Ræktaðu land þitt og steyptu þér tótt. Votheyið sigrar um vetur.“ Hann hefir einnig kveðið til moldarinnar og gefið henni mál til að boða sinn kraft. Þar lætur hann moldina kalla sem sam- keppnisfæran aðila, og segir: „Hér er sú rödd, sem kveður og kallar, keppir við malir og sjó.“ Þannig mætti halda áfram. Ljóð Guðmundar Inga eru já- kvæð og vissulega þess verð, að komast í eigu hvers einasta al- þýðumanns, bæði í sveit og við sjó, og vissulega er vert að óska þess, að G. í. haldi áfram á sömu braut. III. Skúli Guðjónsson að Ljót- unnarstöðum telur margt hafa breytzt þau 13 ár, sem liðin eru síðan við bjuggum saman á Bergstaðastræti 4, og sem sýnis- horn af þeirri breytingu aug- lýsir hann sítt andlega ástand eins og það er nú. Ætlar mér sennilega að gera samanburð á því við það, sem var fyrir 13 ár- um. Ég hefi lofað að vera fá- orður, en skal þó ekki skorast undan þessu að öllu leyti. Eg minnist þess, að fyrir 13 árum, er Skúli gerðist Reykvík- ingur vetrarlangt, fannst hon- (Framh. á 4. síðu) JÖNAS JÓNSSON: Eyjóliur Guðmundsson landshöfðíngi i. Flestlr vinnufærir menn í Reykjavík og öðrum stærri kaupstöðum hafa haft nóg að starfa á þessu ári, en tilfinnan- legt atvinnuleysi hefir verið þar' undanfarin ár. Atvinnu-* aukningin stafar af því, að nýtt fjör hefir færst í sjávarútveg- inn og brezka herliðið hefir oft haft marga verkamenn í vinnu. En þó að atvinna sé nú með mesta móti, af framangreind- um ástæðum, og afkoma verka- manna og sjómanna því betri en áður, er engin varanleg lækning orðin á atvinnuleysinu í kaupstöðunum. Allir vona, að herliðið hverfi héðan áður langt líður, og um leið fellur niður sú atvinna, sem verkamenn hafa í sambandi við dvöl þess hér. Þó að rekstur útgerðar- innar hafi gengið vel um sinn, er allt í óvissu með þann at- vinnurekstur í framtíðinni. Lokun fiskimiðanna fyrir Vest- fjörðum og Austurlandi hlýtur að hafa mjög alvarlegar afleið- ingar meðan hún varir, eigi að- eins fyrir þá, sem næst þeim búa, heldur jafnframt fyrir aðra, sem hafa sótt afla á þau fiskimið. Ennfremur er óvíst um sölumöguleika og verð á út- flutningsvörunum framvegis, þó að nokkrar þeirra, t. d. ísfisk- urinn, hafi selst fyrir hátt verð á þessu árí. Má því búast við að atvinnan í kaupstöðunum minnki þegar minnst varir. Nýlega hefir verið frá því skýrt, að útgjöld Reykjavíkur- bæjar af fátækraframfæri hafi lækkað nokkuð á yfirstandandi ári. Sú lækkun er að sjálfsögðu í sambandi við atvinnuaukn- inguna í bænum. En jafnskjótt, sem atvinnan minnkar aftur, má búast við nýjum erfiðleikum fyrri bæjarfélagið, sérstaklega ef þar verður áframhaldandi fólksfjölgun. Aukinni atvinnu í kaupstöðunum nú um skeið, vegna styrjaldarástandsins, íylgir sú hætta, að fólksstraum- urinn þangað aukizt, en afleið- ingar þess myndu verða meira atvinnuleysi og vandræði á þelm stöðum eftir stríðið. Til þess að afstýra yfirvofandi hættu af fólksflutningum til kaupstaðanna, þarf að gera það sem unnt er til að skapa' fram- .leiðendum annarsstaðar á land- inu lífvænleg kjör. Rikið þarf að ;leggja fram fé til undirbúnings nýju landnámi í sveitum og við sjó. Framlögin til nýbýlastofn- unar i sveitum þurfa að marg- faldast. Með ræktunarfram- kvæmdum má auka framleiðsl- una á mörgum jörðum, svo að fleiri fjölskyldur geti lifað þar. Á mörgum sjávarjörðum var út- ræði fyrr á tímum, en hefir lagst niður í seinni tíð, vegna fólks- leysis. Þar eru verkefni fyrir marga menn. Á sumum stöðum á landinu, þar sem jarðhiti er éða góð að- staða til íafvirkjunar, getur verið heppilegt að reisa nokkur býli þétt saman. f slíkum sveita- þorpum getur risið upp ýmis- konar iðnaður, samhliða land- búnaðinum. En það er víðar en í sveitun- um, sem hægt er að nema ný lönd. í möTgum sjóþorpum eru ónotaðir atvinnumöguleikar. Fólkið, sem þar býr, getur skap- að sér atvinnu með því að taka til ræktunar lönd í þorpunum eða grennd við þau. Aðeins þurfa kauptúnin að fá varan- leg umráð yfir landinu. Um þetta mál hefir hr. Jens Hólm- geirsson skrifað í Tímann að undanförnu. í sumum kauptún- um, eins og t. d. Skagaströnd og víðar, er hægt að skapa lífs- skilyrði fyrir miklu fleira fólk en þar er nú, með því að bæta aðstöðuna til sjósóknar og rækta landið. Meðan nóg er af óleystum verkeínum í landinu, er óþarft að greiða vinnufærum mönnum framfærslustyrk vegna atvinnu- leysis. í stað þess á að styðja þá til sjálfsbjargar, sem vilja rækta landið og skapa sér atvinnu við framleiðslustörf á landi og sjó. Með því er lagður grundvöllur Mér hafði lengi leikíð hugur á að listasafn landsins gæti eignazt varanlega mynd af ein- hverjum mesta bændahöfðingja hér á lahdi, Eyjólfí Guðmunds- syni í Hvammi á Landi. Ég hafði gert margar atrennur, stundum með hjálp náinna vandamanna, til að fá hann til að sitja fyrir hjá góðum myndhöggvara. Að síðustu gerði ég mér ferð til Eyjólfs í sumar sem leið, til að reyna að fá þetta leyfi. Hann tók máli mínu vel, en kvaðst þó ekki viðbúinn í það sinn. Litlu síðar var RíkaTður Jónsson myndhöggvari á ferð þar í sveitinni. Hann gerði teikni- mynd af Eyjólfi lands- höfðingja. Hún mun væntan- lega um langan aldur minna Landmenn á svipmót og yfir- bragð þessa merkilega manns. En skömmu eftir að Ríkarður Jónsson hafði gert þessa mynd, tók Eyjólfur að kenna sárra verkja undir tungurótunum. Hann var fluttur í sjúkrahús til ReykjavíkuT. Nokkrum vikum síðar var hann látinn. Sjúkdóm- urinn var krabbamein. Eyjólfur landshöfðingi var þá 83 ára að aldri. Móðir hans vaT tíu árum eldri er hún lagðist banaleguna. II. Eyjólfur Guðmundsson var fæddur í Hvammi í Landsveit og ól þar allan aldur sinn. Móð- ir hans, Guðríður Jónsdóttir, kom að Hvammi ung heima- sæta og giftist öldruðum bónda, sem átti nokkuð af jörðinni. Þau bjuggu þar um stund, en varð ekki barna auðið. Guðríð- ur missti þennan mann sinn eítir nokkurra ára sambúð, en bjó áfram í Hvammi við lítil efni. Hún giftist í annað sinn smið sveitarinnar, Guðmundi Þórðarsyni. Þau áttu tvo sonu, Eyjólf og Einar, síðar bónda í Bjólu. Guðmundur smiður festi ekki yndi í Hvammi eða við bú- skap. Guðríður húsfreyja varð einstæðingur í annað sinn. En hún gafst ekki upp. Hún var ekkja og einyrki með tvo litla drengi. Eyjólfur var á brjósti, þar til hann var nær þrevetur. Hann var eftirlætisgoð móður sinnar. Þegar hún var að smala hinum litla ærhóp sínum, hafði hún drenginn með sér og bar hann á bakinu um úthagann, þegar honum entlst ekki orka til að ganga. Eyjólfur óx upp með móður sinni unz hann varð fulltíða maður. Eftir að hann tók sjálfur við búsforráðum, var Guðríður móðir hans jafnan önnur hönd hans í heimilinu. Móðirin og sonurinn voru bæði skörungar. Hann var allra manna viljasterkastur og mjög ófús að láta aðra ráða gerðum sínum. Eina manneskjan, sem Eyjólfur landshöfðingi beygði sig fyrir og það með glöðu og góðu geði, var Guðríður móðir hans. Ef honum var þungt í skapi, brá fyrir gleði og léttleik í svip hans, ef móðir hans gekk hjá. Guðríður Jónsdóttir gat farið út í hlöðu á Hvammi og sótt aukagjöf handa gripum í fjósinu, ef henni bauð við að horfa, án þess að slík íblöndun væri átalin af húsbóndanum, en slík tiltæki leyfðust engum öðrum heimilismanni. Guðríð- ur i Hvammi hafði verið móðir og faðir, bróðir og systir, eín í stað vina og vandamanna Eyj- ólfs Guðmundssonar. Frá henni hafði hann styrk sinn líkamleg- an og andlegan. Frá henni hafði lagt þann yl takmarkalausrar umhyggju og fórnfýsi, sem vermdi hug hans fram á elliár. III. Þegar Eyjólfur í Hvammi var hálfþrítugur og fyrirvinna hjá móður sinni, dundu yfir voða harðindi vorið 1882. Hafísinn spennti greipar um allt Norður- land. Eitt sinn var samfelldur stórhríðargarður með norðan ofsa í hálfan mánuð. Þegar kom suður fyrir jökla \pr jörð að mestu auð, en nokkuð fTeðin. Ofsabylur feykti vikri og ösku frá öræfunum yfir láglendið efst í Rangárvallasýslu. Þar vaTð Landsveit fyrir fyrstu eyðilegg- ingunni. Sandur og vikur skófu jarðveginn hálffreðinn og gróðurlendið. En sum staðar komst fárviðrið undir hið þykka moldarlag og svifti því í sundur- tættum flyksum upp í loftið. Um hálfsmánaðar skeið var uppblásturinn í Landsveit svo geigvænlegur, að naumlega sá til sólar fyrir moldroki á öllu sléttlendinu niður að sjó. Fjöldamörg býli eyddust í þessu mikla landbroti, en búpeningur féll út hungri og harðrétti. Hvammsfjall skýldi bæ ekkj- unnar, móður Eyjólfs, við sár- ustu áföllunum, en hún var blá- fátæk með sárlltinn bústofn og hrörlegan bæ. Margir Land- menn fluttu burtu í frjórri sveitir eða nær sjónum og hófu þar nýtt landnám. Eyjólfi kom líka til hugar að hörfa undan sandbylgjunni og norðangarðin- um. En Guðríður móðir hans sagðist hvergi fara frá Hvammi. OrðiÖ „undanhald“ var ekki til í lífsbók hennar. Og hinn sterki sonur beygði sig fyrir vilja ennþá sterkari móður. Þau urðu bæði kyr, þar sem hættan var mest. Sandfokið hafði nálega flæmt Eyjólf Guðmundsson frá óðali sínu. Nú urðu þau um- skipti, að Eyjólfur í Hvammi tók forustu í sókninni móti sandinum, til að flæma hann úr byggðinni og upp á öræfin. IV. Eyjólfur Guðmundsson var mikill maður vexti, þrekinn og rammuT að afli. Hann var höf- uðmikill. Ennið hátt. Svipurinn bar vott um einbeitni og sterkan vilja. Enginn nútíma- maður líktist meir þeim Borgar- feðgum, Skallagrími og Agli, eins og þeim er lýst í fornum sögum. Um leið og Eyjólfur Guð- mundsson tók að sér að halda við byggð í Hvammi eftir land- brotið mikla, voru honum, svo sem að sjálfsögðu, valin þTjú viðfangsefni. Hann varð að verða efnalega sjálfstæður og rétta við óðal móður sinnar. Hann varð að bjarga sveit sinni og stöðva sandinn, sem var valdur að eyðileggingu byggðar- innar. Honum tókst allt þetta. Hann festi ráð sitt, eignaðist tíu börn, og tók í viðbót fjögur fósturbörn. Með óbilandi elju og dugnaði tókst honum að verða, fyrst vel bjargálna og síðar mjög efnaður bóndi. Hann breytti litlu sandbýli ekkjunnar í stórjörð með Víðáttumiklum túnum, reisulegum byggingum og stórum trjágarði, þar sem farfuglar úr fjarlægum löndum gerðu hreiður í haglega gerðum skýlum undir laufkrónum há- vaxinna ti’jáa. Ennþá sögulegri varð viðureign hans við fok- sandinn. Eyjólfur hlóð langa og mikla garða úr hraungrjóti, stundum margar raðir, eins og skotgrafir á vígvelli, þvert á móti brimöldu sandfoksins. Steingarðurinn varð meginvörn í þessu stríði. Foksandurinn féll niður í skjólið bak við garðinn. Ef meira þurfi með var önnur girðing bak við varnar- línuna. Þannig stöðvaði Eyjólfur í Hvammi ágang foksandsins á bújörð sína og byggð. Menn greinir á, hvort hann hafi bein- línis uppgötvað þetta bjarg-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.