Tíminn - 17.12.1940, Side 3

Tíminn - 17.12.1940, Side 3
126. blafl TtMlNlV, brlgjjndagiim 17. des. 1940 203 ASNÁLL B Æ K U R Dánardægur. Bjarni Björnsson bóndi að Borg í Skriðdal andaðist 12. októbermánaðar síðastliðinn. Bjarni var fæddur að Vaði í Skriðdal 16. maí 1889. Faðir hans var Björn ívarsson, bóndi á Vaði, hinn mesti dugnaðar- maður, en móðir hans var Ingi- björg Bjarnadóttir frá Viðfirði, systir dr. Björns Viðfirðings. Lézt hún rúmum mánuði á und- an syni sínum og tel ég vist, að þeirrar merkiskonu verði nán- ara getið af öðrum, á prenti. Bróðir Björns, Sigurður í Sauð- haga, var til moidar borinn fyrir tæpu ári síðan og má því segja, að skammt hafi verið milli stónra högga í þessari ætt. Árið 1910 giftist Bjarni eftir- lifandi konu sinni, Kristínu Árnadóttur, úr Álftafirði. Eign- uðust þau sjö mannvænlega sonu, sem flestir eru að verða fulltíða menn. Fimm eru enn í föðurgarði, en tveir búa annars staðar, Stefán bóndi í Flögu og Árni bóndi • í Birkihlíð, nýbýli úr Borgarlandi. Bjarni byrjaði búskap sinn að Hryggstekk í Skriðdal vorið 1910. Var það eitt hið harðasta vor, sem komið hefir á þessari öld. Mér er sagt, að um haustið hafi Bjarni aðeins átt sextán lömb. Það mundi þykja lítið nú. En eftir sex ára búskap þótti Bjarna þröngt um sig á þessari jörð. Flutti hann sig þá að Borg og keypti jörðina þrem árum síðar. Varð Borg brátt höfuðból sveitarinnar og rak Bjarni þar næststærsta sauðfjárbúið, sem verið hefir á Héraði undanfarin ár. Margt gerði Bjarni jörð sinni til bóta, endurbætti túnið, reisti miklar byggingar og gerði girð- ingar. Þar er lengsta hagagirð- ingin í Suður-Múlasýslu. Ekki mun Bjarni alltaf hafa fengið há daglaun fyrir langan vinnu- dag. Svo er um flesta bændur þessa lands. Bændur, eins og Bjarni, skapa verðmætí fyrir komandi kynslóðir. En ekki geta aðrir en átaka- og dugnaðarmenn af- kastað því, sem hann vann. Og samfara dugnaðinum átti hann víljaþrek, forsjálni og vinnu- gleði. Og ég held, að vinnugleð- in sé eín af þeim dyggðum, sem þroskar manninn mest og bætir. Gestrisni og rausnarskapur var mikill á Borgarheimilinu. Það hefi ég heyrt, að flestir þeir, er þangað komu gangandi, hafi farið þaðan ríðandi, oftast með húsbóndann sjálfan að fylgdar- manni, stundum í aðra sveit. Þetta hefir sá reynt, er þetta skrifar. . Loweil Thomas: Æfintýri Lawrence í Arabíu. Útg. Leiftur H.F. 208 bls. Verð: 22 kr. í bandi. Einn frægasti æfintýramað- ur, sem uppi hefir verið á þess- ari öld, er án efa enski forn- fræðingurinn og skáldið Thom- as Edvard Lawrence. Fram til allra síðustu ára hefir hvílt mikil dul yfir þessum manni. Sjálfur er hann fátalaður, og fáir Evrópumenn voru til frá- sagna um ýms æfintýri hans og afrek. Til þess að bæta úr þeirri vöntun, sem var á upplýsingum um þerinan dularfulla uppreisn- arforingja, sköpuðust þúsundir munnmælasagna, sem bárust mann frá manni í auknum og endurbættum útgáfum. En nú er líf Lawrence ekki leyndarmál lengur. Nýlega kom á bókamarkaðinn frásaga af lífi og æfintýrum Lawrence á eyði- mörkum Arabíu, eftir Lowell Thomas, sem er honum vel kunnugur. Heitir bókin Æfin- týri Lawrence í Arabíu. Einnig er nú að koma út önn- ur bók um þennan fræga mann. Er hún skrifuð af honum sjálf- um og nefnist Uppreisnin í eyði- mörkirini. Þjóðvinafélagið gefur hana út. Æfintýri Lawrence í Arabíu, er nýstárleg bók. Hún lýsir á skemmtilegan hátt æfintýra- ríku lífi ensks fornfræðings, sem ferðast um Arabíu í rann- sóknarskyni. Örlögin haga því þannig, að hann verður aðal- maðurinn í uppreisn Araba gegn Tyrkjum. Tekst honum að sam- eina hina stríðandi, hálfvilltu ættflokka Arabíu í baráttunni gegn höfuðóvini þeirra. Fjallar bókin aðallega um þessa bar- áttu og hlutverk Lawrence í henni. Er bókin skemmtileg, full af æfintýraríkum viðburðum. Innan um þá er fléttað miklum fróðleik um siði, venjur og lifn- aðarháttu Araba, trú þeirra og þjÖðareinkenni. Bókin gerist á merkilegum slóðum; í landi þúsund og einn- ar nætur, í ættlöndum spá- mannanna, Múhameðs og Krists og í hinum miklu eyðimörkum Arabíu. Allt þetta varpar æfin- týraljóma yfir bókina og við- burði þá, sem hún fjallar um. Æfintýrahetjan, Lawrence, sem vann það þrekvirki að safna hinum hálfvilltu liirðingjum Arabíu í einn flokk eftir alda- langar deilur og ættabaráttu, nýtur sín vel í þessu umhverfi. Bókin hefir komið út í meir en tuttugu útgáfum á ensku, og sýnir það bezt, hve miklum vin- sældum hún hefir náð í ættlandi Frh. á 4. síðu. I söguhetjunnar. Anglýiing um verdlagsákvædi Verðlagsnefnd hefir sarukvæmt heimild í lögum nr. 118, 2. júlí 1940, sett eftirfarandi ákvæði um há- marksálagningu. Nýir ávextír: í heildsölu.... 15% í smásölu...... 45% Þurrkaðir ávextir: í heildsölu.... 12% í smásölu...... 38% Brot gegn þessum verðlagsákvæðum varða sekt- um allt að 10000 krónum, auk þess sem ólöglegur hagnaður er upptækur. Þetta birtist hérmeð öllum þeim er hlut eiga að máli. Viðskiptamálaráðuneytið, 16. desember 1940 Eysteinn Jónsson. Enda þótt menn greini á um gildi og tilverurétt einstakra greina hins innlenda iðnaðar, hljóta allir að vera á einu máli um að sú iðjustarfsemi, sem notar innlend hráefni til framleiðslu sinnar, sé ÞJÓÐÞRIFA FYRIRTÆKI. Verksmíðjur vorar á Akureyri Gefjun o«’ Iðuiin, • eru einna stærsta skrefið, sem stigið hefir verið í þá átt, að gera framleiðsluvörur landsmanna nothæfar fyrir almenning. G e S j u n vinnur úr ull fjölmargar tegundir af bandi og dúkum til fata á karla, konur og börn og starfrækir sauma- stofu á Akureyri og í Reykjavík. I ð U n n er skinnaverksmiðja. Hún framleiðir úr húðum, skinn- um og gærum margskonar leðurvörur, s. s. leður til skógerðar, fataskinn, hanskaskinn, töskuskinn, loð- sútaðar gærur o. m. fl. Starfrækir fjölbreytta skógerð og hanskagerð. í Reykjavík hafa verksmiðjurn- ar verzlun og saumasloSu við Aðalstræti. Samband ísl. samvinnuíélaga. :! Torfi Jóhannsson. í bókinni eru margar myndir prentaðar á myndapappír. Ytri frágangur er allu'r góður, en þýðingin dálitið hroðvirknisleg á köflum. E. B. ráð eða orðið fyrir áhrifum frá öðrum. En svo mikið er víst, að í höndum Eyjólfs landshöfð- ingja varð þessi aðferð áhrifa- mikil og landskunn. Sand- græðsla síðari ára byggir á þess- ari aðferð með tveim mikils- verðum viðbótum, sem aukin tækni hefir borið í fang lands- mönnum: Að friða sandlöndin með gaddavír og að sá melfræi í hinn léttfleyga sand. Eyjólf- ur Guðmundsson varð fyrir þeirri miklu og verðskulduðu ánægju, að sjá sandgræðslu- menn landsins friða og græða mikið af þeim auðnum, sem norðanbylurinn virtist hafa ger- samlega lagt i eyðl voTið eftir frostaveturinn mikla. V. Þegar mikið reynir á, eru menn fúsir að hlíta forustu mikilla foringja. Landsveit var öll í rústum eftir harðindaVorið 1882. Bændur fundu, að þá vantaði forustu. Þeir fundu líka, að þeir áttu í sínum hóp efni í slíkan foringja, Það var sonur ekkjunnar í Hvammi. Þeir gerðu hann að oddvita sín- um og þann gegndi því starfi fyrir sveit sína í meira en hálfa öld. í þessu erfiða, vanþakkláta og nálega launalausa starfi, vann Eyjólfur Guðmundsson eitt hið sérkennilegast uppeld- isstarf, sem innt hefir verið af höndum hér á landi í tíð núlif- andi manna. Hann tók við for- ustu yfir liði, sem líktist her, sem hefir beðið marga ósigra. Hann skilaði þessari sveit í blómlegu ástandi, þar sem svo að segja allir bændur eiga jarð- ir sínar vel og myndarlega húsaðar, og eru að mestu skuldlausir. Það var að vísu mikið þrek- virki að rétta þannig við fjár- hag Landsveitar. Þó er hitt öllu merkilegra, að Eyjólfur 1 Hvammi setti svip sinnar sterku sálar á sambyggðarmenn sina. Hann tók þá ekki í skóla. Hann hélt ekki yfir þeim langar og rökstuddar ræður. Hann bað þá ekki að hlýða sér eða taka sig til fyrirmyndar. En þeir gerðu allt þetta óbeðið. Þegar Eyjólfur Guðmundsson kom á mannfundi í þinghús sveitarinnar og bændur voru þar í samræðum um málefni sín, datt allt í dúnalogn um leið og oddvitinn í Hvammi gekk í salinn. Það var ekki ótti, sem gagntók hugi bændanna í Land- sveit í návist þessa einkennilega foringja. Það var traust og virð- ing. Þeir beygðu sig fúsir og' viljugir fyrir yfirburðum hans eins og hann hafði beygt sig fyrir vilja og hetjulund móður sinnar. Landmenn fundu, að ráð Eyj- ólfs í Hvammi stóðu djúpt og gáfust vel. Hann var tryggur og ráðhollur vinum sínum. Hann keypti margar eyðijarðir og hálfeydd býli í Landsveit fyrir lágt verð, og kom þeim í eign bændanna sjálfra. Hann fór oft langar ferðir á eigin kostnað til að reka erindi sveitarinnar eða einstakra bænda, ef þeim mátti -verða það að liðsemd. Sveitungum hans varð greið gata heim að Hvammi, ef þeir þurftu góðra ráða. Reyndin varð sú, að þangað fóru þeir ekki bónleiðir til búðar. Vegna þeirra ríku forráða, sem Eyjólfur í Hvammi hafði í sveit sinni, var hann í fullri alvöru og með full- um rétti nefndur „landshöfð- ingi“. Það tignarheiti hlaut. hann vegna verka sinna. Eyjólfur í Hvammi var sam- tíðarmaður og jafnaldri margra hinna beztu manna, sem fluttu vestur um haf á árunum frá 1875—90. Mikill fjöldi þeirra fór að eins og hann. Þeir höfðu brennt skipin að baki sér. Þeim var ekki undankomu auðið með að hopa. Þeir komu bláfátækir með börn sín og guðsorðabækur í bráðókunnugt og ónumið land. Þeir voru sparsamir eljumenn, heiðarlegir í öllum skiptum og ekkert nema hjálpsemin við landa sína, ef þeim lá á manns- liði. Þessir menn bygðu bjálka- hús í Ameríku, ruddu markir og ræktuðu tún og sáðlönd. Eyjólfur Guðmundsson og sveit- ungar hans á Landi hafa gert sama þrekvirkið. Þeir hafa líka numið land og eflt sig á fá- gætan hátt að þeim dyggðum, sem áhrifamestar eru til góðra hluta í samfélagi frjálsra manna. VI. Eyjólfur í Hvammi og sam- sveitungar hans hafa ekki tek- ið sér neitt kjörorð. En þeir hafa í verki fylgt hinu forna spakmæli: „Sjálfur leið þú sjálfan þig“, Þeir vilja vinna fyrir tækjum sínum. Þeir vilja vera efnalega sjálfbjarga. Þeir (Framh. d 4. siBu) Innheímtumenn! Nú er skammt til áramóta, og því nauðsynlegt að gerð verði gangskör að innheimtu blaðs- ins sem fyrst. Sendið innheimtu blaðsins skilagreinar fyrir ára- mót. Vinnið ötullega að innheimtu og útbreiðslu Tímans. Auglýsið í Tínianum! 164 Robtrt C. Olivar: Æfintýri blaðamannsins 161 nægði ekki til að hylja hina blóðmiklu þykku varir. Á öllu útliti var auðséð, að maðurinn var af austurlenzkum upp- runa. — Monsieur Braddon, sagði hann og heilsaði brosandi, um leið og hann rétti Bob feitan og þvalan hramminn. Vel- komnir tll Parísar! — Ég þakka, svaraði Bob stutt en kurteislega. Honum geðjaðist ekki að manninum. Skömmu seinna var sent boð til Bobs að koma samstundis niður á skrifstof- una. Hann flýtti sér þangað og hitti þar Mody og Druck. — Mody réttí honum samanvafinn pappírsstranga. — Taktu þetta, sagði hann. Rétt bráð- um koma hér menn, sem munu spyrja yður um atvinnu yðar og ferðalag. Yf- irheyrsla! Lögreglan hefir fengið ein- hvern grun, en það hefir ekkert að segja. Þetta eru samningar, sem sanna, að dansflokkur yðar er ráðinn við leik- húsið „Le Cheval blau,“ í Marseille. Þér þurfið ekkert að óttast. Farið þér nú. Bob stakk samningnum í vasann og gekk aftur fram til stúlknanna, sem voru komnar í kápurnar og biðu eftir honum. Hann kom á síðasta augnabliki. Tveir Og hann þóttist halda, að Mody, skrifað annað nafn. hafa ástæðu til að sem sat einn við borð i einu horninu, væri fullkomlega ánægður með hann. Á skipinu lét Bob stúlkurnar ráða sér sjálfar. Hann gekk upp á þlíar og kveikti sér í pípú. Meðan hann stóð við borðstokkinn og horfði út á hafið, kom Mody og staðnæmdist við hlið hans eins og af tilviljun. — Fagurt veður, sagði Mody. — Óaðfinnanlegt, svaraði Bob. — Það er ekki alltaf sem maður fser svona gott veður hérna yfir sundið, hélt Mody áfram, eins og þeir í raun og veru væru tveir ókunnugir farþegar, sem sér til dægrastyttingar skiptust á nokkrum orðum. — Einmitt það, svaraði Bob. — Þetta gengur ágætlega, sagði Mody lágt en horfði út á sjóinn. Haldið áfram þannig og þá verður foringinn ánægð- ur. Mody lyfti hendinni upp að húfu- skyggninu og gekk burt. Þegar við komum á járnbrautarstöð- ina verðum við að halda vel hópinn og gæta þess að enginn verði eftir, sagði Bob, þegar lestin hálgaðist París. Það er ekki gott að vera einn og ókunnugur i París! Hann sagði þetta hæfilega hátt, og

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.