Tíminn - 19.12.1940, Page 3

Tíminn - 19.12.1940, Page 3
127. blað TOim, fimmtadagiim 19. des. 1940 207 A N IV Á L L Sigríður Magnúsdóttir, kenn- ari við Austurbæjarskólann í Reykjavík, andaðist 6. þ. m. að heimili sínu, Fjölnisvegi 8, hér í bæ. B Æ K U R Hún var Árnesingur, fædd og upp alin í Hreppunum, og var oft sem fegurð og ilmblær þeirra sveita mættu manni í persónu hennar. — Faðir hennar, Magn- ús Einarsson bóndi í Miðfelli, var náfrændi hinna þjóðkunnu Birtingaholtssystkina og bar Sigríður mjög mót þeirrar ætt- ar, bæði í sjón og raun. Tíu ára gömul missti hún föður sinn, árið 1903, og var þá elzt fjögurra systkina. En móðir þeirra, Sigríður Halldórsdóttir, tók ekkjudómnum með fagurri hugprýði og reyndist börnum sínum bæði faðir og móðir af hinu mesta ástriki og skörungs- skap. Flutti hún til Reykjavíkur, er þau uxu upp, og veitti þeim allt það, er hún orkaði til að afla sér þerrar menntunar, er hug- urinn stóð til. Enda áttu þau í ríkum mæli gáfur og dugnað. Eftir fermingu dvaldi Sigriður nokkur ár í Skaftholti í Eystra- Hrepp, og mælti hún svo á full- orðinsárum: „Ég veit ekki um hvora mér þykir vænna, hana mömmu eða hana Katrínu í Skaftholti.“ En þegar er aldur leyfði, hóf hún nám í Kennara- skólanum og lauk kennaraprófi 1914. Stundaði -því næst far- kennslu, heimiliskennslu og stundakennslu við barnaskóla Reykjavíkur þar til hún fékk fasta stöðu við þann skóla 1923. Helgaði hún kennslustarfinu og félagsmálum kennara krafta sína alla og óskipta og varð einkar vinsæl af nemendum og vel metin af samverkamönnum. Var henni falin fjöldi trúnað- arstarfa fyrir skóla og stétt, m. a. stjórnarstörf í Sambandi ísl. barnakennara um 11 ára skeið. Rækti hún öll slík störf með frá- Margrét Jónsdóttir: Lauf- vindar blása. Reykjavík 1940. Bls. 94. Verð kr. 5.00 ób., 7.00 bundin. Það væri til nokkuð mikils mælzt, að ein litil ljóðabók gnæfði upp úr bókaflóðinu, sem ryðst yfir íslenzka lesendur núna fyrir jólin. Það þarf meira en meöalkver til að sjást í öll- um þeim flaumi. Trúað gæti ég, að þeir verði samt býsna marg- ir, sem taka eftir dálítilli ljóða- ■bók, sem Margrét Jónsdóttir skáldkona hefir gefið út og heitir Laufvindar blása. Það stendur að vísu enginn styr né hávaði um bókina, og hún er hvorki stórfelld né nýstárleg. En það er svo mikið í henni af heilbrigðri og yndislegri fegurð, að hún dregur þess vegna að sér auga og hug. Hún minnir á blómskrýddan skógarhvamm við hægstreyma á, um sólheiðan sumardag, og skortir hvorki lóu- söng né þrastaklið. Smekkur skáldsins er næmur og óbrigð- ull, fullt vald á máli og rími og vel farið með yrkisefni. Fyrri bók skáldkonunnar, Við fjöll og sæ, hlaut vinsældir og ágæta dóma. En þessi er sýnu betri. Skáld vor hafa furðu lítið minnzt höfuðborgar hins unga ríkis vors í ljóðum sínum. Eitt mesta kvæði Margrétar er um Reykjavík, fagurt kvæði og lík- legt til að verða vinsælt og mik- ið sungið, ef það eignaðist gott lag. Þeir, sem ljóðum unna og bækur kaupa, ættu ekki að láta sér sjást yfir nýju bókina henn- ar Margrétar Jónsdóttur, þó að ekki fari mikið fyrir henni í hillum bókabúðanna. A. Sigm. Tilkyiming um atkvæðagreiðslu í VerkamannaSélaginu Dagsbrún Stjórn Dagsbrúnar hefir ákveðið að láta fram fara allsherjar- atkvæðagreiðslu í félaginu um svo hljóðandi tillögur: Verkamannafélagið Dagsbrún heimilar stjóm félagsins að hefja vinnustöðvun frá og með 1. janúar 1941, ef samningar milli Dagsbrúnar og vinnuveitenda, um kaup og kjör verka- manna, hafa ekki náðzt fyrir þann 23. þ. m. Verkamannafélagiö Dagsbrún ákveður, aö félagið verði utan Alþýðusambands íslands þangað til kosið verður sambands- þing samkvæmt hinum nýju lögum sambandsins, þar sem félagið fær eigi fyrr nein áhrif á, hvemig stjórn sambands- ins er skipuð og störfum þess verður háttað, enda verði fjár- skipti Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins leyst á viðun- andi hátt. En jafnframt lýsir félagið sig reiðubúið til sam- starfs á jafnréttisgrundvelli við önnur verkalýðsfélög. Verkamannafélagið Dagsbrún samþykkir þá ákvörðun trún- aðarráðs, að víkja þeim Jóni Rafnssyni, Njálsgötu 16, og Sveini Sveinssyni, Grundarstíg 2, úr félaginu, fyrir óeirðir þær, er þeir voru valdir að á félagsfundi 10. nóv. 1940. En jafnframt samþykkir félagið, að þeir skuli njóta fullra vinnu- í'éttinda í allri daglaunavinnu. Atkvæðagreiðslan fer fram í Hafnarstræti 21 á föstudag, laugardag og sunnudag, 20.—22. þ. m., og stendur yfir tvo fyrstu dagana frá kl. 10 f. h. til kl. 10. e. h., á sunnudaginn frá kl. 10 f. h. til kl. 11 e. h. Þeir félagsmenn, sem eru skuldlausir við félagið fram að árinu 1940, hafa kosningarétt, en aðrir ekki. S T J Ó R N I N. Til Jólanna Ferffaborðbúnaður í tösku fyrir 4 — Matarstell — Bollastell — Bollapör — Diskar — Könnur — Vasar — Skálar — Ávaxtasett — Ávaxtaskeiffar — Borff- hnífar — Kertastjakar — Kerti — Spil — Spilapen- ingar — Sjálfblekungar — Dömutöskur — Hárkamb- ar — Hárspennur — Nælur — Perlufestar — Dúkkur og mikiff úrval af leikföngum — Jólatrésskraut og Klemmur — Stjörnuljós — Kínverjar og Blys — --------Loftskraut o. m. fl.- K. Einarsson & Björnsson Baukastræti 11. bærum áhuga og trúmennsku. starfsmann. Hún fór oft utan og víða um lönd, til að afla sér stöðugt nýrr- ar þekkingar í starfi sínu, og sparaði hvorki til þess fé né frí- daga. Fyrir börnin og skólann þótti henni ekkert ofgert. — Þó átti hún löngum við vanheilsu að stríða (hjartabilun), en fyrir óvenjulegan skapstyrk hennar sjálfrar og dæmafáa umhyggju móður og systkina, gætti þess lítt í starfi hennar fram til síðustu ára. En frá haustinu 1938 mátti þó líkamsþrek hennar heita þrotið, þótt andlegt þrek og á- hugi héldist óskert til dauða- dags. Jarðarför hennar fór fram 14. þ. m. og bar ljósan vott um vin- sældir hennar og söknuð sam- ferðamanna. Æskulýður Reykjavíkur syrgir öruggan hollvin og kennarastétt- in íslenzka einn sinn ótrauðasta D. Gösta Berlings saga eftír Selmu Lagerlöf »Stjörnur vorsíns« eftir Tómas Guðmundsson Æíísaga Wínston Churchills forsætisráðherra Breta Kirkja Krists í ríki Hitlers eftir séra Sigurbj. Einarsson Spor í sandi Ijóð eftir Stein Steinar. fíkingiút^áfa. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN að hægt sé að vanda svo til dagskrár, sem annars væru föng á. _ Útgjöldin hafa síðustu árin aðallega aukizt vegna stækkun- ar á stöðinni 1938. Öll rök hljóta að mæla með því, að tekjuauka, sem hér eft- ir verður að vaxandi hlustenda- tölu, verði fyrst og fremst var- ið til aukinnar dagskrárstarf- semi. Afnotagjaldið hefir verið 30 kr. á tæki yfir árið. Margir mundu kjósa það lægra. En borið saman við önnur þéttbýlli lönd, getur það ekki talizt hátt. T. d. er afnotagjaldið í Bret- landi eitt pund sterling eða um 27 íslenzkar krónur. Og þótt nokkur hagur kunni að verða á rekstri útvarpsins á næstu árum, ber þess að gæta, að stofnunin býr nú við ónóg húsakynni og þarf úr því að bæta svo fljótt, sem ástæður leyfa. Dagskráin og hlustendurnir. Kröfur hlustendanna eru ærið misjafnar. Sumir óska eftir fræðandi efni, aðrir eftir skemmtun og aftur skemmtun. Þetta djúp er reynt að brúa með því að hafa dagskrána bland- aða, fróðleik og léttara efni á víxl. En á hinu léttara skemmti- efni er miklu minni völ, heldur en hinu. Við eigum fátt af gamansömum bókmenntum og fáa, sem flytja vel gamanefni í bundnu eða óbundnu máli. Út- varpið getur ekki skapað þá. En það gæti sjálfsagt ræktað þetta verulega, ef það hefði talsvert af peningum til þess að eyða í tilraunir, sem vel geta þó mis- tekizt að meira eða minna leyti. Eg fyrir mitt leyti álít, að út- varpið hafi meira og veglegra hlutverk að vinna, heldur en að vera eintómt eyrnagaman. Með vönduðum fréttaflutn- ingi hefir útvarpið geysimikla þýðingu í strjálbýlu landi með örðugar samgöngur. Þótt frétta- starfsemin kunni enn að standa til bóta, verður þvi ekki neitað, að fréttir útvarpsins hafa þeg- ar markað spor í fréttaflutn- ingi í landinu. Gætir þeirra á- hrifa greinilega í blaðafréttum nú í samanburði við þær, sem voru fyrir 10 árum. Að lokum ætla ég að drepa á eitt verkefni, sem útvarpið verður að sinna meira hér eftir en hingað .til. En það er fegrun og fágun hins talaða orðs í landinu. Útvarpið hefir þá nátt- úru, að það gerir alla galla í tali og framburði meira áber- andi, en þeir virðast ella. Það ber með ári hverju meira á þeirri kröfu frá hlustendum, að útvarpið vandi sem mest mál og framburð á öllu því, er það flytur. Þessi krafa er bæði rétt- mæt og gleðilegur vottur um vakandi áhuga fyrir fögru máli. Útvarpið mun beita sér fyrir því í náinni framtíð, að settar verði framburðarreglur um þau orð, sem nú greinir á milli hér- aða og landshluta. Og það hef- i lítillega hafið sókn á hendur þeim, sem gefa út bækur á svo gölluðu máli, að til málspjalla má teljast. — Með tungumálakennslu sinni gefur útvarpið öllum, sem heyrt ; : NCito. ' ' toifrrhjáfMX j Innheímtumene! Nú er skammt til áramóta, og því nauffsynlegt aff gerff verffi gangskör aff innheimtu blaffs- ins sem fyrst. Sendiff innheimtu blaffsins skilagreinar fyrir ára- mót. Þad er alkunna að Ávaxtadrykkir Gosdrykkir og Sódavatn er bezt frá Ölgerðin Egill Skallagrímsson h.f. Sími Í390. Bóndi — Kaupir þú búnaðarblaðið FREY? WmlÓMim ffmmsms 168 Robert C. Oliver: Æfintýri blaðamannsins 165 Vinnið ötullega fyrir T ímann. geta, kost á betri kennslu, held- ur en völ er á í flestum skólum. Vil ég einkum hvetja sem flesta til þess að fylgjast eftir föng- um með íslenzkukennslunni. Það kemur að notum, jafnvel þótt einstaka kennslustund verði að fara fram hjá. Samvinna skóla og útvarps er engin hér á landi, enn sem kom- ið er. En skólarnir eða fræðslu- málastjórnin mundi gera vel í því, að gefa þeim möguleika gaum í framtiðinni. Ríkisútvarpið er enn á æsku- skeiði og ber að hafa það í huga, þegar dómur er á það lagður. Eg óska þess, síðast orða, að það fái að vaxa og þróast frjáls- lega í nánu sambandi við það, sem bezt er og lífvænlegast í íslenzkri menningu. Að engin svört örlagahönd nái til þess með hnefa sínum á ókomnum árum. Jón Eyþórsson. með hraðlestinni suður á bóginn í bezta gengi með sínar tólf dansmeyjar. Það er rétt að geta þess, að Mody ferðaðist með þessari sömu lest, án þess að stúlk- urnar sæju hann. En auk hans var þarna maður klæddur eins og prestur, og hafði farseðil suður á Miðjarðar- hafsströnd. Þetta var Pierre Luval, sem í tilefni af ferðalaginu hafði látið raka skegg sitt og tekið á sig þetta gerfi. Á þessu sama augnabliki sat John Taylor á gistihúsi í Marselile og beið eftir því að hitta hinn franska félaga sinn, sem hafði lofað að hafa tal af honum um leið og hann kæmi til borg- arinnar. Samvinna frönsku lögreglunnar og Scotland Yard, var óaðfinnanleg — en ef til vill er gert of lítið úr mótstöðu- mönnum þeirra með þessu. Ef John Taylor hefir álitið að burt- för hans hafi tekizt með leynd, var það alrangt. Símskeyti eru notuð af bæði góðum og illum öflum og eru ekki lengi á leiðinni. Meðan lestin dvaldi í smá- bæ, tveggja til þriggja tima akstur frá Marseille, kom sendill í lestina og hróp- aði: „Símskeyti frá París til Mr. Horn- bach, farþega á P. L. U.“ — Hér, gegndi Mody, sem tók við skeytinu og borgaði sendlinum rífleg ómakslaun. lögreglumenn, án einkennisbúninga, komu inn um dyrnar. Þeir litu fljót- lega yfir hópinn og snéru sér svo að Bob. — Afsakið, mættum við tala við yður nokkur orð. — Mjög gjarnan, svaraði Bob vin- gjarnlega. Svo fylgdist hann með mönn- unum inn í lítið viðræðnaherbergi. — Nafn yðar er Braddon og þér eruð listamannaleiðsögumaður. Bob kinkaði kolli. Ef til vill var nú hiö langþráða tækifæri að berast upp. í hendurnar á honum. En veggirnir í þessu gistihúsi höfðu bæði augu og eyru og nú varð hann að gæta sín betur en nokkru sinni áður. — Hafið þér dvalarleyfi og sýningar- leyfi fyrir stúlkurnar? Bob rétti þeim vegabréfin. Þau voru i lagi. — Hvenær gengu samningarnir í gildi? spurði lögreglumaðurinn skyndi- lega. Bob vildi ekki hlaupa á sig og svaraði því með þvi að rétta þeim samningana. Þeir lásu þá vandlega og réttu honum þá síðan aftur. — Þetta virðist allt vera í bezta lagi, sagði annar. — Því skyldi það ekki vera það, spurði Bob og stakk skjölunum í vasann. Hann

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.