Tíminn - 19.12.1940, Side 4
208
TÍMIM, fimmtmlagiiin 19. des. 1940
127. blað
Yfír landamærín
1. ísafold segir að í einum „pistli"
sínum, „að Sjálfstæðisflokkurinn leitist
við að taka jafnt tillit til allra stétta
þjóðfélagsins'í. Þessi ummæli eru í litlu
samræmi við baráttu íhaldsblaðanna
siðastl. haust, þegar afurðaverðið var
hækkað. Þau höfðu lagt blessun sína
yfir stórgróða útgerðarmanna, aukinn
álagningargróða kaupmanna, kaup-
hækkun farmanna o. s. frv. En þegar
bændumir komu til skjalanna og vildu
einnig fá sínar uppbætur, varð tónninn
annar. Það er þetta, sem ísafold kallar
að taka jafnt tillit til allra.
2. Vísir segir, að það sé ekki rétt, að
Sjálfstæðisfl. vilji halda dauðahaldi í
þær ívilnanir, sem útgerðinni voru
veittar. Er blaðið búið að gleyma því,
að Ólafur Thors bauð að láta útgerðar-
menn gefa fé til stýrimanriaskóla, ef
þeir fengju að halda skattaívilnuninni
áfram. x+y.
Kjötverdið
(Framh. af 3. slðu)
lenda verðið, ef nefndin hefði
ekki verið, en hvað mikið, verð-
ur ekki sagt. Og ef til vill hefði
svo farið fleiri ár.
í þessu sambandi er rétt að
benda á það, að smásöluverð á
kjöti hefir öll þessi ár, þrátt
fyrir hærra verð til bænda en
söluverð erlendis gaf, verið
lægra en í hinum Norðurlönd-
unum, og lægra en í BreWandi.
Neytendur hér hafa þvi sízt bú-
ið við hærra kjötverð en neyt-
endur annarra landa, en kjöt-
salar hafa haft minni álagn-
ingu.
Þeir bændur, sem ekki sjá
þörf nefndarinnar og áhrif
hennar á verðlagið á ári hverju,
eru pólitískt blindir. Hitt geta
menn þá líka séð, að það er
skaði fyrir kjötkaupmenn, sem
aðstöðu hafa til að geyma fros-
ið kjöt, að geta ekki með undir-
boðum fengið kjötið með lægra
verði að haustinu og því skilj-
anlegt, að sá hluti þjóðarinnar,
sem mest ber hag þeirra fyrir
brjósti, vilji ekki hafa ákveðið
kjötverð eða kjötverðlagsnefnd.
En telur Jón Pálmason sig til
hans? Mér hefir skilizt, að hann
vilji ekki láta telja sig þar, þó
að hann, ef til vill, sé meðal
þeirra óviljandi.
Getsakir Jóns til þeirra, er
kjötsöluna hafa með höndum,
S.Í.S., samvinnufélaganna og
kaupmanna, um að of mikið
fari í tilkostnað við kjötsöluna,
sé ég enga ástæðu til að svara,
enda mun það sannleikur, að
Jóni er ekki ljóst sjálfum, hve
mikið það er, en talar hér svo
til þess að fegurra hljómi í eyr-
um neytenda, ef einhver þeirra
skyldi sjá ísafold. Virði ég hon-
um það til vorkunnar, eftir að-
stöðu hans til flokks síns, en
ekki finnst mér það karlmann-
legt.
Annáð skiptir minna máli,
sem missagt er í greininni, og
hirði ég ekki að leiðrétta fleira,
enda ætla ég bændum að geta
glöggvað sig á málinu og skap-
að sér sjálfir um það skoðun,
byggða á réttum forsendum.
tíR BÆNUM
Jólatrésskemmtun
Pramsókparfélanna í Reykjavík verð-
ur haldin á þriðja í jólum. Núnar aug-
lýst síðar.
Bergur Jónsson bæjarfógeti
hefir undanfarið legið á Landsspítal-
anum vegna uppskurðar, en er nú á
góðum batavegi.
Aðalfundur
(Framh. af 1. síðu)
til framfaramála landbúnaðar-
ins og auka þá eftir því sem
breyttir tímar krefjast.
Eftirfarandi samþykktir voru
gerðar um innanlandsmál:
„1. Fundurinn skorar á flokk-
inn að beita sér fyrir bættum
samgöngum í héraðinu.
a) Með því að gera sem fyrst
bílfæran veg frá Hornafirði að
Jökulsá á Breiðamerkursandi.
b) Með því að bættir séu þeir
vegkaflar í Öræfum, sem ekki
eru bílfærir nú þegar, og brúað-
ar þær ár, sem fært er.
c) Hafinn verði nú þegar und-
irbúningur að brúa Jökulsá í
Lóni, svo að bílfært verði frá
Hornafirði til Austurlands.
d) Að ríkissjóður beri uppi
kostnað við bílflutninga yfir
Hornafjörð.
2. Fundurinn lýsir því yfir, að
hann er eindregið fylgjandi
frumvarpi því, sem Framsókn-
arflokkurinn hefir borið fram
og beitt sér fyrir, um raforku-
stöðvar í dreifbýlinu, og væntir
þess að flokkurinn sjái um að
gerð sé skipuleg rannsókn sér-
fræðinga á því, hvar beztir stað-
hættir séu til virkjunar.
Áfcngísskömmtunín
(Framh. af 1. slðu)
svo að um munar. Er hermt,
að söluverð á ólöglegu áfengi
hafi hækkað mjög, til jafns við
þær hindranir, sem á því eru að
ná í vín til leynisölu. Líkindi
eru til þess,. og reyndar fullvíst,
að margt fólk, sem ekki hefir
við þvílíkt fengizt áður, hefir
nú leiðst út í þátttöku í áfeng-
issölu, eða einhverri aðstoð við
slíkt. Eru það uggvænlegustu á-
hrifin, sem skömmtunarfyrir-
komulagið hefir haft.
Aör.ir fréttlr.
i Framh. af 1. síðu)
Erlend blöð ræða nú mikið um
Laval. Petain marskálkur hafði
látið setj a Laval í gæzluvarð-
hald eftir að hann var svipt-
ur ráðherrastörfum. Abetz,
sendiherra Þjóðverja í París, fór
þá til Vichy og ræddi við Pe-
tain í 2 y2 klst. Eftir það var
Laval látinn laus og átti hann
viðræðu við Abetz. Laval er nú
kominn til Parísar. Er talið víst,
að honum hafi verið vikið frá,
sökum þess, að hann hafi verið
að brugga ráð með Þjóðverjum,
sem Petain hafi ekki geðjazt að.
Þjóðverjar hafi því krafTzt, að
hann yrði látinn laus og helzt
að hann fengi ráðherraembætti
aftur.
Æskulfóð, prungín
ai sólskini og
sumarilmi.
Tilvalin jólagjöf
handa eldri sem yngri.
Kemur í bókaverzlanir
á laugardag.
MEST
OG BEZT
fyrir krónuna
með því að
nota
þvotta-
duftið
The World’s News Seen Through
the Christian Science M0NIT0R
An International Daily Newspaþer
is Truthful—Constructive—Unbiased—Free from Sensational-
ism — Editorials Are Timely and Instructive and Its Daily
Features, Togcther with the Weekly Magazine Section, Make
the Monitor an Ideal Newspaper for the Home.
The Christian Science Publishing Society
One, Norway Street, Boston, Massachusetts
Price $12.00 Yearly, or $1.00 a Month.
Saturday Issue, including Magazine Section, $2.60 a Year.
Introductory Oííer, 6 Issues 25 Cents.
Name--
AtUnu-
SAMPLE COPY ON REQUEST
166' Robert C. Oliver:
sá, að nú var ekki tækifæri til neinna
alvarlegra aðgerða.
— Maður verður að vera gætinn nú
á tímum, sögðu lögreglumennirnir og
hnepptu að sér frökkunum. Hvert ætlið
þér í kvöld?
— Við höfum. leyfi, sagði Bob, og ég
hefi boðið stúlkunum í fjölleikahús.
Þær hafa gott af að sjá eitthvað nýtt.
Lögreglumennirnir báðu afsökunar
og fóru, en Bob lagði af stað með dans-
meyjar sínar út í hina fjörugu París.
Þegar þau höfðu komið sér fyrir í
sætunum í fjölleikahúsinu, sá Bob
Mody sitja nokkru aftar. Hann var
sannfærður um að þeir Druck hefðu
hlustað á samtal hans 'og lögreglu-
mannanna gegnum leynilega hljóð-
nema. En hann þurfti ekkert að óttast.
Hann hafði leikið sitt hlutverk óað-
finnanlega.
Svo byrjaði sýningin með dynjandi
hljóðfæraslætti. Tjaldið seig hægt frá
sýningarsviðinu og fyrsta atriði byrjaði.
Stúlkurnar fylgdust með sýningunni
af áhuga. Eitthvert næsta kvöld, hugs-
uðu þær, kæmi röðin að þeim.
XIII.
Þrátt fyrir það að „Mr. Braddon"
hafði öll skjöl og skilríki í lagi, var
franska lögreglan ekki sannfærð um
Æfintýri blaðamannsins 167
að allt. væri með feldu. Eftir að þeir
yfirgáfu „Hót§l Cuba“, ræddu þeir
málið. Þeir voru gripnir óljósum grun,
en höfðu engar sannanir. Annar þeirra,
Pierra Duval, stakk upp á þvi við félaga
sinn, sem var eldri, að hann sjálfur
skyldi fylgja flokknum eftir til Mar-
seille. Því er ákvörðunarstaðurinn
Marseille en ekki einhver annar góður
og gildur franskur bær?
í rauninni var þetta aðeins getgáta
en engin vissa. En Pierre Duval fann,
að örlög þessara laglegu ensku stúlkna
voru allt of ægileg, ef grunur hans
skyldi vera réttur.
Vegna hins góða sambands og sam-
vinnu, sem er milli lögreglunnar i
hinum ýmsu löndum um allan heim,
var Pierre Durval ekki lengi að ákveða
til hvers hann skyldi snúa sér í Lon-
don með þetta mál. Sama kvöld og Bob
sat með dansmeyj arnar í fjölleikahús-
inu í París, fékk John Taylor langt
dulmálsskeyti. Afleiðing þess var, að
hann fór sama kvöld til Croydon, og
flaug þaðan beint til Marseille, með
skyndiviðkomu í París, þar sem hann
átti stutt en þýðingarmikið viðtal við
Pierre Duval. Netið fór nú að þrengjast
um Bob, án þess hann grunaði nokkuð.
Hann vissi ekki um þær varúðarreglur,
sem settar höfðu verið, þegar hann fór
. . . . án SJafnar kcrta.
Sjafnar kerti eru- nú löngu
orðin landskunn fyrir gæði sín,
enda búin til úr beztu efnum
með fullkomnustu nýtízku
tækjum.
Fást hjá kaupfélögum og
kaupmönnum.
HeildsölubirglSir.
Samband ísL
samvinnuSélaga.
J'AMLA BÍÓe
SL Louís Blues
Bráðskemmtileg söngva-
mynd frá Paramount Pic-
tures. Aðalhlutverkin leika
DOROTHY LAMOUR
og
LLOYD NOLAN
Aukamynd:
STRÍÐ SFRÉTTAMYND
Sýnd kl. 7 og 9.
NÝJA BÍÓ
Sakleysingiim
lii* svcitinni.
\
(THE KID
FROM KOKOMO). I
Hressilega frjörug amerísk f
skemmtimynd frá Warner {
Bros.
Aðalhlutv. leika:
WAYNE MORRIS,
JANE WYMAN,
PAT O’BRIEN,
JOAN BLONDELL
og gamla konan
MAY ROBSON.
Sýnd kl. 7 og 9.
Börn fá ekki aðgang.
Framsóknarfélögin í Rcykjavík.
Sameiginlegur fundur
í Kaupþingssalnum annað kvöld (20. desember) klukkan 8,30.
Til umræðu verður:
Aðstaða Framsóknarflokksms í Reykjavík.
Formenn félaganna hafa framsögu. Síðan umræður.
Skorað er á félagsmenn að fjölmenna.
Stjórnir Framsóknarfélaganita.
Ljósmóðir.
Ljósmóðurstarfið í Aðaldælahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu,
er laust frá 10. júní 1941.
Umsóknir um starfið, ásamt prófvottorðum og meðmælum,
sendast undirrituðum fyrir aprílmánaðarlok n. k.
Oddvitinn í Aðaldælahreppi, Haga 5. des. 1940.
Jólaaimes Friölaugsson.
Jörð til söiu.
' Jörðin Nes í Loðmundarfirði er til sölu og ábúðar í næstu
fardögum. Ennfremur bústofn og búslóð.
Lysthafendur snúi sér til undirritaðs.
Nesi, Loðmundarfirði, 1. des. 1940.
Halldór Pálsson.
| Hentugar jólagjafir: 1
| innism |
Skinnhanzkar, fyrir dömur og herra.
Kven- og barnalúffur, ódýrar.
| Innislopyar karla,
Ullarteppi, {
j Peysur, — Prjónavesti,
| Treflar, — Sokkar,
og m. m. fl. — hvergi ódýrara.
!
i
j VERKSMIÐJUtlTSALM I
| Geffuii - Iðunu I
Aðalstrœti.
ikóna
kaupa hyggnír menn hjá
Oefjun - Iðunn
Aðalstræti.