Tíminn - 31.12.1940, Qupperneq 2
218
TtMEVIV, l>rlðj udagiim 31. des. 1940
130. blað
Við áramótin 1940-’41
(Framh. af 1. síðu)
skammvinnt. Var ekki laust við
að nokkrum óhug um framtíð
lands og þjóðar slægi á ýmsa
borgara. Erlendur her hafði al-
drei fyrr dvalið í landinu. Mönn-
um þótti að vonum erfitt að átta
sig á hvert straumur atvikanna
bar minnstu þjóð heimsins, sem
vildi vera fullkomlega frjáls um
öll sín mál.
íslendingar gerðu sér nokkurn
skaða með því að athuga ekki
nægilega vel að hertaka smá-
þjóðar getur verið með mjög
mismunandi hætti. Þjóð, sem er
í landvinningahug, tekur raun-
verulega allt vald í sínar hend-
ur, bæöi yfir gæðum landsins,
auði þjóðarinnar og málefnum
hennar. Land, sem er hertekið á
þennan hátt, er líkt sett og
maður með opið svöðusár, þar
sem blóðið streymir út og tekur
með sér líf og orku. Hersetning
Breta á íslandi var ekki með
þessum hætti. Þjóðin hefir til
sinna afnota gæði landsins og
sín litlu efni. Ríkisstjórnin, dóm-
stólar, þingið, bæjarstjórnir,
kirkjur, blöðin, bankar og allt
starfslið hins íslenzka þjóðfé-
lags vinnur verk sitt eins og
engin breyting hafi orðið. Bret-
ar hafa herlið og hervarnir á
þeim stöðum, sem íslenzka ríkið
myndi hafa notað i sama skyni,
ef það hefði haft herlið og búizt
til varnar gegn erlendum þjóð-
um. Bretar bera allan kostnað
af veru dvalarhersins hér á
landi. Ég hefi reynt að lýsa þessu
ástandi þannig, að hér væri tví-
býli meðan stríðið stendur. Hver
þjóðin fer sinu fram á því sviði,
sem markað væri af núverandi
kringumstæðum.
Framkoma dvalarliðsins.
Áður fyrr hafa sjóliðar frá
nokkrum af grannþjóðum ís-
lendinga stundum dvalið hér í
Reykjavík nokkra daga, í senn,
og sjaldan nema ein skipshöfn
í einu. Til hefir borið að þessir
fáu útlendu hermenn hafa sært
þjóðerniskennd íslendinga með
því að ganga um bæinn og um-
hverfið eins og þeir ættu allt,
sem hér er til. Dvalarlið Breta
hefir ekki vakið þessa tilfinn-
ingu. Því hefir tekizt á merki-
legan hátt að koma fram sem
hljóðlátir og yfirlætislausir ná-
búar og á það jafnt við foringja
og liðsmenn. Þar sem misbrestir
hafa oröið á sambúöinni, svo
sem í sambandi við óhefta sölu
„svartadauða“ og fleira af því
tagi, hefir meira gætt reynslu-
leysis frá okkar hálfu heldur en
Bretanna. Ástæðan til hinnar
prúðu og gætilegu framkomu
dvalarliðsins er ekki aðeins bein
ar fyrirskipanir Bretastjómar og
yfirmanna hersins, heldur einn-
ig sú ró og mildi, sem einkennir
brezku þjóðina, jafnt snauða
menn sem ríka. Þau einkenni
eru sprottin af margra alda
frelsi Englendinga, bæði per-
sónufrelsi og stjórnfrelsi, sem
aðrar menningarþjóðir hafa
fengið frá þessari eyjaþjóð. —
Meðan íslenzka þjóðin gerði sér
ekki grein fyrir þeim mismun,
sem er á framkomu dvalarliðs,
sem á að hertaka þjóð, og leggja
hönd á allt sem er verðmætt í
landinu, og veru dvalarliðs, sem
blandar sér ekki í stjórnarfar
landsins og lifir á kostnað sinn-
ar eigin þjóðar, var ekki laust
við að menn gerðu sig seka um
að draga nokkuð villandi álykt-
anir af atburðunum 10. maí.
Þetta var sérstaklega áþreifan-
legt um ýmsa menn, sem höfðu
litla þekkingu á meginstraum-
um í sögu Norðurálfunnar á
undanförnum öldum.
í hverju var fólgið hið breytta
viðhorf stórþjóðanna?
í meir en þúsund ár hefir út-
lendur her ekki leitað hingað,
af því að landið hefir legið utan
við baráttusvið stórþjóðanna.
Þetta hefir breyzt okkur í ó-
hag með tilveru nútíma kaf-
báta og flugvéla. Barátta stór-
þjóðanna er nú ekki fyrst og
fremst milli landa, heldur milli
heimsálfa. Á meginlandi Ev-
rópu eru nú tvö voldug her-
veldi, Rússland og Þýzkaland.
Enska heimsveldið og Banda-
ríkin eru líka mikil herveldi
hvort um sig, og hafa fram að
þessu verið aðskilin frá megin-
landsveldum álfunnar með
sundum og heimshöfum. Eftir
að Þjóðverjar höfðu hersett
Danmörku og Noreg 9. apríl síð-
astliðinn, virðast stjórnir Bret-
lands, Kanada og Bandaríkj-
anna hafa farið að líta á það
sem möguleika, að þýzkur her
yrði sendur til íslands frá
Noregi. Bretar munu hafa tal-
ið víst, að Þjóðverjar myndu
þá hafa hér kafbáta og flug-
stöðvar og veita Bretlandi á
þann hátt þungar búsifjar í
þessu stríði. Leiðtogar Kanada-
manna og Bandaríkjanna
munu hafa talið ísland stór-
hættulegt frelsi Vesturálfu, ef
það væri í eigu stórvelda á
meginlandi Evrópu. Að vísu
hefði tæplega reynt á það í
þessari styrjöld. En í næstu
styrjöld munu herfræðingar
Vesturálfu hafa litið á ísland
sem stiklu í Atlantzhafi fyrir
voldugan flugflota, sem settur
kynni að verða til að heim-
sækja Norður-Ameríku. Um-
mæli í þessa átt hafa þrásinnis
komið fyrir í blöðum í Kanada
nú í sumar. Roosevelt forseti
mun auk þess hafa látið sér um
munn fara, að varnarlína
Bandaríkjanna lægi austan við
ísland. Stefna þau orð nokkuð
í þá átt, að hann álíti Monroe-
kenninguna, vegna öryggis
Vesturálfu, ná til íslands.
Stiklan í Átlantzhafi.
ísland er um 800 mílur frá
Noregi en ekki nema 130 mílur
frá Grænlandi. Þessi aðstaða er
undirstaða hins breytta við-
horfs. Ef mikið herveldi á meg-
inlandi Evrópu hersetur ís-
land og býr vel um sig hér, er
stökkið ekki langt vestur á
hinar miklu sléttur Norður-
Ameríku. Ef ekki væri til kaf-
bátar og flugvélar, myndi eng-
in af stórþjóðum heimsins eyða
svo miklu sem einnar krónu
virði í hernaðaraðgerðir á ís-
landi. Nú eyða Bretar hér all-
miklu fé til að reyna að tryggja
það, að ekki verði gengið að
baki þeim frá herveldum meg-
inlandsins í þessu stríði. Áhugi
manna í Vesturálfu fyrir hern-
aðarþýðingu íslands mun hins
vegar meira bundinn við hugs-
anlegar styrjaldir í framtíð-
inni. Sennilega munu allir ís-
lendingar óska þess, að land
okkar hefði fengið að vera
gleymt eins og á undangengn-
um öldum, þegar stórveldi
heimsins útkljá deilumál sín á
vopnaþingi. En hjól tækninn-
ar hefir snúizt ótt. ísland er, til
ills eða góðs, orðið þýðingar-
mikill staður í hernaðarlegu til-
liti, og er líklegt til að halda á-
fram að vera það, meðan stór-
þjóðir heimsins eiga loftflota.
Hvað er nú framundan?
Enn hefir stríðið ekki náð til
okkar á harkalegan hátt. Ein
hernaðarflugvél hefir skotið á
islenzkt skip, skemmt það lítið
eitt og sært nokkra menn, en
ekki hættulega. En þetta stríð
getur orðið langt. Það getur náð
til okkar að einhverju leyti.
Og í framtíðinni getur ísland
orðið vígvöllur stórvelda, sem
takast á um heimsyfirráðin.
Einangrun landsins er lokið.
Héðan af verður íslenzka þjóð-
in að muna eftir því, að hún
er komin inn í samspil þjóð-
anna og verður að kunna fót-
um sínum forráð. Þetta strlð og
styrjaldir komandi ára geta
fært íslandi hörmungar og
eyðileggingu, jafnvel kúgun
miklu meiri en kúgun þá, sem
forfeður okkar hafa átt að búa
við á undangengnum öldum.
En hið nýja viðhorf getur líka,
í samstarfi við frjálsar þjóðir-,
tryggt okkur frelsi og glæsilega
framtíð, þó að við verðum, eins
og aðrar þjóðir, að borga frels-
ið með fórnum.
Hversu meta aðrar þjóðir
frelsið?
Um nokkra stund hefir ís-
lenzka þjóðin verið þögul og
nokkuð athafnalítil um frelsis-
mál sín. Sumir greindir menn
halda því jafnvel fram, að þjóð-
ina langi ekki til að vera frjáls.
Menn benda á að útlendir valda-
menn hafa reynt að koma sér
hér upp íslenzkum liðsauka.
Aðrir halda því fram, að íslend-
ingar vilji helzt fá að vera undir
Dönum eins og fyrr, og að þjóðin
myndi varla vil-ja þiggja að vera
fullfrjáls, þó að henni væri boð-
ið það.
Aðrar þjóðir lita ekki svo á
málið. Finnar og Grikkir hafa
nú nýverið vakið undur og aðdá-
un allrar veraldar fyrir dirfsku
og þrótt að fóma öllu fyrir frels-
ið. Danir og Norðmenn þrá ekk-
ert meira en að mega fá frelsið
aftur. Jafnvel stærsta þjóð
heimsins, Kínverjar, verður að
verja frelsi sitt fyrir grimm-
lyndri árásarþjóð. Bæði Þjóð-
verjar og Bretar líta á þetta
stríð eins og átök upp á líf og
dauða um framtíð þjóðanna.
Öllu,sem menn meta mest i dag-
legu -lífi þjóðanna, er fórnað í
yfirstandandi hildarleik, í von
um að geta tryggt ófæddum
kynslóðum í löndum sínum þjóð-
legt frelsi og sjálfstæði.
Frelsisbarátta íslendinga.
Nú eru liðin um 110 ár síðan
Baldvin Einarsson og samherjar
hans hófu frelsisbaráttu íslend-
inga. Frá 1830 til 1918 var frels-
isbarátttan mál málanna. Hver
sigur í sjálfstæðismálinu varð
undirstaða nýrra framfara. Alls
staðar þar sem mál íslendinga
voru í höndum erlendra vald-
hafa, var kyrrstaöa og niður-
læging. Hvar sem íslendingar
fengu að ráða fram úr sínum
málum færðist líf og fjör í þró-
unina. Frelsisbarátta og frelsis-
tákn þjóðarinnar skapaði hvar-
vetna aukinn manndóm og
auknar framfarir.
Svefnþornið 1918.
Vegna yfirvofandi hættu í
sambandi við endurheimt
dönsku fylkjanna í Slesvik, bauð
danska stjórnin árið 1918 að við-
urkenna að fsland væri ríki við
hlið Danmerkur. En jafnframt
því reyndu sendimenn Dana að
halda í nógu mikið af valdi yfir
íslandi til þess að bjarga yfir-
þjóðaraðstöðunni. ísland hét að
vísu sjálfstætt ríki. En allir
danskir menn áttu sama rétt og
landsins eigin börn til gæða
landsins. Danir fóru með vald
fyrir ísland í utanríkismálum.
Og konungur Dana hélt áfram
að vera konungur íslendinga.
Danakonungar höfðu í þrjár
aldir lögfest flattan þorsk sem
þjóðareinkenni íslendinga. En
þegar því lauk, bauð Danakon-
ungur lítilþægum íslendingum
að rauði liturinn úr Danafána
skyldi þrengjast'mitt inn í Hvít-
bláin íslendinga. Öll þessi atriöi
urðu þess valdandi, að allur al-
menningur á íslandi hálftrúði
að þjóðin væri frjáls, en vissi þó
til hálfs að skuggi hins útlenda
valds frá dögum Hákonar gamla
hvíldi yfir landinu. Hin hálfa
viðurkenning frá 1918 var skref
áfram. En það var stigið með
hálfvelgju og óskörulegri mála-
miðlun. Það var ekkert róman-
tískt eða vekjandi við atburðina
1918, eins og verið hafði um
þjóðfundinn 1851, eða valdatöku
Hannesar Hafstein 1904. Dönum
tókst 1918 að gefa íslendingum
steina fyrir brauð, láta þá halda
að þeir væru fullfrjálsir, en
halda þjóðinni undir sínum
ægishjálmi með sameiginlegum
þegnréttindum, utanríkismálum,
en allra mest með konungdæm-
inu. Danir vissu, að þó að öll
önnur bönd væru slitin milli
landanna, þá myndi sameigin-
legur konungur tryggja það, að
ísland yrði, meðal þjóða heims-
ins, álitin dönsk hjálenda, og
íslendingar halda áfram að
finna til á þann hátt, að þeir
væru ekki búnir að ná fullu
frelsi.
Veiðiför Staunings til íslands.
Hin óskörulegu og óróman-
tísku málalok 1918 voru mjög að
skapi Stór-Dana, en mjög svæf-
andi fyrir íslendinga. Danir létu
í veðri vaka, að þeim væri sama
hvort íslendingar væru kyrrir í
sambandi við þá, eða sigldu sinn
sjó. Þetta leiddi til aukins and-
varaleysis hér á landi. Fyrir-
spurn Sigurðar Eggerz 1928 var
að vísu svarað svo af framsögu-
mönnum allra þingflokkanna, að
þeir vildu vinna að því að þjóð-
in tæki utanríkismálin í sínar
hendur. Eftir það var tekin önn-
ur hvíld þar til 1937. Þá voru
aftur fest nokkur heit í sjálf-
stæðismálinu, og utanríkisnefnd
falið að starfa með ríkisstjórn-
inni að endanlegri lausn máls-
ins. Formaður Sjálfstæðisflokks-
ins lýsti því yfir fyrir hönd þess
flokks, að Sjálfstæðismenn vildu
ekki endurnýja sambandssamn-
inginn við Danmörku á árun-
um 1941—43.
Svipuð ummæli féllu frá
mönnum í öðrum flokkum. En
stjórn Dana tók ekki meira
mark á yfirlýsingum íslendinga
en það, að hún sendi sjálfan
forsætisráðherra Dana, Þor-
vald Stauning, hingað til lands,
skömmu áður en heimsstyrjöld-
in braust út, til að treysta
böndin, sem lögð voru með
Gamla sáttmála. St'auning er,
svo sem kunnugt er, reyndasti
og frægasti stjórnmálamaður
Dana. Hann hafði auk þess ver-
ið Ifpur og laginn um úrlausn
margra minniháttar mála í
skiptum sambandsþjóðanna.
Auk þess átti hann á íslandi
ýmsa persónulega góðkunninga.
Stauning dvaldi 'hér um stund
og hlustaði þjóðarhjartað. Hann
virðist hafa farið héðan í þeirri
öruggu trú, að íslenzka þjóðin
hefði sofnað væran blund á
málamiðlunardýnunum frá 1918,
Stauning var svo innilega
sannfærður um að þjóðin hefði
sofnað á verðinum, að hann
gerði opinberlega gys aö íslend-
ingum í viðtali við fréttamenn,
þegar hann var að koma heim.
Taldi hann íslendinga alls ólík-
lega til að hreyfa verulega við
sjálfstæðismálinu. — Eiginlega
væri ekki nema einn maður í
landinu, sem vildi Jullt frelsi“
til handa þjóðinni. Stauning gaf
í skyn, svo sem vonlegt var, að
litlu skipti þó að einn.maður
óskaði eftir fullkomnu frelsi, þar
sem aðrir gerðu sig ánægða með
minna.
Samtal okkar Staunings.
Úr því að aðstaða mín var gerð
að umtalsefni á svo áberandi
hátt við þetta tækifæri, þykir
mér rétt að skýra frá því sam-
tali, sem varð orsök til hinnar
kynlegu yfirlýsingar hans við
heimkomuna. Meðan Stauning
var hér, höfðum við verið saman
nokkrum sinnum, þar sem við
höfðu báðir verið gestir. Við
höfðum sézt af og til á undan-
förnum árum, en sjaldan talað
saman. Þó að Stauning sé kurt-
eis maður og prúður í umgengni,
er hann í aðra röndina fálátur
og seintekinn. Skömmu áður en
hann fór, bauð hann mér að
drekka með sér te í húsi sendi-
herra Dana. Við ræddum þar
saman hér um bil eina klukku-
stund. Hann spurði mig um álit
mitt á samstarfi íslendinga og
Dana. Ég sagðist álíta skilnað
sögulega og óhjákvæmilega
nauðsyn fyrir ísland. Ég benti
á, að íslenzka þjóðin hefði sömu
'þörf fyrir fullkomið sjálfstæði
eins og Danir, eða þaðan af
stærri þjóðir. Forfeður okkar
hefðu haft lýðveldi í nokkrar
aldir. Þá hefði orka þjóðarinnar
notið sín bezt. Síðan hefðum við
lotið stjórn norskra og danskra
manna í margar aldir. Með út-
lendum yfirráðum hefði hnign-
unin byrjað. Því meira sem er-
lendir valdhafar hefðu skipt sér
af málum íslands, því verr hefði
þjóðinni farnazt. Og því meir
sem íslendingar hefðu fengið
vald yfir málum sínum í hendur
íslenzkra manna síðan 1"845, því
betur hefði hagur þjóðarinnar
blómgazt.
Ég benti Stauning á, að við
íslendingar, sem þekktum
nokkuð til í Danmörku og til
sögu Norðurlanda, tækjum eftir
því, að Danir væru yfirburða-
þjóð, til að gera sitt eigið land
sem allra veglegast, en jafn-
skjótt og kæmi út yfir landa-
mærin, hyrfi Dönum góðir
hæfileikar til að .stjórna. Væri
sama hvort litið væri á stjórn
Dana í Hertogadæmunum, í Sví-
þjóð á Kalmaröldinni, Nfireg,
meðan hann var hjálenda Dan-
merkur, ísland eða Færeyjar,
þá væri sagan hin sama. Danir
væru fyrirmyndarmenn í sínu
eigin landi, en mjog lítið falln-
ir til að hafa undirtökin í öðr-
um löndum.
Stauning spurði mig þá um
skoðun mína á konungssam-
bandinu. Ég benti honum á, að
ef byggt væri á því, að Gamli
sáttmáli væri undirstaðan að
valdi konungs yfir íslandi, þá
myndu fyrirrennarar hans
hafa brotið öll skilyrði þess
sáttmála. Konungar Dana væru
1 augum íslendinga tákn
danskrar valdaaðstöðu á ís-
laridi. Þeir væru algerlega
framandi hér á landi, hefðu
annað þjóðerni, aðra tungu, og
væru mjög ókunnugir á ís-
landi. Ég viðurkenndi þó, að
Kristján X. hefði haldið vel
stj órnarskipun landsins og
verið fullkomlega skyldurækinn
um íslenzk embættisstörf. En
hann væri vitanlega ekkert
nema útlendingur gagnvart ís-
landi. Ekkert sannaði það bet-
ur heldur en sú undarlega
staðreynd, að hann hefði sett
Alþingi hinnar vopnlausu ís-
lenzku þjóðar á Þingvöllum
1930 í dönskum aðmírálsbún-
ingi. Ég hélt því fram, að eins
og konungdæmið væri vafið
inn í danska sögu frá upphafi
vega, og virtist vera Dönum
bæði hugstætt og haldkvæmt,
þá væri konungsvald á íslandi
frá landnámsöld nálega ein-
göngu tengt við atburði, sem
íslendingum væri hvorki kærir
eða til metnaðarauka.
Meðan stóð á samtalinu, kom
Stauning með sínar skýringar
og athugasemdir meö mikilli
kurteisi. Hann sýndi þá engin
gremjumerki. En af hinu ó-
gætilega og raunar mjög ó-
hyggilega samtali um viðhorf
íslendinga, er hann kom heim,
virðist einsætt, að honum hafs
líkað stórilla skoðanir mínar.
Enginn vafi er á, að hann hef-
ir komið til að deyfa eggjar í
sjálfstæðiskröfum íslendinga.
Ég dró ekki dul á, að ég talaði
ekki í umboði neinnar stofnun-
ar eða stefnu, heldur aðeins
sem íslenzkur borgari. En mig
hafði frá upphafi 'grunað í
hvaða skyni för hans var farin
og vildi, úr því. ég var beinlínis
spurður, láta gestinn fá að
vita hug minn allan. Mér þótti
það því betur viðeigandi, þar
sem mér þykir Stauning einn
hinn merkilegasti maður í Dan-
mörku, og hafði um margs-
konar minniháttar mál reynst
sanngjarn nábúi.
Síðustu virki Dana á fslandi.
Þrátt fyrir öll vinmæli í
veizlum og skálaræðum, er eng-
inn vafi á, að Danir vilja til
lengstra laga halda yfirþjóðar-
aðstöðu á íslandi. Ef sáttmál-
anum frá 1918 var sagt upp, um
öll málefni, var konungssam-
bandið eftir og byggt á Gamla
sáttmála og erfðahyllingum.
Dönskum stjórnmálamönnum
var vel Ijóst, að konungsdæmi
dansks konungs yfir íslandi,
var' ákaflega sterk sönnun í
augum annarra þjóða yfirleitt,
um það, að íslendingar hefðu
ekki náð „fullu frelsi“. Jafnvel
eftir að Danmörk var lögð
undir hið þunga ok þýzkrar
hertöku, komust sumir af
frjálslyndustu þjóðmálamönn-
um Dana í illt skap út af því,
að ísland hafði sendimann í
Stockhólmi. Fátt sýnir betur,
hve rík yfirþjóðartilfinningin
er í hugum jafnvel þeirra Dana,
sem vel þekkja til á íslandi,
heldur en þessi þrjózkufulla
sérdrægni, einmitt þegar Danir
höfðu um stundarsakir á ó-
maklegan hátt misst frelsi sitt.
0
Misskilningur Staunings.
Veiðiför Staunings var farin
á óheppilegum tíma. Þung ský
grúfðu yfir álfunni. Smáþjóð-
irnar, og þar á meðal Danir,
höfðu ástæðu til að óttast um
frelsi sitt. Slík skilyrði hefðu
átt að knýja forráðamenn
hverrar smáþjóðar til aukinn-
ar varfærni um ágang eða yfir-
drottnunarhneigð gagnvart
öðrum þjóðum. En menn og
þjóðir læra seint af reynslunni.
Eins og Kristján X. taldi sér
metnað í því að sýna einkenni
dánska flotans á Alþingi 1930,
þó að hann mætti vel vita, að
danski flotinn gat ekki varið
Danmörku einn sólarhring,
þannig sleppa margir áhrifa-
menn í Danmörku ekki óskinni
um danska valdaðstöðu á ís-
landi fyr en rofin eru öll hin
pólitísku og stj órnarf arslegu
bönd, sem tengt hafa þessar
þjóðir saman langa stund.
Stauning hafði of lítið kynzt
skoðunum íslenzkra borgara á
sjálfstæðismálinu. En ekki leið
á löngu áður en honn fékk
fulla vitneskju um, að honum
hefði skjátlazt, er hann hugði
þjóðina afhuga því að krefj-
ast fullkomins frelsis. Ungir
Framsóknarmenn sámþykktu á
aðalfundi sinum á Akureyri, að
beita sér fyrir fullkomnu sjálf-
stæði íslands. Á fjölmennum
fundi stúdenta í Reykjavík, þar
sem Guðbrandur Jónsson
reyndi að fá fundarmenn til að
lýsa því yfir, að þeir vildu
leggja frélsismálin á hilluna,
fékk hann alla fundarmenn á
móti sér. Nú nýverið hafa ung-
ir Sjálfstæðismenn og ungir
Framsóknarmenn endurnýjað
heit sín um fullkominn skilnað
sambandslandanna. Um sama
leyti samþykkti flokksfundur
Sjálfstæðismanna á Akranesi
áskorun um að halda í sumar
þjóðfund á Þingvöllum og ráð-
stafa þar hinu æðsta stjórnar-
valdi. Skömmu fyrir jól sam-
þykkti almennur bændafund-
ur á Eiðum í Suður-Múlasýslu
áskorun til þings og þjóðar um
að halda fast saman um að afla
þjóðinni fullkomins sjálfstæð-
is og hefja það mál yfir allar
flokkaddilur. Alþýðuflokkurinn
samþykkti ennfremur á flokks-
þingi sínu að beitast fyrir því
að ísland yrði lýð^eldi. Að lok-
um má ,geta þe,ss, að þegar
Jakob Möller og Sigurður Egg-
erz gengu með liðsafla sínum
til samstarfs við íhaldsflokk-
inn gerðist tvennt í einu. Annars
vegar tók hin nýja samsteypa
sér nafnið Sjálfstæðisflokkur,
og setti aðskilnað íslands og
Danmerkur efst á stefnuskrá
sína. Nafnið Sjálfstæðisflokkur
væri fullkomlega óviðeigandi,
ef það væri ekki tilgangur
flokksmanna að ganga hart
fram um að endurheimta allt
það sjálfstæði, sem glataðist
1262 meö Gamla sáttmála,
Það verður ekki séð af fram-
angreindum dæmum annað en
að allur almenningur í landinu
muni vera mjög einhuga um að
gera frelsistökuna að máli mál-
anna.
Samhygð íslendinga með
Finnum.
Ef Stauning hefði haft á réttu
að standa um að íslenzka þjóðin
væri yfirleitt orðin afhuga því
að vilja vera fullkomlega frjáls,
myndi enginn íslendingur hafa
gefið eyrisvirði til Finna fyrir
ári síðan. En þar fór á annan
veg. Stórkostlegri og glæsilegri
samskot hafa aldrei verið gerð
á íslandi. Gjafirnar voru bæði
rausnarlegar og ákaflega al-
mennar. Einstaka konur gáfu
hringi sína, eins og títt er í vel
menntum löndum, þar sem þjóð
berst fyrir frelsi sínu. íslending-
ar þekkja Finnland lítið af við-
skiptum eða kynningu. Ástæðan
til hinnar almennu fórnar-
lundar þjóðarinnar gat ekki
verið önnur en sú, að hér var
lítil, frjáls þjóð í ógurlegri bar-
áttu fyrir frelsu sínu og menn-
ingu. Ef íslendingar kynnu ekki
að meta frelsið, myndu þeir
engu hafa fórnað fyrir frelsi
Finnlands. í mínum augum er
framkoma íslendinga í Finn-
landsmálinu langsamlega sterk-
asta líkindasönnunin fyrir því
að íslenzka þjóðin mun bæði
verða fullfrjáls og kunna að
gæta frelsisins.
Hvað hefir skeð í frelsismálinu?
Þegar danska þjóðin missti
frelsi sitt við innrás Þjóðverja 9.
apríl fell niður aðstaða Krist-
jáns X. til að geta gegnt stjórn-
arstörfum á íslandi, og mögu-
leiki dönsku stjórnarinnar til að
fara með utanríkismálin. Þjóð-
verjar hafa í raun og veru tekið
í sínar hendur alla stjórn
danskra málefna. Aðskilnaður
Danmerkur og íslands er svo
fullkominn að sendiherra Dana
í Reykjavík, sem stendur undir
valdi forsætisráðherrans, fær
ekki fyrirmæli um starf sitt eða
framlög fremur en hann hefði
yfirmenn á plánetunni Júpíter.
Þjóðverjar virðast hafa tekið ut-
anríkismál Danmerkur gersam-
lega í sínar hendur. Kristján
konungur sýnir mikinn röskleik
og myndarskap í framkomu
sinni, og danska þjóðin gerir
hann að sameiningartákni í
frelsisviðleitni sinni. En þó að
konungur væri allur af vilja
gerður, getur hann engar stjóni-
arathafnir framkvæmt á ís-
landi. líegar Þjóðverjar hertóku
Danmörku og engilsaxnesku
þjóðirnar lýstu yfir að ísland
væri meðan stríð stæði yfir, á-
hrifasvæði þeirra, var skilnaðuf
íslands og Danmerkur fullgerð-
ur í verki.
Tveir vegir framundan.
íslenzka þjóðin er nú líkt sett
eins og maður, sem gripinn hefi1’
verið af sterkum nábúa og læst-