Tíminn - 31.12.1940, Side 4

Tíminn - 31.12.1940, Side 4
220 TfMIM, þriðjutlagimi 31. des. 1940 130. blað Vlð áramótín 1940—41 (Framh. af 3. síðu) öllu óskiljanlegt, að hinar enskumælandi lýðræðisþjóðir, sem 'hafa skapað og þroskað það stjórnfrelsi, sem nú er til í heiminum, gætu tekið það illa upp, þó að við íslendingar sýnd- um fullan og einlægan vilja á því að vilja lifa sem frjálsir menn, eins og hinir engilsax- nesku frændur í tveimur stór- veldum. Mér sýnist niðurstaða þessa máls mjög einföld. Skilnaður myndi stórlega bæta sambúð Dana og íslendinga. Öðrum þjóðum er breytingin óviðkom- andi. Frelsiskærum þjóðum yrði hún ánægjuefni, því nóg er annarsstaðar til af ófrelsi og kúgun sem viðfangsefni handa þeim, sem vilja létta oki af mannkyninu. Þjóðveldið og dvalarliðið. Því er haldið fram af mönn- um, sem telja sig hægfara í frelsismálinu, að það sitji illa á þjóð, sem hafi erlent herlið í landinu að láta eins og hún sé frjáls. Þetta er meiriháttar mis- skilningur. Dvalarliðið er hér á landi vegna hernaðarþarfa brezka heimsveldisins, en ekki eins og rússneskt setulið í Pól- landi. Hér á landi er tvíbýli. Dvalarliðið sinnir hermálum. íslenzka þjóðin staríar að framleiðslumálum sínum og hefir alla þætti íslenzks menn- ingarlífs í höndum sér eins og áður. Allir vita, og enginn bet- ur en stjórn Breta, að við getum ekki náð sambandi við Dan- mörku um störf konungs eða utanríkismál. Okkur er því op- inn sá einn kostur, að skapa þjóðinni stjórnarhætti og stjórnarform, sem hæfir frjálsri þjóð. Auk þess myndi stofnun lýðveldis á íslandi, meðan stríðið stendur vera ótvíræð sönnun þess, að dvalarliðið blandaði sér á engan hátt í stjórnmál hins íslenzka ríkis. Með því að stofna lýðveldi á íslandi meðan stríðið stendur sýnir íslenzka þjóðin, að hún kann að meta fullkomið sjálf- stæði og fær að njóta þess, þó að her Bretaveldis dvelji í landinu. Skq.rtklæði Skúla fógeta. Eitt af þjóöskáldum íslend- inga lýsir i alkunnu kvæði hversu Skúli fógeti fór í skart- klæði í ofviðri á sjó, þegar nokkrar líkur voru til að skip hans kynni að farast. Hann taldi ástæðuna til þess að hann bjóst skartklæðum i það sinn vera þá, að hann vildi, að bún- ingurinn bæri vitni, ef líkið bærist upp að ströndinni, að þar hefði farizt skörulegur maður. Allar þjóðir eru nú líkt sett- ar um framtíðarmál sín eins og Skúli fógeti í þessari hættu- ferð. í yfirstandandi ófriði hafa mikil ríki verið yfirunnin og þjóðirnar sviftar frelsi og eign- um. Ef þessu striiði lýkur á þann veg, að landvinninga- þjóðir verði einráðar um friðar- kosti, mætti svo fara, að hér eins og víða annars staðar yrði með valdboði skipt um stjórn- arform. Kæmi þá persónuleg harðstjórn í stað þingstjórnar alhliða kúgun í stað mikils frelsis. En j aínvel þótt þvílík forlög biðu íslenzku þjóðarinn- ar, þá bæri henni skylda til að hafa sýnt fullan manndóm, meðan hún var frjáls gerða sinna. Síðar á tímum stæðu fs- lendingar betur að vígi að endurheimta frelsi sitt, ef sú kynslóð, sem hafði forustu í islenzkum málum 19.41—43 hefði fylgt fordæmi Skúla fó- geta og sýnt kjark og lífsvilja í hættunni. Jón Sigurðsson og Hannes Hafstein. En ef svo fer, sem flestir ís- lendingar vona, að margar þjóð- ir verði frjálsar eftir stríðið og íslendingar þar á meðal, þá þarf ísland ekki að vera viðfangsefni stórmenna heimsins á nýjum Vínarfundi. Þjóðin hefir þá gengið hiklaust og djarflega að. verki, sett á stofn minnsta ríki veraldarinnar, en með skipulagi, sem um allt byggist á réttri hugsun og mætti verða til sæmd- ar vel mentaðri stórþjóð. Þess- vegna hvílir sama skylda á ís- lendingum að endurreisa þjóð- Jón fvarsson. (Framh. af 1. síðu) næstyngstur af systkinunum. Strax á barnsárum Jóns bar á að hann væri greindur. Fór hann undir eins þegar færi gafst Hvítárbakkaskólann. Síðar stundaði hann nám, bæði við Verzlunarskólann og Kennara- skólann í Reykjavík. Hann var nokkur ár kennari í Borgarfirð- inum á vetrum, en stundaði al- genga sveitavinnu þess á milli. Þegar fyrsta ungmennafélagið var stofnað í Borgarfirðinum fór hann í stjórn þess, en átti ekki að öllu leyti samleið þar með ýmsum, sem mun hafa fundist, að fátæka kotdrengn- um bæri síður að vera framá- maður, heldur en öðrum, sem voru frá ríkari heimilum. Þetta var í æskusveit Jóns. En nokkru seinna varð hann aðalforgöngu- maður fyrir stofnun U. M. F. Dagrenning, sem náði yfir Lund- arreykja- og Skorradal, en í þ'eim sveitum ' var Jón lengst kennari. Hann var formaður þess félags fyrstu ár þess, og var það þá eitthvert bezta og heil- brigðasta ungmennafélag, sem ég hefi nokkurri sinni þekkt. Og í þessum sveitum naut Jón mik- illa vinsælda, bæði sem kennari og maður. Um nokkur ár starfaði Jón sem aðalbókhaldari við Kaupfé- lag Borgfirðinga í Borgarnesi. Virtist það féiag þá vera í tals- verðum uppgangi, en hinn los- aralegi rekstur þess var á ýmsan hátt mjög á móti skapi Jóns, þótt bókhaldi og öðru, er hann snerti við, héldi hann í góðri reglu. Sigurður Runólfsson var þá forstjóri félagsins og var hann mjög að skapi margra mest leiðandi Borgfirðinga, sem vildu halda í hann .og hans rekstraraðferðir á félaginu eins lengi og flotfært var. Jón ívars- son var aftur á móti einn af veldið á því ári, sem nú er að byrja, hvort heldur sem kúgun eða frelsi verða kjörorð þjóðar- innar eftir stríðið. Sjálfsagt myndi Jóni Sigurðs- syni og Hannesi Hafstein þykja undarlega við bregða, ef þeir mættu nú líta upp úr gröfum sínum og yrðu þess varir, að ís- lenzka þjóðin væri hikandi að taka við fullu frelsi, er hlekkir Sturlungaaldar falla sjálfkrafa til jarðar, eins og múrar Jeríkó- borgar í fornsögu Gyðinga. Jón Sigurðsson myndi benda á, að hann eyddi orku langrar æfi með stuðningi mikils meirihluta þjóðarinnar í baráttu fyrir því að íslandi yrði stjórnað af ís- lendingum, en ekki Dönum Hannes Hafstein myndi minnast þess, að það varð honum að valdatjóni á miðri æfi, að hann gat ekki fengið Dani til að sleppa kröfunni um það, að ís- land héti hluti af Danaveldi Mjög myndi þessum mönnum og þúsundum samherja þeirra bregða í brún, ef eftirkomendur þeirra treystu sér ekki til að taka á móti fullu frelsi og gæta þess vel. En til þess mun ekki koma. Á ári því, sem nú fer í hönd, eru liðnar sjö aldir síðan mesti sagnfræðingur Norðurlanda var veginn í Reykholti. Norðmenn viðurkenna, að hann hafi bjargað hinni glæsilegu forn- sögu Noregs frá glötun og með því lagt grundvöll að nútíma- ríki Norðmanna. Samtíðar- menn Snorra áttu mikinn þátt í því, að lýðveldið leið undir lok. En þeir eiga líka mikinn þátt í endurreisn íslenzku þjóð- arinnar. Þeir hafa sýnt, hví- Jtókum þroska islenzka þjóðin getur náð i skjóli fullkomins sjálfstæðis. Við eigum andans höfðingjum fornaldarinnar að þakka viðreisn landsins nú á tímum. Dæmi þeirra sýnir líka hverjum þroska íslenzka þjóð- in getur náð, ef hún ræður landi sínu og fer vel með vit sitt og vald. Framsóknarmenn minnast með ánægju þeirra mörgu merkilegu sigra, sem unnir voru hér á landi í þjóðmálum fyrir tíu árum. Margir þeirra eru það þýðingarmiklir, að þeirra vegna, og sökum annarra þvílíkra sigra frá öðrum árum, getur íslenzka þjóðin nú geng- ið djarflega til verks á hinu ný- byrjaða ári við að fullkomna verk þriggja kynslóða til að end- urskapa skilyrði til nýrrar gull- aldar á íslandi. J. J. Deim fáu Borgfirðingum á þeim árum, sem vildu gera félagið að samvinnufélagi og reka það á heilbrigðum samvinnugrund- velli í stað braskgrundvallar aess, sem það var rekið á og sem hlaut að svíkja fyrri eða síðar, sem hann og gerði. í Borgarnesi voru duglegir og áhrifamiklir kaupmenn. Þeir voru frænd- og vinamargir með- al áhrifamanna héraðsins og yf- irleitt var þetta lið mjög and- vígt því að kaupfélagið yrði samvinnufélag. Um stefnubreyt- ingu þessa var talsverður ugg- ur í mönnum og litu andstæð- ingar hins nýja skipulags Jón ívarsson mjög óhýru auga, sem áhrifamanns í því, er koma skyldi, ef breytingin næði fram að ganga. Var Jón þá talsvert rægður í héraðinu, einkum af aeim, sem máttu sín meira. En menn, sem þekktu Jón vel og treystu honum langbezt allra Borgfirðinga til þess að koma kaupfélaginu á réttan kjöl, þeir máttu sín minna og drógu sig 3á í hlé. En sárt þótti mörgum Borgfirðingum þá að þurfa að sjá á bak þessum efnilega unga manni í burt úr æskuhéraði sínu, sem hann kaus langhelzt að helga starfskrafta sína og iað hafði svo mikla þörf fyrir að njóta. Árið 1921 tók Jón við forstjórn Kaupfélags Austur-Skaftfell- inga. Var það þá í niðurníðslu og mjög illa statt fjárhagslega. Jón tók sterklega stjórnartaum ana og hefir jafnan síðan stýrt félaginu til vegs og gengis. Fé- lagið er nú eins og kunnugt er orðið eitthvert sterkasta og bezt stæða kaupfélag landsins með miklar eignir í sjóðum og fast- eignum og nær því skuldlaust. Og það er ekki nóg með það, að félagið hafi eflzt undir stjórn Jóns, heldur hefir hann og fé- lagið stutt mjög að farsæld íbú- anna í sýslunni almennt. Hann hefir t. d. staðið fast á móti að þeir hlæðust í skuldum og yrðu þannig ósjálfbjarga reköld eins og viljað hefir brenna við of víða á landinu. Þegar bændur leit- uðu kreppuhjálparinnar hér um árið tóku menn eftir því að áberandi færri, hlutfallslega sóttu um kreppuhjálp úr Aust- ur-Skaptafellssýslu heldur en úr nokkurri annarri sýslu lands- ins. Sú frétt kom okkur ekki á óvart, sem þekktum Jón ívars- son bezt frá æskuárunum og vissum að hann var mesti áhrifa- og ráðamaður um fjár- mál Austur-Skaftfellinga. Höfuðeinkenni Jóns hafa jafn- an verið traustleikinn, gætnin og festan — og trúmennskan við það sem hann hefir tekið að sér, ásamt góðri greind og starfs- hæfni. Þegar Framsóknarflokkurinn varð til, gerðist Jón þar strax öruggur liðsmaður. Áður var hann eindreginn Sjálfstæðis- maður (sem var auðvitað óskylt því að vera „núverandi Sjálf- stæðismaður") og vildi skilja við Dani og alls ekki fá neinn rauð an kross inn i fána okkar sem friðargjöf til hins dansklundað asta og afturhaldssamasta í þjóðinni. Jón var áhugasamur um landsmál alla tíð og í Borgar- firði beindust strax talsvert af örfum andstæðinganna að hon- um, og svo var um langt skeið í Austur-Skaftafellssýslu. Var hann þar um mörg ár mikill áhrifamaður Framsóknarflokks ins, og mátti sjá þess oft merki á Morgunblaðinu og víðar, að „Sjálfstæðismönnum“ fannst þeir eiga hættulegan andstæð- ing þar sem Jón ívgrsson var. Á síðari árum hefir aftur á móti skorizt stundum í odda með J Iv. og Framsóknarflokksmönn- um. Þeim hefir þá fundizt hann vera nokkuð íhaldssamur, og honum þótt þeir sumir nokkuð fyrirhyggj ulitlir. Það fylgir nú venjulegast aldrinum að verða dálítið íhaldsamari og ég skal ekki neita því, að við ýmsir æskuvinir Jóns ívarssonar hefð- um óskað eftir meira af æsku- einkennum í honum nú hin síð- ari árin. En samt mun hann vera alláhugasamur umbótamaður þótt árin hafi færst yfir hann sýnir það t. d. samvinnuræktun þeirra Hafnarbúa og garðrækt Skaftfellinga, en Jón mun hafa verið mikill hvatamaður að hvorutveggju — og svo umbóta störf hans í kaupfélagsmálun- um. En Jón hefir kunnað illa losarahætti og stefnuleysi ungs Leikfélag Reykjavíkur »H ÁI Þ Ó R« eftir MAXWELL ANDERSON. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. —5 í dag. llörn fá ekki aðgang. fólks og hvað það gerði hlut- fallslega háar kröfur til annara manna samanborið til sjálfs sín. Við það hefir komið gremja í suma unga menn, þegar við hef- ir bæzt, að Jón er fastheldinn við margt gamalt og gott, sem ýmsir, er unna hröðum breyt- ingum, skilja ekki til fulls hversu verðmætt er. Ströng reglusemi, vægðarlausar kröfur um skil- semi þeirra, er geta staðið í skil- um, sparsemi á fé annara o. s. frv. á nýi tíminn erfitt meö að meta eins og vert er. En traustið á Jóni kom samt vel fram þegar hann var kos- inn til Alþingis sem utanflokka- maður. Munu þeir fáir núlif- andi íslendingar, sem aldrei hafa á Alþingi setið, er gætu leikið eftir Jóni að ná kosn- ingu svo glæsilega til Alþingis á þessari flokkanna öld. Ætti ég að velja forstöðu- mann fyrir einhverja stóra stofnun,, þar sem þyrfti sér- staka festu og reglusemi við, væru þeir fáir íslendingarnir, sem ég tæki fram yfir Jón ívarsson. En vegna manngildis síns og máske meðfram af því, að Jón ívarsson getur verið kaldhæðinn í garð þeirra, sem ekki eru honum að skapi, þá hefir hann oft fengið andstæð- inga. En svo er um flesta menn, sem mikill dugur og dáð er í, og brautryöj endur, þeir fá allt- af meira og minna af naggi hjá samtíðarmönnum sínum. Jón er lcvæntur Guðríði Jónsdóttur úr Arnarfirði vestra, greindri konu og góðum félaga. Jón hefir alla æfi verið sérstak- ur reglumaður, t. d. aldrei bragðað áfengi né tóbak, mik- ill starfs- og eljumaður, vinur vina sinna og raungóður í hverri raun. Um það leyti sem fátæk systir Jóns dó, tóku þau hjónin t. d. þrjú ung börn hennar og ólu þau upp með mesta sóma, eins og það væru þeirra eigin börn. Á þessum tímamótum í lífi Jóns ívarssonar munu margir senda honum hlýjar kveðjur. Það eru meðal annars fleiri Borgfirðingar nú en fyrir 20 árum síðan, sem skilja stefnu og starf Jóns, og hve mikill skaði var fyrir æskuhérað hans að fá ekki að njóta hans góðu starfskrafta. Og það munu ýmsir Borg- firðingar láta dæmið um Jón ívarsson sér að varnaði verða, þannig, að vilja ekki hrekja unga og efnilega menn burtu úr Borgarfirði með þröngsýni og skilningsskorti — þá menn, sem þrá að helga þessu fagra og góða héraði starfskrafta sína. V. G. Gengið á sjónarhól. (Framh. af 1. síðu) og samkvæmislífi, en sú gleði, sem þar fæst, er ekki varanleg. Þær skortir þrek og kjark til að hrista af sér ok iðjuleysisins og fara að sinna gagnlegum störfum. Áður en varir, eru þær orðnar líkamlega vanheilar af vinnuleysi og óhófslifnaði. Sál- arástandið er ekki betra. Þær eru sífellt óánægðar og sífellt nöldrandi. Þær eru andlegt strandgóss. VI. í útjaðri íslenzku höfuðborg arinnar rís stór og fögur nj byggð höll. Það er háskólabygg ingin, — dýrasta húsið, sei þjóðin hefir reist. Þýðingarmikil störf bíð lærifeðranna í þessu muster Þeir eiga að vaka yfir Mímis brunni, er spekt og mannvit ( í fólgið. Þeir eiga að tendra el áhugans í brjóstum þeirra ung manna, er beiðast drykkjar e brunninum, og hvetja þá t drengilegra athafna í þág lands og þjóðar. Lærisveinarnir eru misjafni eins og aðrir. Sumir fara út jaMLA bíó = Nýársmynd 1941: Broadway Serenade Stórfengleg og íburðar- mikil Metro Goldwyn Meyer-söngmynd. Aðalhlutv. leikur og syng- ur vinsælasta söngkona heimsins Jannette Mac Donald. Sýnd á nýársd. kl. 5, 7 og 9 Barnasýn. kl. 3 á nýársd. GULLIVER í PUTALANDI Gleðilegt nýtt ár! 1 NÝJA BÍÓ Fyrsta ástin (FIRST LOVE) Hugnæm og fögur amer- ísk kvikmynd. Aðalhlut- verkið leikur og syngur eftirlætisgoð allra kvik- myndavina: DEANNA DURBIN. SÝND Á NÝÁRSDAG kl. 3, 5, 7 og 9. Lækkað verð kl. 3. Aðg.miðapöntunum í síma ekki veitt móttaka. GLEÐILEGT NÝÁR Tilkyiuiing um blaðasölu barna. Barnaverndarnefnd ReykjavíkUr hefir samkvæmt heimild í reglugerð frá 15. nóv. 1933 bannað frá og með 1. jan. n. k. blaða- sölu drengja á götum úti innan við 14 ára aldur og sömuleiðis blaðasölu telpna innan við 16 ára aldur. Brot gegn þessu varða sektum. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 31. des. 1940.. Agnai* Kofoed-llanseii. Mjólkursamsalan tilkynnir: Á gamlársdag er bnðum vorum lokað kl. 4 e. h. Á nýársdag eru báðirnar aðeins opnar kl. 9—11 árdegis. Skriístofum vorum og vörugeymsluhúsí verður lokað 2. janáar, vegna vörukönnunar. Samband ísL samvinnuiélaga* Skrifstoium vorum. og vörugeymslum verður lokað 2. janúar, H.f. Eimskipafélag íslands. SSóndi - Kaupir þá bánaðarblaðið FREY? menntabrautina af eigin hvöt- um, knúðir af andlegum eldi, sem í þeim býr, og brjótast á- fram af eigin rammleik. Af þeim er góðs að vænta. En í hópi námsmannanna eru líka áhugalitlir amlóðar, sem eru sendir í skólana af venzlafólki, aðeins vegna þess, að það telur „fínt“ að setja börn sín til mennta. En hvorir verða fjölmennari við brunninn, dugnaðarmenn- irnir eða dáðleysingjarnir? VII. Við göngum að dyrum nýja ársins með margar spurningar. Ríkast í hugum margra mun þetta: Erum við á leiðinni til nýrrar áþjánar og undirokun- ar? Eða liggur vegurinn til frelsis, farsældar og menning- ar? Við spyrjum. Svörin koma síðar. Surtarlogi brennir nágranna- löndin. En þótt sá logi eyðist og fagurri jörð skjóti upp, er það okkur ekki nóg. Fleira þarf til að tryggja þjóðinni frelsi og sjálfstæði. Til þess þarf að eyða letinni, hégómadýrkuninni, sér- í) R R Æ N U M Leikfélag Reykjavíkur biður blaðið að vekja athygli á aug' lýsingu félagsins fyrir leiksýninguna annað kvöld, því aðgöngumiðar verða seldir frá kl. 3 til 5 í dag, þ. e. á öðrum tíma en venjulega. hlífninni og eiginhagsmuma- tosinu. í staðinn þarf að leið^ til öndvegis þær dygðir, seú1 mestu orka til framfara, iðjd' semi, sparsemi, reglusemi, ó- eigingirni og ástundun góðra- fræða, göfugra lista og vísinda- Fjármálarefirnir, hengilmæif' urnar og letingjarnir eru grugg' ugir lækir í þjóðlífinu. Þessa læki þarf að setja í stokka áð- ur en þeir verða að því stói" eflis fljóti, er flæðir yfir land' ið, eyðir öllum nytjagróðri 00 ber lífgrösin með sér i ha* gleymsku og tortímingar. skyldi það takast, að hlaðá fyrir þessa „ólgandi Þverá“ áð' ur en það verður of seint? Við sj'áum hvað setur. Hvammstanga, þriðja dag 3óla 1940. Skúli Guðmundsson. I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.