Tíminn - 31.12.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.12.1940, Blaðsíða 3
130. blað Tt^irVN. |>riðjudaginn 31. des. 1940 219 ur inni, þar til dyrnar opnast skyndilega fyrir hræringar mik- illa jarðskjálfta. Fangelsið opn- ast sem af sjálfu sér. Maðurinn getur gengið út, ef hann hefir til þess dug og þrótt. Hann getur líka beðið inni eftir komu gamla húsbóndans, til að vita hvort hann megi fara út undir bert loft. Jarðskjálfti hins mikla heims- stríðs hefir fellt af íslenzku þjóðinni hin gömlu bönd. Hú getur þjóðin valið um hvort hún skilur rúnir þær, sem rás heims- viðburðanna ritar á vegginn, eða hvort hún vill láta vera að sjá úrslitaskýringar viðburðanna. íslenzka þjóðin getur annað hvort tekið að byggja upp sitt eigið hús, og fulllokið hinni ytri smíði á ári því, er nú fer í hönd. Eða hún getur sagt: Ég vil ekki ganga út um opnar dyr, Ég vil bíða enn um nokkur ár og sjá hvað setur. Ég vil liggja norður við heimskautsbaug, eins og illa gerður og óráðstafaður hlutur, þegar stórþjóðirnar setj- ast að nýju við að koma skipu- lagi á heiminn, eftir að þessu stríði lýkur. Hver er dómur íslenzkrar sögu síðan 1845? Alla þá stund sem íslendingar hafa barizt fyrir pólitísku sjálf- stæði, hafa verið hér tvær stefn- ur um viðhorfið til Dana. Annars vegar menn, sem hafa stefnt að því að gera landið sem frjáls- ast og að lokum óháð Dan- mörku. Hins vegar menn, sem vildu fara hægt í frelsismálun- um, og litu jafnan fyrst á hvað dönsk stjórnarvöld segðu um málið, áður en þeir greiddu at- kvæði. Á tímum Jóns Sigurðs- sonar voru í hægfara flokknum dönsku kaupmennirnir og sumir íslenzku faktorarnir. Þá kom meiri hluti betur launuðu em- bættismannanna, sem áttu þá líf og lán undir stjórn Dana. Síðan bættist við ýmiskonar fólk sem leit á Danmörku eins og sjálfsagt yfirríki íslands. í þjóð- lega flokknum var meginþorri hinna kjarkmestu bænda, all- margir sveitaprestar, mennta- skólakennarar, eins og Halldór Kr. Friðriksson og ýmsir aðr- ir embættismenn, sem ekki létu bugast af aðhaldi dönsku stjórn- arinnar. Eftir aldamótin, þegar fánamálið var komið á döfina, sagði mikilsháttar embættis- maður í sveit hinna hægfara, að hann vildi alls ekki eiga heima á fslandi, ef Danafáninn hætti að vera löggiltur hér á landi. En alla stund frá 1845 hafa Jpeir menn, sem vildu gera ísland frjálst, haft forustuna í málinu. Þeir hafa oft verið fáliðaðir á málþingum, en þegar hefir kom- ið að kjörborðinu, hefir hjarta íslendingsins slegið fyrir frelsi landsins, eins og skýrt kom fram í Finnlandsmálinu. Allra gleggsta dæmið um hina ósviknu tilfinningu hins íslenzka borg- ara, er kosningin 1908. Hannes Hafstein hafði mikið lið og fritt, og að baki sér athafnasamt stjórnartimabil. Samt féllu frambjóðendur hans eins og hráviði á kjördegi. Að honum varð ekki annað fundið en það, að hann væri ekki í það sinn nógu harðsnúinn með íslenzka Ímálstaðnum. Allt bendir til að þjóðin líti enn á málið eins og fyrr. Hún ætlast til af þing- mönnum, ráðherrum og öðrum trúnaðarmönnum sínum, að þeir haldi hiklaust uppi íslenzka málstaðnum og ljúki nú, á hinu nýbyrjaða ári, baráttunni um fullt frelsi íslands, eins og sú sókn var hafin af ungum ætt- jarðarvinum í Kaupmannahöfn fyrir meira en heilli öld. Hægfara leiðin. Þeir menn, sem telja nú óráð- legt að leggja undir eins smiðs- höggið í sjálfstæðismálinu, segja að ekki liggi á. Alþingi geti byggt á sáttmálanum frá 1918. Það eigi að biöja um endurskoðun á sáttmálanum. Ef Danir geti ekki náð saman við íslenzka nefndar- menn, eigi að bíða, allt að því í þrjú ár. Ef ekki takist að ná saman við Dani á næstu þrem árum, verði að taka til athug- unar hvað þá eigi að gera. Hæg- fara mennirnir munu vilja láta ríkisstjórnina fara með kon- ungsvaldið eins og nú, og sendi- fulltrúa landsins starfa sem bráðabirgðamenn, meðan ekki sést, hversu Dönum farnast að stríðinu loknu. Hraðfara leiðin. Þeir, sem mæla með hinni svo- nefndu hraðfara leið, segja: Samningurinn frá 1918 milli ís- lands og Danmerkur, er fallinn úr gildi, vegna vanefnda frá hálfu Dana. Sama er að segja um rétt konungs til ríkis á íslandi. Danska utanríkisstjórnin er fall- in í hendur framandi þjóð og getur alls ekki sinnt hinum samningsbundnu störfum. Sama gildir um konung. Það á þess vegna ekki við, segja þessir menn, að biðja um endurskoðun á samningi, sem er fallinn úr gildi, vegna vanefnda frá hálfu annars aðila. Frá sjónarmiði þessara manna liggur óhjá- kvæmilega fyrir þingi og þjóð, að ganga frá varanlegu skipu- lagi um æðstu stjórn íslenzkra mála á ári því, sem ná fer í hönd. Bendingar um meðferð á úr- lausn skipulags um æðstu stjórn íslands. Fyrsta atriðið er það, að Al- þingið það, sem kemur saman snemma á ári 1941, lýsi yfir að öll yfirráð danskra stjórnar- valda á íslandi séu fallin úr gildi vegna þess ástands, sem mynd- azt hefir við hertöku Danmerk- ur. í öðru lagi þarf Alþingi að ganga frá lögum um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla, samhliða alþingiskosningunum í vor um fyrrnefnda ákvörðun Alþingis. í þriðja lagi ætti Alþingi að samþykkja á þingi í vetur að þeir danskir menn, sem dvelja nú á íslandi, fái borgararétt hér á landi um leið og ísland og Danmörk skilja. í fjórða lagi ætti Alþingi í vet- ur að kjósa til bráðabirgða ríkis- stjóra, til að fara um stundar- sakir með vald það, sem kon- ungur hefir áður haft, vegna ís- lendinga. í fimmta lagi þarf Alþingi í vetur að samþykkja lög um kosningar tii þjóðfundar, sem haldinn yrði á Þingvöllum í sum- ar, til að ganga endanlega frá skipulagi hinnar æðstu stjórnar á íslandi. í sjötta lagi kæmi þjóðfundur saman á Þingvelli sumarið 1941 til að ganga skipulega frá stofn- un hins íslenzka lýðveldis og kjósa forseta í fyrsta sinn. í sjöunda lagi þyrfti þjóð- fundur að ganga frá ályktun um að þar til tækifæri gæfist til að breyta stjórnarskrá landsins, að loknu yfirstandandi stríði, skyldu öll ákvæði sem lúta að valdi konungs og samstarfi hans við íslenzk stjórnarvöld færast yfir á forseta þjóðveldisins, þannig að forsetinn tæki við því valdi, sem stjórnarskráin hefir veitt konungi landsins. Hvers vegna þessi leið. Þegar óviðráðanleg atvik, sem leiða af styrjöld eins og þeirri, sem nú geisar, gera það að lífs- nauðsyn fyrir þjóð, að skapa sér algerlega nýtt stjórnarform, þá eru vitaskuld ekki til um það á- kveðnar ríkisréttarreglur, held- ur verður þá að fylgja bending- um heilbrigðrar skynsemi. Þegar Alþingi ráðstafaði konungsvald- inu og stjóm utanríkismála 10. apríl s. 1., þá voru ekki til um það lög eða fyrirmæli, heldur voru þær framkvæmdir gerðar af skynsamlegu víti og með heil- brigðri dómgreind ríkisstjórnar, þingmanna og þeirra kunnáttu- manna, sem leitað var til um úr- lausnir. Ákvörðunin um að stjórn íslenzkra mála í Kaupmanna- höfn sé lokið, getur á sama hátt verið rökstudd • með eðlilegri nauðsyn. Á hinn bóginn er eðli- legt, að svo mikilsverð ákvörðun eins og endanlegur skilnaður við Dani, sé borin sérstaklega undir alla kjósendur landsins, til ját- unar eða neitunar. Má auðveld- lega framkvæma það málskot í sambandi við hinar almehnu kosningar. Það leiöir af eðli málsins, að þegar hinn sameiginlegi borg- araréttur Dana og íslendinga fellur niður, verði öllum Dönum á íslandi gefin full borgararétt- indi hér á landi, og ætlast til að Danir sýni íslendingum í Dan- mörku samskonar umhyggju. Þjóðstjórnin fer nú öll í sam- einingu með konungsvaldið. — Hefir það að vísu orðið stór- slysalítið enn sem komið er. En til lengdar er það skipulag ó- framkvæmanlegt og má teljast fullkomið vansmíði, að sameina vald konungs við ráðherrastörf- in. Ef ósamlyndi kæmi upp inn- an stjórnarinnar, eða í vafning- um við stjórnarskipti, er núver- andi skipulag ekki nothæft. Hér er þess vegna bent á þá leið, að Alþingi í vetur kjósi einn mann til að fara með þáð vald, sem ríkisstjórnin fer nú með sem handhafi konungsvaldsins, og yrði sá maður nefndur ríkis- stjóri. Umboð hans félli niður um leið og forseti væri kosinn. Ef þjóðin væri staðráðin i því að ganga hreint til verks og lýsa yfir nú í sumar að ísland væri aftur orðið þjóðveldi, væri mik- ils virði að sú athöfn væri ekki aðeins formleg, heldur líka há- tíöleg. Yrði ekki betur séð fyrir máli þjóðarinnar í því efni en með því að hið nýja skipulag væri myndað af þar til kjörnuni 'fulltrúum á hinum forna helgi- stað og alþingisstað íslendinga. Þjóðfundur á Þingvöllum. Sumir menn telja að Alþingi í vetur gæti ráðið til fulls fram úr stjórnskipunarmáli landsins. Hitt væri þó meira í samræmi við alþjóðavenjur, að gera ráð fyrir, að þegar konungur getur ekki framkvæmt stjórnarvald sitt, falli vald hans óumtalað til borgaranna í landinu. Þeir kjósa þá á skipulegan hátt fulltrúa á þjóðfund, sem kemur saman í því skyni einu, að ráðstafa til lang- frama því valdi, sem kjósendur hafa fengið, en þurfa að ráð- stafa aftur á skipulegan hátt. Alþingi er kosið til að sinna fjöl- mörgum óákveðnum störfum um fjögra ára skeið. En meðal þeirra verka er ekki það að ráðstafa um ókomnar aldir hinu æðsta stjórnarvaldi. Þess vegna þykir eðlilegt, að borgarar landsins kjósi sérstaka fulltrúa á sam- komu, sem hefir það verkefni eitt, að ráðstafa hinu æðsta valdi. Jón Sigurðsson ætlaðist til að þjóðfundurinn sæli 1851 gerði stjórnskipunarlög til handa þjóðinni. En eins og þá' stóð á, þurfti ekki að ráðstafa valdi konungs. Árið 1814 héldu Norð- menn sinn fræga þjóðfund á Eiðsvelli. Hann samdi stjórnar- lög handa þjóðinni og kaus að lokum konung, en hann undir- ritaði stjórnarskrána undir eins og þjóðfundurinn hafði fengið honum í hendur æðsta valdið í landinu. Þjóðfundur er yfir Alþingi. Þegar þjóðfundur er kosinn af borgurum landsins í brýnni og eðlilegri þjóðarnauðsyn, er hann meðan hann starfar, æðsta stofnun landsins, með því að hann leggur grundvöllinn að allri þjóðfélagsbyggingunni. — Þess vegna gæti þjóðfundur, ef honum þóknaðist, ákveðið, að til bráðabirgða skyldu öll ummæli um valdsvið konungs færast yfir á forsetann, og bíða þar til þjóð- in hefði tækifæri til að gera ít- aflega og vel athugaða endur- skoðun á stjórnarlögum lands- ins, sem ætti að verða undirbúið að striðinu loknu. Forseta yrði að kjósa í fyrsta sinn á þjóð- fundinum, þó að önnur skipan kynni að verða í því efni síðar, þegar lokið yrði við endurskoðun st j órnarskrárinnar. Eitt af þeim málum, sem þjóð- fundur á Þingvöilum myndi væntanlega taka til meðferðar, væri það, að nema sambands- merkið úr þjóðfána íslendinga. Norðmenn gengu þar hreint að verki, er þeir sl^ldu við Svia 1905. Þó að þjóðfánanum væri breytt 1941, á þann hátt að nema burtu sambandsmerkið, myndi þykja óráðlegt að breyta siglingaflaggi landsmanna fyrr en að stríðinu loknu. Sú leið, sem hér er bent á, er að sumu leyti bein afleiðing hinnar löngu frelsisbaráttu, og þeirra aðgerða, sem Alþingi framkvæmdi 10. apríl s. 1. Jafn- framt er vísað til fordæmis hinna skyldustu frændþjóðar, Norðmanna, sem endurbyggði sjálfstjórn sína með Eiðsvalla- fundinum 1814. Norðmenn voru hraðfara. Það er einkennilegt, að bæði 1814 og 1905 flýtti norska þjóðin sér að ganga frá hinu nýja skipulagi, áður en erlendar þjóð- ir hefðu aðstöðu til að blanda sér í mál þeirra, og bera þá ráð- um. Þjóðfundurinn á Eiðvelli var um garð genginn, stjórn- arlög samþykkt og konungur kosinn áður en erlend ríki höfðu aðstæðu til að skipta sér af lausn þessa norska írelsismáls. Ef Norðmenn hefðu beðið eftir .Vínarfundinum og hentugleik- um Svía, eru allar líkur til að Noregur hefði orðið nokkurs konar hjálenda Svíþjóðar, eins og stórveldin höfðu reyndar heitið Karli Jóhanni fyrir hjálp hans móti Napoleon. Auk þess hefði Norðmönnum tæplega auðnazt að skapa sér frjálsleg- ustu og beztu stjórnarskrá í álf- unni, ef þeir hefðu beðið eftir fyrirskipunum friðarfundarins um málefni sín. Norðmenn fóru eins að 1905. Svíakonungur neitaði að undir- skrifa lögin um norska ræðis- menn. Stjórn Noregs og stór- þingið lýsti þá strax yfir, að Oskar II væri hættur að ríkja í Noregi, af því hann gegndi ekki konungsskyldum. — Norðmenn gátu byrjað á samningamakki og gefið konungi tækifæri til ýmiskonar undanbragða, sem vel gat veikt málstað Norð- manna og sundrað þjóðinni. í stað þess var málið tekið föstum tökum, höggvið á sænska kon- ungssambandið og byrjað á að endurreisa veldi Noregs á grund- velli Haraldar hárfagra og niðja hans. Konungdæmi og lýðveldi. Einstaka menn hafa fremur í gamni en alvöru látið orð falla um það, að íslendingar ættu að taka sér til forustu erlendan prins. Svíar, Danir og Norð- menn hafa hver um sig miklar mætur á konungum sínum og þykja þeir þjóðnýtir starfsmenn. Ber þar bæði til söguleg reynsla, þar sem frægð þessara þjóða frá því í fornöld er að verulegu leyti bundin við konungdæmið, en þá ekki síður hitt, að þessar þjóðir, einkum Svíar, og Danir, hafa verið nógu auðugar til að halda við þeim margháttuðu umbúð- um, sem þarf um konungsskipu- lagið. í Noregi hefir þetta verið bundið nokkrum erfiðleikum. Bilið milli konungs og þegnanna hefir tæplega verið nógu mikið fyrir konungdæmið. Á íslandi er þjóðin ekki einungis of fá- menn og of fátæk fyrir stjórn konunglegra manna. Hitt skipt- ir þó ef til vill enn meira máli, að íslendingar eru fæddir lýð- veldismenn. Forfeður þeirra voru það og sýndu það í verki. ísland byggðist fyrst og fremst fólki, sem ekki vildi búa við konungs- veldi. í eðli íslendinga, bæði hér og í Vesturheimi, er mjög sterk jafnréttis- og jafningjatilfinn- ing. Hinn mikli þroski sam- vinnuhreyfingarinnar hér á landi stendur í sambandi við ó- beit þjóðarinnar gegn því að skapa í landinu smájarla með verzlunar- og atvinnugróða. Við- horf íslendinga til konungsdóms sást glögglega á Alþingishátíð- arinnar 1930. íslendingar dáðust að Gustaf Svíaprins af því hann var megtur ræðumaður þeirra, sem fram komu á hátiðinni, en létu sér fátt finnast um erfða- tign hans og væntanlegan kon- ungdóm í Svíþjóð. Stofnun þjóð- veldis á íslandi er þess vegna mikill þáttur í endurskipulagn- ingu hins íslenzka mannfélags. Það er ekki eingöngu að flytja stjómarvald inn í landið. Það er líka niðurlagning skipulags, sem á ekki við þjóðarsálina, og nýsköpun valds, sem hefir frá upphafi hentað lundarlagi ís- lendinga. Eðli forsetastarfsins á íslandi. Ég hefi nokkrum sinnum í greinum í Tímanum leitazt við að rökstyðja að forseti í íslenzku lýðveldi ætti ekki að vera mikill valdamaður, eins og vel hefir gefizt í stærsta lýðveldi heims- ins, Bandaríkjunum. Hér á ís- landi yrði forsetinn að vera arf- taki lögsögumannsins. Hann yrði að vera óháður flokkadeilunum, eins og dómarar í hæstarétti eiga að vera. Hann ætti að vinna starf sitt fyrir alla þjóðina, en ekki fyrir einstaka flokka eða stéttir. Hlutverk hans yrði að nokkru leyti að reyna að jafna andstæður í þjóðfélaginu, en þó á lítið áberandi hátt. Ef forset- inn er valdalítill og friðarmaður, skapast tæplega hættulegir flokkadrættir í sambandi við stöðu hans. Þar sem sýnilegt er, hvert stefnir í þessu efni, ef þjóðinni auðnast að halda lífi og frelsi, hefir ríkisstjórnin í samráði við utanríkisnefnd und- irbúið að nokkru leyti húsakaup í sambandi við forsetastarfið. Er þar stefnt að því með væntan- legu heimili forsetans, að draga starfið hæfilega mikið út úr mestu hringiðu höfuðbæjarlífs- ins. , Um hlutleysi forsetans. Er menn kynna sér sögu ís- lenzka lýðveldisins á þeim tíma þegar það var að leysast sundur, kemur í ljós, að meginástæða til upplausnarinnar og frelsistjóns- ins var löngun stjórnmála- manna þeirrar aldar til að fá meiri persónuleg völd heldur en unnt var samkvæmt stjórnar- háttum þjóöveldisins. Baráttan um æðstu völdin og mestu tign- arheitin lagði þjóðveldið í rústir og fæddi af sér margra alda kúgun og niðurlæging þjóðar- innar. Við endurmyndun þjóð- veldis á íslandi þarf að taka til- lit til fornrar reynslu, því að kynstofninn hefir ekki breytzt í verulegum atriðum. Ef nú kæmi upp valdastreita og innbyrðis barátta í sambandi við væntan- legar vegtyllur í tilvonandi lýð- veldi, myndu slík átök tefja framgang málsins, og ef til vill setja það í hættu. Það er þess vegna mikil nauðsyn fyrir frels- ismálið sjálft, að lyfta því alger- lega út úr átökum hinnar dag- legu stjórnmálabaráttu. Norð- menn fundu þetta glöggt. Þeir völdu sér danskan prins til koh- ungs 1814. Og þó að þeir neituðu að hafa samkonung með Svíum 1905, buðu þeir fyrst sænskum prins konungdóm, og þegar því var neitað, fengu þeir danskan prins, sem var tengdasonur Eng- landskonungs. Þannig reyndu Norðmenn bæði 1814 og 1905 að styrkja sig í sjálfstæðisbarátt- unni, bæði út á við og inn á við, með vali á mönnum til æðstu forustu í landinu. Tillagan um að fá til forseta á íslandi frægasta íslending- inn, sem nú er uppi, Vilhjálm Stefánsson norðurfara, stefnir, eftir því sem við á, í þessa átt. Það er leitað eftir hlutlausum manni, sem auk þess myndi geta átt þátt í að mynda menning- arsamband milli íslands og ríkj - anna í Norður-Ameriku. Einn af yngstu þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins hefir komið fram með þessa tillögu. Hún hefir verið tekin upp af einum elzta þingmanni Framsóknar- flokksins. í hvorugum flokkn- um munu hafa orðið umræður um þessa hlið málsins, enn síður, að flokkarnir hafi yfir- leitt tekið afstöðu í þessu efni. Auk þess er alls óvíst, að Vil- hjálmur Stefánsson vildi taka að sér þann vanda. En umræð- urnar um Vilhjálm Stefánsson hafa að einu leyti verulega þýð- ingu. Þær benda á, að menn í stærstu stjórnmálaflokkunum hafi glöggan skilning á því, að það sé höfuðnauðsyn að draga væntanlega stöðu forseta á ís- landi út úr hinni venjulegu metorðabaráttu í landinu. Með því er siglt fram hjá hættulegu skeri, en það er hin sterka hneigð til afbrýðisemi í þjóðfé- lagi, þar sem hver þekkir ann- an og allar kringumstæður ná- búa og samvistarmanna. Hafa íslendingar menn til forsetastarfs? Sumir efast um það. En í fornöld var allt af völ á mönn- um í lögsögumannsembættið. Þá reyndist ætíð kleift, þegar þjóðin fékk að ráða því, að fá íslendinga í biskupsstöðurnar. íslendingar reyndust ennfrem- ur bærir um að vera landfóget- ar, amtmenn, stiftamtmenn og landshöfðingjar. Þegar stjórn landsins fluttist til Reykjavík- ur 1904, voru ýmsir kvíðandi um hæfni íslendinga til að vera ráðherrar. Þegar til kom, þótti Hannes Hafstein betur fær til starfsins heldur en hinir dönsku fyrirrennarar hans, sem höfðu ráðið landinu. Síðar hefir kom- ið í Ijós, að þjóðin á jafnan nóg af mönnum til að gegna stjórnarstarfinu, jafnvel þó að skipa þurfi í fimm sæti í einu. Á sama veg mun fara með for- setastarfið. íslendingar munu jafnan eiga menn, sem geta leyst betur af hendi stjórnar- störf fyrir íslands hönd heldur en Hákon gamli og erfingjar hans. Meðan þjóðstjórnin ríkir. Ein af röksemdunum, sem mæla með því að gera nú end- anleg reikningsskil um forustu Dana i málefnum íslendinga, er það, að nú situr að völdum þjóðstjórn, sem nýtur stuðn- ings allra þingmanna nema kommúnista. Enginn veit hvort svo sterk samstjórn verður hér á landi eftir eitt, tvö eða þrjú ár. Þá gæti flokkabaráttan blandazt inn í sjálfstæðismálið til óbætanlegs skaða. Það get- ur aldrei komið betri aðstaða heldur en nú er, til aö leysa sjálfstæðismálið til fullnustu. Á það vel við, þar sem nú sitja í stjórn landsins nokkrir þeir menn, sem höfðu orð fyrir þingflokkunum á Alþingi 1937, þegar kalla mátti að lýst væri yfir einlægum skilnaðarheitum af hálfu íslendinga. Hvað segja aðrar þjóðir? Sumir menn hér á landi hafa jafnan haft hneigð til í sjálf- stæðismálinu að spyrja, hvað Danir segja. Á því er enginn vafi, eins og veiðiför Staunings benti til, að allur þorri danskra stjórnmálamanna vill til hins ítrasta halda einhverju yfir- varpi af valdi yfir íslandi. Það er gamall og rangsnúinn metnaður, Ekkert er skaðlegra fyrir framhaldssamstarf Dana og íslendinga heldur en að láta / eftir þessari löngun Dana. Meðan einhver stjórnmála- þráður liggur milli Danmerkur og íslands mun hann eitra samband þjóðanna, ala á yfir- þjóðarhneigð Dana, en van- máttarkennd og getuléysi ís- lendinga. En um leið og hin gömlu stjórnmálabönd eru rof- in mun byrja nýtt tímabil í samskiptum þessara þjóða, þar ■ sem danskir og íslenzkir menn mætast sem jafningar og eiga skipti saman, ef þeir hafa af því hag og ánægju. Þeir menn á íslandi, sem hyggja sig gera Dönum greiða með því að halda við stjórnmálasambandi, sem hefir ætíð verið Dönum til minnkunar og íslendingum til skaða, eru sannarléga á villi- götum. Meðan Svíar og Norð- menn voru saman í pólitísku nauðungarsamstarfi var sam- búð þessara þjóða sársauka- blandin og erfið. Þegar pólitíska sambandinu var slitið, hófst með þessum þjóðum gagn- kvæm virðing, vinátta og þús- undfalt samstarf sprottið af fúsum vilja. Danir, Norðmenn og Sviar eiga nú hver um sig í frelsis- baráttu. Enginn af þessum þjóð- um geta með nokkurri skyn- semi áfellt okkur fyrir að vilja vera frjálsir menn í því landi, sem forfeður okkar hafa byggt í þúsund ár. Þó undarlegt sé, má segja hið sama um Þjóð- verja. Þeir líta á núverandi styrjöld sem geigvænlegt átak, sem þýzka þjóðin verði að gera til að fá að halda sjálfstæði sínu. Auk þess hefir þýzka þjóðin og valdhafar hennar allir, að því leyti, sem á hefir reynt, sýnt íslandi velvild, og aúk þess ekki ósjaldan látið bera á ríkri frændsemi til ís- lendinga. Stór þjóð, sem vill lifa sínu lífi í sínu eigin landi, getur ekki með frambærilegum rökum áfellt litla þjóð, þó að hún vilji líka ráða ein fyrir sínu landi. Þá hafa sumir menn látið sér til hugar koma, að Bretar og Bandaríkjamenn myndu tor- velda okkur að koma á fót skipulegri þjóðveldisstjórn. Auðvitað veit enginn maður hér ' á landi, hvað stj órnmálamenn annarra landa hugsa í þessu eða öðrum efnum. En út frá al- mennri þekkingu á stjórnmála- stefnum nútímans, er erfitt að hugsa sér að England og Banda- ríkin legðu stein í götu íslenzku þjóðarinnar í frelsismálum hennar. Allt enska heimsveldið á nú í styrjöld, sem þegnar þessa ríkjasambands líta á sem óhemjulega mikla en nauðsyn- lega fórn til að tryggja frelsi og sjálfstæði þessara landa. Stjórn Breta hefir jafnvel sent með ærnum kostnaði liðsafla hingað til lands til varnar frelsi og sjálfstæði landi sínu. Og sjálf Bandaríkin, sem eru stórum fjær ófriðarhættunni, vígbúast nú með svo miklum framlögum, að þess eru engin dæmi, í því yfirlýsta skyni að verja frelsi Bandaríkjanna og hinna mörgu lýðvelda í álfunni. Mér er með (Framh. á 4. slðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.