Tíminn - 07.01.1941, Qupperneq 2

Tíminn - 07.01.1941, Qupperneq 2
6 2. blað ‘gímtmt Þriðjjudafginn 7. jjan. „Gymnastik" Sjálf- stæðísflokksíns í verkalýðsmálum Hinn aldraði þingskörungur, Sveinn í Firði, kom hingað til bæjarins á síðastliðnu hausti. í samsæti, sem gamlir samherj- ar héldu honrim, minntist Sveinn ýmsra breytinga, sem orðið hefðu síðan hann tók virkan þátt í stjórnmálum. Einna mesta undrun lét hann í ljós yfir þeim tíðindum, að flokkur atvinnurekenda, Sjálf- stæðisflokkurinn, væri farinn að leika verkamannaflokk. Skoðun sinni á því máli lýsti Sveinn með þeim orðum, að „það væri gymnastik (leikfimi), sem hlyti að misheppnast.“ í 'seinasta blaði var nokkuð vikið að þeim loforðum, sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf verkamönnum, þegar hann hóf áróðursstarf sitt innan verka- lýðsfélaganna. Hann lofaði að útvega verkamönnum góða leiðtoga, hann lofaði að útrýma kommúnisma og hann lofaði að koma á sættum milli atvinnu- rekenda og verkamanna. Það átti ekki að þurfa að óttast verkföll og vinnustyrjaldir eftir að hann hefði fengið völdin í verkalýðsfélögunum. Margir verkamenn treystu þessum glæstu loforðum. Sjálf- stæðisflokkurinn fékk völdin í stærsta verkalýðsfélagi lands- ins. Nú geta verkamenn og aðrir landsmenn borið loforðin og staðreyndirnar saman. Hvar eru foringj arnir, sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði verkamönmim? Annað for- ingjaefnið hefir verið rekið úr Dagsþrún fyrir fundarspjöll, hitt foringjaefnið, sem undan- farið hefir gegnt formennsku í félaginp, fiefir nú um áramót- in orðið að víkja af áríðandi samningafundum og félags- fundum, sökum ölæðis. Hver er útrýming kommún- ismans? Kommúnistar hafa aldrei verið ráðameiri í Dags- brún en nú. Þeir fá að láta Dagsbrún gera verkfall. Hver er vinnufriðurinn? Hann er verkfallið, sem reykvískir verkamenn # heyja nú, — stærsta og alvarlegasta verk- fallið, sem háð hefir verið hér um langt skeið. Þetta verkfall er að verulegu leyti að kenna meirihluta Dagsbrúnarstjórnar- innar, sem er skipuð Sjálf- stæðismönnum. Ef stjórn og samninganefnd Dagsbrúnar hefði tryggt sér fullt umboð til að semja eða öllum félags- mönnum hefði verið gefinn kostur á, að greiða atkvæði um samkomulagið, sem orðið v'ar milli samninganefndar Dags- brúnar og atvinnurekenda, myndi aldrei hafa komið til verkfalls. En í stað þess eru samkomulagstillögurnar lagðar fyrir fund, þar sem mættur er aðeins fjórði hluti félagsmanna, enginn Sjálfstæðismaður er látinn mæla með tillögunum og kom- múnistum er látið haldast uppi mótmælalaust að fara með lygar og blekkingar. Þeim var gefið eins gott tækifæri og hugsast gat til að ráða úrslit- um atkvæðagreiðslunnar á fundinum, enda hagnýttu þeir sér það líka. Og hvernig fer Sjálfstæðis- flokkurinn að því, að reyna að koma á sættum í verkfallinu? Það verður ekki annað sagt en að sú sáttaaðferð sé full- komin nýjung. Forráðamenn Sjálfstæðisflokksins ganga á fund Eggerts Claessen og fé- laga hans og segja: Við erum . alveg með ykkur, þið hafið rétt mál að flytja. En þeir láta sér ekki nægja þetta eitt. Þeir fara einnig til verkamanna í málfundafélagi Sjálfstæðis- manna og segja: Raunverulega ber ykkur meiri kauphækkun en gert var ráð fyrir í sam- komulagstillögunum. Tíminn hefir allgóðar heim- ildir fyrir því, að bæði Ólafur TÍMINIV, jirigjndagmii 7. .janiiar 1941 Eru Sjálistæðísmenn á móti Lúther? i. Það er fjarri mér, að drótta að fylgismönnum Vísis og Mbl. almennum ókristilegheitum, en svo mikið virðist vera fullljóst, að ýmsir menn, sem standa að þessum góðfrægu blöðum eru á góðri leið með að lenda í fræðilegri deilu við sjálfan höf- und hinna germönsku og nor- rænu siða, Martein Lúther. Út af prestakosningum hér í Reykjavík láta þessi vísu blöð svo um mælt, að rikisvaldið eigi engan hlut að leggja til þeirra mála. Bendingar safnað- arins í þessu efni séu ákvarð- andi um endanlega útnefningu þessara presta. Þeir, sem svo mæla, virðast ekki vita, að Marteinn Lúther tók hið fríkirkjulega stjórnar- vald frá söfnuðunum og flutti það í hendur ríkisstjórnarinn- ar. Lúther gerði prestana að em- bættismönnum ríkisins. Stjórn Dana, sem flutti boð Lúthers hingað til lands, fylgdi læri- meistara sínum vandlega í þessu efni. Ríkið tók allt jarð- neskt sjálfstæði af hinum lút- erska söfnuði að því er snerti sérmentun prestá, embætta- forfrömun þeirra, laun þeirra og eftirlaun. Eina undantekn- ingin í þessu efni er hin sér- kennilega undanþága, sem Es- trupstjórnin lét íslendinga Thors og Bjarni Benediktsson hafi látið þá skoðun í ljós við flokksbræður sína í Dagsbrún, að þeim bæri meira kaup en lofað var í samkomulagstillög- unum. Það er vel hægt að gera sér í hugarlund, hvaða áhrif það hefir á tilhliðrunarsemi og sáttfýsi verkamanna, þegar tveir helztu valdamenn Sjálf- stæðisflokksins, atvinnumála- ráðherrann og borgarstj órinn, láta hafa slíkt eftir sér. Sjálfstæðisflokkurinn hefir oft sýnt það, að hann metur lítils þjóðarhagsmuni, ef hann held- ur að lýðskrumið geti komið honum að einhverju gagni. En sjaldan hefir hann gengið eins langt og nú. Um það þarf eng- um blöðum að fletta, að flokk- urinn fylgir atvinnurekendum. Hins vegar vill hann einnig ko'ma sér í mjúkinn hjá verka- mönnum. Þess vegna segir hann þeim það, sem þeir vilja verða aðnjótandi. Söfnuðurnir á íslandi mega velja sér prest, ef þeir sýna nægilegan áhuga. Þá er kallað að kosning sé lög- mæt. En ef söfnuðurinn upp- fyllir ekki hin lögákveðnu skil- yrði, þá fellur veitingarvaldið aftur óskert í hendur kirkju- málaráðherrans. Prestskosningarnar, sem ný- lega fóru fram í Reykjavík, urðu ólögmætar. Samkvæmt gömlum og nýjum^- heim- ildum um lúterskar kirkjulegar framkvæmdir, ber ríkisstjórn- inni, í þessu efni kirkjumála- ráðherra, að veita öll embættin eftir því, sem honum sýnist bezt henta eftir skoðunum rík- isvaldsins á kirkjumálum. Sjálfstæðisblöðin hafa gert sig sek um nokkra vanþekkingu á málinu, en alveg sérstaklega gætir hjá báðum blöðunum ó- viðkunnanlegrar þrjózku móti meginstefnu í kirkjuskipan Lúthers. II. Mér er ókunnugt um skoðun ríkisvaldsins í þessu efni. Ef til vill hefir kirkjumálaráðherra sömu skoðun á umsækjendum og Sjálfstæðisblöðin. Ef til vill hefir hann aðra skoðun. Hann hefir því ekki aðeins rétt, held- ur skyldu til að fylgja fram sinni skoðun. Á herðum hans hvilir nú öll ábyrgðin um helzt heyra, og stælir þá þann- ig til aukins þráa og óbilgirni. Þannig vinnur flokkurinn að því, að verkfallið haldist sem lengst, enda þótt þjóðarhags- munir krefjist þess að vinnu- friður náist sem fyrst. Það er þannig, sem Sjálf- stæðisflokkurinn vinnur að því, að sætta verkamenn og at- vinnurekendur! Þeir, sem hingað til hafa trú- að á heiðarleik og einlægni Sjálfstæðisflokksins í verka- lýðsmálum, hljóta nú að fá sýn. Framferði flokksins i sam- bandi við Dagsbrúnarmálið ætti að vera nægjanlegt til að opna augu þeirra. Lýðskrum Sjálfstæðisflokksins í verka- lýðsmálum er áreiðanlega „gymnastik“, sem hlýtur að misheppnast. En þessi „gymna- stik“ getur samt orðið dýr fyrir þjóöina, ef Dagsbrúnarverk- fallið stendur lengi. heppilegt val í hin fjögur auðu prestsembætti, eftir að söfnuð- urnir hafa lýst sig vanmegnuga að ráða fram úr málinu. Ef söfnuðurinn hefir gefið ófull- komna eða villahdi bendingu um valið, er engin afsökun fyr- ir kirkjumálaráðherrann, þó að hann vildi leita skjóls bak við ábyrgðarlausan aðila. Sjálfstæðisblöðin segjast hafa vitneskju um það, að biskup telji sig ekki hafa persónulega skoðun um málið, og berist með straum hinnar ólögmætu kosn- ingar. Biskup getur vel gert þetta. Á honum hvílir engin ábyrgð. Hann getur sagt eins og einn af hinum fornu nor- rænu goðum: „Ráði aðrir“. Samkvæmt kirkjulegum lögum hefir biskup aðeins ráðleggj- andi vald, ef hann vill nota það. Þórhallur biskup ráðlagði Hannesi Hafstein að veita sr. Árna á Skútustöðum Hólma. Hannes fylgdi þessu ráði, sem von var, þar sem það var gefið af vitrum kirkjuhöfðingja og veraldarmanni. En þó að Þór- hallur biskup hefði dregið sig í hlé í það sinn, eins og Sigur- geir Sigurðsson gerir nú, þá gat Hannes veitt sr. Árna brauðið engu að síður, eins og hann líka gerði. Hlutleysi hins nýja biskups um þetta mál, getur vel táknað þá stefnu hans, að leiða hjá sér veraldlega hluti og láta Alþingi og kirkjumálaráðherra um þá hlið málanna, en snúa sér ein- göngu að því að innræta söfnuðum þjóðkirkjunnar hinn sanna anda kristindómsins. En aðgerðaleysi biskups um prestavalið bætist nú ofan á aðgerðaleysi safnaðarins og fellir hið endanlega prestskjör á hendur kirkjumálaráðherran- um, sem verður nú að ganga einn og óstuddur að þessu þýð- ingarmikla verki. Ábyrgð hans er óvenjulega mikil, þar sem glögglega hefir borið á tilraun- um innan þjóðkirkjunnar til að kasta rýrð á stefnu Marteins Lúther, sem er og verður þó hornsteinn hinnar íslenzku þjóðkirkju. III. Sjálfstæðisblöðin hafa lýst yfir, að það væri fullkomið brot á kirkjulögum, ef ráðherra framkvæmdi sjálfur val í ólög- mætri prestskosningu. Þetta er, eins og áður er sagt, beinlínis rangt, hvort heldur sem litið er á gildandi lög eða hin sögulegu rök og stefnu Lúthers um með- ferð kirkjuvaldsins. Ekki farnast Vísi og Mbl. betur, er þau telja þær bend- ingar um almenningsviljann, sem kemur fram í prestakosn- ingum í Hallgrímssókn hafa úr- slitaþýðingu. Fyrir nokkrum ár- um hafa þessi sömu blöð ráð- izt með miklu offorsi á þáver- andi heilbrigðisstjórn fyrir að veita nokkur læknishéruð sam- kvæmt yfirlýstum vilja nálega allra kjósenda í héraðinu. Þá mátti ekki veita embætti eftir vilja fólksins, sem átti að búa við hinn opinbera starfsmann. Ríkisstjórnin mátti ekki heldur ráða veitingunni, heldur á- byrgðarlaus klíka óviðkomandi manna. Gerðist út af þessu „lýðræðisbroti“ atburðir, sem ekki urðu til mikillar ánægju fyrir þá, sem hæst tala um lýð- stjórn í sambandi við það, sem borgarar í Reykjavík vilja ekki taka ákvörðun um. IV. Svo er að sjá, sem Mbl. og Vísir telji fjóra af umsækjend- um í Hallgrímsprestakalli sína menn. Og reipdrátturinn milli fylgismanna þessara umsækj - enda hefir orðið svo magnaður, að við borð liggur, að hér geti myndazt einn eða tveir frí- kirkjusöfnuðir út af óánægju þeirra, sem lúta í lægra haldi. Hvernig sem ríkisstjórnin fer að, getur hún ekki veitt tvö em- bætti nema tveimur af þessum umsækjendum. Það er þess vegna viðbúið, að úr skjólstæð- ingahópi Sjálfstæðismanna myndist einn, ef ekki tveir nýj- ir söfnuðir. Sumir menn líta á þetta eins og eitthvert ólán. Ef betur er að gáð, er þetta misskilningur. Ný kirkja sýnir kirkjulegan áhuga og kirkjulega fórnfýsi. Enginn Sjálfstæðismaður mun telja fríkirkjusöfnuðina í Reykjavík eða Hafnarfirði nokkrar hneykslunarhellur. Báðir prestarnir við þessa söfn- uði eru vinsælir menn. Annar þeirra, Jón Auðuns, fékk meira að segja afarmikinn flokksleg- an stuðning við tilraun sína til að verða þjóðkirkjuprestur í Reykjavík. Ekkert væri í raun og veru eðlilegra en að Jón Auðuns, sem er fríkirkjuprest- ur í Hafnarfirði, hefði annan söfnuð í Reykjavík og aðstöðu til guðsþjónustu í þeirri frí- kirkju, sem hér er til. Á þann hátt gæti safnaðarstarfið í Reykjavík fengið nýja og ekki óeðlilega viðbót í hóp presta sinna. Það er líka misskilningur af forráðamönnum kirkjulífsins Úr bréSum Kveðja. Tímanum hefir nýlega borizt bréf frá frú Jakobínu Johnson, skáldkonu í Vesturheimi. Segir þar m. a.: „Þá vil ég biðja yður fyrir ástríkar kveðjur til ættlands- ins míns og fólksins, sem mér varð svo kært við kynninguna 1935. — Góðir vættir verndi ís- land alla daga.“ Refarækt og fugladráp. , / Ur Barðastrandasýslu er Tím- anum skrifað: Talsverð gangskör er nú að því gerð, að leita að orsökum til sífelldrar fækkunar æðar- fuglsins hér við land, og er sízt að ófyrirsynju, því auk nytj- anna, er þessi fallegi og prúði fugl til shkrar búnaöarbótar, að það eitt mætti endast til þess að tryggja honum lífsrétt umfram ýmsan varg. Refaræktin mun þó eiga ríf- legan þátt í fækkun æðarfugls og ýmsra annarra fugla, sem ekki kunna að varast refafóstr- ana og aðra fuglamorðingja. Strax og sú venja hófst fyrir nokkrum áratugum, að taka yrðlinga af grenjum til heima- eldis, var tekið að drepa fugla þeim til viðurværis, og það um sjálfan varptímann, og hefir æðarfuglinn ekki sízt orðið fyr- ir þessu. Mun, það ekki vera neitt smáræði, sem murkað hefir verið niður af fugli á öll- um tímum árs, ofan í eldisrefi, þó að ekki eigi þar allir refaeig- endur óskilinn hlut að máli. Hvað sem annars má um loð- dýraræktina segja sem at- vinnugrein,* þá hefir þetta ó- menningarathæfi, sem fufela- drápið er, siglt trúlega í kjöl- far hennar, og,gerir enn. Það væri meir en tími til kominn að reistar væru skorð- ur við fugladrápi ofan í hinn gráðuga eldisvarg; nóg er sem villivargurinn tekur. Hér er ekki aðeins nytsemisatriði um að ræða, heldur líka menning- aratriði. Þ. K. hér á landi, að telja stofnun fríkirkju bundna við ósigra í safnaðarlifinu. Söfnuður Jóns Auðuns í Hafnarfirði er glögg sönnun í þessu efni. Þorsteinn Briem, nú prófastur á Akra- nesi, vann kosningu í Garða- prestakalli á Álftanesi, en (Framh. á 3. síðu) Aramétaræð a forsætisráðherra Slutt í útvarpið 1. jamtar 1941 Niðurlag. Við getum minnt okkur á margt fleira, en hér skal staðar numið. En mundi þetta ekki geta vakið okkur til umhugsun- ar um það, að í okkar aldar- fari kenni þeirrar hættu, að nú, er okkur tekur að rétta nokkuð við efnalega eftir aldalanga ör- birgð, þá séum við að týna ýmsu því, sem að vísu verður ekki látið í askana, en er þó betra en brauð. Sannarlega verðum við vel að gæta þess, að þjóðin týni ekki.sjálfri sér. Tilheyrendur góðir! Við höf- um líklega flest gert okkur þessa einhverja grein, en mis- jafnlega mikið og misjafnlega ljóst. Aðstaða okkar nú hlýtur að vekja hvern góðan íslend- ing til umhugsunar um þessi mál. En það, sem ég held að hafi einna mest ýtt við mér til að tala um þetta nú, er lestur nýútkominnar sögu íslendinga í Vesturheimi eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson. Bók þessi er skrif- uð af fyllstu einlægni og á er- indi til okkar hér heima. Þar sjáum við íslenzka menn, hold af okkar holdi og blóð af okkar blóði, sem barizt hafa og berj- ast enn merkilegri baráttu fyrir þjóðerni sínu og tungu. Þar finnum við, hvers virði það hefir verið landnámsmönnun- um í Vesturheimi, að muna það, sem við erum ef til vill, að sumu leyti, að gleyma. Vestur- íslendingar hafa unnað íslandi í fjarlægð, heitar en við flest skiljum, nema þá helzt á þeim augnablikum, er við höfum ver- ið lengi erlendis og sjáum ís- land aftur í fyrsta sinn í bláma fjarskans — eða rísa af hafi víð heimkomuna. Þeir líta á landið „ ... í ást og von og trú af ennþá dýpri þörf en skapast heima.“ íslendingum í Vesturheimi hefir reynzt arfurinn, sem þeir taka með sér héðan, haldgóður. Á einum stað í þessari bók, er ég nefndi áðan, segir svo: „Náttúra íslands er svo sterk, jörð þess svo kjarnrík og líf- seig, og íslenzku sálinni svo mikill máttur gefinn, að þeir, sem á íslandi eru bornir og þar uppfóstraðir, eru þrælar þess, eða ástmegir eftir ástæðum, hvert sem ferill þeirra liggur, hversu vel, sem þeir geta um stundarsakir lagað sig eftir út- lendu umhverfi, hvar sem þeir bera beinin....“ Þess vegna er það einnig svo, sem í sömu bók segir: „Landlausir hafa íslendingar myndað sérskilið þjóðerni, sem þeir elska miklu dýpra en þeir sjálfir gera sér grein fyrir. En það þjóðerni er eðlilega bund- ið óslítandi tengitaugum við ísland, fornbókmenntir þess og þjóðlíf og erfðir allar.“ Menn- ing þeirra „er reist á arfinum og íslenzku sálinni eins og hún var og menningu Norður-Am- eriku eins og hún er.“ Ég hefi tilfært þessar setn- ingar vegna þess, að þær sýna okkur, hvernig íslendingar í Vesturheimi líta á þessi mál og hvers virði þeir telja hinn forna arf. Þeir leggja líka mik- ið á sig til þess að varðveita tunguna og hina fornu menn- ingu vegna þess, að vextirnir. af því fé, sem til þess er varið, „yrðu svo háir, sem einstaka úrvalssál gæfi í aðra hönd, að þær, í andlegum skilningi, margborguðu í hundraðatali tugi þeirra þúsunda, sem fram væri lagðar“, eins og höfund- urinn kemst að orði. Þannig líta þeir á, landar okkar í Vesturheimi. Þeir skilja það, sem Grimur Thomsen segir: „En rótarslitinn visnar vísir þótt vökvist hlýrri morgundögg". Þess vegna treystu þeir hvorki á hina hlýju morgundögg né gullregnið í hinum nýja heimi, heldur á ræturnar, sem tengdu þá hinum forna jarðvegi, er þeim var lífsnauðsyn að vaxa upp úr til að ná fram til þroska. En dæmi þeirra sýnir og sann- ar annað. Varðveizla og jafnvel tilbeiðsla hins forna menning- ararfs og þess, sem íslenzkt er, krefst engan veginn útilokunar frá heimsmenningunni. Þvert á móti standa íslendingar fram- arlega í nýmenningu hins nýja heims. Þeir hafa ofið þetta tvennt saman, hið gamla og hið nýja, og skapað menningu, sem þeir vita að með því móti stend- ur traustari fótum. Kunnugra manna mál er það, að þeir landar vorir vestan hafs, sem hæst hafa borið og náð lengst fram, séu jafnframt þjóðrækn- ustu íslendingarnir. Þannig eru rök þjóða og þjóð- erna — þar og hér. Engin þjóð getur orðið sterk né haldið sjálfstæði sínu til lengdar, nema hún viðhaldi arfi sínum, þeirri reynslu, viti og hugsjónum, sem forfeður hennar hafa þroskað með sér í rás aldanna. Þetta verður að vera aflvaki hennar og ylgjafi. Sérhver framkvæmd þarf að vera tengd þessum arfi, hafa vaxið upp af honum eins og viður aí rót. Og hann verður einnig, ef vel á að fara, að vera undirrót okkar þjóðlífs, framfara okkar og andlegs lífs. — „Lífvörður okkar lands er vor saga“, segir Einar Bene- diktsson, og það eru sannindi, sem staðizt hafa og standast munu reynslunnar próf. Góðir tilheyrendur! Ykkur finnst sennilega, að ég tali í nokkrum ásökunartón. En eru elcki áramótin til þess að gera upp reikningana — og þá má ekkert undan draga. Og vissu- lega tala ég þessi orð ekki síð- ur til mín sjálfs en ykkar. Ég verð að viðurkenna, að hinar pólitísku deilur hafa að lang- mestu leyti — eða nærri öllu — snúizt um bein efnaleg verð- mæti — um krónur og aura til þessa eða hins. Þetta er að vísu ekki óeðlilegt, þegar efnaleg velmegun vex og auðæfin skipt- ast misjafnlega. En það skal þó ekki látið ósagt, að í stjórn- málabaráttunni ' seinni árin hefir það ekki þótt vænlegt til sigurs, að heita á hugsjónir, eða beitast fyrir andlegum mál- um. — Baráttan fyrir réttlátri skiptingu brauðsins er að vísu eðlilegt og nauðsynlegt, og hún hlýtur að halda áfram og á að gera það. En hún ein, hversu vel sem til tekst og réttlátlega, skapar aldrei hamingjusama einstaklinga né sterka og gæfu- sama þjóð. Það þarf annars með jafnframt, ef þjóðin á ekki að týna sjálfri sér. Það þarf trúmennsku um arf feðranna, landið, tunguna, söguna.Var það ekki þetta, sem fleytti þjóðinni yfir hina geigvænlegu erfið- leika liðinna tíma? Var það ekki tryggðin við sögu og bókmennt- ir, sem bjargaði þessari litlu einmana ög fátæku þjóð, þegar svartast skyggði að? — Það er sannfæring mín, tilheyrendur góðir, að nú þurfi þessa með meira en verið hefir undanfar- ið. Enda virðist mér viðleitni vera að vakna í þá átt, að efla þessa eiginleika að nýju. Það er áreiðanlega engin tilviljun, að ungmenriafélögin rísa á ný síð- ustu erfiðleikaárin og áhugi fyrir þegnskylduvinnu færist nú í aukana, ekki síst meðal ungra manna. Eitt hið dásam- legasta við mannseðlið er það, að fórnfýsi vex oftast með erf- iðleikunum. Það var talið, að þegnskylduvinnan hefði verið molduð með þessari prýðilega gerðu vísu: Ó, hvað margur yrði sæll og elska myndi landið heitt, mætti hann vera í mánuð þræll og moka skit fyrir ekki neitt. Það er eftirtektarvert, að í sjálfu sér — eftir orðanna hljóðan, er þessi vísa lofsöngur um þegnskylduvinnuna. En var það ekki tíðarandinn, sem lagði henni til þann háðslega tón, sem fól í sér eitraðan odd, er að meini varð? Ef þessum tóni er sleppt, oddurinn brotinn af, þá virðist mér vísan hafa mik- ið til síns máte og mætti vel svo fara, aö nýr aldarandi, fórn- fúsari en hinn, liti þannig á. Mikið skal til mikils vinna og mönnum er þannig farið, að þeir unna því heitast, sem þeir vinna mest fyrir. Margir þeir, sem mestu hafa til leiðar kom- ið, hafa unnið sem eins konar þrælar fyrir hugsjón sína og líta ekki til launa, ef þeim er það unnt. Þeir eru oft sælastir, ef þeir vinna fyrir ekki neitt, sælastir má segja, ef þeir moka skít fyrir ekki neitt. Ég er með

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.