Tíminn - 07.01.1941, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.01.1941, Blaðsíða 4
8 TÍmTVN. þrigjMdaginn 7. janúar 1941 2. blað Þorsteinn Einarsson (Framh. af 1. síðu.) allt í senn: leikfimi, glímu og frjálsar íþróttir. Sjálfur er Þorsteinn hinn fjölhæfasti og glæsilegasti í- þróttamaður. Hann er glímu- snillingur mikill og hlaut feg- urðarverðlaun við Íslandsglímu. Hann skaraði og fram úr í ýms- um greinum frjálsra íþrótta, og loks var hann einn meðal hinna ágætustu fimleikamanna og var fánaberi í einni utanför Jóns Þorsteinssonar íþróttakennara og fimleikaflokks undir hans stjórn. Þorsteinn sótti einnig Olympíuleikana í Berlín, þá sem íþróttakennari, og kynnti sér tilhögun íþróttavalla og skipu- lag íþróttamála erlendis, eink- um í Þýzkalandi. Starfssvið íþróttafúlltrúa er að hafa umsjón með íþrótta- starfsemi í skólum, vera í- þróttafélögum til aðstoðar, gera tillögur um íþróttaframkvæmd- ir og vinna á annah hátt að eflingu íþrótta í samráði við í- þróttanefnd og ríkisstjórn. Veifting prests- embættanna í Reykjav. (Framh. af 1. síðu.) enginn umsækjenda fær helm- ing greiddra atkvæða. Hver get- ur sagt um vilja þeirra 5000 ’kjósenda, sem raunverulega hafa ekki sagt álit sitt um hvern einstakan af umsækj- endunum? Það er því ekkert til, sem heitið getur meirihluta- vilji kjósendanna í þessu máli, og þess vegna algerlega óleyfi- legt, að tala um, að lýðræðis- reglur hafi verið brotnar. — Hvernig var með veitinga- valdið, þegar prestum var fjölg- að hér í Reykjavík fyrir nokkr- um árum? ■— Það var bætt við tveimur prestum hér í bænum sam- kvæmt sérstakri heimild, en þeir voru kvaddir til starfa sam- kvæmt ákvörðun kirkjumála- ráðherra. í þinginu komu fram raddir um það, að Reykvíking- ar vildu fá að neyta kosningar- réttar síns samkvæmt prests- kosningalögunum frá 1915. Ég beitti mér fyrir því, og vil leyfa mér að segja, að ég hafi átt stærstan þáttinn í því, að prest- um var fjölgað hér í Reykja- vík. Fannst mér einnig eðlilegt og sjálfsagt, að Reykvíkingar fengju eins og aðrir að neyta atkvæðisréttar síns samkvæmt lögunum frá 1915. Nú hefir þessi kosning farið fram. En þrátt fyrir það, að engum er Eftirftaldar vörur höfum við venjulega til sölu: Frosið kindakjöt af dilkum — sauðum — ám. Nýtt og frosiðS nautakjöt, Svínakjöt, I rvals saltkjöt, Ág’ætt hangikjöt, Smjör, Ostar, Smjörlíki, Mör, Tólg, Svið, Lifur, Egg, Harðfisk, Fjallagrös. Samband ísl. samvinnuiélaga. auðveldara um kjörsókn en kaupstaðabúum, hefir kosning- in orðið ólögmæt, og veitinga- valdið því komið í hendur kirkjumálaráðherra. Prests- kosningin er því þáttur, sem nú er úr sögunni í þessu máli, bæði að landslögum og lýðræð- isreglum. í Nesprestakalli hefi ég á- kveðið að veita sr. Jóni Thorar- ensen embættið. Þótt kosning hans yrði ekki lögmæt, þá fékk hann nálega þrisvar sinnum hærri atkvæðatölu en sá næst- hæsti og tel ég það sýna vilja kjósendanna. í Laugarnessókn var aðeins einn umsækjandi, sr. Garðar Svavarsson, og mun honum verða veitt embættið, þótt kosning hans yrði ekki lögmæt. í Hallgrímssókn er vilji kjós- endanna mjög skiptur. Þeir fjórir prestar, sem hæsta at- kvæðatölu hlutu, eru eftir því sem ég bezt veit, allir dugandi menn í sinni stétt. Tveir þeirra, sr. Sigurbjörn Einarsson og sr. Jakob Jónsson, hafa sýnt það, að þeir eru ekki aðeins miklir hæfileikamenn á sviði kirkju- legra málefna, heldur einnig á öðrum sviðum. Annar þeirra hefir um alllangt skeið dvalið við framhaldsnám í Svíþjóð. Hinn hefir um mörg ár verið í þjónustu íslenzku þjóðkirkj- unnar, og auk þess starfað lengi í byggðum Vestur-íslend- inga í Canada. Báðir eru þeir prýðilega ritfærir og snjallir ræðumenn. Mér virðist þessir tveir úmsækjendur líklegastir til að flytja nýja og holla strauma inn í kirkju- og trúar- líf Reykjavíkur, en undanfarið hefir verið fremur dauft yfir þVÍ. * — Hvaða reglum hefir verið fylgt undanfarið við veitingu prestsemb ætta? — Fyrverandi biskup, dr. Jón Helgason, mun hafa fylgt þeirri reglu, að mæla með þeim í em- bættin, er hæsta atkvæðatölu hlutu við kosningar. Hins veg- ar mun Þórhallur biskup ekki ávallt hafa fylgt þeirri venju. Má sem dæmi nefna, að árið 1913 mun hann og Hannes Haf- stein hafa veitt presti embætti þrátt fyrir þaö, að hann fékk lægsta atkvæðatölu við kosn- inguna. Þó voru þá í gildi lögin frá 1907, sem komust svo að orði, að ráðherrann þyrfti „ekki beinlínis“ að fara eftir kosn- ingunni. En eins og áður er tek- ið fram, var þessum lögum breytt árið 1915, og tekin af öll tvimæli um rétt veitingavalds- ins til þess að velja í embættin, hvern af umsækjendum, sem því sýndist. Það er augljóst mál, að um leið og kjósendurnir hafa afsalað sér valdi, sem þeim er heimilað með prestkosninga- lögunum, eru það ekki lengur þeir heldur veitingavaldið, sem ábyrgð ber á veitingunni og á þá vitanlega að velja í em- bættin eftir eigin reglum og á sína ábyrgð. Jafn auðsætt er það, að Alþingi myndi hafa sett það í prestkosningalögin, ef til þess hefði verið ætlazt, að þeir prestar hlytu embættin, sem flest atkvæði fengju við kosn- ingar, þótt ólögmætar væru. Ef ætlazt er til þess, að sú regla verði tekin upp, þá er lang ein- faldast að lögleiða hana, og losa veitingavaldið við alla ábyrgð af vali prestanna. En sannleikurinn er sá, að þessi lög, sem eru ein af þeim fáu, er ákveða, að kjósendurn- ir skuli ráða veitingu embætta, hafa reynzt þannig, að mikil misklíð hefir myndazt í sam- bandi við prestskosningar víð- ast hvar, og munu margir fremur vera þeirrar skoðunar, að prestskosningar bæri heldur að afnema en að ákveða skil- yrðislaust, að þeir skuli hljóta embættin, sem flest fá atkvæð- in. Það væri að búa til skrípa- mynd af lýðræðinu, sem lögin frá 1915 hafa þó reynt að fyrir- byggja. — Hafið þér heyrt, aff hér eigi að stofna fríkirkjusöfnuð? — Mér er fullljóst, að eftir kosningar, sem sýna svo óljósan og skiptan vilja kjósendanna, verður alltaf einhver óánægja í sambandi við veitingu em- bættanna. Ég hefi sannfærzt um þetta af viðtölum við marga menn. Sú hætta, að fríkirkju- söfnuður yrði myndaður, var því fyrir hendi úr mörgum áttum. Mér er kunnugt um, að sumir af yfirmönnum kirkjunnar telja nokkra hættu á þvi, að frfkirkjusöfnu,ðir verði mynd- aðir. Ég sé hins vegar ekkert hættulegt við þetta. íslenzka þjóðkirkjan er engin einokun- arstofnun með trúarbrögð. Mönnum er frjálst að mynda fríkirkjur eftir vissum reglum. Ég myndi aðeins telja það vott um aukinn trúaráhuga. Fri- kirkjusöfnuður hefir undanfar- iö starfað hér í Reykjavík með góðum árangri og engum deil- um valdið eða misklíð um trú- arleg efni. Leikfélag Reykjavíknr »H ÁI ÞÓR« eftir MAXWELL ANDERSON. Sýninpr annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. ISörn fá ekki aðgang. Hagkvæm matarkaup Reykt tryppakjöt Verð: Síður . . . 2,50 pr. kgr. Bógur. . . 2,70 — — Læri. . . . 2,80 — — Tryppakjöts- bjúgu . . . 2,25 — -- Laugaveg 39. Á krossgötum. (Framh. af 1. siðu.) hláku, svo að jörð varð alauð. Hélzt svo til 20. febrúar. Þá breyttist tíð og gerði fjögurra sólarhringa dimmviðri. Eftir það var fremur kalt og veður óstöðug til sumarmála, en alltaf næg jörð. 7. apríl gerði dimmviðri, svo að ekki birti upp. Um sumarmál tók upp allan snjó og voru þíðviðri til aprilloka. Eftir það voru kuldar til 20. maí. Þá brá til sunnanáttar og voru hlýindi og ágæt tíð fram að sólstöðum. Fjárhöld voru góð um vorið, fé bæði vel fóðrað og hraust. — Um veðurfar á Jökuldal síðara hluta árs segir Bjarni: Síðari hluti sumarsins var kaldur. Nokkra sólarhringa seint í ágúst fór aldrei frost úr jörðu. 7. september var al- 182 Robert C. Oliver: Æfintýri blaðamannsins 183 mennt farið að gefa kúm. Fé reyndist — Mody hægði á sér, og leit spyrj- andi á Taylor. — Hvers vegna erum við að fara hingað upp? — Duval bíður eftir yður. — Ég verð að biðja um frekari skýr- ingu. Hér er ekki allt með feldu--. Mody opnaði munninn til að gefa skýringu, en i sama bili miðaði Taylor skammbyssu á hann. — Mér þykir leitt ef ég hefi yður fyrir rangri sök — og sé svo, veit ég að þér bæði skiljið það og afsakið. Upp með hendurnar! Mody rétti brosandi upp hendurnar. — Þér eyðið dýrmætum tíma með þessu-----Taylor. Mody hreyfði sig ekki. Hann sá að hendur Cabera nálguðust fætur Tayl- ors — nú greip hann um öklana og kippti í — Taylor missti jafnvægið og féll — og í sama vetfangi voru báðir mennirnir ofan á honum. — Þetta grunaði mig, muldraði Tay- lor, vonzkulega. Á örfáum augnablikum komu þeir svo Taylor á öruggan stað, þar sem alveg var vonlaust fyrir hann að ná sam- bandi við hinn löghlýðna umheim. Cabera og Mody dustuðu af sér rykið og löguðu hálsbindin áður en þeir gengu niður í anddyrið, sem bergmálaði af hávaða og skrafi dansmeyjanna, sem ekkert vissu um þá atburði, sem verið höfðu að gerast, þó að þær væru I raun og veru orsök þeirra. Allt endurtók sig: Bob skrifaði nöfn þeirra í gestabókina — fyrir siðasakir. Nú voru þær komnar á ákvörðunar- staðinn. — Hlutverki Bobs var lokið og honum fannst hann vera glæpamaður. Hann var mjög undrandi yfir því, þeg- ar hann allt í einu stóð augliti til aug- litis við Cabera, sem hann hugði vera í London. Cabera brosti og sló á öxlina á Bob eins og í viðurkenningarskyni. Nú var eins og ró og friður færðist yfir „Hótel Ferdinand." Leikurinn var unninn, og arðurinn af sigrinum var tryggður. Cabera mátti, ásamt Mody, kalla sig heppinn, að hafa losnað við tvo mótstöðumenn sína, Pierre Duval á leiðinni og John Taylor, sem hafði flog- ið beint í net þeirra. Nú voru aðeins tveir til þrír leikir eftir og taflinu var lokið í þetta sinn. Niðri við höfnina lá skip tilbúið að flytja hinar lifandi vörur yfir Miðjarð- arhafið. Skipstjórnn beið nú aðeins eft- ir frekari fyrirskipunum — og hinni sorglegu, hættulegu bannvöru. í fréttum útvarpsins þetta kvöld var getið um mjög dularfullan atburð er skeð hafði þá um daginn. ekki eins vænt til írálags og haustið áður, og munu kuldamlr hafa valdið. 5. október rak niður svo mikinn bleytu- gadd, að slíkt snjólag hefi ég ekki séð fyrr svo snemma hausts, þau 17 ár, sem ég er búinn að vera hér. Heyskap- ur gekk stirt frá 18. sumarhelgi, þótt grasvöxtur væri sæmilegur. Frá þeim tíma til 23. september náði enginn maður bagga. En þá komu þurrkar, og náðist allt vel þurrt. Mátti þá telja heyfeng sæmilegan, og miklar voru heyfyrningar frá síðastliðnu vori. í haust var líka keypt óvenju mikið af síldarmjöli, vog ættu menn að þola harðan vetur. Slátrun var mikil í haust. Frá Eiríksstöðum á Jökuldal var til dæmis rekið 500 fjár og 300 frá Hvammi. Flest sláturfé frá einum bónda kom frá Benedikt Gíslasyni í Hofteigi, 272 kindur. Þetta heimili á fyrir 10 bömum að sjá, en fjölskyldan fleytir fram búinu að mestu án að- keyptrar vinnu. r t r Á sunnudaginn hljóp eldur i skúr, er útlenda setuliðið hefir byggt sér við gistihúsið Valhöll á Þingvöllum. Magn- aðist hann skjótlega, en þó tókst að forða því að gistihúsið brynni. Var það til hjálpar við slökkvistarfið, að logn var á. Ella hefði Valhöll að líkindum brunnið. i ■■11 ■■ Giv MLA BÍÓ°—°—°— •J iiiires Söguleg stórmynd frá Warner Bros, er sýnir mikilfenglega þætti úr æfisögu Benito Juarez, frelsishetj u Mexico. Aðalhlutverkin leika: PAUL MUNI og BETTE DAVIS {mmnmtmmtmmtumuwtmttmttmmtuuummtmnmmtmmmmnnttmntt | GLEÐILEGT NÝÁR: | IÞökk fyrir viðskiptin á liðna árinu BiSreiðasftöðin BiSrösft. I mwtwwtttttttmtttttmttttttmtttttmtwmwwtttttmmmmwwwttmmtttttmtt Tilkynniné til biSreiðaeigenda. Athygli bifreiðaeigenda í Reykjavík skal vakin á því, að ábyrgðartryggingargjöld fyrir fyrir tímabilið frá 1. janúar til 1. júlí 1941 eru fallin í gjalddaga. Ber bifreiðaeigendum að sýna á lögreglustöð- inni, Pósthússtræti 3, fyrir 14. þ. m. kvittanir fyrir greiðslu iðgjaldanna. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 6. janúar 1941. Agnar Koíoed-Hansen. Úrsmíðanám. Reglusamur laghentur piltur 16—18 ára, getur komist i læri nú þegar á góðu verkstæði. Mynd og meðmæli óskast. Æskilegt að viðkomandi geti lagt fram smíðisgrip eða annað, er beri vott um hagleik. Umsóknir með greinilegu heimilisfangi þurfa að vera komnar til blaðsins fyrir 1. febrúar merkt „Úrsmíðanám“. Tílkynning til ínniiytjenda irá Gjaldeyris- og ínnílutningsneínd Hér með vill nefndin vekja athygli innflytjenda vefnaðarvörux búsáhalda og skófatnaðar á því, að út- hlutun leyfa fyrir ofangreindum vörum stendur nú yfir og er því nauðsynlegt að þeir, sem ekki hafa þegar sent umsóknir sínar til nefndarinnar, geri það nú þegar. Það skal tekið fram að leyfi fyrir vörum þessum verða, af gjaldeyrisástæðum, bundin við kaup frá Bret- landi. Afgreiðsla á leyfum fyrir öðrum vörum frá Bret- landi fer nú einnig fram og verða umsóknir afgreiddar jafnótt og þær berast. Að því er snertir leyfi til vörukaupa frá Ameríku skal þess getið að slík leyfi verða ekki veitt fyrir lengri tímabil í senn heldur aðeins fyrir einstökum pöntun- um eða sérstaklega tilteknum kaupum og verða ákvarð- anir um slíkar leyfisveitingar teknar að undangenginni rækilegri athugun. Þurfa umsækjendur því að gera nefndinni rækilega grein fyrir -öllum umsóknum um gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir vörum frá Amer- íku og eru innflytjendur stranglega áminntir um að gera engar ráðstafanir til vörukaupa þaðan nema að fengnu leyfi. Reykjavík, 3. janúar 1941. Gjaldeyris- og ínnilutníngsnefnd. §endiiYelnar geta fengið aftvinnu nú pegar. Mjólkursamsalan. Sýnd klukkan 6.30 og 9. Börn fá ekki aðgang. ,—<■—°—°. nýja bíó •"'—°~°~ KOMDU, EF ÞÚ ÞORIR (STAND UP AND FIGHT) Amerísk stórmynd, tekin af Metro Goldwyn Mayer. Aðalhlutverkin leika: WALLACE BEERY og ROBERT TAYLOR. Sýnd í kvöld kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 14 ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.