Tíminn - 09.01.1941, Page 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
25. ár.
Reykjavík, fimmtudagiim 9. janúar 1941
3. blað
Sktpuu prestsembættanna
i'
Furdulegar árásir á kirkjumálaráðherra
Sjálfstæðisflokk- )1
urinn og' konungs- ::
♦♦
valdið 11
♦♦
Árni frá Múla ritar langa ::
grein í Vísi í gær til þess ♦♦
að lýsa yfir umhyggju ♦:
sinni fyrir lýðræðinu í ::
sambandi við veitingu ::
prestsembættanna í Rvík. ::
í grein þessari kemst ♦)
Árni m. a. svo að orði:
„Ráffherrar Sjálfstæðis- ::
flokksins vildu báffir, aff «
efstu mönnunum yrðu :♦
veitt embættin. Ef hér :|
hefði veriff um konungleg 8
embætti að ræffa, hefffu ::
♦* þeir getað beitt synjunar- ::
valdi.“ ♦♦
Eins og kunnugt er, ♦♦
fara ráðherrarnir nú sam- 8
eiginlega með konungs-
valdið.
Þótt konungar hafi að
lögum til synjunarvald, er
í öllum lýðræðisríkjum «
litið á það sem stórfelld- 8
asta lýðræðisbrot, ef kon- ::
ungur neitar að samþykkj a
lög eða að skipa mann í
embætti eftir útnefningu
ráðherra.
Árni frá Múla talar um
það eins og hvern arinan
sjálfsagðan og eðlilegan
hlut, að ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins hefðu beitt
hlutdeild sinni í konungs-
valdinu til að fremja
slíkt lýðræðisbrot.
Þessi ummæli aðal-
stj órnmálaritst j ór a S j álf -
stæðisflokksins marka á-
reiðanlega mjög greinilega
hinn raunverulega hug a.
m. k. nokkurs hluta flokks
ins til lýðræðisins. Þeim
hluta flokksins finnst það
alveg sjálfsagt að beita
konungsvaldinu gegn lýð-
ræðinu, ef það er honum
í hag. Og svo þykjast
þessir menn bera um-
hyggju fyrir lýðræðinu!
Verkfalli Dagsbrún-
ar lokíð
Verkfall togarasyó-
í blöðum Sjálfstæðis-
flokksins, Morgunblaðinu
og Vísi, hafa verið hafnar
næsta furðulegar og á-
stæðulausar árásir á kirkju-
málaráðherra fyrir veitingu
prestembættanna í Reykja-
vík. Aðalefni árásanna er
það, að skipun séra Jakobs
Jónssonar í annað prests-
embættið í Hallgrímssókn
sé freklegt lýðræðisbrot og
verði því að áteljast harð-
lega.
Öðruvísi mér áður brá. Á
þann veg munu áreiðanlega
margir hugsa, þegar þeir lesa
þessi skrif í íhaldsblöðunum.
Það hefir ekki verið alltaf, sem
þau blöð hafa borið. slíka um-
hyggju fyrir lýðræðinu. Það er
ekki langt síðan, að þau töldu
mestu óhæfu, ef veitingavald-
ið færi eftir áskorunum úr
hlutaðeigandi héruðum í vali á
sýslumönnum og læknum. Þá
vildu þau fyrst og fremst fara
eftir embættisaldrinum.
Fyrir kosningarnar.
Þá er ekki ófróðlegt að at-
huga það, sem Morgunblaðið
sagði um þetta mál fyrir kosn-
ingarnar. í blaðinu 14. desem-
ber síðastliðinn eru allmiklar
hugleiðingar um prestskosn-
ingarnar og segir þar m. a.:
„Ef hins vegar kosning er ó-
lögmæt, annað hvort vegna
iess, að kjörsókn er ekki eins
mikil og krafist er eða af hinni
ástæðunni, að enginn fær
meirihluta greiddra atkvæða,
þá er ráffherra óbundinn af
kosningunni og getur veitt
brauffiff hverjum umsækjend-
anna, sem hann vill. Þetta ættu
kjósendur að hafa í huga.“.
(Leturbr. Tímans).
Hér er síður en svo verið að
tala um það, að ráðherrann sé
bundinn einhverjum venjum,
ef kosningin er ólögmæt. Það
er alveg hreinlega sagt, að
hann hafi þá óbundnar hendur.
Þessi var dómur Mbl. fyrir
kosningarnar. En þá átti hann
manna
í kaupgjaldsmálunum hafa
þessi tíðindi gerzt hina síðustu
daga:
Allsherjaratkvæðagreiðsla í
verkamannafélaginu Dagsbrún
fór fram í gær og fyrradag, sam-
kvæmt tillögu sáttasemjara rík-
isins. Lauk þessari atkvæða-
greiðslu á miðnætti í nótt,
Alls voru á kjörskrá um 2250
menn og neyttu 1706 atkvæðis-
réttar síns. 879 þeirra greiddu
því atkvæði, að gengið yrði að
samníngstílboði því, er fellt var
á félagsfundinum á nýársdag,
808 greiddu atkvæðí gegn tilboð-
inu, 15 skiluðu auðum seðlum,
og 4 atkvæðaseðlar voru ógildir.
Samkvæmt þessum úrslitum er
Dagsbrúnaryerkfallinu aflétt og
vínna hafin að nýju í bænum.
Hljóta verkamenn, samkvæmt
samníngum þeim, er hér með
hefir verið gengið að, fulla dýr
tíðaruppbót launa sinna og smá-
vægilegar kjarabætur aðrar.
Gífurlega harður áróður var
í frammi hafður við þessa at
kvæðagreiðslu af beggja hálfu,
þeirra, er vildu hætta verkfall
inu, og hinna, sem halda vildu
því áfram til úrslita, og fás svif-
uzt við atkvæðasmölunina. Mun
ekki laust við að stundum hafi
til stympinga komið og jafnvel
handalögmáls.
Verkfalli bakarasveina er einn-
ig aflétt og hófst vinna í brauð-
gerðarhúsum öllum í gær. Sam
kvæmt samningum, sem gerðir
yoru, fengu bakarar nokkra
(Framh. á 4. síðu.)
líka betur við. Þá þurfti að
hvetja Sjálfstæðismenn til að
kjósa Jón Auðuns. Nú er málið
komið á annað stig og þá er
lýðræðisumhyggj an látin koma
til sögunnar.
„Ekki lögbrot“.
í grein, sem Árni frá Múla
skrifar um þetta mál í Vísi í
gær, gerir hann athyglisverða
játningu mitt í öllu glamrinu
um lýðræðisbrotið. Hann segir:
„Það er ekki hægt aff ásaka
forsætisráffherrann um lög-
brot,“
Það liggur þannig fyrir við-
urkenning á því, bæði í Mbl. og
Vísi, að ráðherrann hafi haft
óbundnar hendur um veiting-
una og að hún hafi ekki verið
lögbrot. Eftir það mun flestum
finnast lítið til um lýðræðis-
brotið, sem íhaldsblöðin eru að
tala um. Alþingi fer með hið
lýðræðislega vald í landinu og
þess vegna er ekki hægt að á-
saka einn eða neinn fyrir lýð-
ræðisbrot, ef hann fer eftir
fyrirmælum þess, lögunum,
Menn brjóta ekki fyr gegn vilja
lýðræðisins en þeir óhlýðnast
lögunum. Með þessu er raun-
verulega alveg hrundið ásökun-
um íhaldsblaðanna um lýðræð-
isbrotið.
Lýffræffiff óg embættaveitingar.
Hið íslenzka lýðræðisskipu-
lag grundvallast m. a. á því, að
þjóðin felur ríkisstj órninni að
annast embættaveitingar fyrir
sína hönd. Ríkisstjórnin ann-
(Framh. á 4. síðu.)
Fr amsóknarf élög!
Tilkynningar um tölu
og nöfn fulltrúa á flokks-
þingiff þurfa aff vera komn
ar til skrifstofu Fram-
sóknarflokksins, Linldar-
götu 1 D, Reykjavík, fyrir
20. janúar.
Kjörgengir á flokksþing
eru þeir einir, sem búsett-
ir eru í hlutaffeigandi
kjördæmum.
Sérhver fulltrúi þarf aff
hafa kjörbréf.
Flokksþingiff hefst 12.
febrúar.
Hundar eru vel metnir hjá fleirum en islenzkum fjármönnum. Hundar eru
í miklu dálœti hjá hermönnum, enda eru þeir notaðir í allstórum stíl í
hernaðarlega þjónustu. Þeir eru látnir flytja fyrirskipunarbréf til her-
manna í fremstu víglínu. Þeir eru látnir vera með hermönnum í njósnar
ferðum og hafa oft orðið fyrstir til að vekja athygli á hreyfingum fjand-
mannanna. Þegar styrjöldin hófst höfðu bœði Frakkar og Þjóðverjar þús-
undir hunda, sem hófðu verið þjálfaðir í þessum tilgangi. Á myndinni sjást
þýzkir hermenn með rakka, sem virðist vera mikill vinur þeirra.
Harðstjórnin í baltísku löndunum
Síðan Rússar lögðu undir sig
baltisku löndin, Estland, Lett-
land og Lithauen, hafa þeir
reynt eftir megni að láta sem
minnstar fregnir berast þaðan.
Þeir hafa þó ekki komizt hjá
því, að erlendir blaðamenn
hafa getað myndað sér allgott
yfirlit um atburði þá, sem þar
hafa gerzt.
Yfirleitt virðist niðurstaða
blaðamanna sú, að framferði
Rússa í baltisku löndunum sé
mjög svipað framferði Þjóð-
verja í Póllandi. Menn hafa
verið vægðarlaust sviptir eign-
um sínum og þær fengnar í
hendur mönnum, sem eru Rúss-
um hliðhollir, í öll embætti,
sem hafa nokkra þýðingu, hafa
verið skipaðir menn úr flokki
Rússa. Fangelsanir hafa átt sér
stað í mjög stórum stíl. Allir
þeir, sem hafa verið líklegir til
að geta haft forystu á hendi,
A. KROSSQÖTTJM
Mikil hlýindi austan lands. —• Reykjavíkurhöfn. —
ar. — Bólusetning gegn barnaveiki. — Skipsstrand.
Ekknasjóður Siglufjarð-
— Göturnar í Reykjavík.
hafa verið teknir fastir og flest-
ir þeirra verið fluttir til fjar-
lægra landshluta, einkum Sí-
beríu. Með þvi að svipta balt-
isku þjóðirnar þannig helztu
menntamönnum og dugnaðar-
mönnum sínum hyggjast Rúss-
ar að bæla niður sjálfstæðis-
hug þeirra og þjóðernisbaráttu
til fullnustu.
í stað þeirra, sem eru fluttir
í burtu, eru menn af rússnesk-
um ættum, sem eru trúir kom-
múnistar, látnir taka sér ból-
festu í þessum löndum.
í stuttu máli sagt virðist það
markmið Rússa að uppræta
baltisku þjóðirnar sem sérstæð-
ar þjóðir og eru engin ráð látin
ónotuð til að ná því marki.
Aðrar fréttir.
Mikil og alveg óvenjuleg hlýindi voru
austan lands um áramót. Hinn 4.
janúar var 12 stiga hiti á Seyðisfirði
kiukkan 8 um kvöldið, og fyrir ára-
mótin var suma daga 17 stiga hita á
Eskifirði, þegar hlýjast var. Hinn 5.
janúar fór maður einn á Seyðisfirði,
er ekki hafði unnizt tími til eða hirt
um að taka upp allar kartöflur sínar í
haust, út í garð sinn og tók upp það,
sem hann átti þar enn í jörðu. Voru
kartöflurnar óskemmdar með öllu. Mun
það algert einsdæmi á landi hér, að
kartöfJur séu teknar upp í janúar-
mánuði.
t r t
Áætlun hefir verið um það gerð,
hversu miklar tekjur Reykjavíkur-
hafnar muni verða á þessu ári og
hvaða útgjöldum skuli gert ráð fyrir. í
áætlun þessari er gert ráð fyrir að
ljúka við uppfyllinguna í króknum
austan við Eimskipafélagshúsið, milli
kolakranans og gamla hafnarbakkans.
Er kostnaður við þennan þátt þessa
mannvirkis áætlaður 50 þúsund krónur.
Síðan á að reisa bryggjur framan við
þennan fyrirhugaða hafnarbakka, svo
að skip geti lagzt þar að, en ekki er
gert ráð fyrir því mannvirki eða kostn-
aði við það í þessari fjárhagsáætlun
hafnarsjóðs. Annað stærra mannvirki,
sem lagt er til að í verði ráðizt að gera,
er uppfylling vestur við Grandagarð,
sem yrði fyrsta skref að því, að gera
bátahöfn þar vestur frá. Lagt er til að
150 þúsund kr. verði varið til þessa í
ár og féð notað til að byrja á uppfyll-
ingunni, sem um var getið. Líklegt
þykir, að bátahöfnin muni kosta um
700 þús. kr. alls, svo að æði mörg ár
munu líða, áður en hún verður fullger,
ef ekki verður meira fé af mörkum
lagt til mannvirkisins á ári hverju í
framtíðinnl heldur en til er lagt í fjár-
hagsáætlun þessa árs.
í jólablaði Einherjans, blaði Fiam-
sóknarmanna í Siglufirði, birtist grein
eftir séra Óskar J. Þorláksson um
ekknasjóð Siglufjarðar. Sjóður þessi er
allgamall og var gengið frá skipulags-
skrá hans árið 1896. Tilgangurinn með
sjóðmynduninni var sá, að verða „til
styrktar ekkjum sjódrukknaðra manna
og börnum þeirra í Siglufirði". En sjó-
slys voru mjög tíð meðal siglfirzkra
sjómanna meðan hákarlaveiðar voru
stundaðar á litlum skipum og ófull-
komnum. Hin fyrstu ár var það mikill
siður sjómanna, að gefa lifrarhlut af
hverju skipi til eflingar sjóðnum. Hin
síöustu ár hefir sjóðurinn lítið aukizt,
því að mestum hlut vaxtanna hefir
verið úthlutað sem styrkjum, en litlar
gjafir borizt. Fer úthlutu n styrkja
árlega fram í janúar og nemur hún í
ár rösklega 200 krónum. Minnir séra
Óskar Siglfirðinga og aðra á það, að
sjóðurinn sé féþurfi og muni gjöfum
og tillögum veitt móttaka með þökk-
um. —
r t r
Heilbrigðisstjórnin hefir hlutazt til
um það, að framvegis verði á því gef-
inn kostur, án þess að greiðsla komi
fyrir, að bólusetja börn í Reykjavík
gegn barnaveiki. Þessi bólusetning
mun eftirleiðis framkvæmd í heilsu-
verndarstöð Líknar á tilteknum tím-
um vissa daga vikunnar.
t r r
Á þriðjudagsmorguninn síðastliðinn
strandaði norskt skip, Rundehorn, við
sandana við Skaftárós. Á skipinu voru
níu menn, þar á meðal fjórir íslend-
ingar, en fimm voru norskir. Skip-
stjórnarmaður var íslenzkur í þessari
ferð. Allir mennirnir komust á land
óskaddaðir. Skip þetta var í förum
milli íslands og Englands, flutti þang-
að ísfisk, en hafði meðferðis kolafarm
hingað. Kolunum var skipað upp þar
eystra, því að reyna átti að ná skipinu
út. Það er aðeins 100 smálestir að
stærð.
r r r
Göturnar í Reykjavík mmiu sjaldan
eða aldrei hafa verið jafn illar yfir-
ferðar sem nú. Er sums staðar gjóta
við gjótú og annars staðar aur og
eðja. Orsakirnar munu vera margar.
Bifreiðaumferð í bænum er miklu
meiri en áður hefir verið, viðhald
gatnanna frámunalega slælegt og víða
í bænum margskonar umrót og upp-
gröftur og loks hafa rigningarnar gert
sitt til að spilla götunum.
r r r
Sókn Breta í Libyu heldur á-
fram. Nokkrar vélahersveitir
Breta eru komnar vestur fyrir
Tobruk og hefir hún því veriff
umkringd. Bretar hafa tekið
flugvöll, sem ítalir höfðu viö
Tobruk og voru þar flök af 40
flugvélum, sem eyffilagzt höfffu
í loftárásum. Óvíst er, hvort
Bretar hefja strax árás á borg-
•ina. Bretar tilkynna, að 70 þús.
ítalskra hermanna hafi verið
teknir til fanga, en 24 þús. hafi
fallið eða týnzt í eyðimörkinni.
Bretar hafa unnið miklar
skemmdir á Tripoli, en það er
aðalhöfn ítala í Libyu. Óstað
festar fregnir herma, að 500
þýzkar flugvélar og 10 þús.
þýzkra hermanna hafi verið
fluttir til Suður-ítaliu og eigi
þetta hvorttveggja að sendast
til Libyu.
Roosevelt setti Bandaríkja
þingið á mánudaginn. Hann
lýsti yfir því, að Bandaríkin
myndu halda áfram að auka
stuðning sinn við lýðræðisríkin
og láta ásakanir einræðisherr
anna eins og vind um eyru
þjóta. Ræðu hans hefir verið
mjög vel tekið í amerískum og
enskum blöðum. Flugvélar, sem
Bandaríkjaherinn átti að fá,
hafa nýlega verið seldar til
Grikklands. — í gær lagði
Roosevelt fjárlögin fyrir þing-
ið og eru það hæstu fjárlög
síðan 1918. Útgjöldin nema 17
miljörðum dollara, þar af 10.8
miljarðar til vígbúnaðar. Auk
þess er gert ráð fyrir, að síðar
verði varið 10 miljörðum doll
ara til hjálpar lýðræðisþjóðum.
Gert er ráð fyrir mikilli skatta-
hækkun.
Búlgarski utanríkisráffherr-
(Framh. á 4. síðu.)
w
A víðavangi
JÓN MAGNÚSSON.
Jón nokkur Magnússon ritar
í Mbl. í gær árásargrein á
kirkjumálaráðherra, vegna veit-
ingu prestsembættanna í
Reykjavík. Jón þessi kvað vera
lítt sjáandi á báðum augum,
vegna pólitísks ofstækis. Hann
virðist vera einn af þeim, sem
með kosningu prestanna frið-
þægði trú sinni á guð með því
að kjósa síra Sigurbjörn, en
hinni pólitísku trú með því að
kjósa síra Jón Auðuns. Þannig
kaus æstasti hluti af Sjálf-
stæðisflokknum. Jón þessi hefir
að sögn gengið hér um göturn-
ar og sagt að „ef Jóni Auðuns
yrði ekki veitt embættið, myndi
hann sjálfur (Jón Magnússon)
taka til máls“. — Jón þessi
gekk einnig um götur bæjarins
eftir að Einar Benediktsson dó,
og er þá sagt, að hann hafi
mætt Tómasi Guðmundssyni
skáldi. Spurði Jón Tómas, hvort
hann ætlaði ekki að yrkja eftir
Einar. Tómas kvaðst mundu
láta nægja þessa vísu, sem
hann hefði kastað fram:
Þegar strengir stærsta skáldsins brustu,
er stoltast kvað og söng af mestum
krafti,
öllum nema landsins lélegustu
leirskáldum fannst bezt að halda
kjafti.
Daginn eftir birtist samt í
einu bæjarblaðinu hátíðlegt
kvæði um Einar Benediktsson
eftir Jón. Sumar sagnir segja,
að það hafi verið eftir lestur
þess kvæðis, sem Tómas orti
vísuna. — Jón mætti gjarna
hugleiða þessa vísu nú, en
sennilega er það hvorki á valdi
Tómasar Guðmundssonar eða
annara, að fá hann til að fylgja
ieim ráðum, sem honum eru
fyrir beztu.
ÁRAMÓTAGREIN Ó. TH.
Ólafur Thors skrifaði um
áramótin allmikla yfirlitsgrein,
sem hefir birzt í Mbl. Kennir
þar margra grasa. M. a. talar
Ólafur um stórfelldan niður-
skurð á fjárlögum. Um þennan
niðurskurð vita ekki aðrir en
Ólafur. Að vísu gerði Jakob
Möller tillögur um stórfelldan
niðurskurð á framlögum til
landbúnaðarins, en þær tillög-
ur náðu ekki fram að ganga
og getur Ólafur því ekki átt við
þær. Þá segir Ólafur, að það sé
misskilningur, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi verið á móti
afnámi á skattfrelsi útgerðar-
innar. Er Ólafur búinn að
gleyma tillogu sinni um fram-
lagið til stýrimannaskólans og
að útgerðarmenn keyptu þann-
ig áframhald skattaundanþág-
unnar? Ennfremur segir Ólaf-
ur, að það sé rangt, að Sjálf-
stæ'ðisflokkurinn hafi verið á
móti hækkun á kjötverðinu.
Getur það verið satt, að Ólafur
Thors hafi ekki lesið íhalds-
blöðin síðastliðið haust, eða er
hann svona ákaflega gleym-
inn? Loks segir Ólafur, að Tím-
inn hafi ýmist skammað Sjálf-
stæðisflokkinn fyrir of mikla
heimtufrekju eða of mikla und-
anlátssemi. Þetta er mesta vit-
leysa. Tíminn hefir farið um
það fyllstu viðurkenningarorð-
um, þegar Sjálfstæðismenn
hafa horfið frá villu síns vegar
og tekið upp sömu stefnuna og
fyrirrennarar þeirra fylgdu.
Hins vegar hefir Tíminn vitan-
lega tekið hart á því, þegar
Sj álfstæðisflokkurinn hef ir
gert kröfur, sem stofnuðu fjár-
hag og afkomu þjóðarinnar í
beinan voða.
Kaldar kveðjur
í gær skrifar Jón Magnússon
í Mbl. í tilefni af veitingu sr.
Jakobs Jónssonar. Þar skiptast
aðallega á stóryrði og illyrði í
stað raka. Má það teljast ein-
kennilegt, ef þessi fúkyrðagrein
(Franih. á 4. síðu.)