Tíminn - 18.01.1941, Síða 1
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
Sími 2323.
FRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
25. ár.
Reykjavík, laugardaginn 18. janúar 1941
7. blað
Innlent ríkislán
Tekíð vetður fimm mílj.kr. lán til greiðslu
á eftírstöðvum enska lánsíns frá 1930.
Svíar vinna kappsamlega að landvörnum sínum, enda þótt þeir séu nú umkringdir af Þjóðverjum á allar hliðar.
Margt bendir til að Þjóðverjum muni þykja fýsilegt að ráða yfir Sviþjóð, en þeir liafa þó hingað til látið Svía
afskiptalausa. Sennilega veldur þar miklu, að Svíar hafa sterkari varnir en liinar norrœnu þjóðirnar. Á s.l. ári bauð
sænska stjórnin út 500 millj. kr. innanríkislán, en undirtektirnar urðu svo góðar, að lánsupphœðin varð 800
millj. kr. Nú hefir sœnska stjórnin ákveðið að bjóða út nýtt 500 millj. kr. landvarnarlán. Sœnski hergagnaiðn-
aðurinn hefir verið stóraukinn og framleiðsla hans reyndist- mjög vel í Finnlandsstyrjöldinni. Landvarnaráhugi
þjóðarinnar virðist mjög almennur og þótt mjóg hafi þrengt að viðskiptum hennar eru menn fúsari nú en áður
að leggja á sig miklu meiri byrðar vegna landvarnanna. Áhuginn er ekki sizt mikill hjá unga fólkinu. Hér á
myndinni sjást nokkrir kornungir Sviar, sem eru farnir að búa sig undir það að vinna að vörnum œttjarðarinnar,
ef þörf krefur. Tugir þúsunda af jafnöldrum þeirra gera slíkt hið sama.
Geta Bretar unnið hernaðar-
legan sigur á Þjóðverjum?
Búnaðarþingið kem-
ur saman um mán-
aðamótín
Búnaðarþing kemur saman
nú í mánaðarlokin og verður
sett 30. janúarmánaðar. Munu
ýms merkileg og vandasöm mál
verða lögð fyrir það.
Slðasta búnaðarþing kaus
milliþinganefnd til að fjalla
um ýms landbúnaðarmál og
gera tillögur um úrræði í þeim
og undirbúa að öðru leyti af-
greiðslu þeirra á búnaðar-
þingi því, er nú kemur senn
saman. Nefnd þessi mun að
mestu hafa lokið störfum sín-
um og verða af hennar hálfu
lagðar fyrir búnaðarþingið til-
lögur um breytángar á lögum
Búnaðarfélags íslands og jarð-
ræktarlögunum, ásamt fleiri
málum, er hún hefir sérstak- í
lega íhugað.
Ýms önnur mál, sem mikils
eru varðandi fyrir landbúnað-
inn, verða að sjálfsögðu rædd
á búnaðarþinginu og afgreidd
frá því. Sum þessara mála er
verið að undirbúa fyrir búnað-
arþingið af þeim aðilum, sem
eiga hlut að því, að þau eru
fram komin. Þeim undirbúningi
er ekki enn komið svo langt á
veg, að unnt sé að greina frá
einstökum málum.
Kartöfluuppskeran
50 þús. tn. á sl. ári
Áriff 1939 var hún 120 þús. tn.
Búnaðarfélag íslands tók 1
fyrra upp þá venju, að safna
Ivo ítarlegum skýrslum, sem
kostur er á að afla, um kart-
öfluuppskeruna í landinu. Hafði
áður verið seinagangur á
skýrslusöfnun um slík atriði í
búnaði íslendinga og auk þess
nokkur vafi á, hversu ábyggi-
legar þær væru. Að vísu mun
enn talsvert. bresta á það, að
skýrslurnar séu óvéfengjanleg-
ar, en með þeim hætti, sem
upp hefir verið tekinn, berast
þær svo fljótt, að vitneskja
fæst um uppskeruna, áður en
óhæfilega langur tími er um-
liðinn.
í fyrra var kartöfluuppsker-
an í landinu talin nema um
120 þúsund tunnum. Var það
óvenjulega mikil uppskera,
enda fór saman, að góðæri var
hið mesta og miklu sáð af
kartöflum vorið 1939.
Samkvæmt skýrslum þeim,
sem fengnar eru, hefir kartöflu-
uppskeran numið sem næst 50
þúsund tunnum í haust. Þótt
hún hafi orðið meira en helm-
ingi minni en árið 1939, er þó
vist, að eins miklu og jafnvel
meira hefir verið sáð af kart-
öflum vorið 1940 sem 1939. Staf-
ar mismunurinn þess vegna
einvörðungu af því, hversu tíð-
in var óhagstæð til garðyrkju
síðastliðið sumar. Eins og
kunnugt er og mikið hefir ver-
ið rætt um, brást kartöfluupp-
skera með öllu i sumum héruð-
um landsins og varð ákaflega
rýr annars staðar. Hið háa
verð á kartöflum, er leitt hefir
af því, hversu lítið framboðið
er, hefir þó bætt þeim, sem
eitthvað fengu upp úr görðum
sínum, uppskerubrestinn að
nokkru leyti.
Ríkisstjórnin hefir gefið
út bráðabirgðalög um heim-
ild til að taka 5 milljón
ki’óna innlent ríkislán, sem
notað verði til að greiða
skuldir ríkisins erlendis.
í forsendum fyrir bráða-
birgðalögunum segir að „at-
hygli ráðuneytisins hafi verið
vakin á því, að 5y2% sterlings-
pundaláni, sem tekið var í Bret-
landi árið 1930 og nú er að eft-
irstöðvum £510400—0—0, megi
segja upp í maímánuði n. k. til
greiðslu í nóvembermánuði n.
k. Eins og nú sé ástatt, eígi hér-
lendir bankar allmikið fé er-
lendis, sem þeir fá mjög litla
vexti af, og því sé hagkvæmt
að greiða fyrgreint sterlings-
pundalán að fullu, ef ríkissjóði
tekst að afla fjár með betri
váxtakjörum innanlands.
Til þess að hafa nægilegt fé
í ríkissjóði, þegar greiða á fyr-
greint lán, ef því verður sagt
upp, tplur ráðherrann, að ráð-
legt sé að taka nú þegar 5 mil-
jón króna lán innanlands.“
Hér í blaðinu hefir því jafn-
an verið haldið fram, að nota
ætti þær inneignir, sem undan-
farið hafa safnast fyrir í Eng-
landi, til greiðslu á skuldum
ríkisins þar. Hefir þetta verið í
samræmi við stefnu miðstjórn-
ar Framsóknarflokksins, sem
m. a. hefir skorað á ríkis-
stjórnina að taka innlent ríkis-
lán til greiðslu á skuldum þjóð-
arinnar erlendis.
Er það tvímælalaust, að óllu
hyggilegri ráðstafanir er ekki
hægt að gera nú.
Með þessari lántöku er stigið
byrjunarsporið í þessa átt, en
þess ber að vænta, að haldið
verði áfram á þeirri braut.
Lán það, sem um ræðir í
bráðabirgðalögunum, mun
verða boðið út bráðlega.
Þessi eru hin helztu tíðindi af kaup-
gjaldsmálunum: — í Vestmannaeyjum
hafa sættir tekizt milli sjómanna,
verkamanna og atvinnurekenda. Fá
verkamenn nokkra kauphækkun. Þó
hefir Drífandi (félag kommúnista lýst
yfir verkfalli í Vestmannaeyjum. Verk-
fall í á kaupskipaflotanum hófst með
deginum í dag, samkvæmt því, sem
áður hafði verið boðað, yrðu ekki
sættir komnar á. Björg, félag sauma-
stúlkna, hóf verkfall í gær, þar eð ekki
höfðu samningar tekizt um kaup og
kjör saumastúlkna. Sjöfn, félag starfs-
stúlkna í veitingahúsum, boðar verk-
fall 24. janúar, verði eigi áður búið að
semja um kaup þeirra, Þessi ákvörðun
var samþykkt með 67 atkvæðum gegn 7.
Félag klæðskera, Skjaldborg, sem átt
hefir i verkfalli seinustu daga, gerði
kaupsamninga í gær. Fá félagsmeðlimir
nokkra kauphækkun, fulla dýrtíðar-
uppbót launa sinna og nokkrar kjara-
bætur aðrar.
r i t
Hið fyrsta af áfenga ölinu, sem
brugga á hér handa útlendu hermönn-
unum, var sent frá ölgerðinni, er við
bruggunina fæst, ölgerðinni Egill
Skallagrimsson, í fyrradag. Voru það
200 flöskur öls. Ö1 þetta hefir 4%
áfengisstyrkleika. Talsverðir erfiðleik-
ar hafa verið á því að afla nauðsyn-
legra efna til ölgerðar þessarar' og er
óvíst, hvernig það mun takast í fram-
tíðinni. Hefir af þessu stafað nokkur
Fyrstu mánuðina eftir ósigur
Frakka var nær aldrei rætt um
þann möguleika, að Banda-
menn gætu unnið hernaðarleg-
an sigur á Þjóðverjum, þ. e.
sigrað þýzka herinn. Hins veg-
ar voru þá dómar flestra á þá
leið, að Þjóðverjar hefðu mikla
möguleika til að vinna hernað-
arlegan sigur á Bretum, þ. e.
gera innrás i Bretland og vinna
sigur á brezka hernum þar.
Nú eru umræðurnar um þetta
mál farnar að breytast nokkuð
aftur. Veldur því bæði, að ekki
hefir enn orðið neitt úr innrás
Þjóðverja og að landvarnir
Breta hafa stórum eflzt sein-
ustu mánuðina.
töf, svo að hið fyrsta framleiðslunnar
var eigi tilbúið jafnsnemma og ráð-
gert hafði verið. Samkvæmt ströngum
ákvæðum bráðabirgðalaga, er gefin
voru út í sumar, verður öl þetta ekki
selt íslendingum. Að því, er sagt er,
mun hermönnunum geðjast vel að öl-
inu og álita það jafnast á við hið bezta
öl, er þeir hafa átt að venjast í heima-
landi sínu og annars staðar, er þeir
hafa farið.
t t t
í öllum vesturhluta Skagafjarðar-
sýslu, frá Skagatá til Mælifells, þjón-
ar nú aðeins einn prestur, séra Helgi
Konráðsson á Sauðárkróki. Hann flutti
9 messur frá jólum til nýárs og mun
það einsdæmi. Þetta var því aðeins,
hægt, að tíð var góð og samgöngu-
leiðir greiðfærar.
t t t
Á fjórum bæjum í Skagafirði hafa
verið settar upp vindknúnar rafstöðv-
ar til ljósa. Nokkur mistök hafa orðiö
um smíði sumra þeirra vegna vanþekk-
ingar. Er slíkt allillt, því að það dreg-
ur til aukins kostnaðar og tefur fyrir
því, að þessi aðferð verði að einhverju
leyti viðurkennd sem lausn rafmagns-
málsins til sveita.
t t t
Hólaskóli er nú fullskipaður nem-
endum. Þar eru alls 45 piltar. Á Sauð-
árkróki starfar unglingaskóli með 25
nemendum. í barnaskólanum þar eru
160 börn, en upphaflega var 50 bömum
ætlað rúm í skólahúsinu. Á Hofsósi
Einn þeirra hernaðarfræð-
inga, sem hafa gert þetta að
umtalsefni, er Bratt ofursti,
herfréttaritari Dagens Nyheter
í Stokkhólmi. í grein, sem hann
ritaði- nýlega í þetta blað sitt,
ræðir hann möguleika Breta til
innrásar á meginlandið. Telur
hann ekki miklar líkur til þess,
að Bretar geti náð nokkurri
fótfestu, sem þýðingu hefir,
fyrir herafla á meginlandinu.
Jafnvel þótt Þjóðverjar neydd-
ust til að hertaka Ítalíu, sök-
um upplausnar, er þar kynni
að skapast, vegna ósigra ítalska
hersins, hefðu þeir svo miklum
landher á að skipa, að þeir ættu
að geta varið meginlandið fyr-
hefir unglingakennsla fallið niður i
vetur.
t t r
Varmahlíðarfélagið og Sögufélag
Skagfirðinga, sem tvær greinar á sama
stofni, starfa ótrauðlega að málum
sínum. Að vísu er Varmahlíð nú á valdi
útlenda setuliðsins, en félagið býr undir
framkvæmdir í framtíðinni. Sögufélag-
ið lætur á ýmsan hátt og ýmsa menn
safna gömlum og nýjum fróðleik. Ann-
ál Skagafjarðar hafa Kolbeinn Krist-
insson og Stefán bóndi Vagnsson skráð
um nokkurra ára skeið. Einnig safnar
Stefán alþýðukveðskap í héraðinu, á-
samt fleirum. Pálmi Hannesson ritar
i tómstundum sínum héraðslýsingu
Skagafjarðar. Þá lét félagið safna ætt-
artölum um leið og manntalið var tek-
ið í haust. Gerði þá hver maður grein
fyrir ætt sinni eins vel og hann kunni
skil á. Verður þetta ómetanlegur styrk-
ur þeim, er skrá ættatal Skagfirðinga.
t t t
Bráðabirgðalög hafa verið gefin út
um það, að verð á miðum happdrættis
háskólans hækki um þriðjung verðs.
Kostar heilmiði nú 80 krónur í stað 60
krónur áður, hálfmiði kostar 40 krónur,
en fjórðungsmiði 20. Mánaðarverð
happdrættismiðanna verður sam-
kvæmt þessu 8 krónur, 4 krónur og 2
krónur. Jafnhliða því, sem verð happ-
drættismiðanna hækkar, hækka vinn-
ingarnir einnig að sama skapi. Sú grein
er gerð fyrir þessari ákvörðun, að þessí
(Framh. á 4. síðu.)
ir brezkum innrásarher. Eina
þýðingarmikla breytingin, sem
á þessu gæti orðið, væri sú, að
Rússar snerust í lið með Bret-
um. Það væri þó vel hugsan-
legt, að Þjóðverjar gætu gert
hvort tveggja: Sent nægan her-
afla á móti Rússum og haft þó
eftir nógu stóran her til varn-
ar gegn Bretum.
En hvað sem dómum um
þetta líður, er eitt víst: Þjóð-
verjar hafa i haust og vetur
unnið að því, að koma upp einni
óslitinni varnarlínu meðfram
ströndum meginlandsins, alla
(Framh. á 4. síðu.)
Aðrar fréttir.
Stimson hermálaráffherra
hefir lýst því yfir á fundi utan-
ríkismálanefndar Bandaríkja-
þingsins, að sá möguleiki sé
fyrir hendi, að Bandaríkin láni
Bretum flotann sinn. Ummæli
þessi hafa vakið nokkra at-
hygli. Stimson lýsti stefnu sinni
á þá leið, að aðalmarkmiðið
væri ekki að halda Bandaríkj-
unum utan styrjaldarinnar,
heldur að halda styrjöldinni
utan Bandaríkjanna. Bæði
Stimson og Hull utanríkismála-
ráðherra hafa mælt eindregið
með því, að frumvarpið um að-
stoð við lýðræðisþjóðirnar verði
samþykkt sem fyrst.
Bretar telja sig hafa eyðilagt
30—40 þýzkar flugvélar í árás,
sem þeir gerðu á flugstöð á
Sikiley föstudaginn 10. þ. m.
Upphaflega var haldið, að
miklu færri hefðu eyðilagzt.
Þýzkar flugvélar gerðu steypi-
árás á flotastöðina á Malta í
fyrradag. Tjón varð nokkurt, en
nokkrar þýzkar flugvélar voru
líka skotnar niður^
Brezkur kafbátur hefir nýlega
sökkt tveim 5000 smál. ítölskum
kaupförum á Miðjarðarhafi.
Skemmdir á enska beitiskip-
inu „Southampton", sem varð
fyrir árás þýzkra flugvéla á
Miðjarðarhafi fyrra föstudag,
ásamt fleirum brezkum her-
skipum, urðu svo miklar, að
því varð ekki komið til hafnar
og sökktu Bretar þvi sjálfir,
eftir að áhöfnin hafði yfirgefið
það. Southampton var 9000
smál., byggt 1936.
Brezki flugherinn telur sig
hafa gert stærstu loftárásina,
er hann hefir gert til þessa, á
Wilhelmshaven síðastliðna
fimmtudagsnótt. Þar eru helztu
skipasmíðastöðvar Þjóðverja og
er m. a. hægt að smíða þar 24
kafbáta í einu. Bretar telja, að
tjónið hafi orðið stórkostlegt.
A víðavangi
VIÐSKIPTAMÁLIN.
Heföu Bretar ekki sett það
sem skilyrði frá sinni hálfu í
viðskiptasamningum við ís-
lendinga, að allur innflutning-
ur væri háður leyfisveitingum,
mundi næsta skref í viðskipta-
málum vafalaust hafa verið
það, eins og gjaldeyrisástæður
hafa verið undanfarið, að
fjölga þeim vörutegundum aö
mun, sem flytja mætti frjálst
frá Bretlandi. í stað þess hefir
nú frílistinn verið afnuminn.
Viðskiptamálaráðherrann gat
þess í viðtali við Tímann, þeg-
ar frílistinn var afnuminn, að
eins og nú standa sakir, væri
þó vonandi hægt að fram-
kvæma þannig veitingu inn-
flutningsleyfa fyrir þeim vör-
um, sem frjálsar hefðu verið,
að afnám frílistans hefði ekki
áhrif í framkvæmdinni. í sam-
ræmi við þetta hefir viðskipta-
málaráðherrann skrifað gjald-
eyris- og innflutningsnefnd og
lagt fyrir hana að gefa út leyfi
fyrir þessum vörum á þann
hátt, þangað til öðru vísi kann
að verða ákveðið, að afnám
frílistans hafi sem allra minnsta
breytingu í för með sér frá því,
sem verið hefir. Innflutnings-
leyfi fyrir þessum vörum yrði
því t. d. ekki bundin við fyrri
innflutning o. s. frv. Að sjálf-
sögðu yrði þó ekki hægt að
halda slíkri reglu, ef af ein-
hverjum ástæðum yrði að tak-
marka raunverulegan innflutn-
ing þessara vara. Eins og oft
hefir verið tekið fram er Fram-
sóknarflokkurinn ekki fylgjandi
innflutningshöftum, nema þeg-
ar þeirra er nauðsyn vegna
gjaldeyriserfiðleika eða til þess
að beina verzlunarviðskiptum
landsmanna til ákveðinna við-
skiptalanda. Æskilegast hefði
verið að unnt hefði reynzt nú
að sýna þessa stefnu i verkinu
með því að gera verzlunina
frjálsari og frjálsari með batn-
andi gjaldeyrisafkomu. Því
verður hins vegar vart að
heilsa eins og nú standa sakir.
KOSNINGALYGAR.
Nýlega birtist klausa í Vísi,
þar sem reynt var að halda því
fram, að Framsóknarmenn
hefðu unnið allar kosningar
með stórlygum. Það er ekki ó-
maksins vert að eltast við þenn-
an uppspuna Vísis, en á eitt
þykir þó rétt að benda í þessu
sambandi: Hvernig unnu Sjálf-
stæðismenn seinustu bæjar-
stjórnarkosningar í Reykjavík?
Með því að búa til þá skrök-
sögu, að þeir væru búnir að fá
enskt lán í hitaveituna og að
hún myndi því aðeins komast í
framkvæmd að Sjálfstæðis-
flokkurinn ynni kosningarnar.
En hitaveitan er ókomin enn,
þótt þrjú ár séu liðin frá kosn-
ingum. Þeim, sem þekkja til
bardagahátta íhaldsforsprakk-
anna, kemur því ekki á óvart,
þótt þeir reyni rétt fyrir kosn-
ingar að draga athyglina frá
hinum alræmdu kosningalygum
sínum og reyni að koma þeim
yfir á aðra.
OFDIRFÐ HEIMSKUNNAR.
Heildsalablaðið Vísir reynir í
gær að líkja Framsóknarflokkn-
um við þýzka nazistaflokkinn.
Samlíkingin er vitanlega alveg
út í hött, en sýnir eigi að síður
þá ofdirfð heimskunnar, að
Vísisritstjórinn skuli reyna að
núa öðrum því um nasir, sem
hann hefir sjálfur hlotið fyrir
þyngst ámæli. Vísisritstjórinn
þarf ekki að halda, að menn
hafi gleymt samstarfi hans við
Knút Arngrimsson og þeim lof-
skrifum um skoðanir hans, sem
birtust í Vísi fyrir ekki löngum
tíma síðan. Enn hefir ekkert
það gerzt, sem gefur til kynna
að hugarfar aðstandenda Vísis
hafi breytzt síðan, þótt ekki
hafi þótt heppilegt að láta þær
skoðanir vera uppi á yfirborð-
inu seinustu mánuðina.
A. ZKU^OSSO-ÖTTTnVi: .
Kaupdeilurnar. — Sterka ölið. — Messugerðir. — Vindknúnar raforkustöðvar.
— Skólahald í Skagafirði. — Frá Sögufélagi Skagfirðinga. — Happdrætti há-
skólans.