Tíminn - 18.01.1941, Blaðsíða 4
28
TÍMINIV, langardagiim 18. jjanáar 1941
7. blað
ÚR BÆIVUM
í næsta blaði
birtist grein eftir Sigurð Baldvinsson
póstmeistara um ráðstafanir póststof-
unnar í sambandi við skipaferðir til
Vestmannaeyja í byrjun mánaðarins.
Árshátíð Samvinnuskólans.
Nemendur samvinnuskólans halda
árshátíð í Oddfellowhúsinu annað
kvöld. Til skemmtunar verða ræður,
gamansöngvar og dans. Aðgöngumiðar
fást í Samvinnuskólanum til klukkan 4
í dag og í Oddfellowhúsinu eftir klukk-
an 5 á morgun.
Kosning fulltrúa á flokksþing.
Framsóknarfélög í Reykjavík hafa
bæði kosið fulltrúa sína á flokksþingið.
Félag ungra Framsóknarmanna hélt
fund sinn á fimmtudagskvöldið. Af
þess hálfu voru kosnir: Þórarinn Þór-
arinsson, Ólafur Jóhannesson, Jón
Emil Guðjónsson, Jón Helgason, Egill
Bjarnason, Guðmundur V. Hjálmars-
son og Jóhannes G. Helgason. — Fram-
sóknarfélag Reykjavíkur hélt fund í
gærkvöldi. Kosnir voru þessir fulltrúar:
Kristjón Kristjónsson, Jens Hólmgeirs-
son, Jón Eyþórsson, Hilmar Stefáns-
son, Þórir Baldvinsson, Rannveig Þor-
steinsdóttir, Guðlaugur Rosinkranz,
Guðjón Teitsson, Jakobína Ásgeirs-
dóttir, Magnús Björnsson, Sigurður
Baldvinsson, Sigurður Jónasson, Sig-
urður Thorlacius, Eiríkur Hjartarson
og Helgi Lárusson.
Fulltrúaráð
Framsóknarfélaganna í Rvík heldur
fund í Edduhúsi á þriðjudagskvöld.
Bréfahvarfið.
Magnús Torfason biður þess getið, að
bréfið, sem horfið hafi og kæra hans
átti við, hafi komið fram milli hátiða,
Samkvæmt upplýsingum frá Sigurði
Baldvinssyni póstmeistara fannst bréf-
ið hjá Agli Thorarensen.
Geta Rrctax* uimið? . .
(Framh. aj 1. síðu.)
leið frá landamærum Spánar
til nyrztu tanga Noregs. Varn-
arlína þessi fer mjög eftir
staðháttum. Þýzk blöð telja
hana engu ótraustari en Sig-
friedlinuna. Þetta sýnir, að
Þjóðverjar telja það ekki ó-
hugsanlegt, að þeir þurfi að
verjast brezkri innrás.
í brezkum blöðum er furðu
hljótt um þetta mál. Ýmsir
málsmetandi menn Breta, eins
og t. d. Churchill, gefa líka í
skyn, að aðalsókn Breta muni
ekki byrja fyr en 1942 eða 1943,
jafnvel ekki fyr en 1944. Það
sé fullkomið leyndarmál, hvern-
ig henni verði hagað, enda
verður þá margt orðið breytt
frá því, sem nú 'er. En það er
þó kúnnugt, að brezki herinn
er öllu meira æfður til þess að
geta verið í sókn en vörn, eink-
um hefir sú tilhögun verið tek-
in upp eftir ósigurinn i Frakk-
landi. Þær framfarir, sem hafa
síðan orðið í brezka landhern-
um, eru taldar einstæðar.
Af umræðum um þessi mál
virðist helzt mega ráða, að
Bretar byggi sigurvonir sínar
að einhverju leyti eða að mestu
leyti á uppgjöf þýzku þjóðar-
innar. Hún muni bogna löngu
á und'an hernurr»og hann muni
ekki geta haldið uppi sigur-
sælli baráttu á þeim vígstöðv-
um, þótt gripið yrði til enn
meira harðræðis en nú tíðkast.
Það þykir glæða þessar vonir,
að Berlínarfréttaritarar ýmsra
erlendra blaða, sem eru hlyntir
nazistum, telja sig orðið sjá
nokkur þreytumerki á þjóðinni.
Meðal annars hefir sænska
Aftonbladet, sem ermjöghlynnt
Þjóðverjum, birt fyrir nokkru
grein eftir fréttaritara sinn í
Berlín, þar sem sagt ^r að sig-
urgleði þjóðarinnar sé ekki
jafnheit og áður og þreytan
geri orðið vart við sig á mörg-
um stöðum. Þessu veldur
margt: Styrjaldarerfiðið, marg-
víslegar takmarkanir á lífs-
þægindum, vaxandi loftárásir
og vonbrigði út af vanefndum
loforðum um skjótan sigur.
Bretar segja, að þótt Þjóðverj-
ar séu hraust og dugandi þjóð,
geti þeir ekki keppt við þá í út-
haldi og þrautseigju.
í áðurnefndri grein í Afton-
bladet er vikið að því, að marg-
ir Þjóðverjar séu þeirrar skoð-
unar, að Bretar verði ekki sigr-
aðir með loftárásum á borgir
eða kafbátahernaði gegn kaup-
förum. Innrás sé það eina, sem
geti ráðið úrslitum.
Það virðist eins og kafbáta-
hernaður Þjóðverja sé farinn
út um þúfur a. m. k. í bili.
Seinustu þrjár vikur síðastlið-
ins árs varð kaupskipatjón
Breta langt fyrir neðan viku-
meðaltal ársins, og fyrstu vik-.
ur ársins 1941 varð það minna
en það hafði verið áður í nokk-
urri einni viku seinustu átta
mánuði. Þetta þykir stórum
merkilegra sökum þess, að
Þjóðverjar tilkynntu fyrir
nokkru, að þeir hefðu sent 100
nýja kafbáta til árása á kaup-
för Breta.
Þjóðarútgáfan
(Framh. af 3. síðu)
Úrval íslenzkra bókmennta
tryggir verndun málsins og
ljóðagáfunnar. Úrval erlendra
skáldsagna verður mælikvarði
um gildi innlendra nútíma bók-
mennta. Saga mannkynsins og
speki mannfélagsfræðinnar efl-
ir borgaralegan þroska, á tím-
um, þegar nýjar, framandi
stefnur vilja rífa þjóðfélagið til
grunna. Bækur um meginiat-
riði náttúrufræðinnar er leið-
beining áleiðis inn í forhöll
náttúruvísindanna. En á þeim
er byggð tækni og verkfram-
kvæmd nútímans. Ferðasögur
um framandi lönd næra ímynd-
unarafl og æfintýraþrá. Fræði-
greinar um nútímamál þjóðar-
innar og um skáldskap hennar
og list eiga erindi til allra
hugsandi manna.
Þessi skipulagða útgáfa á að
vera kjölfestan í sjálfmenntun
þjóðarinnar. Hún á að bjarga
frá eyðileggingu lestrarþrá al-
mennings, valdi æskunnar yfir
móðurmálinu, rímgáfunni og
skáldskaparhneigðinni. En ut-
an við þennan innsta hring
koma útvirki. í skjóli við skipu-
lag og tækni þjóðarútgáfunnar
má leysa þýðingarmikil vanda-
mál, sem lengi hafa beðið úr-
lausnar. Eg á þar við útgáfu
Sögu íslendinga í Vesturheimi,
íslandssögu í 10 bindum og
dreifingu fornritanna til al-
mennings. Frh. J. J.
NÝ BÓK:
SVÍÞJÓÐ Á VORUM DÖGUM
eftir GUÐLAUG BÓSIÁKRMZ yfirkennara.
Ljós og falleg lýsing á fallegu landi og frjálslegu fólki, prýdd
miklum fjölda fagurra mynda. — Sá, sem les bókina, hefir þegar
ferðast um Svíþjóð, þótt hann hafi þar aldrei komið. Hinir mæta
vini og kunningja á hverri síðu.
Bókin er um 200 blaðsíður í stóru broti og kostar þó aðeins 10 kr.
— Fæst I bókaverzlunum. —
Bækur
(Framh. af 3. siSu)
fróðleg grein og vel skrifuð,
eins og annað það, sem Oddný
ritar.
Meðal annars efnis er smá-
grein eftir Guðbjörgu Jóns-
dóttur i Broddanesi, í rökkr-
inu, Við spyrjum, um bannið
gegn því að börn selji blöð á
götum bæjarins, eftir Maríu J.
Knudsen, tvö kvæði eftir
Huldu, kvæði eftir Ólínu And-
résdóttur og örstuttur greinar-
stúfur um Guðrúnu Indriða-
dóttur leikkonu. J.
Leikfélag Reykjjavíknr
»H Á I Þ Ó R«
eftir MAXWELL ANDERSON.
Sýníng annað kvöld
kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4
til 7 í dag.
1-------GAMLA BÍÓ-~—-
Barátta
lífs og clauða
(Disputed Passage)
Amerísk kvikmynd, gerð
eftir skáldsögu læknisins
og rithöfundarins
Lloyd C. Douglas.
Aðalhlutv. leika:
DOROTHY LAMOUR,
AKIM TAMIROFF og
JOHN HOWARD.
Sýnd kl. 7 og 9.
-----^—NÝJA BÍÓ —------
Það fljúga
fleiri en englar.
(Only Angels Have Wings)
Amerísk sfórmynd frá
Columbia Film.
Aðalhlutv. leika:
GARY GRANT,
JEAN ARTHUR,
RITA HAYWORTH og
RICH. BARTHELMESS.
Aukamynd:
Fox Movitone News.
(Stríðsfréttamynd).
Sýnd kl. 7 og 9.
J|ö rðin
Iimsti-Vogur í Innri-Akraneshreppi er laus
til ábúðar nii þegar eða 14. maí n. k.
Ennfremur getur væntanlegur ábúandi fengið keypta alla
þá áhöfn, sem nú er á jörðinni, sérstaklega ef samningar um
ábúðina takast sem fyrst.
tJtbreiðið Tímann!
Börn fá ekki aðgang.
Allar nánari upplýsingar gefur oddviti Ytri-Akraneshrepps.
Happdrætti Háskóla íslands
Tilkvnning til viðskiftavina um land alt.
Vegna breytíngfar á verdlagi hefír ríkisstjórnín með bráða-
birgðalögum í dag ákveðíð, að verd happdrættísmiða breytist
úr 60 kr. heilmiði á ári í 80 kr. og par af leiðandi hálfmidi
úr 30 kr. í 40 kr. og fjórðungsmiði úr 15. kr. í 20. krónur,
en um leíð hækka allir vinningar að sama skapi.
Aukníng vinninga verður með pessu móti 350000 kr. á ári.
og vinníngar samtals 1 milljón ©g 400 þns. krónnr
í stað 1 mílljón og 50 þúsund krónur áður
Verða á mánuði sem hér segír: fjórðungsmiði Kr. 2,00
hálfmiði — 4,00
heílmíði — 8,00
Reykjavík, 16. janúar 1941.
\
Stjórn Happdrættis Háskóla íslands
Magnús Jónsson Alexander Jóhannesson Bjarni Benediktsson
202 Robert C. Olivers
Þetta voru nýjar upplýsingar fyrir
Taylor, sem til þessa hafði álitið, að
Cabera væri hin óþekkta tala í dæm-
inu. En hann lét sem ekkert væri.
Cabera stóð nokkra stund og naut
áhrifa orða sinna. Hann var upp með
sér yfir þvl að vera hinn sterki á þessu
augnabliki, og sló öskuna fyrirmann-
lega úr vindlinum.
— Þér hafið orð fyrir að vera gáfað-
ur maður, John Taylor, hélt hann á-
frarft. Það mun koma í ijós hvort svo
er. Ef að þér eruð eins gáfaðir og
orð er á gert, ættuð þér að vera undr-
andi yfir, að við skulum ekki fyrir
löngu vera búnir að hengja yður upp i
sigluna og haft yfir fyrir skotmark, —
yður mun gruna, að ég hefi aðrar
ráðagerðir með yður. Það má vera, að
þér fáið að bíða nokkra ánægjulega
daga, ef þér veigrið yður við að tala. —
Þér vitið sjálfsagt að við — við, sem
erum í þjónustu skipseigandans — við
vitum mætavel um allt, sem fram fer
innan Scotland Yard — nei, ég mis-
talaði mig — yið vitum ekki allt, að-
eins sumt — og við viljum launa vel
fyrir að fá fullkomnari upplýsingar um
þetta „sumt“, sem trúverðugur maður,
eins og þér, væruð fær til að láta okk-
ur í té. Hefi ég talað nógu greinilega?
— Ég er ekki svo skilningssljór, að ég
Æfintýri blaðamannsins 203
hafi ekki skilið tilboð yðar, svaraði
John.
— Viljið þér ekki taka því. Ég skal
endurtaka það ofurlítið gr.einilegar, til
þess að sökin sé ekki hjá mér. Við erum
enn ekki orðnir það gamlir, að við
leggjum árar í bát. Þegar þessari ferð
er lokið, byrjum við á nýjan leik, en
við viljum vera öruggir. Við höfum allt-
af haft þá reglu í hávegum, að ganga
tryggilega frá öllum hnútum, áður en
við tökum okkur eitthvað nýtt fyrir
hendur. Þér, sem vitið svo margt við-
víkjandi Scotland Yard, gætuð áreiðan-
lega gefið okkur margar upplýsingar og
sparað okkur mörg óþægindi.
Og *þér eruð áreiðanlega ekki svo
heimskir, að láta þetta tækifæri ganga
yður úr greipum.
Ef þér hagið yður skynsamlega spar-
ið þér áhöfninni óþarfa fyrirhöfn —
en um leið missum við af þeirri
skemmtun að sjá hákarlana stökkva
upp úr sjónum, til þess að reyna að
ná í mann, sem hangir rétt fyrir ofan
vatnsborðið. Þér megið trúa því, að við
erum uppfyndingasamir þegar við
þurfum að fá þráan mann til að tala.
Hingað til hefir okkur tekizt að liðka
á þeim málbeinið. Það var einu sinni
einn náungi, sem ekki var hægt að
toga orð út úr. En þegar sá grái var
jVotknn móviiuijsluvél-
anna í sumar
(Framh. af 3. síðu)
það af hinu óhagstæða tíðar-
fari í sumar og slæmum þurk-
völlum víðast hvar. Lánstofn-
anir þær, sem hafa lánað fé til
þessarar starfsemi hafa ekki
haft fullnægjandi eftirlit með
því, að hún væri rétt rekin og
jafnvel ýtt undir aðgæzluleysið.
Þannig var t. d. lánuð ákveðin
upphæð fyrir tiltekið magn af
blautum mó og hugsuðu því
sumir meira • um að ná sem
mestum mó upp á grafarbakk-
ann en um þurklandið. Slíkt
þarf að varast með bættu eftir-
liti í framtíðinni. Fleiri ágallar
gera vitanlega vart við sig í
byrjuninni og ætti því að mega
búast við betra árangri, þegar
hægt verður að byggja meira
á reynslu.
Á krossgötnm.
(Framh. af 1. síðu.)
hækkun hafi verið óhjákvæmileg til
þess, að standa í skilum um vexti og
afborganir af lánum þeim, er tekin
hafa verið til háskólabyggingarinnar,
og standast kostnað við að ljúka því,
sem enn er ógert.
Óðinn tekur bát
í landhelgi
Varðbáturinn Óðinn er kom-
inn til hafnar með skip, sem
tók að botnvörpuveiðum í
landhelgi út af Kirkjuvogi á
Suöurnesjum. Veiðiskip þetta er
frá Siglufirði.
Hinn 14.—15 janúar dróg Óð-
inn bát með bilaða vél til
Reykjavíkur, er hann fann út
af Selvogi. Þessi bátur var Bár-
an frá Akureyri.
Til anglýsenda!
Tíminn ei geflnn út 1
flelri elntökum en nokk-
urt annað þlaö á íslandl.
Glldl almennra auglýs-
Inga er í hlutfalll við
þann fjölda manna er les
þær. Tíminn er öruggasta
boðleiðin til flestra neyt-
endanna i landinu. —
Þelr, sem vilja kynna vör-
ur sínar sem flestum
auglýsa þær þessvegna i
Tímanum
Kaupendur Tímans
Tilkynnið afgr. blaðsins tafar-
laust ef vanskil verða á blaðinu.
Mun hún gera allt, sem í hennar
valdi stendur til þess að bæta
úr því. Blöð, sem skilvísa kaup-
endur vantar, munu verða send
tafarlaust, séu þau ekki upp-
seld.
Vinnið ötullegu fgrir
Tínuinn.