Tíminn - 30.01.1941, Qupperneq 1

Tíminn - 30.01.1941, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMADUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRN ARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 25. ár. Reykjavík, flmmÉudaginii 30. janúar 1941 12. blað Reykjavíkurbær tekur skíp á leigu til útgerðar Ríkísstjórnín lœtur bæinn Sá Þór iyrir miklu lægrí leigu en ríkið hefir Sengiö Syrir hann. - Tilgangurinn með bæjarútgerðinni er að lækka Siskverðið í bænum Blöð Sjálfstæðisflokksins hafa skýrt frá því, að Reykjavíkurbær hafi farið þess á leit við ríkisstjórnina að fá varðskipið Þór leigt í þeim tilgangi að lækka fisk- verðið í bænum. í frásögn eins blaðsins er gefið í skyn, að forsætisráðherra hafi verið tregur. til að fallast á þessa beiðni, en varðskipin heyra undir ráðuneyti hans. Samkvæmt upplýsingum, sem Tíminn hefir aflað sér, er þetta byggt á fullkomnum misskiln- ingi, því að forsætisráðherra — og reyndar ríkisstjórnin öll — hefir verið þess mjög hvetjandi, að bærinn fengi skipið til leigu. Eins og kunnugt er, hefir Þór ekki verið notaður til strand- gæzlu síðan stríðið hófst, þar sem erlend veiðiskip eru nú miklu minna hér við land. Hef- ir Þór því verið leigður til fisk- flutninga. Rétt fyrir nýárið barst ríkis- stjórninni bréf frá borgarstjóra, dagsett 23. desember, þar sem skýrt er frá tillögu, er komið hafi fram á bæj arstj órnar- fundi, um að bærinn fái Þór leigðan. Jafnframt er það tek- ið fram, að bæjarráð og bæjar- stjórn hafi enga afstöðu tekið til þessarar tillögu, og að málið sé enn ekki komið á það stig, að tímabært sé að óska eftir leigu á skipinu. Að lokum er svo látin uppi ósk um það, að ríkið og bærinn hafi sameiginlega útgerð á skipinu. Þegar ríkisstjórninni barst þetta bréf, var skipið í Englandi og kom ekki heim fyr en eftir að verkfallið var hafið. Sér því hver heilvita maður, að ekki var hægt að leigja bænum skipið fyrir áramót, — en því er hald- ið fram í einu blaðinu, — þar sem máli þessu er ekki hreyft fyr við ríkisstjórnina og þá ekki einu sinni látin uppi ákveðin ósk um að fá skipið leigt. Eftir að haldinn hafði verið fundur í ríkisstjórninni um málið, ritaði forsætisráðherra borgarstjóra bréf, dagsett 18. þ. m., þar sem bænum er boðið skipið til leigu, en tekið fram, að ríkið vilji ekki vera aðili í útgerðinni. f bréfinu er lögð á- herzla á, að svar fáist sem fyrst, því að annars muni verða gerðar ráðstafanir um næstu ferð skipsins. Um líkt leyti og þetta bréf var sent, var þeim, sem höfðu leigt skipið, sögð upp leigan, til þess að bærinn gæti fengið það tafarlaust. í svarbréfi borgarstjóra, dags. 22. þ. m., segir, að ef ríkið sé ófáanlegt til að taka þátt í út- gerð skipsins með bænum, vilji bæjarráð mæla með því, að bærinn geri skipið út, enda ráði þá bæjarstjórn með hvaða móti skipið verður notað til að lækka fiskverðið. Jafnframt fer bæj- arráðið þess á leit, að fá skipið leigt fyrir kostnaðarverð. Forsætisráðherra svaraði þessum tilmælum í samráði við ríkisstjórnina i bréfi dagsettu 27. þ. m., þar sem frá því er skýrt, að bærinn geti fengið Þór leigðan fyrir kostnaðarverð til fiskveiða. Sama dag barst ríkisstjórn- inni annað bréf frá borgar- stjóra, dagsett 25. þ. m., þar sem þess er farið á leit, að fá Þór leigðan til fiskveiða eða fiskflutninga, eftir vali bæjar- stjórnar. Jafnframt er boðið að greiða 10 þús. kr. í mánaðar- leigu, en í bréfinu segir, að leigutakar Þórs hafi fengið skipið leigt fyrir þá upphæð. Það er þó alrangt, því að leigan eftir Þór mun a. m. k. hafa verið helmingi hærri. í bréfi þessu er óskað eftir skjótu svari, svo hægt verði að leggja málið fyrir bæjarstjórn- arfund, sem haldinn yrði næst- komandi fimmtudag (þ. e. í dag). Vegna þess ,að skipið var að- gerðalaust síðastliðinn mánu- dag og ekki var þá séð, hvernig þessu máli myndi lykta, var ákveðið þá, eftir að rætt hafði verið við borgarstjóra, að kaupa fisk í skipið fyrir reikning Skipaútgerðarinnar, en nokkrir bátar biðu þá eftir því, að geta selt fisk í skip til útflutnings. (Framh. á 4. síðu.) f enskum blöðum er nú mikið um það rœtt, að Þjóðverjar muni bráðlega hefja innrás í Bretland. Þekktur am- eriskur hershöfðingi, Marshall, sem á sœti í herforingjaráði Bandarikjanna, hefir látið i Ijós þá skoðun, að Þjóð- verjar muni gera innrásina í marzmánuði. Bretar búa sig kappsamlega undir það, að mœta árásinni m. a. með því að fjölga stöðugt fallbyssuvirkjum með fram ströndum landsins. Skipta þau nú orðið þúsundum. Hér á myndinni sést eitt slíkt virki. Þannig er gengið frá þeim, að erfitt er að sjá þau úr lofti, en búast má við, að Þjóðverjar láti það vera fyrsta þátt árásarinnar að gera loftárásir á slík virki á þeim slóðum, sem þeir œtla sér að setja her á land. <JR BÆIVUM F. U. F. í Reykjavík heldur fund í Sambandshúsinu ann- að kvöld. Þar verður rætt um skóla- mál og menningarmál. Fundurinn hefst klukkan 8,30. Mannfjöldi í Reykjavík. Samkvæmt allsherjarmanntal því, sem fram fór í byrjun desembermán- aöar í haust, reyndist mannfjöldi í Reykjavík 39.124. Árið 1939 var mann- fjöldi í Reykjavík 38.219 manns, að talið var. Prestarnir í Hallgrímssókn, séra Jakob Jónsson og séra Sigurbjörn Einarsson, byrja fermingarundirbúning í næstu viku. Presturinn í Nessókn, séra Jón Thor- arensen, byrjar einnig fermingarundir- búning i næstu viku. Fresturinn í Laugamessókn, séra Garðar Svavars- son, biður fermingarböm í sókn sinni að koma til viðtals í Laugarnesskóla á morgun klukkan 5. Ltbia Italiana Libya (Libia Italiana) er meira en sjö sinnum stœrri en Ítalía að flatarmáli, en íbúarnir eru innan við eina milljón. íbúarnir eru aðallega Arabar og Berbar. Um fjórðungur þeirra eru hirðingjar. — Libya er eitt fátœkasta og hrjóstrugasta land í lieimi. Meginhluti landsins er eyðimörk. Gróðursœlir blettir eru aðallega meðfram ströndinni, einkum við Tripoli, Benghasi og Derna. — Fram til 1935 var Libyu skipt í tvö fylki, Cirenaica með Benghasi fyrir höfuðborg og Tripolitania með Tripoli fyrir höfuðborg. Þegar Bretar hafa náð Benghasi, hafa þeir náð Cirenaica á vald sitt. í Cirenaica er þriðjung- ur af íbúum Libyu. Stœrstu borgirnar eru Benghasi (40 þús. ibúar) og Derna (10 þús. íbúar). Strandlengjan frá Derna til Benghasi er auðugasti hluti Libyu. Strandlengjan frá landamœrum Egiptalandf til Dema er mjög ófrjó og eyðileg. í Tobruk eru innan við 1000 búar. — Þótt Bretar nái Cirenaica á vald sitt eiga þeir enn langt ófarið áður en þeir hafa alveg lagt Libyu undir sig. Leiðin frá Benghasi til Tripoli, er hins vegar allgreiðfœr, en sennilega eru vamir ftala styrkastar í Tripoli. Tripoli er stœrsta borg Libyu, íbúarnir eru milli 60—70 þúsund. Þaðan er styzt siglingaleið til Ítalíu. — Árið 1935 nam innflutningur til Libyu 400 millj. líra, en útflutningur þaðan 60 millj. líra. Landbúnaður er aðalatvinnuvegurinn. Námuvinnsla er engin. ítalir iiafa varið offjár til byggingar hernaðarstöðva og samgangría í Libyu. Seinustu árin liafa allmargir ftaXir verið látnir gerast landnemar í Libyu, einkum við Tripoli. Draumur Mussolinis hefir verið að skapa stórt ítalskt nýlenduveldi, en hann virðist ?vm vera fjarri því að rœtast og fleira benda til þess, að allt erfiði ftala í þeim efnum verði unnið fyrir gýg. A. KI?,OSSC3-ÖTTJIsÆ Skipsstrand við Gróttu. — Fjársöfnun til drykkjumannahælis. — Flóð Laxá í Þingeyjarsýslu. — Ofbeldismenn dæmdir. ---------- Nefndarskipun. — Mjólkurverð hækkar. — í gærkvöldi, um áttaleytið, strand- aði togarinn Baldur á Gróttutanga, rétt við vitann, sem nú er myrkvaður að fyrirskipan setuliðsins. Baldur var að koma af veiðum og var ætlunin að taka hér fisk til viðbótar afla, sem skipið hafði fengið í veiðiför sinni, og sigla síðan til Englands. Útfallið va rað byrja, er Baldur strandaði og var því ekkert hægt að aðhafast um sinn til þess að losa skipið. Dráttar- báturinn Magni kom þegar á strand- staðinn og beið þar í nótt ^þess, að félli að að nýju. Tókst um háflæður í morgun að ná skipinu af gmnni. Mun það lítt laskað eða ekki. Logn var í nótt og ládeyða, svo að ekki varð á betra veður kosið; ella hefði að öllum lkindum meira tjón hlotizt af óhappi þessu. Orsök þess, að skip- ið strandaði á þessum stað er meðal annars sú, að þegar hreinviðri og stillur ganga sem nú, er mikill og þykkur mökkur yfir bænum og legg- ur reykslóðann út til hafsins, en meginorsökin mun þó vera, að slökkt hefir verið á Gróttuvitanum. Er ein- sætt, að gera verður ráðstafanir til þess að taka vitann í notkun að nýju, áður en fleiri skipsströnd hljótast af hér við hafnarmynnið svo til. Eins og kunnugt er, hafa tvö stórskip önnur strandað á þessum slóðum undan- farna sólarhringa af sömu orsökum og Baldur, en fjórða skipið, vélbátur, tók þar niðri í byrjun þessarar viku, vegna þess að hann viltlst af réttri siglingaleið. t t t Stórstúka íslands gengst fyrir því, að 1. febrúar, næstkomandi laugardag, fer fram fjársöfnun til drykkjumanna- hælis. Verður fé til þessa safnað, hvar- vetna þar sem stúkan á ítök. Er málum svo komið, að heityrði munu hafa verið gefin um framlag úr ríkis- sjóði, ef aðrir aðilar legðu til fé til jafns við ríkissjóðsframlagið. Þegar er til í landinu sjóður, sem ætlaður til drykkjumannahælis, gefinn af Jóni Pálssyni, fyrverandi bankagjaldkera, og konu hans, svo sem marga mun reka minni til. Er mál þetta, stofnun minni til. Er mál þetta, stofnun drykkjumannahælis fyrir þá menn, er kalla má sjúklinga af völdum skefja- lausrar áfengisnautnar, komið í all- vænlegra horf, ef nú tekst að afla veru- legra fjárupphæða. Má þá vænta, að ekki líði langt um, þar til tímabært er að ráðast í framkvæmdir. f t t Samkvæmt fréttum, er Tímanum hafa borizt úr Þingeyjarsýslu, hefir flóð komið í Laxá í Þingeyjarsýslu. Orsök flóðsins var krap- og jaka- stífla, sem hlóðst í ána austan við Aðaldalshraun. Myndaðist þar lón, er sfellt fór stækkandi, þar til áin tók að flæða vestur yfir hraunið. Rann hún vestur yfir þjóðveginn, sem frá Húsavík liggur, upp Aðaldal, og greinist hjá Einarsstöðum í tvær brautir vestur yfir Fljótsheiði og upp í Reykjadal og Mývatnssveit. Skemmd- ir munu ekki hafa orðið, svo teljandi sé, af flóði þessu. Geir G. Zoega, vega- málastjóri, hefir skýrt Tímanum frá, að slík flóð í Laxá séu ekki eins dæmi, þegar frost og krap hleðst ána eða jakaburður er. • r r Á gamlárskvöld siðastliðið réðust drukknir menn á lögregluþjóna á skemmtun í Grindavík og leiddu all- varleg meiðsli af ryskingum þeim, sem þetta tiltæki olli. Hefir mál þetta verið til rannsóknar undanfarnar vikur, og er nú nýfallinn dómur í því. Voru fjór- ir menn, sem mestan hlut áttu að þessari árás á lögregluþjónana, dæmdir til þungra refsinga fyrir ofbeldi það, er þeir höfðu í frammi. Var einn dæmdur í sex mánaða fangelsisvist, en þrír í fjögurra mánaða fangelsisvist. Auk þess skulu þeir greiða 600 króna skaða- bætur til lögregluþjónanna. t t t Mjólkurverðlagsnefndin hefir ákveð- ið að hækka verð á mjólk um fimm aura lítra nú um mánaðamótin. Jafn- framt hækka ýmsar mjólkurvörur of- urlítið. Framvegis verður því mjólk á heilflöskum seld á 65 aiu-a, smjör á 6,35 hvert kílógramm, rjómi á 4,20 hvert kílógramm og skyr á 1,15 hvert kíiógramm. t t t Sauðfjáruppeldí í mæðíveíkihéruðum Halldór Pálsson, sauðfjár- ræktarráðunautur, er nýkom- inn til bæjarins úr ferð um Miðfjörð og Reykholtsdal. Var hann þar i þeim erindagerðum að kynna sér hversu gangi um uppeldi sauðfjár í þessum sveit- um, þar sem mæðiveikin hefir geisað hvað lengst í sauðfénu og valdið einna mestu tjóni. í viðtali skýrði Halldór svo frá ferð sinni og því, er hann varð vísari: — í Miðfirði gengur uppeldi sauðfjár þolanlega, að segja má. Samt sem áður eru van- höld í unga fénu af völdum mæðiveikinnar alltilfinnanleg, svo sem marka má af því, að 54 kindur drápust frá því í apríl- mánuði síðastliðnum fram í janúar í ár, af 616 lömbum, er sett voru á í sveitinni haustið 1938. Hafa 8,8 af hundraði drep izt á tæpu ári. Af 1050 kindum, fæddum 1939, voru 43, eða 3,7 af hundraði, dauðar úr mæði- veiki, Við þetta bætist svo það sem ferst af öðrum orsökum og ávallt er nokkuð. Þrátt fyrir þessi vanhöld, hefir tekizt að fjölga nokkuð fénu í Miðfirði, enda hafa flestallar gimbrar verið settar á undanfarin tvö ár. í Reykholtsdal hafa van höldin orðið miklu meiri heldur en í Miðfirði. Þó var pestin þar nokkuð vægari í ár heldur en hið næsta á undan. Af lömbum þeim, sem sett voru á 1939, alls 553, voru 24 dauð, eða 4,3 af hundraði hverju. Þegar fjárdauðinn nú er bor inn saman við það, er var fyrstu árin, sem pestin geisaði, er þess að gæta, að meiri hluti þess fjár, sem hún verður að fjör- tjóni, verður til allmikilla nytja, þar eð hún er ekki eins bráðdrepandi í þeim héruðum þar sem hún hefir verið í mörg ár, sem í þeim byggðarlögum; er hún er nýkomin í. Þar fer hún miklu geistara yfir. Þess vegna verður tjónið af mæði veikinni minna í hinum gömlu mæðiveikisveitum, þótt það sé engu að síður mjög tilfinnan legt. Metaxas látinn Metaxas forsætisráðherra Grikklands lézt eftir uppskurð við hálsmeini síðastl. þriðjudag Hann var rúmlega sjötugur Seinustu árin var hann ein valdur Grikklands og þótti mjög dugandi stjórnandi. Hann var hershöfðingi að menntun Sigur Grikkja undanfarið eru að verulegu leyti þakkaður leiðsögn hans. Milli hans og Georgs konungs var góð sam- Á víðavangi SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN OG KIRKJAN. Forsprakkar Sjálfstæðis- flokksins hafa jafnan stært sig af því, að þeir væru mjög hlynntir kirkjunni. Það hefir þó sýnt sig, að þeir hika ekki við að draga hana inn í pólitískar æsingar, ef þeir telja sér hag í því. Nokkrir þeirra hafa nú rokið til ug stofnað sérstakan fríkirkjusöfnuð í þeirri fávís- legu von, að það geti hnekkt kirkjumálaráðherra. Morgun- blaðið hefir birt mörg viðtöl við forsprakkana til að ýta undir menn að segja sig úr þjóð- kirkjunni. Vitanlega sakar ietta ekki kirkjumálaráðherr- ann neitt. Eini árangur þessar- ar viðleitni til safnaðarmynd- unar er sá, að það verður ljós- ara hér eftir en hingað til, að hinn yfirlýsti áhugi ýmsra for- sprakka Sjálfstæðisflokksins fyrir málefnum kirkjunnar.ær yfirskyn eitt. Verkin sýna nú eins skýrt og verða má, að lessir menn hika ekki við að kljúfa þjóðkirkjuna, ef þeir halda, að það sé flokki þeirra til ávinnings í hinni pólitísku baráttu. VINNUBRÖGÐ KOMMÚNISTA OG SETULIÐIÐ. Ensk blöð skýrðu nýlega frá því, að foringi danskra nazista, Clausen að nafni, hefði fengið fyrirmæli frá Þjóðverjum um að stofna til götufunda og hóp- gangha. Tilgangurinn með þessu er sá að koma af stað óeirðum, er veiti þýzka setuliðinu tæki- færi til að skerast í leikinn og auka afskipti sín af málum Dana. Kommúnistar hér hafa valið sér þetta til fyrirmyndar. Dreifibréfið fræga var tilraun til að auka afskipti setuliðsins hér af íslenzkum málum. Kom- múnistar telja, að með áfram- haldi slíkrar starfsemi myndi afskipti setuliðsins aukast stöðugt, unz stjórn flestra eða allra málefna þjóðarinnar væri komin í hendur þess. Sú upp- lausn og öngþveiti, sem af því hlytist, væri heppilegur jarð- vegur fyrir kommúnismann. Kommúnistar sýna hér sem oftar svikræði sitt við frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar. Dreifi- bréfamálið á vissulega eftir að endurtakast í ýmsum útgáfum, ef ekki verða settar nægilegar skorður við þessari starfsemi kommúnista og tekið nógu harðlega á öllum slíkum af- brotum, sem þeir eða aðrir kunna að fremja. SEYÐISFJARÐARFÖR ÆGIS. Mbl. ræðst í morgun á for- sætisráðherra og forstjóra Skipaútgerðarinnar fyrir að senda Ægi til Norðfjarðar með Jónas Guðmundsson. Sannleik- urinn er sá, að för Ægis er heitið til Seyðisfjarðar. Sækir hann þangað pólskt skip, sem er með bilaða vél. Skip þetta er með 700 smálestir af salti, sem á að fara til Vestmanna- eyja, og 200—300 smál. af vör- um, sem eiga að fara hingað. Hafa Vestmannaeyingar gengið ríkt eftir því, að Ægir dragi skipið til Vestmannaeyja. Vá- tryggingarfélagið, sem skipið er trygt hjá, greiðir ríflega fyrir kostnaðinn við. ferð Ægis. Nokkrir farþegar til Seyðis- fjarðar og Norðfjarðar, þar á meðal Jónas Guðmundsson, fengu að fara með Ægi, því að mikil þrengsli voru orðin á Súðinni, sem einnig fer austur um land. Hér hefir enn einu sinni fengizt gott dæmi um það, hversu langt Mbl. gengur í því að reyna að finna tilefni til árása á forsætisráðherra. vinna, enda átti Metaxas mest- an þátt í því, að Georg var kvaddur heim úr útlegðinni. Fráfall Metaxas hefir vakið þjóðarsorg í Grikklandi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.