Tíminn - 01.02.1941, Síða 3

Tíminn - 01.02.1941, Síða 3
13. blað TÍMIM, laagardagiim 1. fehrúar 1941 51 B Æ K U R Vasakver með almanaki. Síðastliðin tvö ár hefir Samb. ísl. samvinnufélaga gefið út Vasakver meff almanaki, ásamt leiðbeiningum um búnaff o. fl. Sigurður sál. Sigurðsson, fyrv. búnaðarmálastjóri safnaði efni til bókarinnar i fyrstu. Nú er þriðji árgangur Vasa- kversins, fyrir árið 1941, ný- kominn út, allmikið breytt og stækkað. Ritstjóri er Árni G. Eylands, framkvæmdastjóri. Bók þessi, sem er um 140 bls. í smáu broti, hefir ótrúlega mik- inn fróðleik að geyma. Fyrstu 48 bls. er dagatal með minnis- blöðum. Þá kemur yfirlit um skipan ríkisstjórnar og Al- þingis. Þar er meðal annars mjög nákvæm og gagnleg grein- argerð um skiptingu starfa milli ráðherra. Er það mikil endurbót frá fyrri útgáfu, að fá það yfirlit, því að almenn- ingi er alls ekki fullkunnugt um hvernig störfum er skipt milli ráðuneyta og ráðherra, einkum eftir að 5 manna ráðu- neyti var myndað. Næst er skrá um öll sam- vinnufélög innan S.Í.S. stjórn þess og framkvæmdastjóra. Upplýsingar um starfsemi S.Í.S. hefði þó mátt vera fyllri, t. d. um iðnfyrirtæki þess. Þá er mjög glöggt yfirlit um stjórn og skipulag búnaðarmála, á- samt skýrslu um búnaðarstofn- anir. Þessum kafla vasakvers- ins hefir verið breytt all veru- lega frá fyrri útgáfum. Eru breytingar þær mjög til bóta. Gefur yfirlit þetta nú mjög stutta en skýra mynd af hinu margþætta skipulagi búnaðar- félagsskapar okkar og þeirra stofnana, er að einhverju leyti starfa að búnaðarmálum. Lengsti kafli bókarinnar, um 60 bls., eru ritgerðir um flesta þætti búnaðarmála okkar, snertandi jarðrækt, búpenings- rækt, garðrækt, skógrækt, bú- reikninga, húsabyggingar í sveitum o. fl. Um þessi mál skrifa sérfróðustu menn okk- ar. Ýmsu hefir þarna verið við aukið og breytt frá fyrri út- gáfu. Eru þarna mikilvægar leiðbeiningar, sem hvern bónda varðar, við sín daglegu störf. Síðast í ritinu eru svo marg- vislegar upplýsingar, varðandi samgöngumál, töflur um mál og vog, vaxtatöflur og margt fleira, sem venjulegt er i þess- háttar vasabókum. Hér eru enn allmiklar breytingar til bóta frá fyrri útgáfu. Vasakver þetta er hið snotr- asta að öllum frágangi. Brotið hefir verið minnkað frá því sem var í fyrri útgáfu, svo að bókin ísland með myndum og texta á þrem málum, þýzku, frönsku og ensku. Ríkið ætlaði að kaupa nokkur eintök af þessari bók til afnota erlendis. Var búið að prenta stórt upplag með ærn- um kostnaði. Þá vildi svo til, að Vestur-íslendingur sá bókina og fann undir eins að enski text- inn hjá Guðbrandi var svo hroðalega fullur af villum, að landinu yrði hið mesta tjón að, ef bókin sæist erlendis. Voru nú athugaðir hinir textarnir og kom þá í ljós, að þýzki textinn var slæmur, en sá franski þó sýnu verstur. Gaf Guðbrandur þar ótvírætt í skyn á fleiri en einum stað, að meir en lítið væri bogið við mannkosti ís- lenzkra stúlkna. Engar af þessum villum voru viljaverk. Allar stöfuðu þær af vankunnáttu og vanmenntun Guðbrands. Hann hafði hins vegar af fégræðgi og lausung tekið að sér verk, sem hann vár alls ekki fær um að inna af hendi. Þarf nú varla fremur vitnanna við um það, hve óhæf- ur slíkur maður er til að setjast í dómarasæti um þýðingarstarf- semi fróðra og vel menntaðra manna. Allir ritdómar, sem stóðu í sambandi við ættboga Guð- brands Jónssonar, voru af sama tagi. Ein mótbáran var sú, að Markmið og leiðir væru óhæf bók af þvi höfundurinn vissi of lítið um kennisetningar ka- þólskra manna. Sami höfundur áfelldi síðan Guðmund góða fyrir að hafa verið of einlægur í fylgi sínu við kennisetningar fer betur í vasa. Nokkrum sinn- um hafa hér á landi verið gerðar tilraunir með að gefa út árlegar vasabækur fyrir bænd- ur. Þær tilraunir hafa allar misheppnast til þessa. En nú virðist S. í. S. með þessari út- gáfu hafa rutt veginn. Árna G. Eylands hefir að mínum dómi heppnast í öllum aðalatriðum að gefa kverinu heppilegan búning og birta í því nauðsyn- legustu upplýsingar, sem allt sveitafólk varðar, hvort sem það snertir búnað, eða almenn viðskipti manna á meðal. Allt- af verða eitthvað skiptar skoð- anir um það, hvað beri að taka og hverju að hafna í svona riti. En svo margt er hér birt af upplýsingum og leiðbeiningum um búfræðileg efni og almennt' viðskiptalíf manna, að ekki er átæða til að gera kröfu til meira, að sinni. Allir íslenzkir bændur þurfa að eignast þessa bók, og hafa hana í vasa sínum. Þeir geta ótrúlega oft flett upp í henni og leitað svars við vandamál- um þeim, sem á dyr þeirra knýja við hin margvíslegu og vandasömu störf þeirra. Útgef- andi og ritstjóri eiga þakkir skilið fyrir vasakver þetta og vona ég að það eigi eftir að koma út árlega, eftirleiðis, að sjálfsögðu í breyttu formi, og ef til vill eitthvað aukið, eftir því sem kröfur tímans verða í hvert sinn. Steingrímur Steinþórsson. Ármann Kr. Einars- son: Gullroffin ský. Sex æfintýri. Ármann Einarsson er all- kunnur fyrir áður útkomnar bækur sínar, sem flestar eru æfintýri og sniðin fyrir stálpuð börn og unglinga. Þessi síðasta bók hans, sem kom út rétt fyrir síðustu jól, sker sig • að því leyti ekki frá hinum fyrri. Æfintýrabúningn- um er haldið. Sögurnar eru margar vel sagðar, framsetn- ingin lipur og ljós, efnið víða heillandi. Síðasta sagan, Fjóla í Tjarnarskógi, er fallegasta æfintýrið í bókinni. Hún ber liprum rithöfundi ótvírætt vitni. Ármann Einarsson, kennari, er kornungur maður. Samt er þetta fjórða bókin hans. Sú fyrsta kom út 1934. Efalaust á hann enn eftir að skrifa hug- þekk æfintýri fyrir börn og fullorðna, því að vel sögð æfin- týri eru vöxnu fólki ekki síður ánægjulestur en unglingum. Gullroðin ský er snotur bók að frágangi. Hún geymir víða fallegar hugsanir í ljósu, lát- lausu máli, og hún spáir góðu um hinn unga rithöfund. H. J. kaþólskra manna á 13. öld. Á öðrum stað 1 þessum ritdómum kom í ljós, að höfundurinn bar ekki skyn á mismun á gáfum, menntun og rithöfundareigin- leikum frægasta æfisöguhöf- undar frá siðasta mannsaldri, og norsk-svissneskrar konu, sem4 mjög minnir á Torfhildi Hólm. Fyrir utan kyn Guðbrands Jónssonar réðist Halldór Lax- ness á þjóðarútgáfuna í tíma- riti rússnesku stefnunnar. Mátti um þá grein taka undir með frönskum manni: „Reiðin er gagnslaus, þegar máttinn vantar.“ Halldór Kiljan Lax- ness er svo vankunnandi í sagn- fræðum, að hann veit ekki að Lytton Strachey er forustu- maður í sagnaritun með stór- þjóðunum, og að í fótspor hans reyna nú að feta nálega allir æfisöguhöfundar hinna stærri þjóða, þeir sem annars eru nokkurs megnugir. Vanþekking Halldórs Kiljan í sögu kemur meðal annars fram í því, að hann virðist halda að síðustu 60 árin af 10. öldinni séu gagn- ómerkilegur kafli í sögu enska heimsveldisins. Mótstaðan gegn þjóðarút- gáfunni hefir nálega eingöngu stafað frá óþjóðlegum áhrifum, og frá mönnum, sem lent hafa utan garðs í mannfélaginu vegna giftuleysis og óhappa. Þegar mótblástur þessara manna er borinn saman við hinn mikla stuðning og skiln- ing þeirra manna, sem bera byrðar hins íslenzka þjóðfélags, má segja, að stjórn Þjóðvinafé- lagsins og menntamálaráð hafa ^iimliiúinslieiO hefjast aff nýju í Sundhöllinni mánudaginn 3. febrúar. - Þátttakendur gefi sig fram sem fýrst. Uppl. í síma 4059. SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR. ástæðu til að gleðjast yfir vin- um sínum, og að telja andstöð- una fremur til gagns en skaða. XIV. Hið fyrsta ár þjóðarútgáf- unnar var á margan hátt til- raun um nýstárlega fram- kvæmd. Grundvöllurinn var lagður með því að hafa listræna skáldsögu, vekjandi bók um mannfélagsmál, sögurit með allra nýjasta sniði, ferðasögu eftir snjallan mann um fjar- lægt land og merkilega þjóð, og að síðustu frumstæða bók í náttúrufræði og það efni, sem hverjum er næst, um sjálfan manninn. Hver og ein af þess- um bókum er svo vel gerð, að hún getur sómt sér vel í bóka- skáp á heimilum vel mennt- aðra manna, þegar þau börn, sem nú hvíla í vöggu, eru orðin fulltíða menn. Óvildarmenn hafa leynt því, og sumir velvilj- aðir menn hafa ekki veitt því eftirtekt, að bækur þjóðarút- gáfunnar hafa á sér öll ein- kenni varanleikans. Það er talinn vottur um hina djúpu þjóðarmenntun Dana, að þeir eiga í höfuðborg sinni skemmti- stað, sem er svo fjölbreyttur og vel gerður, að þar geta allir un- að, hver við sitt, jafnt þeir, sem búa við hin mestu veraldargæði og félausir snyrtimenn. Þjóðar- útgáfan stefnir að því tak- marki, að bækur hennar eigi erindi til allra stétta á íslandi og séu öllum nokkurs virði. Mér þykir sennilegt, að út- gáfan hafi ekki að jafnaði eins stórar bækur og í ár. Heilsu- fræðin, Viktoría og Markmið og leiðir eru tiltölulega mjög stór- ar bækur. Ráösmaður útgáf- unnar leggur áherzlu á að nota pappír, sem er í einu þunnur og mjög góður. Fylgja því margir kostir, ef ekki á að blekkja með pappírsþykktinni. Hafa bendingar í sömu átt komið frá velviljuðum kaup- endum. Þeir kunna vel við að útgáfan sýni í einu fyllsta yfir- lætisleysi og hagsýni, jafn- framt því að leitast er við að nota eingöngu hið bezta efni. Mótstaðan gegn Markmið og leiðir kom fyrst og fremst frá mönnum, sem hneigjast að of- beldisstefnunum, af því höf- undurinn gagnrýnir með mikl- um skarpleik þá lífsskoðun, sem byggir á ofbeldinu. Megin- hluti íslendinga ann persónu- frelsi, stjórnfrelsi og þjóðfrelsi. Gegnum alla bók Huxley’s gengur eins og rauður þráður trú hans á frelsið, og framþró- un og göfgi mannanna. Þannig hafa á öllum öldum hugsað hinir vitrustu og beztu menn á íslandi. Mér er kunnugt um, að einmitt þessi bók er hugstæð miklum fjölda félagslega þroskaðra manna. Þeir finna í henni fagnaðarerindi hins frjálsa menningarlífs. Feður benda sonum sínum á umræðu- og áhugaefni í þessari bók. Kennarar leita í henni að hressingu og stælingu, vegna starfsins. Margir athugulir menn lesa kafla í Markmið og leiðir á hverjum degi. Hitt er vitað, að menn, sem eru vanir að líta yfir blöðin og léttvægar skáldsögur, telja sig ekki skilja Huxley, og leggja bókina á hill- una. En hún má vel bíða í bóka- hillunni. Menn fæðast upp í heimilinu, ný kynslóð, sem fær andlega næringu við að kynn- ást heimspekingi, sem fyrirlítur ofbeldi og byltingu, en trúir á ræktun og göfgi hins siðmennt- aða manns. Viktoría drottning hefir feng- ið misjafna dóma hjá lesend- um. Sumir hafa spurt: Hvers vegna að rita bók um drottn- ingu, sem er ekki hetja og and- legt stórmenni? Þessir menn finna, að í næsta húsi eða á næsta bæ er kona, sem líkist Viktoríu, en er ekki drottning og enginn telur ómaksins vert að minnast með hátíðlegum hætti. Þessum mönnum yfirsést hrapallega. Viktoría var drottn- (Framh. á 4. síðu.) V eitingaskattur (Framh. af 2. síðu) að eigi að vera að skattleggja hátt í ríkissjóð. Það réttlætir helzt að taka veitingaskatt af einstaka vörum, sem helzt má telja óþarfar, en af þeim vörum er á ýmsan annan hátt hægt að taka tolla og skatta. En helzt eru það þó slíkar vörur, sem réttast væri að taka veitinga- skatt af veitingasölum í ein- hverri mynd, og ætti þá helzt að taka söluskatt af þeim, hvort sem þeirra er neytt í sölubúð, gestastofu eða jafnvel eldhúsi! Það væri lika miklu auðveld- ara fyrir veitingamennina, en þó einkum fyrir innheimtu- og eftirlitsmenn veitingaskattsins, væri skatturinn ákveðinn að- eins af vissum vörutegundum og af þeim án undantekninga eða undanþágu, t. d. af öli, gos- drykkjum, áfengi og tóbaki. En aðrar tegundir, sem meira eru nauðsynjar manna, væru alveg skattfrjálsar. Sennilega yrði skatturinn litlu eða engu minni með þessu móti, en kæmi rétt- látar niður og væri einfaldari á margan hátt. Þá væri m. a. ekki hægt fyrir veitingamenn- ina að skjóta sér á bak við undanþágurnar, sem er áreið- anlega gert í stórum stíl mjög víða, leyfilega og óleyfilega. Það er ekkert vit eða réttlæti í því að vera að knýja út háan veitingaskatt af nauðþurftum ferðamanna á veitinga- og gistihúsum, en láta við hliðina á veitingastofunum og hvar- vetna annars staðar vera alger- lega skattfrjálsa sölu allskon- ar vara, þarfra og óþarfra og oft með hárri álagningu, og sem varla kostar seljandann aðra fyrirhöfn en að rétta þær úr búðarhillunum fram fyrir búðarborðið. Þetta hér að framan eru ekki nemar fáar athugasemdir við einn lið þeirra mörgu lagasetn- inga og kvaða, sem hafa verið lagðar á herðar almennings. Væri vel, ef löggjafarnir vildu athuga þetta, ásamt nokkuð mörgu svipuðu, og þá um leið, hvort ekki væri rétt að fara að gera ýmislegt einfaldara i þjóð- félaginu heldur en það nú er — draga dálítið úr skrifinskunni, sem nú þjáir ríki og bæjarfé- lög, stofnanir og einstaklinga. Undanfarið er likast þvi, sem löggjafarnir hafi keppt hver við annan að búa til sem flest og margbrotnust lög. Væri nú ekki ágætt ráð, að breyta um stefnu og búa til sem fæst og einföld- ust lög? V. G. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. Gangið í GEFJUNAR íötum Á síðustu árum hefir íslenzk- um iffnaffi fleygt fram, ekki sízt hefir ullariffnaffurinn aukizt og batnaff og á ullar- verksmiðjan Gefjun á Ak- ureyri mikinn þátt í þessum framförum. Gefjunardúkarnir eru nú löngu orðnir landskunnir fyrir gæffi. Uilarverksmiffjan vinnur úr íslenzkri ull, fjölmargar teg- undir af bandi og dúkum til fata á karla og konur, börn og unglinga. Gefjun starfrækir sauma- stofur í Reykjavík og á Ak- | \ureyri. Gef junarföt erur smekkleg, haldgóff og hlý. Gefjunarvörur fást um land allt hjá kaupfélögum og kaupmönnum. Gefjnn Tilkynniné frá ríkísstjórninni. Myrkurtímiim í sambandi við um- fcrðatakmarkanir vcgna hernaðar- aðgerða Breta hér á landi verður í febrúar sem hér segir: Hafnarijördur til Borgarfjardar Frá kl. 6.00 síffd. til kl. 7.30 árd. Hrútafjördur Frá kl. 5.50 síðd. til kl. 7.30 árd. Skagaíjördur til Skjálfanda Frá kl. 5.35 síffd. til kl. 7.25 árd. Seyðisfjördur til Reyðarfjarðar Frá kl. 5.20 síffd. til kl. 7.05 árd. 228 Róbert C. Oliver: Æfíntýri blaðamannsins 225 Þessum fréttum var mjög fagnað. Að vísu voru ýmsir annmarkar á þessu, einkum hvað snerti klæðnað og far- angur stúlknanna, en „Verlon“ lofaði að vera þeim til aðstoðar er til Afríku kæmi. Létu þær sér það vel lynda. Dansmeyarnar fóru nú fljótlega til svefnklefa sinna, og voru allar á einu máli um það, ~áð aðra eins gestrisni og höfðingsskap hefðu þær aldrei áður þekkt. Þær voru þegar farnar að hlakka til heimkomunnar. Þá hefðu þær þó sannarlega sögu að segja. Stúlkurnar sváfu saman tvær og tvær. Þær mösuðu góða stund um ó- komin æfintýri, en brátt sigraði svefn- inn þær. Það var þegar byrjað að birta af degi, og „Mira“ sigldi í suðurátt. Rétt um það leyti, er sólin var að hefjast úr hafi, sást til báts, er stefndi á „Miru“. Grabenhorst var sjálfur uppi á þiljum, því að hann beið bátsins. Hann var nú kominn í hvítar buxur og hafði einkennishúfu á höfðinu. Fyrsti vindillinn, sem tilheyrði hinum kom- andi degi, hékk þegar á milli þykkra varanna. Innan skamms var „Miru“ gefið merki u mað stanza. Vélarnar hægðu á sér og báturinn renndi upp að bógn- um á snekkjunni. Nokkrir einkennis- okkur, kveðið þér sjálfir upp dauða- dóm yfir yður. Hefnd min er hraðari en eldingin, Aðeins takmarkalaus hlýðni gerir yður öruggann. Munið — munið að þér getið aldrei vitað hver er með mér eða hver er á móti mér. Ef til vill er símaþjónninn, sem tekur á móti skeytinu yðar, í minni þjónustu — ef til vill — ja, þér eruð undrandi, en þetta er satt. Máske er lögreglumað- urinn, sem þér snúið yður til sem „þjóns réttvísinnar", launaður af mér. Jafnvel menn í æðstu stöðum fá sína mánaðarlegu þóknun úr mínum sjóði. Ég er ekki að skruma — þetta er blá- ber sannleikurinn. Finnst yður, að þér hafið nema um eitt að velja? Þetta síðasta sagði Grabenhorst í þeim tón, er allir, sem þekktu hann, óttuðust. — Ég tók við þessu starfi af fúsum vilja og eftir eigin ósk, svaraði Bob. í fyrstu gerði ég mér ekki að fullu grein fyrir því í hverju atvinna mín var fólgin. En þér hafið rétt fyrir yður. Ég hefi aðeins eitt að velja — og ég vel það eina með ánægju. — Þá erum við ásáttir um þetta, Holl- man. Ef þér reynist áreiðanlegur, mun yður aldrei iðra þess, að hafa stigið þetta stóra spor. í kvöld hefst hlutverk yðar með því að koma ungu stúlkunum í

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.