Tíminn - 01.02.1941, Side 4

Tíminn - 01.02.1941, Side 4
52 TÍMEVIV, laiigardagiim 1. febrúar 1941 13. blað <JR BÆNUM Skjaldarglíma Ármanns fór fram í 30. sinn i gærkvöldi. Var Iðnó þéttskipað áhorfendum, þar á meðal var talsvert af Bretum, er virt- ust skemmta sér vel við að sjá íslenzka glímu. Þátttakendur voru tíu, en einn gekk brátt úr leik. Yfirleitt var glíman heldur tUþrifalítil, glímumennirnir bragðafáir, t. d. sáust tæplega leggja- brögð, sniðglíma eða sveiflur. Aðallega notuðu glímumennirnir krækjur og klofbragð, þeir af þeim, sem kunnu eitthvert bragð. Sigurvegari varð Kjartan Guðjónsson; lagði hann alla og bar að öðru leyti af öllum hinum yfirleitt sem glímumaður, enda fékk hann hvorutveggju verð- launin, Ármannsskjöldinn og silfurbik- ar, sem Jens Guðbjörnsson hafði gefið til verðiaima handa þeim, sem glimdu bezt. Kjartan er frá Flóðatanga í Borgarfirði og iðkaði glímu á æsku- árunum í U. M. F. Stafholtstungna, gerðist bóndi uppi í Hálsasveit, en dvelur nú í Reykjavík. Glíman fór yf- leitt vel fram, þó var dálítið til leið- inda ýmislegt staut uppi á glímupall- inum, belti að bila, glímumennirnir að háifhrökklast fram af hinum litla glímupalli og sumir úr dómnefndinni, einkum Sigurjón Pétursson, gerðu of- mikið að því að vera inni á leiksviðinu og láta bera á föðurlegri umhyggju fyrir glímumönnunum. Það hefði verið meira gaman að sjá þá, sem skipuðu dómnefndina í glímubúningi takast fangbrögðum, því varla var þessi glíma nema svipur hjá sjón samanborið við þegar þeir voru upp á sitt bezta, og gengu á hólm sem reglulegir glímu- kappar. W Kristján Linnet fyrverandi bæjarfógeti I Vestmanna- eyjum, er sextugur í dag. Frá F. U. F. í Reykjavík. Jónas Jónsson heldur þriðja fyrir- lestur sinn mn sögu Framsóknarflokks- ins í Edduhúsinu á mánudagskvöldið kemur. Fyrirlesturinn hefst klukkan 8,30. Dagsbrúnarkosningin fékk þau úrslit, að Sjálfstæðismenn og Héðinn sigruðu. Fékk listi þeirra 834 atkvæði, listi kommúnista fékk 491 at- kvæði og listi Alþýðuflokksins 392 at- kvæði. Auðir seðlar voru 24, en 7 ógildir. Kosningaúrslitin voru tilkynnt á fé- la^sfundi í gær. Skilaði Sigurður Hall- dórsson þar völdum í hendur Héðni Valdimarssyni. Meðstjórnendur Héðins eru: Axel Guðmundsson, varaformað- ur, Gísli Guðmundsson, ritari, Kristó- fer Grímsson, gjaldkeri, og Ólafur Stefánsson, fjármálaritari. Símon Pétursson bóndi í Vatnskoti í Þingvallasveit er sextugur í dag. Símon er vaskur maður í hvívetna og leggur marga hluti á gerva hönd og svo hagur að af ber. Hann er fæddur og uppalinn í Þingvallasveit, en fór á æskuárunum til Reykjavíkur og nam þar trésmíði. Árið 1909 hvarf aftur heim í sveit til veru þar. Var um skeið á Þingvöllum hjá séra Jóni Thorstensen, þar sem faðir hans var fjármaður og hinn mesti merkismaður í starfi sínu öllu. Skömmu síðar reisti Símon bú að Vatnskoti. Simon er kvæntur Jónínu Sveinsdóttur frá Torfastöðum í Grafn- ingi. Eiga þau margt efnilegra barna, og eru sum þeirra afbragð annarra manna að hagleik og hugkvæmni, líkt og Símon. Leikfélagiff sýnir Háa Þór annað kvöld og hefát alla aðgöngumiða kl. 4 í dag. A krossgötum. (Framh. af 1. síðu.) Þorsteinsson hagstofustjóra, Lands- bankinn Vilhjálm Þór, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Útvegs- bankinn Ásgeir Ásgeirsson, Búnaðar- bankinn Hilmar Stefánsson og Lands- samband útgerðarmanna Kjartan Thors. Tillögur Fram- sóknarflokksins (Framh. af 1. slðu.) verði gert kleift að reka sjálf- stæða atvinnu á eigin ábyrgð. Fisksölumiffstöff: Bæjarstjórn leggur fyrir bæjarráð, að hefja nú þegar undirbúning að því, að reist verði allsher j arfisksölumiðstöð fyrir Reykj avíkurbæ á árinu 1941. Fisksölumiðstöð þessi skal vera með nýtízkusniði og hafa öll tæki og umbúnað til þess að gætt verði fyllsta hrein- lætis og í sambandi við hana frystiklefar til fiskgeymslu. Sé fiskseljendum síðan seldir á leigu sölustaðir í byggingunni með þeim skilyrðum, að þeir hlíti þeim reglum, sem bæjar- stjórnin setur um fisksöluna á hverjum tíma. Gatnagerffin: Bæjarstjórnin leggur fyrir bæjarráð að sjá um, að teknar verði upp heppilegri aðferðir en nú tí^kast við gatnagerð í bæn- um, m. a. með því að nota stein- steypu í stað malbikunar á fjöl- förnustu götum. Nýjar götur: Vegna þess, að engar skýr- ingar eru gefnar á því í frum- varpi til fjárhagsáætlunar fyr- ir 1941 hvaða götur skuli gera fyrir fé það, sem áætlað er til nýrra gatna, leggur bæjar- stjórnin fyrir bæjarráð, að út- búa fyrir næsta bæjarstjórnar- fund nákvæma skýrslu um, hvaða nýjar götur eða götu- hluta skuli gera á árinu og hve miklu fé skuli verja í hverja götu. Ógreidd bæjargjöld: Bæjarstjórnin leggur fyrir bæjarráð að láta semja skrá yf- ir alla þá gjaldendur i bænum, sem skulda útsvör, fasteigna- gjöld og önnur bæjargjöld um næstu áramót á undan og láta hana liggja frammi. Séu í skrá þessari tilgreind nöfn og heim- ilisföng skuldunauta og skuld- arupphæð hvers einstaks. Jafn- framt sé tilgreint frá hvaða ári eða árum skuldin stafar. Hitasveitan: Bæjarstjórn leggur fyrir bæj- arráð og borgarstjóra að gefa nú þegar ítarlega skýrslu um hitaveitumálið, einkum um eftirfarandi atriði: 1. Hve mikill kostnaður er nú þegar orðinn af framkvæmdum. 2. Er samningurinn við verk- taka fallinn úr gildi vegna van- efnda af hans hálfu. 3. Hvaða ráðstafanir verða gerðar til að koma hitaveitunni í framkvæmd nú þegar? Aukning Sogsvirkjunar: Bæjarstjórn felur bæjarráði, að láta rannsaka möguleika á að bæta þegar á þessu ári einni vélasamstæðu, allt að 10000 hestafla, í rafstöðina við Ljósa- foss. Séu einnig rannsakaðir möguleikar um lánsfjárútveg- un til þessarar aukningar. Ennfremur var flutt tillaga um hækkun gjalds fyrir leyfi Þjóðarútgáian (Framh. af 3. síðu) ing yfir mesta veldi heimsins í meira en hálfa öld. Og þetta tímabil er kennt við hana. Samt var hún aðeins venjuleg mennsk kona. Höfundurinn lýsir henni sem telpu, ungri stúlku, ástmey, móður, ekkju, og formóður mikils ættstofns. Jafnframt lýsir hann störfum hennar sem drottningar í heimsveldi. Viktoría er ekki brautryðjandi. En hún er traust og örugg eins og klettur úr hafinu. Frá þvi að hún ýtir móður sinni út úr íbúð sinni og í nokkurs konar „horn“ í kon- ungshöllinni, er Viktoría hin skyldurækna, starfssama kona. Menn geta sagt, að því lík kona sé ekki skörungur, en góðar konur með skylda skapgerð tryggja undirstöðu í hundruð miljóna af heimilum, hvarvetna þar sem mannkynið festir byggð. Athugulir bændur geta hvað eftir annað lesið Viktoríu drotningu, vegna hinnar sönnu og listrænu kvenlýsingar. Því oftar, sem menn kynna sér skapgerð Viktoríu, því gleggri sjón hafa menn um innsta eðli mannlífsins. íslendingar hafa skrifað og lesið mikið um konunga, æfi þeirra og hreystiverk. En á ís- lenzku hefir ekki verið til fyr en nú glögg og djúpskygn bók um dagleg störf og athafnir nú- tíma konunga. Þetta starf er í sumum löndum, t. d. Englandi, ómetanlega dýrmætt fyrir þjóð- félagið. í augum annarra, þar á meðal íslendinga, er lífsstarf konunga, ef það er rétt skilið, óendanlega tómt og snautt. Gildi konungdómsins er mjög misjafnt með þjóðum. í Eng- landi er gildi þesarar stofnun- ar mikið, á íslandi lítið. Mér þykir sennilegt, að sá lýðveldis- andi, sem er íslendingum í brjóst borin frá fornöld, mun éflast við útgáfu þessarar bók- ar á íslenzku, af því að hinn mikli sagnfræðingur dregur með mikilli sannleiksást hjúp gyllinganna af konungdómnum. Undir kórónunni og bak við veldissprotann er konungur og drotning gerð úr sama efni og fólkið í næsta húsi eða á næsta bæ. En fyrir utan þessa eigin- leika hefir bókin um Viktoríu einn dýrmætan kost. Hún er fyrirmynd um æfisögu nú á tímum. í fótspor þessa höfund- ar fylgja hinir málsnjöllustu sagnfræðingar um allan heim. Með bók Stracheys hefir ís- lenzka þjóðin kynnzt nútima söguritun, eins og hún er bezt gerð. til kvikmyndasýninga og að nokkrum hluta þessa framlags, sem áætlað var til bygginga, yrði varið til byggingu ráðhús. Afgreiðslu Tímans vantar 2., 3., 4. og 7. tbl. þ. á. Útsölumenn, sem eiga þessi blöff óseld, sendi þau afgr. Tímans sem fyrst. Hefst innrásín . . . (Framh. af 1. síðu.) gera stórfelldar tilraunir með endurbætur á flugvélum sínum og hefði því dregið nokkuð úr flugvélaframleiðslu. Flugvéla- framleiðsla þeirra hefði verið minni tvo einustu mánuðina en framleiðsla Breta og Banda- ríkjanna samanlögð. Það ýtir vafalaust undir Þjóð- verja að hefja innrásina sem fyrst, að hjálp Bandaríkjanna við Bretland verður ekki veru- leg fyrr en kemur fram á árið. Enn er t. d. ekki kominn veru- iegur skriður á flugvéla- og skriðdrekaframleiðslu þeirra. Wendell Willkie skoðaði í gær varnir Breta í Doverhéraðinu. Hann lét svo ummælt á eftir, að« hann vildi ekki vera Þjóðverji og taka þátt í innrásinni. Það vakti sérstaka athygli í fimmtudagsræðu Hitlers, að hann lýsti yfir auknum kaf- bátahernaði næta vor. Ýmsir telja það merki þess, að Hitler vilji ekki gefa þjóðinni algerar vonir um það, að innrás muni heppnast og láti því skína í það, að kafbátahernaðurinn eigi að ríða baggamuninn eftir að bú- ið sé að lama Breta með inn- rásinni. /Vðrar fréttir. (Framh. af 1. síðú.) setur sitt og er það höfuðstöð ítala í Cirenaica. Þar er góð höfn. í Derna er slæm höfn. To- bruk er bezta höfnin á Ciren- aicaskaganum. Quisling hefir stofnað sér- staka herdeild, sem nefnist „Nordland“. Verður hún látin ganga í þýzka herinn. Herdeild þessi vann eiða sína í Oslo síð- astliðinn fimmtudag að við- stöddum þeim Quisling, Terbov- en, landstjóra Þjóðverja í Nor- egi, og Himmler, yfirmanni þýzku leynilögreglunnar.Á skma tíma og atburður þessi gerðist í Oslo sat Hákon Noregskon- ungur fund með mörg hundruð- um norskra sjómanna í Lond- on. Á fundinum flutti Hákon konungur ræðu og lýsti yfir þeirri von sinni, að Noregur yrði bráðlega frjáls aftur. Frumvarp Roosevelts um hjálp til lýðræðisþjóðanna hefir ver- ið samþykkt ,í utanríkismála- deild fulltrúaþingsins með 17: 8 atkvæðum. Deildin gerði þá breytingu á frumvarpinu, að heimildarvald forseta til að veita þessum þjóðum hjálp skyldi ekki gilda lengur en í tvö ár. Hersveitir Breta hafa bætt aðstöðu sína í Eritreu, en þar er búizt við öflugri mótstöðu ítala. Talið er, að ítalir hafi þar bezta nýlenduher sinn og landstjóri þeirra þar, hertoginn af Aosta, nýtur mikils álits. Wendel Willkie hefir undan- farna daga rætt við helztu stjórnmálamenn Bretlanjds og ferðast um helztu borgarhluta London. Lætur Willkie mjög vel af þoli og þreki brezku þjóðar- innar. Hann flutti Churchill bréf frá Roosevelt forseta. För Willkies er mikið rædd í ensk- um blöðum. En Willkie er tal- inn áhrifamesti maður repu- blicanaflokksins. Eldri foringj - ar flokksins hafa snúizt gegn frumvarpi Roosevelts um hjálp til lýðræðisþjóðanna, en Willkie hefir heitið því fylgi sínu. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu.) ert einasta atriði máli sínu til sönnunar. Eins og lesendum Tímans er kunnugt, hafa ýmsar veilur í starfsemi háskólans verið gagnrýndar hér í blaðinu, t. d. viljaleysi háskólakennara á því, að útskrifa reglusama nemendur. í mörgum lægri skólum eru gerðar kröfur um reglusemi nemenda, en háskól- inn gerir engar svipaðar kröfur, og háskólakennararnir fagna nýjum nemendum með drykkju- veizlum. Þetta átelur Tíminn og þessu þorir dr. Alexander ekki að svara, heldur reynir að láta líta út eins og þetta sé upp- spuni Tímans og stafi af ill- vilja til háskólans. Það sýnir betur en flest annað, að há- skólanum er meira en lítjð á- bótavant, þegar æðsti maður hans telur sér sæmandi að svara rökstuddum ádeilum með 226 Robert C. Oliver: skilning um það, að ég er eigandi að afarstóru og frægu fjölleikahúsi í Fez og að ég hefi ráðið þær þangað til að sýna. Auðvitað eigið þér ekki gott með að átta yður á þessu, en þér fáið sím- skeyti frá „Le Cheval bleu“, sem sönn- unargagn fyrir því, að allt sé eins og það á að vera. Hér verður allt að fara fram með reglu og ró. Við förum í land í Tunis, svo lítið ber á. Fyrir sól- arupprás verðum viö stöðvaðir af varðbát. Foringjunum mun finnast það grunsamlegt, ef hér er ekki allt með kyrrum kjörum. Þess vegna verðum við að hafa öll skjöl og skilríki í lagi. — Ég skil, svaraði Bob — en hvernig vitið þér, að varðbáturinn kemur? — Grabenhorst brosti. Þér hafið þar aðeins eina sönnun þess hve sambönd mín eru góð ---------- Þeir sátu enn stutta stund. Öldurnar gjálfruðu við skipshliðarnar. Daufir tónar bárust neðan úr salnum. — Nú skulum við koma og boða ung- frúnum þessa nýju breytingu á áætl- uninni. Ég ætla að sjá hvaða áhrif fréttirnar hafa og hvernig yður tekst. Þeir gengu saman niður í salinn og Bob klappaði saman höndunum til þess að vekja á sér athygli. Ungu stúlkurnar litu eftirvæntingarfullar á hann og Æfintfjri blaðamannsins 227 vonuðu, að þetta væri merki þess, að „Mira“ stefndi nú upp að ströndinni. — Ungfrúr, byrjaði Bob og brosti. Ég hefi ný gleðitíðindi að færa. Eins og þér hafið ef til vill veitt athygli, brá ég mér burt með Mr. Verlon, sem hér situr, til þess að ræða um viðskiptamál. Mr. Ver- lon er afar hrifinn af hinum ágæta dansi yðar, og þar semdiann er eigandi að íburðarmiklu og fögru fjölleikahúsi í Fez, hefir hann ráðið yður til þess að sýna dans næstu tvær vikur. Nokkur fagnandi undrunaróp heyrð- ust frá ungu stúlkunum, sem allt í einu var veitt það vandfengna tækifæri að koma í hálfsmánaðar heimsókn til Norður-Afríku. — Það bezta er, að við erum þegar á leiðinni þangað. — Herra trúr! En samningarnir í Marseille, spurðu þær undrandi. Það er allt í lagi. Við höfum símað til forstjór- ans fyrir „Le Chaval bleu“ — hann hef- ir samþykkt þetta fyrir sitt leyti og á- lítur einnig, að þessi æfintýraferð muni verða til þess að auka aðsóknina þegar við komum til baka. — Eigandi skipsins, — og Bob benti á Cabera, sem sat og botnaði ekki í neinu — hefir fúslega léð skipið, — þér eruð gestir — svefnklefarnir eru sam- stundis tilbúnir. r—— gamla bíó____________ Edith Cavell (Nurse Edith Cavell). Amerísk stórmynd um ensku hjúkrunarkonuna, er dæmd var til dauða í Briissel f okt. 1915 — at- burffur, sem vakti heims- athygli. Aðalhlutv. leika: ANNA NEAGLE, GEORGE SANDERS, EDNA MAY OLIVER og MAY ROBSON. Börn yngri en 12 ára fá ekki affgang. Sýnd kl. 7 og 9. f— ---~NÝJA BÍÓ— ------- Systurnar (The Sisters) Amerísk stórmynd frá Warner Bros, gerð eftir hinni víðfrægu skáldsögu með sama nafni, eftir MYRON BRINGS. Aðalhlutv. leika: BETTE DAVIS Og ERROL FLYNN. Sýnd kl. 7 og 9. Hugheilar þakkir viljum viff votta ykkur öllum, er sýnduff okkur samúff og margháttaffa hjálp í veikindum og við fráfall ÞORBJARGAR JÓNSDÓTTUR frá Bjarna- stöðum. AÐSTANDENDUR. V axtalækkun Frá og ineð 1. febrúar 1941 lækka forvextir af víxlum lijá okkur í 5Vz% á ári. — Ekkert framleng- ingargjald. Sparísjóður Reykjavíkur og nágrennís. Vaxtalækkun. Frá og med degfinum í dag lækka vextir og forvextir af víxlum og lánum hjá oss um % °|0 p. a. / / Utvegsbanki Islands. h.f. götustrákslegum fúkyrðum og ósannindum. Hvaða háskóli í víðri veröld mun hafa slíka persónu fyrir yfirmann? KOMMÚNISTAR UM BIFREIÐAR. Fyr á árum sóttu blöð Sjálf- stæðismanna fast að J. J„ er hann keypti fyrir ríkisstj órnina fyrsta mannflutningabílinn. Nú sækja kommúnistar að J. J. fyr- ir að eiga bíl. — Nú hafa Morg- unblaðsmenn fyrir löngu séð, að þeir höfðu á röngu að standa j í þessu bílamáli. Allar síðari J stjórnir hafa haldið tryggð j við bílahugsjónina, og bílum hefir fjölgað á eðlilegan og réttmætan hátt, um leið og stjórnardeildir hafa orðið fleiri. Ritstjórii kommúnistablaðsins, Sigfús Sigurhjartarson, brá sér oft í stjórnarbíl suður með sjó, meðan hann var í byggð hvítra en ekki svartra manna, og þótti honum farkosturinn góð- ur. Er fyrir löngu margsannað, að ríkinu er ódýrara og hent- ara að eiga sína bíla, en að fá leigubíla til allra sinna þarfa. — Auk þess ættu kommúnistar að vita, að „félagar" þeirra í Rússlandi hafa til afnota marg- ar ríkisbifreiðar. Kommúnistar ásaka nú ekki J. J. fyrir að hafa komið á þeirri búbót, að ríkið eigi stjórnarbíla. Nú á sök hans að vera sú, að hann eigi sjálfur bíl. Þessi Framsóknarmaður sýnir hófsemi sína í því, að kaupa allt af’ gamla bíla. Að þessu sinni er talið að hann eigi gamla bifreið, sem ætti að vera vinum Rússa geðþekk, með því að á henni eru á nokkrum áberaridi stöðum rauðir dílar. Mætti það verða lítill fyrirboði þess litarháttar, sem bolsévikar munu hafa á sínum mörgu rík- isbílum eftir byltingu þá, sem þeir vilja koma í framkvæmd. Búnaðarpingið (Framh. af 1. síðu.) stæðis að Hólmi í Landbroti, tillaga um endurútgáfu á hand- bók fyrir bændur, og erindi um dráttarvélanámskeið í Skaga- firði, gestaheimili í Reykjavík Leikfélag Reykjavíknr »H ÁI ÞÓR« eftir MAXWELL ANDERSON. Sýníng annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 i dag. Börn fá ekki aðgang. Höfum líkkistur fyrirliggjandi. vandaðar með kostnaðarverði. Kaupfélag Rangæinga. Vinnið ötulleqa ftjrir Tímann, fyrir bændur og rannsókn á beitarþoli lands og beitilands- þörf búfjártegunda. Um helgina verða aðeins nefndarfundir haldnir. Tveir fulltrúar, Björn Halls- son á Rangá og Sveinn Jónsson á Egilsstöðum, eru enn ókomn- ir til búnaðarþings, en von um að þeir komi á þriðjudaginn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.