Tíminn - 11.02.1941, Blaðsíða 4
68
17. blað
TÖirVN. þriðjndagmm 11. febr. 1941
tJR BÆVUM
Ungbarnavernd Líknar.
Stöðin verður lokuð fyrst um sinn,
vegna kveffaraldurins. En ljósböðunum
verður haldið áfram.
Skíðaferðir um helgina.
Pleira fólk fór á skíði um helgina,
heldur en áður hefir verið í vetur,
enda hefir jafnan verið lítill snjór til
skíðaferða. Veðrið var hið bezta, en
færi var ekki; snjór víðast lítill og
harður.
Hingaðkoma þýzku
flugvélarinnar
héfir vakið upp alls konar slúður-
sögur og ýkjufrásagnir hér í bænum.
Meðal annars var það hermt, að þýzk-
ar flugvélar hefðu verið á sveimi yfir
Kaldaðarnesi í gær, hópar flugvéla
hefði sézt í Hornafirði og að þýzka
flugvélin hefði verið skotin niður upp
hjá Álafossi á sunnudaginn. Allar
þessar sögur og fleiri slíkar eru með
öllu tilhæfulausar.
Hörmulegt slys
(Framh. af 1. síðu.)
vallagötu 52, sonur Guðbrands
Magnússonar forstjóra, hlaut
mikil sár á höfuðið og fékk
heilablæðingu, meiðsl á hand-
legg og fleiri áverka. Hann var
lengi meðvitundarlaus, en er
nú talinn úr lífshættu.
Ásbjörn Magnússon, Grjóta-
götu 14, viðbeinsbrotnaði og
hlaut sár á höfuðið.
Tveir piltar aðrir, Skúli Pet-
ersen og Haraldur Gíslason,
hlutu talsverð meiðsli. Hinn
sjötti, Halldór Guðmundsson,
féll aldrei alveg út af bifreið-
inni. Hann lá á annarri aurhlíf-
inni, er bifreiðin staðnæmdist
á veginum.
Hermennirnir, sem þarna
voru á ferð, höfðu meðferðis
sáraumbúðir og var búið um
hina slösuðu eftir föngum. Var
símað til Reykjavíkur um at-
burðinn frá Baldurshaga og
kom læknir brátt á vettvang, og
tvær sjúkrabifreiðar. Voru hin-
ir særðu fluttir í Landsspítal-
ann, og þar dó Guðmundur um
kvöldið, eins og áður er sagt.
Á krossgötum.
(Framh. af 1. siðu.)
loft upp, hefir nýlega verið sýknaður
af ákæru þessari. Þótti sannað, að
menn þeir tveir, sem kærðu Sigurð,
hefðu verið með honum að drykkju
og yrði fremur að líta á ummæli þau,
sem höfð eru eftir hinum ákærða, sem
drykkjuraus, en alvarlegs eðlis. Hefir
Sigurður því verið látinn laus, að þess-
ari dómsniðurstöðu fenginni.
Bretar munu hrinda
innrásartílraunum
Þjóðverja
(Framh. af 1. síðu.)
hann gert það óundirbúinn. Nú
væri hann undirbúinn. En Bret-
ar væru líka miklu betur undir
það búnir að mæta henni nú. —
Við verðum að vera undirbúnir
gasárásum, sagði Churchill,
árásum fallhlífarmanna og á-
rásum úr svifflugvélum. Flotinn
er reiðúbúinn fyrir ströndum
landsins, strandvirkin eru til
taks á hverri stundu og véla-
hersveitir eru tilbúnar að fara
hvert, sem skipað er. Flugherinn
hefir yfirráð í loftinu yfir Bret-
landi að degi til. Ég er þess full-
viss að okkur tekst á einn eða
annan hátt að hnekkja innrás-
artilraun Þjóðverja.
Hjálp Bandaríkjanna er okk-
ur þýðingarmikil. Við þörfnumst
ekki mannafla þaðan, en bæði
hergagna og skipa. Þjóðverjar
geta unnið okkur mikið tjón á
siglingaleiðunum og við getum
ekki smíöað öll þau skip, sem
við munum þurfa á næsta ári.
Þessvegna treystum við á skip
og hergögn frá Bandaríkjunum.
Við erum ekki að biðja um þann
miljónaher, sem verið er að æfa
þar, heldur um verkfæri. Fáið
okkur verkfærin og við munum
sigra.
Nýlenduveldi ítala er endan-
lega úr sögunni. ítalir hafa
misst Cirenaica og % hluta liðs
síns í Libyu. í Eritreu, Abessiníu
og Somalilandi er verið að
brjóta viðnám þeirra á bak
aftur.
Bretar hafa nú yfirráðin yfir
Miðjarðarhafi. Hertaka Beng-
hazi hefir stórum styrkt aðstöðu
okkar á miðbiki þess. Við höf-
um sýnt yfirburði okkar með
flotaárás á Genúa. Þýzku steypi-
flugvélarnar, sem Hitler hefir
sent til Sikileyjar, hafa ekki
hnekkt valdi okkar. Þýzku flug-
vélarnar gerðu ítrekaðar árásir
á flugvélamóðurskipið „Illust-
rious“, sem var til bráðabirgða-
viðgerðar á Malta. Af 150 flug-
vélum, sem alls tók þátt í árás-
unum, voru 90 skotnar niður, en
skipið fór til Alexandria með 23
mílna hraða á klst. að viðgerð-
inni lokinni.
Þjóðverjar ætluðu síðastliðið
sumar að tryggja sér yfirráðin
í loftinu yfir Englandi. Brezki
flugherinn sigraði í þeirri við-
ureign. Þá byrjaði Hitler hinár
grimmúðlegu loftárásir á brezka
borgara í þeim tilgangi að brjóta
niður kjark og hugrekki þjóðar-
innar. það hefir einnig mistek-
ist. Hugrekki brezku þjóðarinn-
ar hefir aldrei verið meira en
nú. Undanfarna mánuði hefir
Hitler getað látið varpa 3—4
smálestum af sprengjum yfir
Bretland á móti hverri einni
smálest af sprengjum, sem Bret-
ar gátu varpað yfir Þýzkaland.
En sá tími nálgast óðum, að
þessi hlutföll verða öfug.
Hitler mun ekki sigra. Hitler
getur átt eftir að brjóta fleiri
þjóðjr undir kúgunarvald sitt.
Hann getur átt eftir að taka
meginhluta Rússlands. Hann
getur átt eftir að komast alla
leið að hliðum Indlands. En því
lengur, sem hann ríkir, mun
hatur undirokuðu þjóðanna
aukast gegn honum og hatur
þeirra gegn nazistum mun verða
meira en dæmi eru til í sögunni.
Og Hitler mun aldrei vinna
fullnaðarsigur, nema hann geti
brotið undir sig þessa eyju. Það
mun honum ekki takast. Veldi
hans mun því fyr en síðar
hrynja í rústir.
Erlendar frettir.
(Framh. af 1. síðu.)
tekið nokkra staði vestur af
Benghazi og eigi nú skammt
eftir að sandauðninni miklu,
sem nær yfir meginhluta leið-
arinnar til Tripoli. Hafa margir
ítalskir hermenn verið teknir til
fanga á þessum stöðum. í orust-
unni um Benghazi voru eyði-
lagðir 60 ítalskir skriðdrekar.
Vörn ítala bilaði strax, þegar
þeir komust að raun um að
Bretar voru búnir að umkringja
borgina. Talið er, að ítalir séu
búnir að missa 150 þús. manna
lið í Libyustyrjöldinni, og hefir
meginhluti þess verið tekinn til
fanga. — í Eritreu hafa Bretar
tekið nokkrar herstöðvar af
ítölum, auk þeirra, sem þeir
höfðu áður misst. — í Abessiníu
hafa ítalir hörfað á allmörgum
stöðum. — í ítalska Somalilandi
hörfa ítalir undan sveitum frá
Suður-Afríku.
Grikkir áttu sex kafbáta, þeg-
ar styrjöldin hófst. Þessir kaf-
bátar hafa unnið mikið tjón á
skipum ítala i Adriahafi, enda
eru Grikkir orðlagðir sjómenn
frá fornu fari og eru enn í dag
ein helzta siglingaþjóð heims-
ins. Einn kafbátur Grikkja hef-
ir nýlega sökkt ítölsku her-
flutningaskipi, 10 þús. smál. á
stærð, á Adriahafi. Var það í
herskipafylgd. Fyrir nokkru
síðan sökkti sami kafbátur
tveimur ítölskum herflutninga-
skipum, sem voru samtals um
30 þús. smál.
Malmcoln MacDonald, sonur
Rámsey MacDonald fyrv. for-
sætisráðherra, hefir verið skip-
aður fulltrúi brezku stjórnar-
innar í Kanada, en það þykir
nú mjög þýðingarmikið embætti.
MacDonald var heilbrigðis-
málaráðherra og hefir Ernest
Brown, sem var verkamálaráð-
herra 1935—39, verið skipaður í
það embætti. Brown gat sér gott
orð sem verkamálaTáðherra.
Moyne Iávarður hefir verið
skipaður nýlendumálaráðherra
Breta í stað Lloyds lávarðar,
sem lézt nýlega. Hann hefir ekki
komið mikið við sögu á síðari
árum, en er talinn maður dug-
legur og mjög fróður um ný-
lendumál. Hann er 56 ára.
Rudolf Hess, staðgengill Hit-
lers, flutti ræðu síðastliðinn
sunnudag. Hann sagði, að Þjóð-
verjar hefðu náð kverkataki á
Bretum og þyrfti enginn að ef-
ast um úrslitin. Hann boðaði
stóraukinn kafbátahernað með
vorinu.
Bretar hafa slitið stjórnmála-
sambandi við Rúmeníu og er
sendiherra þeirra, sem var þar,
á heimleið.
Hopkins, sem ferðast hefir
um Bretland undanfarið sem
einkafulltrúi Roosevelts og rætt
við heíztu valdamenn Breta, er
nú á heimleið.
Fulltrúadeild Bandaríkja-
þingsins hefir samþykkt frum-
varp Roosevelts um hjálp til
lýðræðisríkjanna með 95 atkv.
meirahluta.
242 Robert C. Oliver:
Doris horfði urtdrandi á hann.
— Ég bið yður að skila kveðju til
Lucy Spencer, — ég elska hana. Skil-
ið kveðju og segið, að ég muni ekki
unna mér hvíldar, fyr en ég hefi frels-
að ykkur. Þér munið skilja, bætti hann
við, að maður, sem elskar stúlku, sem
hann hefir aldrei kysst — og hún er
í höndum þrælasala — þér munuð
skilja, að hann unnir sér ekki einnar
mínútu hvíldar fyrr en hann heldur
henni í faðmi sínum.
Doris kinkaði kolli og reyndi að harka
af sér, því tárin ætluðu að fara að brjót-
ast fram úr augnakrókunum.
Bob langaði til þess að tala meira við
hana, en hann sá, að svínsaugu Must-
apha hvíldu stöðugt á honum. Hann
skildi því við hana. Það var eins og
Mustapha hefði beðið eftir þessu tæki-
færi.
— Við höfum víst ekki sézt fyrr, sagði
hann og þurrkaði svitann af enninu.
— Nei, svaraði Bob. Þetta er í fyrsta
skipti sem ég er hér.
— E-he — nýr maður í „Keðjunni."
Bob kinkaði kolli.
— Stór keðja, mjög sterk keðja, sagði
Mustapha og skimaði kringum sig. Augu
hans hvörfluðu frá einni stúlkunni til
annarar, eins og hann væri að meta
þær. — Það var gott að vera búinn að
Æfintýri blaðamannsins 243
athuga þær vel áður en hann færi að
ræða um verðið við Grabenhorst eða
staðgengil hans, og svo við kaupend-
urna, sem áreiðanlega myndu koma 1
stórum hópum, þegar það fréttist, að
nýjar vörur væru komnar á markaðinn.
— Hvenær kemur Cabera? spurði Bob
og leit undan. Hann gat ekki þolað hið
ógeðslega augnatillit Mustapha.
— Fljótt — við fáum fljótt fréttir.
— Eigum við að bíða? spurði Bob ó-
þolinmóður.
Augu þrælasalans urðu enn lymsku-
legri.
— Bezt að bíða hér, herra — ég sé að
litlu hænurnar hafa ekki fengið neitt
að vita — bezt að bíða.
— Nú, jæja, sagði Bob kæruleysis-
lega. Mér er sama. Ég hugsa að Cabera
kunni bezt við að sprengja blöðruna
sjálfur. Sennilega kemur hann með fína
gesti!
— Ég veit það — talaði við foringj-
ann í síma.
Bob kveikti sér í sigarettu og bölvaði
í hljóði. Hvernig átti hann að fara að
því að komast burt úr þessu bannsetta
bófagreni, til þess að ná sambandi við
heiðarlegt fólk.
— Hvað er merkilegast að sjá
hérna í bænum, þegar ég fer út til þess
að skoða mig um? spurði Bob. Þér
T U S K U R.
Kaupum hreinar ullar- og
bómullartuskur hæsta verði.
Húsgagnavinnustofan,
Baldursgötu 30.
Ábyrgðarleysi
Fyrir stuttu síðan ritaði ég
grein í Tímann, þar sem ég
minntist nokkrum orðum á
Grænmetisverzlun ríkisins. Virð-
ist það hafa komið óþægilega við
forstjóra þessa fyrirtækis, því í
Tímanum stuttu síðar birtir
hann svar til mín, sem mér
fannst minna nokkuð á gamla
máltækið, að af sannleikanum
verður hver sárreiðastur. Hann
byrjar grein sína á því, að tala
um, að hann hafi i haust bent á
að hæfilegt verð á kartöflum
væri 50 kr. pr. 100 kg. og með
því bjargað fjölda bænda frá því
að selja kartöflur sínar fyrir
34—40 kr. tunnuna.
Þetta hlýtur Árni að vita að er
ekki rétt, því að nokkru áður en
hann hélt hið umdeilda erindi í
útvarpið var verðlagsnefnd
Grænmetisverzlunarinnar búin
að auglýsa í blöðum og útvarpi
hámarksverö á kartöflum í
heildsölu 34 krónur tunnuna.
— Hafi kartöfluframleiðendur
fengið almennt hærra verð fyrir
sínar kartöflur í haust, verður
því að telja, að það sé þeim sjálf-
um að þakka, en ekki Grænmet-
isverzlun ríkisins eða þeim, sem
að henni standa.
í föðurlegum umvöndunartón
talar Árni um þau sérstaklega
góðu vottorð, sem fylgt hefði
þessum Canada-kartöflum úr
hlaði, svo enginn þurfi að óttast
að neitt illt hljótist af þeim.
Það má vel vera, að vottorð þau,
sem að kartöflunum fylgdu, séu
girnileg, en ékki veit ég betur
en mæðiveikin sé á góðum vegi
að leggja heilar sveitir í auön,
þrátt fyrir öll þau vottorð, sem
að Karakúlfénu fylgdu. Það
væri óskandi, að innfluttar
kartöflur ættu ekki eftir að
reka smiðshöggið á þá eyðilegg-
ingu.
í fjórðu málsgrein svargrein-
arinnar sér forstjórinn ástæðu
til að afsaka gerðir sínar, þvi að
þar kemst hann að þeirri niður-
stöðu, að af tvennu illu sé betra
aö flytja inn matarkartöflur en
útsæði. En hvernig á að koma í
veg fyrir, að innfluttu kartöfl-
urnar verði ekki notaðar til út-
sæðis, þegar mikil vöntun er á
útsæði nú þegar, eftir þvi sem
Árni Eylands upplýsir í grein
sinni?
Forstjórinn endar svo hnútu-
kastið með því að lofa nánari
upplýsingum um kartöfluinn-
flutning í næsta tölublaði Freys
og því með, að það blað skuli
ég fá sent ókeypis, því enginn
bóndi í Innri-Akraneshreppi
kaupi Frey. Það er ekki nema
gott við því að segja, að kar-
töfluinnflutningurinn sé sem
bezt skýrður, en í stað þeirrar
fyrirhafnar, að senda mér Frey,
vil ég ráðleggja honum, að
kappkosta að búa blaðið þannig
úr garði, að sem flestir og helzt
allir íslenzkir bændur finni á-
stæðu til að kaupa það og lesa.
Þorgrímur Jónsson,
Kúludalsá.
Umbótamál
(Framh. af 3. síðu.)
að vænta þess sveitunum til
handa, að fjárframlög ríkisins
til barnafræðslu í fostum skól-
um annars vegar og farskólum
hins vegar verði færð til meira
samræmis en verið hefir. Það er
engin óhófskrafa. Það er krafa
um réttlæti og ekki annað.
Páll Þorsteinsson.
- - nATvrr.A RtA. - * _ NӒr.TA Rt/S
Engin sýníng í kvöld Engín sýníng í kvöld
Hjartanlegt þakklœti fyrir gjafir og vinakveðjur á fimmtugsafmœli mínu. Helgi Ágústsson. t —„— —.— ——
III
PERLA
Mest og bezt
fyrir krónima
ineð því að nota
— þvottaduftið —
---PERLA — —
Auglýilng.
Vegna inflúensufaraldurs hefi ég, samkvæmt ósk hér-
aðslæknis, ákveðið að banna allt skólahald og allar
almennar samkomur hér í umdæminu frá og með
deginum í dag, unz öðruvísi verður ákveðið.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu,
' Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 10. febrúar 1941.
Bergur Jónsson.
T ryg-gingarstoínun
ríkisíns tilkynnir:
Samkvæmt lögum nr. 92, 14. maí 1940, um breytingar
á lögum um alþýðutryggingar, ber að skila fullnaðar-
skýrslum um mannahald við tryggingarskyldan at-
vinnurekstur árið 1940 fyrir 1. febrúar 1941 á skrif-
stofu slysatryggingardeildarinnar eða til umboðs-
manns hennar. Sé það eigi gjört, skal „áætla iðgjöld-
in svo ríflega, að ekki sé hætt við, að þau séu sett
lægri en þau eiga að vera.“
Ákveðið hefir verið að beita ekki að þessu sinni
nefndu ákvæði hér í Reykjavík gagnvart þeim, sem
skilað hafa skýrslum fyrir 21. þ. m., og eru atvinnu-
rekendur hér í bænum því áminntir um að gera full
skil til slysatryggingarinnar fyrir þann tíma, ella
verða þeim áætluð iðgjöld samkvæmt fyrrnefndum
lögum.
Reykjavík, 8. febrúar 1940.
IRYGGOítiARSTOFNVN RÍKISIIVS
SL Y S ATR Y G GIN G ARDEILD.
Verðuppbætur
(Framh. af 1. síðu.)
loðskinn af refum og minkum
skuli tekin með.
Tillaga þessi er algjörlega
bundin við útflutningsvörur
landbúnaðarins, ekki af því, að
okkur flutningsmönnum tillög-
unnar sé ekki mjög vel ljóst, að
þörf sé að verðbæta landbúnað-
arvörur, sem seldar hafa verið á
innlendum markaði, ef bændur
ættu að hafa sambærileg kjör
við aðra framleiðendur. En þar
sem það mun útilokað, að hægt
sé að verja fé því, sem ríkis-
stjórnin hefir umráð yfir til
verðuppbótar, til þess að verð-
bæta vörur seldar innanlands,
lítum við svo á að tilgangslaust
sé að gera kröfu á þeim grund-
velli. Hinsvegar verður það að
teljast eðlilegt að Búnaðarþing
taki einnig þá hlið á afurðasölu-
málum bænda til athugunar, og
láti í ljós skoðun sína um það
efni.
Við óskum svo eftir að Bún-
aðarþingið afgreiði tillögu þessa
á þann hátt, er það telur bezt
henta bændastétt landsins.“
**l Það hefir nú tekizt að
fá nokkur eintök sam-
an af Dvöl frá byrjun.
Þeir-, sem ennþá eiga eftir að fá sér
þetta merkilegasta sögusafn, sem til er
á íslenzkri tungu, ættu ekki lengur að
láta tækifærið ganga sér úr greipum.