Tíminn - 11.02.1941, Blaðsíða 1
25. ár.
Reykjavík, þriðjudaginn 11. febr. 1941
Verðuppbætur á útíluttar
landbúnaðaraíurðir
Tillaga formaims Búnaðarfélags Islauds
og hiinaðarmálastjóra.
17. blað
Mynd þessi er frá flugskóla í Bretlandi. Flugmannaefnin ganga fylktu liði fram hjá nokkrum œfingaflugvélum.
Annars eru flugmenn brezka lofthersins aöallega œtfíir í samveldislöndunum, einkum í Kanada. Um síöastliöna
helgi komu til Bretlands nokkrar sveitir nýœfðra flugmanna frá Kanada. Eru í þeim menn frá öllum löndum
Bretaveldls. Koma þessarar flugsveita hefir vakiö mikinn fögnuö í Bretlandi, því að Bretar búast nú daglega
viö stórauknum lofthernaöi Þjóöverja.
Bretar munu hrinda innrás
artilraun Þjóðverja
Úr ræðu Churchill forsætisráðherra
Bjarni Ásgeirsson, formað-
ur Búnaðarfélags íslands,
og Steingrímur Steinþórs-
son hafa lagt fram á bún-
aðarþingi tillögu um verð-
uppbætur á útfluttar land-
búnaðarafurðir.
Tillaga þessi er svohljóðandi:
„Búnaðarþingið ályktar að
skora á ríkisstjórnina, að gera
nú þegar ráðstafanir til þess að
greiddar verði verðuppbætur á
útfluttar landbúnaðarafurðir.
Verðuppbætur skulu greiddar
jafnóðum og vörurnar eru
fluttar úr landi og séu þær ekki
lægri en svo, að neðangreint
verð fáist fyrir eftirtaldar vör-
ur f. o. b.
Frosið dilkakjöt: Að verð á
því verði ekki lægra en fyr-
ir kjöt á innlendum mark-
aði og sé þó verðjöfnunar-
gjaldið endurgreitt.
Gærur: Kr. 4,00 pr. kg.
Garnir hreinsaðar: Kr. 2,00
pr. stk.
Ull I. fl.: Kr. 6,50 pr. kg. Verð
á öðrum ullarflokkum til-
svarandi.“
Eftirfarandi greinargerð fylg-
ir tillögunni:
„Horfur fyrir landbúnaðinn
eru nú ótryggar og ískyggilegar
úr hófi fram.
Fyrirsj áanlegt er,að kaupgjald
við landbúnaðarvinnu hækkar
stórlega á þessu ári. Jafnvel má
búast við.að alls ekki verði unnt
að fá verkafólk til landbúnaðar-
starfa fyrir það kaup, sem bænd-
ur geta greitt. Þetta eitt, ásamt
fleiru ógnar landbúnaðarfram-
leiðslunni nú.
En fleira má nefna, sem veld-
ur áhyggjum. Mikið af landbún-
aðarafurðum síðasta árs liggja
óseldar enn, þar sem styrjöldin
hefir lokað þeim mörkuðum, sem
áður voru þeim opnir. Hægt hefði
verið að selja ýmsar landbúnað-
arvörur, svo sem ull og gærur
háu verði, ef opin væri siglinga-
leið til þeirra landa, sem vörur
þessar hafa verið seldar til að
undanförmr. Hvaða verð endan-
lega fæst fyrir landbúnaðarvör-
ur síðasta árs er öllum hulið enn.
Þessi óvissa um verzlunarafkomu
landbúnaðarins síðastliðið ár er
bændum til hins mesta tjóns.
Hörmulegt
bifreiðarslys
Hörmulegt bifreiðarslys vildi
■ til á Hellisheiðarvegi, skammt
frá Baldurshaga, á sunnudag-
inn var. Voru piltar úr Svifflug-
félaginu að koma frá æfingum
á Sandskeiðinu. Voru þeir á
vörubifreið, og stóðu sex þeirra
á palli.
Ofan við Baldurshaga mættu
piltarnir enskri herflutninga-
bifreið og ætlaði bílstjórinn að
víkja fyrir henni út á vinstri
vegarbrún. Lenti hjólið í holu,
er var í veginum, og brotnaði
við það fjöður, en bifreiðar-
stjórinn missti vald á bifreið-
inni og kastaðist hún út af veg-
inum, sem þarna er rösklega
einn metri á hæð. Bifreiðin valt
þó ekki um, heldur rann áfram
og komst upp á veginn aftur,
áður en hún varð stöðvuð.
Fimm piltanna, sem á pallin-
um voru, köstuðust af. Hlutu
sumir þeirra mikil meiðsli, og
dó einn þeirra, Guðmundur Ei-
ríksson, Hofsvallagötu 19, í
Landsspítalanum um kvöldið.
Magnús Guðbrandsson, Ás-
(Framh. á 4. siöu.)
Það er ekki glæsilegt fyrir bænd-
ur að undirbyggja rekstur þessa
árs og vera í svo mikilli óvissu
um það, hvaða verð endanlega
fæst fyrir helztu útflutningsvör-
ur þeirra frá fyrra ári.
Verð á útfluttum sjávarafurð-
um hefir verið mjög hátt s. 1.
ár og á sumum vörum, t. d. ís-
fiski, geysi hátt. Óvissa sú, sem
enn er um verðlag á útflutnings-
vörum landbúnaðarins, veldur
vonleysi og ótta meðal bænda og
þó enn frekar þegar þeir sjá, hve
aðrir atvinnuvegir bera stóran
hlut frá borði.
Almennt er búizt við að ríkis-
stjórnin hafi umráð yfir ein-
hverri fjárhæð, sem verja megi
til þess að verðbæta þær útflutn-
ingsvörur, sem harðast hafa orð-
ið úti, vegna markaðstapa af
völdum styrjaldarinnar.
Ekki leikur það á tveim tung-
um, að fyrst og fremst eru það
landbúnaðarafurðir, sem þörf er
að verðbæta, sumpart vegna þess
að þar hafa markaðstöp af völd-
um styrjaldarinnar orðið til-
finnanlegust og sumpart til þess
að jafna metin örlítið milli land-
búnaðar og sjávarútvegs um
verðhlutföll á afurðum þessara
höfuðatvinnuvega þjóðarinnar.
Við, sem berum fram þessa til-
lögu, lítum svo á, að Búnaðar-
þing geti ekki lokið störfum, án
þess að taka þetta mál til með-
ferðar. Þess vegna berum við
f ram þingsályktunartillögu þessa,
þar sem skorað er á ríkisstjórn-
ina að hraða sem mest afgreiðslu
þessa máls. Við teljum, að verðið
megi ekki vera lægra en farið er
fram á í tillögu þessari, á þeim
vörutegundum, sem þar eru
nefndar, svo að afkoma þeirra
bænda megi teljast sæmileg.
Að sjálfsögðu hefði mátt
nefna fleiri útflutningsvörur, en
hér er gert, og þá einkum loð-
skinn. Það er til athugunar fyrir
þá nefnd, sem fær mál þetta
væntanlega til meðferðar, hvort
(Framh. á 4. síðu.)
Um ellefuleytið á sunnudagsmorgun-
inn sást til þýzkrar flugvélar frá ýms-
um stöðum í neðanverðri Árnessýslu.
Kom hún úr suðvesturátt og flaug lágt.
Klukkan rösklega 11 var hún komin
yfir þorpið við Ölfusárbrú. Flaug hún
einn hring á þessum slóðum, svo lágt
að heita máttí, að hún væri rétt yfir
húsþökunum. Brezka setuliðið í þorp-
inu hóf skothríð á hana úr loftvarna-
byssum sínum, en flugmennirnir svör-
uðu með vélbyssuskothríð. Hermir
fregn, sem blaðið hefir fengið frá Ölf-
úsárbrú, að einn brezkur hermaður
hafi beðið bana, en 1—2 særzt. Setu-
liðsstjórnin hefir látið uppi, að hin-
ar ensku skyttur hafi hæft flugvélina
og laskað hana. Frá Ölfusárbrú hélt
flugvélin leiðar sinnar vestur yfir
Hellisheiði og hækkaði flugið, er vest-
ar dró. Var brátt hafin á hana skot-
hríð vestan heiðar, fyrst, að því er
virtist, á Sandskeiði, síðar í Reykjavík
og Hafnarfirði. Flaug hún yfir bæinn
og höfnina í sem næst 2000 feta hæð,
hélt síðan suður á bóginn yfir Hafn-
arfjörð og Keflavík, en beygði þar út
á flóann og inn til Hvalfjarðar, en
sveigði loks suður á bóginn og sást
síðast yfir Sandskeiðinu. Ein ensk
flugvél kom á vettvang og elti hina
þýzku suður fyrir Reykjanes. Sá
skíðafólk, er statt var í Bláfjöllum,
Skálafelli og Hengli gerla til ferða
hinnar þýzku flugvélar, og eltingaleik-
inn eftir að enska flugvélin var kom-
in á loft. Loftvarnamerki voru gefin,
Winston Churchill forsætis-
ráðherra flutti ræðu, sem var
útvarpað um allt Bretaveldi,
síðastliðið sunnudagskvöld.
Ræða þessi hefir vakið mikla
athygli. Bæði var hún mjög
snjöll og veitti nánari vitneskju
um ýmsa atburði en almenn-
ingur hafcSi áður fengið.
Eftirfarandi atriði í ræðunni
munu hafa vakið mesta at-
hygli:
Atburðirnir munu knýja Hitl-
er, hvort sem hann vill eða ekki,
til stórfelldrar sóknar á næst-
unni. Hann verður að geta sýnt
meiri árangur í styrjöldinni en
Þjóðverjum hefir tekizt að ná
undanfarna mánuði. Hann
verður einnig að bæta upp ó-
farir ítala. Hins vegar virtist
Churchill ekki vilja fullyrða um
það, hvaða leið Hitler myndi
bæði í Hafnarfirði og Reykjavík. í
Reykjavík hófust þau þó ekki fyrr en
skothríðin á flugvélina var búin að
standa í margar mínútur. Laust eftir
hálf tólf hófust loftvarnamerki að
nýju. Hafði þá verið þögn í nokkrar
mínútur. Allmargt fólk leitaði í loft-
varnabyrgin, en þó mun þorri fólk
hafa látið sem ekkert væri. Þýzka út-
varpið sagði frá þessu ferðalagí þýzku
flugmannanna. Þeir hefðu komið
heim heilu og höldnu og gert árás á
flugvöll á íslandi.
t t t
Kveffaraldurinn er nú sem óðast að
breiðast út á ýmsum stöðum á land-
inu, t. d. austan fjalls, í Borgarfirði,
á Snæfelisnesi og Vestfjörðum. Hafa
samkomur verið bannaðar í sumum
héruðum landsins og kaupstöðum,
meðal annars í Árnessýslu, Rangár-
vallasýslu, Keflavík, Ólafsvik og ísa-
firði, auk Reykjavíkur. Leyfi hefir
verið veitt til þess að banna sam-
komur á Akureyri, Seyðisfirði, Eski-
firði og Stykkishólmi, þótt enn hafi
ekki þótt ástæða tU að grípa til slikra
ráðstafana. Samgöngubanni hefir ver-
ið lýst yfir í Dölum, Reykhólalæknis-
héraði, Reykjafjarðarhéraði, Svarf-
aðardal og Mjóafirði. Mun ætlunin að
verja þessar sveitir og héruð fyrir
faraldrinum.
t r t
Fréttaritari Tímans í Vestmannaeyj-
um skýrði blaðinu svo frá í símtali í
gærkvöldi, að þar hafi veður verið
velja. Hann vakti athygli á því,
að Þjóðverjar væru raunveru-
lega búnir að taka Ungverja-
land og Rúmeníu og allt benti
til, að þeir væru einnig að taka
Búlgaríu með sama hætti. Þeir
væru búnir að fá þar yfirráð
yfir flugvöllum og væru byrjað-
ir á að búa til nýja flugvelli.
Það væri aðeins tímaspursmál,
hvenær þýzkur her færi inn í
landið. — Þá væru Þjóðverjar
að reyna að tryggja sér liðveizlu
Frakka með aðstoð hins franska
Quislings, Lavals. En fyrst og
fremst benti Churchill á inn-
rásarhættuna. Hann sagðist
vilja .endurtaka þau ummæli
John Dill hershöfðingja að
Bretar yrðu alltaf að vera við-
búnir innrás. Hefði Hitler reynt
innrás síðastliðið sumar hefði
(Framh. á 4. siöu.)
hálfslæmt síðustu dægur, svo að tor-
veldað hafi sjósókn. í gær var veður-
blíða og allir bátar á sjó. Afli er tregur
enn sem komið er og mörg skip, sem
annast fiskflutning milli landa, bíða
eftir farmi. Verðið á fiskinum er svo
hagstætt, að það bætir upp rýran afla-
feng. Myndi sjór ekki sóttur slíku
kappi, sem gert er, ef gott verð væri'
ekki fáanlegt fyrir fiskinn.
t t r
Fregnir, sem borizt hafa frá Raufar-
höfn, herma, að tundurtufl hafi
sprungið í flæðarmálinu við túnið að
Harðbala á Melrakkasléttu á sunnu-
dagskvöldið. Var sprenging svo mikil,
að gerla heyrðist til Raufarhafnar, 12
kílómetra leið. Að Harðbala er tvíbýli.
Brotnuðu flestar rúður í öðru húsinu
og nokkrar í hinu, er sprengingin varð,
en allt lék á reiðiskjálfi. Lampaglös,
diskar og bollapör og gaslukt brotnaði,
en myndir féllu af veggjum. Skrifborð,
er stóð við vegg, kastaðist tvo metra
fram á gólf. Grjót úr fjörunni og brot
úr tundurduflinu þeyttust mörg himdr-
uð metra tll lands og á sjó út. Síma-
þræðir slitnuðu í grennd við staðinn og
einangrunarbjöllur brotnuðu.
t t r
Sigurður Benediktsson póstmaður,
sem verið hefir í varðhaldi að undan-
fömu sökum ákæru, er fram kom á
hendur honum um það, að hann hefði
reynt að fá tvo Skota til þess að
sprengja skip það, er þeir sigldu á, í
(Framh. á 4. siðu.)
Erlendar fréttir
Brezki flotinn gerði stórfellda
árás á Genúa, helztu hafnar-
borg Norður-Ítalíu, síðastliðinn
sunnudagsmorgun. í árásinni
tóku þátt mörg stór herskip og
var samtals skotið á borgina 300
smálestum af skotum. Tjón
mun hafa orðið mjög mikið.
James Sommerville aðmíráll
stjórnaði árásinni. Samhliða
gerðu flugvélar árásir á borg-
ina. Þessi árás þykir sýna, að
Bretar hafa fullkomin yfirráð á
Miðjarðarhafi. Margir telja, að
þessi árás sé m. a. gerð til að
hughreysta Frakka, en það hef-
ir þótt líklegt að Þjóðverjar
myndu nota Genúa sem bæki-
stöð fyrir innrás í Afríkulönd
Frakka, ef Petain féllist ekki á
kröfur þeirra.
Laval hefir neitað tilboði frá
Petain um að hann fengi sæti í
Vichystjórninni, án sérstakrar
stjórnardeildar. Mun Laval hafa
viljað fá meiri völd og þykir
sennilegt, að samningaumleitun
milli Petain og Lavals sé slitið,
a. m. k. fyrst um sinn. Þetta
þykir sýna, að Petain ætli ekki
að láta undan fyrir Þjóðverjum,
nema þá að litlu leyti. Athygli
hefir það vakið að Flandin hef-
ir beðizt lausnar. Darlan hefir
verið skipaður utanríkismála-
ráðherra í stað hans, en auk
þess er hann varaforsætis- og
flotamálaráðherra. Darlan hef-
ir einnig verið kjörinn eftir-
maður Petains.
Hitler hefir gefið eina miljón
ríkismarka til að koma upp
hermannaheimilum í Noregi.
Jafnframt hefir verið hafin
söfnun í þessu skyni. Þetta
þykir staðfesta þær fregnir, að
mjög hafi borið á óánægju
meðal þýzkra hermanna í Nor-
egi. Dvöl þeirra þar hafi sýnt
þeim, að þeim væru veittar al-
rangar upplýsingar, bæði um
ástandið þar og heima fyrir.
Þeim hefði verið sagt„ að þeir
færu þangað til að vernda Nor-
eg, en þegar þeir kæmu þangað
yrðu þeir hvarvetna varir við
andúð Norðmanna gegn þess-
um verndurum. Þeim hefði
líka verið sagt, að engin þjóð
hefði það eins gott og Þjóð-
verjar, en þeir þyrftu ekki að
kynnast mikið ástandinu í Nor-
egi til þess að komast að raun
um, að norsk alþýða hefði búið
við betri kjör en þýzk alþýða.
í Noregi fengu þeir líka meiri
fregnir annars staðar frá. Þetta
þykir skýra það, að stöðugt er
verið að skipta um herdeildir í
Noregi. Hitler hugsi sér nú, að
eyða þessari óánægju með
stofnun hermannaheimilanna.
Sókn Breta gengur að óskum
í nýlendum ítala. Bretar hafa
(Framh. á 4. síöu.)
w
A víðavangi
LÓÐIRNAR f REYKJAVÍK.
Bæjarblöðin skýrðu nýlega frá
því, að háskólinn hefðu keypt
smálóð í miðbænum undir vænt-
anlegt kvikmyndahús. Kaup-
verðið var 225 þúsund krónur.
Blöðin virtust ekki hafa neitt
við þetta kaupverð að athuga,
enda mun shkt lóðaverð ekki
vera óalgengt hér í bænum. Sé
hins vegar betur aðgætt varpar
þetta litla dæmi skýru ljósi yfir
eina helztu orsök dýrtíðarinnar
í bænum. Lóðaokrið hleypir upp
húsaleigunni, verzlunarálagn-
ingunni o. s. frv. Áhrif þess ná
raunverulega til alls landsins,
því að dýrtíðin hér skapar hið
háa kaupgjald, verzlunarvið-
skipti við Reykjavík verða dýr-
ari o. s. frv. Lóðaokrið er sá
þáttur dýrtíðarinnar, sem er
vafalaust mesta sjálfskaparvítið.
Ef nokkur fyrirhyggja hefði ríkt
í þessum málum, hefði bærinn
átt að eiga lóðirnar og geta létt
útsvarsbyrðar á gjaldendum
með því að innheimta hóflegt
leigugjald af lóðunum. í stað
þess hafa nokkrir menn verið
látnir græða stórkostlegt fé á
lóðabraskinu, án nokkurs til-
verknaðar. Ef góður vilji rikti í
þessum málum og ráðstafanir
bæjar og ríkis væru meira mið-
aðar við hag heildarinnar en
ran'gfengin réttindi og eignir
örfárra manna, myndi verða
hægt að ráða mikla bót á þess-
ari meinsemd. Það er eitt af
stærstu verkefnum næstu ára.
FJÖLRITARI FÉLAGS
BERKLASJÚKLINGA.
Fyrir nokkrum árum síðan var
stofnaður félagsskapur berkla-
sjúklinga. Tilgangur félagsskap-
arins var góður og verðskuldar
fullkomlega að hljóta meiri al-
menna viðurkenningu. Svo slysa-
lega tókst til, að kommúnisti var
kjörinn formaður þessa félags-
skapar. í sambandi við réttar-
höldin, sem hafa orðið út af
dreifibréfinu, hefir það upplýzt,
að eitt verk kommúnista pessa
var að kaupa fjölritara fyrir fé
félagsskaparins og lána hann
síðan kommúnistum. Hefir hann
verið til afnota á skrifstofum
kommúnista um alllangt skeið.
Þetta sýnir mæta vel, hversu
kommúnistar misnota aðstöðu
sína í þágu flokks síns, ef þeim
eru falin einhver trúnaðarstörf.
KVIKSÖGUR.
Það er haft eftir Bismarck, að
aldrei sé logið eins mikið og í
styrjöld. En það eru ekki aðeins
styrjaldaraðilarnir, sem búa til
ýmsar furðufréttir, heldur
myndast iðulega allskonar
kviksögur meðal almennings.
Þessar kviksögur eru með ýms-
um hætti. Sumar eru vel til
þess fallnar að skapa óróa og á-
hyggjur. Það hefir nokkuð borið
á slíkum sögum hér, m. a. í
sambandi við heimsókn þýzku
flugvélarinnar á sunnudaginn.
Fólk ætti að varast að leggja
trúnað á slíkan fréttaflutning,
nema hann styðjist við áreiðan-
legar heimildir, og ætti heldur
að reyna að þagga hann niöur
en að ýta undir hann.
LOFTVARNIR SETULIÐSINS.
Heimsókn þýzku flugvélarinn-
ar á sunnudaginn virðist sýna að
loftvarnir Breta hér séu ekki
sem öflugastar. Það er alkunna
að öruggasta vörnin gegn loft-
árásum eru orustuflugvélar. Ein
brezk flugvél mun að vísu hafa
farið til móts við hina þýzku
flugvél, en hún mun ekki hafa
verið af fullkomnustu gerð. Það
er lágmarkskrafa, sem okkur
ber að gera til hinna óbeðnu
verndara, að þeir hafi ekki lak-
ari loftvarnir hér en í heima-
landi sínu. Við vitum að vísu,
að trauðla verður hægt að af-
stýra hér manntjóni og skemmd-
um, ef Þjóðverjar gera alvöru
úr sókn hingað, en það væri
okkur þó mikið öryggi, ef við
vissum, að loftvarnir setuliðsins
væru í góðu lagi.
Á. KROSSGÖTUM
Þýzk flugvél yfir íslandi. — Kveffaraldurinn. — Aflabrögð í Eyjum. — Tund-
urdufl springur. — Sigurður Benediktsson látinn laus. —