Tíminn - 04.03.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.03.1941, Blaðsíða 2
102 TÍMIM, jiriðjinlagiiin 4. marz 1941 26. blað ‘gímirm Nambandimál - Þriðjudaginn 4. marz N| álfstæðismál Undirbúnsngur kosnínga Nýlega birtust tvær greinar í blöðum Sjálfstæðismanna um undirbúning þeirra kosninga, sem fram eiga að fara á næsta vori. Var önnur þeirra í ísa- fold. Höfundur hennar vill ekki láta nafns síns getið, en nefn- ir sig Austur-Húnvetning. Er grein hans ádeila á Framsókn- armenn fyrir það, að þeir létu ekki niður falla alla flokks- starfsemi í Austur-Húnavatns- sýslu þegar þjóðstjórnin var mynduð. í greininni er m. a. skýrt frá því, að forsætisráð- herra hafi mætt á flokksfundi þar í sýslu á síðastliðnu ári, en sá fundur hefir aldrei verið haldinn. Fleira af svipuðu tagi er í ritsmíð þessari, sem bendir til þess, að óttínn sé á háu stigi hjá þeirri persónu, sem greinina skrifaði. Hin greinin kom í Vísi. Að- alefni hennar er um „vígbún- að“ Framsóknarmanna, sem stjórnmálaritstjóri Vísis telur mjög mikinn. Sem dæmi þess nefnir hann fundahöld Fram- sóknarmanna í Austur-Húna- vatnssýslu. Virðist stjórnmála- ritstjórinn _sammála hinum dauðskelkaða felumanni í fsa- fold um það, að óviðeigandi sé af Framsóknarmönnum að halda uppi flokksstarfsemi í því kjördæmi, og nefnir hann það að „ofsækja" núverandi þing- mann Austur-Húnvetninga. Segir svo um þetta í Vísisgrein- inni: „Sóknin á hendur Jóni Pálma- syni er gott vitni um hinn sanna hug Framsóknar í garð Sjálfstæðismanna. Jón er bóndi og samvinnumaður, sparnaðarmaður mesti á þingi á ríkisfé." Auk þeirra kosta, sem hér eru nefndir, telur greinarhöfundur þingmanninum það til gildis, að hann hafi stutt að því, að samstarf þriggja flokka var hafið fyrir tveim árum. Það er rétt, að núverandi þm. A.-Hún. er bóndi. Hann mun líka vera félagsmaður í kaupfélagi þar í sýslu. En hann er þó einn af þeim „samvinnu- mönnum,“ sem fylla þann flokk, er mesta óvild hefir sýnt sam- vinnufélQgunum hér á landi, bæði fyrr og siðar. Er það vott- ur þess, að þingmaðurinn met- ur margt annað meira en vöxt og viðgang samvinnustefnunn- ar. Sá Framsóknarmaður, sem síðast var í framboði í A.-Húna- vatnssýslu, og væntanlega verð- ur í kjöri á næsta vori, er líka bóndi og samvinnumaður og hefir m. a. gegnt trúnaðarstörf- um fyrir samvinnufélög héraðs- ins um 20 ára skeið. Hann fylg- ir þeim flokki að málum, sem sérstaklega styður framfaramál landbúnaðarins og samvinnufé- laganna. Austur-Húnvetningar þurfa því ekki að kjósa Jón á Akrl til þess að geta sent bónda og samvinnumann á þing. Svo er það sparnaðarmaður- inn „mesti á þingi“, eftir því sem sagt er í Vísi. Það skal ját- að, að núverandi þingm. • A.- Hún. hefir talað mikið um sparnað, án þess þó að flytja um það ákveðnar tíllögur. En sparnaðaráhrif hans á þann flokk, er hann fylgir, eru sorg- lega lítil. Ætti Austur-Húnvetn- ingum og öðrum landsmönnum því að vera það ljóst, að þýð- ingarlaust. er að senda Sjálf- stæðismann á þing í þeim til- gangi, að spara útgjöld ríkisins. Það er mjög vafasamt, að þess- ar greinar Sjálfstæðisblaðanna um „ofsóknir" á hendur þingm. A.-Húnv., séru birtar þar með hans vilja. Verður því tæplega trúað, að hann telji það „of- sóknir“ gegn sér, þó Framsókn- armenn haldi flokksfundi í kjör- dæmi hans. Þingmaðurinn hefir líka miklu meiri ástæðu til að vera óánægður við flokksbræður sína, sem mestu ráða í Sjálf- stæðisflokknum, heldur en við Framsóknarmennina. Flokks- bræður hans hafa á undanförn- um árum falið honum að tala Eftir Hermann Jónasson forsætisrádherra I. Umræffur um affalatriffi. Undanfarið hefir verið tals- vert rætt og ritað um sjálfstæð- ismál íslendinga. í þeim um- ræðum kemur það fram, að landsmenn eru ekki alveg sam- mála um, hvernig það eigi að bera að höndum, að þjóðin taki full umráð allra sinna mála og framkvæmd þeirra í sínar hendur. Um það, hvert sé hið endanlega takmark í sjálfstæð- ismálinu, virðist hins vegar vera almennara samkomulag en um flest önnur mál, þ. e. fullt og óskoraff sjálfstæði, sem og yfir hefir verið lýst tvívegis á Al- þingi einum rómi af öllum þingmönnum. Þessi sameigin- lega skoffun, og að á íslandi verði lýðveldi, hefir nú komið í ljós i öllum blöðum lahdsins, að ég hygg, án nokkurrar undan- tekningar, og í öllum fundar- samþykktum, er um mál þetta hafa verið gerðar. Virðist því ótvírætt mega álykta, að þjóffin sé raunverulega einhuga í sjálfstæðismálinu sjálfu. Hins vegar hafa i flestum þeim blöð- um, er stjórnarflokkarnir standa að, komið fram mis- munandi skoðanir á því, hvaða leið eigi að fara að þessu marki. Jafnframt eiga flest þessi blöð það sameiginlegt, að hafa birt fundarsamþykktir um málið, þar sem koma fram mis- munandi skoðanir um þetta at- riði. Hins vegar sé ég, að í blaði Héðins Valdimarssonar, „Nýtt land“, er alveg eindregið hald- ið fram þeirri skoðun, að sam- bandssáttmálinn við Dani sé úr gildi fallinn og stofna eigi lýðveldi á fslandi þegar á þessu þingi. Sama skoðun mun fyrir alllöngu hafa komið fram í kommúnistablaðinu „Þjóðvilj- inn“. Vegna þess hve sammála allir þingmenn í stjórnarflokkunum og utan þeirra eru um megin- atriffi málsins, gerði ríkisstjórn- in sér vonir um að geta náð samkomulagi flestra þing- manna um leiðirnar, þar sem á- greiningur virtist ríkj andi. um fjármál á þinginu, af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Hefir þing- maður A.-Húnv. haldið margar ræður um þau efni, og aðalefnið í ræðum hans hefir verið það, að fjáreyðsla ríkisins væri of mikil, og því væri nauðsynlegt að skera ríkisútgjöldin niður um stórar upphæðir. En svo þegar Sjálf- stæðisflokkurinn fær fjármálin I sínar hendur, þá breytir hann þveröfugt við þær ráðleggingar, sem Jón á Akri hafði áður gefið, í nafni flokksins. í stað þess að spara er eyðslan aukin. Starfs- mönnum er fjölgað í ríkisstofn- unum og laun þeirra hækkuð, auk dýrtíðaruppbótarinnar, sem þeim er fengin. Það er því eðlilegt, að þingm. A.-Húnv. og sumir hans beztu fylgismenn þar í héraði séu óánægðir. Ekki fyrst og fremst við okkur Framsóknarmennina heldur við þá forustumenn í Sjálfstæðisflokknum, sem mestu ráða þar og virða sparnaðartal þingm'ann§ins að vettugi. Væri raunar eðlilegast, að Jón á Akri segði skilið við Sjálfstæð- isflokkinn af þessum sökum, en þó hefir ekki heyrzt, að hann hafi enn stigið það skref. Af þeim dæmum, er nefnd voru hér að framan, má sjá, að Sjálfstæðismenn telja það mjög óviðeigandi, að Framsóknar- menn haldi uppi flokksstarfsemi í þeim kjördæmum, er hafa sent Sjálfstæðismenn á þing. En hvernig er framkoma Sjálf- stæðismanna í kjördæmum okkar Framsóknarmanna? Þar halda þeir flokksfundi, þrátt fyrir stjórnarsamvinnuna og reka trúboð sitt með miklum á- huga. Við Framsóknarmenn höfum ekkert við það að athuga, þótt Sjálfstæðismenn haldi áfram flokksstarfsemi í okkar kjör- dæmum. En við viljum þá einnig hafa rétt til að hafa starfandi flokksfélög annarsstaðar á landinu. Sk. G. Ríkisstjórnin gat því ekki lagt fram neina ákveðna tillögu um lausn málsins, án þess að ræða um það ítarlega, fyrst og fremst við stuðningsmenn stjórnarinn- ar á Alþingi, miðstjórnir og ýmsa trúnaðarmenn flokk- anna. Ráðherrarnir hafa þess vegna fátt sagt um málið, töldu það óheppilegt fyrir lausn þess, meðan það var og er á þessu stigi, og það, sem ég segi um það nú, er ekki sagt af hálfu ríkis- stjórnarinnar eða Framsóknar- flokksins. En ég tel rétt, að menn fái meiri yfirsýn um mál- ið en unnt er, ef það er aðeins túlkað frá einni hlið. II. Sambandssáttmálinn. Árið 1918 sömdu íslendingar við Dani um sjálfstæðismálið. Með sambandssáttmálanum, sem þá var gerður, gengu ís- lendingar inn á lausn málsins á samningsgrundvelli. í upp- hafi þessa sáttmála, sem lög- leiddur var í báðum löndunum, — er lýst yfir því, að ísland og Danmörk séu frjáls og fullvalda ríki í sambandi um einn og sama konung og þau mál, sem um er samið 1 sambandslögun- um. í sáttmálanum er ákveðið, að Danir fari með utanríkismál ís- lendinga, að Danir á íslandi og fslendingar I Danmörku njóti hvorir um sig þegnréttar í báðum löndunum (þegnréttar- ákvæðið), að dönsk skip njóti sömu réttinda á íslandi og ís- lenzk skip, og gagnkvæmt, (fiskveiðaákvæðið) o. fl. atriði, er minna máli skipta og kunn eru. — Uppsagnarákvæði er í sáttmála þessum, þannig, að Alþingi íslendinga og ríkis- þing Dana, geta, hvort um sig, eftir árslok 1940, óskað endur- skoðunar á sáttmálanum. Ef ekki er gengið frá samningum innan þriggja ára frá því, aff óskað var endurskoffunar, get- ur Alþingi eða ríkisþing fellt sáttmálann úr gildi, ef % þingmanna greiða því atkvæði, og það er staðfest með þjóðar- atkvæði, þar sem minnst 75% kjósenda greiða atkvæði, og 75% greiddra atkvæða eru með samningsslitum. — Með þessum hætti átti sátt- málinn að falla úr gildi að eðli- legum samningaleiðum. Var þá aðeins eftir konungssambandið milli ríkjanna, því að um það er ekki samið í sambandssáttmál- anum, heldur er í. 1. gr. sátt- málans gengið út frá því sem ríkjandi ástandi. En það hefir verið almenn skoðun þeirra, er helzt mættu þar um dæma, að konungur myndi ekki, ef sátt- málanum væri slitið, óska að vera konungur á íslandi, og því síður, ef hann vissi, að það væri móti vilja alþingis, þótt sá vilji hefði ekki birzt í opinberri sam- þykkt, er lýsti yfir lýðveldi eins og þing sumra landa hafa gert. Árið 1930 gerði alþingi, er þá var háð á Þingvöllum, þá sam- þykkt að hátíðarviðburði, að gera þá samninga við Norður- lönd, að öll ágreiningsmál milli íslands og þeirra skyldu lögff í gerff og þar endanlega dæmd. — Sérstaklega var í samningi milli íslands og Danmerkur svo frá gengið, að þáð sem 17. gr. sam- bandslaganna frá 1918, sem einnig er um gerðardóm, næði ekki til, skyldi alþjóðadómstóll dæma ágreiningsmálin, — um skilning á samningunum og hvort þeir hefðu verið rofnir. Var mjög um það rætt á þessum tíma, hve mikill þjóðréttarþroski hér væri sýndur með því, að öll ágreiningsmál skyldu í gerð lögð, og þótti slík ákvörðun vel sæma elzta löggjafarþingi álfunnar, á þúsund ára afmæli þess. III. Samþykktirnar 9. apríl. Þjóðverjar hernámu Dan- mörku 9. apríl 1940. Eftir það var því varnað, að danska stjórn- in gæti farið með utanríkismál íslands, og konungur gat ekki framkvæmt konungsvaldið hér á landi. Alþingi gerði því 10. apríl tvær samþykktir, þar sem það tók konungsvaldið í sínar hendur, og fékk ríkisstjórninni pær til meðferðar og ákvað og að ísland tæki meðferð utan- rlkismála í sínar hendur, hvort tveggja að svo stöddu. Um þegn- réttarákvæðið og fiskveiðarétt- indin voru engar samþykktir gerðar. Við íslendingar höfum því tekið i okkar hendur meðferð konungsvaldsins og utanríkis- mála, en við höfum ekki gert frekari ákvarðanir enn sem komið er. IV. Hefir réttur íslands breytzt eftir 9. apríl? Sú spurning reis fljótt eftir 9. april, hvort réttur íslands samkvæmt sambandslögunum hefði eigi breytzt okkur í vil. Konungur gat eigi framkvæmt konungsvaldið, og mönnum kom þá í hug, að réttur hans til kon- ungsdæmis á íslandi væri niður fallinn. Danska stjórnin gæti heldur ekki farið með utanríkis- mál okkar og þau væru því einn- ig þar með endanlega komin í okkar hendur, — sambandslögin hefðu, í stuttu máli, fallið úr gildi vegna vanefnda Dana eftir 9. apríl. Ríkisstjórnin hefir leitað álits lögfræðinga og þjóðréttarfræð- inga íslenzkra um þetta atriði, og eru þeir ekki á eitt sáttir. Sumir halda því fram, að van- efndir Dana á sáttmálanum veiti okkur rétt til að slíta honum með yfirlýsingu alþingis einní. Réttur konungs til konungdóms hér á íslandi sé einnig niður fallinn. Aðrir lögfræðingar draga þetta mjög í efa. Þeir benda á, að Dan- ir hafi ekki vanefnt samninginn, heldur séu þeir hindraðir í því með valdi, að halda hann, — það að þeir hafi ekki staðið við sátt- málann, sé þeim ósjálfrátt og veiti því ekki íslendingum rétt til að slíta samningnum til fulls. Svipað segja þeir um konungs- valið. Sumir lögfræðingar halda því fram, að fyrrnefndur gjörðar- dómssamningur milli íslands og Danmerkur, gerður á Þingvöll- um 1930, sé einnig niður fallinn vegna þess, að alþjóðadómstóll- inn í Haag sé óstarfhæfur og sé okkur ekki skylt, að leggja mál. okkar undir hann þótt hann verði endurreistur eftir styrjöld. Aðrir telja, að Danir geti, ef við slítum samningnum nú, krafizt gerðardóms samkvæmt 17. gr. sambandssáttmálans_ (samkv. henni dæma tveir íslendingar, tveir Danir og fimmti maður, er sænska eða norska stjómin út- nefnir), eða — eftir styrjöldina, fyrir hinum endurreista alþjóða- dómstól, er þá tæki til starfa. — Ef slitin á sáttmálanum væru ó- lögleg, gætu Danir fengið þau dæmd ógild. Ég mun ekki að þessu sinni reyna að færa nein rök að því, hvorir réttara hafi fyrir sér, en eitt má þó fullyrða: Að hér er um álit svo reyndra lögfræðinga að ræða, að það má teljast vera vafasamt, að við íslendingar höfum rétt til þess, að alþjóða- lögum, að slíta sáttmálanum, og þess vegna verður það að vera knýjandi nauffsyn að fara þá leið, ef fyrir liggur, að sama takmarki megl ná eftir öffrum leiffum, sem öruggari virffast. V. Réttur okkar geymist. Eins og fyr segir greinir lög- fræðinga á um það, hvort við höfum öðlast rétt til að slíta sambandssáttmálanum nú þeg- ar, og taka konungsvaldið í okkar hendur. En hitt eru allir lögfræðingar sammála um, að ef við höfum vegna vanefnda Dana á samningum, og vegna þess, að konungur hefir ekki getað sinnt hér störfum, öðlazt rétt til að slíta samningnum og segja okkur frá konungdómn- um, þá geymist þessi réttur. Til þess að glata þessum rétti, ef til staðar er, þyrftum við að afsala honum með yfirlýsing- um, eða sérstökum athöfnum (t. d. með því að afhenda vald, sem nú er í okkar höndum). Þótt við notuðum þennan rétt ekki nú 1 vetur, þá höfum við nákvæmlega sama rétt til þess að beita honum síðar. Ef frið- ur yrði saminn, t. d. á næsta ári, og Danir krefðust þess þá, að taka á ný við meðferð mál- anna, en féllust ekki á að láta niður falla milli ríkjanna allt . frekara samband en milli ann- arra þjóða, þá myndum við hafa nákvæmlega sama rétt og viff kunnum aff hafa nú til fullra slita. Ef svo stæði á, myndi verða reynt, hversu þessi réttur dugir. En honum myndi vitan- lega aldrei þurfa að beita, — Dönum mun aldrei eftir þessa styrjöld koma til hugar, að sambandið haldist milli land- anna. Svo rækilega hefir reynsl- an skorið úr þvi máli. Hitt hygg ég, að þeim þyki máli skipta, að sambandinu sé ekki slitið með einhliða yfirlýsingu annars rík- isins. En þetta er ástæða til að gera sér ljóst, að ef við höfum öðlazt rétt til slita, vegna van- efnda Dana eftir 9. apríl, þá getum við notað þann rétt, hvenær sem viff teljum okkur henta bezt aff beita honum, ef við af einhverjum ástæðum teljum okkur þurfa þess, og viljum einhverntima á tíma- bilinu til 1943 ekki láta okkur lynda að fara þær leiðir, sem sambandslögin frá 1918 gerðu ráð fyrir í upphafi. VI. Þrjár leiffir. ____ Hér að framan hefir verið reynt, að skýra frá því svo ná- kvæmt sem verða má, hvernig mál þessi liggja fyrir og hver sé réttaraðstaða okkar. Lög- fræðingar eru ekki á einu máli um réttinn, og vafasamur verð- ur hann að teljast. — En út frá þeirri aðstöðu, sem að framan er lýst, verðum við að mynda okkur skoðun á því, hvaða leið við viljum velja að því marki, sem menn eru sammála um að vilja ná. í því sambandi hefir aðallega verið talað um þrjár leiðir: 1) Að hafast ekkert að, 2) Að lýsa yfir því nú þegar, að sambandinu sé slitið og kon- ungsdómur afnuminn, 3)Að bíða átekta en gera þó jafnframt til- teknar ráðstafanir vegna ríkj- andi ástands og til að greiða fyrir endanlegri lausn málsins. Hinni fyrstnefndu leið, að gera ekki neitt, — munu svo fá- ir halda fram, að ekki telst þörf að ræða hana. Hinar leiðirnar eru af sumum nefndar „hrað- far’a leiðin“ og „hægfara leið- in“. Eg vil nefna þær „áhættu- leiffina“ og „áhættulausu leiff- ina“. Skal nú lýsa kostum þeirra og göllum. VII. „Áhættuleiffin“ Þeir, sem þessa leið vilja fara, halda því fram, að hvað svo sem lögfræðingar segi, sé það full- víst, að sambandssáttmálinn sé úr gildi fallinn vegna vanefnda Dana. Þennan rétt eigum við að nota okkur nú þegar, og fara að eins og maður, sem „hleypur yfir á til að blotna ekki“. Gerð- ardómsákvæði 17. gr. sambands- laganna, „um skilning á ákvæð- um sambandslaga þessara“, segja þeir, að ekki eigi við til að dæma um það, hvort samning- urinn hafi verið vanefndur, og gerðardómssamninginn 1930 sé- um við einnig lausir við nú. Þess vegna eigum við nú þeg- ar að lýsa yfir því á Alþingi, að sambandssáttmálinn sé fallinn úr gildi, konungssambandinu endanlega slitið, setja síðan nýja stjórnarskrá, staðfesta hana að nýju eftir kosningar, kjósa þá forseta, o. s. frv. Sumir vilja svo jafnsnemma breyta þjóðfánanum og halda þjóðfund á Þingvöllum, er setji stjórnarskrá og kjósi forseta. Með þessum hætti segja þeir, að málinu sé lokið, og Dana- og konungssinnar á íslandi standi frammi fyrir „gerðum hlut“ og geti ekki „svikið“ síðar, eins og þeir hins vegar gætu, ef á- kvörðun væri látin bíða. Formælendur þessarar að- ferðar hafa og oft á það bent, að Bretum og Bandaríkjamönn- um myndi falla þessi fram- gangsmáti mjög i geð, og að þeir myndu þegar viðurkenna sjálfstæði okkar. Er þá talið, að afstaða Þjóðverja skipti okkur engu máli. — Þeir, sem andmæla því, að þessl leið sé valin, benda á það, að einasta von okkar og vernd sé sú, að við höldum áfram að vera réttarríki, og höldum gerða samninga svo sem þeir eru metnir að alþjóðalögum. Með því að slíta samningunum við Dani teflum við mjög í tví- sýnu um þessi efni, og eigum á hættu og reyndar vitum, að við bökum okkur vantraust sem .þjóð, er teflir á tvísýnu um að halda gerða samninga. í annan stað benda þeir á það, að líklegt verður að teljast, að Danir gætu krafizt gerðar- dóms um það, hvort slit samn- ingsins hafi verið lögleg — og við yrðum að velja um það að lúta þeim dómi eða hafa hann að engu. Eins og nú standa sak- ir erum við algerlega hernumin þjóð. Við höfum aldrei verið eins settir og nú á þessari öld. Yfirlýsing okkar um fullt sjálf- stæði breytir engu um þessa hagi. Það eru ekki Danir, sem nú þrengja að sjálfstæði þjóð- arinnar. Það vald, sem í þeirra höndum var, höfum við til okk- ar tekið. Yfirlýsingu hernum- innar smáþjóðar tekur heimur- inn ekki meira en svo alvar- lega. Það verður heldur enginn ljómi, enginn fögnuður yfir slíkri sjálfstæðisyfirlýsingu. Yfirlýsingu, sem engu breytir um þann rétt, er við höfum. Það, sem formælendur á- hættuleiðarinnar hafa haldið fram, um viðurkenningu Bret- lands og Bandaríkjanna, sýnist vera á algerðum misskilningi byggt. í enskum biöðum kemur fram, að Englendingar hafa veitt því athygli, sem hér er að gerast í þessu efni, og telja mjög hrapað að máluití, ef far- in væri þessi leið. Bfetar telja sig heyja styrjöld nú í þeim til- gangi fyrst og fremst að tryggja samningshelgi meðal þjóðanna, og myndu því sennilega ekki viðurkenna stjórnarfar, sem að þeirra dómi væri fengið á vafa- saman hátt. Líklegt má þykja, eftir ýmsum sólarmerkjum, að Bandaríkin líti svipað á. Sjálf- stæðisyfirlýsing sú, sem um er talað, yrði því að engu höfð, en myndi ljiafa þær afleiðingar að egna gégn okkur að þarflausu tvö þau ríki, er við höfum mest samneyti við og eigum mest undir. Þau myndu því e. t. v. álíta óhjákvæmilegt, að kalla heim fulltrúa þá, er þau hafa hingað sent, og við verða að kalla heim þá fulltrúa, er við höfum hjá þeim. Væri þar með komið það ástand, að hér á landi væri engin æðsta stjórn, sem viðurkennd væri af þessum er- lendu stórveldum, sem lögleg yfirstjórn landsins. Ef Englendingar hins vegar tækju afstöðu meff þessari ráð- stöfun, liti hún út sem óvinsam- leg athöfn í garð Þýzkalands. Rökin fyrir því að fara eigi þessa leið, eru þau, að stjórnarfar hafi breytzt í Danmörku, og Þjóðverjar ráði þar ríkjum. Má , þá telja líklegt, að Þjóðverjar litu þannig á málið. Hingað til ; hefir verið reynt að koma ■ þannig fram, að hvorugur styrj- , aldaraðili gæti að fundið með . rökum. Land okkar og skipa- . leiðir hafa hingað til fengið að vera nokkurnveginn í friði fyrir ; hernaðarárásum Þjóðverja.hvað , sem því veldur. Þjóðverjar hafa ; um allt, sem við höfum þurft ! til þeirra að sækja, einnlg eft- ir hernám landsins, komið vin- . gjarnlega fram gagnvart okkur. i Eg vil ekki að nauðsynj alausu L gera neitt, sem skapað gætu L hættu á því, að þessi aðstaðg. L breytist. Það getur vel verið að L hún breytist án þess, en ég vil ekki að við gerum neitt, sem við getum kennt okkur um að L hafi breytt henni. — i Gagnvart Dönum vekur þessi L leið óþarfan sársauka. Þeir . munu telja það óviidarvott, að J slíta samningnum með einhliða ; yfirlýsingu, þar sem þeir telja i okkur mega vita, að auðvelt sé ; að losna við hann á vinsam- ; legan og minna áberandi hátt. - Innan lands myndi sennilega, og eftir því sem nú horfir, af - stj órnarfarsbreytingu leiða ill- , vígar deilur um kjördæmamál- - ið, endurteknar kosningar með - stuttu millibili — á næsta ó- S heppilegum tíma. i Þessi „hraðfara leið“ virðist 5 því hafa æði marga ókosti og t: verulega áhættu í för með sér. Ef hægt er að fara aðra leið, 5 sem er eins örugg til að ná , markinu, en er laus við áhætt- i una sem „hraðfara“ leiðinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.