Tíminn - 11.03.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.03.1941, Blaðsíða 2
114 TÍMITVIV, þrigjwdagiim 11. marz 1941 29. blað Athugasemdír um sjálfstæðismálið Eítir Jónas Jónsson formann Framsóknarflokksins ‘gíminn Þriðjudaginn 11. marz Sementsverksmíðja Síðustu árin hefir verið nokk- uð rætt um möguleika til þess, aö framleiða byggingarefni hér á landi, þ. á m. sement, sem mikið er notað til bygginga og er stór liður í vöruinnflutn- ingnum til landsins. Fyrir skömmu flutti Sigurður Jónasson forstjóri fróðlegt út- varpserindi um sementsgerð. Lýsti hann þar þeim athugun- um á skilyrðum til sements- framleiðslu hér á landi, sem ríkisstjórnin lét gera á árunum 1934—1936, og niðurstöðum þeirra. Skal getið hér nokkurra helztu atriðanna í erindi for- stjórans. Athuganir þessar voru gerð- ar af þekktri, danskri stofnun, er sendi einn af verkfræðing- um sínum hingað til lands sum- arið 1936, til þess að fram- kvæma rannsóknirnar. Árið áð- ur hafði því sama fyrirtæki tek- izt að búa til fyrsta flokks sem- ent að öllu leyti úr íslenzkum efnum, sem það hafði fengið héðan til reynslu. Verkfræðingurinn naut að- stoðar íslenzkra manna við leitina að hráefnum til sem- entsgerðarinnar. Kom í ljós, að hér voru til þau aðalefni, sem þarf til framleiðslunnar. Álit- legast þótti að taka kalksand- inn á Vestfjörðum (við Sauð- lauksdal). Nothæfur leir fannst við Eiliðaár, en hverakísill í Ölfusi, við Geysi og á Reykja- nesi í Gullbringusýslu. Þurfti þá aðeins að flytja inn nokkuð af gipsi, til viðbótar þessum ís- lenzku efnum. Eftir að tekizt hafði að finna þau aðalefni, sem þarf í sem- entið, var gerð áætlun um stofn- kostnað og rekstur verksmiðju, sem gæti framleitt 25 þúsund smálestir af sementi á ári. Að sjálfsögðu hefir það allmikinn kostnað í för með sér, að flytja saman á einn stað þau hráefni, sem þarf til framleiðslunnar. Verksmiðjunni var ætlaður staður í Geldinganesi við Reykjavík. Var það gert m. a. með tilliti til þess, að fá mætti rafmagn frá Sogsstöðinni. Stofnkostnaður verksmiðjunn- ar var áætlaður 4 milj. 350 þús. krónur. í þeirri upphæð var innifalið verð fyrir sanddælu- skip, sem ætlað var til að flytja skeljasandinn að vestan, og var talið, að það myndi kosta 1 miljón og 200 þús. krónur. Rekstrarkostnaður verksmiðj - unnar var áætlaður 1 milj. 563 þús. kr. yfir árið. Svaraði það til þess, að smálestin kostaði kr. 62,50 eða um kr. 10,50 hver tunna af sementi. Til samanburðar má geta þess, að á árunum 1936—1938 voru fluttar inn rúmlega 20 þúsund smálestir af sementi að meðaltali á ári, og meðalverð þess hér á höfn var kr. 39,58 hver smálest. Við það verð bæt- ist svo tollur, uppskipun og annar kostnaður, ásamt verzl- unarálagningu. Mun heildsölu- verðið á sementinu á þessum árum hafa verið svipað því, sem áætlað var að framleiðsla þess hér á landi myndi kosta. Litlar líkur eru til þess, að hægt myndi að stofnsetja sem- entsverksmiðju hér á landi nú sem stendur. Búast má við því, að styrjöldin hafi mikil áhrif á stofnkostnað slíkra fyrirtækja, og er því ekki hægt að byggja á þeim áætlunum, sem þegar hafa verið gerðar. Þarf að láta fara fram nýjar ítarlegar rann- sóknir á málinu strax þegar von er um, að hægt sé að hefja framkvæmdir. Þörfin fyrir byggingarefni verður mikil eftir striðið. Þá þarf að endurreisa fjölda af sveitabæjum í öllum sýslum landsins og byggja mörg ný býli í sveitum og sjóþorpum, þar sem viðunandi afkomuskilyrði eru fyrir hendi. Það væri mikils vert, ef unnt væri að framleiða hér á landi mikið af því efni, sem þarf til þessara nýju bygg- inga. Er því sjálfsagt, að þessu merkilega máli verði gaumur gefinn. Sk. G. I. Menn hafa veitt því eftirtekt, að innan tveggja stærri lýð- ræðisflokkanna hafa nú í vet- ur komið fram mismunandi skoðanir um lausn sjálfstæðis- málsins. Fundargerðir úr Borg- arfirði og Vestmannaeyjum benda til, að Pétur Ottesen og Jóh. Jósefsson séu ekki á sömu ,,línu“ í málinu. Ritgerðir í Tímanum, eftir Hermann Jón- asson forsætisráðherra og þann, sem þetta ritar, benda á svip- aðan skoðanamun innan Fram- sóknarflokksins. Af þessu hafa sumir dregið þá ályktun, að landsmálaflokkarnir muni klofna um sjálfstæðismálið og nýmyndun koma fram í flokka- skipun landsins. Þetta er bein- línis fjarstæða. Sjálfstæðismál- ið mun fá fulla og ótvíræða lausn á skömmum tíma, og er að því leyti. lítið fallið til var- anlegrar flokkaskiptingar. Auk þess getur enginn einn flokkur bundiö endi á frelsismál þjóð- arinnar. Þar verður öll þjóðin að vera að verki. Sjálfstæðis- málið mun nú ljúkast með lík- um hætti og stj órnarbótin frá 1903—1904. Stefna landvarnar- manna, sem kröfðust þess, sem Th. Stauning kallar „fullt frelsi“, mótaði að síðustu gerðir þings og þjóðar og flutti sigurinn heim. II. Fyrir 25 árum varð gerbreyt- ing á flokkaskiptingu landsins við myndun Framsóknar- flokksins, Áður skiptust menn í flokka eftir síbreytilegu við- horfi til sjálfstæðismálsins. Stofnendur Framsóknarflokks- ins töldu, að óvissan í starfi flokkanna hindraði nauðsynleg átök innan lands til að tryggja alhliða viðreisn landsins. Engu að síður litu stofnendur Fram- sóknarflokksins á algerðan skilnað íslands og Danmerkur sem lokastein í hina nýju við- reisnarbyggingu. Þeir vildu búa þjóðina undir að verða alger- lega stjórnfrjáls og að geta verndað stjórnfrelsi og þjóð- frelsi um ókomnar aldir. Hall- grímur Kristinsson var einn af þessum mönnum. Honum var engan veginn nóg að vinna sitt mikla frelsisverk í verzlun og atvinnumálum. Hann var ein- huga um, að ísland ætti að verða alfrjálst. Hann vildi skilja við Dani, en þó unna Dönum góðs hlutar um öll önn- ur málefni. Þannig var stefna þeirra manna, sem stofnuðu Framsóknarflokkinn, Tímann og Dag, og gerbreyttu vinnu- brögðum í íslenzkum stjórn- málum, í því skyni að knýja umbætur í landinu áfram með fyllstu orku. Framsóknarmenn litu á samningstímann eftir 1918 eins og vopnahlé. Þeir sætta sig við forræði Dana í málum íslendinga og sam- bandsmerkið í þjóðfánanum meðan stóð á undirbúningi al- gerðs skilnaðar milli landanna. Árið 1928 lét Alþýðuflokkur- inn málsvara sinn á þingi lýsa yfir, fyrir hönd flokksins, að Alþ.fl.menn vildu stefna að af- námi konungdóms og lýðveldis- myndun á íslandi. Formaður þess flokks, Jón Baldvinsson, var óhvikull skilnaðarmaður. Honum mun hafa verið ljúft, að flokkurinn festi þvílíkt heit, sem síðar var endurnýjað 1937, bæði vegna sjálfs málefnisins og til að hrinda af flokknum öllum grunsemdum út af þeim stuðningi, sem flokkur Stau- nings í Danmörku hafði veitt Alþýðuflokknum, þegar hann var að komast á legg. Litlu eftir að Alþýðuflokkurinn hafði á há- tíðlegan hátt, fyrstur af íslenzk- um stjórnmálaflokkum, bund- izt heitum um að vinna að lýð- veldismyndun, fór Morgun- blaðsflokkurinn sömu leið. Hann skipti um heiti, hætti að kalla sig íhaldsflokk en tók upp nafnið Sjálfstæðisflokkur. Jafn- framt setti sá flokkur kröfuna um algerðan skilnaðj íslands og Danmerkur efst á stefnuskrá sína. Stofnendum Framsóknar- flokksins þótti nábúaflokkarnir stíga stór og rétt spor í þessu efni. Ekkert gat verið ánægju- legra fyrir þá menn, sem töldu hina fullu frelsistöku stærsta mál þjóðarinnar, heldur en að sjá glögg merki þess að nálega öll þjóðin væri bundin heitum um samtök í þessu þýðingar- mikla máli. III. Uppruni Framsóknarflokks- ins gerði þeim nálega óhjá- kvæmilega nauðsyn að vera skilnaðar- og þjóöveldismenn. Annars vegar studdist Fram- sóknarflokkurinn við sam- vinnuhreyfinguna, sem þá var nálega hálfrar aldar gömul. Á þeim tíma höfðu samvinnufé- lögin fært útlenda einræðis- harðstjóra úr valdastóli, svo að segja við hverja höfn á landinu og sett í staðinn lýðveldi borg- aranna í verzlunarefnum. Kaupfélögin veittu frjálsborn- um íslendingum það frelsi og sjáfstæði í fjárhagsmálum ein- staklinganna, sem lýðveldið veitir í pólitískum efnum. Að öðru leyti byggðu Framsóknar- menn á ungmennafélagshreyf- ingunni, sem var dýpsta og al- mennasta þjóðernisvakning, sem nokkurn tíma hefir orðið á íslandi. Framsóknarflokkurinn hefir orkað svo miklu, sem raun ber vitni um, á undangengnum aldarfjórðungi, af því • forvígis- menn hans hafa stuðst við eld- hug hugsjónanna frá tveim voldugum vakningar- og mann- bótahreyfingum, og fengið meginþorrann af starfsliði sínu úr herbúðum samvinnumanna og frá stofnárum ungmenna- félaganna. Sú kynslóð hér á landi, sem borið hefir hita og þunga dags- ins í framfaramálum íslend- inga síðan 1918, hafði fengið fullmótaðar lífsskoðanir á hinu gifturíka friðartímabili eftir aldamótin. En styrjöldin kom með kuldagust yfir hugsjóna- gróður landsins. Mikið af bjart- sýni fyrri ára brann í eldi stríðsins. Ungmennafélögin svignuðu undir þessari harð- indastroku og felldu niður bindindisheitið. Einstöku ung- mennafélagar gengu jafnvel svo langt, að hylla sambandsmerk- ið, sem Danakonungur hafði sett í þjóðfána íslendinga til að óvirða starf þeirrar djörfu æsku, sem skapað hafði fána- hreyfinguna. Skáldin hættu að yrkja ættjarðarljóð og hefir ekki tekizt að ná aftur því við- horfi. í þess stað verða skáld nú að leita í smáatriðum hins daglega lífs að hæfilegum yrk- isefnum. Eitt helzta kvæðið, sem kom út árið sem leið, er um ástarbrögð heilags anda við mennska konu. í skólum, bæði hér á landi og hjá næstu þjóð- um, voru æskumennirnir oft í vandræðum með umræðuefni á fundum sínum. Þeim virtist framundan liggja blýþung lífs- barátta fyrir brauði hvers ein- staklings. Hærra kaup, styttri vinnutími, ábyrgðar- og vanda- lítið starf, meiri lífsþægindi urðu kjörorð samtíðarinnar. Að lokum tóku að berast hingað til lands erlendar ofbeldishreyf- ingar, sem stjórnað var af valdamönnum í öðrum löndum, stundum studdar með fé. For- ustumenn þeirra hreyfinga hættu að finna til sem íslend- ingar. Þeir höfðu tekið útlenda ofsatrú, og voru fúsir að leggja í rústir frelsi þjóðarinnar og sjálfstæði landsins, til að ná takmarki, er hinir erlendu hús- bændur skipuðu fyrir. Enn liðu nokkur ár. Hin skammvinna gróðabylgja fyrri heimsstyrjaldarinnar var hætt að hafa bein áhrif. Gróði styrj- aldaráranna hafði verið sjón- hverfing. í stað hinnar eftir- væntu auðlegðar, bjó þjóðin við dýrtíð, atvinnuerfiðleika, skulda basl og mikil útgjöld til ríkis og bæjarfélaga. Erfiðleikarnir höfðu enn sem fyrr nokkur mannbætandi áhrif. Æska landsins fór að trúa á mátt andlegra verðmæta. Hin síðari ár hafa félög ungra Framsókn- armanna og Sjálfstæðismanna tekið einarðlega afstöðu í sjálf- stæðismálinu. Ný hreyfing hefir komið í þá átt að nema sam- bandsmerkið úr þjóðfánanum í sambandi við frelsistöku lands- manna. Þessir æskumenn rétta hendur til baka yfir gjá stríðs- áranna til landvarnarmanna, skilnaðarmanna og ungmenna- félaga frá þeim tímum, þegar mönnum þótti eðlilegt að trúa á stórar og bjartar hugsjónir. Það væri vitaskuld ósanngjarnt að áfella þá kynslóð, sem óx upp í kulda stríðsáranna, og beið þar að einhverju leyti svipað tjón og Grímur Thomsen í konungs- garði. Sú æska skapaði ekki stríðið né afleiðingar þess. — Jafn lítið á hin eldri kynslóð sjálfri sér að þakka áhrif hinna glæsilegu friðarára, á morgni aldarinnar. Það má þakka börn- um stríðsáranna margs konar dugnað í verki og borgaralegum störfum. Það tjón, er þeir menn hafa óafvitandi hlotið við styrj- aldarfrostið, mun þeim bætast smátt og smátt með samstarfi við kynslóðirnar til beggja hliða. IV. Jóhann alþm. Jósefsson flutti nýverið ræðu um sjálfstæöis- málið í flokksfélagi sínu og birti hana síðar í Vísi. Honum mun hafa gengið nokkuð erfiðlega að koma þeirri greinargerð fyrir al- menningssjónir. Ritstjóri Vísis birtir hana skilorðsbundið og tveir aðrir ungir lögfræðingar úr Sjálfstæðisflokknum hafa mótmælt í sama blaðinu efni hennar og anda. Efni greinarinnar er athuga- vert að því leyti, að í mörg ár hefir enginn alþingismaður op- inberlega tekið að sér að verja þá tegund af sjálfstæði, sem Th. Stauning virðist telja samboðið íslendingum. í þessu er fólgið mikið óhapp. Erlendir menn eru nú farnir að bera sér í munn að islenzka þjóðin sé tvískipt í frels- ismáli sínu. Það er lítill vafi á að grein Jóh. Jósefssonar verður notuð af andstæðingum íslands, og með allt öðrum hætti heldur en höfundurinn hefir ætlazt til. Grein Jóh. Jósefssonar er sam- felld ánægju-yfirlýsing um sam- bandið við Dani, eins og það hefir verið síðan 1918. Hvergi örlar í allri greininni á fyrsta atriðinu í stefnuskrá Sjálfstæð- ismálsins, skilnaði íslands og Danmerkur. Höf. er sýnilega mjög ánægður með konungs- sambandið, sameiginlega þegn- réttinn, og alla þá möguleika, sem þar eru geymdir fyrir Dani og fjármagn Dana. Metnaði þingmannsins virðist fullnægt með þvi, að Danir fari með ut- anríkismál landsins, og íslenzk- ir sendimenn fái að vera undir- tyllur við lausn íslenzkra mál- efna, hjá dönskum sendimönn- um, bráðókunnugum öllu, sem lýtur að íslenzkum málum. Að lokum fullyrðir höf., að sam- bandssáttmálinn frá 1918 sé í fullu gildi þrátt fyrir hernám Danmerkur, þó að öll stjórnar- völd í Danmörku hafi síðan 9. apríl s. 1. verið í höndum fram- andi þjóðar. Það mátti búast við, að Jóh. Jósefsson léti af þrem ástæðum hjá líða að gefa slíka yfirlýs- ingu. Fyrst til að skaða ekki að þarflausu málstað þjóðarinnar. í öðru lagi af því, að sá lögfræð- ingur, sem Sjálfstæðisflokkur- inn beitir fyrir sig í skýringum, er snerta þjóðrétt, hefir opin- berlega sannað, á þann hátt að enginn hefir véfengt það fræði- lega, að hertaka Danmerkur hafi að lögum kippt grundvelli und- an sambandi landanna. í þriðja lagi átti Jóh. Jósefsson að veita því eftirtekt, að yfirlýsing hans var í fullkomnu ósamræmi við þær venjur, sem hann og allir dugandi viðskiptaforkólfar beita í daglegum, athöfnum. Bjarni Benediktsson borgar- stjóri hefir fyrir mörgum mán- uðum leitt rök að því opinber- lega, að um leið og Danmörk missti sjálfstæði sitt og fullveldi, hafi sambandssáttmálinn og hin sameiginlega yfirstjórn landanna fallið úr gildi, ekki að- eins í verki, heldur og fræðilega. Og Bjarni Benediktsson telur þetta svo öruggt, að það megi kallast „skóladæmi“, þ. e. að ríkisréttarfræðingar gætu notað núverandi aðstöðu íslands og Danmerkur sem augljóst dæmi um það, hversu milliríkjasam- band eyðist fyrir rás viðburð- anna. Gangur Jóh. Jósefssonar fram fyrir sérfræðing flokks síns í þessu vandasama máli er væg- ast sagt lítt skiljanlegur. Lögskýringu Bjarna Bene- diktssonar hefir hvergi verið mótmælt opinberlega. Grein Jóh. Jósefssonar eru fyrstu opinberu mótmælin, sem fram hafa komið í þessu efni, og þar eru ekki bor- in fram rök, heldur fullyrðingar án röksemda. Hitt munu allir viðskiptaforkólfar vita, að samnr ingar um vörur og fjármála- skipti falla, úr gildi, ef ekki er staðið við loforð um afgreiðslu á því sem samið er um. Einhver kunnasti lögfræðingur í landinu hefir nýverið látið í ljós þá skoð- un, að Reykjavík sé ekki bundin við verktaka í hitaveitumálinu, ef hann geti ekki sent efni í hitaveituna, þó að þær van- efndir stafi af stríðinu. Undir þeim kringumstæðum hefir bær- inn rétt til að taka það efni, sem vantar í hitaveituna, frá nýjum aðila, og láta vera að borga hin- um fyrri verktaka það efni, sem hann á nú til í Danmörku, en getur ekki komið til Reykjavíkur vegna styrjaldarinnar. Þannig er farið að í stærri og minni málefnum milli einstaklinga. Það mátti búast við að dagleg reynsla, almennt veraldarvit og þær lögfræðiskýringar, sem höf. átti kost á hjá sérfræðingi flokksins, hefði getað forðað Jóh. Jósefssyni frá að villast í um- ræðum um svo einfalt mál eins og það, sem hér er um að ræða. V. Jóhann Jósefsson bætir við fullyrðingar sínar nokkurri gam- ansemi um það, sem honum virt- ist vera of mikil athafnasemi frá minni hálfu í sjálfstæðismálinu. Nefnir hann þar til, að ég vilji láta tryggja húsnæði handa væntanlegum ríkisstjóra og for- seta, og að ég hafi nefnt nafn tiltekins manns í áróðursskyni vegna væntanlegra forsetakosn- inga. Þessar aðfinnslur höf. gefa mér tilefni til að skýra lítið eitt aðdraganda þeirrar umræðu, er nú er hafin um skilnaðarmálið. Eftir hinum almennu yfirlýs- ingum Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins mátti búast við að þar væri hiklaust stefnt að skilnaði. Auk þess var vitað um hug stofnenda Framsóknar- flokksins í þessu efni, og þá ekki síður hitt, að ungir Framsóknar. menn voru mjög skeleggir í mál- inu. En þegar Th. Staunirlg hafði verið hér sumarið 1939, til að athuga skilnaðarvilja þjóðarinnar, komst hann að þeirri niðurstöðu, að sá vilji væri mjög daufur. Hann lét sér þá um munn fara, að það myndi tæplega vera nema einn maður á öllu landinu, sem óskaði eftir skilnaði, eða eins og ráðherrann orðaði það, „fullu frelsi“. Stau- ning var æði tíma í Reykjavík, og auðsýnilega í þeim tilgangi, að draga úr sjálfstæðisvilja ís- lendinga. Þar sem maðurinn er vel viti borinn og reyndur, má telja fullvíst, að hann hefði ekki kveðið upp þennan niðrandi úr- skurð um manndóm íslendinga, ef hann hefði ekki talað við ýmsa menn, sem höfðu svipað viðhorf og það, sem Jóh. Jósefs- son lýsir í grein sinni. Mér var fullljóst, er ég frétti um orðræðu Staunings, að hann hefði hitt að máli menn, sem vildu lítið eða ekki breyta sáttmálanum frá 1918. Hitt var mér fullkunn- ugt, að hann hafði ekki kynnzt samvinnubændum eða verka- mönnum, en frá þeim stéttum má jafnan vænta góðs, þegar frelsismál þjóðarinnar eiga í hlut. Alveg sérstaklega var ég þess fullviss, að í Framsóknar- flokknum myndu vera fáir menn, sem sættu sig við minna en „fullt frelsi“. En þó að mér væri fullljóst, að meginþorri þjóðarinnar væri vakandi í frelsismálinu, hafði mér þó þótt nauðsyn til bera, að hafinn væri skipulegur undirbuningur að því að gera þjóðina færa til að taka öll mál í sínar hendur. Er það mála sannast, að mjög lítið hafði verið um það mál hugsað, af mörgum þeim mönnum, sem annars stóðu framarlega í þjóð- málum. Gott dæmi um þetta at- hafnaleysi er það, að fulltrúi sá, sem vann að utanríkismálum fyrir stjórnina, hafði minnsta og óveglegasta herbergi í stjórn- arráðshúsinu. Mátti heita, að hann gæti ekki snúið sér við fyrir skjalapökkum. Kalla mátti algerlega óboðlegt, að taka á móti gestum í vinnustofu hans. Úr þessu var bætt á mjög sóma- samlegan hátt. Fulltrúinn var gerður að skrifstofustjóra, fékk viðunandi húsnæði og vinnuskil- yrði. Viðskiptaháskólinn var stofnaður fyrir þrem árum í því skyni að ala þar upp nægilega marga unga og efnilega menn til að velja úr við gagnleg störf fyrir banka og ríkið, bæði innan lands og utan. Þá hefir verið unnið að því um nokkra mánuði að sæta færi að kaupa fyrir landið stærstu einstaks manns íbúð, sem til er í bænum, handa æðsta starfsmanni þjóðarinnar. Má heita, að það mál sé á álit- legum vegi, og þykir flestum,sem dómbærir eru um málið, þessi ráðstöfun vera byggð á hagsýni og nokkurri búmennsku. Þá hef- ir verið unnið að því, að ríkið gæfi út árbók á ensku um land- ið og málefni þjóðarinnar, og væri í þessari bók leiðréttar mis- sagnir, sem spilla áliti þjóðar- innar erlendis. Tilgangurinn með þessari útgáfu er, að þjóðin fái þar tækifæri til að láta heyra rödd sína víðar um lönd, heldur en íslenzkan skilst. Hefir verið kosin nefnd til að standa fýrir framkvæmdum í þessu efni. Þó að Jóh. Jósefssyni þyki það ef til vill spaugilegt, þá hefi ég, í samstarfi við hann og marga aðra þingmenn átt þátt í að þoka þessum framkvæmdum á- leiðis, af því að ég trúi raun- verulega á að íslendingar muni ná „fullu frelsi“. Þá kem ég.að öðrum þætti þessa máls. Ég vann að því að koma á samstjórn lýðræðis- flokkanna hér á landi, alveg sérstaklega vegna sjálfstæðis- málsins. Mér þótti einsætt, að bæði til að koma skilnaði í fram- kvæmd, og þá ekki síður til að tryggja framtíð lýðveldisins, yrði að koma á meira og innihalds- betra samstarfi milli lýðræðis- flokkanna, heldur en verið hefir. Þó að þjóðstjórnin hafi ekki ver- ið athafnasöm í skilnaðarmál- inu, hefir starf hennar á marg- an annan hátt stórlega létt und- ir í sjálfstæðismálinu. Ferð mín til Ameríku sumarið 1938 var að nokkru leyti gerð í sama skyni. Mér var fullkunnugt, að landar vestra höfðu mikla löngun til að vinna saman við landa sína á íslandi um fjölþætt menningar- mál, okkur til gagns og þeim til ánægju. En hér heima var ekki nægur skilningur á þessu máli. Ég heimsótti flestar byggðir ís- lendinga, bæði i Kanada og Bandaríkjunum, og aflaði mér betri undirstöðu heldur en áður var til um það, hversu íslend- ingar á íslandi gætu unnið sam- an við landa vestra. Er kominn nokkur skriður á það mál, og er stefnan báðum megin hafsins liin sama. Hvarvetna vestra var það ósk landa, að ísland yrði lýðveldi og að menningarsam- vinna yrði sem mest milli þjóð- arbrotanna beggja megin við Atlantshaf. Jóh. Jósefssyni þykir það auð- sjáanlega nokkur framhleypni, að ég skyldi í vor sem leið benda á Vilhjálm Stefánsson norður- fara sem álitlegt forsetaefni, úr því að konungur landsins væri hernuminn og gæti ekki gegnt starfi sínu. Það var raunar ungur Sjálfstæðismaður, sem gerði fyrstur þessa uppástungu um Vilhjálm Stefánsson. Ég taldi heppilegt fyrir frelsismál- ið, að styðja þessa tillögu og færði rök fyrir því. Vel gat svo farið, að Vilhjálmur vildi ekki sinna þessu máli, eða ekki tæk- ist samkomulag um að bjóða honum heim í þessu skyni. Engu að síður var uppástungan gagnleg. Mér er enn í minni hinn magnaði reipdráttur frá því Valtýskan kom fram og þar til Hannes Hafstein settist í ráðherrastól 1904, um tvennt. Fyrst, hvort nokkur íslending- ur gæti orðið ráðherra, og í öðru lagi hvaða íslendingur og úr hvaða flokki, ætti að hreppa hnossið. Þessi reipdráttur stór- spillti fyrir sjálfu frelsismálinu. Þeim, sem þá voru ungir, fannst baráttan milli flokka um menn í þessa tilvonandi valdastöðu, minna óþægilega mikið um á- tökin, sem sagt er frá í Sturl- ungu. Umræðurnar um Vil-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.