Tíminn - 11.03.1941, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.03.1941, Blaðsíða 4
118 39. Mað Athugasemdir um sjálfstæðísmálíð (Framh. af 3. síðu.) að en að þeir vildu ekki halda sáttmálann. 14. Undarlegt má kalla, ef Dönum á að skiljast, að sam- band sé óframkvæmanlegt milli landanna, eftir að íslendingar hefðu fyrirgefið margra ára vanefndir á öllu, er skiptir máli í sáttmálanum. 15. Skilnaður er vissulega ekki framkvæmdur með einhliða uppsögn, ef á* undan er gengið margra ára brot og vanræksla á sáttmálanum, og með þeim hætti sem að dómi jafnvel danskra þjóðréttarfræðinga kippir grundvelli undan sam- bandinu. 16. Frá almennu sjónarmiði er ekki viðeigandi, af mönnum, sem fást við þjóðmál, að gefa lesendum eða tilheyrendum vonir um það, sem þeir sjálfir vita, að ekki geta rætzt. Það er tilgangslaust, að gefa ís- lendingum vonir um, að þeir geti skilið við Dani einhvern- tíma á samningstímanum, af því að rétturinn geymist, um leíð og sömu menn vilja biðja um endurskoðun, lýsa yfir trú sinni og annarra á gildi sátt- málans, og benda á það, sem þeir kalla óyfirstíganlega hindr- un innan lands og utan, til að losa þjóðina við bönd sáttmál- ans. 17. Leiðirnar eru ekki þrjár heldur tvær. Annað hvort er að viðurkenna sáttmálann eins og Jóh. Jósefsson, eða viðurkenna hann ekki eins og Bjarni Bene- diktsson. í einkamálum má ef til vill kalla aðferðina „haltu mér, slepptu mér“ einhverskonar úrræði, en í stjórnmálum endar sú aðferð í blindgötu. 18. Ég hefi bent á rökrétta leið. Viðurkenna, að ísland hafi losnað frá Danmörku við hertöku Þjóðverja. Þessi skoð- un byggist á samhljóða dómi þriggja ríkisréttarfræðinga, sem skýrt hafa málið á óhlutdrægan hátt. Þá er óhj ákvæmilegt að koma skipulagi á ríkið. Borgar- ar landsins fá í sínar hendur æðsta vald þegar konungs missir við. Þjóðin verður að ráðstafa því með þjóðfundi. Um 1908 ritaði E. A. fræðilega um það mál. Hann áleit, að ef sam- þykkja ætti sambandslög eins og þá stóð til, ætti sú athöfn að gerast á þjóðfundi. íslenzka þjóðin hefði á sérstakan hátt samið um landsréttindi sín við konung, og ef því ætti að breyta, yrði þjóðfundur að vera aðili af hálfu íslendinga. 20. Enginn hefir fullyrt, hvað Bretar og Bandaríkjamenn muni segja um lýðveldi á ís- landi; aðeins bent á, að úr því þessi lönd fórna svo miklu fyrir frelsi þjóðanna, sem raun ber vitni um, verði að telja ósenni- legt, að þau álíti sér vegsauka að því að hindra að íslendingar fái að ná því frelsi, sem þeir eiga fullan rétt á að guðs og manna lögum. 21. —22. Hinir „gætnu“ segj- ast vilja halda vel alla samn- inga (og eins þó að þeir séu ekki haldnir af hinum aðilan- um. Þetta verður þó ekki jafn lofsamlegt, ef hinir „gætnu“ brjóta samninginn, án tilefnis frá mótaðilanum, um leið og friður er saminn. 23. Vera má, að stórþjóðum þyki furðulegt, ef ísland gerð- íst lýðveldi, meðan hér er út- lendur dvalarher. Ekki eru Bret- ar hissa á að viðurkenna Tékkó- slóvakíu, Pólland, Danmörku, Noreg, Holland og Belgíu sem frjáls ríki, þó að þau séu her- sett og stjórnir flestra þeirra flúnar úr landi. íslendingar hafa ástæðu til að telja sig full- frjálsa þjóð, þrátt fyrir veru dvalarliðsins, enda eru kjör ís- lendinga býsna ólík kjörum hersettra þjóða á meginland- inu. Mætti það heita furðulegt, ef hinar ófrjálsu þjóðir teldust frjálsar, en hin frjálsa þjóð segðist vera ófrjáls. 24. Miklu voru Norðmenn ver settir 1814 heldur en íslending- ar eru nú. Danakonungur hafði framselt þá annarri þjóð með skriflegum og löglegum samn- ingi. Stórveldi álfunnar voru í ábyrgð fyrir því, að Noregur yrði kúgaður. Þó leyfðu Norð- menn sér að þverbrjóta fram- sals-samninginn, lýstu yfir frelsi sínu, og bjuggust til varnar. Þeir björguðu frelsinu. Enn er Ijómi yfir þessum at- burði í Noregi. Ef íslendingar teldu sér fært að fara í slóð þeirra, gæti þar líka verið um þjóðarfremd að ræða. 25.—29. H. J. telur, að brezk blöð ræði nú skilnaðarmál ís- lendinga og séu þung á svip. England muni fylgja blöðum sínum og Bandaríkin Englandi. Sennilegt að þessi ríki kölluðu heim sendimenn sína héðan og neyddu íslendinga til að kalla heim fulltrúa sína úr löndum hinna enskumælandi þjóða. Síð- an snýr ráðherrann við blaðinu og gerir sér í hugarlund, að Eng- lendingar styddu lýðveldismynd- unina. En þá fer að síga í Þjóð- verja, sem vilja alls ekki sitja á bekk með sínum enskumæl- andi frændum. Þegar öll stór- veldin hafa með þessum hætti snúizt gegn íslendingum, vill H. J. ekki láta Dani vanta. Þeir telja sig líka móðgaða yfir því, að íslendingar skuli vilja halda áfram að vera frjálsir úr því fjöturinn datt af, án þess ís- lendingum væri um að kenna. H. J. er þó hérumbil eins harð- brjósta og þeir ógætnu, því að hann getur hugsað sér að rjúfa samninginn um leið og friður er saminn, og auk þess að neita afdráttarlaust að semja meira við Dani. Grundvöllurinn undir þess- ari hugarsmíð er veikur. Eitt enskt blað hefir minnst á málið og sagt góðlátlega, að Bretar ýti ekki undir skilnaðarhreyf- ingu, og er það vitanlega rétt. Bretar halda bezt gerða samn- inga við ísland með því að blanda sér ekki í innanlands- mái. Bandaríkin hafa alls ekk- ert sagt um þetta mál. Þjóð- verjum myndi að öllum líkind- um þykja íslendingar sýna ger- manskt sjálfstæði, ef þeir gerð- ust frjálsir, þótt fullt sé af enskum her í landinu" Þetta veit H. J. og setur þess vegna íhlutunardæmið upp á þann hátt, að Bretar séu með lýð- veldismyndun. Þá er þýzka stór- veldið að sjálfsögðu á móti. Það er alger misskilningur, að ný ríki fái viðurkenningu fyrirfram. Noregur hafði ekk- ert nema óbeit stórvelda og ná- búa á að byggja þegar stjórn- arlög landsins voru samþykkt 1814. Franklin og Washington höfðu sannarlega ekkert vega- bréf frá öðrum ríkjum er þeir gerðu Bandaríkin sjálfstæð. Sovét-Rússland varð að bíða í mörg ár eftir viðurkenning ýmsra hinna stærstu ríkja, en lifði samt og verzlaði við lönd- in, sem ekki vildu viðurkenna byltinguna. Ég hefi áður leitt rök að því, að jafnverþó að svo ótrúlega færi, að Bretar vildu sýna frelsi íslenzku þjóð- arinnar kulda og kalla héðan sendiherra sinn, þá yrði al- veg eins og í fyrra stríðinu, þegar Mr. Cable var hér en B'jörn Sigurðsson í London. Viðskipti okkar gengu þá sinn skipulega gang í 'Englandi al- veg eins og nú, þó að ekki væri um ríkisviðurkenningu að ræða. Mér finnst ekki með öllu við- kunnanlegt af H. J. að vera með slíka skáldadrauma um skipti okkar við aðrar þjóðir. Viður- kenning á nýjum ríkjum kem- ur yfirleitt eftir á, nema ef skiptafundur eftir stríð gerir nýtt ríki eins og þegar Tékkó- slóvakía og Pólland voru búin til í París 1919. Það væri alveg útlátalaust fyrir ísland, þó að einhverju af stórveldunum þætti ekki taka því að viður- kenna lýðveldið þegar í stað. Stærri þjóðir hafa orðið að bíða. Enginn sem þekkir l^ndarfar Breta og Bandaríkjamanna mun láta sér koma í hug, að þessar þjóðir færu að hefnast á ís- lendingum fyrir að vilja vera frjáls þjóð. Þessum stórveldum mun, eins og vonlegt er, ekki þykja miklu skipta um gerðir okkar. En virðing þeirra og traust á landinu myndi vaxa en ekki minnka, ef þeir sæu vott fullkominnar ákvörðunar um þýðingarmesta mál allra ein- staklinga og þjóða — frelsið. Ég vil alveg gagnstætt H. J. spá því, að hin enskumælandi stórveldi muni aldrei beita ósanngirni eða hörku við ís- lendinga fyrir að sýna í verki einlæga frelsisþrá. 30. Að lokum kemur H. J. með þá mótbáru, að frelsistakan myndi leiða af sér stjórnar- skrárbreytingu og illvíga bar- TÍMIM, i>riðjmlagiiin 11. marz 1941 áttu um kjördæmamálið. Hér mun vera vikið að Sjálfstæðis- flokknum, því að blaðið Vísir hefir ritað nokkrar áróðurs- greinar um það mál nýlega. Ef ríkisstjórnin og meirihluti þings og þjóðar beitti sér fyrir sjálfstæðismálinu, myndi eng- um nema kommúnistum hald- ast uppi aö vera með innan- landserjur. Sjálfstæðisflokkur- inn hefir skilnað íslands og Danmerkur efst á stefnuskrá sinni. Ef flokknum er alvara með heit sin, dettur leiðtogum hans vitanlega ekki í hug að efna til innanlandsstyrjaldar um leið og verið er að leysa mál málanna, sem beðið hefir síðan 1264. Að hefja illvígar innan- landsdeilur, meðan verið er að leysa hið mesta þjóðmál, myndi sýna þroskaleysi, sem ekki er rétt að bera á nokkurn flokk að óreyndu. Hitt er annað mál, að eftir að friður er á kominn, mun þurfa að taka upp fyrir- myndir hinna þroskuðustu lýðræðislanda, Englands og Bandaríkjanna, afnema hlut- fallskosningar og láta alla þing- menn vera kosna í einmenn- ingskj ördæmum. 31. H. J. segir, að margir af hinum hægfara vilji kjósa rík- isstjóra til að fara með kon- ungsvaldið. Ef ekki er á undan gengin yfirlýsing um, að sátt- málinn sé úr gildi genginn, er það efnislítil, en þó eðlileg breyting. 32—34. Hér er nánar útskýrð hin ófæra millileið. Það á að lýsa yfir, að sáttmálinn sé ef til vill úr gildi, en þar sem Dönum sé ekki um að kenna vanefndirnar, verði ekki frekar um það rætt, heldur viðurkennt, að sáttmál- inn sé í gildi, og þess vegna beðið um endurskoðun. Manni finnst óþarfi, að byrja með hinu efa- gjarna átaki um gildi sáttmál- ans, úr því á að viðurkenna gildi hans í orði og verki. 35. H. J. telur mögulegt, að Alþingi lýsi yfir, að ekki verði samið aftur við Dani. Sennilegt er, að ýmsum Dönum þætti slík skilaboð lítið betri en hrein af- staða, sem er eðlileg á stríðs- tímum, eftir að stormar atvik- anna hafa gersamlega aðskilið þjóðirnar. 36. —39. Einn af gáfuðustu konungum Dana og íslendinga var heila nótt i vafa um, hvoru megin Litlabeltis hann ætti að lenda bát sínum. H. J. kemst í sama vanda á hinni ófæru millileið. Hann vill vernda van- efndaréttinn, sem lögfræðing- ar hans draga í efa, að sé til. Þess vegna býst hann við (eins og Jóh. Jósefsson), að sáttmál- inn gildi okkar megin þó að hann sé vanefndur af Dönum, þar til eftir 1943, ef stríðið helzt svo lengi. En ef stríðið hættir fyr en þá, býst hann við að þeir hægfara gerist skilnaðar- menn, þegar í stað. Vitanlega sér H. J„ að þetta er erfitt. Hann finnur, að konungssam- bandið endurfæðist, ef van- efndirnar eru ekki teknar til greina og minnist ekki á breyt- ingu í því efni, nema að kon- ungur gefi eftir sinn gamla rétt frá fyrri öldum. Á sama hátt vonast hann eftir að Dan- ir verði fúsir að offra þeim hlunnindum, sem fylgt hafa yf- irdrottnun þeirra hér á landi, af því að stríðið hafi sannað hve lítið löndin eigi sameigin- legt, þegar á bjátar. Munurinn á H. J. og þeim, sem hann nefnir „hraðfara“ virðist vera sá, að þeir vilja taka rétt sinn þegar sáttmálinn er fallinn, en hann virðist vilja ljúka málun- um eins og erfingjar, sem skipta arfi sínum eftir beztu fyrirmyndum kristindómsins. En sambúðarsaga íslendinga og Dana veitir ekki þessari bjart- sýni H. J. sýnilegan stuðning. 40. H. J. kvartar um æsinga- menn í sj álfstæðismálinu, og þykir að þeim lítil búbót. Allir íslendingar, sem lagt hafa hönd á plóginn, hafa hlotið þetta heiti af hálfu hinna „hægfara". Jafnvel Jón Sigurðsson var þrá- sinnis nefndur þessu nafni, hvað þá hinir, sem minna máttu sín. 41. H. J. játar réttilega, að stjórn Dana á íslandi hafi ver- ið miður heppileg. Þetta vita þeir, sem kynnt hafa sér sögu landsirrs, og þeir, sep þekktu viðhorf Dana til íslendinga fram yfir heimsstríðið 1914—18. Hins vegar er til töluvert af fólki í landinu, sem hefir aðeins yfirborðsþekkingu í þessu efni, og dæmir um sambúð þjóðanna af takmarkaðri reynslu. Hinir, sem meira hafa reynt og betur þekkja til vita, að það verður aldrei sæmileg sambúð milli Dana og íslendinga, fyrr en slitin eru öll pólitísk og stjórn- arfarsleg bönd milli ríkjanna. Bæði Dönum og íslendingum er ekkert verra gert, en að hindra þessar tvær gáfuðu frændþjóðir frá gagnkvæmri virðingu, með því að lofa þeim báðum að vera frjálsum og óháðum eins og þrá þeirra stendur til. 42. Ef forsætisráðherra hefði tíma til að kynna sér sögu Nor- egs 1814 og 1905, þá myndi hann sannfærast um að hann hefir 'á röngu að standa, er hann fullyrðir, að það hafi verið eitthvað annað en heitar til- finningar, einlæg ættjarðarást og skapfesta, sem gaf Norð- mönnum frelsi sitt í tveim á- föngum. Það var me.ira að segja þvert á móti öllum frambæri- legum ráðum skynseminnar, þegar Eiðsvallarmenn lýstu yf- ir frelsi og sjálfstæði Noregs, með landið þrautpint eftir margra ára siglingabann, og öll þau stórveldi í Evrópu, sem felt höfðu Napoleon af stóli, vígbúin móti þessu fátæka, vopnlitla landi. Sama var reynd- in árið 1905. Út frá kaldri efn- ishyggju var fjarstæða að skilja við Svía 1905 og hreinsa sambandsmerkið úr þjóðfánan- um. Öll rök Jóh Jósefssonar um hið yndislega samband við Dani gátu átt við á hærra stigi um Norðmenn. En norska þjóð- in vildi vera frjáls og með hreinan þjóðfána, ekki merktan kúgunarsoramarki erlends þjóð- höfðingja. Norðmenn urðu frjálsir, af því þeir unnu frels- inu mest allra tímanlegra gæða. Það verða íslendingar að gera líka. Annars tortýmist þjóðin í lítilfjörlegri innbyrðis baráttu um lítilfjörlega stundarhags- muni. 43. Það er sögulegur misskiln- ingur hjá H. J„ að nokkur eig- inleg lýðveldishreyfing hafi verið í Noregi. Á Eiðsvöllum 1814 var eingöngu um að ræða konungssinna, og allir fundar- menn kusu konunginn. Árið 1905 voru að vísu fáeinir þjóð- veldissinnar, en hinn frægasti þeirra, Björnson, var áður horfinn til trúar á konungdóm- inn. Þar var ekki um að ræða nokkra blessunarríka kúgun frá útlöndum til að vinna móti lýðveldi. Norðmenn eru frá fornöld fæddir konungsmenn, alveg eins og íslendingar eru fæddir lýðveldismenn. Norð- menn báðu 1905 um sænskan prins, en var neitað. Þá báðu þeir um danskan prins með enska konu. Lesaranum finnst ráðherrann leggja óþarfa á- herzlu á blessun konungdóms- ins í Noregi, þar sem honum hlýtur að vera kunnugt um, að íslendingar hafa allt annað viðhorf í þessu efni. 44—46. Það er misskilningur hjá H. J„ að stjórnendur þjóð- arinnar, þingmenn o. s. frv. ráði fram úr málum eins og sjálf- stæðismálinu. Það gerir þjóðin sjálf. Þegar uppkastið var á ferðinni 1908, voru Hannes Haf- stein, Jón Magnússon, Lárus H. Bjarnason, Steingrímur Jóns- son og Jóhannes Jóhannesson, allt grimmelfdir lögfræðingar, með mikil mannaforráð. En öll þeirra stjórn og forusta strand- aði á brjóstviti fólksins. ís- lenzka þjóðin neitaði algerlega að viðurkenna, að hún væri partur af veldi Danakonungs. Þjóðin hafði meira vit á mál- inu heldur en hinir lærðu skörungar. Reynslan hefir sýnt og sannað, að bóndinn og bóndakonan, sjómaðurinn, verkamaðurinn og þeirra kon- ur vissu melra í sönnum þjóð- rétti heldur en fimm af lögvitr- ingum landsins, sem héldu fram hinu gagnstæða og töpuðu leikn- um. Ég hefi ekki heyrt neinum brígsliun um hugleysi beint að hinum hægfara mönnum. Um suma þeirra er þvert á móti al- kunnugt, að þeir eru vel að manni um kjark og fleiri góða hluti. Mér finnst alveg sér- staklega mikil ástæða til að dáðst að kjark þeirra manna og dirfsku, sem telja málum landsins bezt borgið með því að þjóðin liggi eins og illa gerður og óráðstafaður hlutur, þar til ------ GAMLA BÍÓ------ Kósakkablóð (RIDE A CROOKED MILE) Paramount-kvikmynd eft- ir Ferdinand Ryher og John C. Mofitt. Aðalhlutverkin leika: AKIM TAMIROFF, FRANCES FARMER, LEIF ERIKSON Og LYNNE OVERMAN. Sýnd f dag kl. 7 og 9. -----NÝJA BÍÓ--- ÓVEÐURS- NÓTTIN WHEN TOMORROW COMES Stórfengleg amerísk kvik- mynd. Aðalhlutverkin leika: IRENE DUNNE og CHARLES BOYER — Sýnd kl. 7 og 9 — Tílkynníng frá ríkísstjórninni. Brezka flotastj órnin hefir tilkynnt íslenzku ríkis- stjórninni, að hún telji nauðsynlegt, til að forða ís- lenzkum skipum frá töfum og óþægindum við skoðun, að öll íslenzk skip stærri en 10 smálestir brútto og minni en 750 smálestir, fái, hjá brezku flotastjórninni, ferðaskírteini, er þau geti sýnt brezkum eftirlitsskip- um, ef krafizt verður. Skírteinin fást hjá brezku flotastj órnlnni í Reykjavík, Akureyri, Seyðisfirði og Vestmannaeyjum. Skip, sem sigla milli landa, verða að hafa aflað sér skírteina þessara fyrir 15. marz n. k. Öll önnur skip ættu að afla sér skírteinis þessa hið fyrsta. Skip, sem ekki hafa skírteini þetta í lagi geta átt á hættu að verða send til brezkrar eftirlitshafnar til ■ skoðunar. 7. marz 1941. Atvinmi- og samgöngnmálaráðuneytið. hinir voldugu herrar stóru land- anna byrja að skipta veröldinni á ný. Mér - finnst sjálfstæðismál landsins ofur einfalt, og ekki þurfa, fremur en 1908, mikla lögskýringu til að leysa það. Við höfum haft samband við tvær frændþjóðir okkar í nokkur hundruð ár. Það hefir gefizt okkur illa. Því meir sem þessar þjóðir hafa blandað sér í stjórn landsins, þvi ver hefir íslend- ingum vegnað. Við gerðum samning við norskan konung. Sá samningur var illa haldinn. af norskum valdamönnum. — En það er talið, að þessi sátt- máli, með ýmsum nauðungar- ráðstöfunum, hafi gengið í arf til Danakonunga. Öll söguleg reynsla og áeggjan hinna beztu manna hefir gengið í þá átt, að sannfæra íslendinga um að yfirráð Dana og veldi danskra konunga á íslandi sé þjóðinni andstætt og framandi. Nú vill svo til,- að hertaka Danmerkur slítur öll þessi bönd. Konungur og stjórnarvöld Dana geta á engan hátt sinnt íslandi. Sjálf- bjargarviðleitni knýr þjóðina til að bæta skarðið i veggnum. Allir þeir þjóðréttarfræðingar, sem verulega hafa rannsakað samband íslands og Danmerk- ur, hafa á fræðilegan hátt full- yrt, að hertaka, eins og sú sem Þjóðverjar framkvæmdu 9. apríl í vor slíti stjórnar- farsböndin milli landanna. Skynsamleg athugun og fræði- mennska eru hér á einu máli. íslendingum er nú ekki nema tveir kostir búnir. Að ganga frá fullkominni ríkismyndun eða liggja óráðstafaðir, og nokkuð líkir ósjálfbjarga hlut. Vita- skuld geta sterkari þjóðir beygt okkur með valdi. En ef þjóðin veit hvað hún vill og trúir á tilverurétt sinn, þá þarf hún ekki að óttast um framtíð sína. Það er vitaskuld skynsam- legt að hafa auga á ráðlegg- ingum nábúanna. En grein H. J. virðist benda á, að forsætis- ráðherra vilji gera meira að því en ástæða er til. Jón Sig- urðsson varð að heyra miklu meira af hörðum blaðadómum í Danmörku heldur en íslenzka stjórnin hefir séð í hinu hóg- væra enska blaði „Tatler". Og ef við megnum ekki að verða frjálsir nú, þegar við höfum misst æðstu stjórnina og utan- ríkisstjórnina, af því að ein- hverjir góðviljaðir menn ráð- leggja annað, þá er nokkur hætta á að þær ráðleggingar haldi áfram og oft af litlum til- efnum. Það mun þess vegna vera eins hyggilegt, að athuga það frá upphafi, að Hitler hef- ir á réttu að standa er hann segir, að engin þjóð eigi skilið að vera sjálfstæð, ef hún vill ekki fórna miklu fyrir frelsi sitt. íslendingar hafa fórnað fremur litlu fyrir sjálfstæði landsins, ef frá eru taldir fáeinir menn, löngu liðnir. Þó að ég hafi ekki getað sann- færzt af greinum Jóh. Jósefsson- ar og Hermanns Jónassonar forsætisráðherra, tel ég að rit- gerðir þeirra hafi verið nauð- synlegur liður í athugun máls- ins. Það er talsverður ágrein- ingur milli manna í lýðræðis- flokkunum um hina pólitísku framtíð landsins. Sumir eru vonlitlir og benda með réttu á, að hér geti dregið til óvæntra og sorglegra tíðinda. Mér sýn- ist engin ástæða til bölsýni. Ná- lega allar þjóðir heims verða nú að færa miklar fórnir fyrir framtíðarhugsjónir sínar. Ó- vænt atvik og ósjálfráð íslend- ingum hafa dregið okkur inn I hringiðu styrjaldar, sem ef til vill verður mjög langvinn, og áreiðanlega mjög háskasamleg Mér finnst eðlilegt að þjóðin geri sér grein fyrir þessum erf- iðleikum, og að þeir eru allt annars eðlis en hin venjulegu viðfangsefni um lítilfjörlega stundarhagsmuni. En mitt í þessu áhættusama lífi er ein hugsjón sem er nógu stór, nógu göfug til að safna öllum þjóð- ræknum íslendingum í fylkingu til sóknar og varnar. Það mál er betur fallið en nokkurt ann- að málefni til að stæla kjark og djörfung þjóðarinnar. Ef hún finnur að sigurviljinn er nógu mikill í mestu baráttunni, er meiri von um næga orku til minni átdka. Vel má vera að íslendingum takist ekki í fyrstu að fylkja liði svo sem vera ber um hina einföldustu og eðlileg- ustu lausn. En þá mun engu að síður haldið áfram, unz settu marki er náð. J. J. Kaupendur Tímans Tilkynnið afgr. blaðsins tafar- laust ef vanskil verða á blaðinu. Mun hún gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að bæta úr því. Blöð, sem skilvísa kaup- endur vantar, munu verða send tafarlaust, séu þau ekki upp- seld. Anglýsið í Tmianum!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.