Tíminn - 13.03.1941, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.03.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 25. ár, Reykjavík, flmmtudaglim 13. marz 1941 30. blað Kafbátur ræðst á línuv. Fróða Tveir brezkir sjómenn, sem taka þátt í „orrustunni um Atlantshafiö". Á myndinni sjást þeir í viöureign við þýzka sprengjuflugvél. »Styrjöldín um Atlantshaíið« Alþlugi: Frá umræðum um nokkur þingmál Prestsenibættiu. Magnús Jónsson prófessor flytur í efri deild frv. um breyt- ingar á prestskosningalögunum. Samkvæmt því getur söfnuður kallað sér prest, án kosningar, en til þess að köllunin sé gild þurfa % fundarmanna á sam- eiginlegum fundi sóknarnefnd- armanna í prestakallinu og meirihluti fundarmanna á al- mennum fundum í öllum sókn- um prestakallsins að hafa sam- þykkt hana. Ef ekki næst lög- mæt köllun, fer fram kosning og er sá umsækjandinn, er fær flest atkvæði, löglega kosinn. Þetta frv. var til 1. umr. síð- astliðinn mánudag. Flutnings- maður lýsti sig mótfallinn kosningu embættismanna. Prestskosningalögin hefðu reynzt illa og kosningafyrir- komulagið skapaði iðulega úlf- úð og ósamlyndi. Hins vegar myndu kjósendurnir ekki vilja missa þennan rétt. Frv. þetta miðaði að því, að hægt yrði að komast hjá kosningu. Forsætisráðherra sagðist við- urkenna hinn góða tilgang flutningsmanns. Hins vegar kvaðst hann óttast, að það myndi aðeins skapa meiri hita og ofurkapp í þessum málum, ef ræða ætti þau á almennum fundum áður en kosning færi fram, en telja mætti víst, að til kosningar kæmi 1 flestum til- fellum. Þessi breyting væri því ekki til bóta, þótt ýmislegt mætti að núverandi fyrirkomulagi finna. Ef menn vilja hverfa frá nú- gildandi tilhögun, sagði ráð- herrann, er ekki nema um tvennt að velja: Afnema prests- kosningar og skipa presta eftir svipuðum reglum og aðra em- bættismenn, ellegar að gera kosningafyrirkomulagið enn víðtækara og láta það ná til allra opinberra embættismanna. Ég hygg, að það síðara sé ekki heppilegt. Það má að vísu tala fagurlega um lýðræði í þessu sambandi, en ég held, að lýð- ræðið þarfnist nú annarra um- bóta en að færa það yfir á ný svið, þar s%m það fær ekki not- ið sín, heldur leiðir til sundur- lyndis og aukins flokkadráttar. G j aldcy r ismálln. Ríkisstjórnin flytur frv. um breytingu á gjaldeyrislögunum. Aðalbreytingin er sú, að ríkis- stjórninni er heimilt að skipa mönnum að láta allan gjaldeyri, er þeir eignast, renna til banka, sem hafa einkarétt til að verzla með hann, en áður náði skila- skyldan einungis til andvirðis útflutningsvara. Þetta mál var til 1. umræðu í neðri deild síðastliðinn mánu- dag. í umræðunum upplýsti viðskiptamálaráðherra, að milliþinganefndin, sem var skipuð samkvæmt fyrirmælum þingsins 1934 til að athuga gjaldeyrismálin, hefði lokið störfum og myndi álit hennar birtast bráðlega. Þetta frv. væri m. a. undirbúið af nefndinni. Ráðherrann gat þess, að nefnd- in myndi ekki leggja til að höftin yrðu afnumin eins og sakir stæðu. í nefnd þessari eiga sæti: Eysteinn Jónsson af hálfu Framsóknarflokksins, Björn Ól- afsson af hálfu Sjálfstæðis- flokksins, og Gylfi Þ. Gíslason af hálfu Alþýðuflokksins. Fiskveiðasjóður. Pétur Ottesen flytur frum- (Framh. á 4. síðu.) Fimm metm bíðu bana, en eínn særðist Síðastliðna þriðjudags- nótt réðist kafbátur á línu- veiðaskipið Fróða 180 sjó- mílur suðaustur af Vest- mannaeyjum. Var skipið þá á leið til Englands, hlaðið fiski. Fórust fimm menn í þessari árás, en hinn sjötti særðist. Kafbátsmenn munu hafa skotið þrívegis af fallbyssum sinum á skipið. Hæfðu kúlurnar stjórnpall skipsins og sundruðu því að kalla ofan þilja. Einnig var skotið á skipið af hríð- skotabyssum. Kafbáturinn mun fyrst hafa skotið viðvörunarskotum og lét skipstjóri þá stöðva skipið og ætlaði að láta skipverja fara í bátana. En áður en skipverjar höfðu fengið ráðrúm til þess, hófst skothríðin á skipfð. Þeir, sem ekki féllu eða særðust í upphafi skothríðarinnar, gátu forðað sér í hlé. Skothríðin stóð alllengi og virðist kafbáturinn hafa farið í kringum Fróða og skotið á hann frá öllum hliðum. Skipverjar á Skaftfellingi sáu Fróða fyrstir manna eftir árás- ina og sendu þeir skeyti til Eyja og báðu um hjálp. Fór brezkur togari á vettvang. Gátu þó þeir fjórir menn, er heilir voru á Fróða, siglt skipinu til Eyja. Kom það þangað í gær- morgun. Menn þeir, er fórust í árás- inn voru: Gunnar Árhason, skipstjóri, frá Brekku í Þingeyrarhreppi, fæddur 4. júlí 1907, búsettur í Reykjavík, kvæntur, barnlaus. Sigurður Jörundsson, stýri- maður, úr Hrísey, fæddur 30. marz 1917, ókvæntur. Steinþór Árnason, háseti, bróðir skipstjóra, fæddur 22. ág. 1902, búsettur á Þingeyri, kvæntur og átti tvö ung börn. Kona hans er systir Guðmund- ar Stefánssonar háseta. Gísli Guðmundsson, háseti frá Brekku í Dýrafirði, fæddur 7. Anton Tómasson á Hofsósi er meðal gesta í bœnum. Hann skýrSi Tímanum svo frá atvinnuháttum á Hofsósi: — Árið 1939 var byrrjað að reisa hrað- frystihús í þorpinu. Tók það til starfa vorið 1940. Þetta var hin mesta umbót fyrir þorpið og happ mikið, að henni var komið á áður en stríðsástandið var komið í algleyming. í sumar var allur fiskur, sem á land kom í Hofsósi, látinn í hraðfrystihúsið. í haust hefir talsvert selst í ísfisk- flutningaskip. Hefir afbragðsgott verð fengizt fyrir það af aflanum, sem selt hefir verið í skip. Fiskróðrum var haldið áfram fram í janúarmánuð. Fiskiróðrar hefjast aftur að nýju í apríl eða mai. r t t „Búfrœðingurinn" ársrit nemenda- sambanda bændaskólanna, kemur út í þessum mánuði. Annast Hólamenn um útgáfu ritsins í ár. Sú nýbreytni hefir verið hafin að gefa út kafla af jarð- ræktarfræði í „Búfræðingnum". Að þessu sinni kemur út í honum grein, sem heitir Vatnsmiðlun, eftir Pálma Einarsson ráðunaut. Er þetta ítarleg ritgerð um vatnsþörf jurtanna, fram- ræslu lands og áveitur, alls um 6 ark- ir að stærð. Á næsta ári mun koma út í „Búfræðingnum“ ritgerð um búfjár- áburð eftir Guðmund Jónsson kennara á Hvanneyri. Er ætlunin að halda þannig áfram, að gefa út kafla af jarð- Tekjur og eignir landsmanna í seinustu Hagtíðindum eru skýrslur um álagningu tekju- og eignarskatts árið 1940. Er þar ýmsan fróðleik að finna. Nettótekjur skattskyldra ein- staklinga og félaga árið 1939, en skatturinn 1940 var lagður á tekjur þess árs, námu 89.6 milj. kr. eða 10 milj. kr. meira en ár- ið áður. Skattskyldar tekjur voru 47.5 milj. kr. eða 5.4 milj. kr. hærri en árið áður. Tekju- skatturinn 1940 nam 2.165 þús. kr., en var 1930 1.619 þús. kr. Eftir umdæmum skiptust nettótekjur skattgjaldenda þannig 1939: Reykjavík 48.7 milj. kr., aðrir kaupstaðir 15.4 milj. kr., sýslur 25.5 milj. kr. Frá því árið áður höfðu tekj- urnar hækkað mest í sýslunum. í ársbyrjun 1940 voru skuld- lausar eignir landsmanna 147.3 milj. kr. eða 12.2 milj. kr. hærri en árið áður. Eignarskatturinn 1940 nam 402 þús. kr., en nam 1939 331 þús. kr. Eftir umdæmum skiptust eignirnar þannig í ársbyrjun 1940: Reykjavík 64.2 milj. kr., aðrir kaupstaðir 26.4 milj. kr., sýslur 56.7 milj. kr. apríl 1906, búsettur á Þingeyri, ókvæntur. Guðmundur Stefánsson, há- seti, frá Hólum í Dýrafirði, fæddur 2. maí 1917, búsettur á Þingeyri, ókvæntur. Særði maðurinn, Sveinbjörn Davíðsson, vélstjóri, var flutt- ur á sjúkrahús í Vestmanna- eyjum. Hefir hann skotsár á báðum handleggjum. Sigurður, Gísli og Guðmund- ur féllu strax í upphafi árásar- innar, en Gunnar og Steinþór létust nokkru síðar af sárum. Gunnar hafði áður en hann dó, falið eina hásetanum, sem eftir var, skipstjórn og sagt fyrir um stefnu skipsins. Þeir, sem sluppu ómeiddir, voru Guðm. Guðmundsson há- seti, Jón Guðmundsson 2. vél- stjóri, Sverrir Torfason mat- sveinn, Jón Guðmundsson kyndari og Benedikt Hallvarðs- son kyndari. ræktarfræði í ritinu unz hún er öll komin út. Þörf é jarðræktarfræði hef- ir verið mjög mikil. Bæði sem kennslu- bók við bændaskólana, handbók fyrir héraðsréðunauta og aðra leiðbeinendur bænda, auk þess, sem þetta verður nauðsynleg bók fyrir alla, sem jarð- 1 rækt stunda. Vegna útgáfu á þessum fymnefnda kafla af jarðræktarfræði verður lesmál „Búfræðingsins" aukið um allt að því % frá því sem var. Þrátt fyrir þessa miklu stækkun ritsins mun kaupverð þess aðeins hækka frá 3,50 kr. í 4,50 kr. Sérprentanir verða teknar af þessum jarðræktarfræðiköflum og verða þær eign Búnaðarfélags íslands, en það styrkir þessa útgáfu að nokkru. í „Búfræðingnum" birtast, auk fyrr- nedndrar greinar, ritgerðir um ali- fuglarækt, hirðingu sauðfjár, áburð, líkamsbyggingu búfjár o. fl. Ennfrem- ur fréttir frá bændaskólanum á Hólum og skólaskýrsla. t t t Togarinn Baldur bjargaði 52 skip- brotsmönnum, af tveim skipum, ensku og hollenzku, í síðustu Englandsferð sinni. Skipbrotsmenn þessir voru mjög þrekaðir, enda höfðu sumir þeirra ver- ið fjóra sólarhringa í björgimarbát- unum, en hinir hálfan þriðja. Baldur fór með þá til Fleetwood. t t t Kvennadeild Slysavarnafélags ís- lands hélt aðalfimd sinn á mánudag- í vikunni, sem endaði 3. þ. m., nam skipatjón Breta og Banda- manna þeirra samkvæmt brezkum heimildum, 148 þús. smál. Er það þriðja mesta skipatjónið, sem Bretar hafa orðið fyrir á einni viku síðan styrjöldin hófst. Þetta sýnir glögglega, að það hefir verið full alvara hjá Þjóð- verjum, þegar þeir hafa verið að lýsa yfir því, að þeir myndu herða sjóhernaðinn með vorinu. Þjóðverjar herða nú ekki að- eins kafbátahernaðinn, heldur einnig flugárásir á kaupskipa- lestir. Yfirráð þeirra yfir At- lantshafshöfnum Frakklands og flugvöllum þar hefir stórbætt aðstöðu þeirra til beggja þessara árásaaðferða. í seinni tíð nota þeir orðið mun meira en áður langfleygar flugvélar til árása á brezk kaupskip langt á hafi úti. Aðstaða Breta til að verja kaupför sín, er hins vegar mun lakari en í heimsstyrjöldinni. Seinasta heimsstyrjaldarárið nutu þeir aðstoðar flota Frakk- lands og Bandaríkj anna til að verja siglingar sínar. Nú verða þeir að treysta eingöngu á sinn eigin flota. Þegar þetta er athugað, hin bætta aðstaða Þjóðverja og hin inn. Þar var ákveSiS aS gefa 10 þúsund krónur til þess að reisa skýli fyrir strandmenn á söndunum í Skaftafells- sýslu. Áður hefir kvennadeild lagt fram stórfé til slysavarna, meðal annars er björgunarskútan Sæbjörg var smiðuS. t r t Kristján Eggertsson frá Grímsey hefir sagt Tímanum þessi tíðindi úr eynni: Veturinn hefir, það sem af er, verið snjóléttur, en vindasamur mjög, og því erfitt til sjósóknar. Fiskreyting- ur er oftast við eyna, á hvaða tíma árs sem er, og stundum góður afli. En veðráttan skapar það mjög, hve mikið berst á land, og veldur þar meiru um, en víðast er annars staðar. Á vetrum er sjór sóttur á árabátum og handfærið notað nær eingöngu. Síðastliðin sumur hafa nokkrir trillubátar verið gerðir þar út, og einn vélbátur. Að líkind- um færist útgerðin fremur í aukana á komandi sumri. Fiskurinn er að mestu hertur á veturna, en saltaður á sumr- in. Skip, sem flytja út ísaðan fisk, hafa ekki enn fengizt til að taka þar farm. Grímseyingar hafa því farið á mis við •hlunnindi þau, er flestum öðrum ver- stöðvum hefir orðið drýgsta tekjulind- in undanfarið. Spretta á túnum varð ágæt síðastliðið sumar, og nýting heyja mjög sæmileg. Fé reyndist rýrt í haust og uppskera úr görðum einnig, en þó mun hún ekki hafa verið rýrari en norðan lands yfirleitt, lakari aðstaða Breta frá því í seinustu styrjöld, þarf engan að undra skipatjón Breta nú. Það ætti heldur ekki að þurfa að koma á óvart, þótt skipatjón Breta ykist á næstunni. Hitt er svo annað mál, hvort þessi „styrjöld um Atlantshaf- ið“, eins og sjóhernaðurinn er venjulega nefndur, getur haft úrslitaþýðingu í styrjöldinni. Til þess þyrfti skipatjón Breta að margfaldast frá því, sem nú er. Það skiptir miklu hversu ræðst með franska flotann. Þjóðverjar reyna nú á kæn- legan hátt að fá hann til að snúast gegn Bretum. Bretar hafa ekki viljað veita Frökkum neina undanþágu frá hafn- banninu, nema það væri tryggt, að vöruflutningur til Frakk- lands yrði ekki til hagsbóta fyr- ir Þjóðverja. Þessum skilyrðum hafa Frakkar enn ekki getað fullnægt. Bretar hafa því stöðv- að frönsk skip, sem hafi reynt að komast frá Ameríku. Nú hef- ir Darlan flotamálaráðherra til- (Framh. á 4. síðu.) Erlendar fréttir Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti síðastliðinn þriðju- dag láns- og leigufrumvarp Roosevelts. Lögin voru undir- rituð af forsetanum samdæg- urs. Roosevelt hefir beðið þing- ið um 7 milljarða dollara fjár- veitingu til að framkvæma stefnu frv. Meira en fjórðungur þeirrár upphæðar á að fara til flugvélaframleiðslu. í Júgóslavíu eru stöðug fund- arhöld stjórnmálamanna. Talið er að Þjóðverjar hafi boðið JúgósJövum allmikinn hluta Albaníu og sneið af Grikklandi, sem myndi veita Júgóslövum aðgang að Grikklandshafi, ef þeir vildu fallast á kröfur öxul- ríkjanna. Kröfur þessar eru taldar þess efnis, að þær þýði sama og Júgóslavía verði lepp- ríki öxulríkj anna. Loftárásir Þjóðverja á Bret- land aukast nú óðum, einkum virðast þeir beina árásum sín- um gegn höfnum og flugvöllum. Bretar halda uppi stöðugum loftárásum á innrásarhafnirn- ar svokölluðu. ítölsku beitiskipi, 5000 smál., og ítölsku herflutningaskipi, 10 þús. smál., hefir nýlega verið sökkt á Miðjarðarhafi. Archibald Sinclair flugmála- ráðherra upplýsti í ræðu síðast- liðinn þriðjudag, að siðustu 10 mánuðina hefðu Bretar skot- ið niður 4250 þýzkar flugvélar og 1100 ítalskar, en sjálfir hefðu þeir misst um 1800. A víðavangi FJÁRVEITINGARVALD AL- ÞINGIS OG RÍKISSTJÓRNAR. í nefndaráliti, sem nýlega er komið fram á Alþingi, er skýrt frá því, að háskólabyggingin hafi þegar kostað 1.950 þús. kr. Af þeirri upphæð á háskólinn ógreiddar 1.155 þús. kr. Menn munu yfirleitt vera sammála um, að rétt hafi verið að reisa vandaða og veglega háskóla- byggingu. Hins er þó ekki að dyljast, að þegar háskólinn fékk happdrættisleyfið, var gert ráð fyrir, að kostnaðurinn yrði miklu minni. Hlýtijr það að vekja menn til alvarlegrar umhugsunar, að háskólinn skuli hafa getað látið kostnaðinn fara langt fram úr hinni upp- haflegu áætlún, án þess að stjórn og þing væri spurt ráða og samþykkti fjárveitingu í því skyni. Að vísu má finna ýms slík dæmi í hinni opinberu starfrækslu, að stofnunum eða embættismönnum leyfist að eyða stórfé, án samþykkis ríkis- stjórnar eða Alþingis. En það eru engar málsbætur. Það sýnir aðeins, að óhæfilegur losara- bragur og skipulagsleysi er ríkjandi í þessum málum, og af- leiðing þess verður fjársukk og ábyrgðarleysi. Það er óhjá- kvæmileg nauðsyn, að auka vald og ábyrgð ríkisstjórnar og Alþingis í þessum málum. Sú skipan verður að komast á, að embættismönnum, opinberum stofnunum eða stofnunum, sem njóta sérstakra opinberra hlunninda, sé ekki leyfilegt að gera ráðstafanir, sem leiða til aukinna opinberra útgjalda, án fyrirfram samþykkis ríkis- stjórnar eða Alþingis. J ARÐRÆKT ARSTYRKURINN. Forystugrein Morgunbl. á sunnudaginn var, er um jarð- ræktarstyrkinn og þá lækkun hans, sem fjármálaráðherrann áætlaði í fyrra, þegar hann lagði fram fjárlagafrumvarpið. Hér í blaðinu var það talið rangt, að áætla styrkinn miklu lægra en fyrirsjáanlegt var, að hann myndi verða, að óbreytt- um jarðræktarlögunum. Frá sjónarmiði bændanna var þetta þó ekki aðalatriði málsins, held- ur hitt, að Jakob Möller fjár- málaráðherra fór fram á að fá heimild þingsins til að lækka styrkinn frá því sem lögákveðið er, ef hann teldi þess þörf, um 35%, eða fullan þriðjung. (Al- þingist. 1940 A, þingskj. 269). Á þetta vildi Framsóknarflokk- urinn ekki fallast, og kom hann í veg fyrir að þingið veitti heim- ildina. Morgunblaðið ,sneiðir vandlega hjá þessu aðalatriði málsins. K J ÖRDÆMASKIPUNIN. Árni frá Múla er nú farin að hamra á þeirri tillögu, að kom- ið verði á hlutfallskosningu í tvímenningskjördæmum. Slík breyting bætir þó ekki neitt úr þeim ágöllum, sem sjálfstæðis- menn hafa hingað til talið mesta á kjördæmaskipuninni, að lítið kjördæmi t. d. Seyðis- fjörður, hafi margfalt meiri rétt en stærri kjördæmi t. d. Reykj avík. Einu röksemdir Árna eru líka þær, að þessi breyting muni bæta aðstöðu Sjálfstæðisflokksins, eins og fylgi flokkanna er nú háttað. Eftir stuttan tíma gæti þessi breyting orðið óheppileg fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þá verð- ur líklega að breyta til aftur, ef að fylgja á þeirri reglu, að hafa kjördæma-skipunina eins og Sjálfstæðisflokknum kemur bezt á hverjum tíma! Annars hlýtur það að liggja í augum uppi, að naumast væri hægt að hugsa sér meiri glundroða, en ef fara ætti nú eða síðar að miða kjördæmaskipunina við flokkaskiptinguna. A KROSSGÖTUM Frá Hofsósi. — Búfræðingurinn. — Skipbrotsmönnum bjargað. — Gjöf til skála á söndunum eystra. — Úr Grímsey.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.