Tíminn - 13.03.1941, Side 4
120
IÍM1M, fimmtudagiim 13. marz 1941
30. blað
tfR BÆNUM
Flokksþing Framsóknarmanna
var sett í morgun. Þingið er mjög vel
sótt. Nánari frásögn kemur í næsta
blaði.
Alþýðusamband íslands
átti 25 ára afmæli í gær. Var þess
minnst með samsæti í Iðnó.
Vélbáturinn Þórir,
sem strandaði á Kerlingarskeri í
Skerjafirði, losnaði af skerinu með
flóðinu í fyrrinótt. Var flotholtum fest
við. Rak hann út flóa, og sást hann
þar marandi í hálfu kafi.
Sóffónías Þorkelsson,
verksmiðjueigandi frá Winnipeg,
hefir í hyggju að fara vestur um haf
með Dettifossi í næstu ferð. Hann
hefir nú dvalið hér nær því ár.
Rúnaðarþingi
var slitið árdegis í gær.
200 smálestir
af kartöflum eru nýkomnar til
landsins og verður úthlutað verzlunum
í Reykjavík, Hafnarfirði og í sjóþorp-
unum á Suðumesjum. Kartöflur þess-
ar eru enskar. Verðið verður 26 krón-
ur pokinn. Kartöflur þessar nægja
neytendum aðeins skamma hríð. Áður
en langt um líður mun von á kar-
töflum frá Kanada.
Styrjöldin um . . .
(Framh. af 1. síðu.J
kynnt, að hann muni veita
frönskum kaupförum her-
skipavernd, ef Bretar hafi
ekki slakaö til innan skamms
tíma. Hér er því um ágreinings-
mál að ræða, sem leitt getur til
ófriðar milli flota Frakka og
Breta. Þess má geta, að Bretar
hafa nýlega leyft innflutning
til hins óhernumda Frakklands
á vörum frá Rauða Krossi
Bandaríkjanna, sem eru ætlað-
ar frönskum börnum.
í mörgum brezkum blöðum
kemur fram sú skoðun, að úrslit
sjóhernaðarins velti á því,
hversu mikið verði byggt af
nýjum skipum í Bretlandi og
Bandaríkjunum á næstunni.
Aðalhjálpin frá Bandaríkjun-
um komi ekki fyrr en seinustu
mánuði þessa árs og þá ríði á,
að hafa nægan kaupskipaflota
og næga herskipavernd handa
þeim. Þess vegna hafi skipa-
byggingarnar næstu mánuðina
geysilega þýðingu. í öllum
löndum Bretaveldis eru skipa-
byggingar nú auknar eins og
mest má. Svipað má segja um
Bandaríkin.
Um keimaraskólaim
(Framh. af 3. síðu.)
að fullnægja myndi kennara-
þörfinni í landinu.
Ekki er ýkja örðugt að gera
sér í hugarlund, hversu margir
kennarar með stúdentsmennt-
un og háskólanámi mundu fást
í farkennarastöður úti um sveit-
ir landsins.
Hitt er álitamál, hvort al-
menn stúdentsmenntun er
heppilegri undirbúningur kenn-
araefnum en nám í sérstökum
kennaraskóla. í því sambandi
má benda á, hvernig á það mál
er litið á Norðurlöndum. Þar
hafa nú á undanförnum árum
farið fram athuganir á endur-
bótum kennaramenntunarinn-
ar og ný lög og reglur settar um
þau mál. í Noregi, Svíþjóð,
Finnlandi og Danmörku hafa
menn haldið fast við það, að
kennaraefni hefðu sína sér-
stöku kennslustofnun, kenn-
araskólana. Á fjölmennum
fundi kennaraskólastjóra, sem
haldinn var á Hindsgavl 1936,
var mál þetta til umræðu og
greidd um það atkvæði, hvort
heppilegt þætti að leggja niður
kennaraskólana og taka upp al-
mennt stdentsnám og háskóla-
nám í staðinn. Allir greiddu at-
kvæði á móti þeirri breytingu.
Auk þess, sem áður er sagt,
viljum við enn nefna tvennt til,
sem veldur því, að við teljum
heppilegra að hafa sérstakan
kennaraskóla. Almenn stúd-
entsmenntun og háskólanám
mundi vafalaust útiloka allflest
þess háttar fólk, sem sótt hef-
ir og sækir nú Kennaraskólann,
fátækt en áhugasamt fólk víðs-
vegar að úr sveitum og sjávar-
þorpum landsins, einmitt fólk-
ið, sem fáanlegt er til þess að
dreifa sér aftur út um sveitir
landsins að loknu námi._
Hitt atriðið er það, að allt
nám í kennaraskóla fer fram
með það mark fyrir augum, að
skila fólkinu ekki aðeins sem
lærðustu í hverri grein, heldur
og ekki siður sem leiknustu 1
því að kenna sjálft það, sem
lært er, búa það sem bezt undir
það að gerast leiðtogar og góð
fyrirmynd æskulýðs 1 landinu.
Svo að segja hver kennslustund
í kennaraskóla á að vera leið-
beining til nemenda um það,
hvernig þeir eigi sjálfir að
kenna. Auk þess eru þeir undir
handleiðslu æfingakennara,
þegar frá byrjun námsins. Þetta
sérstaka tillit til kennaraefna
er vitanlega ekki hægt að taka
i almennum menntaskólum,
enda er reynslan sú, bæði hér
og annars staðar, að stúdentar,
sem í kennarasköla koma, verða
í öllu því, er kennslu við kem-
ur, að byrja á því sama og
fyrstubekkingar Kennaraskól-
ans.
Sú hugmynd okkar, að Kenn-
araskólinn fái að halda áfram
og taka eðlilegpri þróun og nauð-
synlegum urnbótum, útilokar
vitanlega ekki framhaldsnám í
háskóla. Síður en svo. Þá fyrst,
eftir rækilegt nám í kennara-
skóla, teljum við, að kennara-
efni séu undir það búin að
stunda uppeldisfræðíiegt há-
skólanám, sem nefna má því
nafni með réttu. Kostur á slíku
framhaldsnámi hér er ekki að-
eins æskilegur, heldur beinlín-
is nauðsynlegur. Og ef góð sam-
vinna tækfst milli Kennara-
skólans og slíkrar háskóla-
deildar, hlyti það að leiða til
mikilla runbóta á kennara-
menntun :í landinu.
Væntum vér svo, að þér, herra
fræðslumálastjóri, takið mál
þetta til athugunar og komið
tillögum okkar á framfæri á
viðeiganc'i'i hátt, svo framarlega
sem þér, að yðar hálfu, fallizt
á þær.
Kennaxaiskólanum, 24. febrúar
1940.
Virðingarfyllst.
(Nöfnin)
Áramútagrem
skáldsíns
(Framh. af 2. síðu.)
dæmi Framsóknarmanna, til að
hvísla í eyru manna alls konar
áróðri gegn mönnum og mál-
efnum Framsóknarflokksins.
Hvað skyldu erindrekar Sjálf-
stæðisflokksins, hvort sem þeir
heita Thoroddsen eða Hafstein,
hafa á tveim síðustu árum
heimsótt mörg heimili í Norð-
ur-Múlasýslu, Skagafirði, Vest-
ur-Húnavatnssýslu, Barða-
strandarsýslu, Mýrasýslu og
Rangárvallasýslu, svo að maður
grípi aðeins niður í þeim hér-
uðum, sem Sjálfstæðismenn
leita harðast á. í Rangárvalla-
sýslu einni hafa verið haldnir
af Sjálfstæðismönnum 6—8
fundir síðastliðið ár, og i Skaga-
firði lá 'erindrekinn við, lengi
sumars s. 1. ár.
Opinbera flokksfundi Sjálf-
stæðismanna hefir sjálfsagt
enginn Framsóknarmaður lagt
sig niður við að telja; e. t. v.
eru þeir ekki margir yfir vetr-
armánuðina, sem stafar að
nokkru af því, að þeirra virðu-
legu erindrekar — og aðrir for-
ystumenn, með útlendu nöfnin
— leggja sjaldan á sig að ferð-
ast um landið, nema um há-
sumarið, þá, á mesta annatíma
hins vinnandi fólks, eru fundir
illa sóttir. Því er sá háttur upp
tekinn öllu meir en fundarhöld,
að ferðast bæ frá bæ, svo sem
Sölvi Helgason gerði forðum
daga. Sízt ættu liðsmenn slíkra
flokka að tala um ljósfælni
annarra manna.
í þessum vinnubrögðum hjá
Sjálfstæðisflokknum kemur
fram sama tilhneigingin eins
og alls staðar annars staðar —
„að tala tveim tungum.“
í kjördæmum Sjálfstæðis-
manna er sagt við Framsókn-
armennina og hina óánægðu:
„Við höfum þjóðstjórn. Það er
fjarri öllu velsæmi að gagn-
rýna gerðir þingmannsins.
Eiginlega ættu engar kosning-
ar að fara fram. Þjóðin hefir
ekkert að gera með það að láta
í Ijósi sína skoðun á stefnu og
störfum einstakra flokka eða
einstakra þingmanna.“
Allir, sem ekki syngja „halle-
lúja“ með þingmanninum, eru
úr órólegri deild, sem vill
sundra þjóðstjórninni.
í kjördæmum Framsóknar-
manna er sagt það gagnstæða.
Þar er gengið eða ekið bæ frá
bæ og sagt við Sjálfstæðismenn,
og þá, sem líklegt er að mót-
tækilegir séu fyrir áróður: „Við
verðum að herða róðurinn, svo
að við náum hreinum meiri-
hluta á Alþingi, eða a. m. k.
verðum við að ná því, að verða
stærsti flokkurinn á þingi, og
ná forsætinu; þá getum við
orðið aðalráðaflokkur þingsins.
Þá fyrst getum við framkvæmt
stefnu okkar. Við næstu kosn-
ingar verðum við að fella þing-
mann ykkar til að ná þessu
marki.“ Þar er ekki verið að
tala um órólegu deildina. Næstu
kosningar eiga eftir að sýna,
Tónlistafélaglg og
LeikfélagReykjavíkur
»NIT0UCHE«
Operetta í 3 þáttum eftir Harvé
SÝNING ANNAÐ KVÖLD KL. 8
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4
til 7 í dag.
ATH. Fyrsta klukkutímann
eftir að sala aðgöngumiða
hefst, verður ekki svarað í síma.
SAUMAVÉLARNAR
hjá
SIGURÞÓR
Hafnarstræti 4
Jörð til sölu,
Jörðin Hrúðunes í Gerða-
hreppi, er til sölu.
Upplýsingar gefur
FILIPPUS BJARNASON
brunavörður,
Reynimel 38, Reykjavík.
Jörðín Þverholt
i Álftaneshreppi, Mýrasýslu,
fæst til kaups og ábúðar i næstu
fardögum. Leiga á eigninni
getur komið til greina. Upp-
lýsingar gefur undirritaður.
EINAR SIGMUNDSSON,
Þverholtum.
hvort þessi vinnubrögð ná til-
gangi sínum.
Þessum málflutningi heyrir
það svo til, að hefja við og við
upp óp mikil, eins og annáls-
ritarinn úr A.-Húnvatnssýslu,
til þess að villa fólki sýn. Að-
ferðin er eins og hjá vasaþjófi,
sem hrópar manna hæst: „Tak-
ið þjófinn“. Slíkt leiðir stund-
um athyglina frá þeim seka.
Aðferðin er „hitlerisk“, enda
mun annálsritarinn dá aðferð-
ir þeirrar stefnu, ef ég þekki
úlfseyrun rétt.
Annálshugleiðingar sínar
endar „skáldið“ með þessum
orðum: „Ég get ekki við þessi
áramót óskað okkur Húnvetn-
ingur neinnar betri nýársóskar
en að okkur takist á þessu ný-
byrjaða ári að reka af höndum
okkar að fullu og öllu Sturlunga
tuttugustu aldarinnar — Fram-
sóknarmennina — .“
Þetta eru einkar hlýlegar ný-
árshugleiðingar. Eftir að hafa
minnt á Örlygsstaðabardaga og
rifja upp, á hvern hátt þeim
Sighvati og Sturlu voru fjör-
ráð búin, þá eggjar hann lands-
menn til hins sama gagnvart
Framsóknarmönnum. Það má
furðu gegna, að „samstarfs-
flokkur" skuli ala shka snáka
við brjóst sér og bera ábyrgð á
þeim, með því að birta skrif
þeirra nafnlaus.
Hitt þurfum við Húnvetning-
ar að gera upp við okkur sjálfa,
hversu æskilegt það er að mað-
ur með slíku hugarfari sem
annálsritarinn, skuli skipa
trúnaðarstörf í héraðinu, því að
vita má hinn Ijósfælni óeirða-
seggur það, að við flestir þekkj-
um hann á rithættinum, og
einnig þekkjum við allan hans
flekkótta lífsferil. Það má því
segja, að „yfirskoðunarmaður
Alþingis" sé ekki öfundsverður
af vikapiltinum.
Alþingi
(Framh. af 1. síðu.)
vörp til laga um breytingar á
lögum um fiskveiðasjóðsgjald
og Fiskveiðasjóð íslands. Aðal-
efni frv. er það, að gjaldið til
fiskveiðasjóðs hækki úr ya% í
2% af útflutningsverði sjávar-
afurða.
Frv. þess voru til 1. umræðu
í neðri deild í gær. Sigurður
Kristjánsson upplýsti, að þessi
mál væru nú til athugunar hjá
286 Robert C’. Oliver:
Hjólförin liggja í ýmsar áttir — það
voru gestir hjá iriér í gærkvöldi. Yður
er velkomið að rekja hvert þau liggja,.
ef þér teljið það ómaksins vert.
Það var greinilegt, að hann sagði
þetta til þess að reyna að gera Bob
hlægilegan. En Taylor grunaði einnig,
að það kynni að borga sig — og þar
var gömul regla, að fylgja öllum spor-
um — því ekki að gera það einnig nú..
— Ég er á sama máli og Bob. Ég á-
iít það ómaksins vert. Bærinn er ekki
stærri en svo, að það borgar sig.
— Þið skuluð ráða, sagði Braddock
skipstjóri.
Vesalings stúlkurnar, sem voru örvita
af ótta, vissu ekki hvað nú var að ger-
ast. Þeim var ekið frá húsi Emirs of-
urlítinn spöl út fyrir bæinn, þar
sem Múhameðstrúarmaðurinn hafði
kvennabúr, sem hann og Grabenhorst
kölluðu sín á milli „stóðið.“
Þennan stað var hægt að nota til
margs. Hið ytra leit þaö út eins og
lystihús heiðarlegs Araba — eins og
líka var ætlunin á yfirborðinu — en
hið innra var öðru máli að gegna. En
Emir lét sér það í léttu rúmi liggja, því
hann ríkti þarna eins og konungur. Og
þótt hann væri ekki neitt sérstaklega
vinveittur hvíta kynþættinum, þá var
Æfintýri blaðamannsins 287
hann þó honum sammála í einu at-
riði. Hann var húsbóndi á sínu heimili.
Enginn óviðkomandi fékk að stíga
' fæti sínum þar inn.
Aftur á móti voru margir þarna kær-
komnir gestir, meðal annara kaupmenn
eyðimerkurinnar, sem fluttu margs-
konar vörur til hallanna í þessu sól-
heita sandríki.
Og þetta var hugmynd Emirs. Hann
vissi hvað hann hafði borgað fyrir þess-
ar þrettán hvítu konur. Það var ekki
svo lítil upphæð, en eyðimerkurhöfð-
ingjarnir myndu áreiðanlega greiða
hana tvöfalda.
Og kæmust stúlkurnar þangað út
eftir, gat ekki sjálfur djöfullinn fundið
þær — hvað þá haft þær á brott.
Hér voru þær Lucy, Doris og allar
hinar þennan sólheita morgun.
Klæðnaður þeirra var nú farinn að láta
á sjá, en hinir húðdökku fylgdarmenn
þeirra tóku ekkert eftir því. Hér biðu
þeirra aðrir búningar. Þeirra mesta
prýði voru ekki fötin, heldur gullið
hárið og hin mjúka hvíta húð, sem
engin Arabastúlka nokkru sinni gat
sýnt samjöfnuð við.
Emir átti um þetta leyti von á kaup-
mönnum víða að úr eyðimörkinni.
Hann var líka undir þetta búinn.
í húsinu utan við bæinn, þar sem
r--~--— GAMLA BÍÓ------;i
ROBINSON
fjölskyldan
(SWISS FAMILY
ROBINSON).
Stórfengleg amerísk kvik-
mynd frá Radio Pictures.
Leikarar:
Thomas Mitchell,
Edna Best,
Freddy Bartholomew.
Sýnd kl. 7 og 9.
----------NÝJA BÍÓ-------
„Gold Diggersf<
í París
Fyndin og fjörug amerísk
,,revy“-mynd.
Aðalhlutverkin leika og
syngja:
RUDY VALLEE og
ROSEMARY LANE.
Sýnd kl. 7 og 9.
PERLA
ii
M e s t og bezt
f.yrír krúnima
með því að uota
— þvottaciuftið —
---PERLA----------
Eftírtaldar vörur
höfuni við venjulcga til sölu:
Frosið kindakjöt af
DILKUM — SAUÐUM — ÁM.
NÝTT OG FROSIÐ NAUTAKJÖT,
SVÍNAKJÖT,
ÚRVALS SALTKJÖT,
ÁGÆTT HANGIKJÖT,
SMJÖR,
OSTAR,
SMJÖRLÍKI,
MÖR,
TÓLG,
SVIÐ,
LIFUR,
EGG,
HARÐFISK,
FJALLAGRÖS.
Samband ísl samvmnufélaga.
Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag.
Reykhús. — Frystihús.
Mðnrsuðuverksmiðja. - Bjúgnagerð.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu; Niður-
soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls-
konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði.
Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir
fyllstu nútímakröfum.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar
um allt land.
frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur.
HEiLDSÖLUBlRGDIR: ARNl JÓNSSON, HAFNARST.5,'REYKJAVÍK.
sjávarútvegsnefnd neðri deild-
ar og taldi það óheppilegt að
einstakir þingmenn væru að
flytja frv. um málið meðan ver-
ið væri að reyna að ná um það
samkomulagi milli flokkanna.