Tíminn - 15.03.1941, Blaðsíða 4
124
TÍMINIV, lawgardagiim 15. marz 1941
31. blatS
Sjállstæðismálið enn
(Framh. af 2. siSu.)
„Hins vegar sé ég, að í blaði
Héðins Valdimarssonar, „Nýtt
land“, er alveg eindregið haldið
fram þeirri skoðun, að sam-
bandssáttmálinn við Dani sé úr
gildi fallinn og stofna eigi lýð-
veldi á íslandi þegar á þessu
þingi. Sama skoðun mun fyrir
alllöngu hafa komið fram í
kommúnistablaðinu „Þjóðvilj-
inn“.“
Hér er rétt með farið. Meðal
aðalhvatamanna þess á opinber-
um vettvangi, að lýðveldi væri
þegar lýst yfir,hafa verið Héðinn
Valdimarsson og þó einkum Arn-
ór Sigurjónsson. Um þetta hafa
birzt margar greinar í blaðinu
„Nýtt land“. í blaði kommúnista,
„Þjóðviljanum“, birtist fyrra
sunnudag grein (leiðari blaðs-
ins), þar sem hneykslast er á
því, að ekki hafi verið lýst yfir
lýðveldi nú þegar.*)
Það er auðvelt fyrir lesendur
að lesa fyrri grein mína og bera
saman það, sem hér skiptir máli.
Það er annað að segja, að menn
vilji skilnað, en að segja, að þeir
vilji fara áhættuleiðina til að
framkvæma skilnaðinn.
VI. Lög-fræðingar.
J. J. segir, að ég „hafi ósann-
gjarnlega mikla trú á áliti lög-
fræðinga að því er snertir lausn
sjálfstæðismálsins". Svo mörg
eru þau orð. Ég hefi í grein
minni ekkert sagt, sem gefi til-
efni til slíkra ummæla. En ekki
neita ég því, að mér þykir álit
þeirra skipta verulegu máli, er
um það er að ræða, að skýra
samning — sambandssáttmál-
ann, sem íslenzka ríkið hefir
gert. — J. J. kannast við, að
Jón Sigurðsson hafi verið hinn
snjallasti lagamaður. J. S. taldi
einmitt nauðsynlegt, að afla sér
þeirrar þekkingar til að geta
byggt á, meðal annars, í sjálf-
stæðisbaráttunni. En hvað svo
um J. J. sjálfan. Hann byggir
einmitt ritgerð sína á áliti
þriggja lögfræðinga, þeirra
Bjarna Benediktssonar, Einars
Arnórsson og Knud Berlin. —
Hann hefir meira að segja svo
mikið við hina tvo síðastnefndu,
að hann birtir álit þeirra sem
einskonar „guðspjall“ á fremstu
síðu blaðsins og vitnar þar í
greinina. En í greininni segir
J. J.: >
„Þessi skoðun byggist á sam-
hljóða dómi þriggja ríkisréttar-
fræðinga, sem skýrt hafa málið
á óhlutdrægan hátt“.“*)
Hitt er svo annað mál hvort
álit þessara lögfræðinga muni
reynast honum sá styrkur, sem
hann gerir sér vonir um. — Um
álit Bjarna Benediktssonar hefi
ég áður rætt, og ég býst við, að
flestum reynist erfitt að komast
að þeirri niðurstöðu, að álit
Knud Berlin — ef þeir lesa það
gaumgæfilega — sé sönnun í
þessu máli. Hafa og íslending-
ar sjaldan vitnað til þess manns
sjálfstæðisbaráttu sinni til
stuðnings. Tilvitnunin í álit
Einars Arnórssonar er „óekta“
svo ekki sé meira sagt. Hún er
rétt upp tekin, það sem hún
nær, en einhvernveginn hefir
J. J. sézt yfir nokkuð, sem miklu
máli skiptir. Á bls. 127 í bók
þeirri, sem J. J. vitnar til,
„Þjóðréttarsamband íslands og
Danmerkur“, segir svo:
„Vera má ennfremur, að
framkvæmd sambandslaganna
kynni að einhverju leyti að
frestast vegna óviðráðanlegra
atvika. Þetta gæti orðið, ef
annað ríkjanna yrði tekið her-
skildi bili (okkuperað) eða
ef það aðeins lenti í ófriði.
Danmörk gæti orðið ómögulegt
að fara með utanríksmálaum-
boðið, ef hún lenti í ófriði, nema
að nokkru leyti. Og frestaðist
þar með framkvæmd sam-
bandslaganna að nokkru
leyti.“*)
Eins og sjá má, eru þessi 'um-
mæli bókarinnar, sem J. J.
sleppir, einmitt um áhrif þess
á sambandssáttmálann, ef Dan-
mörk yrði hernumin, m. ö. o.
það, sem nú liggur fyrir. —
Á þessum grundvelli, með því
að gleyma þeirri tilvitnun, sem
aðallega átti við, deilir svo J. J.
á Einar Arnórsson persónulega,
segir að hann sé „tvískiptur
sem lögfræðingur“, og ber fram
fieiri ámæli í hans garð. Ég
bygg, að þessi málsmeðferð sé
tæpast til framdráttar fyrir
málstað J. J. — Það er auk þess
alveg óhafandi, að leitað sé
álits sérfróðra manna, sem síð-
an láta það í té í góðri trú, og
ráðast svo að þeim persónulega,
ef einhverjum fellur álitið ekki
vel í geð. Og hvers vegna deilir
J. J. ekki einnig á hæstaréttar-
dómarana Gissur Bergsteinsson
og Þórð Eyjólfsson, sem eru
samdóma Einari Arnórssyni?
Ég held, að Jón Sigurðsson
hefði ekki notað lagamálstað-
inn með þessum hætti.
VII. Álit annarra þjóða.
J. J. telur Þjóðverjum myndi
geðjast mjög að því, að við lýst-.
um yfir lýðveldi nú þegar og
telja það sýna „germanskt“
sjálfstæði. Ég er ekki alveg
sömu skoðunar, en ég held að
ekki sé eyðandi tíma til að deila
um það.
England og Bandaríkin hafa
um flest mál þessarar tegundar
svipaða afstöðu — sem eðlilegt
er.
Um England hefi ég látið þá
skoðun í ljós, að það myndi ekki
geta fallizt á, að það væri rétt
leið í sjálfstæðismálum íslands,
að slíta samningum nú þegar
og lýsa yfir lýðveldi. Ég vitnaði
í ummæli ensks tímarits. Um
þetta segir J. J.: „Grundvöllur-
inn undir þessari hugarsmið er
veikur“. Hann segir að enskt
blað hafi minnst „góðlátlega“
á málið.
Nú veit J. J. það nákvæmlega
eins veKog ég, — það mál hefir
verið rætt við hann á allmörg-
um fundum — að ég hafði miklu
sterkari vissu en í skrifum hins
enska blaðs um álit Breta á
áhættuleiðinni í sjálfstæðisrnál-
inu. Sennilega hefir J. J. verið
búinn að gleyma þessu þegar
hann segir: „grundvöllurinn
undir þessari hugarsmíð er
veikur“, o. s. frv. Ég vil ekki
gera J. J. þær getsakir, að hann
telji sig geta látið það líta svo
út, að ég fari með rangt mál
vegna þess, að ég geti ekki
vitnað til þeirra sannana, sem
ég hefi fyrir mínum málstað.
En úr því að hin almennu um-
mæli mín um þetta atriði eru
véfengd, skal það nú sagt, sem
ég að öðrum kosti ekki hefði
talið ástæðu til að láta fram
koma opinberlega að svo stöddu.
Það, sem við J.J. vitum báðir
um þetta mál og báðum hefir
verið kunnugt nokkurn tima, er
þetta:
íslenzku ríkisstjórninn hefir
venjulega boðleið verið skýrt
frá áliti brezku. ríkisstjórnar-
innar, að því er varðar fram-
komnar raddir um að slíta
konungssambandinu, lýsa yfir
stofnun íslenzks lýðveldis, og
að sambandslögin séu fallin úr
gildi nú þegar vegna vanefnda
konungs og dönsku stjórnarinn-
ar. Það, sem tilkynnt hefir verið
íslenzku stjórninni, er í sam-
ræmi við hina tilvitnuðu ensku
tímaritsgrein, að ráðlegra sé að
fara hægari leiðina.
Þetta er hinn „veiki grund-
völlur“ undir „hugarsmíð"
minni um álit Breta á þessu
máli.
VIII. Vanefndarétturinn.
J. J. segir: „Leiðirnar eru ekki
þrjár heldur tvær. Annað hvort
er að viðurkenna sáttmálann
eins og Jóh. Jósefsson, eða við-
urkenna hann ekki eins og
Bjarni Benediktsson“. Þriðja
leiðin, sem ég hefi bent á, seg-
ir hann að sé aðeins „haltu mér,
slepptu mér“ — aðferð, sem
endi í „blindgötu“. Að þessari
staðhæfingu sinni færir J. J. þó
engín sérstök rök.
Eins og ég hefi áöur tekið
fram, byggir J. J. það álit sitt,
að sambandsslit séu fær nú
þegar að áliti þriggja lögfræð-
inga, sem þó séu ósammála
öðrum lögfræðingum. En um
geymslu réttar vegna vanefnda
telur hann álitlögfræðinga engu
skipta, þó að þeir séu sammála.
Að visu gengur J. J. inn á, að í
einkamálum muni vanefnda-
rétturinn geymast, — enda
næsta erfitt að neita því, þar
sem slíkt kemur fyrir og er not-
að í framkvæmd í hundruðum
tilfella hér á landi ár hvert, —
og fjöldi, jafnvel flestir lands-
menn kannast við það, ef á er
minnt. En þessi sami réttur er
ekki aðeins til I einkarétti, held-
ur einnig í þjóðarétti, og þar
enn ríkari en í einkaréttinum.
Þegar hinir fjórir lögfræðingar
og þj óðréttarf ræðingar, voru
um það spurðir, hvort van-
efndaréttur okkar gagnvart Dön
um geymdist, svöruðu þeir þvi
allir afdráttarlaust, að á því
væri enginn vafi. Það voru
einnig þeir, sem orðuðu það
jafnframt, hvernig koma mætti
því fyrir, að krefjast endurskoð-
unar og geyma vanefndarétt-
inn jafnframt til nota fyrir fs-
lendinga, hvenær, sem þeir
teldu sér henta að nota hann.
Ég hefi rætt við fleiri lögfræð-
inga um þetta atriði og engan
hitt, sem dregið hefir þetta í
efa.
Þótt vanefndarétturinn sé
ekki eins ríkur í einkarétti og
þjóðarétti, vil ég taka eitt dæmi
úr einkaréttinum um þær þrjár
leiðir, sem unnt er að fara:
A skuldar B og á að greiða
þá skuld á 10 árum. A vanefnir
samninginn svo að telja má,
að skuldin sé samkvæmt samn-
ingnum öll fallin í gjalddaga
þegar í stað. Skuldareigandinn,
B, hefir þá ekki aðeins tvær,
heldur þrjár leiðir um að velja.
Hann getur reynt að nota van-
efndaréttinn þegar. Það er leið
J. J. í öðru lagi getur hann sagt
við skuldarann, A: Þú hefir ekki
vanefnt neitt, og þar með er
vanefndarétturinn fallinn nið-
'ur. Það er leið Jóhanns Þ. Jó-
sefssonar. Og í þriðja lagi get-
ur hann, eins og þráfaldlega er
gert, sagt við skuldarann, A:
Ég tel, að þú hafir vanefnt
samninginn, og að öll skuldin
sé fallin í gjalddaga. Ég ætla
ekki að nota þennan rétt nú, en
áskil mér rétt til að nota hann
síðar, þegar ég vil. — Og það
getur hann gert að réttum lög-
um. Þetta er sú hin þriðja leið,
sem einnig gildir í sjálfstæðis-
málinu, ef við viljum. Ég held
því, að grundvöllurinn undir
þessari „hugarsmíð" J. J. (svo
að ég noti hans eigin orð), að
þessi leið sé ekki til, sé meira
en lítið veikur. —
IX. Undirbúning-sleysiff.
J. J. deilir á ríkisstjórnina
fyrir undirbúningsleysi í sjálf-
stæðismálinu. J. J. hafi því þurft
að annast, að einhver undir-
búningur yrði. Ég hefi áður
skýrt frá, hvernig stjórnin leit
á þetta. Þingmannafundur var
haldinn um málið þegar er
þingmenn komu til bæjarins.
Frá einum þingmanni kom fram
rödd um það, að undirbúning-
ur hefi mátt vera meiri. Stjórn-
in skýrði þá frá því, að stjórn-
arskrárfrumvarp væri tilbúið, ef
til þyrfti að taka og að stjórn-
in hefði látið semja ítarlegt rit
til leiðbeininga _um meðferð ut-
anríkismála, og væri það undir-
búið til prentunar. Stjórnin
hefði lagt áherzlu á, að þessi
undirbúningsverk yrðu unnin.
Mér skildist að þingmaðurinn
léti sér nægja þessi svör.
En að gefnu þessu tilefni
spurði ég þingmenn þá þegar
um það, hvort þeim myndi hafa
þótt það betri undirbúningur
til heppilegra lausnar, að stjórn-
in hefði án þess að ráðfæra sig
við þingmenn, sem vitað var að
voru ekki sammála um leiðir,
lagt fram tillögur i málinu í
byrjun þings. Eða hVort það
myndi hafa verið heppilegri
undirbúningur undir sameigin-
lega lausn, að ráðherrarnir
hefðu byrjað á blaðaskrifum
um málið, án þess að tala við
þingmenn, og reyna að . sam-
eina þá um lausn málsins. Þá
kom ekki fram ein einasta rödd
um það, að sú aðferð hefði ver-
ið skynsamleg. Ég skal ekkert
um það dæma á þessu stigi,
hvort skrifin um sjálfstæðis-
málið eru til bóta fyrir lausn
þess. En alkunn eru skeytin,
sem fóru á milli Björnstjerne
Björnson og Mikkilsen, þegar
hinn síðarnefndi var að leysa
sjálfstæðismál Norðmanna. **)•
Enn telur J. J. það bera vott
um deyfð, að ekki hafi verið
haldinn nema einn sameiginleg-
*) Merkilegar upplýsingar um sjáií-
stæðismál Norðmanna er að finna m.
a. í æfisögu Friðþjófs Nansen eftir Jón
Sörensen (1931), sem ég hefi nýlega
kynnt mér. Þar er frá því skýrt, að
innan ráðuneytisins, sem skildi við
Svía, hafi verið ágreiningur um stjórn-
arfarið. Friðþjófur Nansen var þá er-
lendis, einkum 1 Englandi, fyrir hönd
Norðmanna til að kynna sér viðhorf
annarra þjóða. Á lokuðum fundi i
Stórþinginu skýrði hann þingheimi og
ríkisstjórn Norðmanna frá viðræðum
sínum, einkanlega við brezka stjórn-
málamenn um þetta mál. Kom það
fram.að brezkir stjómmálamenn höfðu
ákveðnar óskir fram að bera um það,
hvemig stjómarfari hins unga ríkis
yrðl háttað og hafði þetta mjög mikil
áhrif í Noregi, með því að hyggilegt
þótti, að eiga hið brezka veldi að bak-
hjarli í átökum, sem verða kynnu við
fyrrverandi sambandsþjóð eða aðra að-
ila. Er og ósennilegt að Norðmenn, hafi
unnað svo hinum dönsku og sænsku
konungum fyrri alda, að þeir af þeim
ástæðum hafi vísað lýðveldinu á bug.
*) Leturbreyting mín. — H. J.
*) Leturbreyting mín. — H. J.
290
Robert C. Oliver:
Æfintýri blaðamannsins
291
bjóða í, hver í kapp við annan. í hvert
skipti, sem boð var hækkað runnu
fleiri peningar í hans vasa.
Emir klóraði sér ánægjulega i skegg-
inu og -kinkaði kolli. Doris misskildi
þessi ánægjumerki og taldi þau benda
til þess, að einhverjar mannlegar til-
finningar kynnu að leynast hjá þess-
um skuggalega manni.
Hún gekk til hans og horfði biðjandi
á hann.
— Ókunni herra. Þér virðist hafa
völd hér. Ég bið yður vegna vinstúlkna
minna, hafið meðaumkvun með okkur.
Við erum ekki hér með fúsum vilja —
við vorum tældar hingað undir fölsku
yfirskyni — hjálpið okkur héðan burt.
Emir horfði ánægður á tárin, sem
glitruðu í bláum augum stúlkunnar.
Honum fannst þau líkjast morgun-
dögg. Hann hlustaði varla á hvað hún
sagði.
— Yður mun verða launað rikulega
ef þér hjálpið okkur, sagði Doris og
neri hendurnar.
Það var eins og þessi orð vektu Emir.
— Launa? Haha! Svo mikla peninga
eigið þið smáfuglarnir ekki.
— Við erum að vísu ekki ríkar, en við
skulum vinna og græða fé á danssýn-
ingum okkar. Ef til vill hjálpar ríkið
okkur.
— Dans! O-já. Þið eruð þá dans-
meyjar. Dansmeyjar eru dýrmæt vara.
Það ætlaði Emir að muna þegar hann
færi að tala við kaupendurna.
Lucy hafði setzt. Hún vissi fyrirfram
að allar bænir voru einkisvirtar. Hún
vissi of mikið til þess að geta trúað á
meðaumkvun þessara manna. Samtal
Emirs og Doris heyrði hún eins og fjar-
lægan nið.
En hér var ekki hægt að snúa við.
Luuy hafði hætt sér feti of langt. Hún
hafði verið aðvöruð — hún hafði vitað,
hve áhættan var mikil. En vonin um
það, að geta ráðið leyndarmálið — gát-
una miklu um líf föður hennar — hafði
knúið hana út í þessar ófærur. Sárast
var að hafa engu áorkað — og fallið
sjálf í snöru glæpalýðsins.
Mitt í raunum sínum trúði hún þó
alltaf á Bob. Hún mundi svo vel eftir
góðlegu, bláu augunum hans, eins og
þau voru í fyrsta skipti, sem hún sá
hann — áður en hún þekkti hann eða
hann hana. Svipur hans var svo hreinn
og góðlegur, að hún gat aldrei trúað
þvi, að hann væri glæpamaður.
En hvers vegna sá hún hann ekki
lengur? Hvers vegna hafði þeim. verið
ekið burt í svo miklum flýti? Hvað var
að gerast — og því kom ekki Bob? í
sinni eigin angist fann hún, að hún var
r-~----GAMLA BÍÓ-------y
ROBINSON
fjjölskyldan
(SWISS FAMILY
ROBINSON).
Stórfengleg amerísk kvik-
mynd frá Radio Pictures.
Leikarar:
Thomas Mitchell,
Edna Best,
Freddy Bartholomew.
Sýnd kl. 7 og 9.
r-------NÝJA BÍÓ——---~~
„Gold Diggers44
í París
Fyndin og fjörug amerísk
„revy“-mynd.
Aðalhlutverkin leika og
syngja:
RUDY VALLEE og
ROSEMARY LANE.
Sýnd kl. 7 og 9.
Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur.
Framhalds-aðalStmdur
verður haldinn í Kaupþingssalnum 'mánudaginn 17.
marz, kl. 8.30.
DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf samkv.* félagslögum.
2. Rætt um uppsögn enska lánsins.
3. Rætt um nýbyggingar.
STJÓRNIN.
ur þingmannafundur um málið.
Ég verð því að upplýsa, að það
var samkomulag í Framsóknar-
flokknum (J. J. var því einnig
sammála) að ekki væri ástæða
til að halda sameiginlegan
þingmannafund um málið fyrr
en flokksþingið, sem stóð fyrir
dyrum,hefði rætt það. Ég er því
dálítið undrandi yfir því, að J.
J. skuli gera þetta að ádeilu-
atriði, því að það getur ekki
vakað fyrir honum, að gera
mig og samstarfsmenn mína í
ríkisstjórninni tortryggilega að
ósekju.
X. Markmið og leiffir.
Það kemur hvað eftir annað
fram hjá J. J„ vafalaust óvilj-
andi, að ekki sé aðeins ágrein-
ingur um leiðirnar í sjálfstæð-
ismálinu, heldur og um tak-
markiff. Um þetta liggja þó fyr-
ir tvær skýrar yfirlýsingar Al-
þingis, þar sem allir viðstaddir
þingmenn lýsa yfir því, að ís-
lahd muni þegar eftir 1943
engu öðru una en fullum um-
ráðum mála sinna. Alveg sam-
róma yfirlýsingar hafa birzt í
öllum blöðum landsins og kom-
ið fram í öllum fundarsam-
þykktum um málið, hvaða
flokkar, sem að hafa staðið.
Skýrari yfirlýsingu um einingu
geta tæpast legið fyrir.
Ágreiningur um markmið í
sjálfstæðismálinu getur því
ekki verið fyrir hendi nema til
séu einhve.rjir faldir „svikarar
við frelsið"'. Það þarf sannast
að segja nokkra „dirfsku" til að
bera slíkt á samþingsmenn sína
og samborgara, sem að fundar-
samþykktunum standa. En það
virðist þó vera ætlan J. J. Sann-
anir eru skiljanlega ekki til-
tækar, en J. J. leyfir sé að geta
sér þessa til. Hann virðist
meira að segja vera talsvert á
veg kominn að finna þessa
menn. Hér kemur hin nýja frá-
sögn um för Staunings aftur til
sögunnar. Hún er tendurtekin
og nú yfirsézt ekki Stauning
eins og J. J. hafði áður haldið.
J. J, segir orðrétt:
„Það þarf ekki nema einn
flokk, eða einn ráðherra, til að
draga úr samstarfsmönnum í
samstjórn. í stuffningsflokkum
stjórnarinnar varð hér og þar
vart viff linku í sjálfstæffismál-
inu, sem ekki var í samræmi
við yfirlýsingar fyrri þinga.
Stauning hafði ekki meff öllu
yfirsézt,*) þó að hann hefði að
mestu leyti byggt á villandi for-
sendum."
Ég ætla ekki að dæma um
þessi ummæli. Það geta lesend-
urnir gert. En ég held að þrátt
fyrir þau, sé þjóðinni það Ijóst,
að hún er einhuga um það sem
mestu skiptir í sjálfstæðismál-
inu, og að svo sé einnig um
þann hluta hennar, sem kall-
ast áhrifamenn um landsmál.
Ágreinlingurinn er affeins um
leiffir að sameiginlegu marki
Það er ekki ýkja erfitt verk,
að ganga fram fyrir skjöldu í
máli, þar sem það er meira og
minna opinbert að allir eru
samhuga. J. J. hefir oftast val-
ið sér örðugri. viðfangsefni og
*) Leturbreytlng mín. — H. J.
Tómlistafélagig o»
Leikf élag Reyk jjavíkur
»NIT0UCHE«
Operetta í 3 þáttum eftir Harvé
SÝNING ANNAÐ KVÖLD KL. 8
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4
til 7 í dag.
ATH. Fyrsta klukkutímann
eftir að sala aðgöngumiða
hefst, verður ekki svarað í síma.
Hestur tapaðíst
frá Ferjukoti, jarpur, 6 vetra
gamall, járnalaus. Mark: Stig
aftan hægra, biti aftan vinstra.
Finnandi láti vita á síma-
stöðina í Ferjukoti.
Tindarnír og . . .
(Framh. af 3. síðu.)
styrk, sem með þarf til að
verða frjáls og til að vernda
frelsi sitt. Anda flatneskjunn-
ar mun skipað á hæfilegan
sess. Hvítbláinn mun verða
helgitákn frjálsra íslendinga.
Vélaiðjan mun. opna auðlindir
hafs og lands, en ekki til að
gera íslendinga að þjónum
dauðra hluta. Tign landsins,
sem áður fyrr kenndi börnum
þess að skapa ódauðlegar bók-
menntir, mun undir nútima-
kringumstæðum leiðbeina þjóð-
inni um að starfa mikið, bæði
að efnalegum framförum og þá
ekki siður að því, að göfga
anda mannsins, þvi að það eitt
gefur lífi þjóðanna varanlegt
gildi.
áunnið sér fyrir það með réttu
traust manna og þökk.
í þessu máli er hinn sameig-
inlegi vilji svo augljós og yf-
irlýstur, að ég held að það tak-
izt ekki — eða sé ástæða til —
fyrir neinn flokk eða neina
menn, að tileinka sér það um-
fram aöra. Til þess þyrfti að
gera ráð fyrir minni* skarp-
skyggni hjá sagnfræðingum
framtíðarinnar en hingað til
hefir verið til staðar á íslandi.
í mínum augum er sjálf-
stæðisbarátta íslendinga þrí-
þætt viðfangsefni:
í fyrsta lagi vernd tungunn-
ar og annarra þjóðlegra og
menningarlegra verðmæta.
í öðru lagi fjárhagslegt sjálf-
stæði þjóðarinnar.
í þriðja lagi fullt stjórnar-
farslegt frelsi með viðurkenn-
ingu annarra þjóða.
Þetta þrennt er allt álíka þýð-
ingarmikið, ef um það er að
ræða, að byggja upp og vernda
sjálfstætt þjóðríki. Það verður
allt að haldast í hendur. Með
því eina móti getur þessi litla
frelsiselskandi þjóð náð lang-
þráðu takmarki: Að mega sjálf
skapa sér örlög.