Tíminn - 15.03.1941, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.03.1941, Blaðsíða 1
I RITSTJÓRI: < ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ( FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ! ÚTGEFANDI: J FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. 25. ár. Reykjavík, laugardagiim 15. marz 1941 RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindárgötu 9A. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 31. blað Störi búnaðarþingsíns Alls vom aigreidd 72 mál FLOKKSÞINGIÐ Þegar mættir á þriðja iumdrað fnlltráar Flokksþing Framsóknarmanna var sett í Iðnó kl. 10 árdegis síðastl. fimmtudag. Var fundar- salurinn fullskipaður, því auk fulltrúa, voru mættir nokkrir gestir. Formaður flokksins, Jónas Jónsson, setti þingið og flutti síðan ítarlega yfirlitsræðu. Að lokinni ræðu hans var kosin kjörbréfanefnd. Annar fundur hófst kl. 2 e. hád. Bjarni Bjarnason alþm. skýrði frá störfum kjörbréfa- nefndar og síðan flutti Eysteinn Jónsson viðskiptamálaráðherra itaregt erindi um viðskiptamál og fjármál. Að loknu erindi hans hafði Ólafur Jóhannesson lögfræðingur framsögu um húsbyggingarmál flokksins og urðu um það nokkrar umræður. Á þessum fundi voru skipaðar ^ftirtaldar nefndir: Stjórn- málanefnd, sjálfstæðisnefnd, fjármálanefnd, landbúnaðar- nefnd, sjávarútvegsnefnd, iðn- aðarnefnd, menntamálanefnd, allshérjarnefnd, flokksskipu- lagsnefnd, fjárhagsnefnd flokksins og blaðnefnd. Þriðji fundur hófst kl. 9.30 árdegis á föstudag. Hermann Jónasson forsætisráðherra flutti erindi um stjórnmál. Fjórði fundur hófst kl. 2 e. h. Steingrímur Steinþórsson alþm. flutti erindi um landbúnaðar- mál og Skúli Guðmundsson er- indi um sjávarútvegsmál. Síð- an voru stuttar framsöguræður um nokkur einstök mál, er síðan var vísað til nefndar. Fimmti fundur hófst kl. 9.30 í morgun. Voru þar fluttar framsöguræður um nokkur mál. Enn er ekki hægt að segja til íullnustu um hversu fjölmennt þingið verður, því að allmargir fulltrúar voru í morgun ókomn- ir til þings, m. a. Austfirðingar. Þegar eru mættir hátt á þriðja hundrað fulltrúar. Fundarstjóri þingsins á fimmtudaginn var Jörundur Brynjólfsson alþingismaður, í gær Einar Árnason alþm. og í dag Bjarni Bjarnason alþm. Alþíngí minníst sjómanna Á fundi sameinaðs Alþingis í fyrradag var minnzt sjómanna þeirra, sem hafa farizt síðan þing kom saman. Flutti forseti sameinaðs þings ræðu og risu þingmenn siðan úr sætum sín- um til að votta hinum látnu virðingu sína. Síðan Alþingi var sett 15. f. m. hafa 40 íslendingar farizt í sjóslysum, en alls hafa farizt 50 menn á þessu ári. Á síðast- liðnu ári fórust 53 íslenzkir sjó- menn og er sú tala stórum hærri en meðaltal undanfar- inna ára. Búnaðarþingi er nú fyr- ir nokkru lokið. Sat það á rökstólum í réttar sex vik- ur og hafði til meðferðar 78 mál og þingsályktunar- tillögur. Hlutu 72 þeirra fulla afgreiðslu. Eins og gefur að skilja var margt merkra mála, er þingið fjallaði um. Meðal þeirra voru vandræði þau, er nú steðja að íslenzkum landbúnaði vegna sauðfjársjúkdómanna. Hafði búnaðarþingið til umsagnar lagabálk mikinn um varnir gegn útbreiðslu ’ sauðfjársjúk- dómanna og útrýmingu þeirra. Eru þar ráð lögð á um varnirnar og hvernig mál skal upp taka þegar héraðsbúum og stjórn- arvöldum þykir ráðlegast að grípa til fjárskipta, og hversu bæta tjón það, er af slíkum ráðstöfunum leiðir. Annars mjög rætt um, að fjárskipti yrðu í ár höfð milli Blöndu og Héraðsvatna, norðan Vatns- skarðsgirðingar, og að reynt yrði að útrýma garnaveikinni í Norður-Þingeyjarsýslu og í Ár- nessýslu, á svæðinu milli Hvít- ár og Þjórsár. En ákveðnar til- lögur um þetta voru ekki sam- þykktai* Þingið mælti með þeim breyt- ingum á j arðræktarlögunum, að hækkaður yrði allmikið jarð- ræktarstyrkur til ýmissa um- bóta, sérstaklega framræslu. Einnig verði jarðræktarstyrk- urinn greiddur með verðlags- uppbótl Um ábúðarlöggjöfina var lagt til, að sú breyting yrði gerð, að banna jarðareigendum að selja jarðeignir á leigu gegn hærra afgjaldi en 4 af hundraði af fasteignamatsverði og meiri hömlur settar gegn því, að hægt sé að bola leiguliðum brott af bújörðum. Þá fjallaði búnaðarþingið um frumvarp til laga um jaröa- urjóns Kristjánssonar í Forsæti i Flóa fyrir spunavélasmíði. Ýmsar breytingar lagði bún- aðarþing til að gerðar yrðu á búfj árræktárlögunum, að því er tekur til hrossaræktar. Gengu þær i þá átt, að ríkið skal stofna uppeldisstöð fyrir stóð- hesta, og sé hún rekin undir umsjón Búnaðarfélagsins. Jafn- framt samþykkti þingið reglur um hrossasýningar. Milliþinganefnd, er búnaðar- þing skipaði síðast, flutti tillögur um breytingar á lögun- um um byggingar- og land- námssjóð. Samþykkti búnaðar- þingið að skora á Alþingi að hækka framlag til endurbygg- inga á sveitabæjum og nýbýla, veita árlega fé til húsabóta á þjóðjörðum og bæta til mikilla muna aðstöðu þeirra, er nýbýli reisa, þar eð reynslan hefir sýnt, að ungu og efnalausu fólki er algerlega ofvaxið að stofna nýbýli á þann hátt, sem nú er til ætlazt. Um þá ráðagerð, að Búnaðar- félag íslands kaupi Hólm í Landbroti og vélasmiðjuna þar gerði búnaðarþing þá ályktun, að festa skyldi kaup á eignun- um, enda veitti Alþingi til þess fé að nökkru. Af öðrum tillögum, sem hér er rúm að rekja að sinni, skal drepa á þessar: Áskorun til rík- isstjórnarinnar um áð hlutast til um, að brezka herstjórnin hagi svo vinnu íslenzkra verka- manna hjá sér, að hún verði sem minnst, eða helzt engin, þann tíma árs, er atvinnuvegir landsmanna þurfa mest á verkafólki að halda, mánuðina júli, ágúst og september. Á- skorun til Alþingis um ríflegan styrk til að greiða kostnað við flutning áburðar til lands- ins árin 1941 og 1942. Á- skorun til Alþingis um að fram- lengja lögin um happdrætti rík- isins og að verja tekjum þess, kaup ríkisins vegna kauptúna!a® útrunnum sérleyfistíma há- lMkgnslia|»ii r her- iiiiin<1 ra þjóða Fróði komínn til Reykjavíkur Línuveiðaskipið Fróði kom til hafnar í Reykjavík um hádegi 1 dag. Beið mikill mannfjöldi á hafnarbakkanum, og höfðu sum- ir beðið lengi morguns. En um allan bæinn blöktu fánar í hálfa stöng. Lík hinna föllnu manna, þeirra sem fyrstir íslendinga eru bein- línis vegnir með vopnum í styrj- öldinni, voru tekin úr skipinu með mikilli viðhöfn. Lék lúðra- sveit sorgarlög, en menn stóðu berhöfðaðir og hljóðir meðan at- höfnin fór fram. og sjávarþorpa, um landnám ríkisins og um heimild fyrir kaupstaði, kauptún, sjávar- og sveitaþorp til þess að láta vinna að jarðrækt í almenningsþágu í þegnskylduvinnu. Mælti það með þessum frumvörpum öll- um. Var einnig mælt með breyt- ingum á sandgræðslulögunum og skorað á Alþingi að leggja að mörkum meira fé til sand- græðslu heldur en hingað til. Frumvarp til laga um stofn- un vísindasjóðs var lagt fyrir þingið og mælti það með sam- þykkt þess. Skal, samkvæmt frumvarpinu, verja ríkistekjum þeim, sem fást munu af brugg- un sterkra öltegunda í sjóð þenna. En hlutverk sjóðsins er að bera kostnað af náttúru- rannsóknum, einkum þeim, sem atvinnuvegum landsmanna mætti að haldi koma. Búnaðarþingið ákvað að stofna heiðursverðlaunasjóð Búnaðarfélags íslands og skyldi stofnfé hans vera sjóðsleifar Búnaðarfélags Suðuramtsins. Úr sjóðnum skal veita þeim mönnum heiðursverðlaun, sem innt hafa af höndum ágætis- verk, efnisleg eða andleg, þau er almenna þýðingu hafa og til umbóta horfa fyrir þá, sem búnað stunda. Stofnféð er 21 þúsund krónur. Að þessu sinni ákvað búnað- arþingið að veita tvenn heiðurs- verðlaun, önnur 2000 krónur til handa Sigurgeiri Jónssyni bónda að Helluvaði í Mývatns- sveit fyrir æfilangt fjárræktar- starf með framúrskarandi ár- angri; hin, 1000 krónur, til Sig- skólans, til þess að leysa raf veitumál sveitanna. Tilmæli til Alþingis og ríkisstjórnar um að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að framleiðsla á lopa úr íslenzkri ull verði stóraukin, þegar á þessu ári, ef unnt er. Fyrirmæli til stjórnar Búnaðar- félags að athuga möguleika á því að koma skipulagi á sölu á hrossum innanlands. Fyrir nokkrum mánuðum síðan lét Quislingstjórnin hand- taka norska skáldið Ronald Fangen og hefir hann verið hafður í haldi síðan. Fangen er nú eitt fremsta söguskáld Norð- manna. Á síðari árum hefir hugur hans mjög hneigzt að trúmálum. Blað Norðmanna í London, „Norsk Tidend“, hefir birt eftirfarandi frásögu um fangelsun Fangens: — Orsökin að handtöku Fang- ens var grein, er hann reit í tímaritið „Kirkja og menning“, sem Berggrav biskup veitir for- stöðu. Greinina nefndi hann: „Um þegnskap“, og var hún for- ustugrein í októberhefti tíma- ritsins. Fangen vitnaði í þýzka sagnfræðinginn Fichte um, hvernig þegnarnir ættu að vera trúir þjóð sinni. Það, sem Fichte reit um Prússland fyrir 100 árum, gæti í öllum aðal- atriðum verð ritað um ástand það, er nú ríkir í Noregi. Ronald Fangen gerir fyrst Fichte sjálfan að umræðuefni. — Þegar styrjöldin brautzt út milli Prússa og Napoleons 1806, var Fichte sannfærður um sig- ur Prússlands. Þegar friður hafði verið saminn, fluttist Fichte aftur til Berlínar. Óvin- irnir réðu lögum og lofum í borginni. Fjölmargir lands- manna höfðu gerzt leiguþý þeirra. í desembermánuði 1807 hóf Fichte að flytja ræður sín- ar til þýzku þjóðarinnar í há- skólanum í Berlín að viðstöddu fjölmenni. Ræður þessar voru sannnefnd hetjudáð, því að þeirra vegna lagði Fichte líf sitt í hættu. í þrettándu ræðu sinni veittist hann að þeim rithöf- undum, er gengu erinda óvin- anna með því aö telja það fagn- aðarefni, að Napoleon væri að stofna nýtt heimsveldi. Hann taldi það bábilju eina, að Prúss- um og öðrum þýzkum þjóðum myndi verða ætlaður heiðurs- sess við hlið Frakka. Fangen vitnar í ræðu Fichte, þar sem hann mælir á þessa leið: „Verði heimsveldi skapað á kostnað hinna frjálsu þjóða, þá mun drottnari þess ala upp í þjóð sinni ruddalega yfir- drottnunarstefnu og ránshug. Hann mun ekki refsa henni heldur hvetja hana til hermd- arverka. Skömmin: sem fylgir því að skerða rétt hins veika, mun þá senn fyrnast. Hvaða þjóð í Evrópu, myndi vilja lúta slíkum yfirráðum framandi A. ICKiOSSa-OTUM Pólskir sjómenn og vændiskonur. — Skipum náð út. Snjóflóð í Steingrímsfirði. í fyrrinótt var lögreglan kvödd út í pólskt skip, sem lá við Ægisgarð, til þess að taka þaðan þrjár íslenzkar stúlkur, er þar voru að svalli. Fjórir lögregluþjónar fóru í för þessa. Er í skipið kom, tóku pólsku sjómennlrnir upp skammbyssur og riffla og beindu að lögregluþjónunum og skipstjórinn lýsti því yfir, að þeir yrðu skotnir, ef þeir hefðu sig ekki brott. Urðu þeir frá að hverfa við svo búið og var skotið á eftir þeim. Lögregluvörður var hafð- ur um nóttina á bryggjunni. Hleyptu Pólverjar þrívegis af byssum sinum um nóttina. Meðal annars skutu þeir bæði á íslenzku lögregluna og ensku her- lögregluna, þótt ekki yrði slys. í gær fór svo sveit íslenzkra lögreglumanna í pólska skipið, vopnuð táragasi, skammbyssum, rifflmn og vélbyssum, ásamt þrem yfirmönnum, lögreglu- stjóra, fulltrúa og yfirlögregluþjóni. Var skipstjórinn og þrír aðrir Pólverjar handteknir og vændiskonurnar þrjár teknar úr fletum skipverja. Einnig var þar tekin hlaðin skammbyssa og tveir rifflar og skotfæri. Þegar fangarnir voru fluttir í land, safnaðist mesti mannfjöldi saman fyrir framan lög- reglustöðina. Stúlkurnar heita Klara Olsen Árnadóttir, Sigríður Steinunn Jónsdóttir og Anna Jóhanna Guð- mundsdóttir. Vínföngunum, er til hófs- ins voru lögð, höfðu sjómennirnir stolið úr öðru pólsku skipi. r r r Þrjú af skipum þeim, sem ströúduðu í grennd við Reykj^vík, eru komin á flot. Vélbáturinn Þórir, sem losnaði sjálfkrafa, hefir verið dreginn til hafn- ar. Enski togarinn var og dreginn á flot og fluttur til hafnar. Þá tókst einnig að ná á flot danska skipinu Sonja Mærsk, er rak upp í Rauðárvík í ofviðrinu. r r t Fyrlr nokkru gerði asahláku á Ströndum á mikinn snjó. Leiddu veðrabrigði þessi til snjóflóða. Varð mikið tjón að á Bólstað í Steingríms- firði. Féll það þar yfir fjárhús og hlöðu og drap 156 kindur. Áður en brá til hlákunnar var fönn svo mikil þar nyrðra, að hús voru kaffennt sums staðar. t r r ríkis? Vor þjóð skyldi aldrei æskja sér slíks hlutskiptis. Við höfum beðið lægra hlut í styrj- öldinni. — En það er undir oss sjálfum komið, hvort við glöt- um sæmd vorri eða eigi. Vopna- styrinn er til lykta leiddur. Nú hefst ný barátta á öðrum vett- vangi. Við skulum sýna gestum vorUm, að við séum trúir og tryggir ættlandinu. Við skulum sanna þeim þegnskap vorn og skyldurækni. Við skulum um- fram allt ekki glata virðingu vorri í viðskiptunum við þá. Fari svo munu þeir fyrirlíta oss og forsmá.“ Fichte vísar þeirri hugsun á bug með sárri gremju,að Þýzka- land eigi að taka upp hið franska stjórnskipulag og hta á hernám landsins sem góðverk. Hann hrópar til samlanda sinna: „Við getum sjálfum okkur einum kennt um örlög vor. Við verðum umfram allt að gæta þess að vekja ekki fyrir- litningu annarra á oss. Ef við tjáum Frökkum, að við höfum búið við kröpp kjör og óviðun- anlega stjórn, mun það hafa alvarleg áhrif. Þeir munu þá ætla, að það sé ósk vor og vilji, að þeir skipti sér af innan- landsmálum vorum í framtíð- inni.“ Að loknum lestri greinarinnar undrast enginn, þótt Fangen væri handtekinn. Endurminn- ingin um gagnrýnisorð Fichte kunna að hafa komið Þjóðverj- um illa. Þeir hafa einmitt breytt í augljósri andstöðu við skoð- anir hins merka sagnfræðings. Auk þessa er það einmitt í anda Fangens og Fichte, sem norska þjóðin lifir og starfar í þreng- ingum þessara tíma. Erlendar fréttir Brezki flugherinn gerði stór- fellda loftárás á Berlín aðfara- nótt fimmtudagsins. Er það fyrsta loftárás á Berlín á þessu ári. Einnig voru gerðar stór felldar loftárásir á Bremen og Hamborg. Þýzki flugherinn gerði sömu nótt miklar loftá rásir á Liverpool. í fyrrinótt segjast Bretar hafa gert stærstu loftárás styrjaldarinnar á Ham- borg. Þjóðverjar hafa stórauk ið næturárásirnar undanfarið og eru Bretar nú byrjaðir að endurgjalda á sama hátt. í Abessiníu heldur sókn Breta áfram á öllum vígstöðvum. Virðast Bretar keppa að því að sigra ítali í Abessiniu áður en regntímabilið hefst eftir 3—4 vikur. Verður þá ófært að heyja styrjöld þar með vélahersveit um, því að vegir verða ófærir. Grikkir telja sig hafa hrund ið hörðum áhlaupum ítala á miðvígstöðvunum undanfarna daga og hafi ítalir orðið fyrir miklu mannfalli. Talið er að Mussolini hafi verið á ferð á vígstöðvum þessum. Bandaríkjastjórn vinnur nú að þvi, að samkomulag verði milli stjórnar Breta og Vichy stjórnarinnar um tilslakanir á hafnbanninu, sem Bretar hafa sett á hinn óhernumda hluta Frakklands. Roosevelt forseti hefir lýst yfir því, að það kæmi ekki til mála að senda matvæli til Ev- rópu, ef hætta væri á, að þau lentu í höndum Þjóðverja. Ansaldo, einn þekktasti blaða maður ítala, hefir látið svo um- mælt, að Spánverjar geti ekki vænzt þess, að fá lönd eftir stríðið, ef þeir verði hlutlausir áfram. Matzuoka utanríkismálaráð herra mun bráðlega fara til Berlínar og Rómaborgar. Á víðavangi HÆTTAN, SEM VOFIR YFIR LANDBÚNAÐINUM. í fjárlagaræðu Eysteins Jóns- sonar var m. a. minnst á þá hættu, sem nú vofir yfir ís- lenzkum landbúnaði, sökum hinnar miklu eftirspurnar eftir vinnuafli við sjávarsíðuna. Þessi eftirspurn stafar sum- part af hinu háa verði, sem Bretar gefa fyrir sjávarafurð- irnar og eykur atvinnuna við sjávarútveginn, og sumpart af hinni miklu vinnu, sem er hér á vegum setuliðsins. Eins og nú standa sakir, taka Bretar raun- verulega að láni hjá okkur meginhluta þess fjár, sem þeir greiða með sjávarafurðirnar og Bretavinnuna svokölluðu. Þetta lánsfé fáum við ekki endur- greitt fyrr en eftir stríðið og fer það vitanlega mjög eftir úr- slitum þess, hver endurgreiðsl- an verður. En afleiðingar þess- arar lánastarfsemi, sem er okk- ur að ýmsu leyti nauðug, verða aær, ef ekkert er að gert, að vinnuaflið sogast í stórum stíl frá landbúnaðinum, og einstak- ir menn safna óhemju auði eft- ir íslenzkum mælikvarða. Eigi þjóðin ekki að verða fyrir því stórfellda fjárhagslega og menningarlega tjóni, sem leiða myndi af hnignun sveitanna, ef þessu héldi fram, verður nú þegar að gera tvennt: Að reyna að tryggja landbúnaðinum nauðsynlegt vinnuafl, og að taka ríflegan hluta af þeim tekjum, sem skapast vegna lán- anna til Breta, til að tryggja fleira fólki búsetu í sveitunum framtíðinni. Er þetta ekki síður til hagsbóta fyrir kaup- staðina, því að þar mun ekki verða of mikil atvinna eftir styrjöldina, þótt. fólki fjölgi þar ekki verulega á styrjaldarárun- um. Alþingi verður að taka með þeim myndarskap á þessum málum, að landbúnaðinum verði borgið. EINKENNILEGIR SJÁLFSTÆÐISMENN. í grein forsætisráðherra á öðrum stað í blaðinu er getið þeirrar skoðunar Bjarna Bene- diktssonar að ísland megi ekki verða sjálfstætt, nema það hafi fengið fyrirfram samþykki Þj óð- verja, Breta og Bandaríkja- manna. Gunnar Thoroddsen hefir haldið því fram á prenti, að íslenzka þjóðin eigi að hagá stjórnarfari sínu að óskum annarra þjóða. Það eru vissu- lega skrítnir sjálfstæðismenn, sem vilja í öllum aðalatriðum fara að vilja erlendra þjóða. STÆKKUN SOGSVIRKJUNARINNAR. Bæjarráð Reykjavíkur hefir samþykkt að leita eftir tilboði um stækkun Sogsvirkjunarinn- ar. Framsóknarflokkurinn heflr iðulega hvatt til þess að þetta væri gert og flutt tillögu um það í bæjarstjórninni. Mun hljótast ' af því margvíslegur bagi og aukinn kostnaður að því ráði skuli ekki hafa verið fylgt fyrr. INNHEIMTA ÚTSVARA. Blöö Sjálfstæðisflokksins segja nú frá því, að innheimta útsvara hafi gengið stórum betur á sið- astliðnu ári en áður. Þetta er því að þakka, að fyrir tilstuðlan Framsóknarflokksins hefir kom- izt bætt skipulag á þessi mál og skilvísi aukizt. Er það sum- part um breytingu á útsvars- lögunum að ræða, en sumpart er þetta að þakka því, að leynd- in um vanskilamennina er af- numin og hefir það hvatt þá til aukinnar skilsemi. Tíminn mun bráðlega birta svar frá ræðis- manni Svía við grein, er nýlega birtist í blaðinu um skerðingu ritfrelsis í Sví- Þjóð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.