Tíminn - 27.03.1941, Qupperneq 4

Tíminn - 27.03.1941, Qupperneq 4
144 TÍMIM, fimmtudagtnn 27. marz 1941 36. blaðS t R BÆNUM Minni baráttuhugnr Erlendar fréttlr. lieikfélagReykjavíknr Skemmtun hafa BVamsóknarfélögin í Reykjavík ákveðið að halda 1 Oddfellowhúsinu nlðri næstkomandi þriðjudag, 1. apríl. Þar verður spiluð Pramsóknarvist. — Margt flelra til skemmtunar. Gert er ráð fyrir að þetta verði seinasta skemmtun félaganna á vetrinum. Brottt'Iutningur barna. Rikisstjómin hefir falið stjómum Rauða krossins og Barnaverndarráðs að vinna að brottflutningi bama héðan úr bænum eins fljótt og verða má. Þessir aðilar unnu að því í fyrra að útvega börnum héðan sumardvöl í sveit og varð mikið ágengt. í fyrra var dvalartími þeirra í sveit tll jafnaðar um tveir mánuðir, en nú mun verða lögð áherzla á að þau verði a. m. k. í fjóra mánuði og fari úr bænum um mánaðamótin apríl-maí. Þá ráðgerir ríkisstjómin að fá heimild Alþingis til að taka öll skólahús og samkomuhús i sveitum til sumardvalar fyrir börn úr kaupstöðum. Drengjahlaup Ármanns verður háð íyrsta sunnudag i sumri. Keppt verður í þriggja manna sveit- um. Þátttakendur gefi sig fram við stjóm Ármanns eigi síðar en viku fyrir hlaupið. Öllum félögum innan í. S. í. er heimil þátttaka. Skíðamót verður haldið í Bláfjöllum á sunnu- daginn kemur. Glímufélagið Ármann hefir tvö undanfarin kvöld haldið fimleikasýningu í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar. Sýningamar hafa vakið mikla aðdáun. Bera þær íþróttafólkinu glæsilegan vitnisburð um áhuga og ástundun. Sýningin verður endurtekin í kvöld í seinasta sinn. Verkfall hárgreiðslustúlkna hefir nú verið leyst upp, án þess að félagsskapur þeirra hafi samið við at- vinnurekendur. Samvinnuheimilið. Þeim, sem vilja styrkja heimili Framsóknarmanna, er um ræðir í grein V. G. í síðasta blaði, ber að snúa sér til Ólafs Jóhannessonar í Sambandi ísl. samvinnufélaga, Reykjavík. Náttúrulækningafélag íslands hélt aðalfund 4. marzmánaðar. Stjórn þess skipa Jónas Kristjánsson læknir forseti, Björn L. Jónsson veður- fræðingur varaforseti, Halldór Stefáns- son forstjóri ritari, Hjörtur Hansson umboðssali gjaldkeri og Sigurjón Pét- ursson kaupmaður. Félagið var stofnað í janúarmbánuði 1939. Forgöngumaður þess og leiðbeinandi er Jónas Krist- jánsson. Tilgangi félagsins er svo lýst, að það skuli veita fólki þekkingu á lög- málum lífsins og heilsusamlegum lifn- aðarháttum og stuðla að því, að þeir sem sjúkir eru orðnir eða veiklaðir, geti átt kost á lækningum með náttúr- legum hjálparmeðölum, ljósi, lofti, vatni, hreyfingu, hvíld, matarhæfi o. s. frv. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Á útleíð kl. 8 í kvöld og hefst sala aðgöngumiða kl. 1 í dag. Að gefnu tilefni skai það tekið fram, að frásögnin um Flóabúið, sem birtist í seinasta blaði, var ekki höfð eftir Halldóri Eiríkssyni forstjóra. Leiðrétting. í síðasta blaði var skýrt frá nöfnum skipverjanna á línuveiðaskipinu Pét- ursey. Þar er talið, að einn hásetinn, Hrólfur Þorsteinsson frá Hvamms- tanga, sé ókvæntur. Þetta er ekki rétt. Hann var kvæntur Þuríði Þórðardóttur á Hvammstanga. Vinnið ötullega fgrir Tímann. hjá Þjóðverjnm en Rretum (Framli. af 1. síöu.J raun um, að þær séu mjög vandaðar. Síðan segir hann: — Rannsóknir á brezku flug- vélunum, sem hafa verið skotn- ar niður, leiðir jafnframt ann- að í ljós. Uppdrættirnir, sem ensku flugmennirnir hafa fyr- ir leiðarvísir, eru ótrúlega ná- kvæmir og eiga auðsjáanlega ætt sína að rekja til fullkomn- ustu njósnarstarfsemi. Plug- mennirnir vita til fullnustu um legu hverrar einustu gasstöðvar, rafstöðvar eða verksmiðjubygg- ingar á þeim stöðum, sem þeir eru látnir heimsækja. Það sést líka á annan hátt, að Bretar fá mjög glöggar upplýsingar frá Þýzkalandi. Ég hitti af tilviljun verksmiðjueiganda frá Vestur- Þýzkalandi. Hann sagði mér, að fyrir ekki löngu síðan hefði ver- ið byrjað á byggingu skotfæra- verksmiðju. Bretar áttu vitan- lega ekki að fá minnstu vitund um hana. Hún var dulmáluð á hinn kænlegasta hátt og ekki látin hafa neinn reykháf, sem gæti orðið leiðbeining fyrir flugmennina. Það var ómögu- legt að greina hana frá um- hverfinu úr 3000 m. hæð í hinu allra heiðskírasta veðri. Þegar öllum þessum útbúnaði var lok- ið hóf verksmiðjan framleiðslu sína. En hún hafði ekki starfað, nema í nokkrar klukkustundir, þegar Bretar gerðu fyrstu loft- árásina! Griggs er sammála hinum ameríska fréttaritara um það, að ekki verði vart við neitt Bretahatur meðal þýzks al- mennings. Hins vegar sé oft farið viðurkenningarorðum um dugnað Breta og allmiklar sög- ur gangi um afrek brezkra flug- manna. í útvarpsræðu , sem næstæðsti foringi þýzka flug- hersins flutti fyrir nokkru, lýsti hann líka aðdáun sinni á brezka flughernum og sagði, að þýzka þjóðin yrði að gera sér ljóst, að hún ætti nú í höggi við dugmeiri og þolnari andstæð- ing en t. d. Pólland og Prakk- land. (Framh. af 1. síðu.) Frá Júgóslavíu berast fregnir um miklar og víðtækar óeirðir þar, sökum samkomúiags jú- góslavnesku stjórnarinnar við öxulríkin. Götufundir hafa ver- ið haldnir víðsvegar um Serbíu og Montenegró og hundruð manna hafa verið hneppt í fangelsi. Einkum virðist þó óá- nægjan mögnuð í sveitahér- uðum Serbíu. Herinn virðist vera mjög mótfallinn sam- komulaginu og hafa þegar kom- ið allmargir júgóslavneskir her- foringjar og flugmenn til Grikklands og gerzt sjálfboða- liðar í gríska hernum. Annars leitast stjórnendur Júgóslavíu við að láta sem minnst fréttast um andúðina gegn samkomu- laginu og hefir því verið komið á strangri skeytaskoðun. Brezk blöð fara hörðum orð- um um undanlátssemi Júgó- slavnesku stjórnarinnar við öx- ulríkin. Telja þau, að stjórnin hafi raunverulega gefið landið á vald öxulrikj anna. Þá segja þau, að júgóslavneska stjórnin geti ekki átt von á vinfengi Breta, ef sigurinn fellur þeim í skaut. Graziani, sem hefir verið yf- irstjórnandi Libyuhers ítala, hefir beðizt lausnar að sögn Rómaborgarútvarpsins. Eftir- maður hans nefnist ítalo Gari- baldi. Brezkar fregnir herma, að talsvert þýzkt herlið sé komið til Libyu. Þetta lið mun aðal- lega komið þangað til að styrkja varnir ítala. Það virðist komið í ljós, að Bretar ætli ekki að halda áfram frekari sókn í Libyu fyrst um sinn, heldur bú- ast fyrir á þeim stöðum, sem þeir hafa tekið. Mun þetta gert með tilliti til þess, að þeir geti flutt sem mest lið til Grikk- lands, ef þörf krefur. Brezka herliðið, sem sækir inn í Abessiniu yfir ítalska Somali- land, á eftir ófarna um 30 km. til Harrar, en það er önnur stærsta borg Abessiniu. Á öðr- um vígstöðvum í Austur-Afríku gengur sókn Breta að óskum. Lánadeild smábýla (Framh. a) 1. síðu.) hverfa inn í þéttbýlið vegna getuleysis um stofnun til bygg- inga og búskapar, ef hvergi fæst fé að láni. Geta þó slík smábýli verið alldrjúg tekjulind, sér í lagi fyrir fjölskyldumenn, og ó- líkt hollara fyrir fjölskylduað- ila að geta fengið þar starf við sitt hæfi í staðinn fyrir að- gerðarleysi það, sem oft dæm- ist á unglinga í þröngbýlisstöð- unum. Víða í sveitum gætu verið skilyrði fyrir iðnaðarmenn til að setjast að, ef þeir stunda landbúnað í hjáverkum. Slíkir menn hafa hvergi aðgang að lánsfé, og lítur bankanefndin svo á, að smábýladeildin ætti að veita lán til slíkra smábýla." Um útsvör og skatfta (Fravih. af 3. síðu.) eða alls ekki gerlegt, að draga menn þannig í tvo. dilka, og skipa öðrum i „stríðsgróðahóp- inn“. Ein og sömu skattalög með stighækkandi tekju- og eignaskatti, með frádráttar- ívilnunum og jöfnunartekjum í þá átt, sem að framan getur, eiga að gilda í landinu. Lög- gjaíann eða ríkissjóð varðar það engu, hvort og að hvað miklu leyti auknar tekjur kunna að stafa af völdum styrj- aldarinnar, enda í mörgum til- fellum lítt gerlegt eða alls ó- kleift að skilgreina, hvort og að hvað miklu leyti auknar tekj- ur sumra manna kunna að stafa af völdum ófriðarins. Framh. Á ÚTLEIÐ Sýiting í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftír kl. 1 í dag. Hljómsveit undir stjórn Dr. V. Úrbantschitsch aðstoðar við sýninguna. Börn fá ekki aðgang. Nú er réttí tímínn til að læra að synda fyrir vorið. Sundnámskeið hefjast að nýju í Sundhöllinni mánudaginn 31. þessa mánaðar. Kennt verður bringusund og skriðsund. — Þátttakendur gefi sig fram sem fyrst. — Upplýs- ingar í síma 4059. — ATH. Nú verða sérstakir barna- og konuflokkar. Sundhöll Reykjavíkur. 1 m i'rreryra | ■ | | > JT I 1 „OIaf6é hleður á morgun til Önundar- fjarðar, Súgandafjarðar, Bol- ungarvíkur og ísafjarðar. Vörumóttaka í dag. Á víðavangi. h (Framh. af 1. slðu.) heldur einnig látið ríkið sjálft safna birgðum og reynt að tryggja skip til slíkra flutninga. Sjálfstæðisflokkurinn mun síð- ur en svo hafa ýtt undir slíkar ráðstafanir, en vonandi veitir hann þeim ekki mótspyrnu, ef til framkvæmda kæmi. Rylting í Jugoslaviu (Framh. af 1. síðu.) neitt af hálfu þýzku stjórnar- valdanna um þennan atburð, en því er spáð, að Þjóðverjar muni hefja innrás í Jugoslaviu. Jugoslavneski herinn er vafa- laust undir það búinn að mæta innrás og aðstaða hans er betri en t. d. Frakka og Pólverja að því leyti, að Þjóðverjar geta ekki komið eins mikið við véla- hernaði þar og í Frakklandi og Póllandi. Á krossgötum. (Framh. af 1. síðu.) febrúar var einvörðungu notuð írosin síld til beitu, en í þessum mánuði kom næg loðna í fjörðinn, og er henni nú 310 Robert C. OUver : sem ég hefi brotið gagnvart mínu þjóð- félagi. Ef þú getur stöðvað Graben- horst í glæpastarfi hans og gert hann skaðlausan, ynnir þú góðverk, sem myndi vega á móti allri minni synda- byrði. En geturðu þetta? Þegar þú lest þetta, er ég horfinn úr þessum heimi. Með hvaða hætti veit ég ekki. Ef til vill hefir Grabenhorst þar hönd í bagga. Það eina sem ég get, er að óska þér allrar blessunar, og það geri ég af öllum krafti minnar föðurlegu ástar til þín. Þinn faðir. REGINALD SPENCER. (Reginald Towner). Lucy hafði setið hljóð og hlustað á iesturinn. Þegar Bob lokaði bókinni og leit á hana, sagði hún aðeins: Vesa- lings pabbi. Bob greip hönd hennar og þrýsti hana. — Þú hefir óafvitandi starfað sam- kvæmt ósk föður þíns. Og verði Gra- benhorst handsamaður, átt þú stóran þátt 1 því. — En þú, Bob — án þín .... Geðshræringin yfirbugaði Lucy. Hún gat ekki sagt meira. Höfuð hennar hné að barm Bob. Þannig sátu þau lengi I djúpri þögn. Æfintfjri blaöamannsins 311 Skipið bar þau óðfluga í norðurátt, burt frá hinum afríkanska kvalastað, þar sem svo margir höfðu kvalizt og liðið á undan þeim. XXIII. John Taylor varð einn eftlr 1 Afríku. Það var allt of tafsamt fyrir hann að ferðast með skipi, og svo var margt eftir enn ógert. Að vlsu voru samtök „Keðjunnar" rofin, en ýmsir helztu liðir hennar voru horfnir, þar á meðal Ca- bera og sjálfur höfuðpaurinn Enoch Grabenhorst. Taylor beið eftir flugvél frá Prakk- landi, sem átti að sækja hann. Meðan hann beið, var hann í stöðugu sambandi við félaga sína í Marseille og Scotland Yard og fékk stöðugt fréttir um handtöku nýrra og nýrra með- lima „Keðjunnar". Skipulagning Gra- benhorsts var að vísu mjög hugvits- söm og klók, en hafði þó þann galla, að þegar einn liður brast, hrundi allt sam- an. Þess vegna reyndist lögreglunni mjög auðvelt að þreifa sig áfram þegar sá fyrsti hafði verið tekinn. Taylor beið óþolinmóður eftir því að komast í slaginn. Loksins heyrði hann flugvélardrunur í loftinu og innan stundar hafði hún lent, og hafið sig beitt. r r r Menningarfélag Austur-Skaftfellinga var stofnað árið 1926. Tilgangur þess er að tengja saman íbúa sveitarinnar, sem eru aðskildir af ám og eyðisönd- um, og vekja áhuga fólksins fyrir þjóð- legri menningarframförum. Starfsað- ferð félagsins hefir verið sú, að halda á ári hverju sameiginlegt mót, sem stendur yfir í þrjá daga. Eru þar fluttir fyrirlestrar eða erindi, hafðir umæðu- fundir um héraðsmálefni og fleira, og sungið og dansað síðustu nóttina. Kaffi er ávallt veitt á fundarstaðnum. Mót þessi eða „sæluvika" eru höfð að loknum haustönnum í nóvembermán- uði, fimmta hvert ár í hverri sveit. — Vegna legu sinnar geta Öræfi ekki verið með, en Höfn er samkomusvæði fyrtr sig, þótt ekki sé sérstakt hrepps- félag. íbúar þeirrar sveitar, er mótið hefir, verða að sjá öllum langferða- mönnum fyrir gistingu í 2—3 nætur, og er þá oft glatt á hjalla, er 8—12 manna hópur er kominn til náttstað- ar, og deilumál dqgsins sótt og varin af þeim, sem aðeins væru áheyrendur í samkomuhúsinu. Félagið hefir sjö manna stjóm, er sér um verkefni mót- anna og undirbýr þau. 120 menn eru félagar, en samkomur sóttar af öllum, elns utanfélagsmönnum. Á síðastliðnu sumri ferðaðist Hjalti Jónsson fram- kvæmdastjóri (Eldeyjar-Hjalti) um r———GAMLA BÍÓ—--—— KVÆIVTUR TVEIMIIR! (MY PAVORITE WIFE) Amerísk gamanmynd. Aðalhlutverkin leika: IRENE DUNNE off GARY GRANT. Aukamynd: FRÉTTAMYND Meðal annars brezki her- inn á íslandi. Sýnd kl. 7 og 9. —■——NÝJA BÍÓ------- ærsladrOsin FRÁ ARIZONA (ARIZONA WILDCAT) Æfintýrarík og bráð- skemmtileg amerísk kvik- mynd frá FOX, er geriz ár- ín eftir frelsisstríð Banda- ríkjanna. Aðalhlutverkin leika: JANE WITHERS og LEO CARILLO. Aukamynd: Minnisverðir viðburðir. Sýnd kl. 7 og 9. Júllus Ólafsson, búfræðingur, fyrrum bóndi að Miðjanesi 1 Reykhólasveit, andaðist þar aðfaranótt 25. þ. m. Vandamenn. I$vö! er vinsælasta tímarit landsins. Hundruð manna eiga Dvöl alla frá upphafi í vönduðu bandi, og telja. hana meðal ánægjulegustu bóka sinna. Til þess að gefa bókhneigðu fólki, sem ekki þekkir Dvöl, kost á því að kynnast henni, hefir verið ákveðið að selja fáein eintök af þriðja árgangi ritsins, ásamt nokkrum sýnisheftum, sumum eldri og sumum nýrri, á 5 — fimm — krónur. Geta þeir, sem þess æskja, fengið þetta sent í póstkröfu, burðar- gjaldsfrítt hvert á land sem er. Tímaritið DVÖL, Lindargötu 9 A, Reykjavík. Sfmi 2353. Mesí og bezt fyrir króniuia með i»ví :ið nota — livottacluftltl — ----PERLA-- III PERLA Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Reykhús. — Frystihús. Niðursuðuverksmiðja. — Rjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur. The World’s News Seen Through THE Christian Science Monitor An International Daily Newsþaþer is Truthful—Constructive—Unbiased—Free from Sensational- ism — Editorials Are Timely and Instructive and Its Daily Features, Together with the Weekly Magazine Section, Make the Monitor an Ideal Newspaper for the Home. -------r--------------------- ------------ The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Price $12.00 Yearly, or $1.00 a Month. Saturday Issue, including Magazine Section, $2.60 a Year. Introductory Offer, 6 Issues 25 Cents. Nama-------------------------------------------- SAMPLB COPY ON REQUEST sýsluna í boði Menningarfélagsins, ásamt dóttur sinni. Hann er formaður Skaftfellingafélagsins í Reykjavík. Glampandi sólskin var flesta daga ferðarirmar og vötnin svo litil, að ekið var á bifreiðum alla leið milli Breiða- merkursands og Lónsheiðar. Hjalti færði Menningarfélaginu tvær veglegar gjafir. Stóran fána úr vönduðu efni með einkennisstöfum félagsins, M. F. A. S„ og innsiglishring mikinn úr gulli með fangamarki félagsins.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.