Tíminn - 15.04.1941, Page 3
42. blað
TlT»IlTV>. þriðjudagiim 15. aprfl 1941
171
A N N A L L
Dánarminning.
Þingeyrarhreppur hefir goldið
mikið afhroð af völdum hern-
aðar í þessum mánuði. Sex af
okkar dugmestu liðsmönnum
eru fallnir. Djúp sorg ríkir í
hjörtum allra Dýrfirðinga. eftir
slíka menn sem þeir voru, 4
frændur og vinir, er féllu á
Fróða, við ódauðlegan orðstír
hetjuskapar og bróðuranda, svo
og þá tvo, er fórust með Péturs-
ey, Þorstein Magnússon skip-
stjóra, ungan atgjörvismann, og
- Sigurð Jónsson vélstjóra, er hér
verður minnst.
Sigúrður var fæddur að
Næfranesi í Mýrahreppi 10. okt.
1882. Foreldrar hans voru hjón-
in Margrét Sighvatsdóttir, sem
enn er á lífi, og Jón Sigurðsson
(d. 1939). Margrét er dóttir Sig-
hvats Borgfirðings, fræðimanns.
Sigurður ólst upp á Höfða hjá
foreldrum sínum en kvongaðist
1915 Margréti Arnfinnsdóttur,
af góðri bændaætt. Stóð brúð-
kaup þeirra í Þingeyrarkirkju
að fornum sið.
Þau hjónin hófu búskap að
Rana í Hvammi en fluttu vorið
1920 að Botni, innsta bæ í Dýra-
firði. Veturinn 1925 tók snjó-
flóð ofan bæinn, en æðri hönd
hlífði heimafólki, en eitthvað
fórst af búfé. Fluttist Sigurður
þá um vorið að Innri-Lamba-
dal. Þar reisti hann veglegt
steinhús, bætti jörðina að auki
á ýmsan hátt og bjó þar til
vorsins 1938 að hann flutti með
fjölskyldu sína að Lægsta-
Hvammi í Þingeyrarhreppi.
Mjög réð þeirri ráðabreytni, að
hann var tekinn að stunda sjó
á línuveiðaskipum sem vél-
stjóri. Þurfti hann mjög að afla
aukinna tekna, því að börnin
voru orðin níu. Öll eru þau hin
mannvænlegustu.
Horfinn er hann nú, sem
rækti skyldur sínar af einstakri
árvekni, dugnaði og trúmennsku
viðurkenndi, að nú horfi hér
öðruvísi við, og nokkru lífvæn-
legar, en á útflutningsárunum.
Hann segir: „Er nú hafið nýtt
nám í hinu fagra landi, og ef
um sömu landgæði, veðuráttu
og gróður, væri þar að ræða og í
Vesturheimi, þá biði ísland
landnemum sínum miklu betri
boð og hlunnindi nú, en Amer-
ika gerði nokkru sinni fyrrum
þegar hún var á mestu mann-
veiðunum(!) á Norðurlöndum.
En þótt veðurátta megi teljast
sæmileg móts við það, sem oft
var fyrrum heima, er afstaðan
samt svo ólík, að þessi landnám
vestra og eystra, verða gersam-
lega ósambærileg, fyrr en Norð-
urpóllinn færist ögn fjær ís-
landi, eða vísindin skapa þar
ný skilyrði gróðurs og þroska.“
Norðurpóllinn færist nú ekki,
og ísland ekki heldur suður á
bóginn; enda óvíst, að íslend-
ingar óski þess, nema öll þeirra
fiskimið fylgdu með, eða 'hin
sömu skilyrði til aflafanga og
vér höfum nú. En höf. veit
sennilega, að vísindin hafa þeg-
ar skapað hér „ný skilyrði gróð-
urs og þroska“, þótt það sé enn
í byrjun. En að því hefir verið
vikið hér á undan. Svo heldur
höf. áfram.
„Ef vel er skyggnst um á
söguspjöldum útflutnings og
innlendra framfara, er oft mjótt
á munum milli þess, að stökkva
til Ameríku, eða pota sér upp
úr skítnum hér heima, eins og
stundum var að orði komizt um
þá, er sniðskáru(!) sig upp úr
sárasta velsaldómi hér. Frum-
hvötin var hin sama, að klifa
og stóð sem hetja á velli þungr-
ar lífsbaráttu og hafði unnið
glæstan sigur. Nú var orðið
bjart yfir lífskjörum öllum. En
nú tekur okkur í innstu taugar
yfir sárum örlögum manns, er
glætt hafði lífið góðleik, bjart-
hyggju og trú. En hann, sem
treysti guði í blíðu og stríðu,
verður bezt heiðraður með því,
að við trúum heitt og öruggt á
það guðs réttlæti, er tekur í
tauma þess kalda heimshyggju-
valds, er að ómaklegleikum fer
fram stutta hríð um mannlegt
líf. Svo kemur mér í hug um
nafna minn, að þetta var ein-
mitt trú hans á sigur hins góða
og fagra. Þá sjaldan hann mátti
missa stund frá önnum og hann
skauzt- til mín, var mér unun
að setjast að máli við hann um
göfgan tilgang lífsins og helgi
þess í forsjónarhendi föður vor
allra.
í fögrum ljóðum, er nafni
minn las mér, því að hann var
með ágætum skáldmæltur, lýstu
sér mannkostir hans, barnslegt
hugarfar auðmýktar, fyrirgefn-
ingar og bænar um vöxt alls,
sem gott er til. Ég veit, að guð
lítur þar á gott pund.
Bróðir og vinur! Við söknum
þín mjög og þökkum þér dáð-
ríku störfin og tryggðina við
okkur og Dýrafjörð.
Blessuð sé minning þín.
Sigurffur Gislason.
Einn þeirra manna, sem
drukknuðu í sjóróðrinum í Vík
6. marz síðastliðinn, var Her-
mann Einarsson, bifreiðastjóri.
Hann var aðeins þrjátiu og sjö
ára að aldri. Hermann var bróð-
ir Sigurðar Einarssonar dósents
og þeirra systkina.
Á unga aldri réðist Hermann
til Halldórs heitins Jónssonar
kaupmanns í Suður-Vík. Hall-
dór var í senn kaupmaður og
mikill bóndi. Vandist Hermann
strax fjölbreyttum störfum og
kom brátt i ljós, hve vaskur og
áhugasamur hann var til allra
starfa. Var einnig viðbrugðið,
hve trúr og árvakur hann var
um allt, er honum var falið á
hendur. Þroskuðust þessir eig-
inleikar Hermanns með aldri,
svo að í minnum verður öllum
þeim, er til þekktu. Andlegu at-
gjörvi var Hermann eigi síður
vel búinn. Hann var mjög á-
hugasamur starfsmaður í öllum
félagsskap, sem hann tók þátt
í. Ræðumaður var hann ágætur,
hagorður og gleðimaður jafnan.
Glaðværð hans var svo blátt
áfram, að hann „lyfti upp“ öll-
um, sem á vegi hans urðu.
Á hinu ágæta heimili Suður-
Víkur dvaldi Hermann, þar til
er hann kvæntist eftirlifandi
■konu sinni, Ágústu Tómasdóttir,
fósturdóttur Halldórs í Vík. Má
þrítugan hamarinn til að bæta
kjör sín, þótt aðferðirnar væru
ólíkar. Félagsskapur Þingey-
inga til Brasilíuferða (1860—
1863) er nákvæmlega af sömu
rótum runnar og Kaupfélag
Þingeyinga."
Það er hægt að segja, að allur
frjáls félagsskapur „sé af sömu
rótum runninn", en hann á oft
næsta lítið sameiginlegt. Til
dæmis má taka, er höf. nefnir
„mannaveiðar“ ;á Norðurlönd-
um og íslandi, á útflutningsár-
unum. Að þeim vann annars
vegar og aðallega hér Kanada-
stjórn, þó íslendingar fram-
kvæmdu verkið, og tækju laun
fyrir, fengu visst fyrir stykkið,
að mig minnir, enda mundi bezt
veiðast, ef sú aðferð væri notuð.
En með þessu vil ég alls ekki
segja, að hér hafi verið unnið
neitt óhappaverk, hvorki fyrir
þá, sem fóru eða sátu eftir. Höf.
hefir sennilega rétt fyrir sér, að
það fór vel sem fór. Það rýmk-
aði í sveitunum, og rótaði tölu-
vert að gagni við þeim, sem eftir
sátu. Og þeim farnaðist yfirleitt
sæmilega, sem vestur fóru. En
flestum mun hafa verið það
ljóst, að er vesturförum lauk að
mestu, var komið að takmörk-
um þess, að hér yrði land-
auðn, en útfararstraumur-
inn stöðvaðist smám saman fyr-
ir og eftir aldamótin siðustú?
Var það ekki einmitt félagsskap-
ur sá, sem höf. nefnir um leið
og útflutningsfélögin, þ. e.
kaupfélögunum, er að því unnu?
Verður að því vikið hér á eftir.
Gerum ráð fyrir, að Jakob
Halfdánarson hefði farið til
segja, að Hermann hefði eigi
yfirgefið að fullu þetta heimili,
Dótt hann kvæntist og ætti síð-
an heimili í Víkurkauptúni, því
atvinna hans var alla tíð að
mestu bundin við gamla heimili
jeirra hjóna, Suður-Vík.
Öll höfum við misst, sem Her-
manni vorum kunnug, en þó er
missirinn sárastur hans nán-
ustu og tilfinnanlegastur þó
konu hans, er eftir lifir við litla
forsjá. Þjóðfélagið missir einn-
ig alltaf mikið við lát dugandi
manna á bezta aldri. Þeir eru
allt of fáir til, sem leggja sig
eins fram eins og Hermann
heilsu með tvö börn þeirra á
unga aldri. Augljóst er, hve ó-
bætanlegt það er fyrir heimil-
ið að missa sína fyrirvinnu og
Einarsson gerði, af áhuga og
einlægni í þjónustu annarra.
Þegar ég kvaddi Hermann
síðast fyrir nokkrum vikum,
kom mér eigi til hugar, að það
væri í síðasta sinn. Ég hafði
ekki hugsað mér að þetta á-
nægjulega heimili, sem öllum
stóð opið með glaðværð og gest-
risni, yrði svo skyndilega niður
brotið.
Éftir lifir minningin um lát-
inn vin og það er aðeins góðs
að minnast. Þ. H.
Brasilíu, er ég held að aldrei
hafi verið full alvara hans, með
stóran hóp Þingeyinga með sér,
fyrir 1870. Hann hefði þá ekki
getað unnið að stofnun Kaup-
félags Þingeyinga árið 1882, en
í þess stað hjálpað allverulega
til að grafa undan rótum'þess.
Ekki ósennilegt, að stofnun
samvinnufélaga hér á landi
hefði dregizt um 20 ár, ef svo
hefði farið. Um afleiðingar þess
skal ekki dæma almennt. En ég
er sannfærður um, að Þingeyj-
arsýsla hefði liðið það afhroð
þá, sem hún hefði varla undir
risið. Kaupfélögin 'risu eigi
nógu snemma til þess að hindra
útflutninginn frá upphafi, en
þeim auðnaðist að lokum að
stöðva hann úr sveitum lands-
ins að fullu, þar sem áhrif
þeirra bein og óbein náðu til.
Það var fátækraflutningurinn
vestur, sem var töluvert mikill
og almennur, er stöðvaðist með
kaupfélögunum, fyrir breytt
skilyrði í sveitunum. Þegar
Kaupfélag Þingeyinga var 30
ára, var hægt að sýna það, að
enginn kaupfélagsmaður hefði
þegið sveitarstyrk frá stofnun
þess. Þorri bænda í sýslunni
skipti við kaupfélagið, og næst-
um allir þeir efnaminnstu.
kreppuáranna. Þetta get ég
líka staðfest með allmiklum
kunnugleika í þessum sveitum.
Ég hygg, að svipað megi segja í
flestum sveitum þessa lands,þar
sem kaupfélögin og önnur sam-
vinnufél. festu snemma rætur.
Þau hafa öll breytt kjörum og
lifnaðarháttum svo mjög til
hins betra, að flóttahugurinn
gufaði upp, en í stað þess dafn-
aði félagsandi og metnaður,
með trú á landinu og kostum
þess. Batnandi árferði, er frá
leið aldamótum, kemur hér
einnig til greina.
En flóttinn úr sveitunum
stöðvaðist ekki, munu menn
segja, og það er rétt. En hann
var annars eðlis og ekki af landi
brott, enda mestallt einhleypt,
vinnandi fólk, er þyrptist í
kaupstaðina, er sjávarútvegur-
inn reis upp,. eins og kunnugt er.
V.
Höf. segir, að átökin um út-
flutninginn hafi verið einna
mest í Þingeyjarsýslu; en ekki
voru þau gerð að opinberu máli
þar frekar en í öðrum sveitum.
Engu að síður var það mörgum
hitamál. Að útflytjendum hafi
fylgt kuldi og kæruleysi héðan,
— og skilningsleysi á útflutn-
ingsmálum allt til síðustu ára,
það tel ég mjög of mælt. Þetta
var þegjandi stríð milli frænda
og vina í Þingeyjarsýslu, en
annars látið afskiptalaust, er til
alvörunnar kom. Þess var varla
hægt að krefjast, að Þingeying-
ar styddu almennt útflutning-
inn, eins og ..mér virðist höf.
(Framh. á 4. siðu.)
Gangið í
GEFJUNAR
íötum
Á síffustu árum hefir íslenzk-
um iffnaffi fleygt fram, ekki
sízt hefir ullariffnaffurinn
aukizt og batnaff og á ullar-
verksmiffjan Gefjun á Ak-
ureyri mikinn þátt í þessum
framförum.
Gefjunardúkarnir eru nú
löngu orffnir landskunnir
fyrir gæffi.
Ullarverksmiðjan vinnur úr
íslenzkri ull, fjölmargar teg-
undir af bandi og dúkum til
fata á karla og konur, börn
og unglinga.
Gefjun starfrækir sauma-
stofur í Reykjavik og á Ak-
ureyri. Gefjunarföt eru
smekkleg, haldgóff og hlý.
Gefjunarvörur fást um land
allt hjá kaupfélögum og
kaupmönnum.
€ref|nn
EStírtaldar vörur
böfum við venjnlega til söln:
Frosið kindakjöt af
DILKUM — SAUÐUM — ÁM.
NÝTT OG FROSIÐ NAUTAKJÖT,
SVÍNAKJÖT,
ÚRVALS SALTKJÖT,
ÁGÆTT HANGIKJÖT,
SMJÖR,
OSTAR,
SMJÖRLÍKI,
MÖR,
TÓLG,
SVIÐ,
LIFUR,
EGG,
HARÐFISK,
FJALLAGRÖS.
Samband ísl. samvínnufélaga.
330
Robert C. Oliver:
Æfintýri blaöamannsíns
333
Það var 1894 að Kaupfélag
Norður-Þingeyinga var stofnað.
Þá var töluverður útflutning-
um úr þeim sveitum nýlega af-
staðinn, er kaupfélagið náði til.
Það voru yfirleitt mjög efna-
litlar fjölskyldur, sem fóru, og
nokkrar styrktar af hrepp. Eg
hefi heyrt af því látið, hve þess-
um fjölskyldum farnaðist vel i
Ameriku, og svo mun hafa einn-
ig verið um marga þá, sem fóru
á líkan hátt vestur, að þeir hafi
spjarað sig og sumir orðið efna-
menn. En það má alveg það
sama segja um fátæklingana,
sem eftir urðu heima, og þeir
voru þó miklu fleiri; þeir hafa
líka spjarað sig, og sumir orðið
efnamenn. Það var mikil og al-
menn fátækt og skortur í þess-
um sveitum, er Kaupfélag Norð-
Þingeyinga tók til starfa. En ég
hefi umsögn roskinna og skyn-
bærra manna, að þar hafi ekki
verið síðan um neinn sambæri-
legan skort að ræða, að líf
manna og lifnaðarhættir
hafi breytzt (strax) á mjög
stuttum tíma til hins betra, og
efnahagur bænda hafi almennt
farið batnandi síðan og til
þeir sig ekki um, að maðurinn, sem
þeir leituðu að, yrði þeirra var.
Þegar þeir voru komnir spottakorn í
burtu, stöðvuðu þeir mann nokkurn,
sem þeir spurðu til vegar til gistihúss.
Maðurinn virti þá andartak fyrir sér.
Auðsjáanlega undraði hann það, að
þeir skyldu hafa gengið fram hjá gisti-
húsi Enochs.
— Þér hafið nýlega gengið fram hjá
bezta gistihúsi bæjarins, mælti hann.
— Við hugðum gistinguna þar of dýra,
mælti Taylor.
— Jæja þá, sagði maðurinn, án þess
að koma til hugar að trúa þessari skýr-
ingu. — En gistihús Tomas er örskammt
héðan.
Þeir héldu för sinni áfram og komu
brátt til gistihússins, sem þeim hafði
verið vísað á. En þeir urðu að játa, að
kringumstæðurnar einar neyddu þá til
þess að leita þangað gistingar. Það var
vissulega neyðarráðstöfun.
Mikilúðlegur dyravörður í óhrein-
um einkennisbúningi veitti þeim mót-
töku. Hann gat vart dulið undrun sína
yfir, að slíka gesti skyldi bera þar að
garði. Þeir skrifuðu nöfn, sem þeir
völdu af handahófi, inn í gestabókina.
Dyravörðurinn spurði þá hvorki um
farangur né vegabréf. Síðan var Tay-
þessi mannfýla ofið sinn sniðuga
köngulóarvef.
Hvað átti hún að gera. Hún horfði
óttaslegin umhverfis sig. Húsið var
sama sem mannlaust og garðurinn
stór — þau vissu enn ekki, að hún var
komin — hún varð að komast burt og
ná í hjálp.
Hún sneri varlega við og gekk í
áttina að garðshliðinu. Það var komið
sólarlag — nú óskaði hún að hún
hefði ekki látið Bob fara til John Tay-
lors — ef hann væri nú hér hjá henni.
Nú heyrði hún hrópað inni í húsinu.
Það var Nancy. Hún hafði gengið út
að glugganum og komið auga á Lucy.
— Það er hún, Leopold, heyrði hún
hana hrópa og svo heyrði hún Leopold
blóta og segja:
— Haltu þér saman, þú eyðileggur
allt saman með þessu.
Hún gaf sér ekki tíma til þess að
hlusta á meira, en tók til fótanna, því
hún vissi, að Leopold myndi brátt
verða á hælunum á henni.
Hún varð að komast út á veginn. Ef
til vill hitti hún þar bíl — mann —
einhvern, sem gæti hjálpað henni.
En Lucy var ekki veitt eftirför. Leo-
pold vissi, að hún hlaut að hafa heyrt
samtalið og breytti þvi um áform. Nú
var aðeins um eitt að gera fyrir hann